Skv. opinberu síðunni verður haldinn blaðamannafundur í dag, á milli æfinga hjá Liverpool, til að kynna Djibril Cissé opinberlega.
Verið er að leiða líkum að því að það verði önnur tilkynning með Cissé á fundinum, annars hefðu þeir getað kynnt hann einan fyrir tveimur vikum. En þeir biðu þangað til í dag … var það til að kynna annan leikmann í leiðinni? Eða vilja þeir kannski tilkynna að Michael Owen sé búinn að framlengja samning sinn við Liverpool?
Ég veit ekki … finnst líklegt, úr því að þetta er á milli æfinga, að þetta sé “bara” Cissé sem verður kynntur og að Benítez vilji ljúka þessu sem fyrst af, til að geta einbeitt sér að næstu æfingu sem verður svo síðdegis.
Við Einar munum fylgjast með þessu og fjalla um fundinn strax að honum loknum. Verður einhver annar en Cissé kynntur? Er St Mike búinn að framlengja? Hmmm…