Dömur mínar og herrar. Þá er komið að því … 16 liða úrslit í meistaradeild Evrópu að hefjast og okkar menn auðvitað á fullu með í þeirri keppni. Á morgun, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 19:45, munum við mæta Ítalíumeisturunum Inter Milan og ef það er eitthvað sem Rafa kann, þá er það að ná árangri í Evrópukeppninni. Ef liðsmenn hafa áhuga á því að ná einhverjum árangri þetta tímabil, þá er þetta keppnin. Þetta er möguleikinn!
En hversu erfitt verður að ná einhverjum árangri? Eru ekki Inter menn miklu betri en við? Höfum við eitthvað í þá að gera, miðað við hvernig leikgleði, leikform, spilamennska, sjálfstraust og innanbúðarmál hafa verið? Við komumst Krísuvíkurleiðina áfram í þessari keppni, en verður það – ásamt fyrrnefndum atriðum – okkur til gróða eða ekki?
Á þessum tímapunkti vil ég minna á að við unnum Barcelona á Nou Camp, við unnum Juventus á Anfield, við höfum slegið Chelsea út í þessari keppni oftar en einu sinni … við höfum alltaf vitað að ekkert er ómögulegt fyrirfram í þessari keppni. Ef Barnsley getur unnið Liverpool á Anfield (já já, strá salti í sárin, Doddi!), þá hlýtur Liverpool – sem er the underdog hérna – að geta unnið Inter Milan.
“Liverpool’s current form is misleading. It will be hard to beat them. We know they are a great team with quality players and a great coach in Rafael Benitez.”
Þetta segir þjálfari Inter Milan, Roberto Mancini. Auðvitað spilar sálfræði alltaf hlutverk í svona baráttu, en ég hef mikla trú á þessum orðum ítalska þjálfarans.
“”It’s a major, major blow to go out of the FA Cup to a lower league team at Anfield. We realise that’s not good enough. — But we’re going to have to get over this quickly because the Champions League is massive for us now. It’s the only thing we have left that we can win.”
Jamie Carragher mælir hér orð að sönnu. Hann talar einnig um það að andrúmsloftið verði rafmagnað á Anfield á morgun, baráttan verði til staðar – liðið vill gera betur og þó svo að sigur á móti Inter myndi ekki bæta upp tapið gegn Barnsley … þá myndi það virka sem vítamínsprauta á baráttuna sem augljóslega er framundan í deildinni (fjórða sætið sko) og í CL-deildinni.
Rafa hefur mætt Inter tvisvar sem þjálfari (með Valencia) og í bæði skiptin komst Inter áfram. Árangur Inter gegn enskum liðum í 24 leikjum er þessi: 9 sigrar, 5 jafntefli, 10 töp. Liverpool hefur mætt ítölskum liðum sex sinnum á Anfield, sigrað fjórum sinnum og tapað tvisvar. Já … tölfræði er einkar skemmtileg stundum, en eins og ég segi alltaf og geri það nú: hún vinnur ekki leiki!!!!
Ég hef fulla trú á því að Rafa peppi sína menn upp og að öllu verði tjaldað til. Torres hlýtur að koma inn og skv. fréttum úr síðasta leik, þá finnst öllum að Babel eigi rétt á því að byrja inn á. Við höfum sosum sagt að Crouchinn okkar hafi átt það líka nokkrum sinnum, en vont er að lesa í Rafa hvað þetta varðar. Að þessum orðum sögðum hins vegar, þá segi ég strax að ég býst við 3-4 vitleysum hjá mér í spá um liðsuppstillingu – en ætla að veðja á þennan fák:
Finnan – Carragher – Hyypia – Riise
Benayoun – Gerrard – Mascherano – Babel
Torres – Crouch
Bekkurinn: Itandje – Arbeloa – Alonso – Kewell – Kuyt
Pennant inni og Kewell út? — Rafa mun sækja í reynsluna hvað varðar vörnina held ég og miðjan verður gjörsamlega crucial í þessum leik, og þar VERÐUR fyrirliðinn okkar að standa sig. Ég veit að kunningi minn mun ekki samþykkja með bros á vör spá mína með Riise í byrjunarliðinu … en ég ætla samt að skjóta á þetta. Munið eftir veseninu á milli Riise og Bellamy fyrir Barca-leikinn fræga? Hvernig fór það? 🙂 Og sóknin … Torres verður þar aðalmaðurinn en ég hef trú á að Crouchinn eigi eftir að reynast okkur vel, eins og svo oft áður. Við spilum eflaust varlega, en spilum til sóknar og sigurs. Ég vil líka trúa því að miðjan taki meira þátt í uppbyggingu spilsins núna en í öðrum leikjum. Háar og ónákvæmar sendingar langt fram á völl mega ekki sjást svona mikið!
Spá: Þetta verður ROSALEGUR leikur! Höfum við ekki einmitt séð það hjá Liverpool í þessari keppni, að þegar eymdin virðist vera í næsta nágrenni, þá rífur liðið sig upp og minnir okkur á að taka það alvarlega??? Mikil barátta, mikið taugastríð – og ef þeir ná að halda Zlatan og félögum niðri, pirra Inter menn dálítið og setja inn 1-2 mörk á undan þeim … þá hef ég mikla trú á mínum mönnum. Ég ætla að spá Liverpool sigri (auðvitað!! kemur eitthvað annað til greina??? Ha??) – þetta fer 3:1 þar sem Torres, Gerrard og Crouch skora, en Zlatan minnkar muninn í lokin með umdeildu marki!
ÁFRAM LIVERPOOL!! — Hafið trú á ykkar liði!!!
Tók þetta af BBC, skrifað af raclezer.
Set þetta hér inn þó svo að þetta ætti frekar við í síðasta pistli hans Krisjáns sem var mjög góður b.t.w.
Hvað um það, mér finnst þetta vara góður pistill líka hjá raclezer.
Áfram Liverpool !
NÁKVÆMLEGA!!!
ÁFRAM RAFA!
ÁFRAM LFC!
YNWA
ekki leiðindi en máttu ekki bæta við tveimum mönnum á bekkinn annars líst mér vel á þennan leik og er bara nokkuð bjartsýn.
Bekkurinn: Itandje – Arbeloa – Alonso – Kewell – Kuyt
Pennant inni og Kewell út?
Geta verið báðir þar sem það eru 7 varamenn í CL. 🙂
Þetta er keppnin okkar, ekki spurning. Tapið gegn Barnsley segir ekki mikið annaðkvöld. Það er bara allt annað lið sem stígur inn á völlinn í þessum Evrópuleikjum. Inter er sigurstranglegra liðið en Liverpool á samt ágætis séns.
Flott upphitun.
Veit ekki afhverju en á þessu stigi meistaradeildarinnar verður hún óþolandi leiðinleg. Spennandi en leiðinleg. Fá mörk og varfærni einkenna hana. Vegna þess spái ég 0-0 jafntefli í leik þar sem bæði lið fara mjög varlega í leikinn og í leikjunum 4 á morgun spái ég max 4 mörkum.
Vill hafa liðið svona:
Reina
Finnan Carra Hyypia Arbeloa
Pennant Lucas Mascherano Babel
Gerrard
Torres.
Pennant og Babel verða nokkurs konar sóknarmenn rétt fyrir aftan Torres og verða fljótir að sækja, en jafnframt fljótari að fara til baka. Gerrard verður svo frjáls inná miðjunni.
Bekkurinn: Itjande, Riise, Kuyt, Crouch, Kewell, Alonso, Benayoun.
Hvernig dettur mönnum í hug að við eigum einhvern möguleika gegn þessu stórliði Ítala, þá erum við ekki í lagi. árangur Liverpool undir stjórn Benitez hefur verið slíkur að til skammar er og burt með hanna strax!!!!!!!!!!!!!!!
En áfram LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sjáum til.
Segi enn að þessi leikur er ekki að mínu viti mælistikan á árangur Rafael Benitez, þessa leiki kann hann að vinna. Vonandi gengur það áfram svoleiðis!
Ég reyndar hallast að því að Torres verði einn uppi með Gerrard fyrir aftan hann, framan við Masch og Lucas/Alonso. Mascherano verður látinn spila mjög djúpt held ég og þar með fái Gerrard skipun um að vera undir senter.
Miðað við frammistöðu Pennant gegn AC í vor og þá staðreynd að Benayoun spilaði 90 á laugardag held ég að Pennant verði hægra megin og því miður er ég hræddur um að Kewell eða Riise verði hinum megin. Að sama skapi held ég að Kuyt fái að halda áfram í liðinu eftir markið sitt um helgina.
En ég vona að þín uppstilling verði málið og við sjáum alvöru frammistöðu liðsins……..
Það er ótrúlega erfitt að peppa sig í stuð fyrir þennan Inter leik, maður er líklega ekki ennþá búinn að jafna sig á síðasta leik og það er vissulega sérlega leiðinlegur mánudagur í dag. Mikilvægast á morgun held ég að sé að spila Kuyt rétt í leiknum, þ.e. fjarri byrjunarliðinu.
En eitt hefur þó náð að lyfta á mér brúninni í dag og þó það tengist ekki fótbolta þá sýnir þetta að ef þessi gaur getur unnið þá er ALLT hægt í íþróttum
http://www.youtube.com/watch?v=uLYSbqXnaDc
Maður dagsins klárlega 😉
Koma svo drengir, tökum þetta og stígum skrefið í átt að Moskvu með 2-0 sigri á morgun!!!! IN RAFA I TRUST!!!
Auðvitað sláum við Inter út. Þetta er eina keppninn sem Rafa kann eitthvað á. Hér er enginn maður sparaður og hann hefur leyft sér að sýna tilfinningar á linunni. Hann kann þetta karlinn.
fín upphitun doddi. ég vona að liðið verði eins og þú spáir því nema að yossi detti út fyrir pennant.
ég held að við vinnum 1-0 í hörkuleik og það verður gerrard sem klárar þá.
Jeddúdamíja. Maður er jafn vitlaus og maður er spenntur 🙂 Skrtel og Pennant inn í viðbót á bekkinn. Rafa bætir við og hefur trú á sínum mönnum auðvitað : “In this competition you do not need to say too much to your players because they know how important it is.”
“Það verður enginm helvítis rúta, nei það verður langferðabíll!”
Hef trú á að Rafa stilli liðinu upp eins og Doddi:) Við tökum þetta 2-0 Koma svoooo !
Já fín upphitun Doddi!
Eg er svo handviss um að liverpool vinnur þennan leik og við sláum inter út .Áfram L.F.C.
Það er ekkert rosalegt við þennann leik nema Evrópu þráhyggja Rafa, sumra leikmanna og margra áhangenda.
Nöfn á borð við barnsley, west ham, aston villa, middlesrough, wigan, man city, reading, blackburn, birmingham, portsmouth hringla í mínum eyrum þegar ég sé Rafa slefa yfir inter.
Líst vel á liðstillöguna… vonandi að Torres komi ferskur til leiks.
Það verður nú bara að segjast að þetta leggst ekkert voðalega vel í mann.
En maður má alltaf vona.
Hitler náði ekki að sigra í Moskvu og Napóleon ekki heldur en ég hef þá tilfinningu um að Rafael Benitez & félagar fari þangað alla leið og vinni þar í maí!
Áfram Liverpool!!!!!!
Svo vil ég minna alla á að hlusta á lagið Eye of the tiger rétt fyrir leikinn á morgun!
Snýst allt um hárið. Vel greiddir Ítalir = Liverpool á ekki séns. Hins vegar ef það er bad-hair-day þá má fastlega búast við rauðum sigri á Anfield.
Áfram Liverpool !
0-2
Zlatan bæði
Inter mætir í gras smökkun á anfield.
Björn, þráhyggjan er þín. Það viðhorf að það sé bara sjálfsagt mál að Liverpool vinni deildina en eina ástæðan fyrir því að það sé ekki að gerast sé “evrópu þráhyggja Rafa” er magnað dæmi. Leikmannahópur liverpool er enn nokkuð á eftir öðrum topp liðum m.t.t. þess að ætla sér að ná betri árangri en þau yfir 38 leiki. Ef Liverpool nær góðum árangri gegn Inter og í CL þá er vitleysa að ætla sér að fara gera eitthvað lítið úr því “af því bara” að Rafa hefur gengið vel í þeirri keppni áður.
Þetta er snilldarkenning, Óli. 🙂
Þetta steinliggur…. 3 – 0 fyrir Liverpool… það verður gaman að sjá fyrirsagnirnar í ensku götublöðunum á morgun…
Það verður stemmari í kringum þennan leik… og Ítalirnir eru orðnir logandi hræddir….Carragher pakkar sóknarmönnum þeirra saman og Mascherano verður kóngurinn á miðjunni….
Carl Berg
Það eina sem ég bið um er að Liverpool spili ekki varnarbolta á Anfield. Og stilli ekki upp eftir hinu liðinu. Önnur lið eiga að stilla upp eftir því hvernig Liverpool ætlar að spila.
Þessi Jafnteflishugsjón er leiðinleg.
Oggy
Við erum að spila við Inter Milan, ekki Derby.
Ég sé ekki að það skipti máli Einar. Við eigum að vera liðið sem andstæðingurinn óttast þegar þeir koma á Anfield. Auðvitað eru mismunandi áherslur eftir því hver mótherjinn er en mér finnst að í grunnin eigi áherslan að vera sú sama: Sterk vörn og flottur, fjölbreyttur og vel skipulagður sóknarbolti. ….úff, sú var tíðin maður!!!
Auðvitað skiptir það máli. Haldið þið að Arsenal stilli ekki upp á miðvikudag með tilliti til þess að þeir eru að fara að spila gegn Kaka? Haldið þið að United stilli ekki upp með það í huga að reyna að stoppa skot rétt utan teigs frá Juninho?
Við erum að fara að spila við lið sem er með mjög sterka miðju, einstaklega góða sóknarbakverði og Zlatan Ibrahimovic í formi lífs síns frammi. Auðvitað er Liverpool á heimavelli og Benítez mun stilla upp þeirri leikaðferð og því liði sem hann telur að eigi besta möguleika á að sigra leikinn. Þar innifalið eru hlutir eins og:
Inter hins vegar munu væntanlega leggja upp með plan sem er eitthvað á þessa leið:
Öll lið hugsa svona. Þú reynir að vinna leiki með því að stöðva hitt liðið í að gera það sem þeir gera best og láta þitt lið gera það sem það gerir best.
Að halda því fram að lið eigi að fara út á völlinn hugsandi eingöngu um eigið ágæti og ekkert um hættur hins liðsins er allt of mikil einföldun. Þannig hugsar ekkert lið í fremstu röð.
Siggi segir:
Hvað hefur Liverpool gert mörg jafntefli á Anfield í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez? Held þú ættir að skoða þá tölfræði áður en þú skýtur svona ásökun út í loftið.
2-0 sigur og menningarborg Evrópu mun blómstra á ný!
Veit einhver hvernig statusinn er á Daniel Agger? Er hann ekkert að koma til? Hef saknað hans sárt.
Ég ætla að vera fram úr hófi bjartsýnn og spá Liverpool 3-0 sigri. Þar sem Torres situr 2 mörk og Crouch 1. Ef sigur vinnst í þessum leik og við komumst áfram í 8 liða úrslit þá er ég til í að slaka aðeins á fýlu minni út í Benítez. Hún hefur verið að stigmagnast hjá mér líkt og flestum öðrum undanfarnar vikur. En góð úrslit í kvöld myndu minnka hana aðeins.
Áfram Liverpool!!!
Eins og ég hef verið svekktur með spilamennsku liðsins að undanförnu verð ég að viðurkenna að ég er nokkuð spenntur fyrir leikinn í kvöld.
Ég á reyndar ekki vona á miklum markaleik, frekar að leikurinn vinnist á einu marki. Í raun má segja að við höfum getu til að standa í stóru liðinum og í raun hentar okkur betur að vera “litla” liðið. Við erum með bakverði (Riise og Finnan) sem eru því miður afar dapir sóknarlega en hentar vel að spila vörn. Þeir gætu átt ágætan leik eins og á móti Chealse um daginn.
Carrager og Hyypia yrðu svo miðverðir. Ég væri reyndar til í að sjá Skrtel spila ef hann væri heill en þá myndi ég setja Carra í bakkarann. Hyypia er einfaldlega búinn að vera mun betri en Carra að undanförnu og svo er Carra mun betri sóknarlega en Finnan að mínu mati.
Á miðjunni er Masch. eins og fæddur til að spila svona leik þannig að ég spái að hann verði maður kvöldsins. Tæklar allt sem hreyfist á miðjunni og þarf ekki að spá mikið í sóknarleikinn. Ég vona að Alonso verði með honum. Í raun gæti Leiva alveg eins verið með honum en við verðum að koma Alonso í leikform og reynsla hans vegur meira hjá mér að þessu sinni.
Gerrard á hægri kantinn. Ekki spurning hans besta staða og ekki veitir nú af því að fá ógn af hægri kanntinum. Benayon gæti líka spilað á kantinum en Gerrard er bara einfaldlega betri. Í raun væri Benayon frábær varamaður í þetta lið. Pennant er svo í mínum huga búinn að sína það og sanna að hann á ekkert erindi í lið sem vill berjast í toppbaráttu á öllum stöðum. Kantmaður sem skorar ekkert og leggert jafn lítið upp og raun ber vitni á að mínu mati ekki erindi í liðið. Ég veit að margir sem skrifa hér eru á öðru máli … en strákar ef hann er að spjara sig af hverju í ósköpunum er hann þá jafn langt frá því að komast í enska landsliðið og raun ber vitni?
Svo myndi ég setja Kewell á vinstri kantinn. Fannst á innkomu hans í síðasta leik að hann væri að komast í leikform. Alltaf hættulegur og ef við næðum honum í gang þá er hann heimsklassa. Ég veit að margir eru búnir að afskrifa hann en ég vil minna á að Giggs var einnig afskrifaður fyrir nokkrum árum. Ég einfaldlega tel að liðið væri miklu betra með hann í sínu besta formi. Það form er nú bara eitthvað sem aðrir leikmenn í liðinu munu einfaldlega aldrei ná.
Frammi vil ég hafa Babel og Torres. Báðir ösku fljótir og með gæði til að taka menn á. Babel gæti verið í frjálsri rullu og dottið niður á sitt hvorn kanntinn. Með Gerrard Kewell og Torres í boxinu værum við svo alltaf hættulegir. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir því að sjá þessa tvo saman frammi.
Kuyt yrði svo á bekknum í stað Crouch. Framlag hans í leiknum er einfaldlega mun meira en hjá Crouch og hef hann skorar eins og í síðasta leik á hann frekar skilið en Crouch að vera á bekknum. Það væri svo fínt að fá hann inn á ef við værum yfir og lítið eftir. Rafa er að takast að búa til varnarmanni úr honum alveg eins og Hollier tókst að gera varnarmann úr Heskey. Man hvað ég var orðinn spenntur fyrir að sjá Heskey sem hafsent.
Vona að liðið verði eitthvað á þessa leið. Örugglega einhverjir sem eru mér ósammála en ég tel þetta einfaldlega bestu leikmennina sem við eigum jafnvel þó sumir hafi verið nokkuð frá sínu besta formi upp á síðkastið.
Svo er ég bara nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn og ætla að gleyma ergelsinu út í Rafa í tvo tíma. Vonand tekur það sig ekki upp eftir leikinn.
Áfram Liverpool!
VIÐ VERÐUM AÐ SÝNA OFUREFLI Í KVÖLD TIL AÐ VINNA OG KANNSKI KEMUR ÞAÐ HJÁ LIÐINU SEM VIÐ HÖFUM SÉÐ Í MEITARADEILDINNI
ALLIR PÚLLARAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
YOU NEVER WALK A LONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Þetta verður líklega/vonandi/kannski háspennuleikur – ég er eiginlega sannfærður um það. Ef okkar mönnum tekst að komast yfir taugaspennuna á fyrstu 20 mínútum leiksins þá eru okkur allir vegir færir. Ef leikurinn þróast þannig að við lendum undir á þessum fyrstu 20 mínútum þá líst mér ekki á blikuna.
Menn mega hafa sýnar skoðanir á Rafa, eigendum, stjórninni og jafnvel stelpunum á barnum á Park, en þrátt fyrir allt þá er enginn heimsendir í nánd. Það er ekki hægt að benda á einhvern einn eða eitthvað eitt sem er að valda þessu leiðindartímabili hjá okkar mönnum. Ýmsir samverkandi þættir hafa grafið undan sjálfstraustinu og þó að menn gagnrýni róteringakerfi Rafa þá finnst mér fyrst og fremst leikmenn hafa brugðist. Lykilleikmenn eru ekki að skila sínu og fótbolti er nú einu sinni þannig að það er inn á vellinum sem hlutirnir gerast fyrst og fremst. Leikmenn mega ekki skýla sér á bak við fjármálavafstur eigenda, skeggið á Rafa, að Paco sé farinn eða hvað þeir vilja nota. Kuyt þarf að einfaldlega að taka á móti boltanum eins og maður, Alonso þarf að senda á samherja, bakverðirnir þurfa að koma boltanum fyrir þegar þeir komast upp kantana, senterarnir þurfa að nýta færin sín miklu betur og Riise þarf að fara heim til Noregs aftur. Þegar menn taka til við að spila fótbolta aftur, eins og þeir gerðu í upphafi tímabils og eins og þeir hafa sýnt að þeir eru algjörlega færir um þá verður breyting á.
Þetta tímabil er farið í súginn m.v. væntingarnar í upphafi þess – það er samt enn tækifæri til að plástra sárin og ég vona að menn hefjist handa við það í kvöld. Eigum við að segja 2-1 fyrir okkar mönnum. Torres og Hyypia með mörkin 🙂
Veit einhver hvort þessi leikur verður í opinni á Sýn? Á ekki alltaf eitthver leikur að vera óruglaður í hverri umferð?
Vonast eftir liðinu svona:
Reina
arbelo Carra Hyypia arelio(rise)
Penant gerrard mascherano babel
Torres crouch
Annars held ég að við munum taka þennan leik Barnsley leikurinn breytir engu það er núna bara þessi kepni eftir svo ég held að við tökum þetta 2 til 3-0 .
Annars vil ég að Pennant inni því hann er talsvert betri með boltan en Benayoun.
Áfram liverpool
Ætla rétt svo að vona að hvorki Kuyt, Riise eða Kewell verði ekki í byrjunarliðinu. Draumauppstilling væri svona(fyrir utan meidda menn)
Finnan-Carragher-Skertel-Arbeloa
Macherano
Pennant- Gerrard-Babel
Crouch-Torres
Mikið væri ég til í að sjá þessa uppstillingu 😉
YOU´LL NEVER WALK ALONE
Vonast eftir að liðið verði svona, en vildi samt hafa Skrtel í miðverðinum með Carragher en ekki hyypia
Finnan – Carragher – Hyypia- Arelio
Mascherano
Benayoun – Gerrard – Alonso – Babel
Torres
Bekkur:Itandje Arbeloa Crouch Kewell (Skrtel ef hann er heill) en annars Riise
2-0
Babel 15 mín
Torres 42 mín
og svenska pylsan fær rautt á 13 mín
The Liverpool team in full: Reina, Finnan, Aurelio, Carragher, Hyypia, Mascherano, Lucas, Gerrard, Babel, Torres, Kuyt. Subs: Itandje, Riise, Benayoun, Arbeloa, Pennant, Alonso, Crouch.
Kuyt út og Crouch inn þá væri ég sáttur… síðan hefði ég ekkert á móti Pennant á hægri vænginn og Lucas á bekkinn
Dirk Kuyt í byrjunarliðini. Krææææææææææææææææææææææææææææst!
Annars líst mér ágætlega á þetta. Við unnum jú Juve með Le Tallec frammi.
Já, og Alonso á bekknum og Lucas í liðinu. Það þykir mér magnað og gæti gefið vísbendingu fyrir sumarið.
Mjög sammála Hössa, það er reyndar lítið meira um málið að segja að sinni. Það kemur mér reyndar á óvart hvað fáir vilja sjá bennayon sem framliggjandi miðjumann. Man ekki eftir fyrirgjöf frá honum gegn Barnsley hann er hins vegar skapandi leikmaður og einn af þeim skásstu í okkar hópi um þessar mundir og mundi án efa blómstra í þeirri stöðu. Lifi í vonini um gott evrópukvöld. Baráttukveðjur
Byrjunarliðið komið á Soccernet. Kuyt byrjar. Meiriháttar.
Byrjunarliðin skv fótbolta.net
Liverpool (4-4-2): Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Aurelio, Gerrard, Mascherano, Lucas, Babel, Torres, Kuyt.
Varamenn: Itandje, Riise, Benayoun, Arbeloa, Pennant, Alonso, Crouch.
Inter (4-4-2): Julio Cesar, Maicon, Materazzi, Chivu, Zanetti, Stankovic, Cambiasso, Maxwell, Cruz, Ibrahimovic.
Varamenn: Toldo, Figo, Vieira, Burdisso, Crespo, Maniche, Suazo.
Getur einhver spakur maður reynt að útskýra það fyrir mér af hverju Benitez ætlar að leggja heiður sinn í hendur Kuyt? Þetta er svo fáranlegt. Jesús og svo þegar þetta eigi gengur þá á hann eftir að skipta Crouch inn á á 78 mín.
gæti það verið af því að Crouch gat ekki rassgat í síðasta leik og sýndi baráttuanda á við agúrku?? ég bara spyr!!!!!!!
Hvaða lið er þetta í rauðu!?!?!?!
Sýnist þetta vera Barnsley.
djöfull er þetta samt rosalega lélegur leikur hingað til – engin marktækifæri að ráði ennþá.
Það er alveg morgunljóst að ef að við eigum að ná að skora í leiknum að þá þarf að vanda sendingarnar miklu, miklu, miklu betur. Færri snertingar, fleiri hlaup og einfaldari bolta, finnst menn vera að flækja hlutina full mikið. Fallegasti og árangursríkasti boltinn er oftast sá einfaldasti. Koma svo Liverpool, þolinmæði er orð kvöldsins í kvöld!!!
Er sammála ummælum 53 en þessi leikur er bara einn stór vígvöllur þar sem aðdáendur öskra menn áfram. Ég er skít hræddur núna um að Inter verði hættulegra í seinni hálfleik eftir að við urðum einum fleirri. Við eigum eftir að mása og blása á þá án þess að komast í gegn og síðan skyndisóknir Inter stórhættulegar.
Það er ljóst að liðið mun ekki bara allt í einu taka upp á því að læra að spila sig í gegnum vörn andstæðingsins á einu kvöldi þegar þetta hefur verið akkillesarhæll liðsins síðan 1989, eða liðið hætti að vera best. En sjáum til.
Þetta verður þolinmæði og ekkert annað.
1 eða jafnvel 2-0 yrðu frábær úrslit. Tala ekki um ef við setjum 3 mörk á síðasta korterinu eins og gegn Porto. Skiptir samt öllu fyrir einvígið að fá ekki slysa útivallarmark á sig núna í seinni hálfleik.
Materazzi í banni í seinni leiknum. Lið geta vel skorað á San Siro gegn Inter, Arsenal vann þar 5-1 hér um árið. Þetta lítur ágætlega út núna en getur breyst fljótt.
Hver var að tala um boltamóttökuna hjá Kuyt? Sýnist Torres búinn að klúðra nokkrum efnilegum sóknum með einstökum klaufagangi.
Crouch verður settur inná fyrir Aurelio ef ekkert gengur að vinna á varnarmúrnum. Kannski Benayoun líka.
Crouch fremstur með Kuyt, Torres, Babel, og Gerrard spriklandi fyrir aftan hlýtur að duga til að skora nokkur andskotans mörk. Inter voru/eru pirraðir og við það að fara á taugum.
KOMA SVO LIVERPOOL!
Jæja, er er farinn að sjá ofsjónir, eða var Kuyt að skora?
þetta er sigur – og ekki misskilja mig – en andskotinn hafi það hvað þetta er leiðinlegur leikur
hahaha þetta var óstjórnlega leiðinlegur leikur, rauða spjaldið átti sinn þátt í því. Kom mér á óvart hvað Inter-menn voru samt ógeðslega lélegir (eða við góðir?)
Hmmm…horfði á leikinn á TV3+ hér í hinu hnignandi Dana”veldi”. Það er með eindæmum hvað Preben Elkjær (sem situr í stúdíói) HATAR Liverpool.
Flott mörk og góður sigur. Skál!
Loksins hitti maðurinn markið. Varðandi það að þetta hafi verið leiðinlegur leikur. Æii var þetta ekki bara ítalskur fótbolti þegar annað liðið kemst yfir eða missir mann út af. Það að Liverpool hafi skorað 2 mörk á móti Inter liði sem lá með 8 menn í vörn er nú nokkuð gott. Þetta var ekki fallegt, en ég get alveg sagt ykkur það að Barca hefði líklegast ekkert gert það fallegra.
58 leiðinlegur ? ertu örugglega að horfa á leikinn óruglaðann?
Preben Elkjær hatar ekkert Liverpool. Hann díspæsar Liverpool. En það er merkilegt að í gegnum öll þessi ár með TV3+ þá er ég farinn að halda að Schmeicel sé laumu-Liverpool aðdáandi Nr. 1. Svo má nú ekki gleyma því að Preben Elkjær er búinn að spá Inter sigri í CL í cirka 10 ár, þannig að ef Liverpool slær þá út þá verður hann líklegast að taka einhverjar pillur og enda þetta.
glæsilegt strákar!!!
Hvað eru menn að tala um leiðinlegan leik. ég trúi ekki að mönnum finnist leiðinlegt að sjá Liverpool gjörasamlega jarða ítalíumeistarana. þó svo að mörkin hafi látið á sér standa framan af þá spiluðu okkar menn eins og sannar hetjur og gáfu ekkert eftir.
leiðinlegt my ass!!!
Stoltur af okkar mönnum og enn og aftur er Pennant að sýna að hann er okkar besti kanntari. Leikurinn varð allt annar með innkomu hans. Ekki oft sem ég er ánægður með skiptingar Benitez en þær sannarlega virkuðu í þetta skiptið. VÚHÚ YOU´LL NEVER WALK ALONE…….
Og vá hvað ég er sammála Ingi, mér fannst þessi leikur ALDREI leiðinlegur.
Come on YOU guy’s and girl’s, leikur getur ekki endað sem leiðinlegur leikur ef við vinnum!!! allavegana lít ég svo á að ef við vinnum þá gleðjumst við þannig að þetta er bara gleði gleði í mínu augum þótt ég sé nú hálfur Ítali hohohohohoh
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS