Opinn þráður – slúður

Landsleikjahelgi að baki og því gætum við farið að fá aðeins meiri hreyfingu á leikmannmarkaðnum í þessari viku og næstu þó glugginn sé vissulega ekki formlega opinn. Flest lið vilja klára sín stærstu leikmannakaup áður en undirbúningstímabilið hefst í byrjun júlí.

Það hefur svosem ekki mikið nýtt verið að frétta út herbúðum Liverpool. Félaginu tókst á einstakan hátt að klúðra Van Dijk kaupunum (í bili). PSG lenti í svipuðu þegar þeir keyptu Silva en í þeirra afsökunarbeiðni var ekki talað um að áhugi á leikmanninum væri ekki lengur til staðar og þeir kláruðu kaupin á honum stuttu síðar. Líklega veltur þetta mikið á leikmanninum. Ef hann vill sannarlega fara til Liverpool umfram önnur lið sem eru á eftir honum (og tilbúinn að borga uppsett verð) endar hann líklega hjá Liverpool.

Orðrómur um Salah er öllu háværari og líklega verður hann næsti leikmaður sem við sjáum halla sér upp að einhverju á Melwood. Vonum það a.m.k.

Solanke var valinn besti leikmaður á HM U20 ára, slíkir leikmenn, hvað þá enskir kosta vanalega öllu meira en 3m. Klopp og félagar vita alveg hvað þeir eru að gera hvað þessi kaup varðar og vonandi voru þessi kaup á honum ekkert annað en rán um hábjartan dag.

Eins er ennþá lifandi orðrómurinn um Ox-Chamberlain hjá Arsenal en ég veit ekki hversu áreiðanlegt það er. Líklegra er að umboðsmaðurinn hans sé að pumpa upp næsta samning hjá umbjóðanda sínum enda hann í mjög sterkri stöðu.

Ennþá er ekkert að frétta af nýjum samningi við Emra Can sem hefur verið orðaður við Juventus undanfarið. Fáránlegt að klára hans mál ekki mikið fyrr en þetta.

Eflaust er margt meira í slúðurpakkanum tengt Liverpool eins og Savic og Keita frá Lazio eða Keita frá Leipzig en vanalega tekur því ekki að spá í þessu fyrr en Liverpool blaðamennirnir eru farnir að fjalla um þetta af einhverri alvöru.

Já og svo er auðvitað þetta slúður, Paddy greinir það 100%

22 Comments

  1. Hafandi fylst með ungu mönnunum í vetur þá er björt framtíð hjá Liverpool, því margir banka á dyrnar. Það þarf ekki að kaupa marga leikmenn heldur henda ungu mönnunum í djúpu laugina. Menn verða ekki góðir fyrr en þeir hætta að vera efnilegir. Góðir leikmenn verða ekki til með því að sitja á bekknum. Þessir dýru leikmenn urðu ekki til með því að sitja á bekknum heldur með þvi að vera hent út í djúpu laugina. Liverpool þarf kjark til þess og ég held að Kloop hafi hann. Hann bjó ekki til alla þessa leikmenn sem hann hefur gert að betri leikmönnum og dýra með því að láta þá naga tréverkið. Við eigum nú þrjá leikmenn sem urða heimsmeistarar í gær.

  2. Ef uppsett verð er 70 fyrir Virgil er alveg eins gott að bjóða þessar 70 í Mbappe sem er svona 70x betri leikmaður.

  3. Miðað við sögu Klopps á leikmannamarkaðnum, sýnist mér líklegast að margir leikmenn sem verða keyptir eru svipað stór nöfn og Matip og Solanke eða Karius áður en þeir komu til félagsins. Þá á ég við leikmenn sem eru með gæði en ekkert sérstaklega stór nöfn og kosta ekkert rosalega mikið.
    Jú það verða kannski tvö til þrjú dýr kaup en ég er stórlega efins um að það verði leikmaður sem kostar í kringum 100 m punda.

    Það væri allaveg algjörlega úr takt við stóru kaupin hans hingað til. Mane 32mpund, Wijnaldum 25mpund eða hvað þá önnur kaup á leikmönnum, Matip (kostaði ekki neitt), Karius 4.7 m pund, Grujik 7m pund, Ragnar Klavan, 4.2 mpund.

    Mér sýnist leikmannakaupinn snúast tvö megin markmið. Annað þeirra er að auka breidd hópsins og hitt markmikið að kaupa 1-2 leikmenn sem styrkja byrjunarliðið enn þá frekar en það er í dag.

    Mér finnst Salah klárlega vera leikmaður sem gæti styrkt byrjunarliðið og þá væri hægt að færa Coutinho inn á miðjuna en leikmaður eins og Solanke er meira leikmaður sem eykur breiddina.

    En nú er bara að bíða og sjá hvaða kaup eru næst á döfinni.

  4. #2

    Ekki hægt að bera þá saman þar sem þeir spila ekki sömustöðu og eru gjörólíkir leikmenn 🙂

  5. Það er bara ekki að fara að gerast að Mbappe sé á leið til Liverpool. 100 milljónir eru ekki peningar sem Liverpool eyðir í einn leikmann. En kannski vill Mbappe koma sjálfur, hvað veit ég. Ég hugsa þó að það sé eitthvað gott í bígerð hjá okkar mönnum. Klopp er núna búinn að anda að sér norðlensku sveitalofti og það eitt veit á gott 🙂

  6. Enginn áhugi á Andre Silva framherja Porto? Stórkostlegur framherji sem við gætum fengið í sumar áður en verðmiðinn verður kominn út í rugl.

  7. Er það eitthvað komið í gang aftur að við séum að eltast við Salah ? Buðum við ekki í hann 28 kúlur um daginn en þá átti Roma að hafa viljað 40 eða 45 og við áttum þá að hafa hætt við.

    Held samt að Salah gæti hentað okkur mjög vel td með að opna varnir sem koma á Anfield og liggja mjög aftarlega. Salah er með mikinn hraða og tækni og er auk þess duglegur að bæði skora og leggja upp mörk.. Eg vil klárlega fá þennan dreng til okkar.

  8. Sæl og blessuð.

    Sé í einhverju slúðri að City sé að falst eftir Sansés frá Arsenal á skitnar 50 kúlur.

    Hættessu ef slíkur leikmaður er ekki metinn á hærri upphæð! Hefði viljað fá hann allan daginn, frekar en Salah og flesta aðra. 51 og við erum komin með leikmann sem getur breytt gangi leikja með ótrúlegri vinnusemi og sigurvilja. Aldrei meiddur, alltaf með. Hann standur nafna ekki langt að baki og er laus við allar aukaverkanirnar sem honum fylgja.

    Finnast þessar upphæðir sem nefndar eru fyrir VVD ofl. galnar í þessu samhengi. Tala nú ekki um ef Uxinn er nefndur á einhverja tugi.

    Sansésinn takk!

  9. Það er búið að vera lítið af fréttum um leikmannakaup sem mér finnst trúverðugar eða koma frá virtum miðlum síðan VvD fíaskóið gerðist. Vona að það þýði að okkar menn hafi lokað á alla leka og séu að vinna í einverju góðu bakvið tjöldin.

    #6 Held að Silva sé farinn til AC Milan.

    #9 Sanchez er svaka flottur leikmaður en líklega of gamall fyrir FSG módelið.

  10. Við erum að bíða eftir að FA staðfesti að það verði ekkert félagaskiptabann. Það nennir væntanlega enginn að tala við okkur fyrr en það liggur fyrir.

  11. Aldrei rökrétt skref fyrir Alexis Sanches að yfirgefa Arsenal fyrir Liverpool. Ekki frekar en það var fyrir Suarez að fara frá Liverpol til Arsenal sumarið 2013. Ef hann fer frá Arsenal. Þá er það fyrir lið sem hefur unnið titla eða hefur a.m.k. verið í baráttu um titla undanfarin ár.

  12. Spurning hvaða upphæð er í samningi VVD , því ef hann vill fara til LFC þá er málið klárt. Annars er ég viss um að Klopparinn komi með eithvað flott handa okkur. Sjáiði bara fyrstu kaupin, ok eithvað sem engum óraði fyrir, en hefur nú þegar sýnt sig og sannað sem ekki bara efnilegur, heldur framtíðin í hendi, ekki eithað upp í tré. Verum bara á léttum límingum, því fyrr en seinna sjáum við eithvað sem við viljum, Klopparinn veit það manna best, því fyrr því betra vegna komandi átaka. Fyrst umspil inn í riðlakeppni Meistaradeildar, síðan titilinn á næstu leiktíð, ekkert minna.
    YNWA

  13. Slúðurpakkinn aðeins að breytast. Komnir úr Van Dijk, Keita og Salah í Ben Gibson og Andrew Robertson.

  14. Jæja fara menn ekki að klára þessi Salah kaup ótrúlegt hvað Liverpool menn geta dregið þetta prútt lengi í flest öllum kaupum.
    Ef Klopp vill fá hann þá eiga menn bara að klára þetta áður en aðrir koma inní þetta.

  15. Kloppó kaupir dýra menn sem hann ætlar að byggja strax í kring um, eins og hann gerði með Mane. Hef alveg trú á því að hann geti gert flottan leikmann úr Solanke.

    Nallarnir munu aldrei selja Sanches innanlands í UK og hann vildi upphaflega ekki koma til okkar, (eða réttara sagt fyrrverandi spúsa hans), og hef ekki trú á því að hann breyti til. Hann fer líklega til Munchen nema að þeir bakki alveg út úr dílnum sem liggur á borðinu þar.

    Held að Salah kaupin séu núna í störukeppni dauðans þar sem Roma er búið að viðurkenna að þeir geta ekki haldið honum en eru bara þrjóskir yfir mjög óraunverulegum verðmiða sem LFC er ekki að fara að borga. Þess vegna eru kaupin ekki klár, líklega munar slatta, eða svona eins og einum Visdom í verði 🙂 Salah held ég að sé hugsaður sem byrjunarliðsmaður og þá vill Klopp væntanlega hafa Firminio upp á topp sem aðalstriker. Ég er sjálfur ekkert of hrifinn af þeirri hugmynd þar sem það vantar bara aðeins uppá X factorinn hjá honum þó hann sé alveg ferlega góður leikmaður.

    En sjáum hvað setur.

  16. Það er að mínu mati galið að borga 50-70M punda fyrir hafsenta. Liverpool skoðaði og skoðaði og skoðaði ungan 195cm hafsent að nafni Niklas Suhle sem var leikmaður Hoffenheim 20 ára og leikmaður U-21 liðs Þjóðverja. Þeir gerðu ekkert með skýrslur útsendara og Bayern Munchen stökk á hann í janúar og landaði honum fyrir einhverjar 16M punda. Hann er sagður framtíð Þýska landsliðsins og Bayern Munchen. Það eru til ansi margir ungir knattspyrnumenn í heiminum á svipuðum kaliber og ef þeir fá tækifæri þá geta þeir sprungið út á mettíma (Kylian Mbappe, Niklas Suhle, Marcus Rashford, Dele Alli o.fl o.fl.)
    Alla vega er það minn vilji að Liverpool kaupi frekar mjög efnilega leikmenn með þekktan karakter á 20-40M frekar en að kaupa 25-30 ára leikmenn á 50m plús.
    Ef Liverpool ætlar að borga yfir 50M fyrir einstakan leikmann þá verður það að vera match winner sem skorar mjög reglulega og getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Því myndi ég vilja sjá Liverpool auka breiddina í sumar með kaupum á 4-5 góðum leikmönnum á aldrinum 20-23 ára og gefa þeim tækifæri og svo mögulega einn rándýran framherja sem hægt er að treysta á 20 mörk +. Ekki reyna að prútta á unga leikmenn eins og þeir reyndu með Cristiano Ronaldo á sínum tíma og Dele Alli. Ná þessum mönnum.
    Lukaku????

  17. Getur verið að Liverpool sé að tilboðið í Salah er kænskubragð? Þeir bjóða það hátt í leikmanninn að þeir vita ekkert lið fer að falast eftir honum ef þeir bjóða 28mpunda og vita að Roma þarf á peningnum að halda því þeir eru þegar komnir undir smásjána hjá eftirlitsaðilum og að endingu neyðast þeir að láta hann fara.

    Sannleikurinn hlítur að koma í ljós á næstu dögum

  18. leikjadagskráin fyrir næsta tímabil kom núna í morgun. LFC byrjar úti gegn Watford og endar gegn Brighton á heimavelli

  19. Risafrétt sem menn hérna eru ekkert að ræða um, Manchester city og West Ham að spila á laugardalsvelli.
    Þetta eru rosalega spennandi fréttir og þeir segja að áhuginn hafi verið mikill frá mörgum liðum.

    Ætli við fáum ekki Liverpool bráðlega.
    Það væri veisla.

Kop.is semur við Úrval Útsýn!

Podcast – Afsökunarbeiðnir og slúður