Liverpool – Everton

Loksins, loksins, loksins byrjar enski boltinn að rúlla aftur um helgina eftir landsleikjahlé og byrjar nú heldur betur á alvöru sprengju þegar Everton kemur í heimsókn á Anfield í hádegisleiknum á laugardaginn. Fínn tími og stutt að bíða.

Fyrir landsleikjahléið sem byrjaði fyrir alveg örugglega sex vikum síðan eða eitthvað álíka, þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli við Manchester City. Sanngjarnt eflaust en það var smá svekkjandi þar sem okkar menn höfðu nú alveg tækifærin á að klára leikinn svo það er pínu svekkjandi og pakkinn frá 2.sæti og niður í það 6. því orðinn mjög svo þéttur. Eiginlega bara alltof þéttur og því svigrúm til mistaka lítið sem ekkert þessa stundina.

Svigrúmið er meira að segja það lítið að takist Everton að vinna á laugardaginn þá verður munurinn á milli liðana aðeins þrjú stig og pakkinn teigist þá niður í 7.sætið líka. Við viljum halda okkur í Meistaradeildarsæti og ekki hafa það að Everton andi eitthvað ofan í hálsmálið á okkur og fari að gera sér einhverjar grillur.

Everton mega nú alveg eiga það að þeir hafa verið á mjög miklu skriði frá áramótum, annað en Liverpool, og hafa tekist að brúa bilið á milli sín og efstu fjóru sætanna alveg lygilega mikið. Ég ætla ekkert að hrósa þeim eitthvað sérstaklega fyrir það enda vil ég ekkert endilega hafa þá í þessari stöðu svo svei, farið burt!

Það rignir jákvæðum og skemmtilegum fréttum yfir bæði lið fyrir þennan leik. Lallana meiddist í landsleik með Englandi og verður frá í fjórar vikur og missir af líklega sex leikjum og Jordan Henderson virtist ekki vera að glíma við einhver smávægileg meiðsl eins og fyrst var haldið og verður ekki með í leiknum. Snilld. Frábært. *Setur kaldhæðin þumall upp í loftið*

Það er nú svo sem heldur ekki mikið af jákvæðum meiðslafréttum hjá Everton. James McCarthy og Morgan Schneiderlin verða líklega ekki með þeim um helgina en verri fréttirnar fyrir þá eru að Funes Mori skaddaði eitthvað í hnéinu á sér og verður frá í einhverja tvo mánuði en Seamus Coleman, einn þeirra besti leikmaður, tvífótbrotnaði eftir ljóta tæklingu um daginn og verður líklega frá í ár. Þeir verða því líka fyrir töluverðri blóðtöku.

Það verða nú samt enn fullt, fullt af góðum leikmönnum á vellinum á laugardaginn og má nú alveg reikna með hörku leik eins og er svo oft raunin þegar þessi lið mætast. Mér finnst alltaf ákveðin synd þegar fyrirliðann vantar í leik eins og þennan, þó að Henderson sé ekki Gerrard eða Carragher þá veit hann um hvað þetta snýst allt saman og er flottur í svona leiki.

Wijnaldum og Can voru frábærir með Lallana á miðjunni gegn Man City um daginn og er ég meira en til í að sjá Wijnaldum og Can á miðjunni en því miður er Lallana ekki með og því mun Klopp eitthvað þurfa að rótera. Ein lausnin gæti verið að setja Coutinho í hlutverk Lallana á miðjunni og þá einhvern eins og Origi í framlínuna eða – það sem mér þykir nokkuð líklegra í þessum leik – að Lucas muni koma inn á miðjuna fyrir aftan Can og Wijnaldum. Vona að það verði frekar hitt en reikna frekar með þessu. Væri alveg fínt að sjá eitthvað eins og Trent Alexander Arnold kæmi inn í bakvörðinn og Milner færi þá á miðjuna en reikna ekki með því heldur.

Lovren var meiddur um daginn en ætti að ég held alveg örugglega að vera klár í slaginn og kemur vonandi til með að byrja í hjarta varnarinnar með Matip. Mignolet byrjar sem og Clyne, Milner, Mane, Coutinho, Firmino og miðjumönnunum tveimur. Það er alveg pottþétt. Miðverðirnir og síðasta staðan á miðjunni eru spurningarmerkin.

Það var ógeðslega sætur sigurinn á Everton í fyrri leik liðana þegar Mane hirti frákast í uppbótatíma eftir skot Sturridge og kláraði dæmið. Það væri sætt að fá eitthvað slíkt aftur en ég væri nú líka alveg til í að sjá okkur flengja þá aftur og pakka þeim saman.

Það er klárlega komin ákveðin pressa á liðið núna og þar sem pakkinn er þéttur og liðin í kring eiga flest öll einn eða tvo leiki inni á okkur þá verðum við að vinna í þessum leik til að freista þess að halda okkur í pakkanum. Þetta gæti endað á að renna úr okkar greipum og örlög liðsins falli í hendur annara en númer eitt, tvö og þrjú er að gera sitt besta, vinna stig og sjá svo til.

Byrjum á Everton, klárum þá og gefum þeim vænan kinnhest og komum þeim aftur á jörðina. Þeir eiga ekkert að vera svona ofarlega og eiga bara að halda sig í pakkanum fyrir neðan og hætta þessum stælum!

23 Comments

  1. Á sama tíma og það eru orðrómar um að Coutinho gæti vel orðið arftaki Iniesta á miðjunni hjá Barcelona er Liverpool líklegt til að spila með Lucas á miðjunni og stilla upp steingeldri miðju sóknarlega með Lucas, Can og Wijnaldum. Þetta bara skil ég ekki.

    Fyrir mér ætti Coutinho að vera miðjumaður hjá Liverpool, hvað þá í fjarveru Adam Lallana sem hefur réttilega verið fyrir framan hann í þeirri stöðu undanfarið. Henderson, Wijnaldum, Can og Lucas eiga að vera berjast um hinar stöðurnar á miðjunni.

    Frekar myndi ég hafa Ben Woodburn í þeirri stöðu sem hann hefur hvað mest spilað fremst á miðjunni frekar en að setja Lucas inn og fara inn í þennan leik á Anfield með Can, Lucas og Wijnaldum.

    Emre Can hefur spilað vel undanfarið í DM stöðunni og ætti að halda áfram þar að mínu mati. Fremst á miðjuna vill ég fá þann leikmann sem skapar mest og það er klárlega Coutinho.

    Origi á vænginn þá því liðið má fyrir alla muni ekki heldur við því að spila Firmino úr stöðu. Það er þetta helvítis rót á öllu liðinu þegar 1-2 detta út sem rústar holningunni en ég held að það væri til bóta að færa Coutinho. Hann hefur heldur ekki verið að gera neitt á kantinum undanfarið sem Liverpool má ekki missa.

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina en þar að auki það sem Einar Matthías segir hér fyrir ofan. Það er litlu við það að bæta nema spá. 3 – 1 á minn disk takk.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Rétt Einar.

    En að öðru. Las á fótbolti.net að Liverpool gæti verið á leið í félagsskipta bann vegna 12 ára leikmanns Stoke????
    Eflaust tóm tjara eins og æði margt á þessari síðu fótbolta.net

  4. Bara spá sá einhver Brassaleikinn og ì hvaða stöðum Brassanir okkar 2, voru að spila.
    Við erum á heimavelli og vinnum. En ekki gleyma þetta eru toffees svo við vinnum hvar sem er. Hroki.is

  5. Sæl öll

    Í leik gegn Everton er ég alls ekki viss um að það virki að tefla Coutinho á miðri miðjunni. Að mínu viti verða þessir þrír á miðri miðjunni að vinna mjög vel til baka, tilbúnir í “physical” leik og hjálpa miðvörðunum með hann Lukaku. Einn af veikleikum Coutinho, í þessari lægð sem hann er í, er vinnusemi til baka að mínu viti og því þarf öflugri mann á miðjuna á móti miðju Everton.
    Ég er reyndar heldur ekki hrifinn af Origi á kantinum því hann finnst mér vera alltof kærulaus í að hjálpa bakverðinum til baka. Af tvennu illu er ég því til í að sjá Coutinho á sínum stað og gefa honum borgarslaginn til að rífa tímabilið í gang aftur fyrir loka hnikkinn.
    Hver getur þá komið inn á miðjuna til að hjálpa til í þessum leik. Í mínum huga er það aðeins einn maður og það er Lucas Leiva. Henderson er meiddur og það þarf reynslu á miðjuna í þennan leik og þá er enginn í núverandi hóp Liverpool betur til þess fallinn að koma inn í liðið en Lucas. Can mundi ég láta halda sinni stöðu sem djúpur miðjumaður sem “situr eftir”, Lucas dreifir spilinu á síðasta þriðjungnum og gerir strax áras á boltamann þegar bolti tapast og Wijnaldum skal hlaupa úr sér lungun við að stinga sér inn fyrir vörn Everton og vera alltaf kominn til baka að verjast.
    Það verður fáránlega spennandi að sjá hvernig Liverpool ætlar að stoppa Lukaku. Það væri mjög gaman að sjá Matip kljást við hann en ég er viss um að hann kemur til með að leggjast á Klavan og þá VERÐUR að vera gott “cover” fyrir aftan hann.
    Mjög spennandi leikur framundan sem bara verður að vinnast og Liverpool gerir það. 3-1 fyrir okkar mönnum í geggjuðum leik þar sem Mané, Lucas og Wijnaldum skora og að sjálfsögðu mun Lukaku setja eitt.

  6. Svosem sammála Babú en mætti ekki fara henda Milner á miðjuna og Moreno í vinstri bak? Milner hefur ekki verið sérstakur undanfarna mánuði sem bakvörður og til að fá smá auka stál inná miðjuna þá er Milner svarið. Moreno hefur margt að sanna og maður er smá farinn að sakna hraðans sem hann gefur liðinu þó maður sakni ekki varnartilburða hans.

  7. Ég er svolítið huxi yfir leiknum á morgun.

    Mæla menn með því að maður mæti í bítið á morgun á Spot 1. apríl?

    Verður það bara ekki djók?

  8. nr 7 Tigon
    Ég var hugsa með Milner á miðjuna, þegar ég sá að þú minnist á það. Það er bara vesen með vinstri bakk, ekki að kallinn hafði verið að blómstra eftir áramót. Spurning að henda Joe Gomez í bakvörðinn(var ekki frumraunin þar)

  9. Sæl og blessuð.

    Að henda Joe Gomez í bakvörðinn er full hörð refsing fyrir Millner eða Moreno svo ekki sé nú talað um hinn fyrirsjáanlega og jafngóða Clyne. Væri samt til í að sjá strákinn reyna sig á móti karamellunum.

    Er að væta brók yfir þessum leik á morgun og óttast allt hið versta. Skrifa það m.a.s. með z: ,,verzta”. Það verður ekki verra.

  10. #9 og #10

    Að henda Gomez inn í þennan leik væri full mikil áhætta að mínu mati. Hugsanlega væri það einnig áhætta með Moreno. Kannski sé besta lausnin að hafa Clyne í vinstri og Trent í hægri svo Milner komist á miðjuna. Er ekki Klopp örugglega að lesa kop.is til að sjá sófaspekingana velta vöngum yfir liðinu. Ég tek fullt credit ef Milner verður á miðjunni 🙂

  11. Afhverju er ég stressaður fyrir þessum leik?
    🙁
    Kanski öll þessi meiðsli gera mann áhyggjufullann en það þýðir ekki að væla yfir því eða fela sig á bakvið það þar sem Everton eru með menn í meiðslum líka.
    Jæja eigum við ekki að segja 2-1 fyrir okkar mönnum ,Kútur og Firmino og Lukaku með 1. er það í læ?

  12. Í svona nágranaleikjum þá er mikilvægt að vera tilbúinn í baráttuna en halda samt skipulaginu. Everton menn munu selja sig mjög dýrt í þessum leik og Klopp og strákanir verða að vera tilbúnir í hörku leik.
    Ég vill samt að Liverpool sé á þeim stað að andstæðingarnir eiga að hugsa meira um Liverpool á anfield en liverpool að hugsa um að stopa andstæðingana þess vegna vil ég sjá Coutinho á miðjuni hjá liverpool og Origi inn í liðið.

    Menn eru alltaf að tala um mikilvægi leikja og hefur það verið í hverjum einasta leik í vetur. Í 1.leiknum var mjög mikilvægt að byrja tímabilið vel og núna erum við komnir í leikinn númer 30. og við erum enþá að tala um að hann sé gríðarlega mikilvægur.
    Málið er að leikir 1-29 hafa allir verið gríðarlega mikilvægir því að þeir gefa okkur allir tækifæri til að bæta 3 stigum á tölfuna.
    Með þessu sögðu ætla ég samt að tala um mikilvægi leiksins því að nágranaslagir snýst um baráttuna um borgina og því meira undir en bara 3 stig.

    Ég held að þetta verður stál í stál. Bæði lið sakna lykilmanna en við höfum líklega fleiri leikmenn til að skapa eitthvað en oft í þessum leikjum er það eitt atriði sem fellur með manni eða á móti sem skiptir oft miklu máli rautt spjald, víti eða ótrúleg markvarsla og eigum við ekki bara að spá því að liverpool fær þetta með sér og sigrar 1-0 með marki frá Winjaldum.

  13. ——————-Mignolet
    Alexander–Matip–Lovren–Clyne
    ——–Milner—Can—Winjaldum
    —–Mane—–Firmino—–Coutinho

    Svona væri ég til i að sjá liðið

  14. #5 Sæmi ég sá fyrri leikinn og Highlights úr þeim seinni Coutinho er allur að koma til miðað við það sem ég sá var ágætur í leiknum og mjög skapandi. Hann var að spila sömu stöðu enn var samt mjög vinnusamur og út um allt ég er á því líka að spila honum inn í miðjunni í fjarveru Lalla.
    Enn ég held að við séum þrátt fyrir allt betur mannaðir enn þetta Everton lið og eigum allan daginn að vinna þá spái djörfum 4-0 sigri.

  15. Sæl öll.

    Að mínu viti á Moreno að spila fyrir framan vinstri bakvörð þ.e.a.s. á “kantinum”.
    Að lækka meðalhæð liðsins með því að setja Moreno inn í bakvörð og Millner inn fyrir Lallana á miðjuna er ekki vænlegt til árangurs og eykur á vandræðin í “föstum” leikatriðum. Ég væri meira til í að sjá Klavan sem bakvörð, ef Lovren er heill, til þess að ýta Millner upp á miðjuna, heldur en að færa Cautinho eins og leikmannahópurinn er saman settur nú í dag. En ég ætla að veðja á að einu breytingarnar frá síðasta leik verða þær að Wijnaldum tekur stöðu Lallana og Lucas spilar “venjulega” stöðu Wijnaldum.

  16. Takk fyrir þessa upphitun og fínar umræður. Alltaf eru þetta stærstu leikirnir og tala nú ekki um þegar bæði liðin eru hörkugóð. Hálfsmeykur við Evertonliðið þessa stundina þó liðið þeirra hafi vissulega veikst með fjarveru Coleman. Þetta er leikur þar sem halda verður miðjunni hvað sem það kostar. Milner er settur djúpur á miðjuna inn á Fótbolta.net en ég held að það verði ekki raunin. Lallana er frá en hann hefur verið hvað mest skapandi upp á síðkastið og þess vegna er pínu áhyggjuefni ef Couthino er með hugann við eitthvað allt annað en að spila sinn besta bolta. Can og Winjaldum hafa verið góðir upp á síðkastið en hafa ekki sömu sköpunargleði fram á við og Couthino og Lallana. Síðan er það stóri maðurinn, Lukaku, og hvernig á að dekka hann. Engum varnarmanni í deildinni hefur tekist almennilega að eiga við hann hvort sem er í fætur eða lofti og því spyr ég; lendir Lovren einn með hann. Barkley er líka að komast á skrið og farinn að sína það sama og á síðasta tímabili og getur verið skeinuhættur sérstaklega ef hann lendir á hægum manni.
    Gæti orðið einn af leikjum tímabilsins.

  17. Byrjar Couthino í dag ? Var hann ekki að spila 90 mínútur í Brasilíu á miðvikudagskvöldið?

  18. #16

    Lækka meðalhæðina? Það munar einum cm á Lallana og Moreno.

    Ég held að Klavan myndi eiga mjög erfitt í bakverðinum þar sem kantmenn fá meira pláss til að taka hann á. Hann myndi svo líklega ekki bjóða upp á mikið sóknarlega.

  19. Sælir félagar.
    Nú er ég staddur á Akureyri og hef aldrei verið þar á leikdeildar.
    Hvert fer ég til að sjá okkar ástkæra klúbb rúlla yfir bláliða á eftir?

  20. # Kaffi Amour býður upp á leiki á tjaldi og Bakcpackers eru með þá á sjónvarpsskjám minnir mig.

  21. Sæl öll.

    #20 það munar 4cm á Millner og Moreno. Að setja Klavan í vinstri bakvörð er ég ekki að hugsa um sóknarleikinn heldur svipað og gert var þegar Carragher leysti þessa stöðu heldur bæta varnarleikinn.

    Liðið komið og Lovren og Lucas inn.

Podcast – Enginn árangur miðað við bókhald

Liverpool – Everton 3-1 (leik lokið)