Sala bestu leikmanna

Liverpool nær ekki að taka nægjanlega stór skref framávið með því að selja alltaf sína bestu leikmenn, það er ljóst. Undanfarið höfum við of oft séð Liverpool komast mjög hratt í þá stöðu að “vonlaust” er að halda bestu mönnum liðsins og hindra þá í að fara til annarra stórliða. Þetta er óþolandi í hvert einasta skipti en hefur mismikil áhrif auðvitað.

Hér er mjög lauslegt yfirlit yfir þau tilvik er ensku liðin hafa “neyðst” til að selja sína bestu leikmenn undanfarin áratug gegn sínum vilja. Það er nánast engin rannsóknarvinna á bakvið þetta og viðbúið að hérna vanti einhver augljós nöfn.

Fyrir utan Gerrard hefur Liverpool nánast alltaf selt stærstu stjörnu liðsins undanfarin 10 ár og alltaf þegar þeir eru við það að taka næsta skref (nema Torres). Arsenal var á sama báti og hefur á sama tíma dregist mjög aftur úr þeim liðum sem þeir ættu að vera keppa við. Þeir hafa engu að síður haldið sínum bestu mönnum undanfarin fimm ár (þar til nú?). Spurs hefur haldið sínum bestu mönnum nánast óhindrað einnig síðan Bale var seldur, mögulega á Kyle Walker heima á þessum lista, þeir þeir voru sannarlega tilbúnir að selja hann í sumar á því verði sem hann fór. Allir þeir leikmenn sem Chelsea hefur selt voru leikmenn sem þeir voru tilbúnir að selja og gerðu á sínum forsendum. Enginn þeirra fellur undir þennan sama flokk og sölur á t.d. Coutinho, Ronaldo, Bale o.s.frv.

Þetta er samt alls ekkert annaðhvort svart eða hvítt, Liverpool eins og þessi listi sýnir hefur selt frá sér mikilvægari leikmenn en Coutinho og oft undir mun verri kringumstæðum. Sala og Alonso og Mascherano var með þeim hætti að liðið hefur nánast ekki ennþá jafnað sig á þeim. Algjörlega hræðilegar sölur og það sem kom í staðin ekki nálægt því í sama klassa. Salan á Torres var hinsvegar ágæt, sérstaklega þar sem við fengum miklu betri leikmann daginn áður í Suarez.

Salan á Suarez var mjög vond og kom á mjög vondum tíma fyrir Liverpool. Salan var samt tiltölulega á forsendum Liverpool og við fengum toppverð fyrir hann á þeim tíma. Vandamálið er að það er ekki fyrr en núna sem hans skarð hefur verið fyllt í sókninni.

Raheem Sterling er síðasta stjarnan sem Liverpool “gat ekki annað” en selt og þeir gerðu það vel. Hann var ekki nálægt því jafn góður hjá Liverpool og hann hefur verið í vetur og Mané hefur fyllt hans skarð vel.

Mín tilfinning er að það verði ekki nálægt því jafn erfitt að fylla skarð Coutinho og það var t.d. í tilvikum Alonso, Mascherano og Suarez. Jafnvel er hægt að fá inn leikmenn sem henta leikstíl Klopp betur og bæta liðið. Naby Keita einn og sér fer líklega langt með það. Lemar, Pulisic, Draxler, Fekir, Goretzka eða einhver af þessum ættbálki að auki gæti alveg bætt Liverpool. Hver veit? Sama á við um Emre Can, sem ég reyndar skil ekki afhverju vill fara frá Liverpool.

Aðal munurinn nú og þegar Suarez, Alonso og Mascherano fóru er sá að Liverpool er í miklu betri stöðu til að fylla þeirra skörð. Coutinho verður einn dýrasti leikmaður sögunnar og Liverpool er að spila á allt öðrum markaði núna en liðið var. Kaup á Salah, Keita og Van Dijk eru til vitnis um það.

Mjóg góðir leikmenn vilja spila undir stjórn Klopp og hann hefur gert nánast alla leikmenn sem hann fær betri. Innkaupastefnan undir stjórn Edwards og Klopp er miklu markvissari og trúverðugri en hún var undir stjórn t.d. Rodgers og Ayre. Þetta skiptir öllu máli og gerir mann miklu rólegri yfir því að missa Coutinho.

Þetta réttlætir samt aldrei sölu á honum núna í janúar, sala á honum núna á aldrei að koma til greina. Ef það var vond tímasetning að selja hann í lok sumars er afleitt að gera það núna. Ef að Leipzig getur staðið í lappirnar gegn Liverpool getur Liverpool það svo sannarlega líka gegn Barcelona. Liverpool er með alla ásana á hendi.

Að því sögðu er óbragðið yfir vinnubrgöðum Coutinho alls ekkert farið frá því í sumar og hann á sannarlega ekkert inni hjá Liverpool og hvað þá stuðningsmönnum Liverpool. Fór fram á sölu kvöldið fyrir fyrsta leik tímabilsins og neitaði að spila í undankeppni Meistaradeildarinnar (áður en glugganum lokaði). Klopp vill pottþétt ekki hafa svona leikmenn í hóp lengi, hann hefur margoft sagt að hann vill aðeins leikmenn sem vilja spila fyrir hann og hans lið.

Klopp sýndi það hjá Dortmund að sala á bestu mönnum liðsins veikti þá ekki endilega og þeir fengu jafnan ennþá sterkari menn í staðin, þar var hann að vinna með fjárhag sem er bara sýnishorn af því sem Liverpool hefur núna. Sala á Coutinho til Barca væri líka í lagi að því leiti að hann færi a.m.k. úr landi en ekki beint í að styrkja lið sem Liverpool er í beinni samkeppi við. Dortmund réði t.a.m. ekki við Bayern eftir að þeir fóru að selja sína bestu menn til þeirra.

Þetta er ógeðslega pirrandi og leiðinlegur partur af nútíma fótbolta, inniheldur Liverpool allt of oft en ég hef satt að segja oft haft meiri áhyggjur af sölu okkar bestu leikmanna.

36 Comments

  1. Ég held að núna megi segja að Coutinho, Firmino og Salah séu 3 mikilvægustu leikmenn liðsins þegar kemur að markaskorun og sköpun færa, og séu nokkuð jafnmikilvægir, hver á sinn hátt. Ég myndi setja Mané þarna rétt á eftir (í augnablikinu). Ég á svo fastlega von á því að sjá menn eins og Lallana og Chamberlain nálgast þennan hóp og verða jafnvel ekki langt undan, þ.e. eftir því sem Lallana kemst betur í leikæfingu, og eftir því sem Chamberlain aðlagast liðinu og leikstílnum betur.

    Maður sér að liðið má illa við að missa alla 4 af Fab 4 úr byrjunarliðinu, að missa 3 (eins og á móti Burnley) er kannski í lagi í tilteknum leikjum, en það að missa 1 er engin katastrófa. Þess vegna held ég að maður muni alveg sætta sig við það þegar Coutinho fer, og já ég held að þetta sé bara spurning um hvenær úr þessu. Verður vonandi ekki fyrr en í sumar, ég bara trúi ekki að hann sé tilbúinn að gefa frá sér leiki í CL fyrir það að fara örlítið fyrr til Spánar. Og ef þetta þýðir að Klopp getur sérvalið eftirmann/menn, þá vona ég að áhrifin verði lítil. En það er alveg ljóst að við munum sakna tilþrifanna hjá honum, eins og markið á móti Swansea, eða aukaspyrnurnar hans.

    Verst þykir mér ef þessir ömurlegu tilburðir hjá Barcelona munu bera árangur, eina ferðina enn, best væri ef hann færi eitthvað annað.

  2. Manni virtist eins og helsta vopn Liverpool í baráttunni við Coutinho síðasta sumar, sem var kominn í verkfall, vera að tilboð Barcelona kom of seint. Það var lítið eftir af glugganum og ekki hægt að finna mann í staðinn.

    Þau rök duga skammt núna og svo virðist sem að einhver mega sápuópera er að fara byrja aftur. Ég er sammála Daníel hér að ofan, að liðið er orðið það gott að himin og jörð ferst ekkert ef Coutinho er ekki með.

    Þannig að ég myndi rétta Barcelona og Coutinho löngutöng og segja þeim að bíða fram á sumarið.

    En ef ég ætti að leggja pening undir, þá held ég að hann sé að fara núna.

  3. Já ef að það kemur blint tilboð í janúar þá er yfirleitt ekki sjéns á sölu, en þetta veltur allt á hvernig samningaviðræðurnar við Coutinho hafa verið. Ef hann telur að liðið hafi haft núna nokkra mánuði til að redda eftirmanni þá er ekki víst að það verði tjónkað við honum í óhamingjunni núna.

    Það eru fréttir að Liverpool eru ekki jafn grjótharðir núna að segja nei, sem boðar ekki gott, en Liverpool er náttúrulega ennþá með alla ásana upp í erminni. Þeir hafa vald að segja nei og Coutinho getur ekki farið í verkfall útaf HM væntanlega.

  4. Nr. 6

    Magnús þetta er frétt sem Mourinho sjúklingurinn Duncan Castles skrifar…COME ON MAÐUR!

    Álíka líklegt að hann sé með innherja upplýsingar um þessi viðskipti og FSG ákveði að leita til okkar á kop.is með viðskipti Liverpool í janúarglugganum (sem þeir ættu vissulega að gera).

  5. Sæl og blessuð.

    Held það væri þjóðráð að selja Coutinho á glæpsamlega háu verði til katalónanna. Hann hefur oft verið game-changer en eins og fram kemur hér að ofan er hann fjarri því eini í þeim hópi. Þá hefur hann oft horfið af sjónarsviðinu m.m. Myndi ekki sakna hans ef við fengjum yngri og graðari og klopp-aðari gladíator í staðinn.

    Viðskiptin með Alonso, Mascherano voru okkur mjög í óhag og voru upphafið að miklum hiksta í gangkerfinu. Salan á nafna var náttúrulega grískur harmleikur og þá kom svo berlega fram hversu takmarkaður stjóri og hugsuður BR var.

    Svo niðurstaðan er skýr: seljum’ann og nýtum aurana til góðs. Það gæti þá orðið upphafið að endalokum hikstans!

  6. Ef Klopp fær allan peninginn til að kaupa menn i staðinn þá má kútur fara…auðvitað væri best að halda honum og bæta við 2 sterkum leikmönnum….treysti Klopp til að leysa þetta fagmannlega

  7. Það sem pirrar mig einmitt mest er hversu illa Liverpool hefur farið að ráði sínu í þessum sölum sem þú nefndir. Er líka farinn að óttast að við missum Salah með honum í sumar. Hvort ætli heilli meira að spila í sólinni á Spáni og vinna bikara á hverju ári? Eða spila fyrir klúbb sem hefur ekki unnið stóran bikar í rúm tíú ár? Þessir atvinnumenn eru bara mannlegir eftir allt saman. Þó þessi framkoma hjá Coutinho sé skítleg.

  8. Flott samantekt Einar Matthías. Virkilega pirrandi að það sé alltaf sjálfgefið að Liverpool geti ekki haldið mönnum þegar þeir eru komnir á ákveðinn level.

    Ég veit að það er ekki vinsælt á þessari síðu að segja styggðaryrði um Rafa Benitez, en ég man ekki betur en að sá taktíski snillingur hafi hreinlega viljað selja Alonso á sínum tíma. Af því að hann langaði svo mikið í Gareth Barry. Ef það er rétt munað hjá mér þá á Alonso nú kannski ekki endilega heima á þessum lista.

  9. Seljan núna og afhending í sumar er það eina sem mundi gera alla sátta.

  10. Þetta er eiginlega nákvæmlega sama og það sem ég er að hugsa um þetta.

    “ég hef satt að segja oft haft meiri áhyggjur af sölu okkar bestu leikmanna.”

    Hef þannig trú á því sem klopp/liverpool er að gera í dag. Það er allt útpælt og klappað og klárt með framhaldið ef einhver fer. Það er verið að byggja upp gott lið með eða ánn einhvers eins einstaklings eins og áður.

  11. Sorry Einar, ég bara skil ekki alveg þessar forsendur sem þú ert að setja þetta upp útfrá. Er þetta mat hvað stuðningsmenn vildu og ekki vildu? Hvaða stuðningsmenn þá? Hver er munurinn á sölum hjá Chelsea og öðrum? Fer þetta eftir fúlleika leikmanns, hversu mikið hann þrýsti á að fara? Fer það eftir hversu mikið er eftir af samningi og þess vegna þrýstingi sem hægt er að setja á félagið?

    Benítez reyndi að selja Alonso á sínum tíma fyrir talsvert lægri upphæð en hann fór svo fyrir ári seinna. Auðvitað vildu stuðningsmenn ekki selja hann, en félagið vildi það. Félagið vildi selja Mascherano og hann vildi ekki spila undir Roy Hodgson, sett var upp leikrit til að hækka verðmiðann á honum.

    Í rauninni má segja það um allar þessar sölur hér að ofan að þær hafi verið framkvæmdar á þann hátt að félögin vildu selja, þau vildu selja á sínum forsendum og á sínum verðum. Við getum svo alveg haft okkar skoðun á því hvort það hafi verið skynsamlegt eða ekki. Félögin selja út af því að stutt er eftir af samningi, þau selja vegna þess að þau vilja losa launapakka, þau selja vegna þess að viðkomandi hefur ekki staðið undir væntingum, þau selja vegna þess að leikmaður vill ekki lengur spila fyrir liðið, þau selja vegna þess að þau fá það verð fyrir leikmanninn sem þau telja ásættanlegt.

  12. Samantekt hérna. Yrði óskandi að þetta færi eins og með Owen 2004. Ynnum CL strax árið eftir. Djöfulsins burn yrði það. http://www.goal.com/en-gb/lists/torres-suarez-now-coutinho-the-stars-liverpool-have-lost-to/adzqvl6601co15azjw7airciz#1caw06003myq11euukwljguii2

    Náttúrulega viðbjóður hvernig Barcelona hefur komið fram við Liverpool. Sem og hvernig Coutinho er að koma fram við okkur núna, liðið sem tók við honum sem rejecti frá Inter og gerði að stórstjörnu. Barcelona gerðu það að yfirlögðu ráði að láta Suarez senda Kútinum okkar gjöf merkta Barcelona. Ætlunin að minna á hvaðan Suarez kom og stimpla inn í okkar undirmeðvitund þá hugmynd að Liverpool sé feeder klúbbur fyrir ímyndaða stórveldið á Spáni.

    Ég bara segi eins og Smári McCarthy um Donald Trump og hans fyrirsjáanlegu bully tactics… “Farið og fokking fokkið ykkur.”
    Þetta ætti að vera svar Liverpool þegar Barcelona kemur næstu daga með eitthvað aumingjalegt 125m punda tilboð. Reynandi að fá hann on the cheap. Eftir NIKE fíaskóið ætti Liverpool ekki einu sinni að íhuga tilboð frá þeim undir 200m punda. Bara það að opna hurðina fyrir Barcelona ætti að kosta þá 50m punda extra.

    Coutinho er enn með næstum 5 ára samning við Liverpool. Ég nenni ekki einhverju “Enginn leikmaður er stærri en klúbburinn. Ef hann vill fara þá er ekkert hægt að gera í því”.
    Við erum með alla ása á hendi og VERÐUM að spila algjört hardball í þessu máli. Virðing Liverpool næstu áratugi er í húfi. Ef Coutinho ætlar að reyna væla sig frá Liverpool þá bara hendum við honum í unglingaliðið. Í 4 ár. Sérstaklega sterkt þegar svo stutt er í HM. Verður ekki nálægt brasilíska landsliðshópnum ef hann hefur ekki spilað í 5 mánuði. Hann myndi koma skríðandi á hnjánum inná skrifstofuna hjá Klopp innan mánaðar grátbiðjandi um að fá að spila aftur.

    Það meikar ekkert sens að selja Coutinho núna og fá einhvern óreyndan eins og Lemar í staðinn. CL framundan og risakaupin á Van Dijk sýna að við ætlum all-in þar. Miðað við komment Klopp (bæði hann og Coutinho sagt í vetur að þeir viti ekki hvað muni gerast í janúarglugganum) þá er samt möguleiki að Coutinho hafi verið lofað einhverju í sumar þegar hæsta tilboð Barca kom of seint.

    En mikið djöfull vona ég að Liverpool standi almennilega í lappirnar í þetta sinn. Barcelona skal sko fokking fá að blæða ef þeir virkilega vilja Coutinho frá okkur.

  13. Það er algjörlega galið að selja Coutinho nú í jan, sama hvað menn segja, þú skiptir ekkert út leikmanni í hans gæðaflokki án þess að finna fyrir því.

    Liverpool á að standa í fæturnar og hafna öllum tilboðum nú í jan og ekkert hik frá því.
    Síðan má skoða hans mál að tímabili loknu.

  14. Að Coutinho fari til Barcelona núna í janúar meikar ekkert sens, hvorki frá sjónarhorni okkar né Barcelona.

    Hvað Liverpool varðar er það augljóst; liðið myndi veikjast, því ólíklegt er að við fengjum jafn góðan leikmann núna í janúar. Myndi gera okkur erfiðara fyrir að ná árangri í CL og FA cup og að ná topp fjórum í deildinni.

    Svo hvað varðar Barcelona þá eru þeir svo gott sem búnir að vinna deildina á Spáni ásamt því að Coutinho mætti ekki spila fyrir þá í CL.

    Þannig að transfer núna í janúar er algjörlega glórulaust fyrir alla viðkomandi.

  15. https://www.mbl.is/sport/enski/2018/01/03/hann_er_i_odru_lidi/

    Okei. Hérna kemur loksins einhver smá riddaramennska af hálfu Barcelona.

    Ég er á því að Barcelona hafi verið gert það ljóst að ef Leikmenn liðsins hætta ekki að tjá sig í fjölmiðlum verði þeim hótað lögsókn og þeir geta gleymt því að það verði nokkurntímann viðskipti á milli félagana í komandi framtíð. Allavega 360 gráður vinkill í framkomu frá því sem áður var.

    FSG er hart í horn að taka. Persónulega kann ég vel við það. Þeir fá sín target að lokum.

    Þeir neita Can um einhver ofurlaun, því þeir vita af betri möguleikum þarna úti

    Persónulega væri ég ekkert á móti því að Coutnho fari í næsta sumarglugga en eingöngu á einhverri ofurfúlgu. Ég hef trú á því að það eru gæði þarna úti sem geta fyllt upp í hans en að er sko ekki hver sem er. Coutinho er einn teknískasti leikmaður í heiminum.

  16. Við þurfum ekki að selja!!!! Það er HM í sumar og coutinho þarf að spila fótboltaleiki reglulega ef hann ætlar að vera þar. Ég hef alltaf haldið því fram að það eigi að selja menn ef þeir vilja fara því fúll liðsmaður er lítils virði í hóp, hins vegar er þessi krakki með svo til nýjan samning sem hann fékk sérstaklega greitt fyrir að kvitta undir og ég er bara kominn með upp í kok af svona bulli

  17. Það er ógeðslegt hvernig barca kemur fram í þessu máli og ætti fyrir löngu að vera búið að kæra þá til FIFA ! Það sem þjálfari þeirra segir svo núna er alltof lítið og alltof seint. Ég hélt með þessum klúbb á Spáni, en ekki lengur eftir að þeir tóku Suarez og taka svo Kút. Liverpool á að halda út í janúar og selja svo á uppsprengdu verði í sumar.
    Hvað Can varðar þá er hann bara að fá betri samning og fúlgur fjár í sína vasa þegar hann fer frítt til Juve.

  18. Ég í alvöru er ekki að fatta þá hérna sem eru að hvetja til að selja hann, málið er að liðið er algörlega byggt í kringum hann og að losa sig við hann er einsog að búa til kalkun en leggja bara fyllinguna á borðið. á meðan enginn kemur sem getur leyst hann af á ekki einusinni að hlusta á Barca, og það er enginn að koma í janúar sem getur það… og ég fatta kaldhænina að hann kom sjálfur í janúar glugganum.

  19. Er að horfa á Arsenal-Chelsea þar sem markverðnir hafa verið í aðalhlutverki. Hvar værum við staddir með Cech, De Gea, Courtois, Loris eða Ederson í búrinu? Mun, mun ofar.

  20. Hvernig væri að fá David Luiz í staðinn fyrir E.Can og nota hann sem varnarmiðjumann. Finnst hann ekkert sérstakur í vörn en hann er samt ógeðslega góður og hugsanlega á förum frá Chelsea.

  21. Ég spyr!

    Er kútur einhverstaðar búin að gefa það út að hann ætli ekki að spila meir fyrir klúbbinn?

    Ef svo er ekki getur þá ekki verið að við séum að reyna einhverja samningaleið bak við tjöldin um ásættanlega niðurstöðu?

    Framkoma barca er ömurleg og það kæmi mér ekkert á óvart að við færum með þetta lengra.
    Nú ef kútur hefur sagt að hann vilji ekki spila meir fyrir okkur þá verður hann bara að æfa með varaliðinu þangað til að hann kunni mannasiði.
    Ég á svo von á því að þeir lærist fljótt ef þannig fer.

    YNWA

  22. Myndi nú ekki setja can sem einn besta leikmann liðsins. Hann ætti fyrir löngu að vera kominn í frystikistuna

  23. Það er bara eitt víst á þessum leikmannamarkaði og það er að það er ekkert víst 🙂

    Ef ég legg spilin á borðið þá blasir þetta við. Kúturinn er farinn í sólina, fær stóra fína klefann sinn og mun spila með Messi í þessum röndótta búning sem er the ultimate goal hjá svo mörgum suðurameríku strákum.

    Sorry! Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, það gerist.

  24. Staðreindirnar eru eftirfarandi:

    Kúturinn vill fara
    Hann er target #1 hjá Barcelona
    HM verður í sumar, og enginn vill detta úr leikformi
    Liverpool vill ekki halda í óánægða leikmenn til lengdar
    Liverpool hefur sjaldan ef aldrei búið við viðlíka breidd í leikmannahópi
    Niðurstaða:
    Samningstaða LFC er mjög sterk.
    Coutinho verður seldur við rétt tækifæri fyrir “rétt verð”
    Hið “rétta verð” miðast af áhættuþáttum sem salan kostar LFC og því er verðmiðinn mjög hár í Janúar.

  25. AFTENBLADET – NORGE

    – Jeg har ingenting å si om Coutinho, han er ikke en av våre spillere. Han spiller for et annet lag, og vi respekterer det, sier Barcelona-trener Valverde og fortsetter:

    – Han er en god spiller og vi vet ikke hva som skjer i framtiden. Men jeg foretrekker de spillerne jeg allerede har i laget.

  26. Ég vil að Liverpool láni Coutihno til Real Madrid. (Ekki gáfulegt, en ég er í þannig skapi).

  27. Best væri að selja hann til Vals, þeir eru lands meistarar, á svona 150 milljonir….. krónur. Það þarf að gerast fjótt svo valur geti selt hann áfram á fundrað földu þvi verði.

    Auðvitað a ekki að selja eftir hálft timabil manninn sem liðið er byggt út ftá, það væri einsog að rétta arsenal meistaradeildar sætið og hneija sig.

  28. Við náðum nú í Keane af Tottenham um árið. Fór reyndar1 ekki vel. Annars hafa þeir engan til að missa núna nema Kane. Ég yrði ekki hissa þó að De Gea eða Courtois verði plokkaðir til Spánar. Annars er líklega feitasti bitinn fyrir spænsku risana líklega hjá okkur. Það er auðvitað áberandi hversu margir á þessum lista hafa horfið þangað. Réttast væri að vinna að því að auka jafnræði liða á Spáni svo plokkið hætti.

  29. Mér finnst ekki koma til greina að Coutinho fari núna í janúar – útilokað að fylla skarð hans með þessum fyrirvara og verðmiði hugsanlegra skotmarka mun taka þuð af söluverðinu. Akkúrat engin ástæða til að gefa tommu eftir, hann er samningsbundin okkur næstu 4 árin og ef stráksi er með stæla á að beita fullri hörku og setja hann í varaliðið – eða uppvaskið. Eina sem kemur til greina er að selja hann með afhendingu í sumar og þá á mjög háu verði.

  30. Mér finnst ekki koma til greina að Coutinho fari núna í janúar – útilokað að fylla skarð hans með þessum fyrirvara og verðmiði hugsanlegra skotmarka mun taka mið af söluverðinu. Akkúrat engin ástæða til að gefa tommu eftir, hann er samningsbundin okkur næstu 4 árin og ef stráksi er með stæla á að beita fullri hörku og setja hann í varaliðið – eða uppvaskið. Eina sem kemur til greina er að selja hann með afhendingu í sumar og þá á mjög háu verði.

Burnley 1 Liverpool 2

Podcast – Frábær áramót