Sevilla – Liverpool 3-3

Setjum inn leikskýrslu sem Eiríkur Már setti inn á facebook í gær úr því að kop.is er komin aftur í eðlilegt horf. Það verður svo podcast hjá okkur í kvöld.


Hvað er hægt að segja um svona leik? Leikur tveggja hálfleika þar sem okkar menn sýndu allar sínar bestu hliðar og skora 3 mörk en klúðra síðari hálfleik algjörlega og fá á sig 3 mörk.

Mörkin:
2′ Firmino 0-1
22′ Mané 0-2
30′ Firmino 0-3
45′ Banega 1-3
54′ Mercado 2-3
90+3′ Pizzaro 3-3

Leikurinn
Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á annarri mínútu fengum við hornspyrnu sem Coutinho tók. Hann setti hann aðeins útí teiginn þar sem Wijnaldum flikkaði honum á óvaldaðan Firmino sem skoraði 0-1. Á 19. mínútu voru Henderson og Wijnaldum að dútla með knöttinn á miðjunni, tapa honum, Gomez selur sig dýrt og þeir fá dauðafæri sem Karius ver meistaralega. Strax á 20. mínútu fá þeir annað dauðafæri en klikka. Leikurinn var svo hraður þarna að það var erfitt að fylgjast almennilega með. á 21. Mínútu vann Henderson boltann á miðjunni, stakk honum innfyrir á Firmino sem komst í dauðafæri en markvörður þeirra Rico varði glæsilega í horn. Úr horninu skoruðu Liverpool nánast nákvæmlega eins mark, Coutinho með sendingu á sama stað og áður en nú var það Firmino sem flikkaði honum á óvaldaðan Mané sem henti sér fram og sneiddi boltann glæsilega með höfði sínu í fjærhornið. Á 30. mínútu fékk Mané langa sendingu uppí vinstra hornið, setti í fjórða gír og var kominn einn gegn Rico sem aftur varði vel en boltinn hrökk beint fyrir framan Firmino sem átti ekki í vandræðum með að leggja hann í autt markið 0-3!! Fyrri hálfleikur róaðist mikið eftir þetta utan dauðafæris hjá Salah á 40. mínútu en aftur varði Rico glæsilega.

Síðari hálfleikur var algjör andstæða og verulega svekkjandi. Moreno sem hefur verið mjög góður átti verstu 15 mínútur sem ég hef séð í síðari hálfleik. Á 51. Mínútu braut hann klaufalega af sér við vítateigshornið og gaf aukaspyrnu, dekkar illa Ben Yedder í spyrnunni sem skallaði vel framhjá Karius 1-3. á 59. Mínútu átti Coutinho skrýtna sendingu aftur á Moreno sem náði ekki að hemja boltann og missti hann frá sér inní teig og brýtur af sér. Virkilega soft víti en þetta var snerting og Moreno gat engum kennt um nema sjálfum sér. Ben Yedder fór á punktinn 2-3. á 63. Mínútu kom tvöföld skipting, Can og Milner inn fyrir Moreno og Coutinho og leikurinn róaðist töluvert og betra jafnvægi komst á leik Liverpool. Salah átti fyrsta færi Liverpool í síðari hálfleik á 71. mínútu, á 78. Mín áttum við hratt upphlaup sem rann útí sandinn og Mané fékk dauðafæri á 81. mínútu en skaut framhjá.

Fjórum mínútum var bætt við leikinn og að sjálfssögðu jöfnuðu Sevilla á 93. mínútu og það eftir hornspyrnu. Klavan skallaði boltann útí teiginn, beint í lappirnar á óvölduðum Pizzaro sem þakkaði fyrir sig 3-3.

Bestu leikmenn Liverpool:
Firmino og Mané voru frábærir í fyrri hálfleik og Karius varði nokkrum sinnum mjög vel, síðari hálfleikur var svo bara hreinlega dapur en ég verð að gefa manninum með 2 mörkin og eina stoðsendingu þetta. Firmino.

Slæmur dagur: Moreno var virkilega dapur fyrsta korterið í síðari hálfleik, Gomez seldi sig nokkrum sinnum miðjan var ekki að tengja í síðari hálfleik. Vörnin og föstu leikatriðin eru svo að sjálfssögðu framhaldssagan endalausa.

Tölfræðin: Klopp hafði fyrir þennan leik aldrei unnið leik á Spáni og það breyttist ekki. Firmino er kominn með 5 mörk í CL í jafnmörgum leikjum. Við sitjum enn í efsta sæti riðilsins með 9 stig og dugar jafntefli á Anfield gegn Sparta Moscow í síðasta leik þann 6. des. Það þýðir enga værukærð þar því enn er möguleiki á að klúðra þessu niður.

Næsta verkefni: Chelsea á Anfield næsta laugardag í gríðarlega mikilvægum leik. Vonandi koma menn vel undan þessum leik og gíra sig upp í það verkefni.
YNWA!!!

6 Comments

  1. Getið þið ekki bara fjallað um Southampton leikinn til að létta manni Liverpool lífið.

  2. Mikið andskoti er maður buinn að sakna skrif ykkar hér maður var bara við að missa heilsuna í þesssari bið
    En að öðru leiti er ég samála fyrsta ræðu manni

    Ynwa

  3. Sevilla tók þá grind sem ég var búinn að gera að þessu podcasti og skeindi sér með henni í seinni hálfleik.

    Ég þoli ekki Sevilla, geta ekki bara tapað eins og venjulegt lið.

  4. Ekki veit ég hvaða aukin kraft leikmenn geta fengið við það að þjálfarinn tilkynnir þeim í hálfleik að hann sé með krabbamein, eins og átti víst sér stað. En þetta var eiginlega endurtekning á Istanbul leiknum, nema bara öfugt.

  5. Vorum að spila gegn mjög góðu liði á einum erfiðsta útivelli í evrópu ég er ekkert að grenja yfir þessu alveg ótrúlegt hvernig er fjallað um þetta eins og LFC hafi verið niðurlægðir eða eitthvað.
    Löngu hætt að koma manni á óvart að vörnin okkar haldi ekki út ætti varla vera fréttnæmt í raun.

    Ég set spurningamerki hvað Hendo er að gera í þessu liði líka ég bara sé ekki neinn fyrirliða á vellinum.
    Moreno það þarf ekkert að ræða hann við vitum hvernig hann er mistækur þrátt fyrir að hafa verið búin að vera góður fram að þessu og það verður ekki tekið af honum.

Hvað vantar uppá?

Podcast – Sætt og sóðalegt í Sevilla