Liðið komið, fátt kemur á óvart!

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Mascherano – Gerrard – Lucas
?
Kuyt – Torres – Babel

**Bekkur:** Itandje, Riise, Arbeloa, Pennant, Benayoun, Crouch, Voronin.

Það er í raun bara tvennt sem kemur á óvart í þessu; Andryi Voronin er nógu heill til að vera í leikmannahópnum, og svo virðist Rafa bara víst þora að setja Carra í bakvörðinn. Það er aldeilis að hann treystir Skrtel í djúpu laugina!

Annars líst mér vel á þetta lið. Þetta lið á alveg að geta varist betur en flest og jafnvel myndað þéttan varnarmúr sé þess þörf, en þarna eru líka menn sem geta jarðað Inter-vörnina fái þeir tækifæri til þess.

Þetta verður r-r-rosalegt! ÁFRAM LIVERPOL!

18 Comments

  1. úfffffffff….stress, spenningur og jákvæðni einkenna tilfinningar mínar. Tökum þetta, endar jafntefli 1-1 og við áfram!!!! In Rafa I trust!

  2. Já verður rosalegt !
    Ég hefði viljað sjá Arbeloa þarna, hann gerir aldrei mistök en í svona leikjum treystir maður einum manni í einu og öllu og það er Hr. Benni.

  3. 1-2 Zlatan kemur Inter yfir, Gerrard jafnar og Torres snýr hnífnum í hjartasárinu á Inter með því að skora á 92

  4. 0-0 gæi.
    Skrtel og Mascherano halda vörninni vel. Torres nær ekki að skora.
    Dautt en fínt .. 0-0 🙂

  5. vá feiknasterkt lið.. ánægður með að aurelio sé í hóp og eins ánægður með að skrtel sé í hóp þó svo að það sé aldrei gott að hafa carra í bakverði.. þetta fer 0-1.. torres skorar

  6. Þessi leikur er búinn að vera klikkað spennandi! maður situr bara alveg fremmst í sætinu og nagar neglurnar.. uss
    Við tökum þetta 1 – 0
    YNWA

  7. djöfull var þetta ódýrt – aftur fá þeir ódýrt rautt… við förum léttu leiðina núna

  8. Auðveldur sigur og hrykalega var miðjan góð, Lucas spilar sinn langbesta leik fyrir félagið og Alonso má eignast 4 börn á hverju tímabilið ef Lucas ætlar að spila svona, til hamingju allir Poolarar nær og fjær.

Internazionale á morgun!

Inter 0 – Liverpool 1!