Byrjunarliðið:
Reina
Arbeloa – Hyypia -Carragher – Riise
Benayoun – Gerrard – Mascherano – Kewell
Kuyt – Torres
Bekkurinn: Itandje, Aurelio, Babel, Voronin, Lucas.
Ljóst að Alonso er ennþá ekki í fullu leikformi og er því ekki í hóp sem og Finnan og Agger eru ennþá meiddir. Mér líst annars vel á liðið í dag og vona að við náum að skora því þá vinnum.
Ok, bara einn frá því að vera með 11 rétta!
Ef ég hefði vitað af því að Alonso væri tæpur hefði ég nú sennilega tippað á þetta. Held mig samt við 2-1…..
Já rétt hjá þér nafni… ef við skorum þá vinnum við þetta 1-0, annars 0-0. Portsmouth skora ekki.
er ekki verið að spauga í mér .Fulham Wigan?????????fífl
FÁVITAR!
1-0 fyrir Liverpool – Benayoun.
stoðsending frá KEWELL 🙂
2-0 fyrir Liverpool
Distin með sjálfsmark
þetta ætti nú bara að vera formsatriði úr þessu… ég tala nú ekki um þegar Torres&Gerrard eiga eftir að skora sín mörk í dag 🙂
en maður er vægast sagt verulega spældur að geta ekki séð þetta í beinni
Hrikaleg þjónusta hjá 365…maður missti einnig af markinu í leik Arsenal vs. Chelsea síðustu helgi…
Æ, er ekki möguleiki að þessi vandræði hafi verið þess eðlis að 365 hafi ekki getað gert neitt við þeim, t.d tæknileg vandamál í Englandi?
Ég er enginn sérstakur aðdáandi 365, en óþarfi að kenna þeim um eitthvað sem er þeim kannski ekki að kenna.
En staðan er 2 – 0 og það er það sem skiptir máli 🙂
Það koma a.m.k 2 mörk í viðbót frá okkar mönnum.
Sérkennilegt að þetta hafi verið bilun úti þar sem útsendingin var í fínu lagi á SopCast og öllu því dæmi.
Nákvæmlega. Þar sem þetta virðist alltaf gerast þegar Liverpool er að spila er þá ekki líklegt að það sé eitthvað að á Anfield?
Stórefa að 365 sé að leika sér að láta Liverpool leikina detta út. Og ef að þetta væri kluður hjá 365 þá ættu væntanlega hinir leikirnir líka að detta út. Þetta kemur jú allt í gegnum sama hnöttinn.
Eins og Haukur segir þá þarf ekki allt að vera 365 að kenna þó þeir séu ekki vinsælastir allra.
Þá er nú bara líklegast að útsendingin í sopcastinu sé í gegnum annan hnött.
Ekkert sérstakur leikur, 4-1 er samt góður sigur og heldur uppi góðu meðaltali
í skori hjá okkur. Og TORRES hvað getur maður sagt klárlega besti senter
okkar síðan Fowler var upp á sitt besta.
Málið er að það eru alltaf einhverjir tæknilegir örðuleikar þarna hjá þeim.Myndin alltaf að frjósa eða hreinlega detta út eins og gerðist í dag,þetta kalla þeir betri þjónustu en hjá Skjá Sport.Ekki minnir mig að þetta hafi verið að koma fyrir hjá þeim,gekk held ég alltaf snurðulaust fyrir sig
Þetta var kannski einginn svaka leikur miða við að þessi lið voru jöfn að stigum og Hemmi og félagar höfðu ekki tapað útileik í langann tíma,unnið einhverja 6 í röð,og ef við miðum við það þá bjóst maður við hörku leik.En Liverpool bara gerði það sem gera þurfti og hinir áttu ekki fræðilegann möguleika.Getumunurinn sást greinilega og Mascherano jarðaði þetta messt allt,öruggur á boltann og bara kom honum alltaf á næsta mann,snillingur