Liðið gegn Maribor

Þá er búið að tilkynna liðið gegn Maribor:

Karius

TAA – Matip – Lovren – Moreno

Milner – Can – Winjaldum

Salah – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Gomez, Klavan, Henderson, AOC, Solanke, Sturridge.

Semsagt, Karius inn fyrir Mignolet, eins og var alltaf vitað. Þar fyrir utan er TAA kominn inn fyrir Gomez, og Milner fyrir Henderson. Að öðru leyti er þetta bara sterkasta liðið sem völ er á. Svosem í samræmi við það sem Klopp talaði um á blaðamannafundinum í gær.

U19 gaf vonandi tóninn fyrr í dag með 4-1 sigri, þar sem Grabara varði víti og Adekanye skoraði tvö.

Já og það verða appelsínugulu búningarnir á eftir.

YNWA!

36 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég er sáttur við þetta. Fyrst Klopp gat ekki stillt upp Suarez og Gerrard þá er þetta ekki svo slæmt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Rosalega finnst mér skrýtið að spila Lovren sem var sagt að þyrfti 5 verkjatöflur til að spila leiki og hann fær ekki hvíld í þessum leik, ég hefði haldið að Joe Gomez gæti fyllilega leyst hann af.

    Og hvað þarf Oxlade Chamberlain að gera til að fá sjénsinn, mögulega er Klopp að reyna að spila í þá sjálfstraust en á móti þá hækkar trúlega ekki sjálfstraustið hjá AOC með því að fá aldrei sénsinn.
    En ég er svo sem bara sófadýr sem horfi á þetta.

    Spái þessu 1-3

  3. Furðulegt að nota tannálfinn í markið. Áfram Liverpool.

  4. Hvað með þessa steikera sem við eigum, Solanke, sturridge o.s.frv
    Á ekkert að fara að nota þessa breidd sem við erum með

  5. YESS!!! 0-1 eftir rúmar 3 mín. Nú bara pakka í vörn og tefja! 😉

  6. Hvað er að gerast. Næstum öll skot rata í netið.
    Ég get alveg vanist þessu 🙂

  7. Einhver með stream sem actually virkar? Búið að loka síðustu fjórum sem ég fann.

  8. Koma svo!!! Fleiri mörk. Finnst þetta fullt rólegt hjá þeim núna.

  9. Maribor komust aðeins meira inní leikinn eftir 30 mín en skaðinn er skeður fyrir þá virkilega flottur fyrri hjá okkar mönnum

  10. 0-4 fyrir okkar mönnum. Ég er á því að þetta er helvíti mikilvægt fyrir lið sem hefur ekki mikið sjálfstraust sóknarlega. Liðið að spila á móti fyrir fram slakara liði en eru að nýta færin vel og menn með bros inn á vellinum sem gaman er að sjá.

    Svo vill maður sjá Klopp taka skiptingar fljótlega í síðarihálfleik til að spara menn fyrir átökin á sunnudaginn.

  11. Er milner svona mikið betri en henderson núna vil ég bara sjá hann í næstu leikum frekkar en henderson sém er búin að vera hræðilegur

  12. Sæl og blessuð.

    Fyrirtak, alveg. Þótt andstæðingarnir séu ekki af merkielgri sortinni þá sýnir sagan okkur að slíkt er engin ávísun á sigur.

    Jamm, afbragð!

  13. Salah þvílíkur leikmaður samt þetta hlýtur að vera með einni af betri byrjun hjá LFC leikmanni fyrr og síðar meigi hann halda áfram lengi á sömu braut.

  14. Yndislegt!
    Hvað þurfum við og liðið meira en að fá svona fyrri hálfleik. Mig hungrar í að menn haldo áfram og skori meira. Flott að auka sjálfstraustið fyrir helgina.
    YNWA

  15. Nauðsynlegt að gera a.m.k. eina skiptingu í hálfleik og síðan 2 á 60.

    Engin ástæða til að slíta t.d. cout og salah út, tímabilið er langt og strangt. Lovren getur svo fengið pásu líka.

  16. Fá aðrir en ég taugakippi í andlitið þegar Coutinho er að selja sig í einvígjum?

  17. Ánægjulegt að Moskva sé að hjálpa okkur líka eru að rúlla upp Sevilla

  18. #34

    Bæði á vel við.

    Þetta Maribor lið er engan veginn prófsteinn á getu liðsins.
    Hinsvegar var gaman að sjá menn klára færin sín og það gæti gefið mönnum smá sjálfstraust.

  19. Þetta Maribor lið er ekki lélegra en svo að það gerði jafntefli við Spartak Moskva á þessum sama velli – Spartak sem slátraði Sevilla í gær. Vissulega lið sem við ætlumst til að vinna en engu að síður frábært afrek að taka þá svona. Þessi markamunur getur jafnvel skipt máli í lokin.

Maribor á morgun

Maribor 0 – 7 Liverpool