Miðvikudagur 9.janúar

Þá eru aðeins byrjaðar að leka út fréttir af fundinum í New York, þar sem völlurinn virðist hafa verið eina málið sem rætt var.

Ég reyndar reiknaði með að við ættum hafsent upp á að hlaupa eftir fundinn þar sem að það eina sem virðist eftir er að eigendurnir samþykki kaup á drengnum. Vonandi skýrist það, því þetta er óvanalegt frá Liverpool, að ganga ekki hratt frá svona málum, þeir eiga að vita að allir bíða í ofvæni.

Ákvað svo að benda mönnum á þetta viðtal, þar sem sérfræðingur Sky Sports um spænska boltann kemur fram með samsæriskenningu varðandi neikvæðan fréttaflutning af Benitez í ensku pressunni.

Kannski er eitthvað til í því sem hann segir?

9 Comments

  1. Nákvæmlega það sem ég sagði ég kommenti hér í síðustu færslu.
    Þetta er bara búið að vera einelti í garð Benitez og Liverpool síðan Mourinho fór.
    Það leiðinlega við þetta er svo að allir fjölmiðlar á Íslandi birta svo alla þessa vitleysu líka sem bresku slúðurblöðin eru að birta sem er að mínu viti frekar ábyrgðarlaust.

  2. málið er einfalt. slúðurblöðin vilja fá lesningu og hafa trúða í sínum röðum sem láta sér detta alls kona vitleysu í hug og birta. íslensku miðlarnir hirða þetta upp eftir þá og beinþýða óábyrgt svona fréttir. en það er ein leið til að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér, það er að sleppa því að lesa svona sorprit.
    ég nenni ekki að lesa fréttir sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum, gæti alveg eins setið sjálfur heima og samið svona fréttir.

  3. Bara að við værum svo heppnir hérna á klakanum að eiga sérfræðinga þegar kemur að fótbolta í staðinn fyrir þessa “sérfræðinga” sem við sjáum á 365

  4. Það breytir því ekki að þessar “slúðurfréttir” setja klúbbinn (liðið) undir pressu og það gæti haft áhrif á sjálfstraustið í hópnum. Þess vegna er óskiljanlegt að stjórnendur klúbbsins komi ekki fram og styðja við bakið á Benitez opinberlega. Það myndi lægja öldurnar jafnvel þótt þeir ætli sér síðan að fá annan stjóra í sumar. Tek það fram að Benitez er enn minn maður í djobbið. Mér finnst hann enn eiga inni tíma til að byggja liðið upp. Ekki hafa menn látið svona gagnvart Ferguson og Wenger þegar að þeir hafa engu skilað í hús. Tímabilið í fyrra var eina árið síðan Benitez kom að við vinnum engan stóran bikar en við komumst engu að síður í úrslit Meistaradeildarinnar. Ég er jafn pirraður og næsti maður að deildin virðist utan seilingar en ég viðurkenni líka að þetta er fyrsta tímabilið sem að Benitez fær að kaupa menn í svipuðum klassa og hin 3 toppliðin. Ég held að við Liverpool-menn verðum bara að horfast í augu við það að við erum nokkrum árum á eftir hinum klúbbunum hvað varðar uppbyggingu á liðinu sem og öðrum veigamiklum þáttum er varða fjárhagslega afkomu hans. Mér virðist að hinir nýju eigendur hafi ekki alveg áttað sig á þessu heldur þegar þeir ákváðu að taka slaginn og kaupa klúbbinn. Verum þolinmóðir!
    YNWA.

  5. Það voru líka fjölmiðlar sem fullyrtu það að þetta væri síðasti séns Benitez til þess að vinna deildina því loksins hefði hann svipað fjármagn til leikmannakaupa og Chelský og Man Utd.
    Ég man ekki nokkurn tíman eftir því að einhver háttsettur innan raða Liverpool hafi sagt að Benitez væri á síðasta séns með að vinna deildina. Hann gæti því allt eins verið þarna í mörg ár í viðbót, sem ég persónulega vona.

  6. Mér finnst alltaf jafn sorglegt þegar íslenskir miðlar á borð við Moggan eru að þýða og birta greinar úr News Of The World og Sun…
    Þetta er eins og ef erlend blöð færu að vitna í DV varðandi eitthvað sem er í gangi á Íslandi……

  7. Með því að vona að benitez verði áfram um ókomin ár er menn greinilega ekkert æstir í að vinna deildina því hann mun aldrei vinna hana. Svo blæs ég á það þegar menn segja að RF hafi ekki haft fjármagn fyrr en í sumar hann er búinn að kaupa fullt af meðalskussum á 5-6 miljónir eða jafnvel meira í stað þess að kaupa færri og betri leikmenn fyrir svipaða heildarupphæð

  8. Já, þetta er alveg hrikalega einfalt Þórhallur og verst að þú skyldir ekki benda öllum á þetta strax fyrir 3 árum síðan, þá hefðum við verið búnir að vinna deildina fyrir löngu síðan.

  9. Verst að menn sáu það ekki sjálfir. Það reyndar segir sig reyndar sjálft að hópur af meðalgóðum leikmönnum sem sumir hafa fallið hafa með liðum sínum eru ekki líklegir til þess að vinna deildina

Momo til Juve?

Endurkomur!