1-0 Salah á 64.mín
1-1 Willian á 85.mín
Leikurinn
Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill þegar kemur að færum. Við byrjuðum sterkt án þess að skapa færi og þau hættulegustu komu úr skyndisóknum þeirra bláklæddu, Mignolet varði virkilega vel í tvígang og var í rauninni svolítið þannig að við gátum talið okkur bara nokkuð hafa sloppið vel með að vera með jafna stöðu eftir fyrri 45. Miðjan okkar var alveg steindauð í báðar áttir og í raun bara fremstu þrír sem keyrðu á öllum sílendrum þá.
Langbesti kaflinn okkar voru fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. Allt önnur orka í öllu liðinu, Moreno gríðarlega aggressívur sérstaklega og Coutinho náði nokkrum upphlaupum sem sköpuðu hættu, úr einu slíku datt boltinn á fætur Chamberlain sem stakk inn á Mo Salah sem kláraði vel fyrir sínu fimmtánda marki í tuttugu leikjum og Anfield algerlega sprakk úr hávaða. Egyptinn fagnaði ekki markinu af virðingu við 300 samlanda sína sem létust í hryðjuverki þar í landi í gær – respect á það.
Næstu 5 – 10 mínútur var í járnum en um leið og Conte fór að skipta inná breyttist leikurinn og Chelsea einfaldlega náði öllum tökum. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútum fyrir leikslok þegar Willian vippaði boltanum ansi veglega í fjærhorn langt úti í teignum…veit ekki hvort um var að ræða skot eða sendingu, en óverjandi var það. Það sem eftir lifði leiks kom lítið upp merkilegt í leiknum en þó þurfti Courtois að verja einu sinni ansi huggulegt skot Salah. Jafntefli niðurstaðan og enn og aftur missum við niður unnin leik.
Bestu leikmenn Liverpool
Mo Salah langbestur einfaldlega, vel klárað og stanslaust að láta vita af sér. Leikmaðurinn er einfaldlega yfirburðarmaður í okkar hóp þessa dagana…by a mile eins og Bretinn segir. Mignolet átti flottan leik og Chamberlain var fullur orku og átti verulega huggulegan þátt í markinu. Sá er allur að koma til. Moreno átti flotta “endurkomu” í liðið eftir erfiða útkomu í Sevilla og hinu megin var Joe Gomez lengstum í fínum málum.
Slæmur dagur
Miðjan átti mjög erfitt, Milner var alveg útúr fannst mér í fyrri hálfleik og lenti í brasi eftir að Fabregas kom inn. Coutinho var mjög takmarkað að ná einhverju gripi á leiknum og Hendo var ekki að heilla. Matip og Klavan voru fannst mér býsna ótraustir en sluppu með skrekki á nokkrum stöðum. Kaflaskiptur leikur í rauninni.
Umræðan
Nokkrir punktar held ég.
* Liðsvalið, fimm breytingar frá Sevilla og þ.á.m. valið að hvíla bæði Mané og Firmino. Leit ágætlega út þar til á 85.mínútu en að lokum er það klárt mál að Klopp þarf að svara fyrir það.
* Innáskiptingarnar okkar ef horft er til mótherjanna. Á meðan Chelsea náði klárlega að breyta töluvert sínum leik með að setja sína menn inná þá beið Klopp enn á ný mjög lengi með að breyta okkar liði í staðinn. Við vorum algerlega lentir upp við vegginn og það vara nú ekki mikil sannfæring í kolli manns að við héldum þetta út. Það leit afskaplega illa út að þeir Klopp og Lallana stóðu spjallandi á meðan leikstoppið leið. Lallana ekki inná, breytingin ekki átt sér stað (átti að koma inn á miðju, Gomez yrði hafsent og við með 5 manna varnarlínu) og Chelsea skoraði jöfnunarmarkið á meðan. Sá var settur í kápuna á ný en svo úr henni aftur eftir 2 mínútur og skiptingin okkar kom á 88.mínútu. Klopp hefur einfaldlega ekki náð að mastera innásiptingar sem ætlað þá er að loka leikjum. Það þarf að fara að gerast.
* Leikur nr. 22 frá því Klopp tók við þar sem við höfum misst niður unnan leik. Það er umtalsvert held ég.
* Klopp og Mané á að hafa lent saman inni á vellinum eftir leik, rifist á miðjunni og Klopparinn þurfti að svara fyrir í viðtalinu eftir leik…og gerði lítið úr því. Svosem ekkert stórt en ljóst að það var mikill pirringur að leik loknum.
Næsta verkefni
Stoke úti á miðvikudagskvöld. Það er ekkert stórslys að gera jafntefli við Chelsea á heimavelli en það gerir það enn mikilvægara að taka stigin þrjú sem verða þar í boði. Hefði verið magnað að komast upp fyrir Tottenham í dag…en við verðum að stóla á að taka þau á Brittania.
Náttúrulega rosalega svekkjandi. En ég skil ekki hvernig menn fá það út að markið hafi verið Mignolet að kenna, í fyrsta lagi er alltaf verið að kvarta yfir því að hann hangi of mikið á marklínunni, hann breytir því ekki nema fara framar og þá opnast möguleikinn á svona mörkum. Í öðru lagi var þetta svo gott sem í samskeytin.
Sælir félagar
Nú er ég kominn endanlega með nóg af Minjo. Hvað er þessi vesalings „markmaður“búinn að kosta okkur mörg stig og marga sigra. Það þýðir ekkert að kvarta undan því að fá ekki þau tvö víti sem við áttum að fá í leiknum. Hitt er ljóst að ég vil Minjó burt úr þessu liði og burt af Englandi. Þvílíkur skussi og liðasbrjótur sem hann er.
Það er nú þannig
YNWA
Ef þetta er ekk markmanninum að kenna heldur þá spyr ég um Kloop, hvers vegna hann er ekki búinn að skipta um menn í þessum stöðum.
Herr Jürgen “tapa-niður-forystu” Klopp, hvað ætlarðu svo að segja skemmtilegt í viðtali í kvöld?
Minjo misreiknar háan bananabolta sem hann hafði margar aldir til að lesa. Þetta er einfaldlega skelfileg frammistaða í jöfnunarmarkinu.
Þá mæta þessir jákvæðu úrvalspennar til leiks einn af öðrum, tilbúnir að drulla yfir allt og alla. Er ekki örugglega hægt að drulla eitthvað yfir Klavan eða Lovren ??? Alltaf sama sagan hér inni! Hafið aðeins gaman af lífinu, það er ekki sjálfgefið að fá annan dag!
Víst var þetta Mignolet að kenna, Djöfull hægur á löppunum í þessum bolta.
Alvöru markmenn taka svona volley.
Hrikalega svekkjandi. Þessi á eftir að sitja í manni.
Klopp átti að bregðast við miklu fyrr. Henda Firmino inná og hengja hann á fabregas.
En varamennirnir komu reyndar slappir inn í þessa stöðu þó seint var.
Keep on.
YNWA
Það er ekki hægt að kenna neinum um þetta mark. Þetta var pjúra heppni hjá Willian allan daginn! Enn á móti kemur að Bekkurinn hafði svakleg gæði hjá okkur af hverju að skipta 2 inná á 89 minutu? Lærði hann ekkert af Sevilla leiknum í vikunni? Þetta var erfiður leikur á móti varnasinnaðasta toppliði sem spilar á englandi í dag enn sáttur að hafa ekki tapað núna verðum við að taka gott Sigur run fram að jólum 🙂
Hvað er með að hætta að spila fótbolta þegar liðið er yfir!!! Vantar eitthvað upp a hugarfarið hjá liðinu.
Úff,það verður að fara að skila þessum Henderson til Sunderland,þar er hans level.Hreint út sagt skelfilegt að sjá hvað hann drepur niður allt sem heitir hratt spil þegar hann fær boltann sendir bara til hægri vinstri eða til baka á hafsentana, hann er orðin verri en Lucas í þessu helv…
Svo er lítið hægt að gera í svona marki,fyrirgjöfin datt bara inn 🙁
1-1 sangjörn úrslit en við vildum ekki sangjörn úrslit við vorum í góðum séns á að næla í 3 stig en flott mark/léleg markvarsla lét okkur tapa tveimur stigum.
Fyrirhálfleikur var ekkert merkilegur og sá síðari var það bara ekkert heldur. Við skoruðum og virtumst ætla að halda þetta út en þetta ótrúlegamark skemmdi stemmninguna.
Ég er viss um að margir munu benda á að Klopp hefði átt að skipta fyrr inná og fyrst að þetta endaði svona þá má alveg segja að hann átti að gera það en ef við hefðum unnið þá væri engin að ræða þetta. Coutinho virkaði mjög hættulegur framávið en vinnslan var farinn og voru þeir að herja mikið á Moreno síðustu mín fyrir markið því að Coutinho var ekkert að hjálpa varnarlega en Lallana var klár fyrir utan fyrir Coutinho þegar markið kom(Mane kom líka inná en var ekki að nenna þessu og virkaði manna þreyttastur þessar 7 mín sem hann spilaði).
Mignolet 5 – ég sett spurningmerki við hann með markið
Moreno 8- flottur í leiknum og bjargaði okkur nokkrum sinnum mjög vel með sínum kraft varnarlega.
Klavan 7 – átti bara flottan leik og spilaði þetta öruggt allan tíman.
Matip 6 – létt Hazard fara nokkrum sinnum mjög illa með sig í fyriháfleik en gerði betur í þeim síðari.
Gomez 6- leit stundum út fyrir að vera vitlaust staðsetur en átti solid leik.
Millner 4 – mana lélegastur í fyrirhálfleik en var duglegur í þeim síðari
Henderson 5 – Barátta alltaf uppá 10 en við þurftum stundum aðeins meiri gæði.
Coutinho 7 – alltaf ógnandi en var orðinn mjög þrettur undir lokinn.
Ox 7 – átti góðan leik. Vann boltan nokkrum sinnum framarlega á vellinum, losaði boltan frá sér nokkuð vel(hefur verið hans vandamál), átti nokkrar flottar rispur og lagði upp markið.
Salah 9 – okkar besti maður en og aftur. Þeir réðu ekkert við hann en það voru alltaf tveir eða þrír Chelsea menn í kringum hann en það stopaði hann ekki. Flott mark og nokkur góðar tilraunir.
Sturridge 6 – mér fannst hann fá enga þjónustu í þessum leik en hann var greinilega teamplayer í dag því að hann var að skila boltanum vel frá sér og boltinn stopaði ekki á honum eins og hefur stundum gerst.
Winjaldum – kom með kraft á vinnslu á miðsvæðið.
Mane – var varla að nenna þessu þegar hann kom inná
Lallana – hann var að nenna þessu og er frábært að sjá hann vera kominn aftur.
Næsti leikur er strax á miðvikudaginn og þar sjáum við líklega Firminho/Mane/Winjaldum og jafnvel Lallana alla koma inn úthvílda og er þetta óstæðan fyrir því að við erum að rótera núna til að passa leikjaálagið en við fáum jafn mörg stig að vinna Stoke eins og Chelsea(en við vorum 5 mín frá því að klára Chelsea í dag).
YNWA við tökum þetta 1 stig og reynum að bæta við þremur til viðbótar í næsta leik.
Dæs
Kenna Mignolet um markið? Í alvöru? Þetta var grísa chip í vinkilinn! Hann átti engan möguleika að verja þetta. Sanngjörn úrslit, því miður.
Jordan Henderson tapaði öllum tæklingum og klöfsum. Gaf til hliðar og til baka. Átti stóran þátt í marki Chelsea líka. Þessi maður er ekki buinn að eiga einn góðan leik á timabilinu. Nu segi ég stopp,burt með þennan mann úr st.11
Spurning af hverju Mane kom ekki fyrr inn á … annars flott frammistaða. Hefði kannski verðið kókt að taka kútiniío útaf á svona ~ 70 ish … bara til að fá ferska fætur.
Sýnir að við eigum loksins smá breidd … Lallana, Vinjaldum og Mane á bekknum og manni líður eins og maður hafi verið rændur #williamheppinn.
Í alvöru, þið sem kennið Mijó um markið .. … plís. Þetta var ótrúlega flott “sending” sem misttókst.
æ þoli ekki svona djöfulins drullu sem margir af okkar tryggu stuðningsmönnum eru að setja hér fram ok við vorum drulluheppnir að tapa ekki leiknum að kenna Minjó um af hverju skil ekki svona tal
kv Stefán
Fótavinnan hjá Mignolet er til skammar. Þetta er allan daginn einhvað sem hann á að taka. Hann var annars góður í leiknum.
Þú vinnur ekki gott lið eins og Chelse, nema með þínu allra besta liði. Furðuleg ákvörðun Klopp með valið á liðinu og áttum ekkert meira skilið.
Besta liðið er búið að spila of mikið. Það þarf að gerast rótering og treysta á breiddina. Sá ekki betur en að þetta var fínasti leikur. Svekkjandi jafntefli samt sem áður.
Svekkjandi jafntefli gegn sterku liði celski sem var ekki að rótera leikmönnum eins og LFC. Veit ekki með þetta jöfnunarmark hjá þeim, loksins þegar migno á að vera á marklínunni þá er hann það ekki. Núna er útileikur á móti stoke næst, þeir töpuðu fyrir voy í dag. Þá hljótum við að vera með okkar sterkasta lið. Shit happens !
Félagar
Það er allt á áætlun. 5 sætið er okkar.
Það hefur ítrekað verið bent á það lengi að Liverpool FC skortir “gæði” á marga staði á vellinum – með ólíkindum að lið sem skv eigendum stefnir á titla bjóði uppá álíka gæði í byrjunarliði og Mignolet, Klavan, Moreno, Henderson. Kæmist einhver þessara manna í hóp City? Chelsea? Nei.
Þess vegna kemur þetta “bakslag” ekki á óvart (Sevilla-Chelsea) eftir hreint ágæt úrslit að undanförnu. Við eigum alltaf okkar rispur og munum hala inn stig (fyrir sæti 4-8) enda með hreint út sagt magnaða sóknarmenn í þeim Salah (sennilega besti leikmaður PL um stunina) Coutinho og Mané. En hversu lengi nenna þessir drengir að spila með metnaðarlausu félagi?? Það er ekkert annað hægt að segja um LFC, því ver og miður.
Berjumst um 4-8 sætið. Meira verður það ekki í ár……. en eflaust margir sáttir með það.
Veiku hlekkirnir í liðinu sem eru búnir að taka svo rosalega miklum framförum Moreno, Mignolet, Klavan o.s.frv……eru samt sem áður veiku hlekkirnir….það er bara þannig.
Fannst Mignolet hafa efni á að taka eitt skref til viðbótar aftur á bak áður en hann skutlar sér til að ná boltanum. Sammála að heimsklassa menn fá ekki þetta mark á sig.
1. Miðja með Henderson og Milner er aldrei að fara að gera neitt af viti. Aldrei. Hvorugur á erindi í topp 4 lið í ensku úrvalsdeildinni. Mætti ég biðja um Lallana eða Woodburn?
2. Klopp VERÐUR að læra að skipta inn á eftir 60-65 mínútur. Ef hann hefði gert það hefði leikurinn unnist. Eintóm hel….s Klopp þrjóska alltaf hreint.
3. Mohamed Salah er æðislegur.
Ég er alls ekki með neitt skítkast, enda er glasið hjá mér alltaf stútfullt, en ég held að það sé ekki annað hægt en að setja a.m.k. smá spurningamerki við staðsetninguna á Mignolet í markinu. Willian er út við vítateigshorn og hótar því að senda fyrir á Morata (sem hefði reyndar verið rangstæður sýndist mér). Auðvitað reiknar enginn með því að svona vitleysisskot heppnist, en ef sendingin hefði komið á Morata þá er ég á því að Mignolet hefði líka verið tekinn í bólinu. Einu skrefi aftar og hann hefði tekið þennan bolta, en það er auðvelt að vera vitur hérna heima í stofu. Eitt stig er enginn heimsendir. YNWA.
Vilji þið vinsamlegast gera grein fyrir því hvaða Maggi er hvað.
T.d. fyrir minn mann;
Maggi aðal, eða kallar þú þig það?
Maggi original
Maggi keeper
Maggi Kop
Maggi pool
hávaxnari markmaður hefði kannski náð þessu
Allt of auðvelt að kenna Simon um þetta mark…..markið var heppni og ekkert annað.
Henderson er hörmulegur núna leik eftir leik og ekkert kjötmikið kemur út úr hans leik þessi dægrin.
Moreno er svolítið villtur á köflum,en er sáttur með hans framlag sem og Salah sem er yfirburðarleikmaður í liðinu og Coutinho var farþegi í þessum leik og má fara mín vegna – einn fínn leikur gegn Southampton bætir ekki upp svikin sem hann bauð upp á í haust.
Skiptingarnar hefðu mátt koma mun fyrr og þar er Klopp óttalega magur í sínum ákvörðunum og mætti taka til þar hjá sér.
Stoke næst og vonandi hleður Firmi í aðra hlussu eins og hann gerði síðast er við mættum þeim á Brittania-vellinum.
Mignolet var heilt yfir góður í dag eins og oftast. Enginn er alltaf 100%. Það eru alveg til betri markmenn, en hann á ekki inni fyrir öllu þessu skítkasti.
Fínar vörslur hjá honum í fyrri hálfleik sem komu í veg fyrir að Chelsea næði forystu.
Flottur leikur hjá okkur og við vorum örfáar mín frá himnasælu. Heppnismark hjá plastliðinu og við eigum fullt erindi í topp fjögur pakkann. Smurfs byrjaðir að tapa stigum og arsanal eru rokkandi. Svo mun rútustöðin hjá motormunninum halda áfram að drepa fólk úr leiðindum.
Tökum stoke á miðvikudaginn 0-2.
Shitt!!
það sem pirrar mig er að Liv, er oftast betri aðilinn í leikjum en drullast í flestum tilfellum að gera jafntefli eða ansi oft. Fatta ekki þessa uppstillingu hjá Klopp því að Milner er uppfylling og á að vera til tags í skiptingum ef þarf. Það er of mikið af miðlungsmönnum í Liv.
Nákvæmlega Einar Már, nær helmingur þeirra leikmanna sem Klopp tefldi fram í gær eru miðlungsleikmenn og slíkt sæmir bara ekki því stórliði sem Liverpool er eða á að vera.
Um leið og Sturage vat tekinn af vellli fóru allar minar vonir um sigur ut um gluggann, Liverpool einfaldlega getur ekki hangið a forustu og eg vona að Klopp se farinn að sja það og hætti þvi.
Eftir 13.umferð þá erum við heilum þremur stigum frá þriðja sætinu og 6 stigum frá rútubílastöðinni. Ekki svo alslæm staða miðað við hversu oft maður hefur verið svekktur á þessu tímabili, hingað til.
Eigum helling inni og ég er mjög bjartsýnn á uppgangi hjá okkur á næstunni!
Já, staðan í deildinni er hreint ekki slæm, fyrir utan það að við erum ekki í titilbaráttu sem hlýtur alltaf að vera markmið LFC. En well, svona er þetta bara og City er bara á öðru leveli.
Það eru 5 lið í grimmri baráttu um sæti 2 – 4, þ.m.t. við.
Sammála flestu sem hér að framan greinir. Ég skil vel að Klopp þurfi að rotera en ég var samt ekki sáttur við liðsvalið í gær. Hef margoft sagt það og ítreka enn og aftur að ég vil ekki sjá Henderson og Milner saman í byrjunarliði, allavega ekki í svona stórum leik. Hef verulegar efasemdir um þá báða sem byrjunarliðsmenn. Henderson átti bara hreint út sagt mjög lélegan leik í gær. Aldrei þessu vant er ég sammála Messu-mönnum, allavega hvað varðar fyrirliðann okkar. Þvi miður þá er þetta alls ekki fyrsti lélegi leikurinn hans á tímabilinu. Henderson hefur sloppið ansi vel við gagnrýni á þessu tímabil…….ekki síst vegna þess að hann er Englendingur.
Þetta er staða sem við þurfum að styrkja liðið okkar, þ.e. öflugur holding-midfielder. Henderson er alls ekki búinn að sannfæra mig um að hann sé rétti maðurinn í þá stöðu.
Milner var eins og ryðguð dísel vél í gær virkilega lengi að komast í gang og virkaði ekki í formi hann vann sig samt betur í leikinn en ég er sammála hann er ekki byrjunarliðsmaður nema hinir séu í banni eða einfaldlega meiddir eða það örþreyttir að þeir hafi beðið sjálfir um að fara á bekkinn.
Algjörlega óásættanlegt byrjunarlið í gær þrátt fyrir að vörnin hafi verið ágæt og allt það fyrir utan þetta heppnis mark sem kom vörninni lítið við þá var þetta ekki okkar sterkasta uppstilling og það sást á Mané hann var gjörsamlega sturlaður eftir leikinn við Klopp að Klopp hafi beðið svona lengi með að setja hann inná segir allt sem segja þarf.
Þetta er fullreynt hjá Sturridge líka eins mikið og maður hefði viljað sjá hann blómstra þá er hann búinn að missa mojoið virðist vera.
Gunnar í commenti #6 dáist af úrvals pennum sem eru að gagnrýna liðið og furðar sig á því.
Ef menn sætta sig við það sem er að gerast þá er allt flott bara. Jú, við getum borið fram þá dásamlegu staðreynd að við höfum ekki sömu fjárráð og td Chelsea, City og hitt liðið frá sömu borg en samt virðumst við vera að eyða háum upphæðum í leikmenn sem ýmist eru ekki nógu góðir eða fá ekki að spila. Sáttir?
Það er allt í fína lagi að styðja sinn klúbb og þjálfara og gera menn það ýmist með því að gagnrýna liðið eða skella Pollýönnu gleraugunum upp og smæla yfir öllu og að þetta lagast allt saman. Ég tek frekar gagnrýni-leiðina og tel mig bakka upp það sem ég segi með efasemdum sem þarf að íhuga.
Peningum var eytt. Leikmenn komu inn en af skornum skammti. Hópurinn er verulega þunnur og leikmenn sem keyptir hafa verið hafa ekki verið notaðir. Dæmi:
Heyrst hefur að Robertson (keyptur í sumar sem DL) væri glaður að fara í útlán í janúar.
Sama hefur heyrst með Grujic sem akkúrat engin tækifæri hefur fengið. Við erum með mikla veikleika í DL og Robertson kom inn og sýndi verulega fína takta (varnarlega) og er fyrsti bakvörður Liverpool í mörg ár sem býr yfir heimsklassa fyrirgjöfum af kantinum. Klopp virðist ekki líka við hversu varnarsinnaður hann er………eða það er ágiskun mín.
Mesti veikleiki liðsins er miðjan þar sem við höfum Milner sem er að koma af sínu besta skeiði, Can sem er farinn til Juve í huganum og ekki með áhuga lengur, wijnaldum sem virðist skásti kostur okkar á miðjunni og síðast er Henderson sem ég veit ekki alveg hvað gerir fyrir liðið. Er hann DMC. box to box? Hann allavega fer í gegnum leiki þannig að stats sýna oftast að hann fljóti í gegnum 90.mínúturnar án þess að það komi liðinu til hjálpar.
Með öðrum orðum er ég að segja að miðjan er sá partur liðsins sem er að drepa okkur. Ok, Moreno er eins og hann er og gerir sín mistök og sama má segja um DC-ana okkar líka, en við hverju má búast ef miðjan er soðin saman af þeim einstaklingum sem við erum að bjóða upp á?! Ég veit ekki hvernig miðjumaður Keita er en þetta verður verkefni fyrir hann næsta vetur, það er ljóst. Ég myndi vilja sjá allavega einn miðjumann koma inn í janúar því annar af Salah eða Mane þurfa bara að meiðast til að liðið hrynji.
Svo er líka allt í lagi að gagnrýna Klopp þegar þess er þörf. Gagnrýni er þörf til að halda mönnum á tánum en mín skoðun á Klopp hefur breyst mikið undanfarið, sérstaklega eftir að við héldum inn í season-ið án þess að lagfæra það sem þurfti. Klopp er þessi gaur sem treystir fólki og hefur hann sýnt þessum hópi mikið traust frá byrjun. Moreno fékk ekkert tækifæri í fyrra en í ár er hann hans uppáhalds leikmaður. Sakho var ýtt út fyrir tittlingaskít sem vsr svona til að sýna hver væri stjórinn. Klopp er einnig óragur við að sýna traust sitt á leikmenn með því að td taka Mane og Firmino út gegn Chelsea og setja inn Sturridge sem hann ætti fyrir löngu að vera búinn að losa sig við. Hann næstum því grísaði á 1-0 sigur en það gekk ekki eftir.
Ég er algjörlega á báðum áttum varðandi Klopp en hann hefur alls ekki sýnt það sem ég bjóst við af honum eftir fyrsta árið. Hann tók við október ef mig misminnir ekki og gerði ekkert nema að gefa mönnum sénsa fyrsta árið. Menn eins og Moreno, Henderson, Sturridge, Lovren eru enn á þeim sénsi og virðast hafa “immunity card”. Hann hefur verslað vel inn líka sem er jákvætt en hann þarf að gera betur hvað leikmenn varðar og hvernig þeir passa inn í liðið. Eins og staðan er í dag að þá erum við að spila suma leiki á 8 til 9 leikmönnum þar sem 2-3 leikmenn týnast og framherjar okkar geta ekki stöðugt reddað okkur.
Mér fyndist telja topp 4 þetta árið vera mjög góð frammistaða en það þarf að nýta það tækifæri betur en við gerðum sl sumar.
Tvennt stendur upp úr eftir þennan leik:
1. Hvað Hazard fór svakalega illa með Henderson!
Trekk í trekk fór hann framhjá honum, eins og keilu (æfingakeilu ekki fiski).
2. Hvað þarf Robertson að gera til að fá breik.
15 mín. eftir og við yfir 1-0 yfir. Hvað með að setja inn bakvörð sem getur varist. Moreno fer allt of djúpt inn að hafsentunum og skilur eftir risastórt svæði fyrir andstæðingana að spila inn í (eins og í markinu). Hvernig væri að leyfa Robertson að sanna sig. Hann getur varla gert verri mistök varnarlega en More-No?
Sammála því sem fram hefur komið með slakar skiptingar hjá Klopp. Loksins var bekkur þar sem hægt var að skipta inn gæðum. Að vísu segist Klopp ekki hafa fengið að gera breytingu þegar hann vildi í aðdraganda marksins, en hann hefði getað verið búinn að því nokkuð fyrr eins og leikurinn hafði þróast.
En við fögnum þessu stigi, 5 stig af 15 mögulegum gegn liðunum sem eru að berjast um efstu fjögur sætin er að vísu ekki nógu gott en við breytum því ekki héðan af.