Komdu með í ferð til Liverpool

OPNAÐ FYRIR BÓKANIR

Þá er allt klappað og klárt og engin ástæða til að bíða lengur með að tryggja sér miða í fyrri kop.is-ferðina á fyrri hluta næsta leiktímabils.

Mótherjinn að þessu sinni verða nýliðar Huddersfield með svaramann Klopparans, David nokkurn Wagner við stjórnvölinn. Leikurinn er lokahelgina í október og tilvalið að skella sér í síðustu haustsólargeislana og fanga menninguna.

Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á bókunarvef Úrvals Útsýnar sem er opinn frá og með deginum í dag.

Hágæðahópferð eldheitra Púlara.

KOMDU MEÐ!!!

24 Comments

  1. Ég hef farið í nokkrar ferðir til heilagalandsins Anfield en engin þeirra kemst með tærnar þar sem Kop.is ferðin er með hælana. Þvílíkir meistarar þessir drengir, skipulagning til fyrirmyndar og skemmtun sem þeir sáu okkur fyrir var algjörlega frábær.
    Mæli hiklaust með því að menn skoði það að fara með þeim ef þeir eru á annað borð að spá í að kíkja í heimsókn til Klopp 🙂

  2. Salah staðfestur!

    Þar er enn annar gæðaleikmaður til að berja augum í ferðum með Kop mönnum!

  3. Velkominn Salah! Viss um að þetta séu klassa kaup. Svo fylgja vonandi kaup á gæða miðverði og vinstri bakverði fljótt!

  4. Oki mig langar að forvitnast um eitt. Pundið lækkar og lækkar flugin hafa sjaldan verið jafn ódýr en samt hækkar bara og hækkar í ykkar ferðir. Hvað er að frétta með það ?

  5. Umræða um verð er alltaf sú sama.

    Þetta snýst um flug, gistingu, rútur og aðgöngumiða á völlinn. Gengið skiptir vissulega máli en fyrst og síðast liggur það í gæðum þeirra fjögurra hluta sem ég nefni hér.

  6. Gæðunum á rútunum og gæðunum á fluginu ?
    Furðulegt að þetta sé búið að hækka á meðan gengið hrynur.
    Verð á miðum, hótelum og rútum hefur aldri verið ódýrara.
    En annars flott hjá ykkur, bara ekki fyrir mig.

  7. Þetta verð er undarlegt. Hægt að fara á sama leik á undir 100 kalli.
    En menn hafa val.

    Fylgir vaselín með pakka eða er þetta ósmurt?

  8. er þá allt innifalið í þessum pakka Oddi? Persónulega þá er ég ekki að spá í öðrum leik til að fara á en mér finnst betra að hafa helstu atriði innifalin í verðinu (flug, miði, rúta, hótel)

  9. Já allt.
    Finnur þér flug, hótel, lest og miða á leik.

    Svo kíkti ég á síðu áðan sem bjóða uppá ferðir með þessu og þar kostar t.d á Arsenal 127þús og United 137 þús. Allt innifalið.

    Menn hafa val, þetta er eflaust fyrir einhverja enda grunar mig að UU smyrji á þetta enda borga þeir eflaust allt fyrir aðilana frá Kop.is

    Ég hef farið í skipulagðar ferðir og á eigin vegum. Fólk hefur val.

    Finnst þetta verð samt eiginlega bara fráleitt ef ég á að vera hreinn og beinn. Með fullri virðingu fyrir þeim sem hér halda úti síðunni og eflaust fínum félagsskap 🙂

  10. Ég er sammála þér Oddi og svör Magga hérna að ofan eru hlægileg og einfaldlega ekki samboðin siðuhöldurum. Umræðan um verð Magnús hefur sjaldan verið eins mikil í íslensku samfélagi. Verðvitun okkar er í hæsta gæðaflokki og þá reyni þið að rukka fólk um okur verð, já ég segi okur verð því þú vísar í gæði, hver eru gæði? Reyndu eins og þú getur að selja mér þessa ferð. Því ég borgaði 55 þúsund um daginn til liverpool með miða á leikinn flugi og hóteli.

  11. Ég ætla að vera ósammála ykkur.

    Ég fór í ferð fyrir 3 árum síðan þar sem allt var tipp topp, hótel, flug, gisting, frábær félagsskapur og fararstjórn glimrandi. Ef maður vill gera þetta á eigin vegum kostar þetta: (Ef ég mundi bóka núna í kvöld)

    Flug fyrir 2 til Manchester fram og til baka – 138.730 krónur
    Lest frá flugvellinum til Liverpool – 54 pund aðra leið fyrir 2 – 108 pund báðar leiðir – 14.170 krónur
    3 nætur á Mercure Liverpool Atlantic Tower – 389 evrur – 437 evrur með morgunmat – 50.450 krónur
    2 miðar á Liverpool vs. Huddersfield. Lélegustu miðarnir kosta 85 pund hvor, reikna með að þetta séu ekki endilega lélegustu miðarnir, segjum 100 pund á miða – 13.120 krónur

    Þetta kostar samtals 216.470 krónur.
    Síðan er innifalið kráarkvöld í Liverpool þar sem ÚÚ bíður upp á alls kyns veitingar, veit ekki hversu mikils virði það er.

    Auðvitað er einhver verðmunur á þessu ef menn vilja gera þetta sjálfir, en ég persónulega mundi velja þetta því að það sparar slatta fyrirhöfn ásamt því að í stað þess að sitja í venjulegri lest ertu í rútu fullri af Liverpool mönnum sem er alltaf góður félagsskapur, þú hefur fararstjórn sem heldur utan um allt saman (og vekur þig meira að segja á morgnana í mínu tilfelli).

    Fyrir mér er ferðin mun eftirminnilegri og skemmtilegri í góðum hóp heldur en hinu, en það er smekksatriði.

  12. Dýrasti pakkinn sem VITA býður uppá er 139500 á leikinn gegn djöflunum 13. 16. okt, 5 ferðir hjá þeim eru síðan á 129500.

    VITA býður uppá 13 ferðir og í fjórum af þeim er ekki boðið uppá fararstjóra eða rútu til og frá flugvelli. Þrjár af þessum fjórum kosta 99500 (þ.á.m. Huddersfield-leikurinn) og svo kostar 109500 á leikinn gegn Arsenal sem er þessi fjórða.

    Í hinum 9 ferðunum er “Innifalið í ferðunum er: flug (til Manchester með Icelandair), skattar, gisting í 3 nætur á Jurys Inn og miðar á leikinn í Code Lounge!
    Einnig er innifalið í ferðunum rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn nema annað sé tekið fram.”

    Hótelið er svo 3 stjörnu samanborið fjórar við þessa hópferð kop.is á leikinn gegn Huddersfield.

    Sjálfur er ég búinn að fara það oft að ég hef enga sérstaka þörf á fararstjóra eða einhverri sérstakri dagskrá utan leikdags. Hótelið skiptir mig ekki máli svo framarlega að ég geti sofið og verið nokkuð öruggur með mig.

    Þeir sem kjósa að taka þennan pakka með kop.is, góða skemmtun 🙂

  13. Góða ferð allir saman! 🙂

    Mikið vildi ég að Klopp myndi fókusera meira í að fá Gylfa í staðinn fyrir þennan Uxa frá Arsanel. Ég hreinlega tryllist ef t.d. Neverton kaupa Gylfa á um kringum 30 mill. Það yrði rán um hjábjartan dag.

  14. Alveg sammàla þeim sem gagnrýna verðið. Ótrúlegt að menn séu að réttlæta þetta. Svo er verðið ekki gefið upp à síðunni heldur þarftu að fara inn à uu.is. Ég fékk vægt àfall !!!
    Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem halda út þessar síðu -algjörlega fràbær og forréttindi að hafa aðgang að henni. Ég fór à 4 stjörnu hótel til Tenerife síðasta vetur allt innifalið. Það kostaði 100 þúsund à mann. Flugið þangað er rúmir 5 klst.
    Að ætla að réttlæta þetta verð er dómgreindarleysi. Eðlilegt verð ætti að vera í kringum 100 þúsund.

  15. Ég var einn af þeim sem gagnríndu þetta á sínum tíma og fannst þetta of dýrt. Ég skellti mér svo í ferð með skömmum fyrirvara og sá ég ekki eftir því. Góður félagskapur og vel að þessu staðið.

    Já þetta er of dýrt miða við það sem hægt er að bóka hjá öðrum(s.s flug, gisting, rúta og miðar) en ég mæli með einu.
    Þeir sem vilja fara í þessa Kop ferð einfaldlega gera það og þeir sem vilja fara í ferðir hjá öðrum gera það. Þetta er einfaldlega einn valmöguleiki af mörgum og held ég að fara á síðuna hjá þeim sem eru að bjóða uppá þetta(og hafa haldið einni besti liverpool síðuni sem við höfum á netinu) og raka þá niður gerir engum gott.

    Fólk talar um neytenda vaktina og þá einfaldlega verslið við aðra(það eru sterkustu skilaboðinn). Við erum að tala um fótboltaferð en ekki lífsnauðsynleg lyf eða verð á bensín.

    Annars segji ég bara YNWA og alveg sama með hverjum þið farið á leik í vetur þá munið að láta í ykkur heyra og styðjið ykkar lið.

  16. Enginn að rakka þá félaga hér niður. Einfaldlega benda á aðra möguleika og þá staðreynd að þetta er “óeðlilega” dýrt.

    Gaman, Vita, Miðar á Anfield eru með mun mun betri verð en þetta er bara einn möguleiki af mörgum. Sjálfur veit ég um nokkra sem verða akkúrat á þessum leik og hafa sett saman pakka sem er ansi mikið ódýrari

    Ætla að vera fyrstur að spá Liverpool 5-1 sigri.

  17. #19 þegar ég sagði rakka þá niður, þá átti ég við þeira ferð en ekki þá persónulega en þeir sem ég fór með í ferðina voru toppgaurar.

  18. Alveg er þessi umræða merkileg, ár eftir ár. Þetta er fjórða tímabilið sem við bjóðum upp á þessar ferðir, þær hafa verið með ýmsu móti og á ýmsu verði og alltaf kemur hópur hér inn og lætur eins og við séum að fremja bankarán um hábjartan dag, sama hvað er rukkað. Og alltaf fyllum við ferðirnar af jákvæðum ferðalöngum sem vita hvað þau eru að fá fyrir skildinginn.

    Til að árétta nokkra hluti, í svona þúsundasta sinn:

    – ÚÚ er ekki að smyrja neinu ofan á sem aðrar ferðaskrifstofur smyrja ekki ofan á. Við höfum kynnst þessum bransa nógu vel og rætt við aðrar ferðaskrifstofur svo að við vitum að það er enginn að okra í þessum bransa. Til að orða það sem skýrast: ef Úrval Útsýn hefði lagt upp með að smyrja of mikið ofan á ferðir til að hafa meira í sinn „vasa“ hefðum við einfaldlega ekki samið við þá enda erum við ekki að þessu til að féfletta lesendur Kop.is.

    – Fararstjórn er innifalin. Fyrir ykkur sem skiljið það ekki, þá er það svoleiðis alls staðar þar sem boðið er upp á fararstjórn í ferðum. Það er ekki verið að „okra til að borga fararstjóra út“, þeir eru hluti af því sem boðið er upp á. Fólk getur farið á eigin vegum með öðrum leiðum ef það er ekki að leita að fararstjórn, en hjá okkur er boðið upp á hana og hún er hluti af verðinu. Þið getið spurt hvern þann ferðalang sem hefur komið með okkur síðustu þrjú árin hvort fararstjórn okkar bæti einhverju við ferðina eða ekki. Ef þið skiljið ekki hugtakið fararstjórn get ég ekki hjálpað ykkur.

    – Maggi ræddi hér að ofan um verð á flugi, gistingu og miðum á völlinn. Þetta eru allt hreyfanlegar breytur og þið sjáið í verðþróun hjá hverri einustu ferðaskrifstofu að ferðir á fófboltavelli eru að verða dýrari almennt, sama í hvaða formi þær eru. Það munar um auka 10-20 þúsund krónur í þennan svokallaða „landpakka“. Þetta ræðst af ýmsu, þótt gengið á pundinu sé hagstæðara en fyrir rúmu ári þá er einfaldlega meiri ásókn í leiki hjá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tók við, fyrir það fyrsta. Það er bara dýrara að fara á leik í Liverpool núna en þegar liðið var lélegra. Vonandi verður ekki fljótlega aftur ódýrara að fara á leiki því það mun þýða að liðið okkar sé orðið skítlélegt á ný.

    – Ofan á þetta bætist að við erum nú (loksins) að bjóða upp á flug til Manchester. Það höfum við ekki getað áður en nú hefur það loks hafist og er auðvitað ákjósanlegt, frekar en að fljúga til flugvalla lengra frá Liverpool og þurfa að taka lengri rútu. Eins þýðir þetta að hægt er að fljúga út á föstudeginum svo að fólk þarf að taka sér einum degi minna í frí frá vinnu eða skóla til að koma með, sem er annað atriði sem margir hafa beðið um hjá okkur. Á móti hefur það hins vegar þann ókost að hið eftirsótta flug til og frá Manchester í kringum leiki er dýrara en önnur flug og það hefur einnig áhrif á verðið í pakkanum.

    Að lokum, þá hugsa ég að við komum til með að loka á athugasemdir við þessar tilkynningar okkar í framtíðinni. Við höfum ekki viljað gera það hingað til af ótta við að vera sakaðir um að skorta gagnsæi eða óttast umræðu. Við óttumst hana ekki og höfum svarað athugasemdum og fyrirspurnum hér á síðunni, frammi fyrir allra augum. En nóg er nóg, að fá sömu andskotans dónaathugasemdirnar hér um að við séum að taka hinn og þennan ósmurt í óæðri endann eða okra á lesendum síðunnar (sem kostar enn ekki krónu í lestri eða hlustun á podcasti, verði ykkur að góðu) eða að við séum á einhvern hátt að vinna þetta annan en af þeim heilindum að vilja setja upp skemmtilegar ferðir fyrir okkur sjálfa og fólkið sem vill koma með okkur.

    Ef þið viljið koma með Kop.is að sjá Liverpool-lið Klopp í haust, fá frábæra fararstjórn í alvöru hópferð þar sem við bjóðum upp á ýmislegt sem engin önnur ferð frá Íslandi býður upp á , og skemmta ykkur með fararstjórn sem er talsvert hressari en ég er þegar ég þarf að svara þessum athugasemdum, þá hlökkum við til að fá ykkur með!

    Ef þið hafið ekki áhuga, hvort sem verðið eða eitthvað annað stendur ykkur fyrir dyrum, ekkert mál. En vinsamlegast sýnið okkur þá virðingu að koma ekki hér inn og ætla okkur einhverjar illar fyrirætlanir sem eiga við engin rök að styðjast.

    Sjáumst eldhress í Liverpool-borg í haust! Ég hlakka a.m.k. til að fara og mér finnst verðið fyrir pakkann svo sanngjarnt að ég er að hugsa um að borga fyrir dóttur mína svo hún geti komið með mér. Þannig að ekki er bankarán Kop.is þennan veturinn svæsnara en svo.

    YNWA

  19. Ég get nú svarað að þessi fararstjórn er stórgóð og öðruvísi en aðrar sem eru á allt öðruvísi toga en aðrar sem ég hef kynnst.

    Þarna eru menn gallharðir poolarar og mjög innvinklaðir inn í bæði borgina og félagið og það sem er í kringum það. Og deila því 100% með sér í þessum ferðum.

    Þið ættuð að kannast við vinnubrögðin hjá þeim sem hafið fylgst með kop.is síðunni.

    Það eru allskonar möguleikar til þess að komast á þessa leiki og óþarfi að vera með árásir bara lesa yfir ferðina og verðið og ákveða sig hvort þetta sé eitthvað sem er fyrir sig.
    Annars eru aðrir möguleikar og fólki frjálst að velja þá.

    Ég persónulega fór ferð síðasta tímabil sem ég skoðaði möguleikana sem voru í boði
    Þá valdi ég kop sem var örlítið dýrari en 1 aukadagur og dagskrá sem ég vildi taka þátt í.

    Sumsé vildi borga fyrir aukapakkan á bílnum í þetta skipti topplúga og leðursæti 🙂
    Svo ég noti myndlíkingu.

  20. Blessaðir veriði, bara loka á kommentin þegar þessar ferðir eru kynntar. Ef menn sjá ekki muninn á þessum ferðum og öðrum að þá er það þeirra vandamál. Ég vona innilega að ég muni komast í eina slíka á næstu misserum. Efast ekki í eina sekúndu að þessar ferðir eru hverrar krónu virði!

    Keep up the good work!

  21. Sælir félagar

    Mér finnst allt í lagi að menn og konur hendi á milli sín boltanum hvað hitt og þetta kostar í svona ferðum, hvað innfalið, flug o.s.frv svo framlega sem það er gert á kurteisan hátt. Það er ekkert að því og óþarfi að mínu mati að pennar kop.is séu með vangaveltur um að loka á athugasemdakerfið þegar þessar ferðir eru auglýstar, svo framalega sem menn halda sér réttu megin við strikið í skrifum sínum.

    Ein spurning – þeir sem fara í þessa ferð með kop.is/ÚÚ og miðar á völlinn- er vitað hvar á vellinum þeir verða?

    Með kveðju og munið….. “sá á kvölina sem á völina” 🙂

Mohamed Salah til Liverpool – staðfest!

Opinn þráður – Keita