Fyrsti æfingaleikur að baki, gegn nágrönnum okkar í Tranmere hinu megin við Mersey-ána.
Þeir sem vilja fá frekari skýrslu geta litið á þessa af opinberu síðunni en í stuttu máli þá er þetta útgáfan:
Milner skoraði úr víti og Marko Grujic með langskoti í fyrri hálfleik. Skipt að mestu um allt liðið í hálfleik og Chirivella skoraði fljótlega í seinni hálfleik og Woodburn úr öðru víti. Flottur leikur og á fínu tempói.
Fyrst og síðast var mjög gaman að fylgjast með ungu mönnunum, það er alveg ljóst að þeir verða ekki allir í liði og hóp en ég hef fulla trú á því að margir þarna eigi bara einhverja framtíð í boltanum, ef ekki með LFC þá í öðrum liðum.
Grujic, Ojo og Alexander Arnold fannst mér bestir, Solanke leit skemmtilega út og Woodburn var ansi beinskeyttur.
Mikið ofboðslega er nú gaman að sjá Liverpool aftur í sjónvarpi, jafnvel þó um æfingaleik sé að ræða og sá næsti er skammt undan, gegn Wigan strax á föstudaginn.
Selja Lazar Markovic eins og skot. Hann er algert flopp.
Fallegasti Liverpool búningur sem ég hef séð
Mér finnst búningarnir mjög flottir enn sokkarnir aðeins of mikið þ.e. hvíta röndin efst, fanst eins og jólasveinarnir væru mættir enn ekki Liverpool.
Mér fannst Kent eiga mjög flotta spretti í seinni hálfleik, bæði mörkin seinni hálfleik átti hann stóran þátt í að leggja upp eftir rispu á kantinum.
Reyndar datt hann töluvert niður inná milli. Annars sammála að það voru nokkrir þarna sem maður hefur trú á að geti orðið ágætis leikmenn í PL með LFC eða einhverju öðru liði.
Kent og Arnold flottir, kraftur i Woodburn og sá nyji lofar goðu. Eg var að vona að Markovitc myndi syna eitthvað en hann er væntanlega að fara i eitthvað lið sem hentar honum betur.
En það var dálitið ljótt að skilja Connor Randal svona útundan hann var sá eini sem kom ekki inná.
Connor randal er ekki nóu góður fyrir liverpool hann má fara.
Alltaf rómantík þegar tvö stærstu liðin í Liverpool mætast.
Ég var mjög hrifin af Trent AA og er á því að hann sé alveg klár til að berjast um spiltíma.
Eins voru þeir sem maður átti von á, að standa undir væntingum, þ.e.a.s. Ojo, Grujic, Woodburn og Solanke.
Síðan er það Kent. Hann var að heilla mig á köflum og ég man að ég tók líka eftir honum síðasta sumar. Eflaust er hann ekki alveg með það sem þarf til að spila fyrir Liverpool en hann er samt að ná að heilla mig eitthvað, kraftur og áræðni.
Annars var bara gaman að horfa aftur á Liverpool spila fótbolta 🙂
Kent var maður leiksins að mínu mati. Áræðinn og fullur sjálfstraust, hann ætlar greinilega að sanna sig í ár og vona ég að hann fái tækifæri í vetur í aðaliðinu og verði ekki lánaður.
Solanke og Wooburn líka flottir en hápunkturinn var að sjá Henderson spila eftir 5 mánuði af endurhæfingu.
Ojo átti líka fína spretti en sendingarnar þarf hann að laga. Grujic er stór og stæðilegur með fín tilþrif en maður sá að hraði eða snerpa eru ekki hans styrkleikar og gæti það reynst erfitt á miðsvæði sem pressar mikið.
Jæja Salah kominn með atvinnuleyfi og ætti að spila á morgun.
En hvað er með valið á andstæðingum á þessu undirbúningstímabili.
Af hverju er ekki verið að keppa við alvöru lið.
Heimavöllur wigan og sérstaklega tranmere geta verið bestir fyrir menn að komast í gang.
En að leiknum í gær, þá voru nokkrir sem heilluðu mig og þá sérstaklega í seinni hálfleik.
Heil og sæl kæru stuðningmenn og konur.
Það var alger unun að sjá okkar ástkæra lið spila loksins 🙂
Ætla ekki að dæma einn né neinn af þessum frábæru leikmönnum okkar (né stuðningsmenn og konur ), læt aðra um það…!
Af hverju?! Jú vegna þess að þeir telja sig betri en sjãlfur þjálfarinn!!! Í alvörunni við unnum sannfærandi 4-0 (var einhver i vafa um það?) og eg er bara bjartsýnn á framhaldið.
Ekki falla í þá ljótu gröf sem aðrir stuðningsmenn annara ónefndra liða eru nú þegar !!! PLÍS 😉
Auðvitað höfum við ólikar skoðanir og meira til en … WE ARE LIVERPOOL 😉
AVANTI LIVERPOOL TRALARALLALAAAAAAA 😀
@10
Við eigum eftir að spila við Bayern München í Audi Cup og munum í kjölfarið mæta annað hvort Atletico Madrid eða Napoli. Klárum svo preseason með leik gegn Atletico Bilbao.
Þetta er bara fínt held ég.
Mikið rosa efni er Ben Woodburn. Hann heillar. Ég sá Liverpool rúlla upp Chelsea 1-3 í september 1963. Hann minnir á Roger Hunt. Svo hefur hann smá Ian Rush takta í sér. Ef hann bætir sig og vinnur í þeim töktum verður hann framtíðarstjarna á Anfield.
þetta var bara nokkuð gott hjá strákunum og margir ansi sprækir sem er búið að nefna að ofan en held að það sé svakalega erfitt að dæma menn út frá þessum leik fyrir utan að þessir mótherja litu út eins og firma lið þá var ekki mikið farið í tæklingar og fengu menn að klappa aðeins boltanum. sem eru en verri fréttir fyrir þá sem ekki stóðu sig en þurfa að sanna eitthvað.
#7 Einar, tvö stæðstu lið Liverpool borgar eru LFC A og B lið karlamegin og eins kvenna megin. Gleymum þessu með Tranmere.
Er ég sá eini sem hef ahyggjur?
Kominn 14jul og ekkert að koma inn í þær stöður sem við þurfum mest. Keita og Van Djiik virðast ekki vera til solu. Tíminn líður og styttist í CL leikina.
Sannaðu til Oddi þeir koma báðir.
#10
Ég myndi halda að það væri best fyrir okkur að spila gegn liðum af þessu caliberi þar sem við eigum í miklu meiri erfiðleikum með það en að spila við stóru liðin. Ágætt að fá æfingu í því að brjóta upp 10 manna varnarmúra fyrir tímabilið.
Já en það sem ég á við er að vellirnir hjá þessum liðum eru mjög slæmir.
Wigan warriors sem er rugby liðið hjá þeim spilaði á þessum velli fyrir 24 tímum síðan og völlurinn er víst mjög slæmur.
Sjáiði t.d united og real madrid, þau eru að rífast um bestu vellina í usa en við förum til wigan að spila á ónýtym velli.
Ég er ekki sammála því að ekkert sé að frétta. Það er í rauninni fullt að frétta og það af alvöru fréttum. Þá er ég ekki að meina einhvern orðróm og umboðsmannaspinn heldur finnst mér blasa við að FSG ætlar að fjármagna alvöru bætingu á gæðum nánast sama hvað það kostar.
Í fyrsta lagi er Liverpool tvisvar búið að bjóða í Naby Keita og síðasta boð var tæpar 60m punda. Það er allsherjar störukeppni í gangi en ef leikmaðurinn vill fara, sem allt bendir til, mun Liverpool landa Keita.
Í annan stað virðist sem að VvD málið sé sprelllifandi. Í morgun herma fréttir að viðræður séu hafnar á milli Southampton og Liverpool enda leikmaðurinn búinn að hóta að óska eftir sölu fái hann ekki sínu framgengt.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr er það leikmaðurinn sem ræður að lokum. Við þekkjum það frá bæði Torrez og Suarez og Southampton og Leipzig eru vitanlega ekki í betri stöðu hvað varðar þessa leikmenn nema síður sé.
Ég legg því minn pening á að bæði Keita og VvD verði leikmenn Liverpool innan skamms. Báðir keyptir á háa upphæð en leikmannamarkaðurinn er fáránlegur og ekki aðrir kostir í stöðunni en að vera með ef bæta á gæðin.
Gylfi Sig mun líklega kosta nálægt 50m punda og Kyle Walker sömu upphæð. Lukaku sem er vitanlega fínn framherji, en varla í neinum heimsklassa, kostaði ManU 75m! Talið er að ManU muni borga nálægt 50m fyrir Perisic sem verður 29 ára í febrúar og svona mætti áfram telja. Í þessu samhengi virðast kaupin á Salah á 37 m hrein útsala.
Punktstaðan virðist þannig að Klopp er ekki með Plan B. Keita er líklega hugsaður sem vélin í Liverpool liðinu 2017/18 og allir sjá að vörnina þarf að bæta. Hann hefur fundið leikmennina sem hann þarf og veit sem er að þeir munu koma. Eigendur leikmannanna munu vitanlega setja á svið mikla varnarbaráttu með tilheyrandi leikaraskap en á endanum snýst þetta bara um rétt verð. Just saying.
Tranmere og Wigan leikirnir eru lítið annað en til að brjóta upp undirbúningstímabilið, hjálpar í leiðinni nágrannaliðum eins og Tranmere og Wigan enda veitir fjárhagur þeirra ekkert af stórum leikjum eins og þessum. Undirbúningstímabilið er bara nýbyrjað og jafn gott að spila svona leiki eins og að skipta í lið á æfingu.
Varðandi heimavelli þessara liða, eru meiri meiðsli í þessum leikjum en öðrum leikjum Liverpool? Er ekki líka ágætt að æfa á svona völlum þar sem Liverpool spilar oftar við svona aðstæður en þær sem bestar þekkjast í Trumpríkjunum.