Hicks hættur að tala við DIC

Tom Hicks hefur gefið út yfirlðýsingu á Official síðunni þar sem hann segist hafa slitið viðræðum við DIC. Beisiklí þá segir hann ástæðuna vera að þeir vilji deila stjórnuninni á Liverpool FC. Hicks segir slíkt ekki ganga:

>”DIC made it clear that if they invested in the Club, they would want it to be managed by committee. Based on my thirteen years of successful experience as an owner of professional sports teams, and based in particular on the situation at Liverpool Football Club over the past year, it is clear to me that such a committee approach would not be in the best interest of Kop, of the Club or of the Club’s loyal and passionate supporters.

>”Accordingly, I have decided to exercise my right under the Kop Football (Holdings) Limited partnership agreement to veto any sale of any portion of Kop and the Club to DIC.

Jammmm

26 Comments

  1. Hljómar vel, eins og svo oft áður undanfarið. Mér finnst eins og Hicks sé að sleikja okkur upp, okkur Liverpool menn.

  2. Mér finnst það fullgróft að segja að hann sé að sleikja okkur upp þegar hann loksins gerir eitthvað af viti. Hugsaðu þér, atkvæðagreiðsla þegar kemur að því að kaupa leikmenn, reka þjálfara og taka mikilvægar ákvarðanir í staðinn fyrir að hafa einn tryggan (vonandi áfram) eiganda… Mér finnst hann hafa gert nóg til að bæta upp fyrir allt með því einu að kaupa Mascherano!

    Ef hann heldur svona áfram þá sé ég ekkert nema bjarta framtíð framundan og enga ástæðu til að rakka Hicks niður!

  3. Mér er nokkurn veginn sama hvert innihald yfirlýsingar Hicks er. Það er ekki málið. Málið fyrir mér er þetta:

    Enn og aftur sýnir Tom Hicks að hann veit EKKERT hvað er KNATTSPYRNULIÐINU Liverpool FC til góða. Enn og aftur er hann nógu þrollaheftur til að stíga fram í sviðsljósið með nýjasta kaflann í sápuóperu sinni DAGINN FYRIR STÆRSTA FOKKING LEIK TÍMABILSINS.

    Ég sá alveg fyrir að hann myndi ekki láta stjórn LFC af hendi baráttulaust og því gæti slitnað upp úr þessari tilteknu tilraun DIC til að kaupa hlut í LFC. Ég hins vegar vonaði að retharðurinn frá Texas væri búinn að LÆRA – þið vitið, það sem fólk gerir þegar það gerir mistök – nógu mikið af átökum síðustu mánaða til að vita að ef hann hefur eitthvað djúsí um þetta mál á að segja á hann að BÍÐA ÞANGAÐ TIL Á MIÐVIKUDAG MEÐ AÐ SEGJA ÞAÐ!

    Sorrý, ég er bara alveg öskuillur yfir þessu. Um hvað haldið þið að verði rætt á morgun? Leikinn sem er framundan … eða yfirtökumálin? Og man einhver hvað gerðist síðast þegar eigendamálin fóru í uppnám í fjölmiðlum? Hvað varð um lið Benítez, sem hafði ekki tapað leik í deildinni, þegar það gerðist?

    Mér er nógu illa við Tom Hicks nú orðið að ég kalla hann þrollaheftan retharð. Eins og ég sé sextán ára gelgja. Mér er svo illa við þennan mann. Gat hann ekki bara haldið kjafti í 30 klukkutíma í viðbót? Eða er honum alveg sama um FÓTBOLTAliðið sem þessi klúbbur á jú víst að snúast um? Eða er það kannski bara óskhyggja í okkur að vona að hann hugsi eitthvað um fótboltann þegar hann sér tuðruna ekki fyrir dollaramerkjunum sem þvælast fyrir honum?

    Fokk.

  4. Kristján Atli: “You took the words right out of my mouth…” hljómaði einhver söngur. Algjörlega sammála því sem þú segir! Ég myndi líkja þessari tímasetningu við:
    – foreldra sem segja barni sínu daginn fyrir inntökupróf í flottasta skóla ever, að þau væru að skilja

    Og þá meina ég einfaldlega það, að mórall liðsins sem hefur verið á uppleið, vegna góðs gengis og góðra möguleika, líður kannski fyrir þetta athæfi Hicks. Þetta er eins og spurning um að hoppa út úr flugvél og bíða með að kippa í fallhlífina þar til maður er brotlentur á jörðinni?

    YNWA

  5. Ég væri svo til í að henda þessari stjórn eins og hún leggur sig, við erum búinn að sitja á rassgatinu á meðan meðal klúbbar eru að ná okkur í markaðsetningu og öllu öðru. Óþolandi að þurfa að horfa upp á þetta í fleirri fleirri vikur, loksins þegar ég hélt að það væru að koma menn inn í klúbbinn með bein í nefinu þá kemur svona yfirlýsing ohhhhhhhhohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh.

  6. Og vá hvað Kristján Atli hvað ég gæti ekki verið meira sammála þér, þetta er orðið svo óþolandi að manni svíður í skinnið.

  7. Kristján Atli, ekki vera svona harður við Tom, hann veit örugglega ekkert að liðið sé að spila á morgun! 🙂

  8. Ég verð nú að játa að ég er á algjörlega öndverðum meiði með þessa yfirlýsingu frá Hicks og finnst hún koma á hárréttum tíma. DIC sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag um að þeir væru alveg við það að ganga frá kaupum á 49% í liverpool. Hicks vissi það greinilega að svo var ekki og í staðinn fyrir að leyfa þesum orðrómi að ganga eitthvað lengur ákvað hann að kveða hann strax í kútinn.

    Ég skef samt ekkert utan af því að ég er ennþá algjörlega á móti eign kanans á klúbbnum og það gleddi mig fátt meira en að sjá hann hverfa á braut en ef það á að hengja einhvern fyrir að reyna að skapa glundroða í herbúðum liðsins rétt fyrir þennan mikilvæga leik að þá er það klárlega DIC en ekki hicks (DIC sýndi nú ekki beint neitt sérstaka skynsemi í því að henda fram þessarri yfirlýsingu, nota bene ekki um að þeir væru búnir að kaupa sig inn í klúbinn eða búnir að ná samkomulagi um það heldur alveg við það að gera það, sem reyndist svo ekki einu sinni rétt! Án þeirrar yfirlýsingar hefði hicks ekki þurft að segja nokkurn skapaðan hlut)

  9. magnað, en einhvern veginn hvarf miðju málsgreinin mín út úr kommentinu, í heild átti það að líta svona út (með fyrirvara um að miðju kaflinn komi í þetta skiptið):

    Ég verð nú að játa að ég er á algjörlega öndverðum meiði með þessa yfirlýsingu frá Hicks og finnst hún koma á hárréttum tíma. DIC sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag um að þeir væru alveg við það að ganga frá kaupum á 49% í liverpool. Hicks vissi það greinilega að svo var ekki og í staðinn fyrir að leyfa þesum orðrómi að ganga eitthvað lengur ákvað hann að kveða hann strax í kútinn.

    Ég skef samt ekkert utan af því að ég er ennþá algjörlega á móti eign kanans á klúbbnum og það gleddi mig fátt meira en að sjá hann hverfa á braut en ef það á að hengja einhvern fyrir að reyna að skapa glundroða í herbúðum liðsins rétt fyrir þennan mikilvæga leik að þá er það klárlega DIC en ekki hicks (DIC sýndi nú ekki beint neitt sérstaka skynsemi í því að henda fram þessarri yfirlýsingu, nota bene ekki um að þeir væru búnir að kaupa sig inn í klúbinn eða búnir að ná samkomulagi um það heldur alveg við það að gera það, sem reyndist svo ekki einu sinni rétt! Án þeirrar yfirlýsingar hefði hicks ekki þurft að segja nokkurn skapaðan hlut)

  10. sem gerðist svo að sjálfsögðu ekki, reynum þá að henda honum inn sér (án gæsalappa og mögulegra bannorða):

    Í mínum huga verður þetta bara til þess að þegar fréttir af þessu berast liðinu niðri á ítalíu (og þær koma til með að gera það) þá hugsa leikmenn ok, það er ekkert að fara að breytast í þessum málum á næstunni, þessi kani ætlar að eiga klúbbinn, hættum að velta okkur upp úr þessu og einbeitum okkur að þessum bévítans leik í staðinn fyrir að vera að velta sér fram og til baka í algjörri óvissu um möguleg kaup DIC á klúbbnum sem gæti þá um leið truflað undirbúninginn eitthvað. Mér sýnist bara allt á öllu að hicks hafi lært sína lexíu og viti núna að allt auka óvissuástand um klúbbinn utan vallar hefur áhrif á liðið innan hans.

  11. Ég vona bara að Benitez og leikmenn liðsins séu löngu hættir að lesa fjölmiðla og vilji sem minnst af þessum sirkus Hicks vita. En það er kannski bara óskhyggja…

  12. við erum búinn að sitja á rassgatinu á meðan meðal klúbbar eru að ná okkur í markaðsetningu og öllu öðru.

    Þetta hefur ekkert með Kanana að gera, heldur þá handónýtu stjórn sem var á liðinu áður en þeir tóku yfir. Ég hef talsvert meiri trú á því að þeir geti lagað þau mál en fyrri stjórn, en það er alveg ljóst að það gerist ekki á einni nóttu.

    Þær tölur sem Maggi tók svo saman í pistlinum um leikmannakaup Benitez sýna svo að þeir hafa lagt umtalsverða peninga í félagið og síðan þeir tóku við höfum við keypt 3 af fjórum dýrustu mönnum sögunnar (Torres, Babel og Mascherano) og 2 langdýrustu unglinganna í sögu félagsins (Lucas og Babel). Mér finnst menn vera furðu æstir í að horfa framhjá þessum staðreyndum.

    Já, Hicks er langt frá því að vera fullkominn, en miðað við frammistöðu hans hingað til, þá get ég alveg fundið verri eigendur. Ef hann réði sér bara betri PR fulltrúa, þá væri hann alveg þolanlegur. En ég skil það hins vegar mjög vel að hann vildi láta strax vita að samningaviðræðunum væri lokið. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að svoleiðis upplýsingar myndu ekki leka út á næsta sólahring. Heldurðu t.d. Kristján Atli að DIC menn hefðu ekkert sagt? Þá finnst mér betra að menn gefi slúðurblöðunum lítil tækifæri og komi þess frekar með staðreyndirnar.

  13. Einar, þú getur ekki varið Hicks með því að segja að aðrir væru „örugglega“ jafn slæmir. Staðreyndin er sú að Hicks er svona slæmur, ekki DIC.

    Ég var ekki að tjá mig um innihald yfirlýsingar hans, heldur bara tímasetninguna. Það er hún sem segir mér að Hicks hafi velgengni liðsins ekki að forgangsatriði, heldur sé meira að pæla í valdataflinu heldur en að styðja liðið. Það að segja að einhverjir aðrir væru örugglega jafn slæmir er ekki nóg til að afsaka heimskulega tímasetningu Hicks.

  14. Ég er bara að benda á það að þetta hefði alltaf frést strax. Það er ekki sjens á að Hicks hefði einhvern geta tekist að halda þessu leyndu í tvo sólarhringa. Þetta hefði alltaf lekið út. Þessir gaurar vinna ekki hjá Apple.

    Ég tel einfaldlega betra að staðreyndirnar komu strax á borðið í stað ótal slúðurfrétta.

    Já, tímasetningin á endalokum viðræðanna var óheppileg. En ég held að það hefði ekki bætt ástandið neitt að reyna að fela niðurstöðurnar í tvo sólarhinga. Það hefði aldrei gengið upp.

  15. ????? Af hverju eru menn svona hrifnir af DIC ??????

    Hvað hafa þeir gert til að vera krýndir konungar alheimsins? Annað en að koma bensínlítranum okkar upp yfir 140kr. Aldrei þessu vant er ég sammála Paul Tomkins og segi að svo stöddu,”better the devil you know”.

    Og Guð minn almáttugur ef þessi litla yfirlýsing eftir það sem á undan er gengið hefur einhver áhrif á leikmenn og þjálfara.

  16. Ér er 100% sammála þér Einar Örn.
    Auðvitað er miklu betra að Hicks segi þetta fyrir leikinn. Heldur þú virkilega Kristján Atli að ef að Hicks hefði ekki sagt neitt þá hefðu blöðin ekki talað um málið?? Þeir hefðu velt sér upp úr málinu þeim mun meira vegna þess að þá myndu blaðagreinarnar hljóða svo að DIC væru við það að ná völdum bla bla bla.
    Nú er Hicks búinn að kæfa málið. Held að það myndi trufla leikmennina mun frekar að heyra af því að nú gætu nýjir eigendur verið að koma.

    Mér finnst vera full mikið Lúkasarlykt af þessum mótmælum gegn Hicks. Mér finnst frekar það vera gillet sem gefst upp þótt á móti blási á meðan Hicks sé að reyna að bæta sig og klúbbinn.

    Hicks ætlar ekkert að fara, Mascherano er kominn, Torres var keyptur og Rafa segir að allt sé í góðu á milli þeirra. Hvernig væri bara að trúa því. Haldiði að Rafa yrði eitthvað öruggari með því að hafa einhverja nefnd sem réði yfir öllu með tilheyrandi baktjaldamakki ala Real Madrid.

    Ég er hræddur um ekki.

  17. Miklu betra að hann segi þetta fyrir leikinn. Kemur hlutunum á hreint og engar gróusögur á reiki. Þá geta leikmennirnir einbeitt sér að leiknum en ekki einhverju slúðri.

  18. DIC gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru að kaupa klúbbinn. Þeir byrjuðu þessa umræðu drengir mínir, þessi dýrindis aðdáendur Liverpool.
    Átti Hicks bara að leyfa því að svífa um?
    Held að leikmennirnir séu löngu hættir að velta þessu fyrir sér, alveg ljóst að þessi langtímafarsi er kominn aftarlega í goggunarröðinni held ég.
    Hicks er að mínu viti að berjast fyrir eign sinni á klúbbnum og þar með sýna að hann ætlar sér að eiga hann og gera eitthvað við hann.
    DIC eru að reyna að svæla hann í burt og auðvitað svarar hann. Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt, þó ég sé orðinn þreyttur á þessu eignarhaldsbulli öllu. Segi enn og aftur að rindillinn George Gillett er sá sem við eigum að garga á, hann átti einfaldlega ekki að skipta sér af Liverpool. Hann seldi Hicks hugmyndina, Hicks virðist virkilega vilja eiga félagið, Gillett gunga heldur að fótbolti sé ferkantaður, vill selja, bara einhverjum og á þá Hicks að selja líka??????
    Hicks hlýtur að telja sig eiga innkomu einhvers staðar, en þá er stóra spurningin, selur Gillett honum eða mönnum honum tengdum?????
    Allavega held ég að það sé ljóst að Tom Hicks mun eiga hlut í liðinu afar lengi………

  19. Ég er svo innilega sammála Einari Erni, Daða og fleirum. Finnst þessi yfirlýsing koma á hárréttum tíma miðað við það sem á undan er gengið. Hann drepur þessa umræðu bara í fæðingu og þaggar þar með í öllum slúðurblöðunum sem voru örugglega tilbúin með einhverjar krassandi greinar fyrir morgundaginn.

    Svo finnst mér greinilegt að hann er að reyna að bæta ráð sitt og virðist einmitt hafa lært sína lexíu að því er mér virðist. Bætum Torres, Mascherano, Babel, Skrtel, Lucas og fleirum inn í þá summu og ég held að við séum ekki í svo slæmum málum með hann við stjórn – líst ekkert á að fá DIC inn í staðinn. Gefum manninum séns.

  20. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að málefni sem snúa að eignarhaldi og stjórn félagsins séu hætt að hafa áhrif á liðið, amk. að svo stöddu. Menn hafa greinilega snúið sér að því sem skiptir máli, sem er að spila fótbolta, og gera það bara helv… vel þessa dagana. Ég er engan veginn viss um að DIC séu betri kostur en kanarnir. Í huga beggja aðila snýst þetta einfaldlega um bisness. Menn verða að sætta sig við að tímarnir hafa einfaldlega breyst og “gömlu góðu” dagarnir eru að baki. Eignarhald þessa félags er komið til að vera verslunarvara á meðan vinsældir enska boltans eru svona miklar – og ég vona að þær verði viðvarandi. Ég hugsa að kanarnir, amk. Hicks, séu farnir að átta sig á nauðsyn þess að reka klúbbinn í eins mikilli sátt við aðdáendur og kostur er. Ef maður reynir amk. að rýna í fréttaflutninginn og ákvarðanatökurnar að undanförnu. Þessir gæjar stefna einfaldlega að því að gera klúbbinn arðbærari og ef ein leiðin til þess er að vinna aðdáendur á sitt band og skapa meiri líkur til að liðið vinni titla sem leiðir síðan af sér meiri hagnað o.s.frv. þá fara þeir þá leið. Stundum finnst manni þessa umræða um eigendurna og andúðin á þeim meira byggja á múgæsingi frekar en skynsamlegum rökum. Auðvitað hefði verið best að allt hefði verði óbreytt frá því að Bob Paisley var með liðið – þá værum við áskrifendur að öllum helstu titlum 🙂

  21. Einfalt mál að setltla þetta umræðuefni, Hicks er metinn á 500 milljónir dollara og furstinn er metinn á 20 milljarða dollara. Held að engin þurfi að fara í grafgötur hver getur keypt Alaves og co.

  22. Þetta eru skelfilegar fréttir. Maður bíður bara með öndina í hálsinum (ÓÞÆGILEGT!) eftir næstu rassskellingu sem við stuðningsmenn fáum.

  23. Sammála Helga og Magga með að gefa Hicks séns.
    Mér hefur fundist umræðan um þá Amerísku oft hafa hentað Rafa og mörgum aðdáendum mjög vel til að halda athyglinni á því sem gerist utan vallar frekar en inni á honum.

Masche og DIC

Internazionale á morgun!