Upphitun: Crystal Palace í fyrsta heimaleik tímabilsins.

Byrjum á því að í dag hafnaði Liverpool 113 milljóna punda tilboði frá Barcelona í Coutinho, þetta var þriðja tilboð þeirra í kappann og er ljóst að þetta mun ekki enda fyrir 1. september nema að stjórn Liverpool ákveði að selja.

Þá er komið að fyrsta heimaleik tímabilsins en fram að landsleikjahléi er virkilega mikilvæg leikjahruna okkar manna þar sem við spilum þrjá heimaleiki, sá fyrsti gegn Crystal Palace. Á síðasta tímabili unnum við tólf af nítján heimaleikjum og töpuðum aðeins tveimur, öðrum gegn Crystal Palace en hinum gegn hinum gömlu “Gylfa og félögum” eða eins og þeir munu heita hér eftir Swansea. Við tókum því 41 stig af 76 á heimavelli og það er eitthvað sem mætti endurtaka sig eða bæta í ár en það byrjar á morgun gegn Palace.

Alltaf gaman á Anfield?

Anfield hefur reynst okkur vel í gegnum árin og fá lið sem koma þangað og búast við að ná góðum úrslitum, því miður hefur Crystal Palace ekki verið eitt af þeim liðum. Með sigri á morgun yrðu þeir aðeins fjórða liðið í sögunni til að vinna fjóra deildarleiki í röð á Anfield. Allt frá því að Tony Pulis og Dwight Gale endanlega gerðu úti um titilvonir okkar manna 2014 með 3-3 jafntefli á Selhurst Park hafa þeir reynst okkur erfiðir. Með nýjan þjálfara í brúnni nánast í hver einasta skipti virðast þeir alltaf ná að slá Liverpool af laginu. Í síðasta leik liðanna var það okkar eigin Christian Benteke sem skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri eftir að Coutinho kom okkar mönnum yfir snemma leiks.

Total football

Frank de Boer

Frank De Boer er mættur í enska boltan. Eftir frábært gengi með Ajax var hann orðaður við stóru liðin á Englandi mest við Liverpool eða Arsenal. Það varð þó ekki að veruleika og hann tók við Inter Milan í byrjun síðustu leiktíðar þar sem hann enntist í heila þrjá mánuði áður en honum var sparkað þar sem liðið sat í tólfta sæti deildarinnar. De Boer er af hollenska Total Football skólanum enda ólst upp hjá Ajax og spilaði einnig hjá Barcelona. Hann tók því við liði sem hefur á undanförnum árum verið þjálfað af Sam Allardyce, Tony Pulis, Neil Warnock, Ían Holloway og fleirum af þeim skólanum og er hann með leikmannahóp sem samsinnist því, það verður því erfitt að sjá hvernig De Boer mun ganga að koma sinni hugmyndafræði yfir á liðið. Samkvæmt orðrómum sumarsins stóð val stjórnarinnar milli Frank De Boer eða Roy Hodgson, þegar aðalkandídatar þínir eru svona ólíkir er líklegast ljóst að þú ert í smá vanda.

Í fyrstu umferð léku Palace gegn Huddersfield en nýliðarnir unnu 3-0 sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri. Eins og sjá má í myndbandinu er eiga sóknarmenn Huddersfield mikið af sniðugum sendingum í gegnum vörn Palace manna og komast þannig í opin svæði sem gætu verið góðar fréttir þar sem fljótandi sóknarlína okkar ætti hæglega að geta nýtt slíka veikleika verða þeir enn til staðar.

Mótherjarnir á morgun

Eins og áður kom fram töpuðu þeir fyrsta leik en eru samt engin gefinn veiði. Það er ástæða fyrir því að þeir hafa strítt okkur, þeir eru með ágætis leikmenn innanborðs. Þeirra besti leikmaður Wilfred Zaha verður þó ekki með vegna meiðsla en sá leikmaður sem hræðir okkur líklegast mest er Christian Benteke. Hann gerði okkur lífið leitt þegar hann spilaði fyrir Aston Villa, svo leitt að við enduðum á að kaupa hann til félagsins. Um leið og hann fór byrjaði hann að skora gegn okkur aftur og miðað við vandræðaganginn í vörn okkar manna í fyrstu tveimur leikjunum sé ég ekki hvernig við eigum að stöðva tröll á borð við Benteke.

Liverpool fans fume at 'disgrace' Mamadou Sakho after his celebration with Christian Benteke

Ég býst ekki við að byrjunarlið Palace breytist mikið frá þessum fyrsta leik þrátt fyrir úrslitin nema að Zaha dettur út og líklegast mun Andros Townsend koma inn fyrir hann. Þá myndi liðið líta svona út

Liverpool

Það tók sinn tíma að jafna sig á jöfnunarmarki Watford síðustu helgi og þrátt fyrir að hafa glaðst yfir sigri í miðri viku er ljóst að vandamál Liverpool varnarlega eru jafnvel meiri en maður bjóst við og guð minn góður maður bjóst við vandamálum. Allt púður virðist vera sett í að fá Virgil Van Dijk en vandamálið er að tímabilið er hafið, vörnin lekur og besti leikmaður liðsins með hugan á Spáni og spilar ekki með liðinu. Þó er útivallarjafntefli gegn Watford og 2-1 útisigur gegn Hoffenheim ásættanleg byrjun og ef tímabilið fer vel man engin hvort leikurinn gegn Watford fór 3-3 eða 0-0. Óánæga mín snýst aðallega að því að það hlýtur að vera til betri varnarmaður en Lovren þó hann sé ekki Van Dijk sem passar inn í kerfi Klopp því ég hef áhyggjur bæði af því þegar Klavan þarf að fara spila og hvað við gerum ef við lendum í meiðslum í vörninni enda Matip, Lovren og Gomez allir þekktir fyrir að missa af leikjum.

Leikurinn á miðvikudaginn næsta er gríðarlega mikilvægur fyrir félagið, hann þarf að vinnast annars fer allt erfiði síðustu leiktíðar til einskis en það má samt ekki gleyma leiknum um helgina. Það er erfitt að spila bæði í deild og Evrópu en þetta er sá staður sem við viljum vera á. Þetta er það sem leikmennirnir vilja og þá þarf bara að kljást við það og tryggja það að það sé hægt að gera vel á báðum vígstöðum. Deildin er orðinn mun samkeppnishæfari en hún var og það er auðvelt að missa af Meistaradeildarsæti því þurfa leikir eins og þessi, heima gegn liði úr neðri hlutanum, hreinlega að vinnast.

Sóknarlínan hefur litið mjög vel út og nú vil ég sjá Salah sýna heiminum hvað hann getur. Hann hefur teasað okkur í fyrstu tveimur leikjunum með góðum sprettum en miðað við mörkin sem Mounie skoraði gegn Palace líta þau nánast eins út og flest mörk Salah hjá Roma. Ég býst við stórum hlutum frá Salah á þessu tímabili og væri til í að sjá hann skjótast upp á stjörnuhimininn á morgun.

Adam Lallana, Nataniel Clyne og Coutinho eru allir á meiðslalistanum og munu ekki spila um helgina. Það bárust hinsvegar fréttir um það að Daniel Sturridge af öllum mönnum sé heill og verði að öllum líkindum í hóp. Liðið verður því líklegast svipað og í fyrstu tveimur leikjum.

Ég lennti hreinlega í vandræðum með þetta og setti inn sama byrjunarliðið en trúi því að það verði einhverjar breytingar gæti verið að Origi eða Solanke byrji upp á topp eða að Milner komi inn á miðjuna en þetta er aðeins þriðji leikur tímabilsins menn hljóta getað byrjað af krafti.

Spá fyrir leikinn

Við hljótum að krefjast þess að sigra lið sem er í einhverju limbói milli leikstíla og koma fjórum stigum á töfluna til að missa ekki hin liðin langt fram úr og þurfa fara elta frá byrjun. Ég tel að við sigrum 3-1 þar sem Salah skorar tvö og Solanke setur eitt en Benteke mun skora fyrir Palace þar sem hann jafnar leikinn 1-1.

 

 

30 Comments

  1. Nú er þétt leikjadagskrá og kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum gera smá breyttingar.

    Millner gæti byrjað þennan leik á kostnað Henderson eða Can.
    Sturridge gæti líka fengið að byrja fremstur með Firminho á bekknum.
    Svo er spurning um hvort að Robertson gæti ekki byrjað í staðinn fyrir Moreno.

    þetta verður annars hörkuleikur en við töpuðum þessu einvígi á síðasta leiktímabili en ég reikna ekki með því í þessu leik og spái ég okkur 2-1 sigri þar sem Benteke skorar að sjálfsögðu gegn okkur.

  2. Flott upphitun!

    Ég ættla að spá 1-0 sigri Liverpool. Wijnaldum með markið.

    Áfram Liverpool, áfram Klopp!

  3. Ég hef á tilfinningunni að við skorum mikið af mörkum og það sem meira er – höldum hreinu. 4-0 með 2 mörk frá Salah og sitthvort frá Mané og Sturridge.

  4. Þetta lið drullaði upp á bak gegn Huddersfield og sá aldrei til sólar. Megum ekki við því að tapa stigum hér enda þegar komnir á eftir keppinautunum.

  5. Afsakið að ég spyrji aftur: En hvaða áskriftarleiðir hafa komið vel út fyrir þá sem vilja horfa á bæði enska boltann og Meistaradeildina (í tölvu)? Ég var með sportsmania.rocks en það er allt í klessu. Þigg góðar ábendingar með þökkum.

  6. Haukur! Ég hef skráð mig og keypt einn mánuð á streamcenter. Á hvaða stöðvum er enski boltinn þarna? En Meistaradeildin? Og á ég að velja United Kingdom í “categories”?

  7. Magnað að hugsa til þess að ef Liverpool hefði keypt Gylfa hefði miðjan litið svona út.[img]https://goo.gl/photos/M3YqrNyYFyNytq3H7[/img]

  8. [img]https://anythingliverpooldotcom-files-wordpress-com.cdn.ampproject.org/i/s/anythingliverpooldotcom.files.wordpress.com/2016/11/1479483698605.jpeg?w=1472[/img]

  9. Frábær upphitun, takk fyrir mig!

    Það er virkilega góð tilfinning að sjá LFC hafna 3.ja tilboðinu frá spænska liðinu, mér fannst þetta dónalega lítil hækkun og það er greinilegt að þeir bera ekki mikla virðingu fyrir okkar liði. Vonandi eru þeir hættir núna, ef ekki þá væri flott ef þeir kæmu með svimandi hátt tilboð sem yrði einnig hafnað. Litli Kútur verður bara að virða samninginn og reyna að koma til móts við okkur. Hann má fara, min vegna, næsta sumar því þá höfum við tima til að versla inn! Þessir leikmenn eru alltof frekir og þessir umboðsmenn eru að eyðileggja sportið.

    Hef fulla trú á að við keyrum yfir CP! Segjum 4-1.

  10. væri spennandi að sjá sturridge heilann í leiknum upp á topp með salah og mane í kringum sig og kannski firmino í holunni…

    finnst henderson svo lélegur að ég satt að segja vona að hann verði bara á bekknum.

  11. Flottar fréttir að Liverpool hafðnaði 114m punda boði í Coutihno. Hvað varðar leikinn á morgun þá er þetta akkúrat liðið sem við þurfum að mæta því við erum alltaf bestir á móti minni liðum sem reyna að spila fótbolta frekar en að gefa háa bolta á target man.

    Þeir spila líka með 3 varnarmenn og bakverði sem eiga að fara upp vængina sem ætti að opna svæði fyrir Mané og Salah.

    Ég spá að við skorum amk 3 mörk og vinnum þennan leik sem er akkúrat sem við þurfum til að kick starta þessu tímabili.

  12. Kannski menn séu komnir á kaf í leikjafræði með því að hafna 114 p. Vinna sig inn í framtíðina sem contender en ekki selling club.

    Eins og staðan er núna þá er ég sammála þessari leið en geri mér grein fyrir að VVD og Keita eru off fyrir vikið. Sama pattern.

    En það þarf að vera næsta skref. Það þarf að finna menn sem eru til sölu og styrkja liðið. Ekki bara menn sem ekki eru til sölu frekar en okkar maður sem þarf að fara að hysja upp um sig sokkana.

    Að því sögðu þá vinnum við CP 4-1 í hressandi leik.
    YNWA

  13. Takk fyrir flotta upphitun!

    Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik, til þess að Benteke sé hættulegur þarf hann hjálp og ég er nokkuð viss um að hann sé ekki að fara að fá mikla hjálp frá þeim mönnum sem spila með honum á morgun. Þetta verður leikurinn sem kick-startar tímabilinu fyrir okkur, ég er viss um það.

    Varðandi þetta endalausa fréttafát um Coutinho, þá er ég mjög ánægður með FSG, ef rétt reynist, að þeir hafi bara sagt “Nei og bless”. Coutinho er mun meira virði en 80 milljónir, þessir bónusar munu aldrei virkjast. Coutinho verður leikmaður Liverpool þetta tímabilið og það er bara tvennt í stöðunni: Annað hvort brillerar hann og hækkar verðmiðann enn frekar, eða hann verður ekki eins góður og Barcelona missir áhugann.

    YNWA

  14. Er ég sá eini í heiminum sem myndi stökkva á 100+ fyrir Coutinho? Hann er góður en hann er langt frá því að vera á pari við til dæmis Suarez þegar hann fór. Félagið hefði átt að taka þessa peninga fyrir tveimur vikum og kaupa tvo eða þrjá 40 milljón punda menn.

  15. Robertson upp á toppin takk, Fermino er ekki framherji en mundi nýtast í holunni.

  16. Takk fyrir flotta upphitun.
    Ég vona að Grujic fái sénsinn í stað Winjandum. Sterkur strákur með góðar sendingar og þar að auki duglegur að koma sér í góðar stöður inn í teig. Eitthvað sem vantar pínu frá miðjumönnunum núna.
    Varðandi Coutinho þá er það versti afleikur sem hann hefur gert er að skipta um umboðsmann. Man ekki nákvæmlega hvenær en í einhverju landsliðs verkefninu ákveður hann að fá Kia Motherf$&$&$ sem umba. Hvað haldið þið að sá gaur sé búinn að segja við 25 ára gutta. Auðvitað segir hann allt til að fá söluna í gegn. $$$$$$$ fyrir hann. Það eina sem hann hugsar um. Umbar í dag hafa allt of mikil völd og þeir eiga að vera að hugsa um hagsmuni stráka. Drengja sem eru 18-34 ca. Of margir umbar ættu eiga heima undir sólanum á skónum mans held ég. Fullorðnir karlmenn að hugsa um hag drengja en setja sig í fyrsta sætið og skammsýnin ríkir. Að mínu mati ætti að setja eitthvert regluverk sem ætti að fylgjast með starfsemi umboðsmann.
    Rant over.
    Tökum þetta Palace lið 3-0 eins og nýliðarnir. Lovren mun jarða Benteke og Salah með 2.

  17. Haha (16) Robertson uppá topp, ættum við ekki að leifa honum að komast á bekkinn og þaðan í sína stöðu áður en við gerum hann að aðal sóknarmanni okkar.

  18. Um að gera að hafna 80m tilboði á 5 ára raðgreiðslum plús bónusa ef hitt og þetta gerist.
    Að því sögðu ætla ég að halda mig á jörðinni… jafnvel neðanjarðar, tölfræðin er ekki góð eftir Evrópuleiki svo best að spá 1-1 svo allt umfram það gerir daginn fyrir mig (nema swansea verði búið að því)

  19. er ekki alger óþarfi að vera með arsenal treyjur í uppstillingunni 😉
    (góðlátlegt skot)

    það er að duga eða drepast fyrir okkar menn núna.. þetta verður physical leikur og emre can og henderson verða lykilmenn í svoleiðis aðstöðu að mínu mati… sterkir strákar sem verða að láta til sín taka meða léttleikandi strákarnir reyna að sprengja þetta upp.

  20. Glæsileg upphitun. Nýju pennarnir eru að skila frábæru verki.

  21. Hahaha – var ekki búinn að átta mig á Arsenal búningunum 😉

    Takk kærlega fyrir góða upphitun. Einhvern veginn grunar mig að myndin af Benteke og Sakho hangi uppá vegg í stofunni hjá Klopp. Svona til að minna Klopp á að Sakho komi aldrei nálægt liðinu aftur.

    Of smeykur til að henda í spá.

  22. afþví við erum alltaf að taka um varnarleik okkar manna.

    þá er ég að horfa á swansea vs manutd núna.
    og það getur vel verið að Mu flokkurin sé massíft og stertk lið og verði í topp 2 baráttuni með því að fá sjaldan á sig mörk. en mikið eru þeir að spila þungan bolta og óskemmtilegan.

    en það er gaman að sjá að það hefur verið vandað vel til verka með nýju pennana svo leikmannagluggin á kop.is hefur sterkur í sumar.

    annars geri ég kröfu um 3 stig i dag

  23. Þeir voru að segja að lið Móra hafi alltaf unnið titilinn á öðru ári kappans með liðið. Swansea búnir að vera betra liðið og komnir undir.

  24. Ég ruglaðist ég var að meina Dominic Solanke uppá topp ekki Robinson sorry.

  25. Liðið
    Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Klavan, Robertson, Milner, Henderson, Wijnaldum, Mane, Firmino, Sturridge.

    Subs: Karius, Lovren, Flanagan, Can, Salah, Solanke, Origi.

  26. #26
    Hann ætlar greinilega að rótera liðinu meira á þessu tímabili. Ekki keyra og þreyta út sama mannskapinn eins og fyrri hluta síðasta tímabils. Sáum afleiðingarnar af því í janúar og febrúar.

  27. Sæl og blessuð.

    Þetta verður stund sannleikans fyrir blessaðar varaskeifurnar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þær standa sig. Ættu að í það minnsta að setja sálina, lungun og lifrina í þetta. Það verður gríðarlega jákvætt ef þetta gengur vel því ella er Klopparinn nauðbeygður til að spila sömu stjörnunum leik eftir leik með fyrirsjáanlegum afleiðingum.

    Hvað sem allri rótasjón líður þá er Mané karlinn orðinn jafn ómissandi og dekk undir bíl.

Ferð á Merseyside Derby

Liðið gegn Crystal Palace