Ja hérna! Sigur gegn Bolton á útivelli. Það hefur ekki gerst lengi og er því fagnaðarefni.
Rafa stillti þessu svona upp í byrjun:
Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio
Mascherano – Alonso – Gerrard
Kuyt – Torres – Babel
Á bekknum: Martin, Riise, Benayoun, Crouch, Arbeloa.
Þetta byrjaði ekki vel því Bolton liðið var sterkara fyrstu 10 mínúturnar. Liðið átti tvö hættuleg færi eftir (surprise!) föst leikatriði. El-Hadji Diouf var m.a. næstum því búinn að skora beint úr aukaspyrnu og Steven Gerrard bjargaði svo á marklínu.
Á 12. mínútu fengu Liverpool menn svo gefins mark. Steven Gerrard fékk boltann á vinstri kantinum, keyrði inn að markin og skaut skoti sem var á leið framhjá, en Jussi Jaaskelainen tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að verja boltann inní markið hjá sér. Það er í raun erfitt að lýsa þessu, en meira heppnismark er ólíklegt að Liverpool skori á þessu ári.
Eftir þetta tóku okkar menn völdin betur á vellinum, en Bolton menn fengu þó einhver hættuleg færi. Ryan Babel var gríðarlega ógnandi vinstra megin og hann hefði auðveldlega geta skorað 2-3 mörk í fyrri hálfleik. Eftir hlé róaðist þetta aðeins, en Liverpool liðið var áfram sterkara liðið á vellinum. Þegar um korter var búið af seinni hálfleiknum skoraði svo **Ryan Babel** eftir góða sókn eftir að m.a. Dirk Kuyt hafði birst uppúr þurru á markteignum og skotið í stöngina, en Kuyt hafði eytt fyrri hálfleiknum með Xabi Alonso uppí stúku þrátt fyrir að hafa verið á leikskýrslu.
Eftir þetta þá gáfust Bolton menn algerlega upp og Liverpool liðið hafði öll völd á vellinum. 25 mínútum fyrir leikslok fékk **Fabio Aurelio** svo boltann eftir hornspyrnu og skoraði með glæsilegu skoti. Eftir þetta var þetta auðvitað alveg pottþétt, en Bolton menn náðu að pota inn einu marki eftir hornspyrnu.
—
**Maður leiksins**: Þetta var frekar rólegt í dag. Vörnin var frekar shaky, sérstaklega í föstu leikatriðunum. Á miðjunni var Xabi Alonso aftur frekar daufur og Mascherano þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum en Gerrard var bestur af þeim þremur. Frammi sást Fernando Torres varla í leiknum og ég var ekki hrifinn af frammistöðu Dirk Kuyt.
En mest ógnandi maður liðsins náði í fyrsta sinn að klára 90 mínútur í leik fyrir Liverpool: **Ryan Babel**. Hann sýndi oft á tíðum frábæra tækni og gjörsamlega valtaði yfir Grétar Rafn í fyrri hálfleiknum, svo illa að hann fór útaf fyrir hálfleik þótt hann hafi reyndar haltrað eitthvað á leiðinni útaf.
En Babel var bestur í dag og það veit á gott fyrir framtíðina. Á miðvikudaginn spilar Liverpool svo loksins leikinn sem þeir eiga til góða gegn West Ham þar sem að ekki má spila tvo Meistaradeildarleiki í sömu borg í sömu viku og því munu Liverpool og Inter ekki spila fyrr en í þarnæstu viku.
Þá er bara að vona að Everton tapi á eftir.
Þægilegur sigur hjá okkar mönnum, til lukku öll : )
Koma svo Portsmouth ; )
Það stoppar okkur ekkert héðan af heheheh 😀
Til lukku öll sem eitt 🙂
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Mér fannst Kuyt komast ágætlega frá þessum leik, mjög vinnusamur og óheppinn að skora ekki. Setti oft mikla pressu á varnarmenn Bolton sem neyddust til að gefa boltann frá sér.
Einnig finnst mér Xabi líkjast sér meira og meira með hverjum leiknum sem líður.
Ósammála með val á manni leiksins, þó svo að hann hafi verið frábær í dag þá hvarf hann gjörsamlega eftir að hann skoraði, einnig hefði hann átt að jarða færið sem hann fékk í uppbótartíma.
Steven Gerrard maður leiksins að mínu mati, hann var gjörsamlega útum ALLT.
Að lokum legg ég til að við gefum John Arne Riise, persónulega er ég tilbúinn að leggja í púkk fyrir flugmiða til Kasakstan fyrir hann… Einhverjir til?
YNWA
Ánægjulegt að vinna Bolton svona þægilega án þess að Torres sé með 🙂 *
Gaman að sjá Liverpool liðið skora 3 mörk á útivelli þegar Torres er ekki í stuði. Babel var frábær, stöðug ógn af honum þegar hann fær boltann. Ég held að eigi eftir að sýna okkur á næsta tímabili að hann hafi verið betri kaup en Florent Malouda. Hrikalega góður í fótbolta en þarf aðeins meiri tíma.
Mikið er ég feginn að Carrager sé ekki hægri bakvörður númer 1. Hægði mikið á flæðinu sem var annars ágætt.
Alls ekki góður leikur.
En mér fannst Alonso og Mascherano koma ágætlega út á miðjunni og svo voru að mínu mati Babel og Skrtel bestir í dag…
Afsakið. Torres var ekki með í þessum leik. það eru allir að tala um Torres ,(sem er mjög góður ), en núna sést hann ekki.Fyrir Rafa er mjög erfitt að vera með hann inná og svo gerir hann ekker, en viku seinna skorar hann þrennu…..Ég vona að hann geri eitthvað á miðvikud….Ef að hann fær að vera inná. Kátur var óheppinn að skora ekki
Fínn sigur. Gott að klára leiki og skora þrjú mörk annan leikinn í röð án þess að eiga einhven stórleik. Fannst enginn bera neitt af í þessum leik Gerrard var góður en stundum vantaði herslumunin hjá honum, Babel lék stórvel á köflum og hvarf svo algerlega. Alonso er allur að koma til, hafði gott af því að spila með varaliðinu í vikunni. Pollyönuniðurstaðan yrði því góður sigur á útivelli sem hefur reynst okkur alltof erfiður síðustu ár. Maður leikisins Aurelio fyrir það eitt að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og halda Ginger á bekknum.
Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Ég klikkaði á tímasetningunni á þessum leik og missti af honum. Það hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær. En gott að við náðum að vinna 🙂
Afsakaðu einsi kaldi en ef þú leggur á þig að lesa kommentin þá sérðu að það er hvergi minnst á Torres nema til að benda á að hann sást ekki í leiknum ; )
Babel klárlega maður leiksins og mikið fannst mér notalegt að horfa á Mascherano og vita að hann er okkar næstu fjögur árin í það minnsta : )
Góður sigur, og tími til kominn að Aurelio, með þennan legendary vinstri fót (það heyrði maður a.m.k. áður en hann kom til Liverpool) skyldi nú skora sitt fyrsta mark.
Alonso var líka betri en undanfarna leiki sem er jákvætt.
Slæmar fréttir samt að Everton eru komnir yfir gegn Portsmouth 🙁
Frábært að vinna þetta annars leiðinlega lið á útivelli og það mjög sannfærandi.
Hvað var málið með Grétar, var hann meiddur eða var hann svona illa leikinn af okkar manni??
Ef maður á að vera smá neikvæður líka þá er tvennt sem mér dettur í hug:
það staðreynd að við verjumst hræðilega á móti föstum leikatriðum og að Reina er búinn að fá á sig 3 mörk í 4 skotum á markið í síðustu 2 leikjum ef ég man rétt.
En nú bara að hugsa nógu illa til Everton manna.
Það var mikið að Aurelio settann, það var kominn tími á hann. Hann má gera meira af þessu.
Góð skýrsla, góður sigur, góð barátta, Babel var frábær í leiknum – hiklaust maður leiksins. Ótrúlega gaman að sjá hann fara svona með Grétar í fyrri hálfleik 🙂
Svo er bara að taka næsta leik!!!!
Þriðji leikurinn í röð með sterkasta liðið?
Verð að deilia þessu óborganlega kommenti með ykkur sem er frá lýsingu Guardian af leiknum:
Merciful Megson hauls off Steinsson, who’s been tortured by Babel for the entire half. Steinsson’s limping, as it to suggest his ignominious withdrawal is down to injury and he would have loved to soldier on. He’s fooling no one.
Guardian
Afsakið. Hafliði ég var ekki að tala um kommentið. ‘Eg var að leggja áherslu á það að Torres gerði ekki neitt í þessum leik, og er þar af leiðandi sammála kommentinu . Takk
Af hverju í ósköpunum byrjarðu öll kommentin á “Afsakið“? Þú ert með heil SJÖ komment í upphitunarfærslunni, sem fjalla um lítið sem ekkert og byrja öll á “Afsakið”.
Rólegir strákar mínir, það er orðið 1-1 á vellinum hjá Everton 😀
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Skil ekki af hverju Carra sé settur í hægri bakvörðinn, þar sem hann hætti að spila fyrir England af þeirri ástæðu, ætla ekki að fara að rifna af kæti yfir þessum leik og Rafa má mín vegna fara með Riise til Kasakstan.
Daginn
Hversu góð kaup voru í Skrtel!!! Þetta er alveg ótrúlega góður leikmaður, sjáið bara hve góður hann er í að lesa leikinn, hversu margar sóknir stoppaði hann í dag bara með því að vera á réttum stað á réttri stund.
Aurelio verður betri og betri með hverjum leiknum, menn hljóta að fara að sjá að hann er alls ekki lélegur leikmaður og fara að gefa honum séns. Hann er langt frá að vera verri en Riise varnarlega, en er ljósárum á undan honum sóknarlega, enda er ég til í að taka þátt í að senda hann með flugmiða aðra leiðina til Kasakstan eins og einhver lagði til hér fyrir ofan.
Alonso er að líkjast sjálfum sér aftur, hann sást lítið framan af leik, en þegar líða tók á sá maður það sem hann getur og hlýtur að fara að sýna á næstunni.
En maður leiksins að mínu mati: Skrtel.
Ninni
“He had plenty of space and he could get in behind defenders, he could go into one-on-one situations. They had to keep an eye on Torres and Gerrard and it gave Babel more freedom.”
Rafa í viðtalinu. Held að margt sé til í þessu. Gerrard og Babel héldu víddinni í þessum leik, sérstaklega Babel sem fór illa með hann Grétar frænda minn, meiddan eður ei! En Babel er frábær leikmaður og í dag sá maður loksins Aurelio eins og sást á Spáni. Í dag sá maður Skrtel flottan, Masch góðan og Babel í gír. Af því að menn eru nú oft að gagnrýna kaup Rafael finnst mér hann eiga hrós skilið fyrir að ná í þessa leikmenn. Frábærir, ungir, leikmenn sem verða heldur betur partur af framtíð liðsins. Flottur, öruggur sigur á Reebok eru frábærar fréttir! Bring on Kevin Keegan!
Mér fannst Alonso frábær á köflum í þessum leik. Það sem hann gerir vel er nefnilega svo einfalt. Hann heldur boltanum innan liðsins, setur hann fram á við og keyrir liðið þannig áfram. Það er ágætt að miðjumenn geti gefið glæsilegar lykilsendingar, en það er mikilvægara að þeir haldi spilinu gangandi.
Ég er afskaplega sáttur með þessa uppstillingu á liðinu í undanförnum leikjum, þar sem Gerrard er ekki á mið-miðjunni. Þetta gerir það að verkum að þegar Gerrard fær boltann er hann yfirleitt kominn framar á völlinn og er ógnandi.
20Sigtryggur J
,,Skil ekki af hverju Carra sé settur í hægri bakvörðinn, þar sem hann hætti að spila fyrir England af þeirri ástæðu”
Þessi staðhæfing er ekki rétt, hann hætti vegna þess að hann var ekki valin það oft í liðið en kallað á hann stöku sinnum, ákvað að hætta og einbeita sér að fullu að liði sínu.
En persónulega fannst mér Skrtel maður leiksins, hann var með skilning Hyypia á leiknum, ákveðni Carra og sendingar Alonso (þegar að hann var upp á sit besta). Þessi drengur er alger himnagjöf fyrir okkar lið…svona ungur og að gera þvílíkt góða hluti, hlakka til að sjá þegar að Agger er orðinn heill, sjá þá tvo spila saman, ungir og efnilegir, það verður ekkert nema gargandi snild!!
YNWA
Afsakið.Einar Örn ,þú ert eflaust að tala við mig.Ég var á sýnum tíma beðinn að hætta að blogga ,en þegar að mig langar að spjall ,þá er ég að biðjast afsökunar á að troða mér inn.Í upphitunni voru allir að tala um ekkert eða M B og ég tók þátt í því,og þú líka .Semsagt við töluðum allir sem lítið um ekkert
*Bring on Kevin Keegan!
Fyrst eru það hamrarnir á Anfield á miðvikudaginn 😉
Lítið við þetta allt að bæta..
Reina á skilið hrós fyrir markvörslu sína eftir skalla Davies – fastur skalli af stuttu færi, og boltin var nánast kominn aftur fyrir hann. Crucial moment að mínu mati.
Annars var Babel mjög öflugur, og ég dáist alltaf af Masch. Eins og einu sinni þarna í seinni hálfleik þegar hann átti slaka sendingu beint á bolton mann þá hljóp hann sóknarmanninn uppi, tók boltan, gaf á næsta mann og baðst svo afsökunar á sendingunni sem olli þessu upphlaupi – klassi!
Gaman að sjá að menn eru loksins farnir að hrósa Rafa – en ekki að falla í grimmt þunglyndi eftir leiki. Sá ekki leikinn sjálfur, en fróðlegt að sjá að þeir sem sáu hann geta ekki komið sér saman um hver var bestur í dag.
Hvað segir það okkur? Ætli þetta sé bara ekki allt að smella saman hjá okkar mönnum…og meira að segja heppni með okkur í dag og Aurelio farinn að hitta á og í markið!
“Eins og einu sinni þarna í seinni hálfleik þegar hann átti slaka sendingu beint á bolton mann þá hljóp hann sóknarmanninn uppi, tók boltan, gaf á næsta mann og baðst svo afsökunar á sendingunni sem olli þessu upphlaupi – klassi!”
nákvæmlega.. þvílíkur hundur sem hann er þarna á miðjunni.. hann er á fullu allann leikinn og menn nánast farnir að skjálfa á beinum þegar hann er nálægur..
Mascherano fær mitt atkvæði í dag.
http://www.dailymotion.com/search/liverpool/video/x4kowk_bolton-13-liverpool-fa-cup_sport
Einar Örn: Fín skýrsla en ég verð að gagnrýna þig fyrir eitt. Þú minnist ekki á stórkostlega markvörslu frá Jose Reina í fyrri hálfleik. Hann varði og hélt boltanum eftir skalla af tveggja metra færi. Þetta er ein flottasta varsla sem ég hef séð í ár. Á pöbbnum hér í Bergen: Konur blotnuðu.
Góður sigur á erfiðum útivelli.
Ánægður með liðsuppstillinguna. Nánast sama lið með litlum breytingum sem allir geta sætt sig við. Gerrarda á kanntinum er alveg málið. Fínt að setja Carrager í bakvörðinn. Saknaði þess samt að sjá ekki Kewell á bekknum í stað Riise.
Rafa fær hrósið fyrir að leyfa mönnum að spila sig saman. Hann fær einnig hrós fyrir að viðurkenna að hann hafi gert mistök með of tíðum breytingum á liðinu bæði í orði og á borði. Ét hattinn minn ef við sjáum miklar breytingar í næstu leikjum.
Liðið er farið að virka sem lið. Leikgleðin og baráttan er að koma aftur. Er bara nokkuð bjartsýnn á framhaldið.
Áfram Liverpool!
Afsakið. Ert þú að passa þessa stóla?
Mér fannst þessi leikur ekkert sérstaklega góður af hálfu Liverpoolliðsins. Gott að vinna þannig leiki samt, og gaman að sjá til Babel.
Hversu vandræðaleg var síðasta sókn Liverpool? Þeir voru fimm á móti tveimur og klúðruðu því. Ég held að Cronaldo og Rooney hefðu skorað sitt hvort markið í sömu sókninni ef Manure hefði fengið svona tækifæri.
Sko, GK, málið er að við erum ekki með C.Ronaldo eða W.Rooney, við erum með Gerrard, Marche, Torres og marga fleiri. Við spilum ekki eingöngu í kringum þessa aðal menn, allt liðið tekur þátt, ekki bara einn maður sem tekur á rás. Vill engin leiðindi en allir samanburðir eru við Ronaldo og Rooney, af hverju ekki að sjá ljósu punktana hjá okkar mönnum og má segja að það eru mikið fleiri leikmenn hjá Liverpool sem maður sér ljósa punkta hjá en bara einhverjir tveir eða þrír.
Þetta var flottur leikur af okkar hálfu og held ég að ef að liðið heldur svona áfram mun okkur ganga mikið betur, má bara seta Kewell inn fyrir Riise, á bekkinn og jafnvel sjá Carra á sama stað en Agger í vörnina með Skrtel, með tvo unga stráka þarna sem eiga framtíðina fyrir sér.
Fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Greinilegt að lukkudísirnar eru farnar að spila með liðinu og sjálfstraustið eykst í kjölfarið. Þetta hefði getað orðið erfitt ef Bolton hefði komist yfir og lagst í 11 manna vörn. Nauðsynlegt að fylgja þessum sigri eftir með tveimur sigrum í næstu tveimur leikjum. Vonast til þess að sjá lítið breytt lið fyrir leikinn á móti West Ham og algjört must að hefna fyrir fyrri leik liðanna sem lauk 1-0 í uppbótartíma. Þá er alveg kominn tími til að fara upp fyrir Everton, það svíður mjög að sjá liðið fyrir neðan Everton.
Varðandi ummæli GK#34 þá verð ég að benda honum á að Manutd fóru á þennan völl 24. nóvember síðastliðinn og töpuðu 1-0.
Hvað voru þeir félagar þínir að gera þá????
Gleymdi einu.
Er ekki rétt munað að Mascherano “kaupin” hafi verið valin ein af kaupum ársins í fyrra? Sýnist allt stefna í það að hann komist aftur í þann hóp 🙂
2006 Verstu kaupin: West Ham
2007 Bestu kaupin: Liverpool
2008 Bestu kaupin: Liverpool
Afsakið allir þeir sem eru rauðhærðir.. en ég er sammála því að senda Riise í burtu. Kannski ekki Kasakstan, en kannski liðið í Qatar sé tilbúið að borga nokkrar fötur af olíu fyrir hann.
frábær leikur, alltaf gaman að sigra í PL.
mér fannst uppstilling rafa í dag vera frábær. alonso og masch halda miðjunni á meðan babel og gerrard fá að njóta sín betur framar og þeir 2 voru hættulegir í dag.
en babel bestur í dag, flestir áttu fínan leik.
svo er ein pæling hjá mér, eða meira svona djók:
þegar rafa setur riise inná þá ímynda ég mér stundum að rökstuðningur skiptingarinnar sé að drepa leikinn, fyrir bæði lið, hægja á leiknum og láta hann deyja út, þá er fínt að henda norðmanninum inná þegar við erum að vinna og lítið eftir, leikurinn einfaldlega deyr 😉
Varðandi komment #35 og #37…
Ég get ekki gert að því að mér fannst vandræðalegt að sjá mína menn klúðra sókn fimm á móti tveimur. Ef það er einhver Púllari sem var stoltur af þessari “sókn”, þá gott og vel. Fyrsta sem mér datt í hug var að Cronaldo hefði klárað þetta með marki (Torres hefði reyndar gert það líka ef hann hefði verið inná). Ég er bara að tala um þessa einu sókn.
Og, Ingi. Mér er slétt sama hvað Manure gerðu þegar þeir heimsóttu Bolton. Þann dag voru mínir menn á St. James Park og unnu 0-3 sigur. Gerrard, Kuyt og Babel með mörkin. Takk fyrir að spyrja…
Já vá, vá hvað það er pirrandi að við séum ekki eins frábærir og Ronaldo og Rooney þegar við vinnum sannfærandi 3-1 sigur. GK, farðu að sjúga ty–ið á Ferguson einhvrs staðar annars staðar. 😉
Jæja GK, ef þettta er það eina sem þú getur súmmerað út úr leiknum, þ.e. þessi sókn þegar leikurinn var algjörlega búinn, þá ráðlegg ég þér að halda áfram að missa legvatnið yfir þeim Rooney og Kristjönu. Ekki ætla ég að vera við hliðina á þér þegar það gerist.
En að öðrum og skemmtilegri málum. Mér finnst reyndar Einar ekki taka nógu sterkt til orða þegar kemur að frammistöðu sumra okkar leikmanna í dag. Í fyrsta lagi sá ég loks votta fyrir þeim Xabi Alonso sem ég þekki. Mér fannst hann bara góður. Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trall….þið vitið hvað ég á við. Javier var frábær, frá a-ö. Gerrard og Babel líka. Ég er líka ákaflega sammála bróður vor um að Skrtel steig vart feilspor í dag og ég er einnig ánægður með að Aurelio var að spila fínan leik, og ég veit að hann getur þetta. Heilt yfir fannt mér við spila vel á velli sem við höfum varla getað eitt né neitt á síðustu tíu árin.
Að lokum hvet ég GK að koma út úr skápnum 🙂
Haha… ef ég þekkti ekki aðeins til þín SSteinn þá færi ég grátandi í rúmið í kvöld.
Ég hef engan áhuga á að upphefja Cronaldo en það er einhver ástæða fyrir því að drengurinn er markahæstur í deildinni. Mín vegna má hann rotna í h****ti.
Stefán #42, þú ert örugglega fínn gaur þó að þú hafir undarlegar fantasíur í kollinum.
Allt sem ég skrifa hér er með þeim fyrirvara að Ssteinn og Stefán þekki ekki GK og séu ekki að gera innbyrðis vinadjók. Ef þetta eru einhver vinahót sem allir skilja nema ég, þá biðst ég afsökunar á að hafa tjáð mig.
Þið tveir (Stefán, Ssteinn) virðist af þessum ummælum (með fyrrgreindum fyrirvara) vera allverulega greindarskertir. Mér hefur aldrei áður verið hreinlega misboðið við að lesa þessa síðu og kommentin á henni. Raunar hef ég almennt verið frekar á því að menn séu full miklar teprur ef eitthvað er. En þessi ummæli eru fyrir neðan allar hellur. Eru menn búnir að vera í þjálfaraúlpunni í mánuð án þess að þvo sjálfan sig eða hana og orðnir vímaðir vegna þess? Ég skil ekki svona viðbrögð (nema um vinskap og innanbúðargrín sé að ræða) og ég held að það færi best á því að þið slepptuð því bara alfarið að tjá ykkur, í þágu mannúðar.
Það er eitt að menn séu ósammála, annað að haga sér eins og fávitar. GK er í fullum rétti til að gagnrýna liðið fyrir þessa sókn, þó liðið hefði unnið með milljón marka mun hefði það samt verið réttmætt. Þeir sem sjá það ekki hafa einfaldlega ekki greind til að tjá sig þannig að fólk verði vart við það.
Eins og áður sagði þá hef ég fyrirvara á þessum skrifum. Mér finnst rétt að minna á þá hér, þar sem ég efast stórlega um meðalgreind lesenda og kommentara á internetinu almennt. Það er ekki móðgun við Liverpool bloggið, þetta á við um internetið í heild (þó sérstaklega gras.is).
Þakka Togga fyrir að taka upp hanskann fyrir mig. Mér fannst ummælin bara dæma sig sjálf og nennti ekki að svara þeim. Þekki Stefán ekkert en hef hitt SStein í glasi bæði á Park og í Aþenu. Hann er prýðisgaur, enda Selfyssingur. 😉
Annars er ég alveg sammála þér. Það eru svo mörg fífl sem tjá sig á spjallsíðum, bloggsíðum og annarsstaðar á netinu að maður er hættur að nenna að fylgjast með mörgum síðum. Ég hef alltaf talið notendur kop.is hafna yfir svona framkomu en það leynast rotin epli allstaðar. Enda ekki gefið að allir séu yfir meðalgreind.
Toggi, má ég biðja þig um að kommenta um eitthvað annað en persónu SSteins? Það væri gott að fá svo sem eitt framlag frá þér, sem er ekki eitthvað skítkast útí hann. Ég veit að þú getur tjáð þig ágætlega um fótbolta, þannig að það væri ágætt að þú myndir sýna þá hlið einstaka sinnum í stað þess að láta andúð þína á SSteina vera það eina sem hvetji þig til skrifa hér.
Framlög þín til þessarar síðu síðustu mánuði hafa allavegana verið eintóm leiðindi. Þú getur svo miklu betur.
Þegar fólk talar um meðalgreind lesenda á netinu almennt, má gera ráð fyrir því að viðkomandi aðilar séu að miða við eitthvað … og þá gjarnan sjálfa sig.
Ég er meira svona hálffullt glas gaur frekar en hálftómt sko. Jú, það má finna miður vel gefna einstaklinga allsstaðar, en þeir eru ansi margir sem eru líka þrælskemmtilegir og fluggáfaðir.
Mér finnst samt sem áður sorglegt að koma hingað inn á bloggið eftir sigurleik, þar sem flestir leikmenn Liverpool voru að standa sig vel (alla vega betur en oft áður) og minnast eingöngu á glæsileik tveggja einstaklinga í öðru liði, bara út af því að lokasókn Liverpool “klúðraðist”.
Toggi.
Við skulum nú fara rólega í málin með að hamast á fólki. Þú ferð hér mikinn í umræðu um óviðeigandi skrif víðsvegar á netinu en ert heldur betur farinn að henda steinum úr glerhúsi!
Það að verið sé að brigsla SSteini um að vera í vímu vegna óþrifa, hann sé tepra og verulega greindarskertur, er það eitthvað skárra orðfæri eða betri framkoma en það sem þú ert hér að skammast mest yfir? Stefáni hef ég ekki tekið eftir hér á síðunni og vill því bíða og sjá hvort þetta voru ekki bara vanhugsuð pirringsviðbrögð við neikvæðni í pistil GK.
Ég bendi svo þér og öðrum á að lesa kommentið hans SSteins aftur. Mér finnst nú frekar augljóst að þar er íronía í gangi varðandi Rúnu og Kristjönu og skápinn (með broskalli).
Ég er algerlega sammála því sem hann segir þar varðandi leikmennina okkar og þeirri skoðun hans að maður á nú ekki að pirra sig á klúðri á sókn í 3-1 stöðu eftir að venjulegum leiktíma lýkur.
Ég hugsa að SSteinn, eins og ég reyndar, vilji reyna að skoða jákvæða hluti í sigrum, eins og maður getur rætt það neikvæða eftir töp.
Ég allavega er þannig innstilltur, hef alveg gagnrýnt liðið og þjálfarann, en eftir fína frammistöðu gærdagsins er tími til að gleðjast. Er það ekki?
Annars verðum við bara hér eins og á gras.is og á öðrum stöðum þar sem maður er löngu hættur að nenna að skrifa vegna niðurrifs- og rifrildispenna sem hafa bara gaman af því að búa til læti!
Það hefur oft gengið þannig á að sumir menn sjá einungis mínusana í leik okkar og er það eina sem að þeir muna eftir. Það var hellingur af ljósum punktum í þessum leik og held ég að menn ættu að einblýna á þá ekki þessi mistök undir leikslok þar sem allt gengur mjög hægt.
Ég þekki SStein mjög vel, enda bróðir minn, og ef að þú lest aftur yfir commentið hans þá sérðu svo mikla kaldhæðni og grín í þessu að 13 ára stelpa á gelgjunni myndi sjá það :’).
En í von um að öllu rifrildi sé sleppt og ruddaskap, þá var þetta glæsilegur leikur hjá okkar mönnum og á Skrtel mikið hrós skilið fyrir framistöðu sína í þessum leik.
YNWA
GK, ekkert persónulegt en það er virkilega heimskulegt að tala bara um Ronaldo og Rooney eftir góðan leik hjá Liverpool. Nei, mér finnst ummælin mín jafn heimskuleg eins og þið talið um. Þau voru kannski dónaleg, sorry, en please, ekki vera að hrósa United eftir góðan leik hjá Liverpool. Please.
ég er ósammála því að Xabi Alonso hafi átt slakan leik, ágætis dreifing á spilinu og einstaka ,,killer boltar”… sýnist hann allur vera að koma til, vona það alla veganna
flestir komust vel frá sínu… mér fannst Kuyt og Torres vera þeir sem minnst bar á í þessum leik aðrir áttu fínan leik
Er það bara ég, eða er það ekki orðið dálítið langt síðan að einhver þráður á þessari frábæru bloggsíðu fór ekki í eitthvað “Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn umræðu”.
Mér finnst persónulega að aðstandendur þessarar síðu standa sig frábærlega í því að halda sig við málefnin þegar persónuskítkastið lætur til sín taka. Það að taka það eitthvað illa þegar smá húmor er tekinn í notkun þegar nöfn Mancs leikmanna eru notuð sem einhver mælistika á umræðu á kop.is er svo stjarnfræðilega barnalegt að ég á ekki til orð.
Persónulega (núna skal það tekið fram að ég þekki absolut engann sem skrifar á þetta blogg) að ef menn þola ekki smá legvatnsumræður þá er best að færa sig um set og stofna þráð á barnaland.is.
Annars sá ég ekki leikinn um helgina, þar sem ég var að gifta mig. Ég var með annað augað á tölvunni(sopcast), þar sem konan tók það ekki í mál að setja leikinn í sjónvarpið. Er búinn að sjá mörkin en á eftir að horfa á 40 min highlights. Eftir að hafa lesið Tomkins pistilinn á Official síðunni, þar sem hann meinar að Rafa sé að verða dötzari, þá hlakka ég nú bara til þess að horfa á þetta, hvað þá að horfa á guttana mæta Inter í svona formi þegar þeir eru búnir að missa niður um sig buksurnar.
Held að það sé ekkert nema jákvætt um þennan leik að segja – heppnin var með okkur í byrjun þegar Bolton hefði getað skorað tvö mörk. Meginhluta leiksins stýrðum við honum algjörlega. Lykilleikmenn voru að spila vel og reyndar flestir leikmenn. Skrýtið að vera að pirra sig á því að Carra spili í bakverði þegar hann skilar því bara vel. Mascherano er náttúrulega einstakur leikmaður – það er æðislegt að sjá hvernig hann étur upp hverja sóknina á fætur annarri hjá andstæðingunum. Menn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara þegar hann kemur á meiri ferðinni aftan að þeim og rífur af þeim boltann á hárréttum augnablikum. Það voru helst framherjarnir (Torres og Kuyt) sem ekki voru að sýna neitt sérstakt, en á móti kom að Babel var frábær. Svo má ekki gleyma Reina, sem varði ótrúlega skallan frá Davies. Það er svona markvarsla sem skilur á milli góðra og mjög góðra markvarða. Enginn hefði getað kvartað þó hann hefði ekki varið. Liðsheildin var virkilega góð og það er það sem skiptir máli fyrst og fremst. Enginn þörf á að tuða yfir frammistöðu eins eða neins – flottur sigur, sem þrátt fyrir smáhnökra í byrjun, var aldrei í hættu.
Fyrir það fyrsta, þá hef ég séð C.Ronaldo klúðra betra færi en þessu, og það meira að segja mun betra færi. Ég hef séð hann skjóta yfir markið af 50 cm. færi, þannig að það geta allir klúðrað.
Ekki veit ég hver GK er, enda erfitt að ráða í það nema maður viti nafnið, en mér finnst leitt að heyra að hann telji mig vera rotið epli, en maður verður nú bara að sætta sig við það.
Toggi kemur manni ekki á óvart. Ég væri til í að vita hvað ég hef gert á hans hlut eða fjölskyldu hans, því eitthvað hræðilegt hlýtur það að vera. Ég er boðinn og búinn til að hitta hann og leyfa honum að ausa úr skálum reiði sinnar yfir mig í eitt skipti fyrir öll ef það hjálpar eitthvað. Það er nefninlega eiginlega magnað að það eina sem hann tjáir sig um hérna á þessari síðu er hversu mikla andúð hann hefur á mér. Ef ég er verulega greindarskertur, illa þefjandi í vímu og hrein móðgun við Internetið almennt, þá verður bara svo að vera. Ég tel þetta innlegg sem olli honum svona miklu hugarangri ekki vera það svæsið að það réttlætti slíkar lýsingar. En það er engu að síður greinilegt. Svona persónulegt skítkast er sjaldséð, en því miður engu að síður til staðar.
Þetta var bara góður leikur af okkar hálfu, þetta byrjaði að vísu smá brösulega en svo kom þetta og gekk bara vel eins og úrslitin segja svo vel tilum. Og svo er bara að taka Björgúlf og félaga í West Ham og þá erum við komnir í fjórða sætið, sjálfur ætla ég svo að vera á Andfild næstu helgi og sjá Liverpool leggja Newchastel…. ÁFRAM LIVERPOOL
Djöfulsins kjaftæði er þetta!
Cristiano Ronaldo klúðrar ALDREI færum!!!
Ssteinn: Mér finnst magnað, miðað við síneglda varnagla mína varðandi mitt komment að þér takist samt að skilja það sem andúð í þinn garð. Ég hef enga skoðun á þér sem manneskju, þekki þig ekki og trúi alveg þeim mönnum sem segja þig vera yndislegan mann. Mitt komment beindist að tveimur mönnum, m.a.s. þér, og þá vegna fáránlegra hrokafullra og heimskulegra ummæla í kjölfar kurteislegrar og eðlilegrar gagnrýni GK. Það ber helst vott um mikilmennskubrjálæði hjá þér að halda að mitt líf eða mín ummæli snúist eingöngu um þig, enda tók ég skýrt fram að ef um vinahót væri að ræða bæri ekki að taka mínum ummælum alvarlega. Þau ættu einungis við ef þau væru meint á þann hátt sem ókunnugum (mér) virtist. En til hamingju með að takast samt að mistúlka það. Ef þú myndir nú taka þér tíma til að lesa mín ummæli, þá myndirðu sjá alla varnaglana sem ég negldi og einnig að því er beint að ykkur tveimur, þó messíasarkomplexinn þinn geri það að verkum að þú takir á þig syndir hins líka.
Það sem mér finnst skammarlegast við þessi komment Stefáns og Ssteins er ekki orðavalið, heldur meiningin. GK setur fram réttmæta og eðlilega gagnrýni, í það minnsta kurteislega. Á móti fær hann skilaboð um að totta stjóra andstæðingsins og að koma útúr skápnum. Og það á síðu sem hreykir sér af málefnalegri umræðu og háu plani. Þegar ég bendi á misbrestinn og gerist sekur um hinn hroðalega glæp að bendla þjálfaraúlpunördaskap inní málið, þá rísa menn uppá afturlappirnar og kvarta yfir skítkasti.
Einar Örn: Hversvegna í ósköpunum finnst þér í lagi að hleypa hrokanum fram þegar menn andmæla þér? Hversvegna í ósköpunum finnst þér í lagi að Ssteinn og Stefán drepi niður eðlilega gagnrýni GK með tott-tali og hommahjali? Hversvegna í ósköpunum er mín vörn á rétt GK til að tjá sig án þess að vera skotinn niður sem ómarktækur tottari meira skítkast en það sem Ssteinn eða Stefán láta útúr sér rétt á undan. Ég tek skýrt fram að mín meining á greind Ssteins og Stefáns sé aðeins marktæk ef komment þeirra eru ekki sett fram sem sakleysisleg vinahót sem báðir aðilar skilja. Ef þeirra ummæli flokkast ekki þannig, heldur sem raunverulegt “fokk off…þér er ekki boðið” til GK, ertu þá ósammála mér um að greind þeirra sé að einhverju leyti skert? Auk þess skrifa ég eitthvað þegar ég hef eitthvað að segja, ekki þegar þig langar að lesa það sem ég skrifa. Þér er velkomið að banna mig frá þessari síðu ef þú vilt. Ég les hana og hef gaman af, en ég sé enga ástæðu til að kommenta bara til að fylla uppí einhvern jákvæðniskvóta.
Þeir sem lesa kommentið mitt (#45) ættu að geta séð að þar er ég ekki að hvetja til skítkasts og leiðinda, heldur einmitt að letja menn til að standa í því. En gott að fá það staðfest að skoðanir hér eru óvelkomnar ef þær eru utan við ykkar lesskilning eða þau þægindi sem þið hafið búið ykkur. Aðeins má gagnrýna þegar illa gengur, en þó ekki nema maður hafi líka gagnrýnt þegar vel gekk. En þó má augljóslega ekki gagnrýna þegar vel gengur. Þetta sýnist mér vera til þess ætlað að útrýma einfaldlega allri gagnrýni, nema síðuhaldarar sjálfir taki uppá henni.
Takk fyrir mig. Ég ætla að flytja inn til Einsa Kalda.
Broskall sem ég setti fyrir aftan “hommahjalið” átti að merkja það að mér var nú ekki mikil alvara með því kommenti. Meira að segja þá var meiningin ekki tengd hommum á neinn hátt, heldur átti þetta að vísa í að hleypa Man.Utd manninum í GK út.
En nei Toggi, það var reyndar ekkert hægt að misskilja þitt innlegg. Ég skildi það nú bara á einn veg, en það er kannski vegna mikils skorts á greind hjá mér.
Ef meining þín var sú, hversvegna tókstu mínu kommenti þá alvarlega? Voru fyrirvararnir og áminningarnar um þá ekki nóg fyrir þig?
Í raun og veru má túlka mína fyrirvara á þennan veg:
Ef saklaust grín (sérstaklega milli kunningja og vina) = allt í góðu
Ef ekki = greindarskertur
Þú flokkaðir þig nú bara sjálfur sýnist mér.
Toggi segir (kl. 13:54):
Toggi segir (kl. 01:08):
Segðu mér, Toggi, hvernig áttum við að lesa þetta og fá það út að þú værir ekki að sýna andúð í garð Steina (og Stefáns)?
Annars tek ég bara undir með Einari Erni. Það er leiðinlegt að þú, sem maður þekkir áður nær eingöngu af góðu sem bloggara, skulir nær eingöngu koma hér inn, svona annan hvern mánuð eða svo, til að bauna einhverju á SStein. Það má vel vera að hann fari í taugarnar á þér og er það vel, við sem skrifum á þessa síðu vitum fyllilega að það getur ekki öllum lesendum líkað við okkur alla, alltaf. En þú tjáir þig voðalega lítið um Liverpool og málefni tengd liðinu og knattspyrnunni, heldur virðist bara bíða færis eftir að Steini segi næst eitthvað sem gæti mögulega verið móðgandi.
Þetta þykir mér miður, því ég hef lesið skrif þín í mörg ár og veit að það væri mikill fengur að fá fótboltatengdar hugleiðingar þínar reglulega á þessa síðu, í stað þess að vera stöðugt að þessu þrasi um meint ágæti/ömurlegheit Steina.
Geturðu ekki bara samþykkt þá uppástungu mína að leggja þennan augljósa ágreining/pirring/whatever þinn við SStein til hliðar og spjalla þess í stað við okkur um fótboltatengd efni?
Þessi færsla fjallar t.d. um leikinn sem Liverpool spilaði gegn Bolton í gær. Hvernig fannst þér leikurinn?
Nei Toggi, ég þekki GK ekki (svo ég viti) og því var þetta ekki “innbyrðis vinadjók” og því túlkaði ég orð þín svona. Aftur á móti þá setti ég broskall fyrir aftan “hommahjalið” og taldi mig því vera að taka af allan vafa með það að ég væri í alvörunni að meina að GK væri hommi eða Man.Utd maður.
55 SSteinn. Rotnu eplunum var hent í andlitið á Stefáni. Ég gaf þér einkunnina prýðisgaur og broskall, enda tók ég skápaummælin ekki alvarlega.
He he, gott mál GK 🙂
Það sem er að pirra mig Kristján Atli, er að menn vilji sífellt meina að ég sé með skæting sérstaklega út í Sstein. Af því, believe it or not, ég er ekki að því. Ég hef enga skoðun á manninum, bara alls enga. Hann hefur farið í taugarnar á mér hér áður, ég neita því ekki. En ég bara pæli ekkert í því, hvað þá að ég bíði færis til að drulla yfir hann eða gera lítið úr honum. T.d. sit ég ekki spenntur við tölvuna og bíð eftir að Ssteinn misstígi sig svo ég geti nú svínað á honum, ég hef bara engan áhuga á því. Og mín ummæli gagnvart þeim tveimur snerust um þeirra ósanngjörnu og ósmekklegu viðbrögð við kommenti GK. Ekki neitt persónulegt, ef þú hefðir kommentað þetta þá hefði ég sagt það sama við þig. Mér þætti það ágætt ef menn gætu sleppt því að búa til úr mér tröll sem lifir fyrir það eitt að níða af mönnum skóinn.
Ég er ekki aðdáandi skítkasts og mæli ekki með því að menn stundi það, ég hef ekki einu sinni gaman að því. Ég er hinsvegar ekki fullkominn og get alveg fallist á að stundum geti ég verið of hvass, jafnvel ósanngjarn. Það er alveg valid punktur að benda mér á það og ég get alveg tekið því. En ég stunda ekki net-einelti og ef ég gerði það þá myndi ég svo sannarlega mun frekar fókusera á Rökkva Vésteinsson en Sstein.
Dæmin sem þú nefnir eru einmitt kjörin. Þar bendi ég á að þessir tveir séu greindarskertir að mínu mati, en minni jafnframt á fyrirvarana fyrir því að ég mynda mér þá skoðun. Sá fyrirvari felur í sér muninn á því hvort um djók sé að ræða eða ekki og það munar öllu um hvort ég sé á þeirri skoðun að þeir séu greindarskertir eða ekki. Þú ættir að geta séð það. Mín meining var einfaldlega sú að GK hefði sett fram réttmæta gagnrýni og það væri hrokafullt og kjánalegt að blása það burt eingöngu á þeim forsendum að ekki mætti gagnrýna eftir sigurleik, hvað þá vísa í Man Utd. Það var dónalegt og óþarft.
Auk þess er alltaf kjánalegt að agnúast yfir því að Man Utd menn séu nefndir hér í samanburði við okkar menn. Við eigum að bera okkur saman við þá bestu. Man Utd eru bestir (allavega að mínu mati) og því eiga þeir að vera viðmiðið, ekki Newcastle eða Tottenham eða önnur álíka hlutlaus lið sem öllum er sama þó maður nefni.
Að lokum verð ég að játa að ég sá ekki leikinn, enda á kafi í vinnu og með kasólétta konu sem krefst athygli. En ég er ánægður með sigurinn, þó mér finnist alltílagi að benda á galla í leik liðsins.
Og til ítrekunar. Mitt tal um meðalgreind er ekki dómur yfir lesendum þessarar síðu, þó menn geti túlkað það þannig ef þeir vilja. Hér er umræðan almennt á hærra plani og þeir sem tjá sig því velflestir á ágætis róli hvað gáfnafar varðar. En ég hef bara lært það að reyna að negla varnagla við því sem ég segi, þar sem fólk á það til að lesa eitthvað allt annað úr því. Þannig virkar internetið og mér finnst bara eðlilegt að taka tillit til þess. Þessvegna áttu mín ummæli um meðalgreind við internetið sem heild, en ekki um Kop.is. Áður en menn skjóta á hrokann í mér þá vil ég benda þeim á að lesa fréttir og komment á gras.is, velflestar blog.central.is síður og svo hinn heilaga kaleik heimskunnar; moggabloggið. Það er það lið sem ég sem ég er að tala um.
Fyrst mönnum tókst að blanda rooney inn í umræðu um sigirleik Liverpool,þá verð ég að koma með eina óborganlega sögu teingda honum og afmælisgjöf sem gellan hanns gaf honum…..rooney er mikill oasis aðdáandi og gellan hanns gaf honum gítar og bað Noel Gallagher um að árita hann fyrir sig.Noel varð mjög hissa á bóninni,en varð samt við henni.Og eins og allir vita þá er hann harður City maður og lét því spreyja gítarinn ljós bláann og áritaði svo “til hamingju með afmælið fituhlunkur”..snillingur hann Noel
Ég hef verið að skoða það sem fólk er að segja hér á blogginu og ég verð nú að segja að það er frekar dapurt að lesa þetta. Í fyrsta lagi þá hélt ég að tilgangurinn með þessu væri að gefa fólki færi á að tjá sig um atburði sem tengjast Liverpool s.s.leiki og leikmenn og annað þess háttar. Það sem skrifað er hér að ofan hefur ekkert með fótbolta að gera og hvað þá Liverpool, ég held að það væri ráð að jarða stríðs axirnar/pennana og láta málefnin sitja í fyrir rúmi, ég held að það væri vert að hafa það hugfast að orð geta sært og það mikið ef ekki er farið vel með þau. Sínum þroska og berum virðingu fyrir hvort öðru. Áfram Liverpool…
Sem moggabloggari hlýt ég aftur að pæla í því á hvern Toggi er að skjóta (þetta með meðalgreindina á netinu og svo “hinn heilaga kaleik heimskunnar”…) — Ég gæti tekið þetta til mín, því sannarlega er ég netverji, og finnst vettvangur moggabloggins mjög góður og skrifa þar um allt sem mér dettur í hug.
Eða myndi ég hækka í áliti með því að fara yfir á aðra netsíðu … ? 🙂
GK, ég skal bara láta þig vita næst þegar ég fer á Players yfir Liverpool leik og splæsi á þig bjór. Allt í góðu. Ekki nema að þú verðir í Rooney eða Ronaldo búning. 🙂
Hahaha… ég þakka boðið en á ekki von á því að láta sjá mig í borginni bráðlega. 😉
Taliði nú um fótbolta (Toggi) í stað þess að vera að hrauna yfir menn/verja sig eins og þú kallar það.
Þetta er fótboltatengdur þráður og þessi sandkassaleikur er ekki að virka fyrir þig né aðra. Tökum lífinu með ró og sleppum því að bera saman Liverpool liðið/menn við Shrek og Kristjönnu, það hefur aldrei gefið góðan byr að bera saman erkifjendur.
YNWA
Sfinnur: Ég er ekki að hrauna yfir neinn. Menn mega skilja það þannig ef þeir vilja, en það var ekki meiningin. Meiningin var einmitt sú að menn ættu ekki að hrauna yfir menn. Ef einhverjum líður betur vegna þess, þá biðst ég afsökunar ef ég hef móðgað einhvern eða gert lítið úr einhverjum, það var ekki markmiðið. Ég raunar tók það líka fram í mínu fyrsta kommenti að ef um saklaust djók væri að ræða, þá bæðist ég afsökunar fyrirfram. En gott og vel, mínu meinta yfirdrulli er lokið og fórnarlömbin bið ég afsökunar sem og aðra sem gæti hafa slest á í leiðinni.
Hinsvegar mun ég aldrei bakka af þeirri skoðun minni að það sé fullkomlega eðlilegt að bera Rooney og sérstaklega Ronaldo saman við leikmenn Liverpool, hvort sem um sigur eða tap í síðasta leik var að ræða. Ronaldo er besti leikmaður í heimi og samanburður við hann er sá samanburður sem mest gagn er að.
Að lokum til Ssteins. Ég ber engan kala til þín, persónulegan eða blogglegan. Það er sannleikurinn þó þú og margir virðist halda annað. Mér mislíkar þú ekki og hef ekki neitt við þig að athuga. Mér fannst m.a.s. óheppilegt frá upphafi að þú hefðir verið annar af þessum tveimur kommenturum sem ég kaus að svara, þar sem ég vissi að þessi umræða um okkar “erjur” myndi fara af stað. Þó að páfinn hefði kommentað í þinn stað, þá hefði mitt svar verið það sama, hve misráðið sem það svar kann að vera.
En já, ég styð það að umræðan hér snúist um fótbolta eða málefni honum tengdum, hef raunar alltaf stutt þann málstað þó ég birtist hér einna helst í hrægammslíki að bögga fólk. Það er óheppileg tilviljun, frekar en einbeittur brotavilji. Ég finn mig stundum knúinn til að tjá mig, stundum ekki. Ég er ekki viss um að það sé óeðlilegt, þó það geti svosem vel verið það.
Þessu sakamáli er hérmeð lokið af minni hálfu, vonandi taka menn því.
Já, held að það sé best að setja punktinn fyrir aftan þetta allt saman, og við erum algjörlega sammála með það Toggi. Það er bara vonandi að þú komir sterkur inn í umræður hérna, því ég er á sömu línu og KAR með það að mér finnst þú skemmtilegur penni og oft með öðruvísi vinkil á hlutina.
End of story