Eftir rúmlega vikuhvíld er loksins komið aftur að Liverpoolleik. Leikjaálag hvað? Síðasti leikur var líka svo léttur að það telst eiginlega ekki með.
Liðið hefur verið tilkynnt og er sem hér segir:
Gomez – van Dijk – Matip – Robertson
Winjaldum – Can – Oxlade-Chamberlain
Salah – Firmino – Mané
Bekkurinn: Mignolet, Milner, Klavan, Lallana, Ings, Solanke, Alexander-Arnold.
Það er Can sem ber fyrirliðabandið í þetta skiptið. Vonum að það hafi önnur og betri áhrif en að láta Coutinho bera bandið fyrir áramót. Annars er þetta nánast óbreytt lið frá síðasta leik, mér sýnist að það sé bara van Dijk sem kemur inn í staðinn fyrir Lovren.
Nú er bara að sjá hvort að þetta lið nær að vinna á köldu mánudagskvöldi í StokeSwansea, enda ekki nema 8 gráðu hiti þar í augnablikinu og kólnar sjálfsagt með kvöldinu.
Komasooooooo!!!
Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Blitzkrieg
Hitastig á ekki að skipta máli. Það er jafnkalt/heitt fyrir bæði lið. Fyrit utan það að Salah er svo heitur að hann sjálfur á eflaust eftir að hækka hitastigið um ca 10 c á vellinum í kvöld.
Nú þurfum við bara að skora snemma í þessum leik til þess að opna þetta uppá gátt og vinna 1-6 !
Hvað táknar það að vera fyrirliði hjá Liverpool í dag?
Nr 3 vonandi er það ekki merki um að maðurinn sé til sölu
Hvað hafa verið margir fyrirliðar hjá LFC í vetur? Mignolet,Henderson,Coutinho,Lovren,Can,Milner. Hlítur að vera met enn spái 1-3 Mané þrenna
Það táknar “plís ekki fara, sjáðu þú ert fyrirliði, getur valla farið núna..”
Er Lovren meiddur? Ef ekki, er hann þá fjórði miðvörður á blað þessa dagana?
Coutinho var fyrirliði, seldur fyrir næsta leik, Mignolet var fyrirliði, settur á bekkinn for good í næsta leik, spurning hvað gerist fyrir Emre eftir leik kvöldsins.
Er einhver með góðan link á stream
#8 besta sem ég hef fundið. http://thesportek.com/p/mama.php?id=17873&match=Swansea%20City%20vs%20Liverpool
Takk
Karíus hefði átt að taka þetta ?
Gomes í ruglinu, eins og vanalega, hepnir að boltinn fór útfyrir…. karíus hleypti skotinu inn á nærstöngini…..
Aftu skorað á Karíus í nærhornið gildir ekki en menn eigaað halda þessu úti
Nú hlýtur Klopp að vera komin með svör við rútuboltanum, swansea er að spila 5-4-1, liggja mjög aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Mér finnst við ekki eiga mikil svör eins og er.
hvað er að gerast með joe gomes og þennan karius tappa
Hey, ég er með leikplan!
Spilum eins og við gerðum á móti City!
#16. Swansea er að spila allt öðruvísi en city, þeir liggja mjög aftarlega og þétt, eiginlega 5-5-0. Vonandi tekst okkur að brjóta þennan múr.
Hrot….. zzzzzzzzzzz……..hrot…..zzzz
Jæja enn einn rútubillinn. Klopp ætti að vera búinn að finna ráð við þessu. Ófáir stjórarnir farnir að nýta sér tæknina hans Móra. Vantar aðeins meiri pressu og svona gullsendingar eins og Dijkarinn var að bjóða uppá og þetta dettur. Spái 1-3
Auðvitað spila þeir ólíkan bolta en City en þeir komast samt upp með að dóla sér í einhverjum reitabolta á eigin vallarhelmingi – og þá er engin pressa frá okkar mönnum!
Er Matip Svarti Crouch? 🙂
Hvað þarf Gomez að gera mikið af mistökum og kosta okkur mörg mörk þar til að hann verður vondi kall vikunnar. Finnst hann allt of mistækur strákurinn.
Gomes er alls ekki sannfærandi í þessum leik !
Búið…… þetta breytist ekkert…..
jæjæjæjæjæjæjaaaaaaaaa
Virgill draugabani gat ekki kveðið niður reimleikann í vörninni.
uhhh?
Var ekki Virgill sem skallaði beint á þann hvítklædda?
Jesus…
Afsakið.
Nú pakka þeir í 1-10-0-0
monday night football :/
Frábært að vera kominn með Karius í markið, svooooooo sterkur í teignum!
Er eitthvað meira Liverpool en að taka City og pakka þeim saman, og lenda svo undir á móti Swansea í næsta leik?
Væri fínt að geta hent inn skapandi leikmanni á borð við Coutinho inná sem getur klárað leiki upp úr engu. Bíddu… vil seldum hann og fengum ekkert í staðinn.
Vörnin. Nýtt fólk. Sama skita.
Jæja, það var vitað að við myndum ekki halda hreinu, en guð min góður.
Afhverju er ekki hægt að keyra á svona lið er vanmat í öllum leikjum sem eru á móti litlu liðunum eða hvað er málið því liverpool eru alls ekki búnir að vera betra liðið
Tölfræði Karíusar ekki traustvekjandi, 1 og hálfur leikur. 5 skot og fimm mörk en eitt dæmt af!
Klopp vill ekki styrkja liðið sitt svo þetta er útkoman
Liverpool allt of staðir í byrjun og refsað fyrir rólegheita reitabolta! Heill hálfleikur eftir.. nú þarf að spýta í lófana og mæta til leiks.
Hrikalega erfiður völlur. Þungur
Sko… Í svona leikjum held ég að við getum bara spilað án markvarðar.
Enn betur – boðið út markmannsstöðuna hæstbjóðenda. Margir myndu greiða væna upphæð til að spila með Liverpool. Held við myndum hvort sem er ekki fá meira en 1-2 mörk á okkur og svo lengi sem við skorum +1 þá er það í lagi. Ég myndi borga slatta og að minnsta kosti fylli ég betur út í markið – svona eðlisfræðilega.
þetta var einn vonlausasti hálfleikur sem ég hef horft upp á vonandi að menn rífi sig upp úr drullunni
hvað þarf maður að vilja fara frá félaginu til þess að fá að vera fyrirliði…fáranlegt
Suddalega leiðinlegur fyrri hálfleikur hjá LFC….Can og Wijnaldum úti á plani fram að þessu.
Dæs
Er búin að horfa á Liverpool spila í meiri en 30 ár og held að ég hafi aldrei séð jafn lélegan hálfleik.
Held að Liverpool sé eina liðið i heiminum sem getur unnið efsta liðið og svo tapað fyrir því neðsta viku seinna. Geggjað.
Strákar ! það er nú bara staðreynd að við erum með nógu góðan hóp til þess að vinna þetta swansea lið. MJÖG EINFALT. Við verðum bara að girða okkur í brók í seinni hálfleik og rúlla yfir þetta lið.
Svosem ekkert óvanalegt fyrir betri lið þessarar deildar að það taki tíma að skora á móti svona afturliggjandi liðum, en að vera að fá þessi endalausu aulamörk á sig er magnað.
Svo höfum við fengið tvö frábær færi en ekki nýtt þau, lítið við því að segja.
Ef við setjum eitt fljótlega í senni þá vinnum við þennan leik.
Ljóta skitan! Hvernig væri að spila boltanum fram á við og hætta þessu andskotans gaufi?
Slakið á vælukjóar.
Veit ekki hvort ég sé búinn að fá mér of marga bjóra eða ekki, en mér finnst Matip farinn að spila sem AM hjá okkur. Enda er ekkert að gerast í sókninni hjá okkur. Vonandi kemur Klopp með hárblásarann.
Er þetta ekki týpíst Liverpool að vinna efsta liðið og tapa svo fyrir neðsta liðini
Úff þetta er alltaf sama skitan.
Eins og við seum að spila án markmann þegar karius er i markinu. Allt fer inn!! Vaknaðu Klopp. Mignolet er hátíð a meðað við þetta karius drasl
Þeir sem skilja ekki afhverju það er ekki hægt að keyra á svona lið skilja ekki alveg hvernig svona leikur virkar.
Swansea liðið er ekki gott lið en það er hægt að ná úrslitum með því að vera skipulagðir og treysta á föst leikatrið og það tekst þeim.
Ég hef ekki séð lið svona spila aftarlega síðan að Sunderland kom á Anfield og var Defoe þeira fremstimaður eins og varnartengiliðir í leiknum.
Það er ekki hægt að keyra á svona lið sem er með 11 manna varnarpakka, hvort sem okkur líkar það eða ekki þá þarf að spila sig í gegnum svona lið og dæla nokkrum fyrirgjöfum og reyna að vinna þær eða síðariboltan.
Liverpool hafa fengið færi.
Mane með lélega fyrstu snertingu þegar hann var kominn í gegn.
Salah með skot yfir úr dauðafæri
Dijk með skalla framhjá úr horni.
Ox með skot fyrir utan teig eftir að Matip náði ekki að taka hann með sér.
Mane í dauðafæri í restina en rann til.
Swansea færinn eru:
Klafs eftir horn og mark.
Þetta er það sem skilur á milli en þetta er það sem maður hafði áhyggjur af. Svona hlutir geta gerst og er þetta ekkert vanmat svona er bara þessi helvítis bolti.
Það vantar meiri sköpunarkraft og tel ég að Lallana þarf að komast inná en hann nær oft að búa eitthvað til úr þröngum stöðum og svo væri helvíti gott ef Gomez færi útaf fyrir Trent sem er mun betri sóknarlega.
45 mín eftir. Við eigum alveg séns á að ná í 3 stig en þá þurfum við að nýta færinn og menn þurfa að halda áfram að taka þessi hlaup.
Eins gott að Klopp komi með eðal ræðu í hálfleik og við mætum grimmir til leiks og klárum þetta.
Við komum til með að fá nokkur færi í seinni hálfleik. Spurningin er hvort við getum nýtt amk tvö af þeim.
Þetta er búið að vera lélegt, en það eru 45 mín eftir af þessu og ég er viss um að Klopp er ekki að hrósa þeim akkurat núna.
Þeir mæta brjálaðir í seinni hálfleik og klára dæmið 1-3
Chambo, Wijnaldum og Can búnir að leika undir getu. Kemur ekkert út úr þessu hjá þeim.
Virgill verið góður á köflum, hreinsað vel, átt heiðarlegar marktilraunir og góða sendingu á Salah sem klúðraði. Ég veit ekki hvort á að rukka hann um að skalla boltann beint inn í teiginn. Hefði þetta verið Klavan, vinur vors og blóma, eða Lovren, þá værum við vafalítið búin að finna blóraböggul marksins. Þeir voru líkl. þrír rauðklæddir að slást um þessa sendingu og galið að skalla svona beint inn í eigin teig!
Karius – enginn markvörður hefði ætt út í þetta kraðak leikmanna sem voru að krafsa þarna í boltann. Efast um að De Gea hefði varið skot sem ennur í gegnum þvöguna eins og þetta gerði.
Bæði Salah og Mane áttu að gera miklu betur í sínum færum.
Gomez, verið mjög mistækur og gerði sig enn og aftur sekan um að hleypa manni framhjá sér!
Robertson, alveg bærilegur, tók furðuvel á móti lélegum sendingum og átti eitraða sendingu sem fór framhjá gaddfreðnum fótum sóknarmanna.
Hef séð Coutinho leika í sambærilegum leikjum – nú síðast 0-0 gegn WBA og hann gerði nákvæmlega ekkert til að brjóta upp staðnað spil gegn langferðabílnum.
Þetta verður ægilegt ströggl í seinni hálfleik og hreint ekki víst að við förum sátt í svefninn!
Ég er búinn að gagnrýna Karius mikið en hann gat ekkert gert við þessu marki og þetta zonal marking er að verða fullreynt hjá okkur held ég bara.
Held að LFC haltri yfir marklínuna með 2 mörkum hérna í seinni…..
Þeir sem halda að sóknarleikur LFC muni ekki sakna Coutinho þurfa að endurskoða allar sínar hugmyndir í fótbolta.
Vá vel bjargað þegar róbertson komst í gegn, og svo frábær fyrirgjöf frá honum. Þetta er allt að koma… varla versnar það
Það er í leikjum eins og þessum sem ég sakna Coutinho
30 min eftir og ég tæki 1-1
Erum með nóg af kanónum á bekknum í Solanke og Ings. Þeir eru alltaf líklegir til að klára leiki þegar vonin er veik.
Út með Gomez inn með Lalla
Það er einsog liðið sé með ellefu bakkgíra og einn gír áfram!!!
Þetta er rosalegt að horfa uppá þetta!!
skrítin skipting :-/
Emre Can er engan veginn að standa undir því að bera fyrirliðabandið. Ekkert getað.
Bara að taka það fram að Karius var að verja skot.
Jæja hvað er að þessu liði vinnur topp liðið og er að tapa á móti neðsta ? Maður er að bilast yfir þessu 🙁
Dapurt er það.
Afhverju eru Swansea með betri markmann en við ? Afhverju er Danny Ings inná ?
En nú stingur maður bara hausnum í sandinn og kíkir hérna inn fyrst næstu helgi.
Það er bara blaut hvellskita ì gangi.
Það er örvænting, þversendingar og algjört gjaldþrot í ógeðslega hugmyndasnauðum sóknarleik
Ætli þessi æ-jú náungi hafi ekki náð 15 mínútum í hreinar tafir. Það liggur við að maður hrósi hinu, svona milli þess sem mann langar að kyrkja hann.
Þetta eiga ekki að vera einhver örlög á þessu liði að geta ekki komist í gegnum endeimis rútudrusluna. Það er t.a.m. enginn inn á sem lék gegn chelsea vorið 2014 og nýr þjálfari! En þetta er eins og replíka af þeirri hörmung!
Þetta er ekki flókið, það vantar tíu í liðið!
Það vantar nú gott meira en 10 í þetta lið.
Sá sem á leikskýrslu kvöldsins á að velja lélegasta mann leiksins en engan bestan.
Þetta er það lélegasta í vetur, frammistaða sem Brendan Rodgers getur verið stoltur af!
Robertson minn maður leiksins
Er þetta í alvörunni að koma einhverjum á óvart? Ef það væru gefnir bikarar fyrir að núlla út sigurleiki gegn stórleikjum með drullu gegn skítaliðum. Þá værum við að vinna titla á hverju ári.
Skrifað í skýin ?
helvítis aumingjar
Aumingjar ! STAÐFEST !
Hefði verið gott að hafa Coutinho ì þessum leik.
18 leikja taplaus hrina, rólegir á að drulla yfir liðið
afsakið orðbragðið en djöfulsins andskoti eg er brjalaður takk fyrir ekkert
Tap geg botn liðinu í þessari deild er bara óverjandi.
Já það er bara allt í lagi að drulla svolítið eftir svona frammistöðu.
Helvítis Gylfi og félagar.
Þið eruð að djoka i mer, mánudags skita
Skýrslu með Stórum Lum, lélegt,leiðinlegt,ljótt,lúser…. .. fuck hvað manni líður illa eftir svona leik arrrrrrggggg.
Hætti að horfa á 60. Mín, hef séð þennan leik of oft til að vita að liverpool var ekki að fara að skora.
Biddu, erum við þá betri með Lovern en Van Dyke???
Ég er ekki viss um að einhver þeirra Suárez, Sterling eða Coutinho hefðu, á svona mánudegi, getað brotist úr þeim klakaböndum sem liðið kom sér í frá fyrstu stundu. Þvílík dauðans skita. Lokasnertingar ömurlegar, spilið hægt og hikandi, markið beinta af töflufundi gloppóttustu varnar deildarinnar. Það var eitthvað í upplagi leiksins sem bauð þessum ósköpum heim.
Auðvitað voru færin allbærileg: maður á móti markmanni og jafnvel opnu marki (mané, rétt fyrir leikhlé) en allir voru einbeittir í að vera slappasta hliðin af sjálfum sér.
Þetta var gjaldþrot og svo var það auðvitað rándýr töframaðurinn, Virgill f*** Dijk sem göslaðist í gegnum eigin samherja til að senda beint á andstæðinga sem þökkuðu pent fyrir sig.
LIVERPOOL í hnotskurn.
Vinnum City og töpum fyrir Svanavatninu. Týpískt…
Ekki hægt að kenna deildarbikar eða leikjaálagi um þessa skitu.
Þeir sem eru að benda á Coutinho þurfa að átta sig á því að hann er enþá meiddur og hefði aldrei tekið þátt í þessum leik.
Djö….. líður manni illa núna ! Alger skita frá a til ö ! Verður basl að na Wenger-bikarnum ef þetta verður í boði. Hvernig geta allir verið svona slakir í 90 min ?
Svona fer þegar menn eru búnir að vinna leiki fyrirfram.
Það tekst engu liði nema Liverpool að láta toppliðið líta út sem botnlið eina vikuna og lata svo botnliðið líta (næstum því) út sem topplið næstu viku, það er eiginleiki sem ekki ma vanmeta:)
Er of mikið að biðja um Moreno og Clyn sem fyrst aftur Það kom nákvæmlega 0,0 frá þessum bakvörðum okkar þeir verða að hafa þau gæði að geta komið 1 helvítis bolta fyrir og kannski taka á eins og einn mann, ég tel ekki að maður sé að fara fram á mikið með þessum óskum.
Feginn að ég sá bara síðustu mínúturnar og glatað að tapa þessu heldur betur, en hvað er að sumum hérna inni????? Alltaf talandi um skitu og drullu þegar illa gengur vorum við ekki taplausir í tæpa 20 leiki hvaða skíta drulla er það!!!!!!!!
Það eru svona skitur sem eiga eftir að kosta okkur meistaradeildarsæti !
SKITA!