Skrtel til Liverpool (Staðfest) + uppfært

110108-skrtel-06.jpg

Jæja, það er búið að staðfesta kaupin á Martin Skrtel og hefur hann skrifað undir samning til ársins 2012, eða til fjögurra og hálfs árs. Hann 23 ára gamall Slóvaki og mun leika í treyju númer 37 með Liverpool. Rafa var ánægður með kaupin;

“I think he is a player maybe not many people know about but he played against Everton for Zenit St Petersberg, and he is a centre half that knows the English style. He is aggressive, quick, is good in the air and I think he’s a very good player for the future and also for the present. He is very competitive, but his mentality for me is very good. Watching him in some games his mentality is similar to Carra so I think it’s very positive for the team.

Rafa telur að hann eigi eftir að setja strax pressu á hina varnarmennina í liðinu:

“He has quality and he can be a problem for them and a good problem for me if I need to decide who to play in the future. He has experience and enough quality for playing as soon as possible.”


**Uppfært (EÖE)**: Einsog vanalega er fullt af dóti á Official síðunni, þar á meðal [viðtal við Skrtel og Rafa](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158380080111-1511.htm) þar sem hann segist ekki hafa verið neitt sérstakur Liverpool aðdáandi.

Einnig er svo [lengra viðtal við Skrtel](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158382080111-1622.htm) þar sem fram kemur að enskan hans er ekki góð, en svosem ekki jafn slæm og hjá sumum sem hafa komið til liðsins. Einnig segir hann um fyrstu æfinguna:

>”I had my first training session with the team today and the lads all welcomed me to the club. I was a bit nervous because they are huge stars but once training started I was okay.”

Gaman að þessu.

27 Comments

  1. Vonandi kemur þessi drengur til með að vera jafn mikilvægur og Agger er orðinn félaginu. Léttir klárlega samt strax undir Hyypia sem er ekkert að verða yngri.

  2. Frábært og mig hlakkar til þegar hann er búinn með mistakapakkann sem flestir nýjir varnarmenn ganga í gegnum þegar þeir eru að venjast leikkerfinu.

    Annars segir Rafa að hann sé fljótur sem mér finnst mjög gott þar sem ég las einhverstaðar hið gagnstæða.

  3. Stóð ekki einhverstaðar að hann gæti spilað líka í bakverðinum ? Kannski að Carra fari aftur í bakvörðin eins og hann spilaði þegar hann var að byrja, og Agger og Skrtel spila í hafsent ? hvað haldið þið, fyrir utan að þeir séu allir þrír hafsentar og einn situr á bekknum.

  4. Nr.3 Joi ég bæði efast STÓRLEGA og vona innilega að Carra fari nokkurntíma aftur í bakvörðin!!! Hann er fyrir það fyrsta frábær miðvörður og eins er hann nú langt í frá að vera sá sókndjarfasti í bakvarðarstöðunni!! (ekki að hann sé einhvað verri en Riise reyndar) En á komandi tímabilum, gefið að það sé einhvað varið í þennan Skrtel þá gæti ég trúað að Carra fari að fá meiri og meiri hvíld, það er verði róterað meira.

  5. Rafa segir að hann sé fljótur. Okkur hefur bráðvantað að mínu mati fljótan miðvörð, en það er forsenda þess að geta legið með liðið framarlega. Þegar að Hyypia er í liðinu þá neyðist vörnin að liggja aftarlega og gerir það að verkum að auðveldara er fyrir andstæðingana að loka á miðjuspil liðsins. Vonum líka að hann sé sæmilega spilandi.

  6. Glæsilegt, ég hef trú á þessum dreng hann á eftir að sanna sig;)

    Svo eru Chelsea búnir að splæsa 14 milljónum í Anelka

  7. Snilld!

    Nú erum við í raun með frábæran hóp miðvarða (að því gefnu að eitthvað sé varið í þennan strák, sem ég veit ekkert um): Carragher, Agger, Skrtel og Hyypiä.

    Carra er leiðtoginn sem spilar alla leiki sem hann getur, Agger er fyrsti kostur við hlið hans eins og staðan er í dag en Skrtel virðist vera keyptur til að berjast við þá um stöðu og vera þá væntanlega næsti maður inn þegar eitthvað gerist. Þeim til hliðsjónar höfum við svo Hyypiä sem hefur þurft að spila meira en honum þykir þægilegt í haust, sem fjórða kost fram á vorið, og vart hægt að biðja um betri mann sem fjórða kost.

    Svo, úr því að Skrtel er kominn til okkar, geri ég ráð fyrir að Hyypiä fái að fara í sumar og að þá taki Jack Hobbs stöðu hans sem fjórði miðvörður í hópnum á komandi tímabilum. Þá erum við með ungan og sterkan hóp miðvarða til framtíðar.

    Nú er bara að vona að Skrtel valdi ekki vonbrigðum. Manni hefur fundist, síðustu 15 árin eða svo, að það sé allt of mikið af mönnum sem reynist vera kötturinn í sekknum. Ég vona að Skrtel reynist vera líkari Agger en Kromkamp.

  8. Þó að Hyypia hafi verið að standa sig ágætlega í fjarveru Aggers, þá er eitt atriði sem dettur úr leik liðsins í fjarveru hans. Á meðan Carragher er svokallaður no-nonesense defender og áreiðanlegur sem slíkur þá er Agger betur spilandi leikmaður. Hann kemur með boltann upp að miðju, fær mann á sig og spilar boltanum stutt fram á næsta mann.

    Svona varnarmenn eru í hverju liði. RC gerir þetta fyrir Chealse því Terry gegnir sama hlutverki og Carra hjá Liverpool. Hjá Utd er það Rio sem er betri á boltanum og spilar honum til miðjumannana. Þetta er einkum ástæða þess að Rio og Terry spiluðu saman í landsliðinu en Carragher fékk fá tækifæri, hann var að keppa við Terry um stöðu en ekki Rio, þannig lagað.

    Ég hef aldrei séð Þennan mann spila en ég er mjög spenntur fyrir honum. Ef ég tek mið af því sem ég hef lesið um manninn, þá virðist hann vera svipaður leikmaður og Carragher.

  9. Verður gaman að sjá hvernig honum gengur, feykistór miðað við að vera 6’4, erum við ekki að tala um 193 cm. í því tilviki.
    Hefði viljað fá Anelka líka í dag, en þetta var nauðsynlegt og ánægjulegt að sjá að þessi strákur var kostur nr. 2 á eftir Heinze, þannig að menn voru tilbúnir að klára hann, þó langt væri liðið.
    Nú hljóta menn að vera að skoða sóknarlínu liðsins út þennan mánuð!

  10. Næst á dagskrá bara að selja Sissoko, kaupa Mascherano, selja Kuyt og Riise og kaupa fyrir þann pening heimsklassa framherja til að nota með Torres framm;)

  11. Norski landsliðsmaðurinn Erik Hagen, sem hefur keppt við Skrtel um miðvarðarstöðuna hjá Zenit upp á síðkastið tjáir sig um kappann við norska fjölmiðla í dag. Hann segir að Skrtel lofi mjög góðu sem leikmaður, sé gríðargóður skallamaður, hafi ágætis boltameðferð og góðan hraða. Hann hafi hins vegar gert ýmis mistök sem hafi kostað Zenit stig, en þau megi yfirleitt rekja til reynsluleysis. Reynsluleysi er nú sem betur fer sá vankantur sem óhjákvæmilega eldist af mönnum, svo með góðri leiðsögn annarra varnarmanna Liverpool (og Rafa að sjálfsögðu) hef ég ekki ástæðu til að halda annað en Skrtel geti orðið góður liðsstyrkur.

  12. Maggi, skv. Wikipedia þá er Skrtel 191 cm, sem gerir hann að þriðja hæsta leikmanni Liverpool á eftir Hyypia og Crouchy. Hann er hins vegar 2cm hærri en Agger og 6cm hærri en Carra.

    Hann er t.d. 2cm hærri en bæði Rio og Vidic.

  13. Vona að hann sé góður inní teig andstæðinganna í hornum og svoleiðis. Mér finnst vanta greddu í föstumlleikratriðum hjá öllum nema kannski Hyypia. Þegar Hyypia er ekki í liðinu þá er enginn veruleg ógn í föstumleikatriðum og í raun aldrei möguleiki hjá okkur. Varnamenn sem skora af og til og taka þar af leiðandi mikla athygli annara varnamann og pláss í teignum eru mjög mikilvægir, þeir skora kannski ekki alltaf sjálfir en vegna þeirra verður kannski til mark, eins og terry rio og þannig gæjar.

    Annars bara hress. Heyrumst

  14. fínar fréttir. breiddin er orðin rosaleg hjá liverpool sem er frábært. verður fróðlegt að sjá hvernig vörninni verður stillt upp um helgina. en framtíðin er björt í vörninni hjá okkur það er alveg á hreinu 🙂

  15. Góðar fréttir. Líst vel á þessi kaup. Þetta eru svona “low profile” kaup. Engin læti í kringum þetta. Hef góða tilfinningu fyrir þessu hjá Rafa. Nauðsynlegt að Carra fái samkeppni um stöðuna sína. Getur einhver ímyndað sér vandræðin sem við værum búnir að vera í ef Carra hefði verið eitthvað frá vegna meiðsla þessa leiktíð?? Nauðsynleg kaup. Rafa veit hvað hann syngur!!!!

    Það verður gaman að sjá hvernig Skrtel kemur út.

  16. Halló, halló. Það er óþarfi að drulla yfir manninn áður en hann leikur eina sekúndu með félaginu. Eitt að uppnefna hann en annað að nota verstu mögulegu blótsyrði um hann sem möguleiki er á að finna, og það bara nokkrum tímum eftir að hann skrifar undir samning við félagið.

  17. Getur einhver sagt mér hvernig nafnið er borið fram? svo er spurning um að senda bara meil á alla lýsendurna og útskýra hvernig það er borið fram jafnvel bara hringja í þá. Ég þoli ekki að heyra menn segja nafn Kuyt vitlaust, eða heyra menn segja sjerrard. einhver með í þessu 🙂

  18. 8 Julian Dicks

    Þó ég hafi verið harður púllari frá unga aldri, þá verð ég að segja að John Terry er talsvert betri og fjölhæfari leikmaður en Carra, án þess þó að gera lítið úr Carragher. Terry er bara í heimsklassa sama hvort maður hatar þá bláklæddu eða ekki.

  19. SKRTEL: RAFA’S THE REASON I SIGNED
    Segir margt um stjórann okkar. Virkar algjör nagli svona við fyrstu sýn, er það ekki jákvætt. Oft erum við eins og algjörir aumingjar, sbr. Luton, Wigan, Reading og fínt ef Skrtel gæti rifið menn áfram.

  20. Arrigo Sacchi: “Sissoko is a plughole, he stops the play, but he cannot play football and has no quality.”

  21. Hann er það vígalegur þessi náungi að það vantar bara vélbyssuna aftan á hann.

    Vona að þessi peyi reynist okkur happafengur.

  22. Athugavert í spurningu 3:

    “Were there other clubs interested in signing you other than Liverpool?

    [Rafa Benitez steps in to answer question] I can answer better than him. When we started talking with them he was very excited and Liverpool were his first choice.”
    Spurning hvort hann hefði sjálfur svarað: “Liverpool offered me the most money” 🙂

    Annars örugglega fínn leikmaður, sem segir manni að Hyypia mun örugglega fara næsta sumar.

    Fer samt í taugarnar á manni þegar liðið er alltaf að kaupa varnarmenn. Vörnin hjá Liverpool hefur ekki verið vandamál, mætti frekar bæta annan hvorn kantinn, eða kaupa sóknarmann og henda Kuyt í burtu fyrst Crouch fær aldrei að spila.

  23. reina, finna, hyypia, carra, arbeloa, yossi, gerrard, mascherano, riise, voro, torres

Boro á morgun.

Liðið gegn Boro (uppfært!!!!)