Jæja, gaman væri að fá að fljúga með einhverju góðu flugfélagi til New York og ná að hitta vini SSteins, þá Hicks og Gillette á fundi þeirra með Rick Parry.
Þeir félagar eru nefnilega að ræða saman í “Stóra Eplinu” í dag á fundi sem fundarefnin eru aðallega tvö, fyrst og fremst nýr völlur og endanleg útgáfa hans, en óhjákvæmilegt þykir að rædd verði staða Benitez.
Í raun er ég ekki viss um að það sé rétt, skv. fréttum um Skrtel virðist þar vera á ferð löngu ákveðin kaup Benitez og því skrýtið ef þeir eru að gefast upp á honum. Þrátt fyrir augljósa sveiflu aðdáenda félagsins í þá átt, hér heima og erlendis. En gaman verður að heyra afraksturinn og sjá í hvaða farvegi vallarmálin verða að honum loknum……..
Ég skil ekki fólk sem er að hrauna yfir benitez, vandamálið liggur hjá leikmönnunum, greinilega engin stemning í hópnum. Og þó svo að Liverpool haldi áfram að skíta á sig hef ég enga trú á því að skipta á þjálfurum á miðju tímabili muni breyta neinu.
Er þesssi fundur þá sannur? var bara búinn að lesa fullt af slúðri um að hann væri að fara til þeirra að ræða mögulega eftirmenn Benitez, þannig ég tók því sem fundurinn væri bara slúður líka en hann er semsagt að fara gerast og er það ekki bara gott mál?
Hvað er þá að þegar enginn stemmning er í hópnum ?
Þeir koma aldrei sterkari til síðari hálfleiks ef sá fyrri var lélegur …
Ef þeir lenda undir þá er það saman sem og tap, í besta falli jafntefli…..
Vantar þá ekki einhvern til þess að peppa þá upp og koma með öskrandi hálfleiksræður ?
Hann spilar mönnum algjörlega útúr stöðum…
Treystir sér ekki að spila Babel frammi, sem er algjörlega óskiljanlegt…… Maðurinn er framherji…..
Þeir bera greinilega enga virðingu fyrir honum og þá er eitthvað að !
Ég held að menn ættu ekkert að lesa of mikið í þennan fund og alls ekkert ólíklegt að Parry sé að ræða leikvallarmálin og almenna stöðu félagsins við eigenda þess.
Líst vel að styrkja liðið með nýjum miðverði þótt ég viti lítið sem ekkert um drenginn en það sem mér líst best á eru þær sögusagnir sem heyrast að Juventus sé að hugsa um að kaupa Sissoko á 10+ millj. punda í Janúar.
nánar tiltekið 15 milljón evrur eða 11 milljónir punda sem þýðir að ef Carson verður seldur (sem verður örugglega) og Guthrie þá er Mascherano kominn til að vera!
Að ná að selja Sissoko á 11 milljónir punda hlýtur að vera heimsmet.
Hehe, það yrði reyndar virkilega góð sala. Eins gott að Parry láti svo þessa tvo félaga heyra það og splæsi í Mascherano og Silva fyrir okkur 🙂
Samkvæmt fréttum eru vallarmálin aðalmálið.
Úr Liverpool Echo í dag:
“Liverpool’s latest ground proposals – the third to be drawn up in four years – are being presented to Liverpool chief executive Rick Parry and club owners George Gillett and Tom Hicks in New York tonight. JAN 8”
Mér finnst afar ólíklegt að Rafa verði rekinn eða látinn fara, í það minnsta verður það alls ekki á miðju tímabili.
Ég skil ekki allt þetta tal um að reka Benitez. Í september töluðu menn ekki um annað en nú væri Liverpool á góðri leið með að vinna deildina enda liðið á toppi deildarinnar. Benitez var elskaður og talinn hafa gert stórkostleg kaup í sumar með Babel, Torres og þeim öllum. Nú þegar á móti blæs þá vilja allir rakka hannn niður og sparka honum burt. Ég hlusta ekki á svona rugl.
Mér finnst öll umfjöllun um Benitez í vetur hafa verið vægast sagt fáranleg og ósanngjörn og stafar held ég að miklu leyti að því að Mourinho var rekinn frá Chelsea og bresku slúðurblöðin vantar einhvern nýjan til þess að níðast á.
Ég bið bara menn um að gefa honum allavega séns fram á vor.
Bogi, Babel hefur fengið mörg tækifæri frammi. T.d. í leiknum gegn luton þar sem hann skoraði næstum á fyrstu mínútu, en restina af leiknum gerði hann nákvæmlega ekkert. Einnig held ég að ég hafi lesið einhverstaðar að Babel hafi spilað sem wing forward eða hvað sem það kallast í þriggja manna sóknarlínu, þ.e. þegar hann hefur verið frammi í öðrum liðum. Þannig að það getur varla verið svo langsótt að setja hann á kantinn, sérstaklega ef tekið er tillit til gengi hans þegar hann byrjar inn á og spilar frammi. Hann hefur þó átt frábæra leiki þar sem hann kemur inn af bekknum og er líklega aðalega hugsaður sem leikmaður fyrir framtíðina.
Einnig læturu þetta út úr þér : “Þeir bera greinilega enga virðingu fyrir honum og þá er eitthvað að !”
Það eina sem er greinilegt er að ég hef ekki séð neitt nema jákvætt koma frá leikmönnum um Benitez. Einnig að leikmenn hafi sóst eftir því að leika undir stjórn hans.
gott dæmi um það er Torres…
Sælir félagar
Það er auðvitað ekkert vit að reka Rb á miðju tímabili. Hinsvegar verður hann dæmdur í vor og það af stöðu liðsins þá.
Mjög margt af því sem RB hefur gert í vetur er umdeilanlegt í besta falli og í versta falli óskiljanlegt. Er þá verið að tala um innákiptingar og er þá stutt að minnast innáskiptinga hans í Luton leiknum.
Eins er uppstilling hans gegn Reading á sínum tíma eitt af þessum atriðum sem eru í fersku minni.
Einnig hafa menn haft áhyggjur af mótiveringu liðsins hjá Rb og virðist stundum amk. vera eins og hann nái alls ekki að rífa menn upp úr doða og leikleysu.
Menn hafa líka talað um að hann láti menn líka leika út úr stöðum og stilli sífellt upp mönnum eins og Kyut í byrjunarliði sem virðist fyrirmunað að skora mark. Þar hafa menn bent á að Babel væri vænlegur kostur og amk. væri betra að nota leiki til að láta Babel spila sig inn í stöðuna en að láta Kyut hlaupa um völlinn leik eftir leik í einhverskonar tilveruleysi og án nokkurs jarðsambands sem hefur pirrað menn ósegjanlega.
:Þetta eru allt atriði sem eru athugunarverð og stundum beinlínis gagnrýniverð hjá RB.
Hitt er annað eins og ég sagði í upphafi að reka manninn á miðju tímabili. Það held ég að sé rugl en hefi þó líklega einhverntíma lagt það til í ergelsi og illsku eftir einhvern ömurlegan leik. 😉
Það er nú þannig.
YNWA
Þetta mál með að reka Rafa því hann er ekki að ná framförum í PL.
En satt er það að einhvernveginn í augnablikinu erum við bara á sama stað í PL og hefur verið undanfarin ár,og þá erum við ekki bara að tala um Houllier,heldur nær þessi þrautaganga langtaftur í tíman allt frá Sounes og til Rafa.Og ef við miðum við það að þarna eru 4 stjórar sem hafa reynt en alltaf erum við að strögglast á eftir toppliðunum,þá seigir það okkur allavega að þetta getur valla verið stjórinn eingöngu og fyrst að síðustu 4 stjórar hafa allir verið í sama farinu,þá myndi ég nú telja að þetta sé eitthvað sem hrjáir Liverpool en ekki Rafa,innanbúðarvandamál sem eingin veit hvað er…
Og ef Rafa verður rekinn og einhver klingsmann eða Mourinhio verður ráðinn þá er 100% líkur á að þeir endi á sömu braut og fyrrenar þeirra..Við erum bara fastir í þessari holu og eigum erfitt með að komast upp úr henni..Þetrta vesen nær svo langtaftur að heilvita menn sjá það að það er búið að reyna og reyna með nyjum stjórum en alltaf stöndum við í stað….
EN ljósið í þessu öllu er CL og þar er Rafa að gera góða hluti heldurbetur og fyrst menn vilja eingöngu kenna honum um hver staðan okkar í PL er þá vil ég að þessir sömu menn eigni honum þá eingöngu heiðurinn á CL byltingunni sem Liverpool er komið með í gang..
Þótt við séum staðnaðir í PL og erum búnir að vera það í mörg ár þá allavega kom Rafa með CL árangur til liðsins,það er nú meira en fyrrenar hanns hafa gert…
Svo maður spyr sig hvað höfum við grætt á stjóraskiptum í deildinni síðasta áratuginn eða svo??Fyrir mér kom Rafa allavega með CL ljósið og sannaði þar hversu magnaður stjóri hann er,en miða við allt sem á undan er geingið hjá liðinu þá bara virðist það vera ógjörningur að koma okkur á næsta stall í PL??
í stuttum orðum þá koma hann okkur allavega skrefinu leingra á alþjóðlegum mælikvarða og það sýnir allavega mikla framþróun og gera aðrir stjórar betur.Komumst bara ekki upp úr þessari holu í PL sama hvað hver reynir og hvaða þjálfari sem er tekur við,mun alltaf vera í þessari holu..Svo erum við eitthvað betra settir með einhvern annann stjóra
Ég held að Rafa sé betri sem Chief of Scouting eða sem Director of Football heldur en sem þjálfari. Þar virðast hans styrkleikar allavegana nýtast best.
Já Daði, maður sem gerir “lítið” (miðað við Real og Barca) lið að Spánarmeisturum og svo að Evrópumeisturum félasliða fer svo til Englands og vinnur Meistaradeildina með Liverpool á sínu fyrsta ári er klárlega á rangri hillu og myndi betur sóma sér sem njósnari : )
Þú varst örugglega að grínast var það ekki ?
Daði, ég verð að taka undir með Hafliða hérna. Það er eitt að ræða það hvort Rafa sé maðurinn sem getur unnið Úrvalsdeildina fyrir Liverpool, en það er með öllu fáránlegt að ætla að ræða það af einhverri alvöru hvort hann sé betur nýttur í öðru starfi en sem framkvæmdarstjóri.
Menn mega ekki fara fram úr sjálfum sér, þótt það sé óánægja með gengi liðsins í deildinni. Rafael Benítez er frábær framkvæmdarstjóri og með þeim bestu í Evrópu, hvort sem hann vinnur deildina með Liverpool eða ekki. Þetta er eins og að horfa á Fernando Alonso klessukeyra bílinn sinn í tveimur Formúlukeppnum í röð og stinga þá upp á því að hann gerist vélvirki í staðinn.
Sissoko vill fara og það er vel. vona að hann skelli sér til ítalíu í janúar.
Góðar ábendingar Kristján og Hafliði, ég var ekki að meina að hann væri handónýtur þjálfari. Frekar að long-term bæting liðsins sem mér finnst honum að þakka snúa að betri gæðum í keyptum leikmönnum og stjórnunarmálum utan vallar, t.d. að fá almennilegt verð fyrir þá leikmenn sem eru seldir.
Innan vallar sé ég samt mann í vandræðum. Menn lifa sjaldan í þessu starfi á fornri frægð. Jú Benitez hefur margt við sig sem þjálfari en ef hann endar annað árið í röð án stórs bikars þá er hann í vandræðum. Munið að Houllier var besti bitinn í bænum 2001, en án framfara þremur árum seinna var hann orðinn ansi súr.
Til að komast á þetta level þarftu annað hvort að vera mjög snjall, hafa frábær sambönd og helst bæði. Þannig að hann er ekki lélegur þjálfari, langt í frá. Gæti hins vegar verið að hann er staðnaður? Liðið virðist allavegana spila þannig.
Ég er ekki að skrifa í einhverju stundarbræði eftir undanfarnar vikur. Ég hafði áhyggjur af nákvæmlega sömu málum fyrir ári síðan.
Þetta hér skrifaði ég í stundarbrjálæði á þessa síðu eftir Newcastle-leikinn síðasta febrúar: 🙂
HVERNIG FÆR MAÐUR ÞAÐ ÚT AÐ TAKA PENNANT ÚTAF FYRIR DANNY GUTHRIE OG ANTONIO NUNEZ?
HVERNIG FÆR MAÐUR ÞAÐ SVO ÚT AÐ SKIPTA FINNAN ÚT ÞEGAR RIISE STENDUR BARA EINS OG BJÁNI?
HVAÐ Á PETER CROUCH AÐ GERA Á 9 MÍNÚTUM? HVAÐA FETISH ER ÞETTA MEÐ AÐ SKIPTA ALLTAF INNÁ ALLT OF SEINT? MENN KOMAST EKKERT INN Í LEIKINN.
HVAÐ ER BENITEZ AÐ SPÁ????
HVAÐ ER AÐ ÞESSU LIÐI???
ER EKKI ALLT Í LAGI HEIMA HJÁ ÞEIM???
HVERNIG DETTUR MÖNNUM Í HUG AÐ DREYMA UM 1. EÐA 2. SÆTIÐ MEÐ ÞETTA RUGLLIÐ???
MENN VERÐA HEPPNIR AÐ KOMAST Í CHAMPIONS LEAGUE MEÐ ÞESSU BÖLVAÐA ANDLEYSI, METNAÐARLEYSI OG HRÆÐILEGRI TAKTÍK!!!
VIÐ VERÐUM SVÍNFLENGDIR AF BARCELONA OG MAN U MEÐ ÞESSU ÁFRAMHALDI.
FIMM STIG GLÖTUÐ GEGN ÖMURLEGUM FÓTBOLTALIÐUM Á EINNI VIKU OG Á MEÐAN RÚLLA CHELSEA OG MAN U ÁFRAM ÁN VANDKVÆÐA.
Því miður hefði verið hægt að setja þessi komment fyrir aftan of marga leiki í vetur. Og við töpuðum ekki fyrir ManU og Barcelona en stöðugleikann vantaði og vantar enn. Það er ekki nóg að vinna leiki 8-0, 6-0 og 4-0 ef maður gerir svo jafntefli gegn Wigan og tapar gegn Reading. Ennþá verra er að tapa ALLTAF fyrir ManU. Kannski er til annað félag sem hentar Benitez betur og hann gerir glimrandi hluti þar? Kannski nær hann frábærum árangri eftir 1-2 eða 4 ár sem þjálfari Liverpool? En miðað við að ekkert breytist á einu ári hlýtur maður að komast nær þeirri staðreynd að það er ansi ólíklegt.
Sammála Daða í kommenti #15 og algjörlega sammála í #19 ! Erum einmitt búnir að vera að tala um þetta í vinnunni…..