Þá er búið að tilkynna liðið sem mætir West Ham núna kl. 17:30. Hópurinn sem fór til London er stór, enda fljúga margir leikmenn beint á vit landsliða sinna strax eftir leik. Það eru þó bara 11 inni á vellinum og bekkurinn er jafnstór og áður.
Liðið lítur svona út:
Gomez – Matip – Klavan – Moreno
Winjaldum – Can – Oxlade-Chamberlain
Salah – Firmino – Mané
Bekkurinn: Karius, TAA, Lovren, Milner, Grujic, Sturridge, Solanke
Það kom fram áður að Coutinho er ekki leikfær, Winjaldum varð fyrir hnjaski á móti Maribor en hefur náð að jafna sig. Lovren var hins vegar orðinn heill, en “Clean-sheet Klavan” heldur honum engu að síður verðskuldað fyrir utan liðið. Mané þótti tilbúinn í 20-25 mínútur hið mesta, svo það kemur ögn á óvart að hann byrji inná. Ekki ljóst hvað amar að Henderson sem er hvergi að sjá, svo Oxlade-Chamberlain fær sénsinn á miðjunni, á kostnað bæði Milner og Grujic. Verður áhugavert að sjá hvernig hann plumar sig þar. (UPPFÆRT: Henderson er hnjaskaður á læri, Mignolet er því með fyrirliðabandið í dag).
Það væri æðislegt að fara inn í þetta landsliðshlé á jákvæðu nótunum.
Sigur takk!
Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Út af bandstrikinu í nafni Uxans, sýndist mér við vera að stilla upp í 4-4-3… Sem hefði verið söguleg nýbreitni.
Hérna þarf hraðinn að nýtast. West Ham hafa alltaf reynst okkur erfiðir. Sækjum 3 punkta. 1-4!!!
Sami Hyypia sagði í viðtali í vikunni að helsta vandamál LFC – og þá sérstaklega varnarinnar – væri að það vantaði tilfinnanlega leiðtoga. Mann eða menn sem stýra öðrum í kringum sig, stýra varnarleiknum og spilamennskunni.
Iðulega er það nú þannig að fyrirliðinn er mesti leiðtoginn í liðinu – maðurinn sem drífur aðra áfram, tekur liðið upp á axlirnar þegar á móti blæs og sýnir það og sannar að jafnvel þig illa gengur þá sé hægt að treysta á hann. Aðrir leikmenn líta svo til hans og fyllast innblæstri af fórnfýsi hans og hrífast með.
Ég rifja þetta nú bara upp þegar ég sé Mignolet sem fyrirliða. Það eitt og sér er svo sem allt í lagi, en hversu illa er fyrir liðinu komið þegar fyrirliði liðsins er jafnframt einn af veikustu hlekkjum þess?
En svo lítur maður yfir liðsuppstillinguna og ég segi þá bara – þarna er fátt um fína drætti. Það er eina helst Can sem ætti tilkall til fyrirliðabandsins, en sennilega spilar hér inn í að framtíð hans er óljós.
Hvað um það, Mignolet er alveg þannig markmaður að hann getur spilað eins og hann sé einn allra besti markmaður heims. Stundum á hann þannig leiki. Vonandi verður þessi leikur þannig.
Spái öruggum sigri okkar manna, þar sem maður leiksins verður enginn annar en Mignolet!
Homer
Mané að byrja er klárlega bestu fréttir dagsins vonandi er hann í sæmilegu leikformi þannig hann geti djöflast vel í vörn WH.
Líst vel á þetta vinnum þetta með 2 mörkum.
Mané er langt frá því að vera búinn að endurheimta spretthörkuna. Held að þetta sé vanhugsað hjá Klopp.
Can hægir rosalega á spilinu stundum með þessum 2-3 auka snertingum sem hann tekur alltaf. Hvernig væri líka ef hann myndi snúa með boltann einstöku sinnum ekki bara horfa niður.
Uuuu, kannski ég ætti að draga þetta komment til baka?
#5 lol
Salah hver annar!
Og auðvitað minn maður Mané með stoðsendingu
MATIP !
Fyrsta markið er algert skólabókardæmi um hvernig þú verst ekki þegar hitt liðið er með svona snögga menn yndislegt að sjá að það voru 3 liverpool menn á móti 1 varnarmanni.
Og mark númer 2 er virkilega döpur varnarvinna og ég kvarta ekki þegar það er hitt liðið sem verst svona illa.
Þetta er ekki búið A.Carroll a eftir að skora
Voðalega þægilegur hálfleikur. Liverpool er í raun yfir vegna mistaka West Ham frekar en einhverra sérstakra gæða eða einstaklingsframtaka. Fyrsta markið kom eftir skyndisókn og annað markið úr föstu leikatriði.
West Ham hefur fengið eitt færi í leiknum sem segir mér að varnarlega er Liverpool að standa sig vel, því West Ham er að reyna að ligggja ekki aftarlega.
Frábær fyrrihálfleikur og virkilega gaman að sjá bakverðina hjá okkur halda sinni stöðu að mestu, erum með það gott sóknarlið að bakverðirnir þurfa ekki að fara svona fram eins og þeir hafa verið að gera allt of oft á tímabilinu.
Núna er bara að halda skipulagi og ekki gefa þeim tækifæri á að komast inní þetta.
Þétta pakkann og refsa með skyndisóknum.
Fyrsta markið var svo geggjað…
Þú veist….. hvað á maður að segja. Mané og Salah. Svindl.
ekki vildi eg vera varnarmaður á móti þessum leikmönnum okkar
0-2 er eg frekur ef eg vill fleiri mörk haha
Ox get innit!
Ellefu leikmenn hjá Liverpool, af tíu þjóðernum. Alþjóðlegt.
Salah! Sá er að koma sterkur inn í vetur.
Salah með tólf mörk í vetur, þar af átta í deildinni.
Salah búinn að vera frábær í þessum leik
Burt með þennan Klopp! Glataður þjálfari!
#kloppout
Eitt sem ég skil ekki alveg með Klopp. Þegar staðan er 4-1 og korter eftir af leiknum, af hverju fá menn eins og Solanke og Grujic ekki smá spilatíma?
Annars er snilld að horfa á Mane og Salah í svona leikjum. Vona að liðið sé loksins að smella almennilega og ekki versnar það þegar Lallana kemur loksins aftur.
#23 góður! Þrír sigurleikir í röð, gengur ekki.
Það er gott að vera sannspár haha Sagði 1-4 fyrir leik
Ég spáði okkur sigri með 2 mörkum en þetta var enn betra en maður bjóst við frábær leikur!
Ox var virkilega góður í þessum leik og innkoma Mané eftir meiðlsin er hægt að biðja um mikið meira en Salah fær 10 hjá mér frábær leikur hjá honum.