Í þessum þætti fóru strákarnir yfir það sem hefur gerst það sem af er sumri, þá sérstaklega Van Dijk-klúðrið mikla, eltingarleikinn við Mohamed Salah og aðra sem hafa verið lauslega orðaðir við Liverpool. Það er silly season og hér var blaðrað án nokkurra heimilda.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Kristján Atli, Maggi og Óli Haukur.
MP3: Þáttur 155
Frábært að fá podcast frá ykkur – takk fyrir mig 😉
Það kemur einhver sleggja í júli, I can feel it ! Ætla að segja að við klárum Douglas Costa og Van Dijk sem er að vissu leiti óskhyggja en ég hef engar áhyggjur um að Klopp sé með plan og allir eiga eftir að vera sáttir þegar nýtt tímabil byrjar.
Change from doubters to believers.
#2 Douglas Costa er korteri frá því að fara til Juve 🙂
Eftir að hafa hlustað á podcastið er ég ennþá á sömu skoðun varðandi Virgil van Dijk. Ég held þetta sé ekki úr sögunni og ég vona hann komi til Liverpool á helst ekki meira en 55-60m. 30% líkur.
Álit mitt á FSG stendur í stað. Hefur alltaf verið lítið. Það að þeir ættluðu að kaupa Virgil van Dijk á allan þennan pening fannst mér þeim til framdráttar en að klúðra því svona var lélegt.
En þetta er alltaf eins. Fyrst kaupa þeir einn svona “förum af stað af krafti kaup” ódýr eða free transfer. Svo taka við langar samningviðræður við einn dýran og annan mjög dýran leikmann sem báðir eru þá leikmenn sem sætta sig við launapakka Liverpool. Launapakki sem býður ekki uppá stóru nöfnin.
Þegar þeir eru loksins í höfn (hvort sem þeir eru kostur 1,2 eða 3) og allir nokkuð sáttir, þá viljum við samt einn alvöru í viðbót. Það endar svo alltaf í vonbrigðum. Ár eftir ár. Eitthvað keypt fyrir framtíðina. Liðinu vantar ennþá leikmann í einhverja stöðu, markmann, bakvörð, miðvörð, striker, kantmann. Alltaf eitthvað sem öskrar á mann.
Sé þetta ekki breytast þetta sumarið. Það er keypt til að halda liðinu í 5-8 sæti í deildinni og svo á 4-5 ára fresti náum við Meistaradeildarsæti.
Utd búnir að ganga frá kaupum á Victor Lindelöf sem hefði ef til vill styrkt okkur mikið. Þá munu þeir ganga frá kaupum á Alvaro Morata áður en vikan er úti. Meðan við erum örugglega að prútta við Southampton um kaup á Nathan Redmond sem er líkllega valkostur númer 4-5 í þessa stöðu hjá okkur.
Liverpool er orðið meðal lið og það eru ekki að koma til okkar stór nöfn í sumar því miður.
Hvernig getur lið sem lendir í 4 sæti í ensku deildinni verið meðallið ? Það er alltaf jafn fyndið að lesa ótrúlega innihaldslausar stórkallayfirlýsingar sem standast ekki skoðun, því miður.
Það er nóg eftir af þessum sumarglugga og því ekki hægt að fullyrða að það komi ekki stór nöfn til okkar, þar sem það er ekki búið að ganga frá neinum kaupum. Margt bendir til þess að Salah sé á leiðinni og önnur leikmannakaup eru mjög líklega á döfinni en þeim er haldið leyndum.
Annars snúast leikmannakaup um gæði en ekki stórnöfn.
Meðallið?
Eru þá Arsenal og muht meðallið líka
Það er lítið í gangi þessa dagana en það þarf ekki að vera slæmt endilega það eru menn á launum hjá þessum félögum við að finna og fá menn og því leyndara sem það er því betra.
En þessar slúður fréttir eru komnar út fyrir allt eðlilegt mikið svakalega er orðið leiðinlegt að lesa þær það er eins og enginn vinna fari fram með þær það vaknar einhver penni upp kveikir á tölvunni sinni og skáldar upp eitthvað nafn á félagi og leikmanni .
Tek undir það að eina sem maður er farinn að skoða er echo á morgnana með kaffinu
Enda er maður farinn að þekkja allar fréttir af borginni hehe …
á twitter er Pierre-Emerick Aubameyang nánast kominn til Liverpool eftir að PSG eru hættir við að kaupa hann, velkominn til Liverpool herra Aubameyang þetta getur ekki klikkað 😀
Haha já það er að gerast 🙂
Ég veit það nú ekki miðað við hvernig Liverpool hefur haldið á spilunum í leikmannamálum þá eru engar fréttir ekki góðar fréttir. Alltaf þegar Liverpool hefur reynt að kaupa einhvern síðustu ár höfum við vitað af því í gegn um fjölmiðla oft í marga mánuði þangað til þeir klúðra málum eða ná með herkjum að klára. Ég óttast það að ef ekkert er að leka í fjölmiðla þá er ekkert í gangi.