Nú rétt í þessu var að ljúka fyrsta úrslitaleik enska Deildarbikarsins á hinum nýja Wembley-leikvangi. Leiknum lauk með 2-1 sigri Tottenham á Chelsea og unnu þeir hvítu þar með sinn fyrsta titil frá árinu 1999!
Við hér á Liverpool-blogginu óskum Tottenham-mönnum nær og fjær til hamingju með sigurinn. Þetta er ykkar dagur – njótið hans!
Ég verð að segja fyrir mig, persónulega, að ég var sáttur við þessi úrslit. Tottenham-liðið lék betur í þessum leik og sótti meira, auk þess sem manni finnst ekki beint leiðinlegt að sjá þetta Chelsea-lið tapa úrslitaleikjum. En viðsnúningur þessa Tottenham-liðs undir stjórn Juande Ramos í vetur er ótrúlegur og það er ljóst að þetta lið verður til alls líklegt heima fyrir og í Evrópu á næstu leiktíð.
Til hamingju með daginn Tottenham-menn. Þetta var verðskuldað.
Hvað sem hver segir, þá er bikar alltaf bikar og ég hefði svo sannarlega viljað vera að fagna þessum titli í dag 🙂
Sammála, þetta var verðskuldað.
Þakka ykkur púllarar. Þetta var frábært.
Come on you Spurs!!!!
Vonandi tekur Liverpool Inter!!!
😀
😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀
Til hamingju Tottenham – Deildarbikarmeistarar 2008
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Takk fyrir.
P.S:
Frábær síða!
Ég er virkilega sáttur við þessi úrslit. Spursarar eru vel að þessu komnir og þetta hefur töluvert mikla þýðingu fyrir liðið sem var í tómu rugli fram eftir tímabili. Juande Ramos er greinilega mikill bikarsnillingur og það aldrei að vita hvað Tottenham mun gera á næstu leiktíð, þetta lofar allavega góðu hjá þeim.
Og fyrir þá sem drulla yfir þessa keppni, skoðið svipbrigði Robbie Keane í leikslok og segið honum að þetta sé “worthless cup”!
Bikar án verðlauna…say no more
Þessi keppni er löngu hætt að vera alveg “worthless”. Hins vegar finnst mér að bestu liðin ættu bara að senda varalið í þessa keppni. FA-bikarinn á að vera EINI enski bikarinn.
Vandinn er bara sá að stærstu liðin í úrvalsdeildinni eiga öll varalið sem er nánast jafn gott og aðalliðið.
Glæsilegt þetta.
Ég hef alltaf haft soft-spot fyrir Tottenham og býst við þeim svakalegum á næstu misserum
Já til hamingju Tottenham menn.
Ég er nú ekkert að reyna að vera einhver party-killer hérna. Well who cares.
Hvað fannst mönnum eiginlega um hvernig leikurinn flautaður af og Kalou alveg við það að komast í dauðafæri? Eiga dómarar að flauta af á 100% réttum tíma (frægasta atvik er víst mark sem Brasilía skoraði úr horni, þar sem dómarinn flautaði leikinn af meðan boltinn var á leið inn í teig), eða eiga dómarar að leyfa svona seinustu effortum að njóta sín(samt ekki í svona Mancs gjafakörfustíl)?
Ef að það er sókn þá á boltinn að fá að rúlla þangaði til að annað hvort markmaður hefur boltann, eða boltinn kominn útaf, það sagði einn dómari við mig fyrir ca 6 árum síðan en þetta er ekki algylllllllt, svo meiga víst dómarar bara dæma eins og þeir vilja – nenni ekki að telja upp þeirra mistök sem eru allllllllltof mörg….
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Já, ég var ánægður með að Tottenham skuli hafa unnið.
En það væri fróðlegt ef að einhver fróður gæti svarað þessari spurningu Dags. Það er ekki oft sem maður sér svona. En hætti Tottenham vörnin ekki líka áður en Kalou komst í færið?
Ég held að allir dómarar heimsins myndu réttlæta þessa ákvörðun þannig að leikurinn sé bara 90 mínútur. Minnir að Gylfi hafi haft orð á því um daginn í þættinum hjá Guðna og Heimi.
Ég hef btw spilað leik þar sem leikurinn var flautaður af meðan boltinn var í loftinu eftur skot að marki, markvöðurinn skutlaði sér, náði honum ekki og hann fór í netið. En það var ekki mark þar sem dómarinn flautaði af meðan boltinn var c.a. að fljúga yfir markteiginn.
Athyglisverður punktur Jóhann. Myndi þetta þá ekki vera einsog í körfubolta þar sem að karfan er gild ef boltinn er kominn í loftið þegar að leiktíminn klárast?
Nei það er ekki þannig í reglunum að leikurinn haldi áfram meðan skotið er í loftinu. Leikurinn er búinn þegar flautan syngur. Þetta hefur líka gerst í HM að flautað var af í horni, sem úr varð mark en stóð ekki.
hvernig geta menn sagt að þessi bikar skipti engu máli Tottenham er komið í evrópukeppni og þannig er það bara
Þessi uppbótartími í framlengingunni var nú enn furðulegri, 3 mínútur í 15 mínútna leik og svo 1 mínútu bætt ofan á 3 mínútna uppbótartíma?!! Skildi einhver þessa setningu 🙂
Torres: ,,I have signed a six-year contract so I am here for a long time and if things go well hopefully I will be here for even longer.”
ætla blöðin/netmiðlarnir ekki að slá þessu uppí fyrirsagnir eins og um daginn þegar Torres ,,útilokaði ekki” að spila e-n tíman með Milan ????? =)
Við Liverpool menn höfum nú svo sem grætt á svona atvikum þar sem dómarinn flautar leikinn af þegar hitt liðið er við það að skora. Man til dæmis eftir því þegar Sander Westerveld hamraði boltanum í bakið á einhverjum everton manninum, boltinn fór yfir westerveld og dómarinn flautaði leikinn af á meðan boltinn skoppaði í átt að tómu liverpool markinu. Everton menn voru skiljanlega súrir en dómaranum til varnar var uppbótartíminn löngu liðinn og leikurinn átti í raun að vera búinn áður en að þessu atviki kom.
Það sama má líka segja um leikinn í gær því dómarinn bætti furðulega löngum tíma við framlenginguna, bæði í fyrri og seinni hálfleik hennar og bjargaði sér í raun bara fyrir horn með því að flauta hann af áður en chelsea komst í færi, sem ég held svo líka að hefði aldrei orðið að neinu færi ef Tottenham mennirnir hefðu ekki hætt um leið og flautan gall því eins og Einar örn bendir á fannst mér nú tottenham vörnin vera hætt áður en kalou komst í gegn.
Merkilegt hvernig menn geta fókuserað á þetta. Í fyrsta lagi var komin mínúta fram yfir þessar þrjár sem hann bætti við (sem var by the way jafngildi þess að bæta við 9 mínútum eftir seinni hálfleik). Í öðru lagi hættu varnarmenn Tottenham og Robinson reyndi ekki að verja. Í þriðja lagi skaut Kalou í stöng (þegar allir aðrir voru hættir).
NR 21. Það er enginn að koma fram með neina athugasemd um að Chelsea hefði getað jafnað ef dómarinn hefði ekki flautað af. Þetta var bara svona atvik sem var athyglisvert og á virkilega rétt á sér meðal áhugamanna um knattspyrnu, líkt og atvikið í Arsenal leiknum. Hvernig á að ræða það mál. Á að hengja Taylor eins og nokkrir hafa kallað á þessari síðu eða á að athuga hvort það sé ekki rugl að svona tæklingar séu leyfðar hverja einustu helgi. Eduardo (og Taylor) lentu svo bara í ólukkupottnum.
Ég man tæklingu á Arbeloa í vetur (man bara ekki hvaða leik) þar sem í endursýningu þá sá maður legginn á honum sveigjast og þar munaði litlu að það hefði komið SNAPP.
Tek undir hamingjuóskir til Spursara sem unnu þennan bikar verðskuldað. Það er alveg klárt að leikurinn í gær var ekki of stuttur, þvert á móti má halda því fram að fullmiklu hafi verið bætt við framlenginguna…….en þetta skiptir bara engu máli. Leikurinn búinn, Tottenham vann og engin heppni eða dómaraaðstoð réðu því !
Það var enginn að tala um að dómarinn hefði flautað of snemma eða að Chelsea ættu eitthvað meira skilið. Dagur var bara að velta upp athyglisverðri spurningu, sem enn hefur ekki verið svarað.
ekkert að frétta ? :]
Jú, fullt. Torres og Gerrard eru til að mynda á leið til Real Madrid fyrir 100 milljónir punda.
Frábært ef við seljum þá til Real! Þeir áttu nefnilega lélegan leik um daginn!!! En ég vill fá 120 millur LÁGMARK fyrir þá!!! Þá getum við nefnilega keypt Diego og Quaresma í staðinn!!!!!
Það er alltaf nóg að frétta hjá gulu pressunni. 😉
Ég var aðallega ánægður með það hversu mikill gróði yrði á þessari sölu. Við myndum græða heilar 77 milljónir punda á þeim tveim. Gerrard var jú ókeypis og Torres kostaði 23.
Selja þá strax segi ég.
Varðandi viðbótartímann þá fannst mér Tottenham tefja óhóflega mikið í lok leiks og kannski má segja að þeir hafi hagnast á því á ögur stundu.
þá kem ég að einu. Þið sjáið að dómarar eru alltaf að stoppa klukkuna allan leikinn, svo kemur fjórði dómari með skilaboð um viðbótartíma sem ræður svo öllu um hvenær leikurinn endar. Hvað er dómarinn að gera með þetta úr á hendinni???
Jú við erum að fara a kaupa hinn stórefnilega bakvörð Rafinha http://gras.is/content.aspx?n=31279&c=1 sem ég þekki ekki mikið en var þvílikt efni í manager 🙂
http://en.wikipedia.org/wiki/Rafinha
Svo virðist Barca og ManUtd vera a eftir Lahm :/ http://gras.is/content.aspx?n=31290&c=1 Ég vill einnig fá þennan ! 🙂
28
Dómarinn á vellinum og fjórði dómarinn eru í sambandi. Þess vegna eru dómarar með þetta heyrnartól límt við eyrað. Dómarinn segir fjórða dómara hversu mikið það á að bæta við og hann sýnir það á töflunni, fyrir áhorfendur, leikmenn og sjónvarpsvélarnar.
8
Ósammála því að bestu liðin ættu að senda varaliðin. Það væri algjör hroki og óvirðing við önnur lið sem vilja vinna keppnina. Ég held að stóru liðin ættu líka bara að fara spá aðeins betur í þessari keppni. Liverpool vann til dæmis engan titil í fyrra, ManU vann ekkert fyrir tveimur eða þremur árum, Arsenal vann ekkert í fyrra og það stefnir í það að allavega einn, ef ekki tveir eða þrír af topp4 vinni engan titil í ár.
,,someone in the bowels of the stadium was moved to describe it as a victory for good against evil” 🙂
Ramos kemur sterkur inn, en hann kom á góðum tíma, tók gott lið á botninum sem gat bara endað á uppleið, en bikarinn var afrek.
Mikið hrikalega er Tottenham þó hart hverfi, keyrði í gegnum það á meðan ég hlustaði á leikinn, og sá hann á imbum á pöbbum þegar við stoppuðum á rauðum ljósum. Þetta er tvímælasta í flokki með þeim allra hörðustu í Bretlandi s.s. Bermondsey (FC Millwall), Basildon og Glasgow. Huyton er yfirstétt samanborið við Tottenham.
En eru menn búnir að lesa um furðulega tilraun Tom Hicks jr. til þess að fara á Sandon í Liverpool eftir leikinn gegn Boro?
Hélt maðurinn að hann gæti farið að hanga með harðasta localnum eftir allt sem á undan er gengið?
Greinilegt að þessir menn átta sig engan veginn á því hvernig ensku “bullurnar” hugsa. Að mæta með lífverði með sér í jakkafötum og ætla að mixa við localinn var aldrei líkelgt til árangurs.
Sá athyglisverða grein sem ég vildi deila með ykkur. Kemur m.a. inn á starfið hjá akademíunni hjá Liverpool.
YNWA.
Greinin er hér: http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/mihirbose/2008/02/post_10.html
Tvær spurningar:
1 Hvaða leikmann átti Houllier að horfa á?
2 Ef Houllier er svona klár, af hverju hefur enginn leikmaður úr unglingastarfinu hans komist uppí aðalliðið?
Greinin er athyglisverð, en mér finnst Houllier vera að reyna að lita sig í alltof fögrum litum.
Já ég er sammála þér Einar í sambandi við það sem þú bendir á varðandi Houllier. Það sem mér fannst merkilegast við greinina var munurinn á æfingatíma hjá unglingunum í Clairefontaine og t.d. í Liverpool. 4.5 tímar á viku hjá Liverpool akademíunni á móti 10 tímum á viku í Clairefontaine.
Ég hef nú heyrt þessa sögu áður. Leikmaðurinn sem Houllier átti að horfa á var Stephen Wright.
Houllier uppgötvaði ekki Steven Gerrard, það vissu allir í kringum klúbbinn hverslags talent hann væri. En það verður að gefa Houllier það hrós að það var vissulega hann sem gaf Gerrard tækifæri með aðalliðinu.
Davíð, var Houllier ekki að tala um æfingatímann hjá Liverpool áður en hann kom til liðsins.
Og magnað að hann skuli hafa ætlað að horfa á Steven Wright. Hvað varð um þann strák?
Stephen Wright var seldur til Sunderland, við töluvert mikla gagnrýni stuðningsmanna ef ég man rétt. Hann var ekki að gera neitt sérstakt mót með Sunderland en er núna í láni hjá Stoke, allavega skv. Wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/Stephen_Wright
Nei Einar, það var aðstoðarmaður Houllier í Clairefontaine Andre Merrelle sem heldur þessu fram. Sem sagt að æfingaálagið hjá akademíunni hjá Liverpool sé eins og hjá áhugamannaliði í París. Eins og kemur fram í greininni:
Andre Merrelle works for Houllier and coaches the boys every day from 4pm. He took me to the changing rooms before we stepped on the training ground and it was clear his charges saw him as a father figure. He has been to various English clubs, proudly showed me his Blackburn shirt and just before we met had been entertaining Liverpool officials in charge of the Anfield academy.
“You know,” he said, “the Liverpool youngsters train four-and-a-half hours a week, my boys train ten hours a week. Liverpool’s training schedule is what a Paris amateur club might have.”
Annars getur svo sem vel verið að hann sé bara að bulla.
Sælir félagar
Til hamingju Tottenham menn með frábæran sigur á þeim bláu. Ég er í veðmáli fyrir hverja leiktíð við einn kunningja minn þar sem við leggjum undir eina kippu fyrir hverja leiktíð um það hvort liðið verði hærra á stigatöflunni. Ég er búinn að vinna nokkrar kippur í röð en ef svo heldur fram sem horfir þá er ekki ómögulegt að ég þurfi að láta einhverjar kippur af hendi í framtíðinni. Framfarir Spurs eru ótvíræðar undanfarnar vikur og þeir voru vel að sigrinum komnir.
Það er nú þannig
YNWA
Björn #31: Tottenham (Haringey) er vissulega ógeðslegt hverfi, en ég hef átt nokkrar af mínum bestu stundum þar 🙂