Van Dijk fer formlega fram á sölu

ATH. VIÐ HÖFUM FYLLT STÖÐUR PENNA HJÁ KOP.IS Í BILI. ÞÖKKUM ÁHUGANN!


Það er auðvitað ekkert víst að Liverpool sé eingöngu á eftir honum, hann fer bara fram á sölu en þetta er a.m.k. afdráttarlaust hjá honum og setur ennþá meiri pressu á Southampton. Ekki trúum ég orði af því sem haft var eftir Klopp í gær að hann væri sáttur við þá varnarmenn sem hann væri með fyrir komandi tímabil.

32 Comments

  1. Ég hef það á tilfinningunni að hann endar hjá chelsea

  2. Skellum Sturridge með í tilboðið og klárum þetta. Ef einhver trúir því að hann sé að fara koma með comeback þá er ég til í að veðja.

  3. Ætla bara að vona að ,,Hugh Grant” gaurinn þarna hjá okkur kunni á faxtækið og sendi tilboð asap! EKKI KLÚÐRA ÞESSU NÚNA!!

  4. Vonandi að þessi langa vitleysa fari að enda og vonandi endar hún vel. Ef að Virgil kemur þá er þetta ágætis gluggi fyrir klúbbinn. Hefði reyndar vilja sjá einn miðjumann bætast í hópinn líka en Klopp virðist treysta á kjúklingana til þess að viðhalda breiddinni á miðjunni.

  5. Jæja… Ekkert að frétta?

    Coutinho fer eða verður áfram?
    Ég segi að hann fari ekki enda yrði það mikið áfall fyrir alla, ekki síst Klopp!

    Örfáir dagar í mót og ég vil fá varnarlega styrkingu!

  6. Rétt það sem Carragher segir á Sky í gær. Liverpool selja hann ekki, það væri Harakiri fyrir FSG.
    “If Liverpool lose Philippe Coutinho this summer, there will be riots. The fans will turn on the owners.”
    Rétt, þannig að 120m punda þótt það sé talsverður aur væri “bad deal” hjá FSG – halda Coutinho í amk 12 mánuði og frekar að reyna að styrkja liðið í kring um hann (myndi hann vilja fara t.d frá meistaraliði?) En skil Coutinho svo sem að vilja fara, ekki bara af því þetta er Barca heldur vegna þess að FSG hafa ekki gert nærri því nóg að styrkja liðið – sbr við markmið LFC, ætli þeir sér að koma liðinu á toppinn.

    Sá þetta á Twitter:
    “Imagine being Coutinho – just Qualify for Champions League at last, know Barca want you & listening to “Moreno & Milner are like new signings.”

    Þessi og næsta vika/10-15 dagar verður fróðleg, ætlar LFC að taka stökkið uppávið eða munum við sjá enn eitt árið þar sem við seljum okkar bestu menn og kaupum ekki þau gæði sem til þarf að slást á toppnum og um alla þá titla sem eru í boði?

    Í mínum huga eru næstu dagar afar mikilvægir uppá framtíð klúbbsins og hvaða stefnu hann ætlar að taka. FSG geta núna hvergi falið sig, núna er tíminn.

  7. Ég er búinn að vera óvenjulega órólegur í sumar yfir þessum málum hjá klúbbnum. Er orðinn hundleiður á sjálfum mér fyrir að vera stöðugt að elta uppi allt slúður um kaup og sölu og síðan gerist ekkert. Á næstu vikum kemur í ljós, að mínu mati, hvort klúbburinn sé áfram í sama fari og hann hefur verið í síðust árin eða hvort þeir hafi “eistu” til að rífa sig upp úr meðalmennskunni og komast í fremstu röð. Koma svo.

  8. Óskiljanlegt ef Coutinho verður seldur, nánast fyrir sama hvaða verð !

    Klúbbar eins og Leipzig og Southampton segja bara nei, þrátt fyrir að boðnar séu rosalegar fjárhæðir – og af hverju ætti Liverpool ekki að gera það einnig ?

    Bara trúi því ekki að hann fari – hann er einfaldlega ekki til sölu !

  9. Menn frá Barcelona mættir til Englands eg vill ekki trúa því. að kùtur sé að fara!!

  10. Við fórum nú oft til Þýskalands útaf Keita, en komið tilboð uppá 100mp og Coutinho vilji fara er lítið sem við getum gert held ég, auðvitað er spennandi að fara til Barcelona, auðvitað.
    Þetta mætti þá bara ganga hratt fyrir sig svo við getum gert eitthvað með þennan pening..

  11. Guil­lem Balague hefur sagt að þetta komi frá fjölmiðlum frá katalóníu. og ekkert nýtt sé að fretta af þessu.
    held að tilboð barca þurfi að vera ansi rausnalegt ef Liverpool eigi að taka því.
    það er örugglega allt til sölu fyrir rétt verð og ég held að verðið á couto sé mjög hátt.
    Ég er ekkert voðalega stressaður eins og staðan er í dag aðalega 433 að pikka upp fréttir af slúðurblöðum og spjallborðum þess efnis að couto sé á förum og bale sé við það að semja við manutd og þeir muni þar af leiðandi rústa deildinni í ár. 🙂

  12. Ef við ætlum að borga 60-70 milljónir punda fyrir Dijk. Þá ættum við að fara fram á c.a. helmingi meira fyrir Coutinho enda leikmaður í allt öðrum gæðaflokki. Þrátt fyrir að þeir spili sitthvora stöðuna.

    Ég sé samt engan leikmann koma í stað Coutinho. Nema þá mögulega Gareth Bale sem er víst á leiðinni til Utd ef hann yfirgefur Real.

  13. Skil ekki þetta tal um að það sé ekkert sem við getum gert ef Coutinho vill fara. Við getum einfaldlega sagt nei og það er það sem klúbburinn virðist vera að gera. Strákurinn er samningsbundinn félaginu án release ákvæðis svo hann fer ekkert nema LFC vilji það. Einfalt mál. Þetta er algerlega í höndum félagsins og augljóst að hann verður ekki seldur nema svo ólíklega vilji til að ásættanlegt replacement finnist að mati Klopp. Það er nákvæmlega ekkert óumflýjalegt við þetta og engin ástæða til að missa svefn yfir þessu.

  14. Muna bara að engin leikmaður er stærri en liðið. Það hafa margar stjörnur sem manni þótti væntum farið frá liðinu þegar þeir voru að spila frábæran fótbolta.

    Mér fannst ömurlegt þegar Steve Mcmanaman fór frá okkur til Real hann var okkar x-factor og sá sem skapaði hvað mest fyrir liðið.
    Luis Suarez – einn af besti fótboltamönnum í heiminum og sá sem lét okkur dreyma.
    M.Owen – var frábær fyrir okkur og var það mikil missir þegar hann fór(2005 lét okkur þó gleyma því fljót).
    Xabi alonso – einn stærstu misstök Benitez að láta þennan snilling fara frá okkur. Einn af betri miðjumönum í heimi þegar hann fór.
    Torres – hann var búinn að vinna huga og hjörtu stuðningsmanna og var sárt að sjá hann fara þótt að það var farið að hægjast á kappanum.
    R.Sterling – eitt af mestu efnum sem við höfum haft í langan tíma stakk okkur í bakið og vildi fara. jája það var hægt að tala um að hann myndi aldrei vera neitt og að Ibe væri nú bara ekkert síðri en staðreyndinn er sú að þetta er virkilega sterkur leikmaður sem á bara eftir að vera betri og það var sárt að sjá hann fara.

    Ég vona að Coutinho fari ekki í þennan hóp í sumar en staðreyndin er sú að liðið er alltaf stærri en einstaklingurinn. Ég vill að þeir sem spila fyrir Liverpool vilja vera þar og eru ekki að hugsa um önnur lið eða líta á Liverpool sem einhver stökkpall í sterkari lið ef Coutinho vill fara til Barcelona þá finnst mér að við ættum að gera eins og við gerðum með Suarez s.s gefa okkur eitt tímabili í viðbót og svo má hann fara á meðan höfum við tíma til að ná árangri og undirbúa okkar.

  15. Já höfum misst okkar bestu menn annað og þess vegna höfum við ekki landað titlinum síðan 1990.

  16. Sælir félagar

    Ég kýs að tjá mig sem minnst um þessi leikmannamál að svo stöddu. Vona að mér fyrirgefist það en ég hefi bara ekki taugar í þetta eins og er. Vonum allt hið besta samt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Af einhverri furðulegri ástæðu hef ég engar áhyggjur af stöðu Coutinho hjá Liverpool.
    Ég hef enga trú á því að hann vilji fara á þessum tímapunkti og væri líklega mun skynsamlegra fyrir hann á þessum tímapunkti að hinkra í ár.

    Varðandi Van Dijk þá tel ég mjög líklegt að hef hann hefur farið fram á sölu að okkar menn komi inní það ferli mjög fljótlega.
    Ef að Chelsea á séns á að kaupa hann þá eigum við að hafa sama séns og þeir þó svo að allt hafi spruning í upphafi vegna mistaka.

    Ef við náum Va Dijk inn þá er ég sáttur við þennan glugga.
    Salah, Solanke, Roberson og Van Dijk væru þá þessir þrír sem eru að koma inn í liðið nýjir.
    Svo eru nokkrir sem eru að banka fast á dyrnar um að vera í hóp af þeim sem eru yngri, sbr. Grujic, Kent, Woodburn, Gomez og Ejaria. Solanke er eiginlega partur af þessum hóp en hann sýndi það á undirbúningstímabilinu að hann er með mikið markanef.

    Menn eru að skjóta á það að Klopp tali um “nýja” leikmenn í Moreno og Milner ef þeir eru að koma inn í LB og CM. Segjum sem svo að enginn verður keyptir á miðjuna þá sé ég klárlega fyrir mér að Milner sé einn af þeim sem koma þar inn. Robertson mun, vonandi, kynda undir Moreno og að leikmaðurinn sem við keyptum upphaflega sé að fara að mæta til leiks.
    Milner er kannski ekki sá fljótasti eða teknískasti miðjumaðurinn okkar en hann er kostur samt sem áður.

    Ég færi sáttur inní þessa leiktíð með þennan hóp plús Van Dijk.

    YNWA – In Klopp we trust!

  18. Gaman að sjá hvað gula pressan á Spáni og Englandi er á yfirsnúningi vegna Couthinio. Líklega vegna þess að Barca voru blöffaðir feitt af PSG í Neymar dílnum. Þeir áttu bara alls ekki von á því að nokkur maður myndi borga þessa peninga fyrir hann og þeir sitja eftir. Hann átti að taka við “Messi” stimplinum á komandi árum, en hafði ekki þolinmæðina í það að vera það þarna. Magnað.
    Býst samt allt eins við því að hann fari kúturinn okkar og þá er það bara þannig. Það er enginn stærri en liðið. Spyrjið bara Rauðnef …. Ef það eru komnir einhverjir bull peningar í þetta og hann fer í fýlu strákurinn þá er betra bara að taka besta boði og halda áfram.

    Ég er hinsvegar alveg á þeirri skoðun að það þarf að klára þessi VVD kaup hið snarazta. Tryggja það að hann haldi áfram að klæðast rauðu og styrkja hriplega vörnina okkar.

    Varðandi pistilinn frá Tomkins þá er hann jú ágætis hundalógík …. Klopp þurfti áður alltaf að “selja” sinn besta mann þegar hann var hjá Dortmund … og var því góður að finna næstu stjörnu og þjálfa liðið. Sjáum hvað setur þarna, en munið að Moreno er enn Moreno … einn æfingaleikur á móti Bayern er ekki endilega einhver stimpill á það að hann hafi “þjálfast” eitthvað rosalega með því að hita upp í allann fyrravetur.

    Skál !

  19. Ég segji að metnaður hjá Liverpool er lítill ef þeir selja kútinn,þá verður nú minnkandi áhugi á þessum peningabolta.

  20. en hvernig verður það ef við neitum barca og höldum coutinho,,verður hann ekki bara óánægður i vetur að það var tekið sénsinn af honum að spila fyrir barca ? því það er ekkert víst að þeir komi aftur a eftir honum þvi þeir þurfa að kaupa mann fyrir neymar i sumar.

    en eg held þvi miður að hann muni á endanum fara i sumar,,barca fær yfirleitt þá leikmenn sem þeir fara á eftir og hvað þá ef það eru S-ameriku menn

  21. Ég tók leigubíl upp allan Skírisskóg. Á leið minni varð mér það ljóst að það munu koma tveir og hálfur heimsklassaleikmaður í lið Liverpool fyrir næsta tímabil. Leigubílstjórinn sagði mér það. Þessi hálf-viti er nottlega Sakho. Síðan kemur VVD og svo maðurinn með skrýtna nafnið.

    En varðandi Couthinio þá segi ég bara eins og maðurinn sem sagði oft: “Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, ég verð að segja það.” Oft stoppar srætó á Hlemmi.

  22. Núna er maður að fá óáreiðanlegar fréttir og óstaðfestar að PC10 sé að fara til barcelona á 109m £.
    Vona að þetta sé enn eitt bullið!

  23. Maður hættur að hlusta á þessar bull fréttir frá spáni , trúi engu núna fyrr en það er staðfest frá okkar klúbb ætla bara vera rólegur þangað til enda er þessi farsi verri en sápuópera.

  24. Afsakið þráðránið.
    Verður einhver kop.is Fantasy deild í vetur?

  25. Held að þetta sumar sé að vera endurtekning á sumrinu 2014. Erum í meistaradeild, en yfir sumarið missum við af okkar helstu skotmörkum og missum okkar besta mann. Ekki bjartsýnn á komandi tímabil.

Vantar lágmark tvo í viðbót

Podcast – Öll hin liðin verða í erfiðleikum