Á morgun verður sögulegur leikur leikinn á Anfield. Þá kemur liðið sem er 123 sætum neðar en við og freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni. Öskubuskuævintýri … “the little engine that could” … Davíð og Golíat … Þetta er bara eitthvað svo súrrealískt og yndislega gaman.
Þetta er í fyrsta skipti í 27 ár sem Liverpool keppir við utandeildarlið í bikarnum, eða síðan liðið keppti við Altrincham árið 1981. Heimasíða liðsins er hér, en liðið eins og það er í dag varð til árið 1998 þegar Havant Town og Waterlooville sameinuðust. Kíkið á síðuna fyrir frekari upplýsingar um liðið.
Hvað á maður annars að segja? Maður veit alveg að þegar litlu liðin dragast gegn þeim stóru, þá ríkir mikil gleði þar á bæ. Hugsið ykkur bara hvers konar íþróttalega fullnægingu ég fengi ef Fram keppti einhvern tíma við Liverpool í Evrópukeppni … ! Ha ha ha ha! Annars finnst mér þetta fyrst og fremst æðislegt fyrir þetta lið og ég vona sannarlega að við sýnum alla vega þá virðingu að hafa einhver af stóru nöfnunum okkar í liðinu. Annað væri hálfleiðinlegt. Rafa virðir mótherja sína ávallt, og hann segir um Havant & Waterlooville að liðið eigi auðvitað skilið að vera komið svona langt, og ekki skuli vanmeta það algjörlega. Hann vill vinna þessa keppni. Með það í huga, ætla ég í eitthvert ævintýralegt skap og spá út í bullið … loftið … æi … vitiði hvað? Þessi liðsuppstilling mín verður örugglega kolvitlaus, but here goes:
Finnan – Skrtel – Hobbs – Riise
Pennant – Mascherano – Leiva – Babel
Crouch – Kuyt
Gaman væri svo að sjá Torres, Gerrard og Carra koma inn á. Spurning með Alonso … en þetta er algjörlega út í loftið. Gaman að því.
Eins og ég sagði þá vill Rafa vinna þessa keppni, og burtséð frá öllu utanvallar-kjaftæðinu sem hefur verið í gangi, þá á þetta auðvitað að vera þvílíkur kökubiti að áttundipartur væri nóg! Einhvers staðar las ég að veðbankar setja 200:1 líkur á að Havant & Waterlooville sigri 2:1 … líkur á sigri Liverpool voru þá um 1/100. Þetta er ekki spurning um hvort … heldur hvernig. Verður þetta skemmtilegur leikur sem endar í kurteisum sigri (5-6 : 0) eða verður þetta miskunnarlaust og double-digit sigur? Hvort sem er, þá er spennan mikil og ánægjan sömuleiðis.
Sóknarmaðurinn Jamie Slabber hefur spilað áður gegn Liverpool … sem varamaður hjá Tottenham Hotspur árið 2003. Að öðru leyti er þetta skemmtileg óvissa. Ég bara get ekki annað en birt þessa skemmtilegu mynd af liðinu:
Ég hef auðvitað trú á því að Rafa og liði fari í alla leiki til að vinna. Engin breyting verður á því á morgun. Spurningin er bara hversu hart ætlar Rafa að sækja sigurinn. Það er sama hvernig Rafa stillir upp liðinu … þetta á auðvitað að vera auðveldasti sigurinn. En í bikarkeppninni getur allt gerst og ég sjálfur er mikill ævintýramaður! En það breytir því ekki að ég ætla að spá þægilegum sigri okkar manna 8 : 0 þar sem Babel skorar þrennu, Crouch tvö, Skrtel eitt, Mascherano eitt og Leiva eitt.
Hobbs er farinn í lán til Scunthorpe, svo hann spilar ekki.
smá áhyggjur af þessari mynd… eru þessir menn í skýlum?
Verður þessi leikur sýndur á Players? Eða e-s staðar annars staðar?
Þeir halda þetta í 2:0 og Havant & Waterlooville menn fara heim með bros á vör.
Okkar menn skíta á sig eins og vanalega og þetta verður 1-1.
er hvergi hægt að sjá leikinn?
Skandall ef þetta er ekki sýnt en Mansfield-Middlesbrough er í fyrsta sæti á Sýn…. reyndar á öðrum tíma en samt…
Fór að horfa á Arsenal-Tottenham á þriðjudag á Players og kom mjög á óvart hvað voru fáir… sýnir hvar áhuginn er á Íslandi því Liverpool-Everton leikir þýða troðfulla pöbba út um allan bæ…
liverpool og manU aðdáendur eru auðvitað í þvílíkum meirihluta hér á landi að það er ekki fyndið.
svo held ég að chelsea (eiður smári náði í slatta af u16 stuðningsmönnum) og arsenal menn séu næstir.
tottenham, everton, newcastle, west ham og fleiri lið koma svo langt á eftir.
Anyone know where this game will be broadcasted in the Reykjavik area?
Sýn ræður engu um það hvort þeir sýna þennan leik eða ekki. Hann verður því miður hvergi sýndur í beinni, hvorki á Íslandi eða Englandi. Manni dettur helst í hug að það sé vegna sömu ástæðna og 15 leikirnir eru ekki sýndir í Englandi.
Hann er sýndur á netinu. hef samt ekki link
It’s beeing televised live, but the question is if any of the pubs in Reykjavik are receiving these channels. I know it’s beeing showed live in pubs in Norway, so I guess it will be in England as well.
No Jørgen you are wrong here. It’s not showed live in pubs in Norway as this game is not on TV at all, so not live in pubs in Norway, Iceland, England or anywhere else.
You can see that here f. ex: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N158588080125-1555.htm
Strange. My pub in Trondheim will show it at 1600 norwegian time (1500 Icelandic) http://www.threelions.no/eng_htm/e_livefotball.shtml , and according to http://www.liverpool.no , the game will also be shown on the channel Viasat sport 2.
“Lør 26.01.08 kl 16.00
Liverpool-Havant and Waterlooville
Viasat Sport 2”
Býst við liðinu svona
Itjande
Finnan Skrtel Agger Insúa
El Zhar Lucas Alonso Leto
Crouch Babel
Bekkurinn verður að mestu leyti ungur en kannski einn Carra eða Riise til taks.
Myp2p.eu – LFC v Havant kannski eitthvað sent út hér.
SSteinn..: .samkvæmt Mumma á liverpool.is þá verður þessi leikur víst sýndur beint. Reyndar eru kanski ekki margir með þessa stöð..þekki ekki þá hlið málsins..kanski eru þó einhverjir með disk og geta séð þetta..ég þekki það ekki. En mér skilst að það hafi komið í ljós að hann sé á Visat Sport 2 ! Sel það ekki dýrara en ég keypti það svo sem…(kann ekki að linka á þetta dót).. las það hjá Mumma á liverpool.is.
http://liverpool.no/cda/storypg.aspx?id=13840&zone=1 kanski hjálpar þetta eitthvað…
Carl Berg
Things change fast here 🙂
Jørgen it wasn’t on schedule this afternoon, but now it seems to be shown. Ölver and/or Players will be the places that are most likely to be able to show it.
Strange that the official site say that it wont be shown in the TV though.
Yep! 🙂 I hope we can be able to see it, as I think it will be a classic!
Þetta er annað hvort 9-0 eða 0-0… get ekki ákveðið mig.
On.
Typo á Hobbs … úps. Vissi þetta vel… my bad!
Ætli Allinn muni sýna þetta?
Hin fantagóða Liverpool rás á fjölvarpinu hlýtur að sýna upptöku af honum síðar, veit einhver dagskrána þar eða hvar hægt er að nálgast hana ? Ég held að við verðum góðir gestgjafar og leyfum þeim að sleppa með svona 6-0 á bakinu 🙂
Any progress, guys? Can’t see that Players or Glaumbar has added the game to their schedule online, but maybe it would be a better idea to call them?
http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2247200,00.html
Áhugavert við hverja er verið að linka Liverpool þessa dagana. Nú Pablo Aimar. Held að hann og jafnvel Eiður Smári gæti verið þessi playmaker/holustriker sem okkur hefur marga þótt vanta.
Doddi: samkvæmt mínum heimildum þá sýnir Allinn á Akureyri þetta ekki…því miður!
Carl Berg
Nokkrar p2p rásir á netinu sem ætla að sýna leikinn beint:
http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=5144&part=sports
Don’t think Glaumbar can show it, but Ölver will. Just spoke to the guys at Players and they are busy trying to locate the channel. At least Ölver WILL show the game.
Það má hafa gaman af svona jákvæðu slúðri, held að Eiður Guðjohnsen væri einmitt rétti maðurinn til að spila með Torres. Tel ólíklegt að keyptir verði einhverjir menn til viðbótar, áhersla lögð á að selja Sissoko til að kaupa Mascherano.
Hlakka til leiksins í dag, ljóst ef að Liverpool hvílir Gerrard og Torres, þá gæti þetta orðið jafn og spennandi leikur. Minni bara á að árið 2005 þá gerði utandeildarklúbburinn Exeter 0-0 jafntefli á Old Trafford. Utd. vann síðan seinni leikinn á útivelli 2-0 þegar þeir sendu sitt sterkasta lið.
“ljóst ef að Liverpool hvílir Gerrard og Torres, þá gæti þetta orðið jafn og spennandi leikur.”
vonandi erum við ekki í það vondum málum að ef við hvílum torres og gerrard þá verði þetta jafn leikur, það muna 123 sætum á liðunum, með öllu réttu ætti unglingaliðið að vinna þá, svo ég býst nú ekki við jöfnum leik hvernig sem uppstillingin verður,
en já ég var að skoða http://www.myp2p.eu og það eru nokkur channel þar sem sýna leikinn, veit ekki hversu mikið er hægt að treysta á það, ég veit bara að það er eini sénsinn fyrir mig að horfa á leikinn svo mínir fingur eru krosslagðir!! sögulegur leikur!
Ég á hreinlega ekki orð til yfir suma af okkar stuðninsliði. Að þetta gæti orðið jafn og spennandi leikur ef Gerrard og Torres eru ekki með? Æj, það eru svona komment sem fá mann til að hrista hausinn. Þeir með eða ekki, skiptir ekki nokkru máli. Annað hvort mæta leikmenn til leiks með hugann við efnið eða ekki, skiptir engu með þessa tvo því gæði ALLRA leikmanna Liverpool eru svo margföld á við andstæðingana. Þetta snýst bara um hugarfar ekki hæfileika, því þeir eru til staðar með eða án Stevie og Torres.
Skilst nú á þeim á ölver að þetta sé nú ekki alveg víst með signalið á þessari stöð sem þeir ná.
Players sýnir leikinn ekki – hringdi þangað og þeir ná ekki stöðinni
http://livefooty.doctor-serv.com Þessi síða er með tvo strauma á leikinn, annan Sopcast og hinn UUSee. Og það verður að nota Internet Explorer, Firefox virkar ekki.
Hvernig annars linkar maður hér inn, var í vandræðum með það. Er margoft búinn að sjá einhverja tala um það en eins og flest allt þá fer það beina leið út um hitt eyrað(eða augað í þessu tilfelli.)
Nú jæja það tókst.
Liðið er komið: Itandje, Finnan, Riise, Hyypia, Skrtel, Mascherano, Lucas, Benayoun, Pennant, Crouch, Babel. Bekkur: Martin, Carragher, Kuyt, Gerrard, Torres.
hvernig er nú það, er ekki hægt að horfa svona straumum eða stream nema vera með pc?
ef mér væri boðið að velja á milli þess að horfa á liverpool havant og vera með pc eða vera með mac og ekki horfa á liverpool havant…þá myndi ég ekki undir neinum kringumstæðum velja mac…
en ég er samt með mac..bara verð að sjá þennan leik! getur einhver skýrt fyrir mér hvort það er hægt og þá hvernig?
Tjahh, getur prufað að dl-a internet explorer á makkann þinn. Það tekur sirka 3 mínútur og er ekkert vesen.. gangi þér vel með þetta
“Ég á hreinlega ekki orð til yfir suma af okkar stuðninsliði”….með ólíkindum hvað sumir geta verið húmorslausir og taka allt bókstaflega. REyndar varð raunin sú að leikurinn án Torres og Gerrard varð hörkuleikur þar sem Liverpool lenti tvisvar sinnum undir. Það undirstrikar bara að sumir þarna inná í dag eru engan veginn þess verðugir að spila í Liverpool treyju.