Watford – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1 leik lokið, GRÍÐARLEGA mikilvægur sigur. Held ég hefði farið að gráta ef þetta sláarskot frá Watford á 93 mínútu hefði farið inn! Skýrsla kemur inn fljótlega.

19:45 – 0-1 í hálfleik eftir líka þetta mark frá Emre Can. Annars rólegur fyrri hálfleikur svo ekki sé meira sagt. Coutinho fór meiddur útaf eftir 12 mínútur sem eru auðvitað hrikalegar fréttir. Fá færi í þessum leik, utan markið var kom líklega besta færið frá Lallana eftir 40 mínútur þegar viðstöðulaust skot hans fór í slá. Nú er bara að fylgja þessu eftir og landa þremur stigum takk!

45 +1 min – 0-1Þvílíkt. Mark. Hjá. Emre. Can!! Flott hlaup “úr djúpinu”, frábær sending frá Lucas og hjólhestarspyrna frá Can upp í vinkilinn, 0-1!

19:00 – Leikurinn er hafinn! Koma svo, ekki taka Liverpool á þetta eftir úrslit gærdagsins!

18:00 – Liðið er komið. Þetta er nákvæmlega eins og Maggi spáði fyrir um og Sturridge og Lallana koma aftur inn í liðið og byrja á bekknum, frábært að fá smá möguleika þar!

Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana Sturridge

Minnum á tístkeðjuna.


62 Comments

  1. Vantar mikið uppá gæði hjá okkur. Við verðum að taka þetta, koma svo LFC ! ! !

  2. Ég hef nú venjulega óbeit á dómaratuði. En mér finnst við eiga að vera búnir að fá mun meira frá flautumanninum í þessum fyrri hálfleik.

  3. Ég er ekki að horfa á leikinn, en skynja máttleysið hjá okkar mönnum áþreifanlega!

    Vonandi slysum við inn einhverju undramarki, t.d Can nánast frá miðju, og klárum þetta 0-1

  4. Ok Lucas, eg er með sokkinn upp i mer. Frábær sending og afgreiðslan Jesús

  5. Eru menn í einhverri dýfukeppni þessa helgina á Englandi. Rashford, Sane og núna Lucas að dýfa sér. Lucas sá eini sem komst ekki upp með það.

  6. Ertu ekki að kidda mig! Þvíííílíkt mark hjá þýska stálinu!

    Núna er bara að klára þennan blessaða leik. Engar refjar með það. Mér er sama ef við pökkum í vörn og beitum skyndisóknum. Verðum bara að fá þrjú stig í kvöld.

  7. screeeeeeeeeeeeeeemer, því líkt mak hjá Can. Halda svo áfram við þurfum allavegna eitt í viðbót, eigum eftir að fá eitt skítamark á okkur. Vona samt að þetta dugi og ég sé bara svartsýnn.

  8. Yes he CAN!

    Dísus kræst, þvílíkt mark! Mark tímabilsins, staðfest!

  9. was für ein Tor,herr Can…….

    Það sem þetta mark gladdi augað eftir hundleiðinlegan hálfleik og Lucas með 3 stoðsendingar í 5 leikjum – Gefum honum smá bein 😉

  10. Tuðmundur á kvartbuxunum er mættur!
    Það er bara annaðhvort í ökla eða eyra hérna hjá mönnum….

    Hvar er trúin á liðinu.

  11. Martin Tyler er lýsandinn í Fifa 17 leiknum. Þess vegna skoraði Can þetta magnaða óraunverulegt FIFA mark

  12. Þvílíkt mark ! þottþétt mark tímabilsins. Nú er bara að bæta við marki, og HALDA HREINU !

  13. Hver var stuðullinn á stoðsendingu frá Lucas Leiva og svona mark hjá Emre Can?

  14. Ég átti nú ekki von á því að vera alveg með þetta… vonandi verð ég þá 100% sannspár

  15. Högg á læri svo kúturinn ætti bara að vera aumur í 2 daga.
    Svo má endilega láta af þessari barnalegu hegðun gagnvart sahko, hann gafi liðsfélaga fimmu fyrir að skora… move on

  16. æææ, ekki aftur….. það hefur ekki verið góðsviti að pakka í vörn :/

  17. fjúkk….. góður sigur…….. virkilega góð skýr og skelegg lýsing hjá Hirti Hjartar.

  18. Mjög sanngjörn úrslit á móti þessu rugby-liði.

    Gott að halda hreinu og núna er bara að halda áfram. Þetta er í okkar höndum!

  19. Þegar ég horfi á Klopp ganga inn á völlinn í leikslok og faðma alla leikmenn Liverpool og sjá hvað honum er létt og hvað hann vill vinna þá skil ég ekki hverning nokkur Liverpool aðdáandi vill sjá hann burt. Þessi maður á svo mikið inni.

    Hann er ennþá með liðið í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti. Þvílíkur happafengur.

  20. Fékk ósk mína 🙂 Við héldum hreinu ! ! ! ! Glæsilegt, takk CAN og vörn LFC. RISA 3 stig.

  21. Sælir félagar

    Eins og sagt er hér fyrir ofan eru þetta RISA 3 stig. Nú er orðið mjög erfitt fyrir MU að ná okkur en MC getur jafnað okkur í næsta leik. Arsenal er nánast út úr myndinni sem verður fallegri með hverjum leik sem við vinnum. Hvílíkt mark hjá Can og frammistaða Minjo flott.

    Nenni ekki að tjá mig um Origi allir vita hvað mér finnst um strákinn. Dómarinn slakur heimadómari og ætti að færast niður um deild strax. Deeney átti að fjúka útaf fyrir að sparka viljandi í Minjo en leikmenn Watford spiluðu auðvitað eins og þessi ömurlegi dómari leyfði.

    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Sæl og blessuð.

    Lucas og Can menn leiksins. Lucas stýrði þessu vel og passaði upp á allt gegn þessum torfærutröllum. Can var elegant og í stuði! Annars var þetta lengst af hægðatregða dauðans og það hefði verið eins og ódeyfð rótarfylling ef þeir hefðu skorað en ekki skotið í slá þarna á 93. eftir öll dauðafærin sem við fengum.

    Þá er það Southampton, ekki satt? Ætli okkur takist loksins að vinna þá?

    Hvernig skyldi Coutinho hafa það? verða einhverjir aðrir meiðslapésar komnir í gang?

    Spurningar, spurningar…

  23. Vill bara minna á hvað það er gaman að eiga markmann sem kemur út og er öruggur í fyrirgjöfum. Þetta virkar ekki sem sami leikmaður eftir áramót.

  24. Vá hvað þetta var mikilvægur sigur og eins og helgin spilaðist fyrir okkur.
    Núna þarf að klára þessa 3 leiki sem eftir eru og ná í þessi 9 stig og tryggja okkur 3 sætið og beint í riðlakeppni meistaradeildarinnar þar sem við eigum að vera..
    Þetta var ekki fallegasti leikurinn en menn sóttu þessi 3 stig og gerðu það sem þurfti til. Sturridge hefði þó mátt klára þetta færi og tryggja þetta en vel gert hjá honum engu að síður.

    Flott að fá Lallana og Sturridge til baka þó svo að Sturridge takist örugglega að meiða sig fyrir næsta leik.
    Veit einhver hvað gerðist fyrir Coutinho ?
    Ætti hann að ná næsta leik ?

  25. Maður leiksins: Can the Man

    Góður dagur í vinnunni: Simon Mignolet

    Langar heim að spila tölvuleik and can’t be bothered: Divock Origi

  26. Og til viðbótar…

    Maðurinn sem hefði átt að vera inná en var það ekki: Trent Alexander-Arnold

Watford framundan á mánudagskvöldi

Watford – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)