Liverpool Echo ásamt öðrum miðlum greinir frá því í kvöld að Andy Robertson vinstri bakvörður Hull hafi yfirgefið æfingabúðir félagsins í Portúgal þar sem hann er á leið í viðræður við Liverpool. Það stefnir því allt í að hann verði sá þriðji í röðinni í sumar og talað er um £8m verðmiða á honum sem er ansi vel sloppið á þessum sturlaða markaði.
Það er ekkert leyndarmál að Moreno á ekki framtíð fyrir sér hjá klúbbnum og þó mörgum finnist þetta ekki spennandi leikmannakaup held ég (og vona) að hann verði miklu meiri samkeppni fyrir Milner en talið er. Satt að segja grunar mig að hann verði byrjunarliðsmaður fljótlega gangi þessi kaup upp.
Hann hefur spilað yfir hundrað leiki fyrir Hull í liði sem spilar varnarsinnaðan fótbolta en Robertson vakti fyrst athygli í Skotlandi sem sóknarþenkjandi bakvörður og var einn af þeim sem naut mjög góðs af komu Silva til Hull á síðustu leiktíð. Þeir sem þekkja til telja að leikstíll Liverpool henti honum mun betur en leikstíll Hull.
Við skoðum Robertson þó nánar ef hann verður leikmaður Liverpool á næstunni. Liverpool Echo er a.m.k. sá miðill sem við treystum hvað best.
Flott, viðurkenni að ég veit lítið um þennan kappa, vantaði sárlega vinstri bakk og ég treysti klopparanum. On with the show og inn með Keita og van dijk
Nú þarf að klára þetta Keita mál ef ekki verður þá hætti ég að drekka Red Bull anskotinn hafi það það hlítur að vera hægt að Blanda töfra teppi með einhverju öðru. Svo finst mér að við eigum að kaupa Van Dijk og ekki fleiri leik menn frá því félagi við eigum heldur að lána þeim unga og efnilega leikmenn láta þá rækta þá og taka þá til baka og setja nýjan í staðin. Leifa þeim að halda að við erum að gera þeim þvílíkan greiða sem við værum og allir græða walk one brothers
Það er klárt að það þarf vinstri bakvörð. Fínt ef hægt er að eyða lítilli upphæð í þá stöðu. Veit lítið um þennan leikmann en vonandi fáum við bara solid Steve Finnan leikmann.
Þessi leikmaður var eini ljósi punkturinn í leik Hull siðasta tímabil. Er mjög ánægður með þessi kaup. Frábært verð á þessum rugluðu tímum.
Þekki ekki til leikmannsins en hlakka til að sjá til hans. Vonandi eru þetta ekki þannig kaup að það sé verið að fylla upp í einhvern enskan kvóta.
Þekki ekki neitt til þessa kappa en eins og áður verðum við að treysta því að Klopp viti hvað hann er að gera. Milner stóð sig vel í bakverðinum sl vetur en er að sjálfsögðu ekki að upplagi bakvörður, hvað þá vinstri. Betra að fá leikmenn sem eru að upplagi bakverðir og geta skotið sér á kantinn ef þörf er fyrir. Svo er liverpool stórklúbbur sem þarf að hafa tvo góða leikmenn í hverri stöðu.
Smá þráðrán en vil benda mönnum á þetta.
http://www.liverpool.is/News/Item/18960/Garcia-og-hamann-a-islandi
Við erum að kaupa leikmann af liði sem gat minna en ekki neitt og fekk mörk a sig eins og þeir fengu borgað fyrir það,, eg se engan ljósan punkt við það að kaupa varnarmann úr svoleiðis liði.
frá liði sem gat minna en ekki neitt i vetur ? stórfurðuleg kaup ef af verður
#8 (og fleiri)
Gini Wijnaldum og Newcastle
Held að ég treysti Klopp og hans fólki bara vel fyrir þessum kaupum í sumar.
Það er verið að eltast við 65mp Naby Keita og 60mp VVD og þá er klárt mál að það er leitað eftir ódýrum en góðum kost í vinstri bakvörðinn.
Þessi strákur er 23 ára og eldfljótur og góður sóknarlega, varnarleikurinn er víst ekki sá besti en hann bætti sig þó gríðarlega varnarlega eftir að hann fékk nýjan þjálfara.
Svo var flott að lesa commentið hjá Klopp varðandi Sturridge, en hann er víst í toppstandi og því besta sem að Klopp hefur séð til hans.
Væri virkilega óvænt og gott fyrir okkur ef að hann yrði í toppstandi í vetur.
ég treisti því klopp fullkomlega fyrir öllum leikmannakaupum , þó að Robertson hafi fallið með Hull í fyrra þá þýðir það alls ekki að hann sé slæmur leikmaður. Fyrir seinasta tímabil var líka keyptur maður sem féll með sínu lið en sá maður var Gini wijnaldum og að mínum mati var hann með miklvægari leikmönnum þessa tímabils.
#8, hvernig tókst aftur til þegar keyptur var miðjumaður frá Newcastle fyrir ári síðan, eftir að Newcastle féll niður í championship? Stórfurðuleg kaup?
Fagmenskan í fyrirúmi hjá Liverpool og alltaf tekst þeim að kaupa einhverja sem engin þekkir.
Shaw kostaði United 30 mp frá Southampton. Mer finnst Róbertsson betri varnarlega og ekki síðri sóknarlega. Flott kaup.
#10 afþvi að wijnaldum voru svona æðisleg kaup ?
þarna erum við að tala um varnarmann ur liði sem fekk mörk á sig eins og þeir fengu borgað fyrir það, þá er alveg eins gott að halda moreno bara, hann er ekki síðri leikmaður
Einmitt. Robertson er enginn uppfærsla á Moreno. Er algjörlega hlutlaus með þessi kaup ef þeim verður. Treysti auðvitað Klopp fyrir þessu en hefði viljað sjá mann ì hærri klassa ì þessa stöðu.
Haldiði helvítis kjafti og treystið okkar manni fyrir leikmannakaupunum. Það eina sem þið hafið þurft að kaupa inn í lífinu er mjólk og brauð og varla gert það skammlaust. Við skulum bíða með fílukarlana þangað til að við sjáum hann spila.
Djöfull hefðu þið bloggað fúlt þegar Lewandowski og co voru keiptir af hr Klopp hjá Dortmund.
Ótrúlegt að lesa þetta alltaf!!!
erum með gott lið og þurfum að bæta það með því að kaupa betri leikmenn í hverja stöðu sem vantar upp á,, þessi brandari er engin uppfærsla á moreno.
vona þetta sé bara djók slúður sem ekkert er að marka.
Hreint út sagt magnaður metnaður hjá FSG og stefnan greinilega tekin á titilinn, við erum að landa Andrew Robertson á 10m. frá Hull. Gjörsamlega að pissa niður úr spenningi og get ekki beðið eftir að tilmabilið byrji.
Og svo vonar maður að sjálfsögðu það sé einhver möguleiki á massa upp sóknina með Sam Vokes frá Burnley ef hægt er að fá hann á 4- 6m.
Er búið að opna hellinn hjá Tröllunum? :p
#15
Menn hljòta mega hafa skoðun á leikmönnum sem hugsanlega eru á leiðinni. Þangað til Robertson treður sokk upp ì mig tel ég mig ì fullum rétti sem stuðningsmaður lfc að efast um að 23 ára bakvörður frá Hull sé svarið ì eina mestu vandræðastöðu liðsins sìðustu misserin. Fyrir mìna parta vill ég ekki varaskeifu fyrir Milner. Ég vill heimsklassa vinstri bakvörð þar sem Milner er varaskeifan.
Skil vel þá sem eru ekki að missa sig af gleði útaf þessum væntanlegum kaupum. En ef það er rétt að Utd er að blanda sér í kappið um Keita þá eru þetta kannski 10 mill sem þyrfti að spara ef LFC heldur að þeir hafi ekki efni á honum…..Skoðið bara hvað hin toppliðin eru að kaupa —-Er Robertson leikmaður sem allir eru að tala um eða???? Jújú þetta gætu verið góð kaup hver veit en held að flestir vilji leikmenn sem hafa sannað að þeir eru meðal þeirra allra bestu. Ég eg allvega að verða stressaður á þessum glugga, ekki mikið um einhverja sórkalla sem eru orðaðir við LFC damn it!!!
æi rólegir félagar. Skoðið hann áður en þið byrjið að grenja. fínasti bakvörður. Hvað hann er 23.
Dundee keypti hann frá 3 deildarliði 2013. Á þessu eina ári var hann valinn í lið ársins í skotlandi og besti ungi leikmaðurinn. Var í kjölfarið keyptur til Hull þegar þeir komu upp 2014
átti flott tímabil i fyrra i liði sem atti aldrei að geta komist upp þetta ár. Þó að lið sem var svo lélegt og ræett náði í fulla skýrslu i leikjum og attu að enda lang neðstir en rétt féllu eftir eigið klúður spilaði með skoska landsliðinu.. Sunderland var glataðasta liðið. Átti það við um Pickford og Defoe þá líka. Swansea var nu eitt lelagasta liðið i deildinni nær því að falla en Hull í restina. Samt vilja menn Gylfa i liverpool. Ég meina hann var i lelegu liði þó með mun betri leikmönnum en Hull hafði en spilaði frábærlega. En er að fara á 50 mills ef hann fer er það þá ekki algert rugl líka nei alls ekki Hull spilaði fínasta varnarleik inn á milli og voru nú bara grátlega nálægt því að halda sér uppi með leikmannahóp sem spannaði 7-8 leikmenn skömmu fyrir mót. Erum að fá leikmanninn gefins. það þarf breiðari hóp og það geta allir leikmenn kostað 50 -100 mill
Þessi leikmaður er frábær og var það í vetur og ekki skemmir að hann er keyptur á aðeins 8-10 millur. Liverpool er að selja leikmann til Hull á 8 millur sem aldrei hefur sannað sig með okkar liði, einhvern Stewart. Það var ekki síst þessum leikmanni að þakka að Hull var rétt við að sleppa við fall. Aldrei meiddur 7-9-13.
Íslendingar eru svoldan merkjapíkur og halda ef eitthvað er á uppsprengdu verði hljóti það að vera frábært. Ég held að þetta séu bestu bakvarðarkaupin í ensku deildinni, og hana nú.
Hvað sögðu menn um Mane: “en einn misheppnaði dyrlingaleikmaðurinn.” og ég sagði að þetta væru kaup sumarsins og ég var hakkaður í spað. ÞETTA ERU FRÁBÆR KAUP!!!!!!
Ég horfi á alla leiki í ensku deildinni sem ég get og ég sagði við son minn að við ættum að kaupa þennan leikmann. Eftir að hann fór að fylgjast með Honum var hann á sama máli og ég.
Robertson er líklega hugsaður sem leikmaður á góðum aldri með hellings svigrúm til að bæta sig í betra liði. Liverpool sem og önnur lið er ekkert hætt að kaupa svona leikmenn þó krafan sé á stærri nöfn með í bland. Óþarfi að tapa sér þó að allir sem ekki komi séu ekki “heimsklassa” leikmenn.
Hvernig kemur þessi díll út ef við fáum Robertson í nánast hreinum skiptum fyrir Kevin Stewart?
Hljómar eins og þjófnaður fyrir mér.
Ég held að enginn af ykkur bloggurum hafi séð Keita spila en samt eruð þið spenntir fyrir Honum, sennilega af því hann kostar um 70 milljón pund. Þvílíkir bjánar sem margir ykkar eru.
Það má nú deila um hver er bjáni Guðmundur. Þú með þínar dómhörðu staðhæfingar eða við hin sem stiðjum það að Klopp fái þá leikmenn sem hann telur vera hentugastan fyrir liðið til að koma því á hærri gæðastandard.
Allavega treysti ég honum heldur en þér 🙂
Tek heilshugar undir að verðið er hátt en geri ráð fyrir því að ástæðan er sú að Klopp og félagar sjá gæði í honum sem finnast ekki á næsta götuhorni. Samkvæmt því sem ég hef lesið, telur Klopp hann einfaldlega betri miðjumann en þá sem við eigum fyrir og það eitt og sér útskýrir þennan háa verðmiða.