Tottenham á Wembley

Eftir að hafa slegið met um stærsta útisigur ensks liðs í evópukeppni verður næsta próf liðsins Tottenham á þjóðarleikvanginum. Tottenham liðinu hefur ekki gengið nægilega vel á heimavelli í vetur, liðið er með fullt hús stiga á útivelli en heima hefur liðið fengið fimm stig í fjórum leikjum og vann sinn fyrsta leik gegn Bournemouth um síðustu helgi. Ég var staddur í London og sá að það voru enn lausir miðar í miðasölunni á vellinum og skellti mér á leikinn, ég verð að segja ég hélt að allt talið um andleysið á Wembley hefði verið ýkt en það er það svo sannarlega ekki. Bournemouth stuðningsmenn sungu og dönsuðu en Tottenham menn sátu nánast í þögn allan leikinn fyrir utan einstaka menn sem stóðu upp og öskruðu “Who are you, who are you” ásamt því að völlurinn tók einu sinni undir að Harry Kane væri einn þeirra. Tólfti maðurinn virðist því ekki vera mikið til að óttast á Wembley.

Andstæðingarnir

Það er þó ekki að segja að leikurinn verði auðveldur, Tottenham liðið er gríðarlega vel mannað og þörf þeirra á þessum tólfta manni hefur ekki verið mikil. Þeir hafa lent í meiri meiðslavandræðum í ár en undanfarinn ár, síðustu leiki hafa þeir verið án beggja vinstri bakvarða ásamt miðjumannanna Wanyama og Dembele en menn hafa bara komið inn í manns stað Vertongen hefur leyst bakvörðinn með prýði og Harry Winks, 21 árs miðjumaður, spilaði sig inn í enska landsliðshópinn í nokkrum leikjum og er nú kallað eftir því að hann fái sæti í vélinni til Rússlands.

Tottenham er með 17 stig eftir fyrstu átta leiki tímabilsins en nú er komið að þeirra stærsta prófi í ár því í næstu fjórum leikjum mæta þeir Liverpool, Manchester United og Arsenal með leik gegn Crystal Palace þar á milli. Verandi nú þegar fimm stigum frá toppi deildarinnar er það gríðarlega mikilvægt fyrir Tottenham liðið að tapa ekki of mörgum stigum í þessari leikjahrunu sérstaklega þar sem City virðist bara ætla að leika sér að þessari deild í ár. Sigurinn er þó okkur enn mikilvægari þar sem við sitjum með 13 stig, níu á eftir City.

Síðan 2012 hefur Tottenham alltaf endað fyrir ofan Liverpool í deildinni fyrir utan 2014 þegar við tókum annað sætið. Þetta er ekki ártal sem ég tók að handahófi því Tottenham hefur ekki heldur sigrað innbyrgðis leik gegn Liverpool síðan 2012, í síðustu 10 leikjum hefur Liverpool unnið sjö og gert 3 jafntefli.  Vonum að þetta run haldi bara áfram á morgun.

Af liðsvali þeirra er það að frétta að Danny Rose er byrjaður að spila aftur en mun ekki byrja á morgun og Ben Davies hefur jafnað sig af veikindum sínum. Liðið breytti til gegn Real Madrid og spilaði Lorente með Harry Kane í kerfi mitt á milli 3-5-2 og 4-4-2 þar sem Eric Dier var duglegur að setjast á milli miðvarðanna þannig að bakverðirnir gætu sótt en þar sem Dele Alli er ekki í leikbanni býst ég við að Kane verði einn upp á topp í þessum leik.

Lloris

Vertonghen – Sanchez – Alderweireld

Trippier – Dier – Winks – Davies

Eriksen – Kane – Alli

Liverpool

Okkar menn virðast koma mun betur undan þessu landsleikjahléi miðað við það síðasta, liðið spilaði mjög vel gegn Manchester United en því miður var lítið end product í liðinu. Það átti hinsvegar ekki við í síðasta leik þegar liðið flaug til Slóveníu og kom tilbaka með 3 stig og sjö mörk nú er bara vonandi að markaskórnir hafi verið reimaðir aftur á og setja nokkur í London á morgun því ef það verða skoruð þrjú eða fleiri mörk í leiknum verður annað met slegið. Þá verður rimma Liverpool og Tottenham þær viðureignir þar sem flest mörk líta dagsins ljós í ensku úrvaldsdeildinni en 140 mörk hafa verið skoruð í leikjum liðanna, tveimur minna en í leikjum Tottenham gegn Chelsea og Everton gegn Manchester United.

Mané, Lallana og Clyne eru enn frá vegna meiðsla og er ljóst að eins og svo oft áður munum við sakna Mané í þessum leik. Síðan hann samdi við liðið höfum við unnið 60% leikja sem hann hefur spilað en aðeins 41% þeirra leikja sem hann vantar. Hinsvegar hafa Mo Salah og Coutinho verið á góðu skriði svo vonandi munum við ekki sakna hans of mikið á morgun. Fyrir mér er hausverkur Klopp aðallega tveir menn. Annarsvegar átti Trent Alexander-Arnold fínan leik gegn Maribor en það er ljóst að Joe Gomez er betri varnarmaður og því geri ráð fyrir að hann byrji leikinn og hinsvegar átti James Milner frábæran leik og hann hlýtur að hafa komið sér ansi nálægt byrjunarliðssæti á Wembley er hann fær það ekki.

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Milner – Henderson – Can

Salah – Firmino – Coutinho

Þarna er ég með Wijnaldum á bekknum sem er nánast skot í myrkrið. Hann hefur að mínu mati verið óstöðugastur miðjumanna í vetur en að sama skapi er ég á því að þegar hann spilar vel er hann okkar besti miðjumaður þannig ég gæti alveg séð Milner byrja á bekknum en eitthvað segir mér að hann fái að byrja á morgun.

Spáin

Ég ætla að spá því að gott gengi gegn Tottenham muni halda áfram og við sigrum leikinn 2-1 þar sem Salah og Firmino setja eitt markið hvort en Eriksen mun skora fyrir heimamenn.

23 Comments

  1. Flott upphitun Hannes og gaman að fá Wembley vinkilinn inn í þetta. Hef sett spurningamerki við það hvort verið sé að ofmeta skortinn á stemmara á Wembley hjá þeim, en greinilega er það að hafa áhrif.

  2. Nei ekki Millner í miðjuna. Já hann var góður í síðast leik þar sem mótspyrnan var lítil en í hröðum leik þá getur hann lent í vandræðum á miðsvæðinu því að hann er mjög hægur.
    Svo að Winjaldum, Henderson og Can væri mín miðja í þessum leik.

    það verður fjör í þessum leik og held ég að þetta verður allt eða ekkert leikur. Annað hvort stórkostleg framistaða en skelfilegi.

  3. Óska þess að Millner verði í byrjunarliðinu, jafnvel frekar en Hendo, hann átti storleik á móti Maribor og á skilið að byrja, talandi um Maribor, Hudensfiled sem er að vinna schum udt núna eru miklu verra lið en Maribor, þetta segir okkur hvað býr í liðinu okkar núna, sóknarlega séð allavega.

  4. flottur pistill Hannes, hinsvegar hvað er að frétta með Robertson? Væri til í sjá hann spreyta sig

  5. Vona þetta verði skemmtilegur markaleikur held reyndar ekkert annað með þessi 2 lið þegar þaug mætast þetta getur farið á hvorn veginn sem er en spái okkar mönnum sigri þar sem þeir koma inn með sjálfstraustið í lagi eftir leikinn gegn Maribor.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina. Þetta verður spurning um að halda aftur af Kane og Alli. Vörnin hélt hreinu í síðasta leik en þessi verður öllu erfiðari. Það vantar nottla í T’ham liðið eins og hjá okkur en við akulum samt veðja á vinning svona í ljósi hefðarinnar. 1 – 3 verður því mín spá í samt anzi erfiðum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Kane skorar, við ráðum ekkert við alvöru framherja. Reddaði okkur síðast að Utd fóru aldrei fram fyrir miðju. Ég hef samt trú á því að við skorum fleiri og klárum þetta.

    Málið er að Tottenham er lið og með þannig stjóra að það vill spila fótbolta. Það hentar okkur afskaplega vel eins og fram kemur í úrslitum á móti þeim. Ef þeir myndu hinsvegar taka Móra á þetta þá töpum við.

  8. Góðan og gleðilegan fótboltadag.
    Ég spái 5-5 jafntefli ef gomez verður ekki í bakverðinum, annars vinnum við 1-4.
    Ég meinaða

  9. Sæl og blessuð.

    Eins og ég spáði einhvern tímann fyrr í vor þá er varnarlínan öll að koma til. Ég held þeir eigi eftir að vera traustir í bakhlutanum og æða fram í grjóthörðum skyndisóknum. Höldum hreinu í dag og skorum 2-4 mörk.

    Takk fyrir.

  10. 2-3 í mögnuðum fótbolta leik, það er engin helvítis Rútumóra bolti í boði þegar þessi lið mætast

  11. Sælir drengir.
    Getið þið bent mér á annað fyrirbæri en streamcenter?

  12. Eina sem skiptir máli er að ná þessum 3 stigum manni er sama þó þetta yrði ekki markasúpa en allt annað en 3 stig í dag yrðu vonbrigði.

  13. Flott upphitun. Alltaf gaman að fá lið mótherjana á grænt.

    Ég ættla að spá mörgum færum en fáum mörkum. Þetta er 1-1. Moreno með stoðsendingu.

    Koma svo, vinna þennan leik og halda í vonina, áfram Liverpool og áfram meistari Klopp.

  14. Liðið komið og er það sama lið og spáð var hér í upphittun.

    James Millner byrjar leikinn en Winjaldum er ekki í hópnum í dag 🙁 svo að líkleg er hann meiddur.

Podcast – “Hoppaði aftan á Chamberlain”

Byrjunarliðið gegn Tottenham