Í ljósi umræðu um leikmannamál í þræðinum um Wigan leikinn er kannski ekki vitlaust aðeins að athuga þá ungu menn sem eru þessa dagana í láni annars staðar frá Liverpool. Á opinberu heimasíðunni er verið að fara yfir stöðu þeirra allra, þeir sem vilja lesa það geta kíkt hér
Af þessum leikmönnum held ég reyndar að einungis tveir þar gætu hugsanlega aðstoðað liðið þessa dagana, reyndar þá bara annar því ég held að þeir myndu báðir eltast við sömu stöðuna.
Fyrr nefni ég Danny Guthrie. Hef aðeins kíkt á leiki Bolton og fylgst með stráknum og er á því að hann eigi framtíð fyrir sér hjá Liverpool. Hann er fastur fyrir, vinnur hlutina einfalt og er alveg hörkuduglegur. Hjá Bolton er hann nú að verða fastamaður í liðinu inni á miðju, en ég held að hann væri fínn kostur á hægri kantinn, eða þá undir senter eins og Gerrard átti að spila í gær. Spilar alltaf með hjartanu og er glorhungraður leikmaður.
Erfiðara er að horfa á hinn leikmanninn í sjónvarpi sem ég held við gætum litið á að taka til baka í janúar. Sá heitir Paul Anderson og var á sínum tíma keyptur fyrir talsvert fé frá Hull City. Byrjaði vel með unglinga- og varaliðinu en í fyrravetur virtist frekar fjara undan stráknum sem var svo lánaður til Swansea City í vetur.
Þar hefur hann algerlega farið á kostum í liði sem er nú efst í C-deildinni. Leikið 25 leiki, skorað 6 mörk og lagt önnur 8 upp. Á öllum vefsíðum stuðningsmanna er strákurinn lofsunginn sem frábært efni, heljar aggressívur og getur spilað á báðum vængjum og sem framherji. Hann verður 20 ára í júlí og allir sem einn vilja Swansea menn kaupa hann, helst í gær.
Auðvitað veit ég það að það er eilítil örvænting í að skoða þessi mál núna, en eftir leik í gær þar sem vængspilið virkaði steindautt fannst mér ágætis pæling að skoða hvort við getum aukið breiddina í því með þessum drengjum, þar sem ólíklegt verður að við kaupum okkur vængmenn í janúar.
Þessir ungu strákar eiga bara framtíðina fyrir sér, hjá Liverpool eða hvaða liði sem er. Drengir á hraðri uppleið, líst vel á þá.
Auk þess eru þeir enskir þar af leiðandi dýrari enn aðrir jafnaldra leikmenn sem eru ekki Enskir!!
Mitt álit er að þeir eigi ekki að vera seldir.
Svo má ekki gleyma Craig Lindfield gríðarlega efnilegur sóknarmaður,
svo má ég til með að nefna Dean Bouzanis sem er Ástralskur markmaður fæddur 1990 og er víst gríðarlegt efni!!
Svo hefur Krisztian Nemeth(stafs) verið að standa sig vel heyri ég. Ég hef séð til Guthrie hjá Bolton og mér finnst hann vera að þroskast sem leikmaður þar, gott move að lána hann þangað.
Guthrie gæti verið afkvæmi þeirra Jamie Carragher og Steve Finnan
Takk, Scofield. 🙂
Var eitthvað borgað fyrir að fá þá á láni? Ef ekki ættum við þá ekki að geta kallað á Guthrie aftur. Veit að það er desperate en hann gæti hugsanlega verið okkar besti kostur á meðan Pennant er að jafna sig til fulls
Smá off-topic. En Tottenham er að ná hægri bakverði Rangers, Alan Hutton, á 8 millur. Gríðarlega öflugur og sókndjarfur bakvörður sem er búinn að standa sig frábærlega í Meistaradeildinni. Hann er sennilega of dýr fyrir Gillet og Hicks. Samt þurfum við augljóslega meira á vinstri bakverði að halda.
Garay bara kominn, 8 kúlur og 5 ára samningur…. flott mál þ.e.a.s. ef Macherano verður keyptur
Hutton neitaði Tottenham, samkvæmt nýjustu fréttum.
Totii, hvar sérðu fréttir um Garay? Ég finn ekkert um hann.
Er hann ekki meira að meina að Garay sé “kominn” fyrir 8 kúlur og “málið dautt”
(Það er hann er ekkert kominn bókastaflega en það væri gott ef hann væri það!!? 🙂
Var þetta kannski jafn villandi og “gáfulegt” komment og #8 ?
Samkvæmt þessu http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=204168.0 er Garay að koma í dag
Kannsi ekki áráðanlegustu heimildirnar í bransanum en vonum að þetta sé satt.
Eins og vanalega þá hljómar þessi gaur sem mikið efni og flottur kostur. En ég vissi meira um A. Voronin áður en hann kom til klúbbsins heldur en ég veit um þennan.
Eins veit ég ekki hvað er mikið að marka þetta spjallborð en Það sem þeir eru að segja hljómar sannarlega vel, gegnið frá J.M. kaupa þennan Garay og það jákvæðasta, Sissoko is definitely off.
En það er best að bíða með allar væntingar þar til Echo, (Kop.is eða Liverpool.is;)) fara að fjalla um það……eða bara þar til þetta fæst staðfest á Liverpoolfc.tv 😉
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158276080104-1336.htm Þýðir þetta ekki bara að Lucas fær séns og hugsanlega Insúa jafnvel í vinstri bakvörðinn?
Ég vona það innilega. Ég vil fara að sjá Insúa spreyta sig.
Nýjustu fréttir af Guthrie er að Fulham ætli að bjóða 3 millur í hann núna í janúar og Bolton, Watford og Southampton vilji reyna á áhuga Liverpool á að halda honum.
Ég vona að við höldum stráknum.
Þar sem það er gúrkutíð þessa dagana bendi ég á ágætis svar frá P. Tomkins http://www.paultomkins.com/blog_spending_detail.html við grein þar sem haldið var fram að Rafa hefði verið að eyða meira en Fergie síðan hann kom.
Eins ágætis pælingar varðandi hvar uppbyggingin hjá Rafa er stödd miðað við Fergie og Wenger.
Þetta er besta grein sem ég hef séð frá Tomkins.
Og athugasemdin um að það taki mörg ár að byggja gott hús er rétt.
Ég held að allir séu sammála um að Benitez hafi gjörbreytt “quality” leikmanna sem koma til Liverpool frá því sem gerðist undir Houllier, bæði yngri leikmanna og þeirra sem eldri eru. Einnig er klúbburinn að selja leikmenn á betri verðum.
Að þessu leiti ber maður mikla virðingu fyrir Benitez. Það sem maður veltir hins vegar fyrir sér er hvernig hann notar “húsið” sitt. Ég horfði á leikinn gegn Wigan í gær og ég skil ekki af hverju hann var með Alonso og Mascherano báða inni gegn Wigan á heimavelli. Þetta var ekkert 4-3-3 heldur púra 4-5-1 með Torres aleinan frammi en mér hefur þótt áhyggjuefni hversu langt frá honum aðrir halda sér.
Nú 4-5-1 á heimavelli er skiljanlegt ef þú ert Wigan, en ekki Liverpool. Pennant og Kewell spiluðu svo aftarlega að oft á tíðum var liðið að sækja í 4-5-1 uppstillingu. Sem er vandamál af því að þá ertu ekki með leikmenn nógu ofarlega til að nota það litla pláss sem myndast á köntunum og milli hafsenta og miðjumanna Wigan. Ef boltinn kemst til Torres þá hefur hann lítinn stuðning, það er að segja ef hann fær hann yfirhöfuð. Mér fanns Wigan ekki spila við teiginn sinn heldur nálguðust þeir bakverði Liverpool mjög snemma sem neyddi vörnina til að dæla fram háum boltum…á einn framherja sem er gegn 4 varnamönnum. Þó hann heiti Fernando Torres og hafi náð að skora helling í svona kerfi þá er það ekki nóg.
Miðjumennirnir Alonso og Mascherano þora hvorugur of langt framávið og eru ekki mjög hreyfanlegir við að sækja boltann frá vörninni þegar þeir eru saman því þeir vilja taka sömu hlaup og þvælast þá fyrir hvor öðrum. Gerrard ætlar alltaf að gera alltsaman sjálfur og ábyrgðartilfinningin dregur hann enn nær þeim á enn minna pláss sem gerir 4 miðjumönnum Wigan auðveldara að drepa niður miðjuna.
Nú hvað gera bændur þá? Bændur hefðu ef til vill litið svo á að Steve Bruce spilar alltaf eins og Wigan liðið er mjög takmarkað. Því hefði verið mál að taka annað hvort Alonso eða Mascherano út og skella hreinlega Babel í stöðuna sem Gerrard “átti” að vera í, nálægt Torres, aðeins fyrir aftan hann til að nota hraðann og gredduna. Þá þarf 4 manna vörn Wigan að hafa áhyggjur af tveimur mjög erfiðum leikmönnum og pláss opnast…jú á köntunum…eða miðjunni. Annað hvort Kewell eða Pennant hefði átt að hvíla og Yossi að byrja í staðinn. Að nota tvo kantmenn til að koma sér í form í þessum leik er hreint vanmat og vanvirðing við andstæðinginn. Frekar að skipta einum út fyrir annan í hálfleik.
Það er svo sem auðvelt að vera vitur eftirá en þetta hefði hver einasti þjálfari með hnetur gert gegn Wigan á heimavelli. Meira segja held ég Martin O´Neill. Þannig að mín von er sú að Benitez sem hefur byggt upp fínasta hús, fari nú að leyfa mönnum að halda stundum partý í því.
Það má ekki taka það af Rafa að hann hefur verið að gera mjög góða hluti með unglinga- og varaliðið og eru þar nokkrir framtíðarmenn eins og Stephen Darby og Jay Spearing sem ég held að séu uppaldir hjá félaginu en gæti þó verið að hafi komið eftir að Rafa kom. Hann hefur síðan verið duglegur að fá inn unga stráka og þar má helst nefna Kristian Nemeth, Emilano Insúa, Lucas Leiva(sem hefur þó spilað eitthvað með aðalliðinu) Sebastian Leto og núna síðast Gerardo Bruna, sem menn í Madrid eru ennþá sárir yfir að missa, Þetta eru allt leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér hjá félaginu. Síðan hefur hann líka verið að styrkja aðalliðið okkar undanfarin ár með leikmönnum á því kaliberi sem hæfir Liverpool eins og Torres, Babel, Reina, Agger, Alonso og Mascherano. Alla þessa leikmenn hefur hann fengið á töluvert litlu fjármagni og minna frjálsræði á markaðnum til að kaupa þá leikmenn sem hann vill. Vandamál sem hefur ekki hrjáð lið eins og t.d. Man U og Chel$ea. Þetta hefur valdið því að við höfum misst af leikmönnum eins og Anelka, eins umdeildur og hann nú er, Dani Alves, Carlos Tevez, ég gæti talið upp fleiri en það myndi bara pirra mig. Og eins og Tompkins kom inná í þessari grein hefur hann þurft að byrja frá grunni á meðan Arsene Wenger og Alex Ferguson eru búnir að vera mun lengur en hann og haft áratug(i) til að byggja upp sín lið og selja sínar stjörnur þegar mest er hægt að fá fyrir þær, t.d. Beckham og Henry, munaður sem Liverpool hefur aldrei haft, ef við seldum Gerrard myndi liðið falla saman, það er þó líka umdeilanlegt. Miðað við þetta allt saman hefur Rafa þá virkilega verið að standa sig svo illa?
“currently plays for Liverpool”? http://en.wikipedia.org/wiki/Ezequiel_Garay
Jakob, Wikipedia er ekki áreiðanlegur miðill. Til að sanna mál mitt fór ég inn á síðu Garay og breytti “currently plays for Liverpool” í “currently lives for Liverpool”.
Ekki. Áreiðanleg. Heimild.
Ég hef ekki tekið þátt í þessum umræðum hér áður en fylgist engu að síður vel með þeim og þakka guði fyrir þessa frábæru síðu.
En í sambandi við þessar greinar frá gaurum eins og Paul Tomkins, eruð þið að fokking grínast??? Ég á ekki endilega við greinina sem vísað er í hér að ofan heldur bara almennt þegar þessir snillingar senda frá sér greinar. Sérfræðingar sem pakka vandamálunum inn í fallega pakka og hafa svörin við öllu og menn bara froðufella af gleði!!! Vá hvað ég skil þetta ekki.
Ég get skrifað langa ræðu hér um kommúnisma sem myndi láta hann hljóma eins og sannkallaðan draum og afsaka öll hugsanlega vandræði, staðreyndin er að kommúnisminn hefur verið reyndur og bara virkaði ekki! (vonandi náði einhver þessari líkingu).
Afhverju erum við ekki að reyna að fá Van der Vaart?
Til umhugsunar….
Það litla sem er að frétta af kaupum eða sölum liverpool mann?
Er að Benni kallinn sé að spá í einhverjum dana og Briges..
Ja og Javier samninginn..
Er vikilega ekkert betra í boði?
Hehehe….samlíking á tæpasta vaði.
En já, ég skil hvað þú meinar…menn kokgleypa við gaurum eins og Tomkins líklega af óskhyggju….skiljanlega. Það þarf samt snilling til að sannfæra fólk um ágæti kommúnismanns í dag!!!
23 eða þá að hann lítur meira á björtu hliðarnar og heildarmyndina, færir ágæt rök frir sínu máli og vinnur mikla grunnvinnu fyrir pistla sína…mun meiri en misvitrir blaðamenn í tímakreppu sem þurfa að selja blöðin með æsifréttum.
Það er EKKERT slæmt við að hóppa ekki í hópinn sem segir það er allt í volli, lið sem vinnur ekki Wigan er vonlaust og það ætti að reka Rafa helst í gær enda er hann “augljóslega” á rangri leið með liðið.
Ég nenni ekki að svara þessu ítarlegar, Tomkins er góður penni sem gagnrýnir liðið alveg þegar það á við, ekki eins mikið og margir aðrir enda reynir hann jafnan fyrst að átta sig á því hvað stjórinn er að fara og hvað hann er að spá. Því finnst mér óþarfi að drulla fir okkur sem hælum skrifum Paul Tomkins, besta pennanum sem skrifar um Liverpool, þó að þú sért ekki sammála því sem hann er að segja.
Þér er svo guð velkomið að reyna að sannfæra fólk um ágæti kommúnistma með því að gera pistil um það…….aldrei að vita að strákarnir lefir þér að birta það hérna í einhverri gúrkutíðinni.
Ætlaði nú ekki að drulla yfir neinn en finnst þessir pennar lítið annað gera en að fegra hlutina og segja það sem fólk vill heyra.
y takkinn er í miklu óstuði hjá mér sé ég (nr.26)
Vissulega er glasið yfirleitt hálf fullt hjá Paul Tomkins en mér finnst það vera ágætis mótvægi við bölsýni og bull margra þeirra misvitru fjölmiðlamanna sem fjalla um Liverpool og enska boltann. Svo hefur Tomkins þann “leiðinlega ávana” að rökstyðja mál sitt með tölfræði og skemma þannig ýmsar mýtur fyrir þessum fyrrnefndu fjölmiðlamönnum.
Samlíkinginin við kommúnismann fór alveg fram hjá mér, ég skil hana bara alls ekki og er þó menntaður stjórnmálafræðingur 🙂