Á morgun er afar mikilvægur dagur fyrir stuðningsmenn Liverpool því þá mun það ráðast hvort jólin okkar verði hátíðleg og gleðileg eða hvort við sitjum hálf grátandi við jólatréð og setjum upp myndarlegt gervi bros. Þetta er atburður sem við getum ekki haft bein áhrif á og setjum allt okkar traust á lítinn hóp einstaklinga.
Herra Jurgen Klopp og leikmenn Liverpool Football Club það er engin pressa en ánægja okkar er algjörlega í ykkar höndum annað kvöld. Vinnið bara Arsenal og eigum saman gleðileg jól!
Liverpool mun heimsækja Arsenal og hefja þar með jólahátiðina fyrir fótbolta fíklana.
Liðin mættust í þriðju umferðinni í haust og fór Liverpool ansi illa með Arsenal í þeim leik og unnu 4-0 á Anfield. Liverpool hefur haft ágætis tak á Arsenal í undanförnum leikjum og má því vel reikna með að Arsenal vilji snúa við taflinu á morgun.
Staða liðana í deildinni er nokkurn vegin sú sama. Liverpool er í 4.sætinu fyrir leikinn stigi á undan Arsenal og því gæti verið ansi hentugt að vinna leikinn og ná upp smá forskoti á þá.
Liverpool var á góðu skriði en eftir tvö klaufaleg jafntefli í leikjum sem liðið átti að vinna, gegn Everton og WBA, þá tókst liðinu að snúa við blaðinu og vann öruggan og góðan sigur á Bournemouth í síðasta leik. Arsenal hafa ekki beint verið á skriði undanfarið og verið ósannfærandi á köflum. Síðan þeir rústuðu Huddersfield 5-0 rétt fyrir mánaðarmót þá töpuðu þeir nokkuð stórt gegn Manchester United, gerðu jafntefli við West Ham og Southampton og í síðasta deildarleik unnu þeir 1-0 sigur á Newcastle.
Arsenal er alltaf Arsenal og þó hafi gengið misvel hjá þeim síðustu mánuði þá eru þeir ávallt skrambi seigir og hafa náð í all mörg stig úr leikjum þar sem stefndi í að þeir myndu tapa stigum. Það er margt fremur ósannfærandi í Arsenal liðinu finnst mér og þá fyrst og fremst það að lykilmenn eins og Alexis Sanchez og Mesut Özil hafa ekki stigið upp fyrir þá þegar á reynir og virðast vera komnir með hausinn annað en þeir mega báðir ræða við önnur félög eftir áramót og þykja líklegir til að fara frá félaginu næsta sumar. Vörnin hjá þeim er ekkert voðalega sannfærandi á köflum og, líkt og við sáum í síðasta leik, þá gæti það spilast vel upp í hendurnar á sóknarsinnuðu liði Liverpool.
Aaron Ramsey verður ekki með Arsenal á morgun og líklega ekki Oliver Giroud en þeir eru báðir meiddir. Það gæti verið jákvæðar fréttir fyrir Liverpool þar sem Giroud er sterkur í loftinu og hefur oft þau áhrif á lið Arsenal að þeir reyni að koma honum hátt á kollinn á honum – hann hefur líka skorað nokkur mörk gegn Liverpool svo það yrði fínt ef hann verður ekki með!
Af okkar mönnum er það að frétta að Clyne, Matip og Moreno eru allir enn frá en Sturridge gæti komið aftur inn í hóp eftir meiðsli og veikindi. Danny Ings er aftur kominn í aðalliðshópinn ásamt Adam Lallana og eru það jákvæðar fréttir fyrir þétt og mikilvægt prógram í deildinni á næstu vikum.
Erfitt er að spá fyrir um byrjunarliðið á morgun en líklega verður það eitthvað á svipaða leið og við höfum séð í undanförnum leikjum. Líklega verður þetta í þessu 4-2-2-2 leikkerfi sem Klopp hefur verið að stilla upp undanfarið en hverjir byrja leikinn er erfitt að segja – og í raun algjört lúxus vandamál!
Mignolet
Gomez – Lovren – Klavan – Robertsson
Mane – Wijnaldum – Can – Coutinho
Salah – Firmino
Ég ætla að spá þessu svona en að sama skapi gæti vel verið að Henderson byrji leikinn en í síðasta leik var Gini á bekknum og Can í banni. Þá byrjaði Oxlade-Chamberlain og átti frábæran leik á miðjunni og verðskuldar að halda sæti sínu. Mane byrjaði á bekk en er frábær og ólíklegt að hann byrji tvo leiki í röð á bekknum. Það er afar erfitt að spá fyrir um þetta en það verða amk tveir af Can, Gini og Henderson á miðjunni. Firmino mun byrja upp á topp, Salah verður þarna ásamt Coutinho. Restin gæti orðið hvernig sem er. Við sjáum til en liðið ætti þó að öllum líkindum að vera mjög sterkt – og að mínu mati nógu sterkt til að sækja stigin þrjú á þennan útivöll.
Arsenal vill spila fótbolta og koma upp völlinn sem vonandi opnar svæði sem Liverpool vill fá og eru hættulegir í. Gangi það eftir þá er ég afar bjartsýnn.
Áfram Liverpool, vinnum þennan leik og eigum gleðileg jól!
Emre Can má semja við Juventus eftir nokkra daga og má mín vegna vera upp í stúku á kostað Chamberlain sem verðskuldar byrjunarliðssæti í þessum leik eftir frábæran leik seinast.
Hendo og Coutinho með honum á miðjunni.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina ÓH. Þar er flest sagt sem segja þarf og það látið ósagt sem ekki þarf að segja. Eitt er þó skylda í svona upphitun og það er að spá úrslitum. Ég er sammála Ásmundi hér fyrir ofan og meðan Can semur ekki við okkur má hann vera á bekknum. Annars bara góður hér úti í Valensíu á Spáni og spái sigri okkar manna 2 – 4
Það er nú þannig
YNWA
Yrði hrikalega steikt að taka Ox út úr liðinu eftir glimrandi leik gegn s.l. helgi. Hann vill sýna mönnum þarna á Emirates hvað hann getur í fótbolta. Trúi ekki öðru en að mauðrinn byrji.
Takk fyrir gli/ymrandi upphitun.
Ég kommentaði í podcast þræðinum að ég vildu sjá Coutinho með Hendo og Milner á miðjunni og Salah, Firminho og Mané þar fyrir framan. Oxlade-Chamberlane má mín vegna taka stöðuna af Mané, Hendo eða Milner. Ég held að Milner mundi nýtast mjög vel í baráttunni á miðjunni, hann virðist kunna manna best á stóru fjéndurna.
Gomez er reynslunni ríkari en Trent og ætti því að fá að halda sinni stöðu í hægri bakverðinum, Lovren og Klavan hafa náð vel saman síðustu leiki og Robertson virðist vera betri en Moreno bæði sóknarlega og varnarlega svo ég vona að Gomez, Lovren, Klavan og Robertson standi vörð. Ekki það að mér sé sama þó að Moreno fái leikinn, hann hefur verið afbragðsgóður það sem af er tímabili.
Ég ætla að skjóta á 0-2 sigur.
FORZA LIVERPOOL
Verið allir eazy, við tökum þetta, no matter how.
YNWA
ef arsenal byrjar sofandi eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum þá verður þessi leikur búinn á 20 min.
Þetta verður veisla, tvö lið sem virkilega vilja spila fótbolta, spái 4-4. Pakka inn jólagjöfum, kaldur á kantinum og LEIKURINN í sjónvarpinu = uppskrift sem getur ekki klikkað.
Meistari HUGE HOG hlóð í nýja snilld eftir Bournemouth: https://imgtc.com/w/soiesA3
Skemmtileg upphitun fyrir kvöldið. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá má finna verkin hans hér: https://www.reddit.com/user/HUGE_HOG/submitted/
Nú er hlátur nývakinn
Nú er grátur tregur
Nú er ég kátur nafni minn
Nú er ég mátulegur
Spá: 1-4
Góð upphitun einsog búast mátti við. 1-3 vill ég hafa þetta, Lúkas né ég meina Lovren er 1 og kantmenn okkar eru með sitthvort mark og Mane verður ekkert öfundsjúkur. Treysti á Írska búálfa og verð á Shannon í Torrevieja.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Klavan, Lovren, Robertson, Henderson, Can, Coutinho, Mane, Salah, Firmino
0-1 áfram liverpool