Könnun: Hverja viljum við fá í 8-liða úrslitum?

Þetta er frekar einföld spurning. 🙂

Hverjir eru óskamótherjar okkar í 8-liða úrslitum?

  • Schalke (39%, 284 Atkvæði)
  • Fenerbache (20%, 150 Atkvæði)
  • Roma (15%, 113 Atkvæði)
  • Manchester United (11%, 83 Atkvæði)
  • Barcelona (8%, 58 Atkvæði)
  • Chelsea (5%, 34 Atkvæði)
  • Arsenal (2%, 14 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 736

Loading ... Loading ...

Kjósið og tjáið ykkur svo um það af hverju þið kusuð þá sem þið kusuð í ummælunum.

58 Comments

  1. Sjálfur kaus ég Schalke, af því að á pappírnum er það klárlega lakasta liðið í hópnum og eins gæti það lið verið sátt við að ná bara í 8-liða úrslitin. Helst vill ég forðast Barcelona, sem yrðu brjálaðir í að hefna sín frá því í fyrra.

  2. Ég kaus Schalke. Ástæðan er einföld, ég vil ekki mæta ensku liði og ekki Barca. Ég vil heldur ekki að liðið þurfi að fara til Tyrklands og Róm yrði vígvöllur og þá er ég ekki að tala um innan vallar. Schalke sem sagt lang besti kosturinn að mínu mati.

  3. Roma í 8, klára þessu ítölsku. Barcelona í undanúrslitum og Arsenal í úrslitaleiknum.

  4. Svarið er einfalt hjá mér. Ég vil fá Schalke í næstu umferð.
    Ég vil ekki fá ensku liðin strax og ég vil alls ekki fá Barcelona aftur, held að það væri ekki að gera sig. Fenerbache eru erfiðir heim að sækja og ég held að ókkur hafi alltaf gengið ágætlega með þýsk lið.

  5. Ég er brenndur af því að hafa viljað fá Benfica á sínum tíma og þess vegna vil ég ekki Schalke og Fenerbache sem eiga að vera “slökustu” liðin sem eftir eru. Ég vil heldur ekki mæta ensku lið né Barcelona og þá er Roma eftir. Ég er fullviss um að við myndum klára þá, any time.

  6. Valdi Roma. Held einfaldlega að þeir ráði ekki við okkar rauða her, reyndar ræður ekkert lið við okkar menn eins og mórallinn er þessa dagana og með tilliti til þess hve Rafa er mikill snillingur í þessari keppni. Getum unnið öll þessi lið en Roma fyrst, Man U í úrslitunum. Uss, hvað það væri rosalegt. Frábær sigur í gær, mikið var gaman að heyra okkar stuðningsmenn syngja síðasta hálftímann enda heyrðist ekki múkk í þessum ca. 80 þús heimamönnum eftir að Torres kláraði dæmið. Gull af manni. Og hversu góður var litla skímslið okkar á miðjunni? Ja hér.

  7. Persónulega langar mig bara ekki í enskt lið á þessu stigi.
    Það yrði frábært ef ensku liðin myndu ekki mæta hvoru öðru en það eru töluverðar líkur að svo gerist.
    Ég held að við fáum Roma. Man Utd fær Chelsea og Arsenal fær Barcelona. Schalke fær svo Fenerbache.

    En þetta kemur í ljós. Enginn andstæðingur þarna er auðveldur kostur þrátt fyrir að Schalke og Fenerbache hljóma vel.

  8. Schalke. Gæti orðið erfiður leikur og ég lít ekki á það sem lakasta liðið þó það sé að skíta á sig í Þýskalandi. Ég valdi þetta aðallega vegna þess að ég hef trú að leikir gegn Schalke gætu orðið verulega skemmtilegir. Annars er líklegast best að fá erfiðasta liðið þarna og valta yfir það eins og Liverpool gerir alltaf í CL þegar þeir eru fyrir leik taldir lakari á pappírnum.

  9. alveg sama, tökum hvaða lið sem er, rafa korleggur andstæðingana og leikmennirnir klára verkefnin. liverpool í evrópu er fáránlega öflugt og vel skipulagt lið, ég held að í könnunum andstæðingana sé liverpool = 0%, það vill enginn mæta rafmeister 🙂

  10. Ég kaus Fenerbache vegna þess að ég er á því að það sé lakasta liðið sem eftir er í pottinum.

  11. Vill fá Fenerbache því ég tel að það sá okkar auðveldasta leið í undanúrslitin og þá eigum við að geta gefið meira í deildina og reynt þá að að ná einhverju áhugaverðari sæti en 4. annars held ég að Schalke væri líka fínn mótherji.

  12. Þetta verða auðvitað allt erfiðir leikir, alveg sama á móti hverjum við lendum. Ef ég ætti að raða þessu upp í röð eftir því sem ég vildi helst mæta þá væri röðin svona (efst er liðið sem ég vil helst mæta og svo koll af kolli):

    Schalke
    Roma
    Fenerbache
    Barcelona
    Arsenal
    ManYoo
    Chelsea

    Þetta er ekki röð um það hverjir ég held að verði erfiðastir, langt því frá. Chelsea fer neðst á listann því ég er einfaldlega kominn með algjört leið á því liði. ManYoo leikirnir eru stórir, en oftast leiðinlegir og þeir eiga svo hrikalega stóran hóp af óþolandi vitlausum og leiðinlegum stuðningsmönnum sem margir hverjir hafa ekki hundsvit á boltanum 🙂 En svona er mitt val allavega.

  13. Roma, einföld ástæða, erum búnir að vinna topplið ítölsku deildarinnar svo þá er ekkert því til fyrirstöðu en að reyna að vinna liðið í öðru sæti líka. Svo líkar mér ekki þegar Liverpool á að vera betra liðið (Schalke eða Fenerbache) og ég er hreint og beint skíthræddur við að mæta Barcelona og vil sjá 4 ensk lið í undanúrslitum.

  14. Ég vill Utd. einfaldlega vegna þess að það á ekkert lið EKKERT séns í okkur núna.

  15. Fenarbache eða Roma, langar ekki að mæta ensku liði né Barcelone núna.
    Geri bara ráð fyrir því að það verður Chelsea – Barcelona sem mætast svo fáum við Chelsea í undanúrslitum og ManUtd í úrslitum, það væri toppurinn!

  16. Sælir félagar.
    Til hamingju með sanngjarnan sigur í gær. Torres og argentíska dvergtröllið eru ótrúlegir og liðið er eins og maskína sem mylur undir sig andstæðingana eins og náttúrurafl. Glæsilegt.

    Hvað óskaliðið varðar þá er ég með röðina nánast eins og SSteinn #15. Var þó í vafa hvort ég vildi Roma eða Schalke í fyrsta. Aðalatriðið er að fá ekki enskt lið svona upp á skemmtunina. Ef við hinsvegar náum inní úrslit þá verður það MU sem við fáum en ekki Arsenal að mínu viti. Þó gæti farið svo að við fengjum Arsenal ef MU og Ars dragast saman í undanúrslitum eða í átta liða. Þann leik mun Ars vinna tel ég.
    Annars er mín röð svona
    Schalke
    Roma
    Fenerbache
    Barcelona
    Arsenal
    Chelsea
    ManUn
    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. Man Utd, KLÁRLEGA.

    Myndi elska að slá þá út og hafa það á stuðningsmenn liðsis til að reka uppí þá í hvert skipti sem þeir opna á sér munninn.

    Annars er ekkert lið þarna sem ég óttast, væri alveg til líka í Barcelona aftur. Hef engar áhyggjur af Chelsea en Arsenal líklega það lið sem ég myndi helst vilja forðast.

  18. Ég kaus Schalke einfaldlega vegna þess að það er lang slakasta liðið af þessum 8. Þó er ekkert gefið í þessu en á meðan við mætum ekki Man Utd þá förum við áfram 😉

  19. Ég valdi Man U vegna þess að ég á þá ósk heitasta að lækka rostann í þeim vinum og ættingjum sem hvað eftir annað hafa náð að skjóta á mann síðustu misseri. Og illu er best aflokið, hljómar eitthvert spakmæli. Að strá líka salti í sár þeirra eins lengi og hægt er væri ljúft …

    … en ef ég myndi hugsa þetta nánar eitthvað – þá myndi ég eflaust breyta því. Auðvitað er einfalt að segja: ég vil mæta “lélegasta liðinu” en hvað gerði t.d. Barnsley við okkur og Chelsea í bikarnum? Allt er þegar þrennt er og við sláum svo Chelsea út í undanúrslitunum … við erum vanir því 😉

  20. Schalke yrði eflaust “auðveldasti” leikurinn og að auki stutt ferðalag. Ég mundi vilja sjá ensku liðin komast sem lengst, sýnir styrk ensku deildarinnar enn frekar og þess vegna væri óskandi að þau drægust ekki saman. Síðan ætti það bara að vera Chelsky as usual í undanúrslit og fá svo drauma úrslitaleikinn (sem ég var að vonast eftir í fyrra) á móti Manchester.

  21. Númer 1: Sleppa við Chelsea, Barcelona og Arsenal.

    Óskamótherji: Schalke, en ég hefði ekkert á móti því að mæta Man U eða hinum liðunum.

  22. Schalke valdi ég þar sem ég tel það ‘auðveldasta’ leikinn. ManU yrði draumur í úrslitunum.. ekki strax. Að ná vonum þeirra ManU auðdáenda alveg upp í hæstu hæðir áður en við kremjum þá yrði auðvitað snilld!

  23. Schalke, einfaldlega lakasta liðið og mestar líkur á sigri okkar manna gegn þeim. ManU í úrslitum væri hresst, ég myndi frekar vilja mæta þeim þá en í 8 liða.

  24. eg kaus barca það verður gaman að monta sig eftir það. Fyrst inter svo barca

  25. Barcelona – býður upp á frábæra fótboltaleiki, þar sem við stöndum uppi sem sigurvegarar.

  26. Tökum bara enskt run á þettað, ég kaus Man U, sláum þá út og vinnum Chelski tökum svo Arsenal í úrslitunum. reyndar skiptir röðin engu máli bara að vinna öll þessi lið.

    Þá getur enginn böggað okkur næsta árið 🙂

  27. Skil ekkert í ykkur að vilja slakasta liðið, schalke er það lið sem eg hræðist mest man. utd það er málið

  28. The thing about Torres is that he can make opponents feel old and spectators feel young

    Frábært quote af Guardian 🙂

  29. Draumurinn væri:
    Liverpool-Fenerbache undanúrslit sigurv. úr Schalke-Roma
    Man Utd-Arsenal undanúrslit sigurv. úr Barcelona-Chelsea

    Úrslit
    Liverpool-Barcelona

    Það versta væri
    Liverpool-Barcelona undanúrslit sigurv. úr Chelsea – Arsenal
    Man Utd-Fenerbache undanúrslit sigurv. úr Schalke-Roma

    Úrslit…Man-Utd-Chelsea

  30. kaus ManU afþví að mig langar að við hendum þeim úr Meistaradeildinni 😀

    FMICE.NET – allt fyrir fm nördann…

  31. Roma varð fyrir valinu hér…Væri gaman að sjá liðin eigast við aftur (UEFA bikarinn fyrir rokkrum árum). Og svo vildi ég ekki fá enskt lið eða Barcelona og alls ekki “lakari” liðin því það hentar okkur vel að vera lakara liðið á pappírnum. Samt viðrist vera öðruvísi pappír í Evrópukeppninni en í Englandi

  32. Ég vill fá Fenerbahce, einfaldlega vegna þess að eftir 8-0 sigur á Besiktas eru Tyrkirnir skíthræddir við Anfield og LFC.
    Helst ekki Barca.

  33. Ég vill sjá öll 4 ensku liðin í 4 liða úrslitum. Til þess að sýna hversu sterk enska deildin er og svo lið eins og inter sé ekki titlað sem besta félagslið í heimi, mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Ég held að það væri góður tími til að taka Barcelona núna þeir eru lélegri núna en þeir voru síðast þegar við tókum þá. Held líka að Barcelona séu hræddastir við liverpool og kannski chelsea vegna þess hversu kraft mikil þessi lið eru. Ég vill síðan sjá liverpool man utd í úrslitum, góður tími og staður til að hefna fyrir slæmt gengi gegn þeim síðustu ár.
    Meistaradeildinn er eign liverpool

  34. Ég get ómögulega séð hvar ég get kosið þannig að ég læt nægja að gera grein fyrir hvernig ég hefði kosið : )
    Ég vil mæta Man Utd einfaldlega vegna þess að ég er viss um að við sláum þá út. En annars held ég að við vinnum alla mótherja þessa dagana þannig að mér er alveg sama : )

  35. Ég smellti nú bara á Fenerbache .. það var annað hvort það eða Schalke.
    Svona ef maður vill kjósa veikustu andstæðingana “á pappírunum”.

    En annars held ég að það skipti voðalegu litlu máli hverjum við mætum þegar svo langt er komið í keppnina. Allir geta unnið alla.

    Kannski er best að við fáum eitthvað af “stóru” nöfnunum til að ekkert vanmat sé í gangi. Ég meina…. við vorum að slá Inter Milan út. Lið sem flestir spáðu einna mestu velgengninni í ár. Ég held að allir andstæðingar óttist Liverpool á Anfield í CL.

  36. Man Utd algerlega

    Það bókstaflega ólgar í mér blóðið að geta pundað sigri þar á Utd. menn.
    Þess utan er ég alltaf hrifnastur af að fá eins sterk lið og hægt er. Annars er ég ekkert sannfærður um að Fenerbache og Schalke séu endilega slökustu liðin. Til dæmis sýnist mér að Arsenal og Chelsea séu með slakasta árangurinn síðasta mánuðinn.

    Eins og okkar menn eru sjóðandi heitir núna. ætla ég að gerast svo djarfur að spá þeim í annað sætið í deildinni. Það er vel gerlegt. Ég ætla meira að segja að Everton hiði 4ja sætið af Chelsea.

    Áfram rauðir

  37. Ég vil fá sterkasta liðið eins og alltaf í þessari Meistaradeild, það hefur líka gefist vel á undanförnum árum. Ég er samt ekkert spenntur fyrir ensku liðunum og myndi gjarnan vilja mæta Roma sem yrði skemmtileg rimma. Líklegast finnst mér að Chelsea verði niðurstaðan enda eigum við eftir tvo leiki við þá miðað við 5 leikja rútínu síðustu tímabilin. Það yrðu hrútleiðinlegir leikir en við myndum sigra, það er ég viss um!

  38. Nú er staðan sú að það er ekki hægt að tala um að fá eitthvða auðvelt lið en ef ég mætir ráða þá vill ég helst ekki fá enst lið, ekki það að ég er full viss um að við vinnum það lið sem við fáum, drauma úrslitaleikurinn er Liverpool – Man Utd, hversu magnað yrði að vinna titilin þannig…. Vona að við fáum Roma næst… eða Schalke…

  39. Óskalistinn minn.

    1.Man Utd
    2.Roma
    3.Schalke
    4.Fenerbache
    5.Barcelona
    6.Arsenal
    7.Chelsea

    Spái þessu samt sem áður svona
    Fenerbache – Chelsea
    Schalke – Man Utd
    Arsenal – Liverpool
    Barcelona – Roma

    Draumurinn væri samt svona
    Liverpool Man Utd
    Chelsea Barcelona
    Arsenal Roma
    Schalke Fenerbache.

  40. Kaus chelski, bara svona af því að við höfum slegið þá út tvisvar sinnum áður og við lendum á móti þeim..

  41. Valdi Roma, einfaldlega vegna þess að ég vil sjá tvö af mínum uppáhalds liðum mætast. Held að Liverpool ætti að klára þá. Schalke væri samt öruggari kostur…

  42. Roma eða Schalke klárlega í 8liða!
    Svo fastir liðir eins og venjulega. Sláum tjelskí út í semi og förum í úrslit. Draumaúrslitaleikurinn er að vinna manjú með marki frá Super Stevie í blálokin!

  43. Ég kaus Roma. Ítölsk lið liggja ágætlega fyrir Liverpool og ég tel að við eigum mjög góða möguleika á móti Totti og félögum. En klárlega vill ég sleppa við að mæta Arsenal, Man Utd, Barcelona og Chelsea.

  44. Ég kaus ManUtd, einungis til þess að geta tekið þá á CL og lækka rostan í hrokafullum ManUtd mönnum sem sjá ekkert í boltanum nema Kristjönnu og Shrek.

  45. Schalke, það var annaðhvort Schalke eða Fenerbache.. Langt ferðalag til Tyrklands gæti orsakað þreytu leikmanna og þannig smá lægð í deildinni sem gæti kostað okkur 4. sætið. Schalke er ekki nálægt því að hafa nógu sterkan hóp til þessa að standa í okkur!

  46. Hver er styrkleiki okkar í þessari keppni?
    Svar: Rafael Benitez
    þar af leiðandi viljum við fá lið sem við höfum ekki mætt áður því þá höfum við strax gott forskot þar sem okkar maður er snillingur í að kortleggja leik andstæðinga og loka á þeirra sterkustu menn.

    En þeir sem segja Schalke (ég kaus þá sjálfur) ættu kannski að horfa á þetta myndband en þarna fer markamaður þeirra gjörsamlega hamförum.
    http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=5666

  47. Schalke

    Einfaldlega vegna þess að ég vil ekki fá Utd eða Arsenal, vonast til að þau dragist saman, þá verður einum færra af þeim sem ég vil forðast í undanúrslitum.

    Ef ég væri hlutlaus knattspyrnuaðdáandi þá myndi ég hiklaust velja Liv-ManU , getið þið ýmundað ykkur lætin ? Það yrði rosalegt

  48. Ingi… Er þetta ekki bara einn leikur sem þú ert að vísa í? Hvað með alla hina leikina hjá þessum gæja? Þetta var verulega heimskulegt svar félagi.

  49. Já ég biðst afsökunar á þessari heimsku minni nafnlausi aðdáandi og félagi #56.
    En væntanlega er þetta einn leikur, ég sendi link á einn leik og segi að þarna fari hann á kostum sem hann gerði. Þarf eitthvað að ræða það frekar?
    En mjög málefnalegt hjá þér skal ég vanda mig betur næst þegar ég legg orð í belg félagi.

  50. Ég kaus Schalke, þeir teljast “slakasta” liðið á pappírunum.

    Ætla að tippa á að þetta dragist svona:

    Liverpool – Schalke
    Arsenal – Man Utd
    Barcelona – Chelsea
    Fenerbache – Roma

    Undanúrslitin verði svo svona:

    Liverpool/Schalke – Fenerbache/Roma
    Arsenal/Man Utd – Barcelona/Chelsea

One Ping

  1. Pingback:

Inter 0 – Liverpool 1!

Kewell á förum?