Sunnudagar eru oft heppilegir dagar til að skella sér á góðan stað til að fá sér bakkelsi og Liverpool ákváðu að hafa það huggulegt á hvíldardeginum með því að taka Arsenal í bakaríið. Snúðum og kleinum splæst á línuna.
Mörkin
1-0 Roberto Firmino 17.mín
2-0 Sadio Mané 40.mín
3-0 Mohamed Salah 57.mín
4-0 Daniel Sturridge 77.mín
Leikurinn
Púlarar byrjuðu af miklum krafti og góðri pressu á fyrstu mínútunum leiksins sem setti Arsenal strax á bakfótinn. Wellbeck fékk reyndar fyrsta alvöru færi leiksins en stuttu síðar fékk Salah algert dauðafæri sem Cech varði eftir frábært uppspil og fyrirgjöf frá Emre Can. Liverpool héldu pressunni áfram og það skilaði sér með góðu skallamarki Firmino eftir flotta vinstri fótar fyrirgjöf Joe Gomez. Þarna var veislan rétt að byrja því að Liverpool réðu lögum og lofum eftir upphafsmarkið og völtuðu yfir púðurslaust fallbyssufélagið. Liverpool fengu mark nr. 2 sem þeir höfðu algerlega unnið sér inn fyrir þegar Sadio Mane skoraði og smurði sitt rúnstykki með hægrifótarskoti á fjærstöng.
Arsenal hófu seinni hálfleikinn með góðum krafti og því var alltaf vangaveltan hvar hið víðfræga þriðja mark myndi falla. Sem betur fer féll það réttu megin þegar að Mo Salah vann boltann frábærlega og keyrði upp allan völlinn óáreittur og kláraði snyrtilega einn á móti markmanni. Eftir það var þetta ekki spurning um hver myndi sigra heldur hver yrðu lokaúrslitin. Arsenal höfðu öfluga innáskiptingu uppi í erminni með Giroud og Lacazette en það skipti engu því að við svöruðum því með innkomu Sturridge sem skoraði fallegt skallamark á fjærstöng eftir fyrirgjöf Mo Salah. Við hlífðum fallbyssunum við frekari niðurlægingu en þeir voru algert fallbyssufóður fyrir okkar menn í dag.
Bestu menn Liverpool
Það eru ansi margir tilkallaðir á degi þegar allt gekk upp. Firmino, Mane og Salah voru frábærir sóknarlega og statistíkin segir sitt þar. Einnig fannst mér margir varnarmennirnir í flottu formi með Moreno sprækan, Matip í Hyypia-formi og Gomez afar traustan. Fyrir mér var samt sigurinn unninn inni á miðri miðjunni þar sem Henderson, Wijnaldum og Emre Can voru frábærir og til þess að velja einhvern þá ætla ég að gefa fyrirliðanum Henderson mitt atkvæði í dag sem maður leiksins. Lúmskt frábær þó að margir hefðu verið verðugir af titlinum.
Vondur dagur
Loris Karius fékk umdeilanlega sénsinn í dag á kostnað Mignolet sem hefur verið ansi traustur í byrjun tímabils og á því síðasta líka. Í þrígang var hann á tæpasta vaði með hreinsun á boltanum og var í raun bara heppinn að sleppa með sín mistök. Sagan mun skrifa að hann hafi haldið markinu hreinu en þetta var ekki alls ekki traustvekjandi og Klopp mun þurfa að svara fyrir þessa sérstöku ákvörðun.
Tölfræðin
Cech hefur fengið á sig 14 mörk í síðustu 4 leikjum gegn Liverpool. Megi það meðaltal lengi lifa.
Umræðan
Landsleikjahlé er næst á dagskrá og það munaði bara klúðurslegu rangstöðumarki gegn Watford á síðustu mínútu til þess að byrjun Liverpool á tímabilinu væri algerlega fullkomin. 4 sigrar og 1 jafntefli með öruggu CL-sæti er eitthvað sem allir hefðu þegið fyrirfram og byrjunin því frábær. Nú þarf “innkaupanefndin” bara að taka við boltanum og landa styrkingu á næstu dögum áður en glugganum lokar og einnig að læsa Coutinho inni í hoppukastala til að halda hoppandi pirruðum kútnum kátum á Merseyside.
Wenger verður líka í umræðunni en staða hans er ekki okkar vandamál og varla nema einn af þeirra mönnum sem eru á síðasta ári samnings sem okkur varðar. Uxinn væri alveg velkominn í breiddina í okkar liði en hann á lítinn séns í byrjunarliðið miðað við hvernig flestir þar eru að spila í dag.
Sælir félagar
Ja hvað á maður að segja. Arsenal átti aldrei breik í þessum leik, ekki möguleika enga von. Ekki einn einasti leikmaður þeirra sýndi nokkurn skapaðan hlut og ég vissi ekki að Ösil væri inná fyr en undir lok fyrri hálfleiks. Það er gaman þegar liðið mans spilar svona vel og er þar enginn undan skilinn nema helst Karíus sem er greinilega spennufíkill. Syndi tvisvar frekar óábyrga hegðun í útspörkum en ef til vill sem betur fer reyndi ekkert á hann. Gífurleg vinnusemi allra sem leikinn léku er lykillinn að þessum sigri og miðað við vinnuframlag Arsenal manna þá er niðurstaðan sanngjörn. Takk fyrir mig.
Það er nú þannig
YNWA
[img]https://thumbs.gfycat.com/WickedSlipperyGeese-size_restricted.gif[/img]
Rosalega góður sigur og eftir situr spurningin um hvar myndi Couthino fitta inní liðið eins og það spilaði í dag ?
Ég sé það ekki, en hann væri fínn uppá breiddina.. nema hvað að kannski gætum við notað 100 millur plús í eitthvað annað ?
Allt mjög jákvætt við þennan leik, nema þetta óþarfa spennufíkilsrugl hjá Kariusi – Alveg hreint frábær sigur !!!!
Svakalega góðir á boltanum allir í leiknum og síðan með þessi gæði í framlínunni þá erum við að skora þessi 2,3,4,5 mörk í leik. Þegar orkan og vinnusemin er til staðar þá eiga flest lið ekki breik. Allavega ekki lið sem kunna ekki (nenna ekki) að verjast. Glæsilegur sigur – Áfram Liverpool!
Frábær leikur. Stjórnin verður að klára að samningsbinda Can, hann var magnaður í dag. Var Mané svo haltrandi eftir leikinn? Vonandi er hann ekki meiddur. Annars voru allir leikmenn í dag nánast óaðfinnanlega góðir, Karíus sá eini sem var eitthvað að stressa mann.
Þetta lið er svo fáranlega skemmtilegt á góðum degi og erfitt að finna veikan hlekk.
Ég sá því miður ekki allan leikinn en vá hvað ég er sáttur með niðurstöðuna.
Svo var gaman að sjá Spurs fá jöfnunarmark í andlitið í uppbótartíma.
Núna þarf að kalla út samningarmann og semja við Emre Can ekki seinna en í kvöld.
Svo mætti klára 1-3 kaup í leiðinni.
Algerlega stórkostlegur leikur hjá okkar mönnum og sennilega besti leikur liðsins undir stjórn Klopp. Vörnin, miðjan og sóknarlínan frábær. Can sennilega besti maður leiksins. Viljið þið gera svo vel að klára þessi samningsmál hans og það strax!
Arsenal að sama skapi hörmulegir í þessum leik. Voru að tapa boltanum á miðjunni trekk í trekk á óskiljanlegan hátt. Gersamlega ömurlegir. Væri núna fokking brjálaður ef ég væri Njallari!
Veit ekki hvað ég á að segja með Karius. Hann er með góðar spyrnur en er lengi að hugsa og lenti þrívegis í vandræðum og næstum því búinn að missa boltann. Hann er samt klárlega betri spyrnumaður en Mignolet.
Deili samt ekki skoðunum #2 að við eigum bara að selja Kút. Við þurfum á breiddinni að halda og eigum alls ekki að selja hann. Barcelona á heldur ekki að komast með þessi skítavinnubrögð sín. Í fínu lagi mín vegna að selja hann næsta vor. Þá líka höfum við tíma til að gera ráðstafanir og fá öfluga mann / menn í staðinn fyrir Kút.
Ekkert smá JESS!!
Sala er fljótlegasti sem ég man að hafa haft í liðinu okkar og líla Mane. Arsinal eru greinilega soldnar pjàsur og kunnekki einusinni að skora við Karius sem ætti kannski meira að heita Baktus sem er að reina gera gat í markvörnina okkar, soldið bjánagangur í honum.
Ég vildi að ég mundi hafa sagt einkverja mína eigin spà um leikinn svo ég mundi haft sagt 4-0 og sagt þá rétt.
Finnst rosa vænt um Càtinho en kanski áttu við bara að seljan á fullt af pundum og kaupa bara kampavín fyrir strákana fyrir allan peninginn, hann er kanski ekki einusinni þarflegur lengur.
Áfram Liverpool besta englenska liðið í heiminum og jafnvel Evrópu líka.
Soleiðis og þannig
YNWA
Já, hvað höfum við að gera með Kútinn í fýlu í vetur ?
Þvílíkir yfirburðir ! Og yndislegt að halda hreinu 🙂
Svo held ég að Vinjandum sé að stelast til að setja harpex á skóna sína, boltinn bara límdist við hann og hann bjànaði Arsinal gaurana uppá skónum rosa oft
Yndislegt!!!
Snilld!
Þetta var æðislegt. Mikið er alltaf gaman að slátra Arsenal, gerist líka svo oft. Staðan núna eftir þennan ágúst mánuð er afskaplega góð. Við komnir í riðlakeppni CL og fín byrjun í deildinni þrátt fyrir skitu Coutinho og Barca sem hafa reynt sitt allra besta að koma liðinu úr jafnvægi.
Hinsvegar þá þurfum við enn á því að halda að styrkja liðið með varnarmönnum og því að halda okkar bestu mönnum. Með öðrum orðum, það þarf nýjan miðvörð, Lallana þarf að komast á lappir aftur og Coutinho má ekki fara. Liðið byrjaði síðasta tímabil með þessum hætti, við skulum ekki gleyma því. En á miðri leiktíð varð liðið eldsneytislaust vegna þreytu og fjarveru lykilmanna. Núna verða fleiri leiki spilaðir og breiddin þarf að vera meiri. Lykilmenn munu meiðast enda sýnir tölfræðin það.
En flott byrjun á tímabilinu staðreynd. Yfir því skulum við gleðjast og fagna.
If i die now i die a happy man ?
Það segir það sem segja þarf um framistöðu Liverpool að Karíus átti tvö bestu marktækifærin fyrir Arsenal.
Skytturnar þrjár (okkar sko) voru alveg með þetta í dag 🙂
Can og miðjan í heild var síðan mætt til leiks og vörnin stóð líka fyrir sínu.
Á svona degi er lífið ljúft 🙂
Svo held ég meiriseigja að Arsinal Wenger hafi óvart spennt beltið í sætinu sínu og kunnekki á barnalàsinn til að opna það aftur, hann stóð ekki upp á fætur allan leikinn. Það átti kanski að rukka hann fyrir miðann eins og alla hina áhorfendamennina.
Mér er svo gaman núna, elska þessa liverpoolmenn okkar
1. Can var geggjaður, nýjan contract strax gaddemit!
2. Wijnaldum að sýna einhverja dribblestæla sem maður hefur ekki séð áður, gaman af því.
3. Við þurfum samt Coutinho, sérstaklega þegar við mætum bus-parkers. Hann þarf að biðjast afsökunar og hætta að vera svona mikil tussa.
4. Ég nenni ekki að fara í gegnum allan hópinn.
5. Þetta er svalasta lið í heimi.
Karius átti samt 2 eða 3 úthlaup og kýldi boltanum í burtu og það er eitthvað sem vantar hjá Mignolet.
Arsenal miðjan var skelfileg og Can átti magnaðan leik ásamt Salah og Firmino.
Unun að sjá menn leggja sig 100 % fram og jarða þetta Arsenal lið og Özil var eins og afturganga þarna á vellinum. Eins var Sanchez skelfilegur og þann tappa vildi ég ekki hafa í mínu liði.
Það verður erfitt að bíða fram að næsta leik en í dag var Arsenal yfirspilað og “átklassað”.
Góðar stundir.
YNWA
Kútur er nú bara ekkert að fara að komast í liðið. Ógeðslega fyndið eftir allt kútafárviðrið….en fínn á bekkinn….
Á svona degi opnar madur bokku og skálar fyrir strákunum, þvílík frammistada.
Stórkostlegur sigur hjá Liverpool þar sem einn fyrir alla og allir fyrir einn var mottó dagsins.
Arsenal var með einn fyrir sjálfan sig og engin fyrir Wenger hugsunarhátt.
Karius 6 – Arsenal átti ekki skot á mark. Hann er samt öruggari í háloftaboltum en Mignolet og kemur hann af krafti úr rammanum. Hann var samt alltof lengi að losa sig við boltan og má losna við þann ósið sem fyrst.
Moreno 8 – nei sko en einn leikmaður sem Klopp einfanldega gerir betri.
Matip 9 – frábær í dag og mjög traustur
Lovren 9 – frábær í dag og mjög traustur
Gomez 8 – var í pínu vandræðum varnarlega í fyrirhálfleik en átti frábærara stoðsendinu og tók vel þátt í sóknarleik liðsins(ekki amalegt að vera með tvo unga leikmenn sem geta leyst þessa stöðu).
Winjaldum 10 – það er ekki hægt að biðja um meira
Henderson 10 – Það er ekki hægt að biðja um meira
Can 10 – það er ekki hægt að biðja um meira
= miðjan okkar í dag rústaði miðjumönnum Arsenal.
Salah 9 – átti að skora í byrjun en átti frábæran leik.
Firminho 9 – ótrúlega drjúgur og einn af okkar lykilmönnum
Mane 10 – líklega orðinn okkar besti leikmaður. Hann er að láta rándýra atvinnumenn líta út eins nýliða.
Sturridge 8 – Var varla kominn inná þegar hann skoraði
Klopp 10 – Liðið pressaði á réttum tíma og datt niður þess á milli til að loka svæðum. Þetta sókndjafara Arsenal lið átti ekki skot á markið á meðan að við vorum klaufar að skora bara 4.
Vonum núna bara að menn koma heilir tilbaka úr landsleikjahlénu og læsti leikur gegn Man City og verður það virkilega erfitt verkefni en ef liðið mættir svona til leiks þá látum við heimamenn svitna.
Var með þær hugsanir fyrir leik, úff Arsenal, lacazette ofl. Óttinn reyndist á endanum engin, þvert á móti stórskemmtilegt áhorf þar sem LFC var bara einfaldlega svo mikið betra, að himinn og haf skildu á milli. En hvað gerir LFC svona gott?????? Svör óskast!
Ég var alltaf með góða tilfiningu fyrir þessum leik.
Arsenal var gjörsamlega andlausir og margir okkar manna litu betur út en oft áður.
vandamál Liverpool liggja ekki gegn liðum sem ætla að sækja á þá það er raun dauði að reyna það á anfield.
svo koma likamlega sterk og hávaxin lið sem hanga inn í teig og treysta á háloftabolta þá oftar en ekki breytast laglínunar á kop.is
ég vil sjá liðið halda couto fá dijk inn ásamt sterkum miðjumanni uppá frekari breidd.
en staðan lýgur ekki og úrslitin það er enginn ástæða til annars en að hafa trú á liðið þetta tímabilið.
Ótrúlega auðveldur leikur en ástæðan fyrir því var fyrst og fremst krafturinn og vinnusemin í okkar mönnum. Næst kemur ótrúlegt agaleysi/getuleysi/andleysi Arsenal manna.
Nú þarf að ríða ölduna og kaupa styrkingu/breidd fyrir fimmtudag til að auka líkur á að liðið haldi dampi út tímabilið.
Óttast engin innkaup og meiðsli í landsleikjahléinu, hlýtur að vera kvíðaröskun.
Næsti leikur verður alvöru prófsteinn.
YNWA
Ég er glaður. Frábær sigur.
Gini leit út eins og Ronaldinho á köflum í leiknum frábær leikur hjá kappanum
Mér fannst í algjörri hreinskilni og ýkjulaust Karíus standa sig verst af öllum markvörðum sem ég hef séð spila í efstu deild í Evrópu á síðustu leiktíð (veit hann hlýtur að geta eitthvað, fyrst hann var svona mikils metinn í Þýskaland, en er að vísa til frammistöðunnar heilt yfir á síðasta tímabili). Vonandi leikur hann betur framvegis ef Klopp ætlar endilega að hræða mig með því að nota hann. Kannski verður hann á endanum bestur í heimi… hver veit.
Liðið var frábært í dag og hægt að útnefna nánast alla leikmenn liðsins sem menn leiksins fyrir utan Karíus.
En Wijnaldum er það nafn sem ég set aftan á mína treyju, frábær leikmaður.
“Sadio Mane has completed football. He needs to step up and fight Floyd Mayweather.”
Skilst að Arsenal menn hafi tekið hraðlestin niður til London.
Flottur sigur à slöku liði arsenal……
En stòru fréttirnar eru klàrlega að 3 spilaðir leikir í deildinni og 2 hrein lök!!!
Menn hættir að míga undir…. í bili
Varðandi Karius, þá getur vel verið að hann sé að fá ósanngjarna umfjöllun. Jú það komu þessi 3 tilvik þar sem hann fékk boltann í lappirnar og var seinn að losa sig við hann. En svo ku hann hafa verið duglegur að skipa sínum mönnum fyrir, sem er hugsanlega eitthvað sem skiptir meira máli. Það að hreint lak hafi náðst er auðvitað sambland af mörgum faktorum: markvörður, vörn, sókn andstæðinganna, dómarar, heppni, o.s.frv. o.s.frv. Mér finnst a.m.k. alveg ljóst að þessir 3 markmenn sem við eigum (ég er líkt og flestir búinn að afskrifa Bogdan…) hafa allir sína kosti og galla. Í þessum leik var Karius augljóslega slappur í því að koma boltanum til félaga sinna þegar hann var með boltann í löppunum og var pressaður af andstæðingunum. Kannski var það tilfallandi, kannski ekki. En svo hefur hann aðra kosti, og þeir gætu haft mikið að segja um þessi úrslit. Kannski var Moreno betur staðsettur en áður út af því að Karius var að segja honum meira til heldur en Mignolet hefur gert, og kannski hafði það úrslitaáhrif á skipulag varnarinnar.
Allavega, ég sé persónulega ekkert að því að vera með smá róteringu á markvörðum. Það er verið að rótera öðrum leikmönnum í vörninni, af hverju ekki í þessari stöðu? Eitthvað var Klopp gagnrýndur fyrir man-management með þessari breytingu, en má ekki segja að hann sé með þessu að lýsa yfir trausti á Karius og Ward? Þarf það að þýða vantraust á Mignolet í leiðinni? Hann hefur lýst því yfir að Mignolet sé áfram fyrsti kostur, og byrjar sjálfsagt á móti City í næsta leik. Gæti alveg að Karius og Ward fái svo að eiga bikarkeppnirnar, en hvað veit ég svosem? Klopp hefur þetta bara eins og hann telur að sé best.
Gini og Can voru geggjaðir í dag !!!
Arsenal er að ölli jöfnu nokkuð gott lið, en það leit ekki út fyrir það í dag. Frábær leiur hjá okkar mönnum.
Legg til að menn skoði markið hans Salah og skoði hlut Mane í því. Hann hleypur fram fyrir varnarmennina og hægir á þeim. Grábærlega gert.
*frábærlega
Gargandi snilld.
Renato Sanchez – VVD og jafnvel einn til og við erum klárir í að berjast um titilinn
FSG boltinn er hjá ykkur og við erum í dauðafæri.
Þetta var gargandi snilld í dag. Á einhverjum hluta tímabilsins hefði það unnið gegn okkur að vera að spila 2 fleiri leiki en Arsenal á stuttum tíma, en eins og þetta hefur spilast þá hefur það frekar hjálpað til að vera í meiri leikæfingu. Sérstaklega var þessi vika góð með 3 heimaleiki í röð og engin ferðalög að trufla eða þreyta menn.
En það er augljóst á milli þessara liða hvort liðið hefur meiri trúa á sínum stjóra, sinni taktík og sínum liðsfélögum. Þó að Arsenal hafi marga flotta leikmenn á pappír og stjórinn nýtur allrar minnar virðingar þá eru þeir á afar vondum stað hvað liðið varðar. Við hinsvegar höfum sýnt mikill andlegan styrkleika að hrista Coutinho-gate af okkur og skila frábærri byrjun á tímabilinu í hús fyrir landsleikjahlé. Klopp og hans leikmenn og jafnvel FSG eiga heiður skilið fyrir að standa saman sem ein heild í slíkri stöðu.
Svo er það smámálið með leikmannagluggann síminnkandi. Maður vonar að CL-sætið og flugeldasýningin í dag gefi góð fyrirheit fyrir næstu daga en það er ekki á vísan að róa miðað við markaðinn í dag. Ég vona að Klopp gefi smá afslátt á því að telja ekki bara tvo menn í fótboltaheiminum geta bætt LFC. Það væri alger draumur í dós að fá VvD á lokametrunum en einnig líst mér vel á styrkingu á miðsvæðinu í formi Jean Michael Seri, Renato Sanchez eða Oxlade-Chamberlain. Leikstíll Klopp krefst mikilla hlaupa og álags þannig að það þarf meiri breidd til að geta haldið heilt tímabil út. Ef við lönduðum VvD og einum af þessum þremur þá væri maður helsáttur.
Og bloody klárið að semja við Emre Can ekki seinna en á morgun. Sá drengur er að þróast í massíft skrímsli á miðjunni og við verðum að halda honum hjá okkur næstu árin. Algert möst!
En takk fyrir mig í dag. Súper sigur og súper sunnudagur!
Peter Beardsley
Frábært liðð okkar í dag….Hef bara engan áhuga á að leita að einhverju neikvæðu.. Nú er bara næsti leikur sem skiptir máli. Við erum að byrja deildina svipað og í fyrra…Erum næstum óstöðvandi..Og nú reynir á að menn hafi lært af reynslunni og láti liðið ekki fara inn í veturinn með ENGA BREIDD.Það varð okkur dýrt í fyrra…Málið er að við erum bara 2-3 topp leikmönnum frá því að getað tekið þessa deild og eitthvað meira jafnvel…..Við verðum að kaupa miðvörð og miðjumann…Ekki séns að við sleppum við meiðsli í vetur frekar en í fyrra..
Flottur leikur, svona á gera þetta. Frábær framistaða hjá öllum.
Sturlaður leikur!
Ég spáði sigri og við mundum halda hreinu, svo ég var nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn, en andskotinn hafi það ég átti ekki von á þessari veislu. Við skulum hafa það á hreinu að Arsenal menn voru ekki svona lélegir bara af því að þetta var slæmur dagur hjá þeim, heldur líka vegna þess að okkar lið, Liverpool, lét þessa 11 menn líta út fyrir að vera lögfræðinga inni á vellinum. Skulum alls ekki gera lítið úr frammistöðu okkar manna með því að benda á að Arsenal hafi bara ekki verið góðir.
Ég gef öllum leikmönnum 10 í einkunn, Klopp fær 12.
YNWA
Sælir félagar,
Sá leikinn á írskum pöpp í Barcelona og og fögnuðu menn gríðarlega þegar Liverpool skoraði. Þetta var ótrúlegur leikur hjá okkar mönnum og ætla ég að vona að með þessum leik skilji Coutinho að betra sé að vera hluti af liði á uppleið en niðurleið. Eigum við ekki bara að byrja að bjóða í Suarez og sjá hvað Barcelona finnst um það. 🙂
Can, Gini og Henderson voru frábærir, vörnin skilaði sýnu, hraðinn á Salah !! vá !! Firmino og Mane eru með svo mikinn fótboltaheila !! Vá !! aftur. Fyrir mér er Mane maður leiksins. Það sem hann getur þessi drengur, tímasetningar, hraði og sendingar OMG, fyrir mér er hann verðmætasti maður í þessari deild eða allavega á topp 3. Er sammála hér að ofan að það hefðu öll lið litið ílla út á móti okkur í dag. TAKK FYRIR MIG
Ef þetta Liverpool lið er ekki að verða meistari þá veit ég ekki hvað! Það er enginn að fara að stöðva rauða herinn á svona dögum!!
Meistari Klopp búinn að sýna og sanna enn og aftur að hann er fremsti þjálfari heims og sá 19. er væntanlegur í vor.
Motd linkur….?
… einhver.
Varnarleikurinn hjá Arsenal í 3.markinu er einhver lélegasti sem ég hef séð.
Þeir eiga hornspyrnu og allir nema einn eru mættir í og við vítateig, nema einn leikmaður sem var inn á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Með rakettur eins og Mane og Salah hverskonar hörmung er það eiginlega?….ekki að ég sé að gráta það í eina sekúndu haha
Er einhver með link á match of the day ? Kemst ekki inná hann hjá bbc…
http://motdstream.com/
MOTD: https://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/6wf8dc/bbc_match_of_the_day_2_week_03/
Mæli með torrentinum ef fólki er umhugað um gæði.
Frábær leikur hjá okkar mönnum. Wijnaldum, Can og front 3 allir geggjaðir. Firmino er orðinn nánast glórulaust góður, Mané að detta í heimsklassa ef hann heldur þessu áfram og Can er heldur betur að stíga upp og ég viss um að hann eigi enn meira inni.
Mig grunar samt að Emre sé búinn að ákveða að fara til Juve næsta sumar og muni því ekki skrifa undir samning nema að allt smelli frábærlega á næstu mánuðum. Vonandi hefur hann trú á verkefninu því það yrði ekki auðvelt að finna leikmann með viðlíka eiginlega á minna en 60-70 milljón pund eins og markaðurinn er að þróast.
Verið að tala um að Mignolet sé mögulega á leið til Napoli er þettta ekki bara eitthver vitleysa ?
http://www.dailystar.co.uk/sport/football/640507/Liverpool-transfer-news-Simon-Mignolet-Napoli-interest-deal
Sæl og blessuð.
Átti ekki von á þessum dásemdarúrslitum. Hélt að Wengerinn myndi spila með hausnum en ekki gamla balletthjartanu. Karlinn er kominn upp að veggnum og hann hefur sýnt það að þá getur hann dregið upp úr ermi, ýmis tromp. Okkar menn búnir að spila mun meira það sem af er hausti og ættu að vera orðnir þreyttir. Glórulaust hjá honum að leggja þetta upp með þessum hætti, endalaus svæði fyrir okkar menn, máttlaust pessuspil og engir leiðtogar. Niðurstaðan varð einn auðveldasti sigur hingað til! Þetta var eins og að ætla Svanavatninu að yfirgnæfa Metallicu.
Jæja, en eftir stendur gamla gestaþrautin þegar liðin leggja rútunni í teignum. Þá sé ég okkur ekki standa í hárinu á MU sem eru ógnvekjandi. Gætum unnið City á góðum degi og mögulega Chelsea en andspyrnan verður ekki svona veikluleg í mörgum öðrum leikjum vetrarins eins og hún var í gær. Svo eru Burnley og Bournmouth að sýna snilldartakta og þegar nýliðasveit bláliðanna í borginni verður farin að tjúna sig betur saman verða þeir til alls líklegir.
Ef burðarásarnir fara að meiðast, eins og dæmin sýna að getur gerst, verðum við í verulega slæmum málum.
Sumsé: þessi úrslit hafa ekkert með það að gera að liðið skortir ferska fætur. Það þarf að ganga frá kaupum áður en glugginn lokar!
sögur segja að við vorum að bjóða í thomas Lemar hjá Monaco á 55 m punda mér lýst alveg helv vel á það!! heyrði ég Englandsmeistarar?
Paul Joyce – Liverpool agree club record deal with RB Leipzig for Naby Keita which will see him sign NEXT SUMMER.
Menn eru greinilega farnir að vinna vinnuna sína þarna!
paul joyce? @_pauljoyce 9m9 minutes ago
Keita having medical today. Officially joins on July 1, 2018.
Lvpl paid premium now on top of next summer’s £48million release clause.
Svo 55 milljona tilboð í Lemar!
Afhverju er Naby Keita að koma næsta sumar þegar við þurfum meiri breidd fyrir 2017-18 tímabilið? Er mögulega von á öðrum kaupum?
Naby Keita orðinn Liverpool maður!!!!….næsta sumar. Þvílik snilld
Renato sanchez að láni þangað til ?
Það verður þunnskipað í liðinu á meðan Afríkukeppnin stendur yfir!
En fengur er í Keita þótt hann komi ekki til bjargar á þessu móti. Næsta sumar má því ætla að Kúturinn yfirgefi svæðið og Keita komi í staðinn. Þar með léttir örlítið á pressunni og Kútur ætti að finna gleðina á nýjan leik.
Svo er bara að halda áfram að þétta hópinn! Næst er það Lemar hinn franski. Ekki amalegt, ef tekst að ,,landa” honum. Þá vantar ekki vængmennina – en nauðsynlegt er að hafa ærlega breidd og passa að við séum ekki með fólk á vitlausum stað eins og stundum hefur gerst.
Væntanlega er verið að undirbúa brottför couthino næsta sumar þar sem hann fær ekki að fara í ár, virkilega flott hjá FSG, næla svo í VVD og Lemar þá erum við flottir í ár !!
(60) það er búið að færa Afríku keppnina yfir á sumarið fom 2018.
Þetta er málið:
Keita inn í vor – Emre Can til Juventus frítt. Lásu það fyrst hér.
En ef þetta er ON er þá kannski Coutinho ekki á leiðini út núna í sumar en ekki næsta sumar? Því ég held það sé meira verið að horfa á Lemar í staðinn fyrir Coutinho.
64# “En ef þetta er ON er þá kannski Coutinho ekki á leiðini út núna í sumar en ekki næsta sumar?” er ekki eitthvað vitlaust við þessa setningu? 🙂
Nokkrar útgáfur af liði vikunnar:
http://www.goal.com/en/news/premier-league-team-of-the-week-salah-and-firmino-offer/1wk1wnu5kwua19350d65mxter
http://www.express.co.uk/sport/football/846667/Premier-League-Team-of-the-Week-Liverpool-Man-Utd-Chelsea-GW3-sportgalleries
http://www.dailystar.co.uk/sport/football/640654/Premier-League-team-of-the-week-stats-Liverpool-sportgalleries