Áframhald sápuóperunnar! (uppfært x4: Hicks talaði við Klinsman!!!)

Þegar maður flettir í gegnum netið í dag heldur áfram sagan um endalaust umrót í eignarhaldi LFC. Í þessari frétt hér er talað um áhuga Arabanna. Það sem pirrar mig mest í þessari frétt er tvennt. Í fyrsta lagi neita Kanarnir að kommenta, og í öðru lagi er enn verið að fresta ákvörðun um hvernig völlurinn mun líta út!

En svo er ég ánægður með Finnann okkar fljúgandi hann er búinn að fá nóg af þessari vitleysu. Ég læt hans orð verða mín.


**Uppfært (EÖE)**: Okei, nú er ég búinn að missa ALLT álit á Hicks og Gillett. Þeir snillingar TÖLUÐU við Jurgen Klinsman um möguleikann á að taka að sér þjálfarastarfið hjá Liverpool. Hicks segir við Echo:

“We attempted to negotiate an option, as an insurance policy, to have him become manager if Rafa left for Real Madrid or other clubs that were rumoured in the UK press.

**ERU ÞETTA HÁLFVITAR?**

Echo segja líka að EF að Liverpool hefði dottið útúr Meistaradeildinni þá hefðu þeir rekið Rafa! Semsagt, Rafa var einum leik frá því að missa starfið.

Þessir bjánar hafa enga virðingu fyrir hefðum þessa klúbbs. Svona gera menn einfaldlega ekki hjá þessu félagi.


**Uppfært aftur (EÖE)**: Þessi lína í Independent segir allt sem segja þarf:

What does it reveal of the state of Liverpool and the status of Newcastle United that a man of Sami Hyypia’s experience, a 34-year-old into his ninth season at Anfield, could say the following after this latest strange performance from Rafael Benitez’s side? “The players hope, if there are some arguments, that they can be sorted out. We seem to be becoming like Newcastle. Every time we pick up a paper, there seems to be something new.”

Sorglegt!


**Uppfært (EÖE – 12.07)**: Ok, hérna er lengri útgáfa af þessu á official síðunni. Þar endar þetta með því að allt sé í himnalagi núna. En ef svo er, AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM er Hicks að blaðra um þetta Klinsman kjaftæði. Ég neita að trúa því að hann sé svo heimskur að halda að það sé félaginu til hagsbóta að þetta leki út, þannig að eina ástæðan hlýtur að vera sú að þeir eru enn óánægðir með Rafa og vilji fá einhverja brúðu í staðinn.

Uppfært enn á ný (MÞJ) Eftir hádegi 14.janúar

Svo var það umboðsmaðurinn hans Mourinho. Hann tjáði sig um kjaftasögurnar þess efnis að José væri búinn að hringja í snillingana tvo, og umræðuna um það mál allt:

“These are abhorrent and heinous ideas,” he said.

“Some media have consistently linked Jose Mourinho’s name with various clubs without, as they are ethically bound to do, trying to determine the truth of these reports.””

39 Comments

  1. Ég bara trúi ekki að þessir ameríkanar séu svona ó-professional!!!

    Það er spurning um það hvað er satt í öllum þessum fréttum um þessa menn. Blaðamönnum finnst örugglega “auðveldara” að skrifa rugl um þá þar sem þeir búa ekki á Englandi. Þeir töluðu sjálfir um það að fréttirnar á Englandi væru rangar þegar þessi ágreiningur á milli þeirra og Benítez.

    Það pirrar mig dáldið hvað Kuyt er alltaf að leika “góða gæjann” í blöðunum. Núna er hann að segja að Torres sé æðislegur. Mér er alveg sama hvað honum finnst…..bara ef hann tæki sig saman í andlitinu og færi að gera eitthvað sjálfur í rauða búningnum. Þetta ætti að vera lýsing á honum sjálfum en ekki samkeppnisaðila í liðinu!!

    “Torres is having an unbelievable season especially as he’s coming from a foreign country and not speaking English very well,” said Kuyt.
    “He’s definitely a quality player and one of the best players in the league at the moment. He’s one of the best in Europe.”
    “He’s got everything, he’s really quick and he’s got a good finish and great ability. He’s frightening for defenders to deal with.”

  2. Gillet & Hicks eru einfaldlega hálfvitar og það verður aldrei ró um félagið okkar fyrr en þeir selja félagið.

    Ég tel vænsta kostinn í stöðunni í dag að DIC kaupi félagið. Þetta er óþolandi staða sem félagið er í dag og í raun hefur allt þróast á versta veg. Ég vona bara að Rafa segi ekki upp núna og allt fari í upplausn, félagið má ekki við meira umróti á þessum tímapunkti.

  3. Sælir.

    Var að sjá á BBC að eigendurnir voru í viðræðum við Klinsmann um að taka við (ef Benites hefði farið annað) sem back-up plan.

    Mér finnst þetta vera farið að vera verulega dapurt ástandið í klúbbnum ef menn eru farnir að leka þess konar upplýsingum í fjölmiðla. Mér líður hreint ekki vel með ástandið í okkar ástkæra félagi þessa dagana. Nú er heldur betur þörf á að styðja liðið – byrja gegn Luton í vikunni.

    YNWA

  4. Þessir menn eru nú komnir ansi neðarlega í virðingarlistanum, ef ég væri Benitez yrði ég klikkaður yfir þessum ummælum. G&H hafa talað og talað og talað en ekki komið neinu í verk. “dont talk the talk if you cant walk the walk”

  5. Þetta er ekki ásættanlegt. Hefði fullan skilning á því ef Benitez myndi standa upp og ganga frá borðinu nú þegar, engan veginn hægt að vinna í því umhverfi sem hann býr við.

    Verð að játa að mér leist ekkert á þessa Bandaríkjamenn í byrjun og ekki hefur álit mitt á þeim aukist núna. Það verður hreinlega einhverjir alvöru Liverpool aðdáendur að taka sig saman og kaupa klúbbinn af þeim. Ekki hægt að búa við svona ástand öllu lengur. Þetta tímabil er búið að vera erfitt nú þegar og svo virðist sem liðið sé að sökkva dýpra og dýpra. Liðið búið að missa af meistaratitlinum, dottið út úr deildarbikar og rétt skreið upp úr CL riðlinum. Undanfarið hefur liðið gert jafntefli við Middlesboro, Luton, Wigan og Man City.
    Það er greinilegt að vandamálin eru ekki bara inná vellinum heldur einnig utan vallar sem er eiginlega alvarlegra vandamál þar sem erfiðara getur verið að hafa stjórn á atburðarrásinni.

  6. Hæ. Það sem mér fannst nýtt í fréttinni var það að Kanarnir neituðu að kommenta og svo því að völlurinn er enn að tefjast, þ.e. útfærsla hans.
    Annars var ég bara að koma að tölvunni og sjá komment þessara kjána.
    Alveg ljóst, morgunljóst, að ég hef nú tekið Rafael Benitez út af lista mínum yfir klúðrarana hjá liðinu. Vorkenni honum mikið og hlakka til að heyra hans útgáfu.
    Þessir menn eru algerlega búnir að sanna fyrir mér að þeir ætla sér að verða “amerískir” eigendur, ójarðtengdir almennum aðdáendum, spjallandi við hina og þessa og telja sig best búna til að stjórna öllum málum. Í þessu tilviki þar sem þeir hafa ekki hundsvit á íþróttinni og hafi aldrei fylgst með henni.
    En nú er mál að linni, allt hjal um leikaðferðir og hvort við skorum úr þessu eða hinu færinu er hjóm eitt! Þessir menn þurfa að fá skilaboðin hrein! Put your money where your mouth is, and then shut the H*** UP!!!
    Maður er algerlega eyðilagður, hleypur inn á netið á 10 mínútna fresti til að fylgjast með þessum farsa öllum. Það að þessir asnar hafi svo ákveðið að ræða við Klinsmann, sem ALDREI hefur þjálfað félagslið um að vera “backup plan” er lítilsvirðing við þá sem starfa núna á Anfield, og þá menn sem eru hæfir til að stjórna þar. Jurgen Klinsmann á að mínu viti LANGT í land með það. Sama hversu góður maður hann er eða skemmtilegur!

  7. Nú er maður búinn að reyna halda ró sinni í nokkra mánuði gagnvart þessum nýju eigendum haldandi það að allt myndi blessast. Svo kemur þetta rugl á daginn. Maður hefur aldrei orðið vitni að þvílíku virðingaleysi gagnvart starfandi knattspyrnustjóra eins og þessir (aaaahhh langar að öskra) helv**** bandaríkjamenn hafa sýnt Rafa og liðinu síðustu daga og mánuði. Þessir menn segjast ætla taka klúbbinn upp á næsta level. Það eina sem þessum gimpum hefur tekist er að eyðileggja orðspor þessa magnaða klúbbs. Haldandi að með því að reka Rafa væri hægt að breiða yfir þeirra eigin getuleysi til þess að halda utan um málefni Liverpool FC. Þeir verða að horfast í augu við það að þeir eiga sér enga framtíð sem eigendur. Það er engin leið til baka fyrir þá. Þeir hafa algjörlega brugðist.
    Andskotans kjatfæði!

  8. Ég sendi þessi ummæli inn í gær en langar að setja þetta hérna inn í dag aftur uppfært.

    Það er aldrei leiðinlegt að halda með Liverpool, ég held við getum flestir verið sammála um það. Alltaf eitthvað um að vera. En segja má að það sé verið að reyna svolítið á þolrif okkar þessa dagana.

    Liverpool, lið sem þekkt var fyrir að hafa stjórn á öllu utan vallar hefur nú í nokkur ár verið að rembast við að fá inn fjármagn í klúbbinn ásamt því að fá inn menn með sérfræðiþekkingu á því hvernig hægt sé að koma Liverpool inn í nútímann. Svo í sumar má segja að menn hafi andað léttar þegar tveir menn frá landi tækifæranna komu með sitt fallega bros og útbreiddan faðm hlaðinn loforðum til stuðningsmanna Liverpool.
    En var þessi langa bið þess virði?

    Ég man eftir tilhlökkun okkar hér á vefnum ásamt öllum stuðningsmönnum Liverpool þegar tilkynnt var að Liverpool væri búið að skipta um eigendur. Eftir bitur ár þar sem Liverpool átti erfitt með að keppa við man utd, chelsea og jafnvel newcastle, var loksins komið að okkur! En fögur fyrirheit nýju eigendanna um að nú væri blómaskeið Liverpool að renna upp með myndalegum fjárstuðningi til leikmannakaupa handa Rafa og nýjum 70 þús. manna leikvangi eru nú að renna á rassinn og ekki einu sinni ár liðið frá eigendaskiptum. Allt dæmið fjármagnað með lánum og nýju broskarlarnir, sem Rick Parry taldi betri kost fyrir Liverpool (eða var það fyrir sig???), ekki tilbúnir að leggja eina krónu af eigin fé í klúbbinn sem þeir “elska og dá”.
    Ef eitthvað er of gott til þess að vera satt er það yfirleitt þannig.

    Það grátlega við þetta allt saman er að þessum nýju eigendum virðist vera nákvæmlega sama hvernig Liverpool er að standa sig innan vallar því að ef svo væri, væru þeir búnir að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Rafa eða reka hann. En á meðan það er ekki gert liggur gríðarleg pressa og slæmt andrúmsloft á liðinu og yfir Anfield sem kemur fram í leikjum liðsins þessa dagana.

    Ef lið á að ná árangri á vellinum þarf liðið fyrst og fremst að trúa á sjálft sig, þjálfarinn þarfa að hafa trú á liðinu og leikmenn þurfa að hafa trú á þjálfarann, auk þess þarf þjálfarinn að hafa fullkominn stuðning frá stjórn og eigendum. Ef þetta er ekki fyrir hendi næst ekki árangur.

    En hefur stjórn og eigendur Liverpool ekki fundið sig knúna til þess að lýsa yfir stuðningi við Rafa opinberlega. Því er eðlilegt að gremja þjálfarans og þá um leið leikmanna sé farin að koma í ljós í lakari vinnubrögðum og þá um leið lakari árangri leikmanna á vellinum. Allir sem hafa tekið þátt í hópíþrótt vita að það þurfa allir að draga vagninn í sömu átt, jafnt leikmenn sem og þjálfari, stjórnin, eigendur og stuðningsmenn. Ef ekki – engin árangur.

    Ég er einn af þeim sem trúir því að Rafa sé einn allra besti kosturinn fyrir Liverpool til þess að búa til öflugt lið sem á raunverulega möguleika á að vinna titla. En ég verð að viðurkenna að upp á síðkastið hefur farið að dökkna yfir hausamótunum á mér eins og mörgum öðrum sem hafa svipaða skoðun og ég. En afhverju er það. Jú liðið hefur ekki verið að spila þann skemmtilega bolta sem þeir sýndu í upphafi og jafnvel spilað svo illa að maður hefur hugsa um að sleppa því að horfa á leik. En svo hafa komið inn kaflar þar sem liðið hefur spilað vel eins og á móti Newcastle og þó svo að þeir hafi geri það keppast fjölmiðlar við að rífa liðið í sig. Svona hefur þetta verið í nokkra mánuði. Ekkert nema neikvæðni sem maður les og nú þegar liðið hefur dalað (10 sigrar, 9 jafntefli og ath aðeins 2 töp, 16 mörk í plús, 12 stig í efsta sætið og leik til góða) er maður orðin mjög brúnaþungur. Er maður orðin svona þurfandi eftir sigri í þessari blessuðu EPL að öll skynsemi er horfin eða er neikvæðni fjölmiðla loks farin að ná til manns?

    En ef maður skoðar aðstöðuna sem Rafa er í og það vinnuumhverfi sem honum hefur verið skapað má segja að ég sé mest hissa á því að Rafa skuli ekki vera búin að segja upp. Menn hafa verið að skrifa hér á vefnum að þeir vorkenni Torres yfir því að hann skuli vera í sömu stöðu og hjá sínum gamla klúbb, en ég segi aumingja Rafa. Hann gat valið úr tilboðum í sumar um að taka við stórum klúbbum með nóg af fé til leikmannakaupa til uppbyggingar á liði en hann sagði, NEI TAKK ÉG ER ÞJÁLFARI BESTA KLÚBBS Í HEIMI, LIVERPOOL. Svo endurtók hann sig um daginn og gæti það þá hafa verið í hreinskilni sagt þegar hann sagðist elska klúbb, borg og aðdáendur og að hann vildi vera áfram þrátt fyrir allt sem dunið hefur yfir.

    Eins og ég sagði hér fyrir ofan. Ef eitthvað er of gott til þess að vera satt þá er það líklega þannig. Því má kannski segja að maður hefði átt að halda væntingunum í lámarki þegar kannanir keyptu klúbbinn. En þá er hægt að segja að maður hefði líka átt að hafa sig hægan þegar Rafa tók við stjórn liðsins. En Rafa stóð við stóru orðinn og vann Meistaradeild Evrópu og um leið hug og hjörtu stuðningsmanna, eitthvað sem G&H hefur ekki tekist að gera.

    Mín von er sú að nýjir eigendur taki við liðinu sem eru stuðningsmenn Liverpool? Ekki skiptir þá máli hvort það sé DIC (þó svo að þeir séu með djúpa vasa, sjá hér: http://www.ft.com/cms/s/2/bd6cced8-9691-11dc-b2da-0000779fd2ac,s01=1,stream=FTSynd.html) eða aðrir heldur að þeir skylji hvað það þýðir að vera eigandi Liverpool.
    Rafa fái fé og tíma til þess að byggja ofan á þann góða kjarna sem fyrir er hjá Liverpool. Nýr völlur verði byggður sem fyrst. Auk þess að klúbburinn nái að byggja upp gott markaðsstarf og að Liverpool sem brand fái loks þá viðurkenningu sem það á skilið um allan heim.

    Að lokum finnst mér að Rick Parry hefur fengið sinn tíma hjá klúbbnum, hann hefur gert margt gott fyrir klúbbinn en mín skoðun er sú að hans tími hjá klúbbnum sé liðinn og nú þurfi klúbburinn að finna nýjan markaðsdrifinn stjórnenda með mikla reynslu í viðskiptalífinu, til þess að stýra klúbbnum til nútímans, sem hugsar fyrst og fremst um klúbbinn en ekki eigendur liðsins og sjálfan sig líkt og ég tel að Parry hafi gerst sekur um, klúbbnum til skaða.

    Varðandi DIC: Þar kemur fram að DIC hefur gríðarlega djúpa vasa, frá sjálfum Dubai’s ruler Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum.
    DIC leitar að góðum fjárfestingarkostum um allan heim og eru þeir að byrja að herja á Asíumarkað nú. Ég tel að ef þeir fjárfesti í Liverpool sé það gert til þess að bæta ímynd þeirra fyrst og fremst þar sem að um gríðarlega háa upphæð sé um að ræða og erfitt væri að hagnast umtalsvert á henni, þar að segja ef þeir ákveða að kaupa klúbbinn.
    Hér er smá úrdráttur
    “While deal flow is slowing down, Mr Ansari can still obtain the funding needed to make deals work. “We haven’t felt the impact.” DIC now has about $12bn of assets, half?of its stated goal of $25bn in the next few years.”

    Eftir að G&H keyptu klúbbinn reyndu DIC að kaupa 20% hlut í Liverpool af þeim, sem þeir hættu snögglega við þegar G&H vildu aðeins selja 15% hlut í klúbbnum á £150 og heildarverðmæti klúbbsins var því að þeirra mati £1bn.
    Ég get því ekki séð að G&H selji klúbbinn nema þeir einfaldlega séu einfaldlega í penningakreppu sjálfir sem mér finnst ólíklegt í ljósi þess að Rafa keypti Skretel á £6mil. nú nýverið.
    Vandamálið við þetta er það að þó svo að G&H nái að fjármagna lánið hefur þetta leikrit sem byrjaði um leið og þeir keyptu klúbbinn skaðað Liverpool gríðarlega og verður erfitt fyrir þá að sitja undir slíku. En þar sem að þeir eru “kaupsýslumenn” en ekki stuðningsmenn Liverpool held ég að þeim sé alveg sama, því miður.
    YNWA

  9. Ég hef ekki komið hér inn áður en hef alltaf lesið þessa síðu í +ár eða meira. Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Rafaels benitez og á þá ósk heitasta að hann verði við stjórnvölinn áfram.
    Mér sýnist að það sem best er í stöðunni sé að kanarnir selji klúbbinn og að honum komi aðilar sem bera virðingu fyrir klúbbnum og hefðum hans. Mér þykir leiðinlegt að horfa á svona lagað gerast að stjóranum er gert ókleyft að vinna sína vinnu.
    Það er gott hjá Hyypia að stíga fram og segja meiningu sína. En það sem brennur helst á mér núna. GETUM VIÐ EITTHVAÐ GERT.
    Geta stuðningmenn liðsins eitthvað gert í málinu.
    Geta stuðningm,enn sett einhverja pressu á eigendur og bundist samtökum þar um?
    Geta stuðningsmenn losað sig við eigendurna eða sett á þá einhverskonar pressu sem neyðir þá til að haga sér eins og menn?
    Við vitum að klubburinn er ekkert á stuðningmanna og áhorfenda.
    Geta stuðningsmenn bundist einhverjum samtökum til að breyta hlutunum?
    Ég spyr ykkur sem stjórnið þessari síðu og eruð mrgfróðir um þau mál sem varða fótbolta og klúbb eins og LFC.

    YNWA

  10. þetta er nú meira bullið… af þessu má ráða að yfirgnæfandi líkur séu á því að Rafa verði í mesta lagi við stjórnvölin út þessa leiktíð, og ekkert ósennilegt að hann muni ekki klára þessa leiktíð. Það hefði verið auðvelt fyrir Hicks annað hvort að neita þessum orðrómi eða neita að tjá sig um þetta. Þó svo hann hefði ekki verið að segja sannleikann hefði það verið skárra því það hefði allavega minnkað óvissuna um framtíð Benitez í bili.

    Ég er feginn að Klinsmann kom ekki, af þeirri einföldu ástæðu að hann er óskrifað blað sem framkvæmdastjóri. Vissulega á hann gott record með landslið Þýskalands, en það er tvennt ólíkt að stýra félagsliði og landsliði auk þess sem honum skortir þjálfarareynslu. Held að einu competitive leikirnir sem hann hefur stýrt liði í eru í HM2006 (ca 7 leikir)

    Eins og allir vita er Jose Mourinho er á lausu, það vita allir hvað hann getur sama hvaða skoðun menn hafa á hans persónu. Ég á samt bágt með að trúa að samskipti hans við Kanana yrðu betri en Benitez við þá. Mourinho hefur sannað sig bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni. Ef Benitez yrði látinn fara þá mundi ég vilja Mourinho sem arftaka hans.

  11. Hann Hicks er endanlega að skrifa sig út af örkinni, þessi ummæli á þessum tímapungti eru vægast sagt fáránleg. Álit mitt á þessum eigendum er hefur náð botninum. Það er ljóst að nú á að þvinga Benitez til uppsagnar. Þeir hafa ekki kjark og þor í reka hann (vegna vinsælda hans hjá stuðningsmönnum LFC) svo í staðinn er farið í fjölmiðla með fáránlegar yfirlýsingar sem gera lítið úr vinnu Benitez hjá Liverpool. Ekki þætti mér óeðlilegt að í framhaldi þessa frétta myndi Benitez segja starfi sínu lausu þar sem augljóst er að hann nýtur ekki 100% stuðning eigendanna. Þá er augljóst að Hicks er sérstaklega í nöp við Benitez.

    Ég nefndi það í þræði (í gær) hér að framan að eina rétta í stöðunni fyrir okkar nýju eigendur væri að lýsa yfir 120% stuðningi við Benitez í dag. Með því myndu þeir eyða óvissunni innan klúbbsins og menn gætu farið að einbeita sér að því sem gerist á vellinum. NEI, þess í stað bæta þeir olíu á eldinn með einn tilgang í huga (að mínu mati) þ.e. að Rafa fái nóg og yfirgefi okkar ástsæla lið.

    Krizzi

  12. Sko, ég var að lesa bæði upphaflegu fréttina frá Echo og svo “opinberu” útgáfuna á .tv.

    Ég get bara lesið eitt úr þessu í rauninni: Hicks og Gillett óttuðust að Rafa myndi yfirgefa klúbbinn vegna ósamkomulags – hvort sem þeir „yrðu“ að reka hann ef hann dytti út í Evrópu eða að hann myndi segja af sér og fara til liðs eins og Real Madrid – og því töluðu þeir við Klinsmann um að vera til taks ef þessi staða kæmi upp. Þetta hins vegar gerðist aldrei og í stað þess að illa færi náðu menn að róa sig aðeins, halda sáttarfund í kjölfar United-leiksins og eftir það er sambandið orðið gott aftur og Rafa nýtur stuðnings eigendanna.

    HINS VEGAR er augljóst, ef maður les á milli línanna, hver meiningin er með þessari uppljóstrun Hicks.

    Málið er það að ef Hicks og Gillett reka Rafa Benítez gerist tvennt sem þeir vilja helst forðast:

    1. Allt verður vitlaust yfir því að þeir hafi rekið manninn sem kom liðinu í tvo úrslitaleiki í Evrópu á þremur árum. Það eru jafn margir úrslitaleikir og nokkurt annað enskt lið hefur nokkurn tímann komist í í sinni löngu sögu! Þannig að þótt liðið valdi enn vonbrigðum í Úrvalsdeildinni er langt því frá orðið tímabært að láta Benítez fara og þetta vita Kanarnir, því vilja þeir forðast að þurfa að reka Benítez.

    2. Þeir vilja líka þurfa að forðast að reka hann af því að ef þeir gera það þurfa þeir að borga honum upp samning sinn við liðið að fullu, sem er talið vera allt að 6m punda eins og staðan er í dag. Ef Benítez hins vegar segir upp á hann bara rétt á broti af þessum peningum, þannig að með því að knýja Benítez til að segja af sér geta Hicks og Gillett “sparað” sér allt að 4-5m punda.

    Það hefði verið auðvelt fyrir Hicks að segja að ágreiningurinn í haust hefði orðið til þess að þeir óttuðust að Rafa myndi hætta hjá Liverpool, en sem betur fer hefðu þeir náð að sættast og nú nyti hann stuðnings þeirra. Þetta hefði að mínu mati verið eðlileg yfirlýsing eftir undanfarna tvo mánuði, og henni hefði ég fagnað sem staðfestingu á sáttum stjórans og eigendanna.

    Hins vegar ákvað Hicks viljandi að draga Klinsmann inn í þessa umræðu og uppljóstra að hann og Gillett fóru á bak við framkvæmdarstjórann sinn og leituðu til annars manns með starf Benítez í huga.

    Ef maður les í línurnar er því að mínu mati fullljóst hvað Hicks og Gillett eru að gera. Þeir eru að reyna að gera starfsumhverfið þess eðlis að Benítez sjái sér ekki lengur fært að starfa áfram undir þeirra skipan og segi af sér. Þeir eru að reyna að svæla hann út úr klúbbnum, því þá geta þeir bæði sparað hellings pening sem færi í að borga upp samninginn hans að fullu og eins sagt við aðdáendurna að þeir hefðu viljað halda honum en hann hefði farið að eigin frumkvæði.

    Þetta er að mínu mati svo svikul og óheiðarleg leið til að reka knattspyrnufélag að það hálfa væri nóg. Ég geri fastlega ráð fyrir því að Benítez sé að hugsa sinn gang alvarlega og ég skil hann vel. Ef Benítez segir af sér á næstu dögum, eða við lok tímabilsins í vor, skil ég hann fyllilega. Ég mun harma hvernig fór fyrir stjórnartíð hans hjá Liverpool, rétt eins og ég harma þá stöðu sem hann er í núna og átta mig á að hún er svona 15% tilkomin vegna frammistöðu liðsins á vellinum og 85% tilkomin vegna samskipta við þrjóska eigendur sem skilja ekki „menninguna“ sem felst í enskri knattspyrnu.

    Að mínu mati eru núna svona 99% líkur á því að Rafa Benítez hefji ekki næsta tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool. Eins eru kannski svona helmingslíkur á því að hann klári ekki einu sinni yfirstandandi tímabil, og ef allt fer á versta mögulega veg og við fáum skyndiuppsögn Benítez síðar í dag verð ég að segja að ég yrði ekki hissa og myndi skilja hann vel.

    Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég vona að þetta sé stormur í tebolla, við séum að lesa allt of mikið í það sem mér þykja í dag vera augljós skilaboð til Benítez, en ég bara get ekki horft framhjá þeirri hrópandi augljósu staðreynd að Hicks og Gillett eru að reyna að reka Rafa „óbeint“ með því að gera honum ólíft að halda áfram í starfi.

  13. Ég er 100% sammála þér Kristján. Hicks færi aldrei að ljóstra þessu upp nema til að fá Rafa til að segja af sér.

  14. Jæja, nú er þolinmæði mín á þrotum, í bili hið minnsta, gagnvart Gög og Gokke í USA…. fari þeir fjandans til. Ég er farinn að efast mikið um heilindi þeirra gagnvart Liverpool FC.

    Fyrst fréttir um himinháa skuldasöfnun vegna hönnunar á nýjum velli sem er svo alls endis óvíst að þeir standi við að koma á laggirnar. Síðan þetta núna um Klinsmann. Af hverju núna???????

    Eitt er víst. Fjaðrafokið í kring um okkar heitt elskaða klúbb er rétt að byrja á þessu ári. Svo mikið er víst. Rétt að byrja!!!

  15. En ætli Rafa hafi vitað af þessu Klinsman dæmi áður en í dag?

    Ég bara trúi varla öðru. Ef að ég væri Rafael Benitez og væri að heyra þetta í fyrsta skiptið í dag í blöðunum þá myndi ég segja upp strax.

    Og ef að eigendur liðsins halda að þeir vinni einhverja PR baráttu með þessu, þá eru þeir hálfvitar. Ég trúi varla öðru en að jafnvel hörðustu Rafa höturum misbjóði þessi framganga. Ég vildi fá Houllier í burtu, en það hefði verið óbragð í munninum á manni ef það hefði verið gert með jafn augljósum skorti á klassa og virðist í gangi hjá G&H. Plús það að þeir virðast halda að maður sem hafi þjálfað landslið með ágætum árangri í tvö ár sé betur til þess fallinn að þjálfa Liverpool en maður sem hefur unnið tvo spænska titla, UEFA bikarinn, Meistaradeildina og enska bikarinn – þá eru þeir á villigötum.

    Fávitar!

  16. OK…..Ef það verða ekki eftirmálar af þessari opinberun hjá honum Tom þá veit ég ekki hvað!

    Ég held að Benitez sætti sig ekki við svona framkomu.
    Það læðist um mig sá grunur að þetta eigi eftir að enda illa…..þ.e.a.s. fyrir okkur stuðningmennina, því miður…..

    En vonum það besta.

  17. Ég pæli líka í því hvernig það á að reka klúbbinn með einhverjum metnaði þegar það þarf að greiða af lánum sem munu nema að manni skilst (220 m.p.= upphaflegt lán + 300 m.p.=kostnaður nýs leikvangs) 520 milljónum punda. Ég var svo vitlaus að halda að nýju eigendurnir ætluðu að setja eitthvað af eigin peningum inn í rekstur klúbbsins. Það virðist hafa verið röng ályktun. Ótrúlegt hvernig komið er fyrir klúbbnum okkar.

  18. Nú eru þessir helvítis kanar komnir langleiðina með það að skemma 5 ára vinnu á ca. 5 vikum…. ANDSKOTINN hvað ég er orðinn pirraður. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að Gerrard færi í sumar líka…

    Spurning um að ráða síðan bara Souness aftur til að fullkomna þessa HELVÍTIS VITLEYSU!”!$#

  19. Að maðurinn skuli vera það heimskur að opinbera þetta!
    Svo virðist að Hicks sé einstaklega mikil mannvitsbrekka sem hefur mikla þörf á að segja allt, sem getur valdið slúðri, fjaðrafoki og leiðindum innan klúbbsins.

  20. Sælir

    Þeir sem ekki hafa lesið greinina sem siggi linkar inná ættu að drífa í því(takk siggi). Þar eru öllu þessu rugli hans Hicks droðið ósoðnu aftur ofan í kokið á honum

    Annars þótti mér þessi punktur ómetanlegur: “All in all these owners stand to ruin this club. It’s only a matter of time before they remove their rubber masks to reveal they are actually Neville Neville and Norman Whiteside”

    Krizzi

  21. Ég vona heitt og innilega að Rafa segi ekki af sér ef það er planið hjá núverandi eigendum. Ég vona að Rafa haldi áfram.. og láti frekar reka sig heldur en að gera þeim það til geðs að ganga í burtu.

    Maður er farinn að skilja núna afhverju andleysið hefur verið að sliga Liverpool liðið undanfarið. Mórallinn með þessu nýju eigendum er bara í klósettinu.

  22. Eitt er víst að það er eitthvað mikið í gangi bakvið tjöldin sem við vitum ekki nákvæmlega hvað er. Það sést best á spilamennsku liðsins og samskiptu Rafa við kanana. Finnst mér þessi vinnubrögð kanana fyrir neðan allar hellur og finnst mér þeir vera seta svartan blett á klúbbinn. Þeir eru gjörsamlega búnir að missa stuðningsmennina frá sér og búnir að brenna allar brýr að baki sér. Þeir verða einfaldlega að stíga niður og selja klúbbinn vegna þess að þeir virðast ekki vita hvernig á að reka og koma að svona stórum og sögulegum klúbbi lýkt og Liverpool er.

  23. Er ekki málið að halda bara aðra göngu? Í þetta skipti til að fá eigendurna til að selja.

  24. Allt sem mér býr í brjósti hefur nú þegar komið fram, þess vegna ætla ég ekki að endurtaka það hér. Hins vegar verð ég að tjá mig enn og aftur um eitt atriði sem mér býr í brjósti. [dramabutton=on] Mikið djöfulli andskoti (afsakið orðbragðið) elska ég þessa síðu og ber mikla virðingu fyrir þeirri vinnu sem þið drengir hafið lagt í hana. Ef ég gæti mundi ég greiða ykkur laun fyrir þetta. [dramabutton=off]

    Burt með þessa kana, þeir vita ekkert í sinn haus. Áfram Benitez!

  25. það er allt á leið til fjandans. burt með þessa hálfvita og það í hvelli.

  26. <

    p>Takk fyrir þennan link Siggi.
    Maður verður bara þunglyndur, við erum aðhlátursefni alls knattspyrnuheimsins og fáum ekki neitt að gert. Spái mikilli neikvæðni á bikarleiknum annað kvöld, þetta er orðið skrautlegt bull, sem vonandi endar með því að þessir aumingjar druslast í burtu.
    Reyndar væri nú gaman að heyra í Gillett sem virkaði alltaf sá heili í þessu tvíeyki og Hicks sá tómi.
    Eini sénsinn núna er að Gillett komi fram og biðji alla aðdáendur afsökunar, eða fari. STRAX!!!!!
    Leikur morgundagsins og næstu vikur eru orðin smámál. Þessi misheppnaðasta sala knattspyrnuliðs sögunnar er smán sem þarf að leiðrétta.

  27. Annað hvort verða Kanarnir að selja klúbbinn eða að Benitez hættir. Getur ekki verið að Benitez geti unnið undir svona vantrausti. Ég hef svo sem ekki verið að missa mig í gleði yfir Benitez undanfarið en að koma svona fram er bara lágkúrulegt og skaðar okkar ástsæla klúbb. Þetta staðfestir bara að þessir Kanar hafa ekki hundsvit á því hvernig reka á svona klúbb. Það er óþolandi að hafa þessa hluti hangandi yfir. Við þurfum breytingar og það sem allra fyrst. Fá fjárfesta inn sem tilbúnir eru að styðja við klúbbinn og stjórann. Þetta er orðið óþolandi endalaust rugl.

  28. Fyrrum leikmaður LFC, Alan Hansen og knattspyrnusérfræðingur hjá BBC Sport tjáir sig í dag um þessi ummæli Hicks og segir það sama og allir aðrir:

    …Whichever way you look at it though, these events cannot do anything but undermine manager Rafael Benitez… Benitez is saying nothing, which I think is the most sensible thing to do. But if there is tension between him and the owners, this is only going to heighten it… Insurance policy or whatever Hicks wants to call it – and we have to take him at his word because he is apparently a man of great integrity – the fact is he met Klinsmann and offered him the job if Benitez went, which is remarkable…

    Ég vil taka það fram að Alan Hansen virkar oft á mig sem afar bitur fyrrum atvinnumaður og er oft óvæginn í sinni gagnrýni á Liverpool en í þessum orðum er ég honum hjartanlega sammála.

  29. Ætli Benítez hafi ekki einmitt vitað af þessu þegar hann var hvað leiðinlegastur í svörum í öllum viðtölum fyrir stuttu. Það myndi allavega útskýra hvers vegna hann lét svona, skiljanlega mjög vonsvikinn.

  30. Enn kemur langloka frá sama höfundi og sú sem ég linkaði á áður, Jim Boardman, þar sem hann rekur atburðarásina í smáatriðum. Ekki veit ég hversu vel hann er tengdur eða hvaða líkur eru á að þetta hafi allt verið með þeim hætti sem hann lýsir, en það er amk áhugavert að lesa þetta og velta því fyrir sér.

  31. Þetta er að verða sorglegur farsi fyrir okkar frábæra klúbb. Kannski útskýrir þetta allt saman gengi liðsins að undanförnu. Það hefur hallað undan fæti síðan í byrjun desember og liðið hefur ekki fengið mörg stig síðan þá. Ég er virkilega fúll út í þessa eigendur og hvað þessum hálfvita gengur til með þessum uppljóstrunum er mér algerlega óskiljanlegt. Benitez er frábær þjálfari og hann hefur náð frábærum árangri. Ég held að við værum mun nær toppliðunum ef þessir eigendur hefðu haft áhuga fyrir Liverpool og fótbolta en ekki bara peningum því ég er viss um að þá hefðum við klárað lið eins og Boro, Wigan og fleiri. Þá væri ekki langt í efsta lið. Það er sorglegt að hugsa til þess að líklega er Benitez að fara – allavega er erfitt fyrir hann að sitja undir þessu. Þetta eru skammarleg vinnubrögð.

    Í lokin vil ég enn og aftur hrósa þessari síðu sem er snilld.

  32. Hvaða tegund af kjöti eru þessir kallar eiginlega. Rottukjöti? Mamma þeirra og pabbi hljóta að vera systkyni!!!
    Ég er búin að vera pirraður í allan dag út af þessu öllu og varla getað unnið. Ég er einn af þeim sem hef haft efasemdir um Benitez frá því hann kom, þrátt fyrir Istanbul 2005, hef kannski ekki verið með “hörðustu Rafa höturum”, eins og Einar orðaði það, en Einar, mér misbýður svo sannarlega.
    EFTIR DAGINN Í DAG Á BENITEZ ALLA MÍNA SAMÚÐ OG ALLAN MINN STUÐNING.
    Það sem er að hrærast í hausnum á manni núna er mjög skrýtið.
    Hefði verið betra að Klingsman hefði sagt já og liðið hefði sloppið við allan þennan farsa? En þar sem hann sagði nei, er þá moronin að mæta á Anfield? Það er erfit að treysta því sem kemur fram í pressunni, þannig að maður veit aldrei og rassálfarnir virðast segja og gera það sem þeim sýnist.
    Ef þetta endar með því að “Porto galinn” verður ráðinn þá ætla ég að segja skilið við Liverpool FC um tíma. ÉG MUN ALDREI STYÐJA HANN SEM FRAMKVÆMDASTJÓRA LIVERPOOL. ALDREI!!!.
    Ég er loksins að geta komið upp orði um þetta í dag og er frekar ruglaður yfir þessu öllu saman en svona að lokum:
    Takk fyrir frábæra síðu strákar. Það að geta komið hérna inn, lesið hið heilaga orð, fylgst með öllu er snertir Liverpool og sagt sínar skoðanir, er bara eins og kirkja og skriftarstóll kaþólika. (Hver sagði svo að fótbolti væru ekki trúarbrögð).
    AMEN

  33. Skondið að sjá í commentum á síðunni sem siggi linkar í er ameríkani að reyna að snúa út úr og segir allt róteringum Benitez og leikmönnum að kenna og eigendurnir eru æði. 🙂

    Ég hef enga trú á að Benitez láti spila svona með sig og láti þvinga sig úr starfi með svona aulahátt. Hann hættir ekki af eigin vilja sama hvað þessir þöngulhausar segja. Alveg ótrúlegt það sem þeir láta út úr sér.

  34. Ég verð að viðurkenna að mér er hálf flökurt þess daganna. Allt það sem heitir stolt virðast vera lent í klósettinu og ég er kominn með skallablett á hausinn af því að klóra mér endalaust.
    Núna er ég ekki með límheila, en kom ekki yfirlýsing frá þessum könum þegar þeir voru að kaupa klúbinn um það að þeir myndu ekki fjármagna kaupin með lánum. Þeir nefndu þar sérstaklega kaup Jökla fjölskyldunnar á Mancs sem fordæmi sem ætti að varast. Nú þegar fjármálamarkaðurinn vaklar smá, þá er sætið undir þessum spákaupmönnum orðið heitt og þá velja þeir að eyðileggja ALLT sem Liverpool hefur staðið fyrir. Ég spyr mig, hvað er í gangi.

    1. Þjálfarinn okkar verður líklegast rekinn á undan næsta þjálfara Newcastle.
    2. Fyrirliðinn gengur með hangandi haus inn í hálfleik.
    3. Eigendur klúbbsins eru búnir á einu ári eyðileggja allan trúverðugleika Liverpool.
    4. Rick Parry er eini maðurinn sem virðist ekki safna neinum skít á sig!!

    Nú skulu Liverpool aðdáendur GET REAL. Við skulum vera rosalega ánægð ef við förum langt í FA Cup og CL. Deildin er búinn. Nema fyrir eitthvað ógurlegt spark í rassgatið og bilaða ólukka hjá þeim liðum sem fylla efstu sætin í deildinni.
    Ég ætla að vona til Gvuðs að allir bankar í heiminum neiti þeim félögum um að moka skuldunum yfir á klúbbinn og það að einhverjir sem einhverja peninga hafa komi þarna inn í staðinn. Hver er munurinn á þessum körlum og fyrri eigendum? Eini markverði munurinn er líklegast sá að þeir halda að þeir hafi betra kredit í bönkunum og þegar ég hugsa til þess að líklegast hefur Parry verið maðurinn sem skipulagði fráhvarf frá tilboði DIC, til þess að vernda eigið starf, þá froðufelli ég einfaldlega.

    Ég get alveg sætt mig við það að tapa. Því er ég einfaldlega orðinn vanur. Ég er hinsvegar búinn að vera handónýtur upp á síðkastið út af öllu þessu rugli og af þeim sökum ætla ég að taka mér frí frá Liverpool fótbolta og hinum óteljandi síðum sem ég fylgist með daglega. Ég bíð bara eftir fregnum frá bestu Liverpool síðu í heimi (www.kop.is) um það að Liverpool fleyið sé byrjað sigla aftur.

    Victory is for the moment, Pride is forever.
    GO POOL

Liverpool aftur til sölu?

Luton á morgun