Skrtel meiddur á kálfa

Hvað gengur eiginlega í gangi hjá varnarmönnum okkar þessa dagana. Martin Skrtel meiddist á kálfa á æfingu og hefur það verið staðfest á opinberu síðunni.

Þetta eru verulega slæmar fréttir fyrir Liverpool því Hyypia og Agger eru báðir meiddir fyrir og því er spurning hvernig Rafa stillir upp varnarlínunni gegn Barnsley. Arbeloa er alltaf ágætis kostur í miðvörð en hann er líka að ná sér af meiðslum.

Talað er um að Mikel San Jose gæti fengið tækifæri um helgina en hann sat einmitt á bekknum gegn Chelsea.

En ljóst er að með 3 miðverði meidda erum við ekki beint í toppmálum.

18 Comments

  1. Leyfa San Jose og Insúa að spreyta sig. Kemur ekkert annað til greina. Arbeloa – Carragher – San Jose – Insúa 🙂

  2. annaðhvort san jose eða riise í miðvörðinn, e-ð annað í boði?
    jú dirk kuyt 😀

  3. Fyrirgefiði en ég hef líklega misst af því þegar San Jose kom til liðsins. Getur einhver sagt mér eitthvað um drenginn?

  4. San Jose er 18 kk liv. Held að það viti enginn neitt meira en það. Jú, koma frá Bilbao.

  5. Veit einhver hvað er í gangi með Agger, veit að eymsli tóku sig upp og hann skipti um skótegund. En hvað er í gangi núna, finnst þetta vera sagan endalausa með það sem áttu að vera á sínum tíma tiltölulega lítil meiðsli hélt ég. Þurfum á þessum frænda okkar að halda í baráttunni um 4 sætið sem allra fyrst.

  6. Veit einhver hvernig meiðslatíðni Lpool er í samanburði við önnur stór lið, er tölfræði á reiðu? Finnst eins og hún sé hærri en gengur og gerist, sem er þá óheppni og/eða verri þjálfun. En kannski bara maður sé svona næmur á Lpool meiðsli og gleymir hinum.

  7. Held alveg að t.d. Chelsea séu óheppnari en við. United og Arsenal hafa meira að segja líka verið frekkar óheppinn og þá stór nöfn eins og van Persie, Rooney, Scholes og Rosicky aðallega verið lengri frá.

    Held að þetta sé bara eins og gengur og gerist hjá okkur. Og já, West Ham eru samt óheppnastir.

  8. Ég held að meiðslatíðnin hjá LFC sé bara ekkert verri en hjá öðrum liðum. Við bara eigum erfiðara með að fylla upp í stöðurnar þar sem við erum ekki með eins breiðan hóp og stóru liðin 3. Það er lán í óláni að ungu strákarnir fái loksins að spreyta sig og vonandi fáum við “breakthrough”.

  9. eikifr, ég er mjög sammála þér að maður verður að líta á þetta sem lán í óláni. Þeas að ungu strákarnir fá tækifæri. En þá verða þeir líka að fá þessi tækifæri

  10. Ekki gleyma West Ham, þeir hafa líklega verið í mestu meislavandræðum af öllum liðum undanfarin tvö tímabil en við erum að tala um hver eigi að vera í miðvarðarstöðunni við hlið Carragher gegn Barnsley og mér finnst eiginlega ekki skipta neinu máli hver verður þar því við eigum alltaf að afgeiða Barnsley en það er eins gott að einhver af þeim verði orðnir heilir fyrir leikinn gegn Inter því annars verðum við í slæmum málum.

  11. styð tillöguna hjá olla, held að Dirk kuyt væri klassa hafsent, jafnvel fínn hægri bakvörður líka ef það vantaði mann þar…sterkur fljótur (miðað við varnarmann) fín boltatækni (miðað við varnarmann), reyndar eru sendingarnar hjá honum frekar vafasamar, en að öðru leyti fínn, skorar allavega pottþétt aldrei sjálfsmörk, trúi því ekki að hann gæti skorað þegar hann er ekki að reyna það þegar hann skorar nánast aldrei í fleiri fleiri leikjum í röð þegar hann er þó að spila frammi, og þar er nú markmiðið að koma tuðrunni í markið

  12. Held að Alonso gæti leyst miðvarðarstöðuna með sóma á móti Barnsley. Yfirvegaður á boltann, góður að lesa leikinn, hávaxinn og getur komið boltanum vel frá sér. Vandamálið er vissulega að það tekur alltaf tíma að venjast nýrri stöðu.

  13. Hverskonar bull er þetta…menn eru endalaust meiddir?…set stórt spurningamerki við þetta allt. King Kenny var aldrei meiddur.
    Og Greame Souness vildi nú frekar spila með smá pain. Bara til að minna sig á að hann væri á lifi. Þetta eru pissudúkkur sem við erum að kaupa.

  14. Segðu, Einar, segðu. Ég var ekki á lífi á tímum Shankly, en mér skilst að ekki aðeins hafi leikmenn aldrei meiðst á þeim tímum, heldur hafi þeir getað flogið, með og án bolta. Og þar gerði líka aldrei neinn mistök; Dalglish og Keegan skutu aldrei framhjá þegar auðveldara var að hitta á markið, Grobbelaar og Clemence misstu boltann aldrei klaufalega inn, og Alan Hansen var aldrei klobbaður.

    Já, og Liverpool tapaði aldrei leikjum. Í gamla daga. Það voru sko alvöru fótboltatímar á Anfield … 🙄

Spjall um vara- og unglingalið.

Barnsley á morgun.