Man Utd 3 – Liverpool 0

Úff. Jæja, hvað getur maður svo sem sagt um þennan viðbjóð? Okkar menn mættu vígreifir til leiks gegn Man Utd á Old Trafford í morgun og freistuðu þess að vinna fyrsta sigurinn á United undir stjórn Benítez í deildinni. Það fór þó ekki svo og eftir viðburðaríkan og umdeildan leik fagnaði United-liðið **3-0 sigri** eftir að hafa leikið manni fleiri í 50 mínútur.

Rafa Benítez stillti liði sínu svona upp:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Itandje, Hyypiä, Benayoun, Riise, Crouch.

Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes, knattspyrnulega séð. Liðin börðust við að ná stjórn á miðsvæðinu en gekk illa. Bæði lið fengu þó nokkur hálffæri en United þó betri færin og virtust líklegri til að skora í fyrri hálfleik. Snemma í leiknum fékk Javier Mascherano gult spjald fyrir tæklingu á Paul Scholes og var lítið yfir því að kvarta. Mascherano kvartaði mikið yfir spjaldinu og virtist ákveðinn í fyrri hálfleik í að láta allt fara í taugarnar á sér.

Allavega, þegar u.þ.b. 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum fékk Rooney boltann úti á vinstri væng, gaf hann fyrir og í bakið á **Wes Brown** og þaðan fór boltinn í netið. Hvernig Brown gat skorað með bakinu skil ég ekki alveg, bæði þar sem Skrtel – sem er örugglega höfðinu hærri en Brown – var alveg ofan í honum en náði einhverra hluta vegna ekki að stökkva upp í skallann, og eins af því að Pepe Reina kom aðvífandi en virtist ekki hitta boltann með hnefanum svo að hann hrökk í Brown og inn. Með öðrum orðum, bara týpískt heppnismark United gegn Liverpool og það virðast vera einhver álög á okkar mönnum stundum, því það falla allir boltar með United í teig Liverpool þessa dagana.

Pepe Reina átti annars mjög skrýtinn leik í dag. Hann var frábær einn gegn einum og varði einhvern haug af dauðafærum United glæsilega, sérstaklega virtist hann ákveðinn í að stoppa Wayne Rooney í að skora mark í þessum leik. Rooney náði ekki að skora en var að öðrum kosti besti maður vallarins í dag. Reina var hins vegar *glataður* í föstum leikatriðum í dag, virkaði mjög óöruggur og átti beina sök á tveimur fyrstu mörkum United.

Undir lok fyrri hálfleiksins gerðist svo atvik sem innsiglaði í raun sigur United í þessum leik. Þetta atvik var svo fáránlegt að ég þurfti leikhléð strax í kjölfarið bara til að róa mig. Liverpool **vann aukaspyrnu** eftir að brotið var á Fernando Torres úti á vinstri kantinum. Torres, sem hafði verið sparkaður niður áður í leiknum, gekk pirraður að Steve Bennett dómara og kvartaði undan tuddaskap United-manna. Bennett virtist benda honum á að fara bara í burtu, sem Torres gerði, en um leið og hann gekk í burtu sneri hann sér að Bennett og bætti við svona tveimur orðum í viðbót. Við það reif Bennett upp gula spjaldið.

Það sem gerðist í kjölfarið var síðan svo ótrúlega heimskulegt að ég skil varla hvernig það gat gerst. Javier Mascherano, af öllum mönnum, kom hlaupandi að Bennett. Xabi Alonso reyndi að stöðva hann í að mótmæla, enda vissu allir að Mascherano var bæði á gulu spjaldi og búinn að vera að kvarta í Bennett allan leikinn, en svo sleppti Alonso honum bara. Aðrir leikmenn Liverpool stóðu bara kyrrir og leyfðu Mascherano að fara sínu fram gegn Bennett.

Þetta gat auðvitað bara endað á einn veg. Ef mönnum þótti Bennett vera harður í að spjalda Torres fyrir kvörtun (verðum samt að gefa okkur að Torres hafi sagt eitthvað dónalegt, annars hefði hann aldrei átt að fá spjald þarna) var hverjum manni augljóst hvaða niðurstaða fengist úr mótmælum Mascherano. Bennett hikaði ekki við að draga upp seinna gula spjaldið og reka litla Argentínumanninn útaf. Við það varð allt vitlaust í höfðinu á Mascherano sem þurfti að vera fjarlægður af vellinum með valdi, og það var ekki fyrr en Rafa kom að honum og náði að róa hann að hann fór loks útaf með rauða spjaldið í pokahorninu.

Um þetta er í raun þrennt að segja. Í fyrsta lagi, þá höndlaði Steve Bennett þessa stöðu ekkert sérstaklega vel. Hann var allt of spjaldaglaður í þessum leik, en miðað við tölfræðina braut Liverpool ellefu sinnum á sér í fyrri hálfleik en fóru samt með heil fjögur gul spjöld á bakinu inn í leikhlé. Sem sýnir manni að Bennett var spjaldaglaður í þessum leik og hleypti þessu upp í óefni. Þetta var ekki honum að kenna, en hann lagði vissulega sitt af mörkum í dag.

Í öðru lagi, þá hlýtur maður að spyrja sig hvar í fjandanum samherjar Mascherano voru!? Hvar var fyrirliðinn þegar Torres og svo Mascherano voru að rífast við dómarann? Af hverju sneri Alonso Mascherano ekki bara niður í jörðina, í stað þess að sleppa honum og leyfa honum að tala við dómarann? Menn sáu í hvað stefndi og ég bókstaflega hrópaði á sjónvarpið, „drullið Mascherano í burtu frá þessum manni!“ Maður sá allavega ekki mikið af leiðtogum á vellinum í þessu atviki, svo mikið er víst. Ég er ekki að kenna Gerrard eða öðrum um þetta atvik, en maður getur samt ekki annað en hugsað með sér að alvöru leiðtogi hefði verið mættur til að rífa Mascherano frá dómaranum og segja, „ég skal ræða þetta við Bennett.“ Gerrard sást aldrei.

Í þriðja lagi, þá er Javier Mascherano bjáni dagsins. Honum líður eflaust nógu illa eftir þennan leik, ég þarf ekki að fjölyrða um það hvers vegna. Þetta var heimskulegt og hann eyðilagði leikinn fyrir samherjum sínum með þessu mesta óþarfa spjaldi sem ég man eftir að hafa séð Liverpool-mann fá.

Eftir þetta var úr manni öll spenna og seinni hálfleikurinn bara leið. Okkar menn drógu sig aftar og héldu stöðunni, og freistuðu þess að ná að verða heppnir með færin. Það gekk næstum því á köflum, en vörn United hélt og þegar leið á hálfleikinn sagði liðsmunurinn til sín. Nani tók hornspyrnu þegar um kortér var eftir, Pepe Reina átti enn og aftur ömurlegt úthlaup að boltanum og mér sýndist **Cristiano Ronaldo** skora með bakinu, rétt eins og Brown í fyrri hálfleik. Nokkrum mínútum síðar lagði Rooney upp færi fyrir **Nani** sem lék á Carragher og Skrtel, sem voru daprir í þessum leik, og negldi boltanum í markið. Lokatölurnar 3-0 fyrir United sem verða vart stöðvaðir í leit sinni að sautjánda meistaratitlinum.

**MAÐUR LEIKSINS:** Enginn. Liverpool-liðið var ekkert sérstakt í fyrri hálfleik og átti aldrei séns eftir hlé. Babel, Kuyt og Torres reyndu og reyndu en máttu sín lítils gegn margnum, á meðan mér fannst Aurelio og Alonso allt í lagi. Aðrir voru slakir í dag.

Nú tekur við vikuangist eftir þetta skítömurlega helvítis tap (sorrý, lak smá pirringur út þarna) og svo er hálfgerður úrslitaleikur í baráttunni um fjórða sætið, gegn Everton á Anfield. Enda er Liverpool ekki að berjast um neitt meira en fjórða sætið, þökk sé tapinu í dag. Í raun má segja að við séum ekki að berjast um titil þökk sé leikjunum tveimur gegn United í vetur. Við höfum gert þrjú jafntefli gegn Chelsea og Arsenal í deildinni, og tapað jafn mörgum leikjum og United í deildinni, en ef við hefðum unnið leikinn á Anfield í desember og náð jafntefli í dag, í stað þess að tapa tveimur af þessum svokölluðu „sex stiga leikjum“ gegn United, væri staðan önnur en hún er í dag.

Læt þetta nægja í bili. Gleðilega páska, ég vona að súkkulaðið sé ykkur einhver sárabót!

89 Comments

  1. Tapið skrifast algjörlega á Benitez. Hann byrjaði fyrir leikinn að væla yfir dómaranum og leikmennirnir fylgdu í kjölfarið í leiknum, þeir voru ekki einbeittir á það sem skiptir máli….spila fótbolta.

  2. Já þetta var erfitt fyrir okkar menn. En vonbrigðin hljóta að vera Javier Mascherano. Hvað var drengurinn að gera? Fær verðskuldað gult spjald, röflar út í eitt yfir því. Heldur áfram að tuða í hvert einasta skipti sem dómarinn dæmir brot og gildir þá einu hvort verið er að dæma á Liverpool eða ekki. Hvaða hlutverk hélt maðurinn að hann hefði í leiknum? Eins frábær og hann hefur verið fyrir okkar lið á leiktíðinni, þá má hann skammast sín jafnmikið fyrir barnslega hegðun sína í leiknum. Þetta var ansi dýrkeypt að missa hann af velli.

    Utd. eru bara of sterkir fyrir Liverpool um þessar mundir. Eins og áður þá þurfum við að keppast um 4.sætið.

  3. Eins og venjulega er þetta Man Utd lið með Liverpool í vasanum. Í dag var það svo margt sem vantaði upp á og okkar menn eru bara 1 númeri minni, það er allavega mitt mat. Það sem klikkaði einna helst hjá okkar mönnum var hugarfarið og framkoma Mascherano var gott dæmi um að menn voru að hugsa um eitthvað annað en að einbeita sér að því að spila fótbolta og vinna þetta helvítis United lið!!!

  4. Æi hlífðu mér Gotti, alltaf er það þjálfarinn!
    Hvað með fyrirliðan okkar, hvar var hann?
    Hvað með markmanninn okkar sem var taugahrúga í þessum leik en bjargaði þó okkur frá frekari niðurlægingu?
    Hvar var þessi stórkostlega miðja sem við höfum í þessum leik?
    Vörnin okkar var léleg í dag líka og svo gerði Mascherano uppá bak með hreinni heimsku og ekkert annað.
    Við áttum séns áður en flautað var til leiks en eftir það var sá sjéns farinn.
    Það er ekki hægt að kenna Rafa alltaf um þegar illa fer, og auðvitað getur hann ekki annað en spilað með í sálfræði bullinu hans Fergusons ein og t.d.
    Wenger hefur gert í mögr ár.
    Enn eitt tapið gegn Man Utd staðreynd og þarna sást vel hvers vegna þeir eru ríkjandi meistarar og verja líklega titilinn en ekki við, því miður.

  5. Ég nenni ekki að sitja af mér svekkelsið, ætla að klára málið strax og slökkva svo á gsm og tölvu!
    Ég varð fyrir svakalegum vonbrigðum hér í dag. Mér fannst fyrstu 10 mínúturnar ganga bara bærilega, okkar menn komnir í boltann. Svo að mínu mati töpuðu miðjumenn okkar liðs hjartanu.
    Ég hef enga trú á því að Benitez hafi lagt það upp að liggja eins aftarlega eins og þeir gerðu. Þá hefðum við byrjað þannig. En Masch og Alonso duttu oní hafsentana og gjá myndaðist í Gerrard sem aldrei komst í takt við leikinn. Smám saman tapaði Mascherano algerlega höfðinu og hann þarf að biðjast afsökunar á sinni framkomu! ALGERLEGA ÓÁSÆTTANLEGT!
    Eftir brottreksturinn var þessi leikur ónýtur og bara spurning hversu heppnir við yrðum í seinni hálfleik. Auðvitað hefði Bennett getað sleppt seinna spjaldinu á Masch en Javier var búinn að rífast í honum allan hálfleikinn og bara spurning hvenær Bennett, sem við vitum allir hvernig er, myndi sýna honum rautt.
    Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með innkomu Mascherano og Torres, voru einfaldlega alltof hátt stemmdir og allt púðrið fór í röfl og væl! En auðvitað eru þeir nýjir í svona leikjum og vonandi hafa þeir lært sína lexíu.
    Mitt mat á liði dagsins.
    Carragher er ekki hafsent í svona leik, því miður. Arbeloa er ekki nógu góður, því miður. Alonso er ekki kominn í gírinn, því miður.
    En stærsta spurningamerkið situr á þjálfaranum, því miður. Ég hef áður talað um það að mér finnst hann hafa keypt fína leikmenn og róterar ekki meira en eðlilegt er. Í dag brugðust allir lyklarnir, Reina, Carragher, Masch, Gerrard og Torres. En það er óþolandi að fjórða árið í röð er leyst niður um þetta lið okkar á Trafford. Eins og var á Emirates í fyrra og í gegnum tíðina á Stamford.
    Hann á tvö próf eftir, á Anfield í næstu viku og svo í deildinni á Emirates. Lágmark 4 stig út úr þessum leikjum takk. Ef hann stillti leiknum svona upp og náði ekki að stýra spennustiginu betur í dag er hann í miklum vanda næstu vikurnar.
    En nú er komið að páskalambinu og að reyna að hugsa um annað. Shit hvað ég er svekktur!

  6. Reina mætti í seinni og liðið byrjaði seinni ágætlega miðað við að vera 10.. en er ekki betra að þetta gerist núna frekar en þegar við erum í alvöru baráttu um titilinn, góð reynsla fyrir menn eins og Mascherano, Skrtel ofl.

  7. Svo verður gaman að vita hversu marga leiki Mascherano fær í bann fyrir kjaftinn?
    Ég segi að hann fái a.m.k. sama dóm og Martin Taylor fékk fyrir að stúta Eduardo sem voru 3 leikir.
    Enda var hér um leik á móti Man Utd að ræða, og svona hegðun líðst ekki gegn meisturunum : )

  8. Leikurinn var í raun búinn þegar Mascherano var vísað af velli o Mascherano er ábyrgur fyrir þesari niðurstöðu! Í svona leikjum halda menn haus!
    Það sem olli mér samt áhyggjum frá fyrstu mínútu var stressið sem var í gangi hjá Liverpool. Ég man bara ekki eftir svona stressi hjá Reina áður og öll vörnin var ein taugahrúga og leikurinn því í raun búinn fyrirfram. Í svona leikjum hefur andlegi þátturinn allt að segja.
    Í leiknum grundvallaðist líka stærsta vandamál Liverpool sem er skortur á hraða og krafti allt of margra leikmanna. Liðið getur spilað þétt gegn flestum liðum en við erum alltaf á eftir þegar kemur að hraða og krafti og það sést best í leikjunum gegn ,,stóru” liðunum.
    En andlega þáttinn í lag strax takk, það eru mjög mikilvægir leikir framundan!!!!!!

  9. Ég trúi því ekki að Mascherano fái 3 leiki fyrir smá kjaftbrúk. Hann átti bæði spjöldin skilið en það er eitthvað verulega rangt við knattspyrnureglurnar ef þetta verður að jafn löngu banni og það sem Taylor fékk fyrir sitt framlag um daginn.

    Já og ég gleymdi að skrifa eitt áðan. Leitt að segja það en Manure verða klárlega meistarar þetta árið, engin spurning! En….áfram Arsenal 🙂

  10. Mascherano spurði Bennett hvað væri að gerast eftir að hann spjaldaði Torres, en hvað á hann að halda. Hann er búinn að horfa á menn gera nákvæmlega þetta allan þann tíma sem hann hefur verið á Englandi. Ég er ekki að verja hann eftir þetta en sumir fá meira en aðrir á sama tíma og dómararnir tala um að taka eigi á þessu kjaftbrúki og slíku.

    Bennett hefur aldrei haft getu til að dæma svona stórleiki og mun aldrei hafa.

  11. Ætli Bennett hafi ekki bara látið frekjuskarðið hjá Masche rugla sig svona : )

  12. Ég er að mörgu leiti sammála því sem aðrir hafa sagt hérna.

    Byrjum á okkar mönnum. Þeir mættu drullustressaðir og enginn virtist vilja hafa boltann of lengi. Hvað sem dómarinn gerði var tuðað og það kom ekki mikið á óvart að Mascherano skyldi fjúka út af þar sem hann hagaði sér allan leikinn eins og unglingur með enga reynslu, óafsakanlegt. Það sem var síðan verra er að hann hélt áfram eftir að hafa fengið spjaldið og þurfti Rafa sjálfur ða róa hann. Vonandi lærir hann af þessu því þetta á ekki að sjást.
    Ég var afar ósáttur við lykilmenn eins og Gerrard, Alonso, Mascherano í fyrri hálfleik sem og miðverðina. Man Utd gat nánast allan leikinn gefið háa lausa bolta yfir vörnina og alltaf skapaðist hætta.

    Fyrsta markið skrifast algjörlega á Skrtel (hefði að ósekju verið hægt að dæma aukaspyrnu á Brown) en Skrtel að láta Brown taka sig svona er ótrúlegt. Reina var ekki með gott úthlaup en hann hlýtur að treysta því að hafsentinn komi svona tuðru burtu frá hættusvæðinu.
    Annað markið skrifast á Alonso þar sem hann var algjörlega út á þekju þegar hann átti að dekka Ronaldo í horninu. Slök varnarvinna.
    Þriðja markið var fallegt og ekkert hægt að segja við því.

    Við sýndum baráttu og vilja í seinni hálfleik en þetta var ávallt erfitt verkefni og eftir að annað markið kom var þetta gjörsamlega búið.

    Man Utd var einfaldlega betra lið en við í dag.

  13. Ég vil byrja á að vera sammála Gotta í ummæli #1 en það að fara að reyna að vinna Sir Alex í taugastríði fyrir leik er svipað og að reyna að blóðga fisk með sandpappír….algjör steypa!

    Leikurinn tapaðist gjörsamlega fyrir leik því “Latínó” gaurarnir í liðinu misstu sig algjörlega í klósetpappírnum. Reina hefur núna loksins spilað sinn versta leik fyrir LFC og þori ég að veðja öllu því sem ég á að hann mun aldrei eiga svona lélegan leik aftur fyrir liðið.

    Slóvakinn hárprúði var klárlega að éta gras allan leikinn þar sem M** U** notaði hann sem hraðbraut í gegnum vörnina allan leikinn. Liðið var OK fram að markinu en þá virtist eins og undanfarnir 4 dagar í fjölmiðlastríðinu virtist algjörlega fokka upp hinum stórgóða og hugprúða Mascherano. Ég allavega vona að hann fái eitthvað frá konunni í kvöld því þessi gremja í honum er ekki hans karakter. Svo í framhaldinu vil ég sjá Benitez ráða til sín aðstoðarmann sem getur minnkað pressuna á honum með því að mæta á blaðamannfundi annað slagið og/eða setið fyrir svörum fyrir/eftir leik. Hann höndlar ekki pressuna einn.
    Svo var dómari leiksins ekki lélegur ólíkt því sem spekingurinn í “442” á Stöð2 Sport sagði áðan (Willlum Þór). Það er ekki dómaranum að kenna að leikmaður hegðar sér eins og fífl.

  14. Masch fær bara einn leik í bann því þetta voru 2 gul spjöld. Verður frá á móti Everton. En mér fannst rétt það sem Andy Gray sagði um spjaldið að ,,Leikmennirnir hafa skyldur á vellinum og það hafa dómararnir líka! Bennett á ekki að eyðileggja leikinn í fyrri hálfleik með því að gefa rautt. Menn sjá líka að Mascherano var ekki óstjórnlaus maður á þessum tímapunkti, hann var brosandi á vör og var að spurja hvað væri í gangi” Auðvita var þetta vitlaust af Masch en menn verða líka að skoða aðstæður og ástand á mönnum og þess vegna fannst mér þetta eyðileggja leikinn. Plús það að Manjú leikmennirnir eru Alltaf að rífa kjaft við dómarann, við hvert brot fara þeir að rífa sig.

  15. Sælir,
    þetta var nú meiri gleðin eða þannig. Að mínu mati voru Skrtel og Reina ekki alveg með í fyrsta markinu og það skrifast á þá.

    Bennett eyðilagði hins vegar leikinn í framhaldinu að mínu mati. Ég er alveg sammála því að Mascherano var alltof spenntur og æstur í leiknum en þetta seinna spjald var að mínu mati algjör óþarfi. Þeir á Sky segja að hann hafi spurt what for? Hann var sem sagt að spyrja dómarann af hverju Torres hafi fengið spjald sem var óskiljanlegt að mínu mati.
    Að spjalda manninn í framhaldinu af þessari spurningu er léleg dómgæsla og hann eyðilagði leikinn í framhaldinu. Þarna átti reyndur dómari að róa hann niður og gefa honum loka séns enda hafði hann lítið gert af sér.

    Eftir þetta var þetta bara fyrirsjáanlegt. Þegar United skoraði loks seinna markið átti ég alveg eins von á því að leikurinn myndi enda 5-0.

    En við lærum af þessu og verðum betri á næsta tímabili. Það býr margt í þessu liði og nú er bara að kýla á meistaradeildina og 4ða sætið.

    Svo þarf að kaupa 2 heimsklassa kantmenn fyrir næsta tímabil, einn á hvorn kantinn. Það er munurinn á þessum liðum að mínu mati, United er með heimsklassa kantmenn en ekki við.

    Gleðilega páska!

  16. Er ekki sammála meistara Kristján í því að ætla að láta Gerrard draga Masch frá.
    Gerrard var bara að gera sig kláran í að fá sendingu inn í teiginn væntanlega, eftir að við unnum aukaspyrnu úti á kanti. Bennett og Mascherano eiga þetta einir, ekki hefði ég viljað sjá Alonso snúa hann niður allavega!

  17. Þetta var ekki gott hjá okkur, svo einfalt er það. Það er mjög auðvelt að vera vitur eftir á og kenna hinu og þessu um. Við vorum einaldlega ekki tilbúnir í þennan leik, mikið um feil sendingara og lítil hreifing án bolta, og að missa mann útaf var bara dauðadómur yfir þessum leik. Nú er þessi leikur búinn og kemur aldrey aftur og það þarf bara að snúa sér að næsta leik og vinna hann…

  18. “Læt þetta nægja í bili. Gleðilega páska, ég vona að súkkulaðið sé ykkur einhver sárabót!”

    Nei Krisján Atli … súkkulaðið er lítil sárabót!! Takk fyrir faglega og greinagóða leikskýrslu.

    Sukkar feitt að tapa eina fokking ferðina fyrir Mancs.

  19. Jæja
    Liðið féll á þessu prófi og engum um að kenna nema liðinu sjálfu.
    Mascherano drullaði ofan í sokka og virtist staðráðin í að láta reka sig útaf, mjög undarlegt. Það sem vantaði uppá hjá liðinu í dag er nákvæmlega það sem vantar uppá að liðið sé að berjast um titilinn í ár.
    Manu verða meistarar og við endum í 4 sæti, Everton er ekkert að fara að taka það af okkur svo mikið er víst.
    Svo er það bara meistaradeildin, koma svo…

  20. Tapað taugastríð og réttmæt gul spjöld! Það þjónar engum tilgangi hjá mér að reyna að gagnrýna dómarann eitthvað sérstaklega og mér fannst röflið mun meira í okkar mönnum. Sjáið bara viðskipti Carra og Ronaldo í vítateig í fyrri hálfleik, Ronaldo skærar og skærar og dettur og heimtar eitthvað en leikurinn heldur áfram. Og Rooney skömmu áður hafði staðið af sér pressu og náð skoti, og vildi víti – en auðvitað fékkst það ekki. Ég gat hins vegar ekki séð að United menn væru jafn duglegir og Mascherano að nöldra í dómaranum. Mér er alveg sama hvað Mascherano er að fara að segja við dómarann … það var bara alls ekkert hans hlutverk!! Og ég veit ekki hvort varalesarar hafi séð orð Mascherano, en hann var búinn að vera nöllandi í dómaranum allan tímann og það að vera með bros á vör segir ekki neitt … hann var pirraður, og ekki eins og hann átti að sér. Eftir að rauða spjaldið kemur upp, þá gerir hann enn verra.

    Fyrir mér er þetta það sem stendur upp úr í leiknum – það er ekki hægt að sakast við dómarann og segja að hann hafi eyðilagt leikinn í fyrri hálfleik með því að reka Mascherano út af. Það er Mascherano að kenna! (eða var það dómarinn eða Materazzi sem eyðilagði leikinn þegar Materazzi var rekinn út af í fyrri leik liðanna í CL-deidinni??)

    Mascherano er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum en hann átti vondan dag andlega séð. Nú verðum við að nota þennan skell á jákvæðan hátt og taka Everton í nefið í næsta leik! Páskaeggið frá minni heittelskuðu mun ekki alveg bæta þetta tap upp, en súkkulaði er gott og ég mun fókusera á það.

  21. Jahérna, ekki átti ég von á því að geta verið svona sammála Andy Gray 🙂
    ætli hann sé ekki að reyna að vinna sér inn prik eftir alla gagnrýnina undanfarið en hann orðar þetta svo fáránlega vel.

    En að gefa 2 gul spjöld fyrir kjaftbrúk á 5 sek. er náttúrulega ekki í lagi. jú ok maður hefur svo sem séð það þegar leikmenn gera aðsúg og árásir á dómara.
    En vissulega vorum við lélegir og áttum ekki skilið stig úr þessu.

  22. hræðilegt að tapa þessum leik á þenna hátt. Ég er ekki samála þeim sem segja að man utd sem of sterkt lið fyrir okkur, við höfum verið að vinna lið í sama gæðaflokki í meistardeildinni t.d. En það er greinilega einhvað sálrænt vandamál sem leggst á leikmenn liverpool þegar á að spila við man utd. Það er eins og menn trúi því ekki innst inni að þeir geti unnið. Veit það ekki hvað segið þið?

  23. Maður þurfti nú bara að loka sig af þarna í leikhléinu og ná áttum. Mæli með að menn halli sér bara aðeins aftur með tærnar upp í loftið og dragi andann nokkrum sinnum.

    Sammála því að dómarinn hefði mátt höndla ýmislegt í þessum leik aðeins betur. Sammála því að Mascherano var að bjóða hættunni heim með þessari hegðun. Sammála því að Man Utd hafi átt sigur skilinn í dag.

    Skil samt ekki þá sem koma hingað vælandi yfir þjálfaranum í hvert einasta skipti sem við hittum á lélegan leik. Við erum búnir að vera á fínu rönni að undanförnu og ég held að við munum njóta ávaxtanna á næsta ári ef Benitez verður áfram, að því gefnu að hann fái að stoppa upp í götin í liðinu á komandi sumri.

    Ætli það hafi ekki orðið okkur að falli í þessum leik, einsog einhver sagði hér að ofan, að hryggurinn í liðinu var kengboginn og máttlítill í þessum leik; Reina ekki upp á sitt besta, vörnin ekki góð, Mascherano, Gerrard og Torres ekki einsog við eigum að venjast þeim. Það virtist sem suðrænu kapparnir okkar væru bara yfirspenntir en við verðum bara að vona að þeir læri af þessu og einbeiti sér að því í næstu stórleikjum að spila bolta og leyfa hinu liðinu að nöldra í flautaranum. Ég held að Mascherano hljóti bara að sjá eftir þessu og passi sig á þessu í framtíðinni.

    Veit ekki hvort þið tókuð eftir því að um miðjan seinni hálfleikinn heyrði maður miklu meira í Liverpool-söngvunum á vellinum og það þó að leikurinn væri eins og hann var. Var ánægður með það. Það er jú það sem við stærum okkur af; að styðja liðið í gegnum allt. Alltaf.

    Er ekki málið bara að skella sér á ball í kvöld og dansa sorgina í burtu? Vakna svo á morgun og byrja að peppa sig upp fyrir Everton-leikinn.

    Gleðilega páska!

  24. Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju besti varnarmaður liðsins í vetur byrjaði ekki í dag?

    Já, það er eins og menn hefðu mætt til leiks ætlandi að tuða og svekkja sig yfir öllum hlutum. Sir Alex tókst greinilega ætlunarverk sitt en allir LFC menn voru pirraðir allan leikinn, það var allt ómögulegt – sama hvað það var.

    Mascherano eyðilagði þennan leik fyrir LFC en eftir að hann fór útaf var hreinlega aldrei séns. Algjörlega glórulaus hegðun hjá manninum og kostaði hún hreina slátrun í dag. Hann hreinlega gerði sig að fífli.

    Þetta var bara aftaka, plain and simple. Þeir skora 3 og Reina ver heil 5 dauðafæri á markteig í dag!! United á skot í stöng o.fl. o.fl.. Þetta bara bara slátrun og við bara heppnir að tapa ekki miklu stærra.

  25. Enn og aftur kemur í ljós að Benitez getur ekkert á móti Scum utd. Sama á hvaða vellli er spilað alltaf tapar lið Benitez fyrir Utd. Javier var eins og kjáni í dag og vonandi lærir hann af þessu. Gleymum ekki að hann er ungur og ekki sérlega reynslumikill í svona high profile leikjum. Pepe var líka stressaður til helvítis og óvanalegt að sjá hann bulla svona mikið. Gerrard sást varla og þessi Kuyt…var hann inná eða ekki? Babel var frískur en eitthvað smeykur við þessa scum-ara. Scum Utd er klárlega betra lið en við og eiga mikla möguleika á titlinum í ár…öfugt við okkur.

  26. Ég fyrirgef Mascherano. Hann sýndi allaveganna smá lit og var sá eini sem virtist hafa löngun í að vinna þennan leik. Aðrir voru í einhverjum göngubolta.

    Síðan á ekki að reka menn útaf fyrir að spyrja what for… Ósamræmið í spjöldum Bennets voru fáránleg. Að spyrja fyrir hvað er greinilega jafnhættulegt og tveggjafóta tækling Ahley Cole í ennið á Tottenham gaurnum. Allavegan virðist það vera miðað við dómgæsluna á Englandi.

    Bennett var hauslaus hæna frá byrjun og greinilega skíthræddur við reiði Skotans sem urðaði yfir allt og alla um daginn og ekkert var gert í því.

    En þessi leikur mun samt sem áður bitna langmest á greyið Everton liðinu sem mun verða flengt alla leið yfir á Goodison næstu helgi.

  27. Það er furðulegt hvað Benites hefur gengið illa gegn United síðan hann tók við Liverpool. Ég ætla nú bara að minna ykkur á leiki þessara liða fyrir ca. 6-7 árum þegar að Houllier var í brúnni og Murphy var alltaf að skora á móti okkur, og það heyrði til undantekninga að United næði að vinna Liverpool. Við United menn vorum í sömu stöðu þá og þið poolarar eru núna, ég skil það mætavel hvað það er pirrandi að tapa sífellt fyrir erkióvininum. En takk fyrir leikinn og gleðilega páska.

  28. HEHE get ekki annað en hlegið þegar ég les ummæli Ferguson eftir leikinn, og hvaða skoðun hann hafi á rauða spjaldinu, en þar segir hann að menn megi ekki sýna dómaranum vanvirðingu það þýði bara eitt,!! Ekki veit ég hvað hann kallar kveðjurnar sem Rooney sendir dómaranum í hvert sinn sem hann er dæmdur brotlegur en þá fylgir “F##k off og allur sá pakki í svona 1/2 mín á eftir og það er líka spurning í hvaða flokki froðufellingar Ferguson sjálfs niður við hliðarlínuna ,þegar honum mislíkar eitthvað, eru. Þetta bull er komið út í tóma vitleysu og orðbragðið sem dómarar og aðrir starfsmenn þurfa að líða er náttúrulega alveg ótrúlegt en það versta er að menn stökkva allt í einu til og ákveða að verða einhverjir siðapostular og breyta alfarið um stefnu í þessu, og ef Masch hefur verið búinn að sítuða í dómaranum í dag þá væri nú ágætt að menn gæfu bara út hvað mörg “F##k off” þýða gult o.s.frv., því stundum finnst manni að þetta bitni á vitlausum mönnum, stórir kallar eins og Rooney, Carragher, Terry nánast því ráðast á dómarann líkamlega og orðalega í leik eftir leik og síðan kemur einhver mistemmdur til leiks einn dag og missir e-ð útúr sér í hita leiksins og er krossfestur.!! Ég minnist alltaf þegar Bragi Bergmann var með mikrófón á sér í leik í 1.deildinni hér á Íslandi og Sigurður Jónsson lét hann hafa það óþvegið, það þurfti að sýna myndbandið frá þessu í 10 fréttunum þegar börn voru farin að sofa. Ætli einhver eigi þetta ekki og geti sett þetta inn á netið.!! p.s. Við tökum ManUtd. í Moskvu:!

  29. Mascherano var bara að spurja þetta fífl (Bennett) spurningar, það eina sem hann sagði var “afhverju ertu að spjalda Torres?? fyrir hvað? ” og fyrir það reif Bennett upp gula spjaldið, og svo rauða . Steve Bennett er bara algjörlega vangefinn.. hafiði oft sé Mascherano gera eh þessu líkt? ef einhverntíman?.. hann var sá eini sem gerði eitthvað í dag og hann á hrós skilið fyrir það, en auðvitað rýkuru ekkert að dómaranum svona eins og hann gerði.. en þú átt heldur ekki að fá gult spjald fyrir að segja ” what for? , what for?” þessi bennett er bara með valda þráhyggju og felur sig á bak við spjöldin ! reka þetta fífl bara .

  30. Málið er að Macsherano spurði Bennet bara “What for” um gula spjaldið á Torres. Já, Mascherano átti ekki að vera að röfla en það að Steve Bennet skuli reka mann útaf í svona stórleik fyrir það að spyrja spurningar er einfaldlega fáránlegt. FÁRÁNLEGT! Þetta rauða spjald hafði úrslitaáhrif á leikinn og Bennett er sennielga ánægður yfir allri athyglinni sem hann fær núna.

    Það er ekki einsog Masche hafi kallað hann fávita, hann spurði bara spurningar. Einsog Rafa segir:

    “It’s clear Mascherano made a mistake but he was only asking the referee a question. Ryan Babel was there and saw that he was just asking. Maybe he does not know the referee.

    “The referee decided to give a second yellow card and he couldn’t understand. He was as surprised as me.

    Fáránleg dómgæsla! John Terry væri í banna annan hvorn leik ef þetta væri reglan.

  31. Og Rafa bendir líka á hárréttan punkt:

    “We haven’t had too many problems with referees in the last three or four years. I can see other teams but not ours. Tell me in which game over the last four years you’ve seen our players go at referees? We have a lot of respect for referees.”

    Málið er að Liverpool menn hópast aldrei að dómurunum einsog t.d. leikmenn Chelsea. Af hverju í fokking andskotanum fékk til dæmis Ashley Cole ekki rautt spjald fyrir sína hegðan? Algjörlega fáránlegt. Fokking Old Shithouse heimadómgæsla.

  32. Að hafa Steve Bennet sem dómara í þessum leik er eins og að hafa Ferguson sem dómara + það að alltaf þegar hann er að dæma leiki hjá liverpool þá tekst honum alltaf að eyðileggja leikina.

  33. Sælir félagar.
    Sanngjarnt tap því miður. MU var betra á öllum sviðum knattspyrnunnar í dag. RB getur ekki unnið Ferguson svo einfalt er það. Það þýðir einfaldlega að LFC getur ekki orðið meistari undir RB.
    Motiveringin á liðinu virtist vera með þeim hætti að það var ein taugahrúga frá byrjun og fram að leikhléi. Eftir leikhlé var þetta bara spurning um hvað tapið yrði stórt þegar menn væru búnir að hlaupa sig dauða í eltingaleik við boltan og andstæðinginn sem spilaði skynsamlega og lét boltan draga þrekið úr okkar mönnum. Enginn LFC manna stóð sig heilt yfir vel. Það er bara staðreynd og því fór sem fór. Sem sagt ömurlegt en MU eru einfaldlega amk. númeri of stórir fyrir okkurí dag.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  34. Man Utd hafði undirtökin frá byrjun og voru mun betri en við. Okkar rosalega miðja hafði ekki mikið í United miðjuna og þegar Masch var réttilega vísað af velli þá var þetta bara búið. Ég held að menn ættu ekki að einblína á dómarann í þessu máli.

  35. “bara týpískt heppnismark United gegn Liverpool”

    1. markið og 2. markið skrifast að stórum hluta á hræðileg úthlaup reina. það eru 2 menn í kringum brown í fyrra markinu og reina kemur út, til hvers?
      seinna markið þá er alonso út á túni í dekkingunni á ronaldo og reina kemur enn og aftur út á móti og er óákveðinn. markmenn fara ALDREI út í svona bolta nema þeir séu POTTÞÉTTIR á að vinna þá.
      skelfilegt að horfa upp á þennan leik því reina og mascherano hafa verið frábærir í vetur.

    en ég veit ekki alveg með hausinn á mönnum í dag. mér finnst alltaf eins og alex ferguson nái að peppa menn betur upp en andstæðinginn fyrir svona leiki, því miður. höfum séð þetta áður. arsenal voru taplausir í 49 leikjum, mæta á old trafford og tapa 2-0. liverpool voru að gera þetta að hálfum hug allan helvítis leikinn og maður fann það allan leikinn að utd voru miklu einbeittari og með hausinn í lagi, hræðilegt.

    við berjumst aldrei um neinn titil ef að menn mæta ekki í hvern einasta leik til að stúta andstæðingnum. það þarf frekju og ákveðni í þetta og það var enginn leikmaður liverpool með það skap í dag.

    carragher hef ég aldrei séð spila svona illa (á síðari árum), reina átti sinn slakasta leik hjá liverpool að mínu mati, aldrei séð hann svona. þeir sem stóðu upp úr að mínu mati voru Aurelio, Gerrard og Kuyt.
    Aurelio hélt ronaldo í skefjum og var vel spilandi. Kuyt barðist allann leikinn og var til fyrirmyndar hvað vinnusemi og greddu varðar. Gerrard átti 2 góð skot og vann vel fyrir sitt lið.

    enn og aftur spóla utd yfir andlitið á okkur og fara létt með það, þökk sé heimsku og helvítis andleysi!

  36. sammála þér einar…eftir að hafa rokið út úr húsi hjá tengdó og reynt að róa mig niður. Ekkert afsakar slakan leik fram að því þegar Mach var rekinn útaf, en Bennet fær gjörsamlega falleinkun fyrir það eitt hvernig hann tæklaði þetta vandamál. Fyrir það fyrsta átti hann bara að spjalla við hann eftir fyrsta spjaldið og róa hann niður eins og góðir dómarar gera og segja honum hver stefna hans í svona málum er, ef hann hefði haldið áfram þá spjalda hann.
    Punkturinn sem Benitez kemur með eftir leikinn er líka réttur því það hefur ekki verið vandamál hjá Liverpool með dómara eða öfugt síðustu ár. Og svo eru Chelsea man u og Arsenal með samkomur í kringum dómarann venjulega ef þeir brjóta af sér eða á þeim er brotið, sérstaklega Chelsea.
    Getur verið að einhverjum finnist ég hliðhollur mínum mönnum en það verður bara að vera þannig. Bennet ætlaði og varð miðpunkturinn í þessu í dag.

  37. NÁKVÆMLEGA. Einar, þetta var einmitt sem ég var að huxa þegar ég sá þetta. Þó að Mashcerano hefði þurft að hlaupa yfir hálfan völlinn til þess að spyrja dómarann um þetta, þýðir það að hann ætli að berja hann? Þegar ég sá þetta þá virtist eins og Bennett (fáviti) væri búinn að ákveða að gefa honum gula spjaldið. Zæll en Masherano, sem er smá scary týpa, var varla búinn að koma út úr sér 3 orðum áður en Bennett (aftur fáviti) rauk í spjaldið. Þetta var bara ótrúlega fljótfærnisleg viðbrögð og ég er viss um eins professional og Masherano er, að hann hefur nú ekki sagt neitt ofur súra og sveitta hluti við dómarann, eins og Babel hefur sagt. Þetta voru sveitt viðbrögð, þó svo að röfl í dómara séu ekki alltaf hress, hjá Bennett (jú, fáviti). Þetta kostaði okkur leikinn. Og sér ekki sérhver heilavita maður að viðbrögð Mascherano við þessum dóm lýsir þessu best! Þessi heimsklassaleikmaður, þessi schnillingur sýnir hversu mikið passion og sál hann hefur fyrir þessum leik. Hann er í raun eini gaurinn í LFC í þessum leik sem sýnir hversu mikilvægur þessi leikur var…………….kannski aðeins of mikið, en samt. “What for?” og bara svo beint útaf. Ég tek hattinn ofan fyrir Mash og ætla ekki að kenna honum einum um þetta. Gerrard og Carra sem eru uppaldir gaurar sýndu ekki sitt rétta andlit í þessum leik (þeir eru fyrirmyndirnar í svona leikjum fyrir útlendingana) og í raun skitu á sig stundum. Reina sem varði allt mano to mano, en er kennt um hitt. Vissulega var Ronaldo markið hans, en Alonso var ekkert spes í dekkingunni, og í hinu, þá átti Scrotum bara að negla boltann burt í stað þess að láta Gay Brown skella þessu inn með FMhnakkanum. Ekkert spes niðurlag, en blómvendir afþakkaðir. Heyrði YNWA sungið 10 sinnum í kvöld af Singapore aðdáendum, 3 sinnum eftir að flautað var til leiksloka. Ánægður með Singapore.

  38. Við töpuðum 3-0. Man Utd voru betri. Okei.

    Ræðum aðeins Steve Bennett. Djöfulsins skítarotta sem sá maður er. Hvernig væri að komast í sviðsljósið fyrir eitthvað virðingarvert heldur en að vera aðhlátursefni helvítis fokking fíflið þitt. Ferguson pantaði hann eftir tapleikinn á móti Portsmouth og hann fékk hann.

    Megi þeir njóta rauðvínsglassins saman í kvöld.

    Annars verð ég að viðurkenna fyrir mitt leyti að þá var móment leiksins þegar Benitez tók um Mascherano og sagði honum að róa sig. Ég veit ekki…þetta snerti bara einhverja taug í mér. Sýndi mér í hnotskurn einfaldlega hvaða mann Benitez hefur að geyma. Menn tala um að hann sé fjarlægur leikmönnum sínum. Ég gat ekki séð það.

    En það að þetta sé móment leiksins hjá mér segir ansi mikið um okkar spilamennsku.

  39. Hefur einhver hugmynd um hvort útlendir leikmenn er oftar spjaldaðir fyrir kjafthátt en enskir? Var bara að spá hvort tungumálakunnáttan hafi eitthvað með þetta að gera, enda hafa menn minni stjórn á öðru máli en sínu eigin þegar þeir eru æstir og geta sjálfsagt virkað meira ógnandi fyrir vikið. Fyrir nú utan það að fólk lærir alltaf blótsyrðin fyrst, en gera sér kannski ekki grein fyrir hversu sterk þau eru í eyrum innfæddra:) Mascherano virðist t.d. nota “fuck off” við öll tækifæri, hrópaði það þegar hann skoraði um daginn og líka þegar hann fékk fyrra spjaldið í dag. Nei, bara pæling…

    Annars hegðaði Mascha sér hundheimskulega þó mér finnist seinna spjaldið of harður dómur.

  40. Gummi, ég man að Emmanuel Petit var vanur að kvarta yfir því að í stórslögum gegn United mætti Roy Keane segja nánast hvað sem er við dómarana en um leið og hann eða Vieira opnuðu á sér kjaftinn fengju þeir spjald. Annars er erfitt að sanna svona hluti, en menn hefur lengi grunað að dómarar á Englandi væru ekki jafn harðir í garð heimamanna og útlendinga.

    Hvort tungumálaörðuleikar valdi þessu eða ekki veit ég varla. “Fuck off” skilst alveg eins, hvort sem það er Spánverji eða Englendingur sem segir það. Eins efa ég að það hafi verið orðbragðið sem olli, ef satt er sem menn segja að Mascherano hafi bara spurt “what for?”.

    Allavega, ég lofa að minnast ekki á þennan leik við þig eftir helgina ef þú lofar því sama. Díll? 🙂

  41. Kristján, það sást nú bara svart á hvítu í (seinni) leiknum í dag. Ballack fór í tæklingu og fékk spjald en svo nokkrum mínutum síðar fór Fatty Lumptart í alveg eins tæklingu á sama stað og ekkert spjald.

    Breskir landsliðsmenn hafa fengið vægari meðferð í gegnum tíðina, enda ef þeir eru í leikbanni má ekki velja þá í landliðið, þannig að til þess að vekja ekki landsliðin fá þeir öðruvísi meðferð.

  42. Mikið hrikalega voru menn miklir aular í þessum leik, engin barátta, enginn sigurvilji, menn með hangandi haus, Gerrard gerði vel í því að hengja haus, vantaði karakter í menn!

    Fannst Alonso og Aurelio þeir einu sem voru ekki að spila langt, langt undir getu. Annars vorum við bara ‘outclassed’ eins og segir einhversstaðar á BBC, þeir með Tevez og Nani á bekknum sem myndu labba inn í liðið hjá okkur eins og reyndar fleiri hjá þeim, því miður.

    Sjá bara Evra, einn af þeirra bestu sóknarmönnum, Arbeloa reyndar fínn í að koma upp en kom ekkert út úr því í dag.

    Leiðinlegt, en svona er þetta. Núna verða menn bara að rífa sig upp og einbeita sér að næsta leik.

    …hann gekk í burtu sneri hann sér að Bennett og bætti við svona tveimur orðum í viðbót…

    Ég held alveg örugglega að merkið sem mér sýndist Torres gefa vera það sem varð til þess að hann fékk gult spjald. Hann gaf eitthvað merki um að þetta ætti að vera spjald, aðdragandinn að aukaspyrnunni sem hann fékk dæmda og mig minnir að það eigi að vera gult ef leikmaður biður um gult á annan leikmann, gæti þó vel verið bull í mér.

    Þarf ekkert að ræða asnaskapinn í Mascherano, skóp sóknina sem varð til þess að Rooney skoraði næstum og vildi fá víti úr og hefði betur átt að hlaupa inn í búningsklefa. Maður fær ekki rautt spjald fyrir að rífa kjaft í svona leik, maðurinn á að hafa meiri reynslu en það og geta haldið haus.

  43. Þetta var rautt!!! Búið, ekki hægt að verja Mascherano, leikurinn fór í raun Masch 3-0 Liverpool

  44. Alonso og Aurelio voru manna bestir á vellinum. Auerlio átti reyndar frábæran leik.

  45. Elías Már!

    Ballack fór beint aftan í Hleb á meðan Lampard fer varla utan í Fabregas. Enda var Spánverjinn lítið að kvarta. Sárasaklaust brot á meðan hitt var tækling sem verðskuldaði spjald.

    Ekki sambærilegt að mínu mati og að mati þeirra sem leikið hafa knattspyrnu frá unga aldri.

  46. Í fyrsta lagi var það algjört dómgreindarleysi af Masch að svo mikið sem ræða við dómarann með spjald á bakinu, menn eiga að vita betur. Þetta heitir einfaldlega að leika sér að eldinum og þá vill oft til að menn brenni sig eins og raunin varð fyrir Masch í dag.

    Í öðru lagi virðist Bennett hafa verið full viðkvæmur og fljótur á sér að spjalda Masch. Af myndum að dæma virðist hann ekki vera blótandi eða ausandi fúkyrðum að Bennett þó maður geti að sjálfsögðu ekkert fullyrt um hvað fór þeirra á milli. Óhemju mikið misræmi í þessu og t.d. í leik sem fram fór á miðvikudaginn í ensku úrvalsdeildinni þar sem A. Cole fór í stórhættulega tæklingu (gult, jafnvel rautt), sýndi dómaranum vanvirðingu (snéri baki í hann og hlýddi ekki fyrirmælum Riley… gæti verðskuldað gult) og lét hann heyra það (gæti líka verðskuldað gult spjald).

    Ég er nú á því að við hefðum tapað þessum leik hvort eð er, Man Utd var búið að vera ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. En eftir brottvísunina var þetta náttúrulega bara formsatriði og í raun bara spurning um hvort United ynni 1-0 eða stærra.

  47. Að lokum verð ég að hrósa Rooney fyrir að standa af sér atlögu Carragher í fyrri hálfleik, ég efast stórlega um að Portúgalarnir í liði United hefðu reynt að standa í lappirnar í þessu tilviki.

  48. Mér fannst Reina vera okkar besti maður og honum að þakka að við töpuðum ekki stærra. Hann varði oft á tíðum mjög vel. Finnst það segja margt um leik okkar manna. United of stór biti, því miður.

  49. Sælir félagar.
    Auðvitað gerði Jav hrikalega skissu og ekkert um það annað að segja. En hvað sem því líður voru að er mér virtist allir að leika langt undir getu í fyrri hálfleik. Og þó, ég get fallist á að Aurelio var bara býsna góður á Ronaldo en þá er það líka upptalið. Reina í rusli, Carra minn maður átti einn daprasta dag sinn í mörg ár, Skrtel, reynslulaus og samband hans og Carra ekki nógu gott, Jav útrætt mál í þessum leik en annars afburðaleikmaður, Alonso slakur, Gerrard týndur, Torres allslaus og fékk ekkert til að vinna úr, Arbeloa svona lala, Babel þarf að læra að hann spilar með 10 öðrum inná vellinum, Kuyt vann uppihaldslaust eins og blindaður kolanámuklár. Niðurstaða: einn daprasti leikur í langan tíma. Spennustig leikmanna var slíkt að þeir höndluðu ekki að spila sinn leik. Benitez að vera búinn að afspenna leikmenn og mótvera þá til að verjast aftarlega og halda niðri hraðanum með því að taka Ronaldo og Rooney úr sambandi hvorn við annan og byggja svo á skyndisóknum eins og Gerrard og Torres geta svo vel grt með stuðningi frá Babel og Jav til að verja vörnina fyrir gagnsóknum MU.
    En einhvernveginn varð þetta aldrei leikur hjá okkar mönnum og dó endanlega þegar Jav var rekin útaf.
    Bennet sýndi að hann á ekki að dæma alvöruleiki því til þess hefur hann hvorki vit né skapgerð til að bera.
    Dómari sem heldur að hann sé aðalatriði leiksins á að fara eins langt frá knattspyrnuvelli og hægt er að koma honum og þar á hann að stökkva fyrir borð með 100 punda lóð í fanginu.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  50. Ömurlegt, er ekki sammála því að reyna hafi átt mark nr 2 hvað á maðurinn að gera ? ef hann hefði staðið á línuni hefði það engu breytt varnarleikurinn hjá Alonso var ömurlegur og skrifast markið algjörlega á hann. Reyna bjargaði liðinu frá enn verri útreið. Dómgæslan dæmir sig sjálf Ferguson var búinn að væla útaf dómgæslunni alla síðustu viku og auðvitað þoldi hrokagikkurinn hann Bennett ekki álagið. Dómarar sem dæma með eyrunum eru ömurlegir og setja leiðinlega svip á leikinn. Rb gerði aldrei þessu vant takísk mistök í uppstillingunni af hverju hafði hann ekki fljótann mann á hægri því Evra er mjög framsækin svo þar var sóknarfæri. Nei hann setur göngugarpinn frá Hollandi þar. Svo saknaði ég Sammi í vörninni. Ég sem var fullur bjartsýni í morgun.l

  51. Það var amk von áður en Mascherano var með þennan fábjánahátt. Ég bara ætlaði ekki að trúa því að hann myndi í alvörunni vera svona heimskur. Hann eyðilagði möguleikana á því að ná einhverju úr þessum leik. Svo einfalt er það. Svo skilur maður ekkert í því af hverju liðsfélagar hans snéru hann ekki niður áður. Sáu allir í hvað stemmdi. Þetta var lykilpunktur í leiknum. Eftir það var þetta búið. Annars var Reina furðulegur í þessum leik. Úti á þekju í föstum leikatriðum en varði svo snilldarlega úr dauðafærum. Vörnin hrikalega óörugg og miðjan slöpp. Einna helst að mér fannst Babel sýna góða takta í fyrri hálfleik. Ekkert ólíklegt að Masch fái 3 leiki í bann v/hegðunar hans eftir rauða spjaldið. Hann sefur ekki vel í nótt en lærir vonandi af þessum heimskupörum sínum. Maður leggst þó ekkert í volæði og auðvitað tryggjum við 4.sætið um næstu helgi og flengjum Everton. Gleðilega páska.

  52. Við þurfum að kaupa í sumar. Hver vill fá Dirk gefins???…Newcastle kannski?

  53. Jæja – heldur betur kippt niður á jörðina eftir fína törn að undanförnu.

    Spennustig.
    Nokkrir hér að ofan minnast á þetta orð. Í mínum huga var spennustig Liverpool á algerum yfirsnúningi. Ég hef það á tilfinningunni að Alex hafi lesið íþróttasálfræði 101 á meðan Rafa klikkaði á heimalærdómnum. Mér fannst þetta í raun skýra getumuninn á liðunum í dag. Hef til að mynda aldrei séð Reina í þessum ham sem hann var í dag. Gat varla sparkað frá marki, fáránlegar tímasetningar í tveim fyrstu mörkunum og varði svo ótrúlega einn á móti einum.

    Bennet.
    Mér fannst tæklingin á Scholes ekki vera spjald. Í raun langt frá því. Scholes lippaðist niður þegar Masch. kom aðvífandi. Jú brot en langt frá því að vera spjald. Skil vel að Masch. hafi reiðst því Bennet greip spjaldið um leið og hann flautaði. Algerlega úr takt við leikinn og ef þetta var spjald þá var brot Rooney á Reina rautt. Sparkaði viljandi í hann þegar hann áttti ekki séns að ná boltanum.

    Djö skyldi ég svo Torres vel. manu brutu svona 4 sinnum á honum áður en Bennet flautaði. Algerlega fáranlegt að lyfta svo gula spjaldinu þegar Torres kvartaði yfir meðferðinni. “What for” – einmitt. Fyrir hvað fékk Torres gult spjald. Og af hverju að gefa Masch. annað gult þegar hægt var að gefa honum viðvörun. Algerlega úr takti við það sem önnur lið hafa gert í vetur og það sem hefur viðgengst í ensku úrvalsdeildinni. Fáránlegt að Liver. skuli blæða fyrir þetta þegar liðið er þekkt fyrir allt annað en að mótmæla dómum og röfla í dómaranum.

    Tapsár.
    Já ég er tapsár. Ég bara þoli ekki að tapa – sérstaklega fyrir manu. Ég er þess vegna sérstaklega ánægður með Torres sem barðist eins og ljón og lét finna heldur betur fyrir sér þrátt fyrir að vera algjörlega aleinn frammi. Algerlega meiriháttar þegar hann tók Brown öxl í öxl og óð svo inn í teiginn með alla manu vörnina á herðunum. Mikið svakalega var ég svo óánægður með Gerrard og Carra. Það var eins og umgjörðin einfaldlega dregi úr þeim allan mátt. Ótrúlega andlausir miðað við stærðargráðu leiksins.

    Geta liðsins.
    Er frekar ánægður með liðið og hvernig það hefur spilað að undanförnu. Erum samt skrefi á eftir manu miðað við leikinn í dag. Sárvantar heimsklassa hægrikanntmann. Skelfilegt að eiga ekki betri mann en Kuyt á kanntinn. Verð að viðurkenn að ég saknaði Kewell í dag. Hefði verið gott að setja hann inn á og Babel á hægri. Ég bara trúi ekki að hann sé búinn að vera sem leikmaður. Þá var bekkurinn hjá manu örlítið sterkari svo vægt sé til orða tekið.

    Fúlt að tapa þessu en … vinnum Everton og Arsenal þrjá leiki í röð og þá er þessi leikur gleymdur.

    Áfram Liverpool!

  54. Liverpool liðið var mjög slakt í dag, eins og flestir viðurkenna sýnist mér fúslega. Hinsvegar virðast margir haldnir þeirri furðulegu áráttu að vilja kenna dómaranum um hvernig fór, að hann hafi eyðilagt leikinn með óhóflegri spjaldagleði og almennu rugli. Sem er fáránlegt og einungis til vitnis um að menn séu orðnir algjörlega blindir á raunveruleikann.

    1. Mascherano hagaði sér eins og fáviti. Þegar hann tuðaði eftir fyrsta spjaldið var ég viss um að hann fengi annað í leiknum, hann virtist bara þannig stemmdur. Þegar Torres fékk sitt spjald átti Mascherano ekkert með að koma askvaðandi yfir hálfan völlinn til að spyrja dómarann út í það. Sérstaklega ef hann er ekki sleipasti leikmaður liðsins í enskunni. Það var augljóst að hann var pirraður, var búinn að vera tuðandi og rífandi kjaft allan hálfleikinn og fyrir mér leit þetta bara út eins og hann langaði í spjaldið. Ætlar einhver að segja mér að hver einasti maður á vellinum og við sjónvarpsskjáinn hafi ekki vitað að hann væri að stefna á spjald með þessu athæfi? Hversvegna þurfti endilega hann að spyrja “what for?”? Er hann fyrirliði?

    2. Athugasemdir sem vísa að því að menn megi ekki spjalda of ört í “svona leik” eða vera að reka menn útaf í fyrri hálfleik fyrir ekki svo stórfengleg afbrot eru bjánaleg. Hreint út sagt bjánaleg. Af hverju ættu menn að komast upp með meira rugl í einmitt “svona leik” en öðrum? Ef dómarinn gefur leikmanni spjald snemma í leik og sami leikmaður leggur sig allan fram við að ná í annað þó ekki sé kominn hálfleikur, á þá dómarinn að líta framhjá því til að skemma ekki leikinn? Kommon. Mascherano skemmdi leikinn, dyggilega studdur af andleysi liðsfélaga sinna. Dómarinn átti afar takmarkaðan hlut í því afreki.

    3. Manchester United er frábært fótboltalið. Ronaldo er besti fótboltamaður í heimi. Það er engin skömm að tapa fyrir þeim, þó það sé hryllilega pirrandi. Það sýnir okkur kannski helst að LFC á enn nokkuð í land með að vera englandsmeistaraefni.

    Í raun var þetta bara slakur leikur af hálfu Liverpool. Menn virtust allir vera í sitthvorum gírnum, annaðhvort of andlausir eða yfirspenntir, og komust aldrei í takt við leikinn eða liðsfélaga sína. Það er enginn stóridómur yfir liðinu eða þjálfaranum, ekki einu sinni yfir skúrki dagsins (Masch) sem spilar yfirleitt frábærlega og hagar sér almennt ekki eins og sítuðandi, agressívur mongólíti. Öll lið eiga sína slæmu daga, LFC átti einn slíkan í dag og menn verða bara að horfast í augu við það. Það þýðir ekkert að benda á dómarann, bakið á Wes Brown eða taugastríð Alex Ferguson. Ef leikmenn LFC hefðu mætt rétt stemmdir í dag, hefði ekkert af þessu haft nein áhrif, ekki nema kannski bakið á Wes Brown.

  55. einfalda þetta aðeins .hr benitez vinnur deildina aldrei því miður enda vænsti karl

  56. Það versta er að ég sé svo innilega fyrir mér að eftir eitt ár verði Liverpool aftur í nákvæmlega sömu stöðu. Hingað koma inn upphitanir þar sem allir spá okkur sigri og spyrji hvernig Man.Utd. eigi að stoppa þessa miðjumenn okkar og fleira…. svo endar leikurinn á með viðbjóðslegu tapi. Það þarf eitthvað mikið að hrista upp í þessu liði, ákveðnir menn sem þurfa augljóslega að fara en þar að auki finnst mér menn eins og Alonso og jafnvel Crouch ekki geta gert meira fyrir liðið.
    Það þarf að búa til lið sem vill vinna leiki og spila góðan fótbolta. Í leiknum í dag var ljóst að heimaliðið Manchester ætlaði að vinna leikinn. Á Anfield þegar við vorum heimaliðið var það bara varfærnin ein og leiðindin og eins og jafntefli væri ásættanlegt (sem endaði svo með tapi).

  57. Það er hægt að sætta sig við að sumir leikmenn eigi stundum slæman dag en að allt liðið meirað eða minna eigi slæman dag akúrat í þessu leik finnst mér ótrúlegt. Ef það er hægt að gíra leikmenn lfc upp fyrir einhvern leik ætti það að vera þessi. Liðið búið að vera á góðu runi og svo bara búmm allt í vaskinn. Ég sagði það áðan og segi það aftur það vantar einhvað mikið uppá sálfræði hliðina í þessu lið, það er alltof viðkvæmt.

  58. Þurfum ekkert nýjan þjálfara. Þurfum góðan astoðarþjálfara sem kann á svona hluti, höfum vantað þann í smá tíma.

  59. Leikurinn tapaðist út af LÉLEGRI miðju,og ég tala ekki um það eftir að J M fór útaf.Alonso var kanski að spila sinn besta leik, eins og sumir segja hér að ofan. En djö###hefur hann þá verið slappur í leikjunum á undan þessum.#61.Sumir sjá ekki flísina vegna bjálkanns í augum þeirra.

  60. Ferguson hefur orðið tíðrætt um nauðsyn þess að vernda leikna leikmenn fyrir vægðarlausum árásum andstæðinganna, einkum með tilvísun til Ronaldo. Í gær var engin þörf á að vernda Ronaldo, því leikmenn Liverpool brutu tiltölulega lítið á honum og aldrei illa. Hins vegar voru það leikmenn Fergusons sjálfs – talsmanns þess að vernda leikna leikmenn – sem ítrekað spörkuðu Torres – leiknasta leikmann andstæðinganna – niður án þess að fá svo mikið sem tiltal fyrir, enda þurfti hann að fá aðhlynningu seint í leiknum og yfirgefa völlinn lemstraður áður en yfir lauk. Hvers vegna skyldi Ferguson finnast það í lagi að hans eigin leikmenn geri það sem hann vill að öðrum sé bannað? Þessi meðferð á Torres og aðgerðaleysi dómarans gagnvart henni varð svo óbeint kveikjan að vendipunkti leiksins, þegar fyrst Torres og síðan Mascherano fengu spjöld fyrir að furða sig á því hvers vegna dómarinn lét ekki sömu reglur gilda fyrir alla.

    Að þessu sögðu get ég viðurkennt að MU var sterkara liðið í leiknum og miðað við hvernig hann hafði spilast fram að brottrekstrinum hefði jafntefli líklega verið það besta sem Liverpool hefði getað vonast eftir, þó Mascherano hefði tollað inni á vellinum. Vegna misviturlegra ákvarðana dómarans fáum við hins vegar aldrei að vita það.

  61. Sammála þéer Siggi, talaði um þetta í leiknum í gær við þá sem horfðu á með mér. Vidic og Ferdinand spörkuðu hann niður allan leikinn, með leyfi fíflsins með flautuna!

  62. Hversvegna þurfti endilega hann að spyrja “what for?”? Er hann fyrirliði?

    Kannski til að átta sig á því hvernig þessi dómari ætlaði að dæma í leiknum. Kannski var hann að velta því fyrir sér hvort að menn mættu gefa olnbogaskot og sparka menn aftan frá ef þeir væru í rauðum búningi og mótherjinn væri með sítt ljóst hár, en ekki ef þeir væru í hvítum búningi.

    Annars er þetta með ólíkindum hrokafullt komment hjá þér Toggi. Ég nenni varla að svara restinni.

  63. Og það er líka fáránlegt að halda því fram að rauða spjaldið hafi engu breytt þar sem að Man U hafi verið betri aðilinn fram að því. Síðan hvenær varð það þannig að fótbolta-hálfleikir þyrtu að vera spegilmynd af hvor öðrum? Rafa hefði haft tækifæri í hálfleik til að fara aftur yfir leikskipulagið, róa menn niður og hugsanlega bæta einhverju í sóknina. Ég er ekki að segja að það hefði virkað, en það er svo sannarlega möguleiki. Annað eins hefur nú gerst.

    En við fengum aldrei að komast að því þar sem að Bennett höndlaði ekki álagið.

  64. Mér finnst nú ekkert hrokafullt við kommentið hans Togga. Mér finnst hann bara skoða hlutina kalt og án einhverrar móðursýki. Það sem ég hugsaði endurtekið allan leikinn í gær var “heimska, heimska lið”. Okkar menn spiluðu bara heimskulega og geta engum öðrum um kennt nema sjálfum sér.
    Finnst þeir meira að sega minna óþyrmilega á Enska landsliðið á stundum með “all guts no guile” viðhorf inni á velli.

    Sá Pompey vinna ManU á Trafford fyrir nokkrum vikum. Það var skólabókardæmi um að halda haus undir þeirri pressu sem fylgir að spila í kartöflugarðinum. Okkar menn voru eins og smástrákar í samanburði.

  65. Tek undir með Togga og er sammála Daða í því að mér finnst það ekki hrokafullt. Pínlegt að viðurkenna sumt þarna samt sem áður.

  66. Einar Örn: Ég veit ekki alveg hvers vegna þú bregst svona harkalega við. Kannski finnst þér það vera áunnið hjá mér, kannski finnst þér ég vera að vega að þér eða kannski höndlarðu bara ekki að ég sé ekki sammála þér. Ég ætla ekki að dæma um hvað af þessu á við, en ég get þó sagt að ekkert í mínu kommenti var árás á neinn. Einfaldlega mitt mat á leiknum, Masch atvikinu og viðbrögðum áhangenda LFC.

    Við megum ekki blindast algjörlega af hlutdrægni og gefa okkur mönnum afslátt umfram aðra. Ef C. Ronaldo hefði látið eins og Masch, þá hefðu stuðningsmenn LFC beðið um höfuð hans á fati. Hversvegna gildir ekki það sama um okkar mann? Það var ekkert óeðlilegt við að hann fengi rauða spjaldið og það er út í hött að klína því á dómarann. Menn verða líka að geta tekið því að stundum skítur liðið manns bara upp á bak, hjálparlaust.

    Að því sögðu þá vil ég nú samt ítreka að ég lít ekki á þennan leik sem vísi að heimsendi. LFC hefur verið á réttri leið uppá síðkastið og vel hægt að færa rök fyrir því að bjartsýni eigi frekar við en svartsýni, þegar rætt er um næstu tímabil.

  67. einungis til vitnis um að menn séu orðnir algjörlega blindir á raunveruleikann.

    og

    Athugasemdir sem vísa að því að menn megi ekki spjalda of ört í “svona leik” eða vera að reka menn útaf í fyrri hálfleik fyrir ekki svo stórfengleg afbrot eru bjánaleg. Hreint út sagt bjánaleg.

    Það hefðu einhverjir flippað út ef ég hefði skrifað slíka hluti um komment frá öðrum.

  68. Ef C. Ronaldo hefði látið eins og Masch, þá hefðu stuðningsmenn LFC beðið um höfuð hans á fati. Hversvegna gildir ekki það sama um okkar mann?

    Já, þetta væri kannski ásættanlegt ef að leikmenn Chelsea eða Man U fengju EINHVERN TÍMANN spjald fyrir það að spyrja spurninga. Það er fáránlegt að þremur dögum eftir hegðun Ashley Cole og eftir mörg ár af því að Chelsea menn séu að umkringja dómarann og að Rooney segji Fuck hundrað sinnum í leik að Javier Mascherano sé fyrsti maðurinn til að fá rautt spjald fyrir nöldur fyrir það að segja “what for?”.

  69. En hann er jú augljóslega ekki að fá spjaldið fyrir það eitt að segja “what for?”

  70. Þetta seinna gula spjald var bara RUGL. Afhverju í andsk… þurfti að velja ÞENNAN leik til að setja einhverja tuðlínu. Afhverju núna? Afþví að Ashley Cole var með e-h kjaft þar sem SB var fjórði dómari þá ákveður hann(SB) að þetta verði ekki liðið hjá sér. RUGL RUGL RUGL.

    Það sem er ámælisvert hjá Mascherano er hegðun hans EFTIR að hann fékk gula spjaldið. Sú hegðun var til skammar og á svo sannarlega skilið þyngri refsingu fyrir.

  71. Mér þykir menn vera allt of mikið að horfa í dómarann í þessum leik í staðinn fyrir að kíkja á leik liðsins. Að mínu mati var dómari leiksins betri en allir liðsmenn Liverpool til samans og þessi tittlingaskítur með spjöldin er bara afsökun til að vera með gremju út í úrslitin.

    Hvað annað er hægt að gera en að gefa gult spjald til Torres fyrir að munnhöggvast við dómarann og hvað þá annað gula spjaldið handa Mascherano sem hljóp duglega 20 metra til að mótmæla dómnum. Ég hélt fyrst að hann ætlaði að tækla dómarann! Þetta fokkaði upp leiknum hjá liðinu ásamt “frábærri” vörn hjá liðinu og “afburða” töktum hjá Reina inn á milli. Ég hef allavega séð verri dómgæslu en þetta en við verðu að gera okkur grein fyrir því að við erum ekki að fara að labba inn á Old Trafford og fá meira af dómum okkur í hag….never! Næsti leikur……forget this shit!

  72. Finnst margir hérna vera ad setja thad thannig upp hér ad Mascherano hafi fengid fyrst gult fyrir brotid á Scholes og svo ekki gert neitt af sér thangad til hann í mesta sakleysi spurdi dómarann “what´s happening?”. Tharna í millitídinni var hann búinn ad vaela og nöldra nánast stanslaust í dómaranum og var thess vegna fyrir löngu búinn ad vinna sér thetta inn. Sést best á vidbrögdum Alonso thegar hann reynir ad stoppa Masche ad thad vita allir ad hann er ad fara ad ná sér í spjald. Svo er thad fullkomlega réttlaetanlegt ad hann fái lengra bann fyrir ad aetla nánast ad keyra í Bennet eftir rauda spjaldid og thurft fylgd út af vellinum til ad róa sig.

    Thad er engan veginn haegt ad nota dómarann sem einhverja afsökun fyrir thessu tapi enda vorum vid á gódri leid í 3-0 ádur en Masche ákvad ad láta reka sig út af en Reina hélt okkur inni í leiknum. Sem er undarlegt thegar litid er til thess ad hann var grídarlega taugaveikladur allan leikinn og fyrsta markid skráist klárlega á hann. Skrtel (sem var annars dapur og óskiljanlegt hvers vegna besti varnarmadur okkar í vetur og sídustu taepu 10 ára, Hyyppia, byrjadi ekki) beygir sig greinilega frá boltanum thví Reina kallar á hann en fer svo varla út í boltann.

    Thetta Liverpool-lid undir Benítez thjáist af krónískri minnimáttarkennd gagnvart hinum stóru ensku lidunum og virkadi aldrei á neinum tímapunkti sem nokkur Liverpool madur teldi sig eiga nokkurn séns í Utd í thessum leik. Telst mér annars rétt til ad Liverpool undir Benítez hafi nád sér í 1 stig úr 11 leikjum á Old Trafford/Emirates/Stamford?

  73. Kjartan, þetta gæti vel verið satt en það er nú alltaf næsta tímabil.
    Þá verður allt í lagi 🙂

  74. Ágætur pistill hjá Tomkins, sé tvennt sem mér finnst lélegt samt.

    Tomkins skrifar: “United, based on the league table, were always going to still be the better team regardless, but the gap is closing in a season where United have actually considerably strengthened (adding £80m-worth of talent), when their squad was already far more expensive than Liverpool’s to start with.”

    Hann minnist ekkert á að Liverpool eyddi tæpum 70 milljónum í leikmannakaup. Léleg vinnubrögð hjá Tomkins þarna finnst mér.

    Hann segir líka: “I don’t think United had to get by without any key first-choice players for long periods this season, bar Gary Neville, who is not crucial to their cause.”

    Ég þoli ekki Neville, en hann er fyrirliði liðsins og hann er góður leikmaður. klárlega crucial leikmaður fyrir United.

    Því skal haldið til haga að ég styð að sjálfsögðu Liverpool og ég hef verið mikill aðdáandi Tomkins, en sú aðdáun hefur reyndar farið dvínandi.

  75. FA to clamp down on unruly behaviour as Cole says sorry

    Ashley Cole escaped with an apology yesterday for the dissent he showed towards referee Mike Riley at White Hart Lane on Wednesday night; next season a player displaying such disrespect towards officials could cost his club points.

    The Football Association was privately furious at Cole’s rudeness towards Riley and disappointed that the Chelsea left-back was not dismissed. Cole, having committed a terrible tackle on the Tottenham defender Alan Hutton, turned his back on the official when being cautioned as if to say, “You want my name? It’s on the back of my shirt. Read it yourself”.

    Cole yesterday apologised to both Hutton and Riley but, to the FA’s anger, television coverage of the incident had already undermined their championing, on Tuesday, of their Respect initiative, aimed at improving players’ behaviour towards officials.

    Riley laughed Cole’s dissent off but the FA feels the player should have received a red card for the tackle and another yellow for the dissent. As it is, he is likely to evade further punishment as, under FA guidelines, players do not incur further sanction when the referee has seen the offence.

    “The referee saw the incident and dealt with it,” an FA spokesman said. “We cannot re-referee matches.” Neither will Chelsea face any punishment for the conduct of their players, including captain John Terry, in the aftermath. In his match report Riley made no mention of the apparent attempts to intimidate him.

    However, referee recruitment is at an all-time low because of the abuse officials receive at parks level. The FA accepts this is a direct result of dissent flourishing in the professional game and is determined to reverse the trend.

    It is understood Brian Barwick, the FA chief executive, and Lord Triesman, the new chairman, regard this as a personal challenge. Both accept, after discussions with players, managers and clubs, that mid-season is the wrong time to crackdown, but they are determined to act next season.

    “We are absolutely committed to improving the culture of behaviour in the game at all levels,” the FA spokesman said. “The issue of respect is central to the long-term health and success of the whole game. This process has started at grass-roots but we will be doing everything we can to bring the professional game with us. The whole approach is about trying out physical measures to help protect referees from abuse and to help young players develop free of aggressive and competitive parents and coaches.”

    Points deductions are being considered. Referees will be told to stand up for themselves and promised backing if they do. It is acknowledged that previous crackdowns have fallen away as soon as a big-name player misbehaves but Barwick and Triesman are determined that will not happen this time.

    As well as apologising, Cole, whose conduct has faced scrutiny in the past, admitted that he needs “to work on and control” the “disrespect” he shows towards match officials.

    It is understood Cole’s admission, on Chelsea TV, followed pressure on the 27-year-old England international from the club, who have taken a dim view of his actions and wanted him to apologise.

    Chelsea hope the statement, an unusual move by a high-profile Premier League player, will draw a line under the incident which tarnished the exhilarating 4-4 draw with Tottenham.

    Cole, having watched replays of the incident, said: “I apologise to anyone I offended, and of course Alan who I tackled. It was not malicious. I did not mean to go in hard that way.

    “It was high, but I tried to read the ball and get the ball first. He was a little bit too quick for me. It was not malicious and I am a little disappointed with what people are saying, that I meant it.

    “Of course it was a bad tackle at the time but in the heat of the moment you want to win the game and win every tackle. As I said, I am sorry for Alan, but it was never meant.”

    Cole added of his conduct towards Riley: “I’m an emotional person, things can happen on the pitch very quickly but I didn’t mean to disrespect the referee. I recognise this is a part of my game that I need to work on and control.”

    His contrition should go some way to dampening down the storm. Chelsea were fined £30,000 and warned about their future conduct after being charged with failing to control their players during the defeat to Manchester United in September, and were fined £40,000 for the poor behaviour of their players in the match against Derby County in November.

    Cole’s case was aided by Hutton, who refused to blame him for the tackle. The Scot, who in February 2005 broke his leg when playing for Rangers while making a bad challenge, said: “I knew it was high but so was the ball… I’ve probably done a similar challenge in my career. He said he never meant it afterwards and that’s fine by me.”

    It is understood Riley claimed that his view of the tackle was partially obscured which explains why he only issued a caution. It was his first game back in the Premier League after being “rested” following mistakes he made during Fulham’s 1-1 draw at Blackburn Rovers earlier this month. It is felt Riley handled the game at White Hart Lane well and will therefore referee tomorrow’s match between Reading and Birmingham City as planned.

    The draw has damaged Chelsea’s title challenge and Avram Grant’s prospects of holding on to his job. Three times they threw away the lead, with the game ending chaotically as Grant appeared, once more, to be tactically out of his depth. Towards the end, Didier Drogba ran over to the bench and seemed to question a substitution. Perhaps tellingly, Joe Cole called yesterday for the squad to show unity.

  76. Hver man eftir því þegar dómari var “wired” upp á skaga um árið. Það var ekki beint glæsilegt orðbragðið þar.

  77. Það eru bara lélegir dómarar sem þola ekki smá skap í leikmönnum. Nokkrir hér á klakanum koma upp í hugann – menn sem gefa spjöld ef menn opna munninn en flauta svo ekki þegar menn eru jarðaðir.

    Þetta er bara partur af leiknum og eina leiðin til að fá betri dómara er að borga þeim vel – og það líka þeim sem dæma í neðri deildum. Að tala um að lélega nýliðun hjá dómurum sökum kjaftbrúks er bara fyndið.

  78. Mér finnst skrýtið að sumir spjallverjar skuli vera að verja sinn mann á þeim forsendum að hann hafi sagt What For? Þó að það virðist saklaust þá verða menn að átta sig á því að það skiptir máli í hvaða tón maður segir þetta og ég efast um að Mascherano hafi verið að segja ”Afsakaðu mig hr. Bennet en afhverju gafstu Torres félaga mínum spjald”. Hann hefur að öllum líkindum sagt þetta í ásakandi leiðindartón fyrir utan það að hann reifst í dómaranum í nánast hvert einasta skipti sem hann flautaði. Ef ég væri dómari þá myndi ég ekki láta bjóða mér uppá það að einhver einn leikmaður væri að gagrýna nánast hverja einustu ákvörðunartöku og ausandi svívirðingum yfir mig þess á milli. Svona hegðun er ekki boðleg og finnst mér einkar furðulegt að menn séu að væla yfir þessum dómi.

  79. Menn eru að “væla” yfir ósamræminu í dómum. Já, það var alveg réttlætanlegt að gefa Masche rautt spjald samkvæmt bókinni, en það er fáránlegt að gera það meðan að Ashley Cole slapp með sitt æðiskast.

  80. Það mun alltaf vera ósamræmi, annað er óskhyggja. Menn munu væla endalaust yfir dómurum.

  81. Djöfull er ég orðinn leiður á Paul Tomkins og öllum þessum afsökunum sem hann er alltaf að bera á borð. Sérstaklega þessari varðandi peninga. Það er bara þreytt og aumingjalegt og kemur illa út fyrir okkur Liverpool aðdáendur að vera alltaf í einhverju fórnarlambshlutverki.

    Þó að Gerrard hafi kostað ekkert og Carrick 100 milljónir, hvorn vilduð þið frekar hafa?

    Þó að Tevez kosti 30 milljónir (metið af PT) og Torres 21, hvorn vilduð þið frekar hafa?

    Þó að Carragher hafi ekki kostað neitt og Rio 18 milljónir hvorn vilduð þið frekar hafa?

    Þó að Van Der Sar kostaði billjón og Reina hefði fengist frítt, hvorn vilduð þið frekar hafa?

    Vilduð þið frekar hafa Hargreaves heldur en Mascherano?

    Lið skipað Gerrard, Torres, Carragher, Reina, Alonso, Mascherano og Kuyt á ekki að vera með einhverja minnimáttarkennd gegn einum eða neinu.

    Ógeðslega er ég orðinn leiður á þessum eilífu afsökunum hjá PT.

  82. 85 Einar Örn þetta er nefnilega málið það á jafnt yfir alla að ganga… það er í daglegu tali kallað jafnræði og líðræði og þannig á þetta bara að vera… annað er bull…

Liverpool v Manchester: liðin og vangaveltur

Aðeins um dómgæslu í Englandi almennt.