Gerrard verður fyrirliði… gegn Sviss.

Capello hefur útnefnt Steven Gerrard sem fyrirliða í leiknum gegn Sviss á morgun EN tekur einnig fram að hann muni ekki útnefna varanlegan fyrirliða fyrr en fyrir leikinn gegn Andorra í haust.

“Gerrard is important because he can pass on things, transmit things and inspire the players. But I will not name a permanent captain before the Andorra match.”

Í enska landsliðinu er annar Liverpool leikmaður, Peter Crouch og vonandi verður hann í byrjunarliðinu ásamt Gerrard.

6 Comments

  1. Það lítur út fyrir að Capello komi til með að hafa góðan aga á mönnum. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig honum vegnar með Enska landsliðið.

    Annars frábær upphefð fyrir Gerrard. Hann er örugglega sterkur kanditat sem framtíðarfyrirliði. Ég er hrifinn af þessu hjá Capello að gefa sér tíma í þessa ákvörðun.

    Ég hefði viljað að það hefði verið skipt um fyrirliða hjá okkar landsliði þegar nýr þjálfari tók við. Með fullri virðingu fyrir Eið. Eiður er tvímælalaust okkar besti knattspyrnumaður en ég hef miklar efasemdir að hann sé okkar besti fyrirliði. Hermann Hreiðarsson á að vera fyrirliði íslenska landsliðsins.

Alonso er ekki í formi og fleira.

Hálf öld liðin frá Munich-flugslysinu