Jæja, komið að stærsta leik tímabilsins hingað til og Klopp blæs til sóknar. Mané, Salah, Coutinho og Firmino eru allir í liðinu og Coutinho jafnframt fyrirliði!
Erfitt að ætla að heimfæra þetta í eitthvað kerfi fyrirfram en svona sirka lítur þetta út:
Karius
Gomez – Lovren – Klavan – Moreno
Gomez – Lovren – Klavan – Moreno
Mané – Can – Wijnaldum – Coutinho (c)
Salah – Firmino
Fyrirfram myndi ég halda að þetta lið ætti að klára þetta verkefni örugglega. Liverpool fer aftur á móti aldrei auðveldu leiðina þannig að við sjáum hvað setur. Sama hvað, klárið bara verkefnið.
KOMA SVO!
YNWA
Mjög nærri því að þetta sé besta liðið sem við höfum.
5-2!
er þetta ekki 4-3-3 ? Frekar en 4-4-2 ?
Enginn bekkur ?
Miðað við hvernig Klopp hefur verið að láta liðið spila er líklegt að þetta verði einhver ægileg samsuða, líklega 2-3-1-2-2 í sókn og þá 3-4-1-1-1 í vörn með falska níu, nema fyrstu 20 mínúturnar í seinni en þá verður spilað 4-1-2-1-2. Eða eitthvað.
Af hverju er Henderson ekki inna?
Að hann droppi Henderson á bekk sem fyrirliða liðsins segir manni mikið.. í jafn mikilvægum leik og þessum. Erum við að fara sjá nýjan fyrirliða á næstu leiktíð?
Þetta er klárlega 4-3-3 liðið okkar. Mane, Firminho, Salah fremstir með Coutinho fyrir aftan og Winjaldum/Can að passa vörnina.
Eruð þið með gott stream
Draumabyrjun, eru greinilega skíthræddir við Salah.
#8: http://www.genti.stream/hd2.php
Can þarf að passa sig úff
COUTINHO ON FIRE!
Glæææsilegt! Captain Coutinho nær vonandi þrennu í kvöld. 🙂
Sjá hvað Firmino er óeigingjarn þvílíkur leikmaður!
Þvílíkur fótbolti sem liðið er að spila. Firmino er orðinn minn uppáhalds leikmaður minn.
Vá hvað það er gaman að horfa á þetta lið í þessum ham. Gjörsamlega rífa varnir í sig.
Veisla framundan í kvöld.
HVAÐ er að gerast
3-0 eftir 18 mín þetta er rugl
Kúturinn er okkar, má ekki fara !
#9 Er eitthvað trix til að sjá strauminn?
3-0
Þá erum við sennilega öruggir með jafntefli!
Hver þarf vörn með þessa sókn 😀
YNWA
Jahérna, þessi sóknargeta er á köflum gjörsamlega galin. Topp 3 í heiminum í þessu formi.
Frábær skemmtun að horfa á þetta lið okkar nú er bara að halda haus og klára þetta með stæl.
Menn eru á mjög hægu tempói en samt komnir 3-0 yfir eftir innan við 20 mins. Greinilega bara upphitun fyrir nágrannaslaginn um helgina!
Þetta lið er óhugnanlega sterkt framávið. Man ekki eftir öðru eins og ég hef fylgst með Liverpool síðan 1978
Hinir fjórir fræknu, Salah, Mané, Coutinho og Firmino, varnarmenn skjálfa í hnjánum þegar þeir nálgast vítateiginn hvað þá í þessum ham
Coutinho hefur fengið fyrirliðabandið lánað hjá Hendó. Það er alltof vítt, hann er að ströggla meira við að halda því á höndinni en að komast frá hjá varnarmönnum Spartak.
Spartak tvisvar búið að sleppa við gult spjald!
Fyrst Can togaður niður í upphafi skyndisóknar og svo Karius truflaður við útsparkið.
En Can var út af fyrir sig heppinn að fá ekki beint rautt fyrir þessa rugltæklingu með takkana í hnéhæð… og HVAÐ var Karius að gera hérna?! Úff.
Þessi Ze Luis er Diego Costa fátæka mansions…
mannsins
Firmino er með ólíkindum vinnusamur. Tveggja manna maki á góðum degi.
Vona það sé ekki alvarlegt með Moreno
Glæsilegur fyrri hálfleikur, menn eru að taka því rólega og gera hlutina yfirvegað. (Kannski fyrir utan tæklinguna hans Can og skógarhlaupið hans Karius) Það væri skelfilegt að missa Moreno í meiðsli núna rétt fyrir jól, vonum að þetta sé minni háttar.
Áfram með veisluna!
Sælir félagar
Ég á bara eitt orð í eigu minni núna FIRMINO!!!!
Það er nú þannig
YNWA
Tæklingin hjá Can var glórulaus og gult spjald var miskunn meðað við hvernig þetta leit út fannst manni ég hefði allavega orðið sturlaður ef þeir hefðu gert þetta við okkar leikmann.
Karius er ekki Neuer allavega og ætti að passa sig betur finnst manni en frábær fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og vonandi er þetta ekki alvarlegt með Moreno sem er búin að vera mjög góður.
Frábær hálfleikur. Eina sem mér fanst gagnrínisvert er að þeir náðu ekki að bæta fjórða markinu við. Vonandi gerist ekkert aftur sama martröðin og gegn Sevilla. Hef samt litlar áhyggjur af því. Klopp er væntanlega að hamra á því þessa stundina að það megi ekki gerast.
Nú er bara að vona að þjálfari Spartak sé ekki með krabbamein.
Þessi sókn í marki númer tvö!
Talandi um Fab Four, þvílíkur glæsileiki!
Frábær niðurstaða eftir fyrri hálfleik miðað við að menn virðast bara vera í 3 gír.
Nú er bara að klára þetta með stæl og tryggja okkur í 16 liða úrslit.
Væri til í að sjá Klopp skipta snemma Salah og Mane út og tryggja að þeir verði heilir fyrir helgina. Nýta bekkinn
Ömurlegt að Moreno er meiddur og gæti þetta verið 2-4 vikur en við erum með Robertson/Millner til að leysa hann ef þess þarf.
Það er líka slæmt að eyða skiptingu í vinstri bakvörð því að maður vill helst taka sóknartríóið okkar og vefja því í bómul fyrir Everton leikinn(s.s taka þá útaf til að minnka líkur á meiðslum og hvíla).
ÞETTA MARK !!!
Sæll, þokkaleg afgreiðsla! 4-0!
VÁÁÁÁÁÁÁ!!!!
Já sæll.
Þetta fjórða mark hjá Mane ætti að telja tvöfalt
COUTINHO HATTRICK !!!
Jæja, Captain Coutinho með þrennu. 5-0 hlýtur að duga… 😛
Það er verið að slátra spartak á Anfield!
Skiptu inna þarna klopp og gefðu öðrum tækifæri.
Coutinho er orðinn svo þróaður í fótbolta að hann er farinn að nota varnamennina sem batta til þess að skora í markið. Allavega tvö þannig mörk í tveimur síðustu leikjum. 🙂
Frábærlega gert hjá Gomez!
Sé að þetta var fyrsta þrennan á ferlinum hjá Coutinho.
Bara slaggur að njódda núna…
MANé !
6-0 og korter eftir. Orðið jinx-helt? 🙂
Mikið svakalega vorkenni ég varnarmönnum sem mæta liverpool í þessum ham þvílík slátrun yndislegt.
Karius.
Hinir fá skotfæri inn í teig og Karíus hoppar upp rétt áður en skotið ríður af.
Er því í loftinu þegar boltinn flýgur og hefði aldrei getað framkvæmt einhverja markvörslu ef boltinn hefði verið á target. (Maður verður að finna eitthvað nöldur)
Ok . 6-0.
YNWA
Salah búinn að vera frábær hann ætti að vera búin að skora hvernig er staðan 6-0 án þess að hann er með mark?
Þarna kom það RH 🙂
JÆJA ég sagði það þá skorar snillingurinn 🙂
Ég held við séum að sigla þessu heim.
#59 haha
Geggjað mark hjá Salah. Þessi snúningur hjá honum setti tvo varnarmenn á rassinn og svo smellti hann honum í netið með hægri. Snilld!
Nýi Liverpool-kvartettinn á toppnum með sjö stykki sín í milli!
Vesalings Sturridge leit ekki svo vel út í samanburði…