Staða Liverpool sem einhvers furðulegasta liðs í sögu Ensku Úrvalsdeildarinnar breyttist ekkert um síðustu helgi. Á góðri íslensku er liðinu best lýst sem ´reverse flat track bullies´.
Tímabilið byrjaði með frábærum sigri á Arsenal þar sem okkar menn spiluðu glimmrandi fótbolta. Helgina eftir töpðu okkar menn gegn nýliðum Burnley. Þessar tvær viðureignir lýsa tímabilinu í heild fullkomlega. Síðustu æfingaleikir Liverpool fyrir þessa fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins voru 4-0 sigur á Barcelona sem var fylgt eftir daginn eftir með 4-0 tapi gegn Mainz. Þetta er lið okkar er stórundarlegt og hafa margir reynt að greina vanda liðsins í vetur. Niðurstaða úr þeim rannsókum er nokkuð afgerandi.
IT’S THE DEFENCE, STUPID
— Dan Kennett (@DanKennett) 27 February 2017
Það sem af er þessu tímabili hefur Liverpool fengið á sig 19 mörk í 11 leikjum gegn neðstu sjö liðunum eða 1,7 að meðaltali í leik, þetta er fullkomlega galið. Fjórir af þessum leikjum hafa tapast og einn endaði með jafntefli.
Liverpool hefur tapað 25 stigum gegn liðunum í sjötta til neðsta sæti á meðan Chelsea hefur tapað fjórum stigum úr sömu viðureignum. Chelsea hefur náð 2,73 stigum úr þessum leikjum á meðan Liverpool er með 1,64 stig að meðaltali. Hinsvegar hefur liðið ekki ennþá tapað leik gegn liði í efri hluta deildarinnar og það er kominn miður mars.
Klopp hefur eins og allir aðrir áttað sig á því fyrir löngu að veikleikar Liverpool koma verst í ljós gegn þeim liðum sem liggja til baka og leyfa Liverpool ekki að spila sinn frábæra pressufótbolta. Kick and run fótboltinn hefur reynst okkar mönnum of erfiður og staðreyndin er sú að varnarmenn Liverpool eru ekki nógu góðir til að ráða við það.
Undanfarin fjögur tímabil hefur Liverpool fengið á sig 1,3 mörk að meðaltali í leik sem þýðir einfaldlega að Liverpool byrjar hvern leik marki undir að meðaltali og rúmlega það. Þegar rýnt var í þessa tölfræði í fyrra var bent á Skrtel, Moreno og Mignolet. Núna er þrír í vörn Liverpool (Mignolet, Clyne og Lovren) á sínu þriðja-fjórða tímabili og ennþá lekur vörnin jafn illa.
Þetta er samt ekki alveg svona einfalt, Klopp leggur leikinn upp þannig að hans lið verjast sem ein heild frá efsta manni og ef varnarmistök liðsins eru skoðið dreifast þau á fleiri en 1-2 leikmenn. Það hjálpar heldur ekki að Liverpool hefur á þessum tíma ekki spilað með varnartengilið og sama miðvarðaparið hefur aldrei náð meira en ca. 5 leikjum í röð.
Leikkerfið er aðalatriði hjá Klopp.
– Bæði í sókn og vörn
Líklega myndu flestir segja að besta lausnin við varnarleik Liverpool væri að kaupa heimsklassa (dýrasta) leikmannin í þær stöður sem þarf að bæta. Klopp er hinsvegar afar ólíklegur til að láta stjórnast af slíkum sjónarmiðum. Enda er það engin töfralausn. Mignolet er dýrasti markmaður í sögu Liverpool á meðan Lovren og Sakho eru dýrustu miðverðirnir í sögu félagsins. Leikmenn sem hafa spilað frábærlega fyrir aðra henta Klopp ekkert endilega vel og ástæða þess að hann vill frekar unga og hungraða leikmenn er ekki bara til að spara peninga heldur telur hann sig betur geta mótað þá innan þeirrar hugmyndafræði sem hann vill leggja upp með.
Þetta er t.a.m. áleitin spurning
Sturridge doesn’t fit Klopp’s system at all. But neither would Ibrahimovic. Surely accommodating quality players has to come first?
— James Nelson (@_James_Nelson_) 28 February 2017
Svarið mitt við þessu væri nei með Klopp við stjórnvölin. Frekar vill ég treysta á Klopp til að byggja upp sitt lið frá grunni og losa Liverpool við Sturridge og aðra (gæða) leikmenn sem henta mismunandi leikkerfum. Það skapar ekki góða hlolningu á liði að vera með þrja heimsklassa leikmenn (sem við erum btw ekki) sem henta allir sitthverjum leikstílnum.
Ef að Klopp greinir Lovren, Clyne og Mignolet sem veikleika kæmi ekkert á óvart að sjá TAA, Gomez og Karius taka hægt og rólega þeirra stöður. Auðvitað verður eitthvað keypt í sumar og Liverpool verður að gera það. Klopp rétt eins og FSG hefur sýnt að þeir eru alveg til í að eyða peningum þegar þess þarf en aðalatriði er að umræddir leikmenn henti hans leikstíl.
Ungir leikmenn koma ekki með neinn farangur og hlusta mikið frekar á það sem þjálfarinn er að segja þeim, þeir geta treyst honum enda Klopp með ferilsskrá til bakka það upp sem hann segir. Núverandi blanda er líklega ekki nógu góð á Anfield sem kannski eðlilegt er enda tekur lengri tíma en 18-20 mánuði að innleiða nýjan varnarleik sem krefst varnarvinnu allra leikmanna. Við höfum samt séð marga leiki þar sem kerfið virkar og þá líka spilar liðið frábæran fótbolta, bæði í vörn og sókn. Vonandi kemur stöðugleiki með meiri tíma.
Sambanburður við Dortmund
Eins og áður segir hefur Liverpool fengið á sig 1,3 mörk að meðaltali sl. þrjú tímabil og er á nákvæmlega sömu leið á þessu tímabili. Liðið er hinsvegar að skora mikið meira í vetur og er núna aðeins átta stigum frá heildarstigafjölda síðasta tímabils. Dortmund var í verri málum þegar Klopp tók við þar á sínum tíma, liðið fékk á sig 1,8 mörk í deildinni að meðaltali áður en Klopp tók við.
Á hans fyrsta tímabili náði Klopp því niður í 1,08 mörk og 1,2 mörk árið eftir. Á þriðja tímabili var hann búinn að móta sitt lið og þá fór varnarleikur Dortmund að skila titlum.
Liðið fékk á sig aðeins 0,6 mörk að meðaltali í leik sem líka skilaði þeim titli. Þetta var varnarleikur alls liðsins í heild. Árið eftir fékk Dortmund á sig að meðaltali 0,7mörk í leik og vann deildina aftur. Á fimmta tímabili Klopp lenti Dortmund í öðru sæti en var 25 stigum á eftir Bayern, liðið fékk aftur á sig 1,2 mörk að meðalatli í leik það tímabil. Liðið fór reyndar í úrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili sem tók einhverja athygli frá deildinni.
Árið eftir munaði 19 stigum á Dortmund og Bayern sem þá var farið að kaupa bestu menn Dortmund. Þeir fengu á sig 1,1 mark að meðaltali það tímabil. Allir muna svo eftir vandamálum Dortmund á síðasta ári Klopp, vandamál liðsins það tímabil var meira sóknarleikurinn heldur en varnarleikurinn því liðið fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali.
Klopp spilar áhættusaman fótbolta sem þýðir að liðið fær á sig fleiri mörk fyrir vikið. Heilt yfir skiptir þetta ekki máli þar sem liðið skorar rúmlega tvö mörk á móti. Hinsvegar vinna hans lið titla þegar hann nær betra jafnvægi á varnarleikinn og takist honum á næstu tveimur tímabilum að snúa varnarleik Liverpool þannig að liðið fái aðeins á sig 0,6 eða 0,7 mörk er ég sannfærður um að það skilar titli í hús. Til þess að ná því þarf að bæta varnarleikinn um helming.
Ekkert lið hefur gert fleiri varnarmistök undanfarin fimm tímabil
Eðlilega verður ekki auðvelt fyrir Klopp að laga varnarleik Liverpool en hann hefur engu að síður gríðarlegt svigrúm til að bæta hann á mjög skömmum tíma. Samkvæmt tölfræði Opta hefur Liverpool gert 37 varnarmistök síðan Klopp tók við. Til samanburðar gerði Dortmund aðeins 34 varnarmistök síðustu þrjú tímabil Klopp með liðið, þið munið, slæmu tímabilin! Það er eins og varnarmistök séu orðin eðlilegur partur af varnarleik Liverpool. Eitthvað sem aftur beinir sviðsljósinu af núverandi varnarmönnum liðsins, já og markmanni.
Svona lítur tafla Opta út undanfarin fimm ár. Ekkert lið hefur gert fleiri varnarmistök en Liverpool. Tveir stjórar en sama vandamál heldur endalaust áfram.
(Tekið úr grein This is Anfield)
Loris Karius gerði aðeins tvö mistök sem kostuðu mark með beinum hætti á síðasta tímabili. Hann afrekaði sama fjölda í tveimur leikjum á þessu tímabil sem kostaði hann sæti í liðinu.
Allir fimm tapleikir tímabilsins hafa átt það sameiginlegt að Liverpool gaf andstæðingum sínum mark með slæmum varnarmistökum. Úrslitamark í öllum tilvikum. Fyrra mark Burnley, Hull og Leicester og svo sigurmarkið í leikjunum gegn Bournemouth og Swansea sem báðir voru miklir markaleikir. Liverpool er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik sem ekki inniheldur ekki varnarmistök sem leiða til marks skv. tölfærðibanka Opta.
Mögulega eru okkar menn bara svona óeðlilega óheppnir á þessu tímabili, 57% af fjórtán varnarmistökum hafa endað með marki andstæðinganna. Meðaltalið undanfarin fimm ár er 35%
Góður markmaður hjálpar gríðarlega þegar kemur að þessari tölfræði, sem dæmi gerðu Liverpool og Man Utd sig bæði sem um 29 varnarmistök tímabilið 2014/15, Liverpool fékk á sig níu mörk í kjölfarið á meðan United fékk á sig þrjú. Burnley hefur á þessu tímabili gert einum færri varnarmistök en Liverpool en hafa fengið á sig sex mörkum færra.
Upphitun fyrir Burnley
Þetta langaði mig að skoða aðeins nánar í upphitun fyrir Burnley, það er ekkert nýtt að fara koma fram í upphitun fyrir Burnley sem ekki hefur komið fram í upphitun fyrir Swansea, Sunderland, Borunemouth og Hull. Vandamálið er alltaf það sama.
Deildarleikir Liverpool fá áramótum eru svona.
Sigur gegn Man City, jafntefli gegn Sunderland, jafntefli gegn Man Utd, tap gegn Swansea, jafntefli gegn toppliði Chelsea, tap gegn Hull, sigur gegn Tottenham, tap gegn Leicester. Sigur gegn Arsenal…
Er það furða að maður sé stressaður fyrir leiknum gegn Burnley?
Það hjálpar ekkert stressinu að Burnley hefur ekki unnið útileik á þessu tímabili og aðeins náð tveimur stigum. Liverpool tekur svona tölfræði eins og áskorun á þessu tímabili.
Robin Klopp and his Merry Redmen, who steal 3 points from the Premier League’s rich, and give them away to the poor ??? pic.twitter.com/UwcgUHYF33
— Bleacher Report UK (@br_uk) March 4, 2017
Lið Liverpool
Rétt eins og vanalega eru 2-3 lykilmenn fjarverandi. Firmino hefur lítið verið meiddur á þessu tímabili en þar sem hann var frábær í síðasta leik er auðvitað komið að meiðslum hjá honum. Hann er a.m.k. tæður fyrir morgundaginn. Henderson verður pottþétt ekki með, hann er ennþá að ná sér af meiðslum ásamt því að Sturridge er fjarverandi vegna meiðsla.
Sturridge er annað dæmi um stórt vandamál hvað núverandi hóp varðar. Þetta er einn dýrasti leikmaður félagsins (laun) en passar enganvegin inn í hugmyndafræði þjálfarans og er alltaf meiddur. Sturridge hefur spilað 543 mínútur í vetur eða 6 leiki. Það gera 22% af tímabilinu sem ótrúlegt en satt er á pari við undanfarin þrjú tímabil.
Þetta á að heita einn af bestu leikmönnum félagsins. Hann er gjörsamlega búinn á þessu leveli og því fyrr sem Liverpool losnar við hann og nýtir þennan launapakka betur því betra.
Vandamálið við byrjunarlið Liverpool er eiginlega orðið að það er ekki neitt svigrúm til að koma á óvart. Það vita allir hvernig Klopp er að fara stilla liðinu upp fyrir utan kannski 1-2 breytingar sem ekki hafa mikil áhirf á plön andstæðinganna. Bekkurinn er oftar en ekki veikari á pappír en hjá þeim botnliðum sem við erum að tapa stigum gegn.
Aðalmálið fyrir þennan leik snýst um það hvort Klavan eða Lovren verði í miðverði með Matip. Það að spila aldrei með sama miðvarðaparið er eitt af stóru vandamálum Liverpool og á þeim forsendum er kannski eðlilegra að Klavan spili frekar en Lovren. Á móti er Lovren mikið framar í goggunarröðinni og ætti að koma inn sé hann klár í slaginn.
Lucas var t.a.m. góður gegn Tottenham og fékk því Leiester leikinn fram yfir Klavan með afleitum afleiðingum.
Byrjunarliðið ætti því að segja sig nokkuð sjálft
Klopp heldur væntanlega áfram að þróa upplegg liðsins í kjölfar Arsenal leiksins sem var blanda af 4-2-3-1 og 3-4-3 frekar en 4-3-3 sem liðið hefur spilað í vetur. Can dregur sig aftar og fær vonandi meiri hjálp frá Wijanldum þannig að hann lendi ekki í því einskismannslandi sem varnartengiliði og miðverðir Liverpool hafa verið að lenda gegn liðum eins og Burnley.
Spá:
Liðið er farið að fá vkufrí milli leikja og hefur nægan tíma til að undirbúa hvern leik. Burnley kemur ekki lengur á óvart og okkar menn verða því bara að sýna að þeir eigi svar við þeim. Eftir Swansea, Hull og Leicester leikina er pressan fyrir þennan leik orðin meiri en fyrir Arsenal og Tottenham leikina.
Ég spái því að okkar menn standist prófið og vinni 2-0 á sunnudaginn.
Origi með bæði.
Karius í markinu?
Innskot (EMK) – Úbbs, búinn að laga. Það væri samt í góðu lagi mín vegna.
Sælir félagar
Takk Einar Matthías fyrir frábæra upphitun og umræðu. Vandamál Liverpool í hnotskurn kemur vel fram í uppstillingu liðsins hjá EM. Það er skortur á breidd. Það er að segja að ef lið hefur nóga breidd er hægt að stilla upp nánast jafngóðum manni í byrjunarlið og sá er sem fellur út vegna meiðsla eða vegna þess að stjórinn vill skipta til að hvetja menn til betri frammistöðu.
Ég hefi hinsvegar ekki miklar áhyggjur af því í þessum leik þar sem þeir leikmenn sem koma inn núna ættu að amk. að vera jafngóðir ef ekki betri en bestu menn Burnley. Þó mér finnist Origi ekki sérstaklega góður í fótbolta (fyrsta snerting og að taka rétt hlaup á réttum tíma þ.e. að tengja við leik samherjana) þá er þetta leikur sem hann getur sýnt hvað í honum býr.
Origi vantar oft hörku og þor maður á mann, er slakur tæklari og hræddur í loftinu. Þar á móti kemur að hann getur verið frábær slúttari á stundum.Þannig hefur það verið en nú getur hann sýnt að hann hafi tekið sig á. Hann átti mjög góða innkomu í leiknum gegn Arsenal og vonandi heldur hann áfram þar sem þar var frá horfið.
Coutinho virðist vera að koma til baka og Can átti mjög góðan leik síðast ásamt Winjaldum. Lallana er einfaldlega besti leikmaður enska landliðsins (ef það segir eitthvað) og okkar liðs líka. Matip er að komast í leikæfingu og Klavan var góður á móti Arsenal. Clyne er ásættanlegur varnarlega en afar slakur sóknarlega heilt yfir. Milner er Milner og berst af hörku nánast alltaf. Þetta lið með Minjó öruggan (?!?) í markinu ætti að hafa öruggan sigur. Mín spá er því 6 -1.
Það er nú þannig
YNWA
Fróðleg og skemmtileg upphitun og hjálpar mér að efla skilning á því sem hefur verið að gerast á vellinum. Einar Matthías er vandaður penni!
Okkur vantar Xabi Alonso leikmann sem getur brotið upp varnarmúr andstæðinganna. United voru í bullandi vandræðum þangað til þeir föttuðu að þeir voru með Carrick á bekknum hjá sér. Það vantar þannig spilandi mann hjá okkur, sérstaklega þegar 10 anstæðingar pakka saman í vörn. Henderson er þokkalegur en hann er búinn að vera í vandæðum eftir áramót með meiðsli. Tilviljun að við höfum ekki getað blautan síðan þá.
Við vinnum á morgun, Burnley er ekki nógu neðarlega til að við töpum leiknum.
Spái 2-0, mig dreymdi það og ég er frekar berdreyminn.
Æji ég veit ekki hvort að ég leggi í að horfa á þennan leik. Mér finnst þetta vera sama endurtekningin aftur og aftur í vetur. Tökum óvænt stóru liðin og slátrum þeim og byggjum upp væntingar og mætum svo burnley, wba eða swansea og liðið drullar á sig.
Ég vona bara að Klopp leggi þetta betur upp á morgun og helst láti Milner og Clyne liggja til baka með miðvörðunum og passi að varnarmenn verði ekki undirmannaðir í skyndisóknum.
Látum sóknarmennina um þetta og haldi vörninni aftarlega.
Skíthræddur um að við gefum enn einu sinni 3 stig til þeirra fátæku
Takk fyrir þessa upphitun. Sammála mörgu en þó alls Asmundi með að við vinnum óvænt efstu liðin. Það er bara alls ekkert óvænt við að vinna þau eins og dæmin sanna í vetur og undanfarna vetur.
Er drulluhræddur við þennan leik því þetta er akkúrat lið sem mun liggja í vörn í 70 mínútur og treysta á hraðaupphlaup. Okkar góða lið hefur farið flatt á að spila við svona lið aftur og aftur í vetur en nú held ég að Klopp sé búinn að finna lausn á þeim vanda. Draga úr hápressunni og gefa ekki séns á viðkvæmum stöðum við teiginn og eins og þú segir Asmundur að halda bakvörðunum neðar á vellinum og jafnvel Can líka. Þó Milner hafi mikla hlaupagetu er hann seinn og það má bara ekki gerast að hann liggi frammi án þess að annar detti vel til baka. Gegn liðum sem vilja lítið spila boltanum þá freistast bakverðirnir til að fara mjög hátt sem er ekki alltaf gott, bara stundum.
Takk fyrir upphituna og allt annað Kopparar, Þetta spennustig og sveiflur eru alveg að fara með mann og marga aðra sýnist mér á síðunni.
Takk
Ég setti Ben Mee og Heaton í fantasy liðið mitt. Liverpool heldur uppteknum hætti og heldur áfram að gefa þeim fátæku. Eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn. Hlakka til að éta sokk!