Jæja, liðið gegn City er komið. Hyypia er ekki einu sinni í hópnum vegna meiðsa og því er Arbeloa í miðju varnarinnar með Carra.
Finnan – Arbeloa – Carragher – Aurelio
Benayoun – Masche – Gerrard – Kewell
Torres – Kuyt
Bekkurinn: Itandje, Riise, Alonso, Voronin, Babel.
Mér líst vel á þessa uppstillingu. Auðvitað hefur Kuyt ekki verið að sjarmera mig mikið að undanförnu, þannig að það eina sem ég hefði við þetta að athuga væri að Babel væri í framherjanum með Torres, en það var alltaf ólíklegt á erfiðum útivelli.
Didi er svo í liðinu hjá City, sem lítur svona út: Hart, Onuoha, Richards, Dunne, Ball – Ireland, Hamann, Corluka, Petrov – Elano, Vassell
Come on! Við eigum að vinna þetta lið!
Erfiður leikur gegn góðu liði city sem komið hefur mér á óvart fyrrihluta tímabils.
Spái samt 2-1 okkar mönnum í vil. sigurmarkið skorar torres 10 min fyrir leikslok. til vara 1-1. 🙂
Frábært byrjunarlið á flesta vegu, kæmi manni ekki á óvart ef Finnan væri í miðverðinum en ekki Arbeloa. Nú er tækifæri fyrir Aurelio að festa sig í sessi sem fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn í staðinn fyrir rauðhærða undrið Riise
Greinilega lítið traust sett á Jack Hobbs, er kannski eðlilegt að hann sé ekki í byrjunarliði, en hann er ekki einu sinni á bekknum. Segir manni að Benitez finnist hann ekki tilbúinn í úrvalsdeildina
Þetta verður frábær leikur 3-2 fyrir liverpool
þetta er búið að vera fínn leikur hingað til.. Arbeloa er búinn að vera feykilega góður >í sóknini< þessar fyrstu 35 mínútur. Dirk Kuyt er búinn að vera nokkuð lélegur, og mér finnst hann ekki nógu góður, yfirleitt, til þess að spila með LFC. En svo er það eitt sem vantar í þetta lið, og það er Daniel Agger. Hvenar kemur hann egilega aftur?
Okkar menn vinna þennan leik 0-3.
Y.N.W.A
Vitið þið um eitthverja slóð á netinu til að sjá leikinn??
hérna er city vs liverpool: http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=3946&part=sports
downloadaðu fyrst sopcast eða tvants eða einhverju forriti. svo nærðu í leikina þarna. algjör snilld finnst mér.
Finnst nú lítið hafa komið frá Yossi og Dirk hingað til, restin af liðinu finnst mér hafa spilað á pari en það er bara ekki nóg gegn mc.
Væri til í að sjá Babel inn fyrir Dirk eftir svona 10 min ef að ekkert gerist fram að þeim tíma og svo Alonso inn fyrir Yossi í framhaldi af því og þá held ég að hlutirnir færu að gerast!! Koma svo POOLARAR!!!
myp2p.eu verdur ad dl sopcast fyrst
Þolinmæði mín á er á þrotum gagnvart Dirk Kuyt!!! og ekki er Voronin skárri.. Babel í framlínuna!
Fleiri verða þau orð ekki!
get ekki verið meira sammála síðasta ræðumanni mér finnst þett grátlegt.
Verð nú að lýsa yfir vonbrigðum með fyrstu skiptinguna hjá Rafa sem kemur á 74 min og það miklum. Af hverju eru Yossi og Dirk ennþá inná spyr ég nú bara???
Andlaust og sorglegt!!! Það mætti alveg leysa dirk klown undan samningi!!
Hefði mátt taka Dirk og Yossi út af fyrir löngu og setja Babel fram Alonso á miðjuna og leyfa Gerrard að hlaupa upp hægri kantinn að vild…
City eru bara gríðarlega skipulagðir, Dunne, Hamann og Richards eru að stoppa þetta allt.
Hins vegar finnst mér jákvætt hvað Aurelio er að koma sterkur inn, Riise verður á tréverkinu næstu vikur ef Aurelio verður heill.