Þá er Coutinho farinn og ekkert fab four lengur, aðeins skytturnar þrjár en lífið heldur áfram og á sunnudaginn mæta verðandi deildarmeistarar Manchester City á Anfield. City liðið er taplaust í deildinni á árinu og hafa aðeins tapað einum leik yfir höfuð, gegn Shakhtar í meistaradeildinni þegar þeir voru þegar búið að vinna sinn riðil.
Andstæðingarnir
Margir vilja meina að þetta City lið Guardiola sé besta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og eiga þeir margt til síns máls. Liðið situr í efsta sæti með 62 stig eftir 22 leiki en það gerir að meðaltali 2,8 stig í leik. Ef þeir halda sama tempói út tímabilið enda þeir í 107 stigum en met stigafjöldi í deildinni er 95 stig, met sem Mourinho setti með Chelsea 2005. Þeir hafa skorað 64 mörk tæplega 3 mörk í leik, næsta markahæsta lið deildarinnar er Liverpool með 50 mörk.
Liðið hefur þó sýnt að þeir eru ekki ósigrandi þeir hafa unnið nokkra góða karakter sigra með sigurmörkum undir lok leikja og voru heppnir gegn Crystal Palace um jólin þegar Palace menn klúðruðu víti á 92. mínútu í markalausu jafntefli.
David Silva gæti misst af leiknum en kona hans fæddi fyrirbura um miðjan desember mánuð sem berst nú fyrir lífi sínu og hefur Silva verið inn og út úr liðinu síðan en Guardiola hefur gefið það út að Silva hefur fullt vald yfir því hvaða leikjum hann vilji vera með í og hverjum hann vilji sleppa. Vonum að barninu heilsist vel og gott að sjá liðið standa við bakið á sínum manni.
Af öðrum leikmönnum City að þá er sóknarmaðurinn Gabríel Jesus enn frá vegna meiðsla ásamt hinum símeidda Vincent Kompany og skemmtilegasta twittara deildarinnar Benjamin Mendy. Ég gæti því trúað að þeir stilli upp sínu liði eitthvað á þessa vegu.
Ederson
Walker- Stones – Otamendi – Delph
B.Silva – Fernandinho – De Bruyne
Sané – Aguero – Sterling
Undanfarnir leikir
Okkur hefur undanfarið gengið vel gegn City, sérstaklega á heimavelli en Liverpool hefur ekki tapað á Anfield gegn City síðan árið 2003 þegar Anelka skoraði bæði mörk City-manna í 2-1 sigri eftir að Milan Baros hafði komið Liverpool yfir. Síðasti leikur liðanna fór hinsvegar á versta veg, fyrsta hálftíman var jafnræði með liðunum þar til að Mané var rekinn útaf og féll þá allur botn undan okkar mönnum og City kláraði leikinn með 5-0 sigri. Liðin fara þó bæði inn í þennan leik full sjálfstrausts eftir jólatörnina þar sem bæði lið sóttu þrettán stig af fimmtán mögulegum.
Liverpool
Stóru fréttirnar koma nánast daglega nú eftir að janúarglugginn opnaði fyrst bætum við við okkur dýrasta varnarmanni sögunnar sem skorar sigurmark í sínum fyrsta leik gegn erkifjendunum fyrir framan kop stúkuna en augnabliki seinna er Coutinho farinn á brott. Brotthvarf hans dró mig þó ekki eins mikið niður og ég bjóst við, kannski er það vegna komu Van Dijk eða jafnvel frammistöðum Mo Salah en ég er bara frekar bjartsýnn á framhaldið.
Liverpool stendur eins og er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Tottenham í fjórða sætinu og einnig þremur stigum frá Manchester United í öðru sætinu. Það er ljóst að meistaradeildar baráttan verður hörð í ár og það væri mjög verðmætt að vera fyrsta liðið til að leggja City í vetur, ekki bara stigana vegna heldur einnig uppá móral liðsins næstu vikurnar og sýna heiminum hversu gott lið við erum með þrátt fyrir að Coutinho sé farinn.
Við erum búnir að vinna þrjá góða karakter sigra í síðustu þremur leikjum, fyrst þar sem við lenntum undir snemma leiks og svo tvo þar sem við fengum á okkur jöfnunarmark seint í leiknum. Ég hef talað mikið um öll þessi jafntefli sem liðið hefur gert í ár og verið mjög pirraður yfir þeim og fyrr á tímabilinu hefðu allir þessir þrír leikir endað með jafntefli en liðið er greinilega að bæta sig á þessu sviði og ég er ekki frá því að þetta hafi verið með ánægumestu Liverpool leikjum sem ég hef horft á í vetur. Auðvitað er skemmtun að sjá liðið vinna 7-0 sigra í meistaradeildinni en þetta var eitthvað sem ég hélt að liðið hefði ekki í sér og hvað þá þrisvar í röð!
Meiðslalistinn er svipaður og undanfarnar vikur en þar eru Clyne, Henderson og Moreno en Mo Salah mun að öllum líkindum byrja leikinn þrátt fyrir litilháttar meiðli sem hann varð fyrir í Leichester leiknum og urðu til þess að hann missti af síðustu tveimur leikjum. Ég býst því við að liðið verði eitthvað í þessa áttina.
Mignolet
Gomez – Van Dijk – Matip – Robertson
Wijnaldum – Can – Chamberlain
Salah – Firmino – Mané
Einnig gæti verið að við sjáum Lovren á kostnað Matip en ég hugsa að Klopp haldi sig við parið úr Everton leiknum og svo gæti Milner komið inn á miðsvæðið í stað annað hvort Chamberlain eða Wijnaldum.
Það er alveg ljóst að þetta verður hrikalega erfiður leikur en það er kominn tími á að einhver stoppi þetta City lið og ég held að við séum með lið sem hefur fulla getu til að gera það. Ég spái því að við vinnum þennan leik 2-1 þar sem Salah og Chamberlain skora fyrir Liverpool en Sterling setur eitt fyrir City.
Þetta lag fann ég á netinu Haha https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=1695659483827891&id=984867691573744
Leikur sem þrykkir góðum gæðastimpli á liðið með sigri en þetta fer að koma la la tilfinningu með tapi.
Óþarfi að rífa hár sitt og skegg eftir tap.
Sannfærður um að leikurinn verði frábær og litlir hlutir frá lukkudísinni muni ráða úrslitum.
Sagt er að hver sé sinnar gæfu smiður og City hafa verið þeim megin. Við þurfum að nýta Anfield galdrana okkur í hag.
Sammála liðsgiski nema ég held að Lallana byrji á kostnað Ox.
2-1 þriller fyrir okkur.
YNWA
Ég vill lallana í byrjunarliðið því hann spilar alltaf vel á móti city og ég helld að það verði raunin og að ox verði þá á bekk annas sammála byrjunarliðinu.
Virðist vera komið 🙂
http://www.mirror.co.uk/sport/football/
Þessi leikur verður erfiður án okkar tveggja lykilmanna, en
ÉG TRÚI Á KLOPP.
Klopp kom í hvítri skikkju, eins og hann Jesús minn, á blaðamannafund fyrir þennan leik og sagði: “We don’t have to replace Coutinho”
JESÚS Kristur sagði í fjallræðunni: „Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein (Barcelona). Nei, slái einhver þig á hægri kinn (Suarez) þá bjóð honum einnig hina (Coutinho).“ — Matteus 5:39.
Þetta verður eitthvað , ég spái sigri okkar manna 2-0 ! Hvað er annars að frétta af Clyne , hvenær er hann líklegur til baka ?
Sælir félagar
Takk Hannes Daði fyrir góða upphitun og góðar pælingar. Fyrir mína parta þá leggst þessi leikur vel í mig. Ég held að stemmingin í liðinu sé að sýna að Coutinho sé ekki það sem ríður baggamuninn í leik liðsins. Liðsheildin, baráttan og heimavöllurinn gefa okkur meira en sem nemur einum kút og við siglum heim sigri. Mín spá er 4 – 1 og hefndin verður sæt.
Það er nú þannig
YNWA
Ég spái 2-1 sigri þar sem Cout…. ég meina Lallana á eftir að fara á kostum 🙂
Hef fulla trú á okkar strákum í þessum leik sem og öðrum. Maður bíður alltaf spenntur eftir leikjum liðsins því að maður veit að það verður blússandi sóknarbolti og með tilkomu alvöru miðvörðs þá kannski verður maður ekki alveg eins stressaður og þegar gestirnir fara yfir miðju.
YNWA
Það er áhugaverður leikur í dag kl 17 milli Leipzig og Schalke ef menn vilja skoða Keita á móti Goretzke.
Annars vinnum við þennan leik á morgun 3-0
Vegna meiðsla er ljóst að Coutinho hefði aldrei spilað þennan leik, þó hann hefði verið áfram hjá Liverpool og hefði staðið hugur til þess að spila fyrir liðið. Þannig að við missum ekkert í þessum leik út af Coutinho sölunni.
Jafntefli hjá Chelsea…núna þarf Manutd bara að tapa illa og við að vinna á morgun þá erum við komnir í 2. sætið, magnað hvað það er í raun stutt á milli þannig… 🙂
Líklegra þó að við náum max jafntefli og helv. Móri valti yfir Stoke… 🙁
En allt í lagi að að vona 🙂 🙂 🙂
Naby Keita í byrjunarliði Leipzig hmmm
Og Keita var að smella inn marki!
Wijnaldum er alltaf að fara að spila þennan leik. Í svona leikjum er hann kostur nr 1 á miðjuna. Annars má benda greinarhöfundi á að City hafa einmitt sýnt að þeir eru ósigrandi – hafa jú ekki tapað á enskri grundu í vetur. Að því sögðu þá spái ég 3-1 sigri okkar manna.
YNWA
Held að Harry Kane í Tottenham myndi smellpassa í liðið. Enskur landsliðsmaður og hreinræktaður markaskorari. Myndum þá færa Firmino í holuna.
Er að horfa á Tottenham – Everton.
Þeir síðarnefndu eru ekki lengur þriðja besta liðið í Liverpool. Bæði Tranmere Rovers og Southport eru ofar miðað við þessa spilamennsku.
Liverpool – Liverpool reserves – Tranmere – Southport – (kannski) Everton.
Að við skulum bara hafa unnið með einu…
#16 Ertu ekki að gleyma Liverpool Ladies, Liverpool U23 og U18?
Risastórt próf á morgun, menn hafa haft nægan tíma til að læra undir það.
Þetta er sennilega eini andstæðingurinn sem ég mundi ekki fara fram á sigur gegn á Anfield, mundi sætta mig við jafntefli en við eigum ekki að tapa þessum leik.
Keita! þetta verður flott i næstu Afríku keppni þegar 3 lykilmenn hverfa frá okkur i þa keppni.
#19 Já það verður æðislegt, sérstaklega þar sem keppnin verður framvegis á sumrin 🙂
Fyrri leikurinn tapaðist á slappri dómgæslu, aldrei rautt spjald. Setti Mane okkar alveg út af laginu í næstu leiki á eftir. Það voru þreytumwrki á city í síðasta leik svo að nú er lag að vinna þá og minnka muninn á toppinn, 2-1 í þrillerVan dijk og Mane með mörkin.
Ég held að við vinnum þetta 2-1 Mané og Salah með mörkin 🙂
Sterling skorar svo að sjálfsögðu fyrir city 🙂
líf og fjör 🙂
Ég vill sjá Ox byrja, hann er með alltof hættulegar spyrnur og nuna erum við loksins komnir með mann sem er hættulegur i boxinu!
jæjaa þá er Echo að tala um að vvd spili ekki i dag þvi hann er tæpur djöfulsisss djöfull
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/virgil-van-dijk-set-miss-14153231
Jæja Van dijk eitthvað smá meiddur víst. Glæsilegt akkurat sem við þurftum á að halda. Fá trúðinm Lovren í vörnina. Ætla vona að þetta sé ekki satt!!
Ertu ekki að fkn grínast!
Van Dijk tognaður er þetta eitthvað lélegt grín ?
DIJkssss.
Spái að sá sem komi inn í miðvarðastöðuna eigi leik lífs síns. Samkeppni gerir stundum kraftaverk!!
#29 maður vonar það svo innilega.
Geri þá kröfu að þessi leikur tapist ekki á Anfield það þarf að fara stoppa þá bláu.
Gæti Sanchez komið !??
Held að LFC myndi aldrei borga honum sem hann vill talað um 300k á viku
Sanchez vill vinna dollur þannig að hann fer til city. magnað að kaupa vvd og hann er strax tognaður. Hugsa jafntefli verði úrslit dagsins.
Ekker sérstakar fréttir svona fyrri part sunnudags. Keita kemur ekki í janúar-gluganum og Virgil verður ekki með á eftir.
Lovren og Karius saman inná. Trúðar báðir tveir. Þetta lofar á góðu!!
Gomez á eitthvað ólært