Arsenal 1- Liverpool 1

Ekki klikkuðu okkar menn á því að bjóða uppá spennu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Benitez mætti með okkar menn á Emirates, þar sem menn sungu “Fields of Anfield Road” af miklum krafti, og náði mikilvægu jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Kuyt og Clichy (mynd af UEFA.com)

Rafa stillti upp nokkuð hefðbundnu liði, en þó var uppstillingin frekar varfærnisleg með Carra í bakverðinum:

Reina

Carragher – Hyypia – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Bekkur: Itandje, Riise, Voronin, Benayoun, Crouch, Arbeloa, Lucas

Í byrjun var nokkuð jafnræði með liðunum, en á 23 mínútu átti Robin van Persie gott skot að marki Liverpool sem Reina varði vel í horn. Uppúr horninu skoraði svo **Adebayour** gott skallamark þar sem hann gnæfði yfir Liverpool menn í teignum. 1-0 og vinir mínir á barnum voru í háflgerðu losti.

En sem betur fer þá voru Liverpool menn ákveðnir í að svara strax fyrir sig. Boltinn barst til Steven Gerrard við vinstra markteigshornið. Hann tók sig til og lék meistaralega bæði á Eboue og Toure, gaf svo frábæran bolta fyrir markið þar sem að **Dirk Kuyt** skoraði 1-1 og Liverpool búið að ná gríðarlega mikilvægu marki á útivelli.

Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik var Liverpool sterkara liðið á vellinum og hélt það að vissu leyti fram svona fyrstu 2-3 mínúturnar í seinni hálfeik. En svo tók Arsenal liðið hreinlega **öll völd** á vellinum og pressuðu gríðarlega á okkar menn alveg til leiksloka. Þeir voru klaufar að skora ekki í nokkur skipti. Skrtel bjargaði glæsilega á marklínu og svo voru okkar menn heppnir að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar að Kuyt dró niður Hleb. Dómarinn hlaut hreinlega að sjá brotið því hann var tveimur metrum fyrir aftan það, en hann ákvað að dæma ekki víti. Reyndar lét dómarinn leikinn ganga mjög mikið og ég man til að mynda ekki til þess að neinn hafi fengið gult í leiknum.

Allavegana, svo kom stjarna leiksins, Daninn Nikolas Bendtner sem tók sig til og bjargaði á marklínu **fyrir Liverpool** í atviki sem var svo ótrúlegt að fólk verður eiginlega að sjá það á vídeói til að trúa því.

En okkar menn héldu þetta út til loka leiksins og náðu 1-1 jafntefli á útivelli. FRÁBÆR úrslit og miðað við pressuna í seinni hálfleik geta okkar menn ekki verið annað en ánægðir. Ég myndi allavegana ekki vilja vera eiginkona Wenger í kvöld (frekar en aðra daga reyndar) og þurfa að hlusta á vælið í honum eftir þennan leik.


**Maður leiksins**: Sko, ég hef lítið komið að vandamálum Liverpool í leiknum. En það sem mér fannst vanta í kvöld (sérstaklega í pressunni í seinni hálfleik) var að einhver af miðjumönnunum næði að róa niður spilið, dreifa boltum á samherja og svo framvegis. En í staðinn fyrir það vorum við með Mascherano og Alonso sem voru fullkomlega ófærir um að spila boltanum á tímum og því fékk Arsenal alltaf boltann fljótt og gat pressað vel. Þeir voru báðir mjög slappir fram á við, sérstaklega Alonso sem var tekinn útaf fyrir Lucas.

Frammi barðist Torres vel og var uppgefinn þegar að leynivopnið Voronin kom inná fyrir hann. Babel var hins vegar lítið áberandi í leiknum og var tekinn útaf fyrir Benayoun. Gerrard var skárri og hann átti náttúrulega markið, en hann getur betur.

Sem betur fer fyrir okkur var vörnin okkar frábær í kvöld. Skrtel, Hyypia, Carra og Aurelio fá allir hrós. Sérstaklega voru reddingarnar hjá Skrtel og Carra frábærar og svo þakkaði ég oft fyrir að sjá Hyypia þarna inná, því hann er með stáltaugar og tókst oft að bjarga okkur útúr erfiðum stöðum. Reina varði ágætlega á tímum, en spurning er hvort hann hefði átt að fara í boltann í markinu.

En ég hvorki meira né minna en fékk leyfi frá félaga mínum, sem hefur gagnrýnt hollenska traktorinn ítrekað á þessari síðu, til að útnefna **DIRK KUYT** sem **mann leiksins**. Þvílíkur leikur hjá Kuyt. Hann skoraði markið og svo barðist hann einsog grenjandi ljón um allan völl, reddaði okkur ótal sinnum í vörninni, braut niður sóknir Arsenal og svo framvegis. Frábær leikur hjá Kuyt!


Nú, svo mætum við Arsenal á Emirates aftur á laugardaginn áður en þeir mæta svo á **ANFIELD** næsta þriðjudag. Á Anfield vita menn hvað Evrópukvöld þýða. Þau þýða að menn standa allan leikinn, syngja sig hása og fara ekki þegar að fimm mínútur eru eftir í jafnri stöðu.

Það jafnast ekkert á við Evrópukvöld á Anfield og ég treysti okkar mönnum fullkomlega til að klára dæmið þar.

94 Comments

  1. Hver er þessi maður í treyju #18 og hvað hefur hann gert við Dirk Kuyt?
    Frábær leikur hjá Kuyt og hann skoraði! Hugsið ykkur ef hann myndi mæta inn í teig í hverjum leik!! 😀

  2. Ég las eftirfarandi færslu á Arsenal-síðu fyrir leikinn: “We can render Anfield insignificant tonight.”

    Planið hjá Arsenal-mönnum var sem sagt að vinna það öruggan sigur í kvöld að seinni leikurinn á Anfield yrði aðeins formsatriði.

    Eh … úps! 😉

    Nei vinir. Í staðinn þurfa Arsenal-menn að mæta í ljónagryfjuna í þeirri stöðu að þurfa að skora til að komast áfram. Og aðeins einn þeirra – William Gallas – hefur lent í þeirri flengingu sem fylgir því að vera leikmaður útiliðsins á Anfield í Evrópuleik. 😉

    En svo við fjöllum aðeins um leikinn, þá eru þetta frábær úrslit hjá okkar mönnum. Náum marki á útivelli, höldum jöfnu, frábært. Taktískt var þetta mjög vel skipulagt og þétt hjá Rafa, liðið hélt haus eftir að lenda undir og sýndi karakter í að koma til baka. Við vorum heppnir þegar dómarinn dæmdi ekki klára vítaspyrnu Kuyt á Hleb og svo aftur þegar Bendtner ákvað að taka bolta sem stefndi í tómt mark Liverpool, en þess utan ollu Arsenal-menn okkur ekki jafn miklum vandræðum og ég átti von á.

    Nú kemur spennufallið á laugardaginn þar sem maður veit ekkert hvernig liðin verða stemmd, né hvort þjálfarnir munu hvíla lykilmenn eða ekki, og svo kemur r-r-rosaleg orrusta á Anfield eftir sex daga.

    Menn leiksins? Allt liðið var frábært í kvöld, sérstaklega voru Kuyt, Gerrard, Mascherano og öll vörnin frábær. Þannig að ég hugsa að minn maður leiksins sé bara Voronin. 🙂

  3. Við erum flottttttastir

    Avanti Liverpool – Rafa ooooo VORONIN hehehehehehehehh

  4. RESPECT Dirk Kuyt.
    Sammála Kristjáni, leikurinn frábærlega settur upp og verulega góð úrslit. Virkið Anfield þarf að eiga sinn besta dag eftir tæpa viku, svei mér þá, spái því að þetta verði mesti hávaði Meistaradeildarsögunnar á Anfield!!!
    Deildarleikurinn spái ég að okkar maður noti til hvíldar að einhverju leyti, Alonso og Kuyt, hugsanlega Torres hvíldir.
    En njótum kvöldsins og brosum út í annað í vinnunni á morgun.
    En þetta er alls ekki búið, gleymum ekki árangri Arsenal á San Siro……

  5. Jæja, fyrri hálfleikur búinn og allt eftir planinu hingað til. Minni annars á að Arsenal hafa oft gert okkur slæma skráveifu á Anfield og því bíður maður með að fagna.

    En Dirk Kuyt lengi lifi! Ekki leiðinlegt að hann skyldi setja hann þar sem Arsenal-vini mínum leiðist ekki að drulla yfir hann. (En af hverju á maður s.s. Arsenal vini???)

  6. Hjartanlega sammála KAR. En svona smá utan umræðunnar. Myndi ég þá segja sammála næsta ræðumanni þar sem ég commentaði á undan eða? 😀

  7. Þetta atvik með Bendtner skiptir ekki máli því boltinn fór aldrei inn og Hyypia hreinsaði. En annars mjög góður leikur og ég verð að hrósa dómaranum fyrir utan augljósa vítaspyrnu.

  8. frábært, það eina sem skyggði ákvöldið var aðgerðarleysi Reyna í markinu

  9. Ég skil ekki þessa svæðisvarnar-standa-kjurr taktík í föstum leikatriðum!
    Getur einhver sagt mér afhverju við erum að spila þetta, við fáum alltaf á okkur mörk úr föstum leikatriðum, sem er frekar pirrandi.

    Nægir þar að nefna þennan leik og leikinn gegn Man.Utd síðast.

    Í kvöld var ENGINN í Abedayor og Ronaldo kom á ferðinni og var líka frír !!
    Þetta eru tvö dæmi af c.a 57 sem ég man eftir.

    Getur einhver útskýrt þetta og/eða sent Rafa bréf um að skipta þessu út.

    takk fyrir.

  10. Sammála #11 að við erum að fá alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum. Væri gaman að sjá hlutfallið. Heppnin var okkar megin í kvöld og ég vona að liðið spili þannig á Anfield að ekki þurfi neina heppni með til að klára þetta. Kuyt maður leiksins að mínu mati, vann alveg ótrúlega vel.

  11. Flott úrslit.

    Sammála með þessi föstu leikatriði, enn og aftur eru þau að kosta okkur mörk. Liðið sýndi hins vegar frábæra baráttu og þéttan leik út í gegn sem skilaði góðu jafntefli.

    Það var e.t.v. pínu heppni yfir þessu t.d. þegar Hleb var klárlega felldur í teignum og þegar Bendtner bjargaði marki. Það er bara staðreynd að til þess að vinna CL þá þarf heppni að detta með liðinu þannig að við skulum kalla þetta meistaraheppni.
    Hins vegar má líka segja að með smá heppni hefði Liverpool getað sett annað markið eins og þegar Kuyt átti skotið í byrjun seinni hálfleiks en markvörðurinn varði vel.
    Þegar uppi er staðið má segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit og Liverpool stendur vel að vígi fyrir seinni leikinn.

  12. Sammála leikskýrslunni.

    Óneitanlega erum við með betri stöðu fyrir seinni leikinn, útilvallamarkið gæti reynst okkur vel. Arsenal eru með sterkt lið og mjög vel spilandi en liverpool munu mæta þeim af krafti á Anfield sem verður rosalegur leikur. Lætin þar verða fáránleg. Miðað við það að á Emirates heyrðust ekkert nema Liverpool söngvar þá get ég rétt ímyndað mér hvernig þetta verður á okkar heimavelli.

  13. alveg rétt #11, við skorum ALDREI úr föstum leikatriðum, og fáum altaf á okkur mörk úr þeim. Sérstaklega pirrandi með hornin. það bara kemur ekki fyrir að við skorum úr hornum.

  14. Fín úrslit og ljóst að Liverpool er í ágætis málum fyrir seinni leikinn. Snilldar undirbúningur hjá meistara Gerrard og Kuyt grimmur í teignum í markinu. Kuyt var klárlega maður leiksins og ég held að nú sé búið að skilgreina hans hlutverk í liðinu betur og hann nýtur góðs af því.

    Varðandi föstu leikatriðin þá er ég aðallega pirraður á því að við skorum aldrei neitt úr þeim, alveg stórundarlegt hvað þau eru illa nýtt. En fáum við eitthvað meira á okkur úr föstum leikatriðum? Það er ég ekki viss um.

  15. Ágætis úrslit en þó er þetta ennþá í mjög svipaðri stöðu og fyrir leik, Arsenal getur alveg farið á Anfield og skorað og hefur alveg farið á Anfield og skorað. Semsagt hálfleikur og allt opið ennþá sem skilar sér að ég verð stressaður í viku.

    Varðandi leikinn þá var það auðvitað gefið að Kuyt myndi skora í dag 🙂 og mikið djöfull var ég hrottalega sáttur við Gerrard í aðdragandanum að því marki, það gerði mikið fyrir geðheilsuna að svara þeim strax. Sérstaklega ef mið er tekið af því hversu pirraður maður varð í markinu þeirra, FOKKINGS föstu leikatriði.

    Kuyt átt annars mjög fínan dag sem og gegn Everton um síðustu helgi, þ.e. í varnarvinnunni og lokaði vel á bakvörðin, gerði þó að venju lítið fyrir mig sóknarlega fyrir utan markið. Carra var líka mjög öflugur í þessum leik varnarlega, drengurinn þrífst á þessum baráttuleikjum líkt og Kuyt.

    Vinstramegin var maður frekar stressaður allann leikinn, þetta var þó í lagi meðan Wenger gaf okkur séns og hafði Eboue á kanntinum. Ég hafði það á tilfinnigunni (sérstaklega í fyrri) að Arsenal legði meiri áherslu á að loka betur vinstra megin heldur en hægramegin (skiljanlega) og fékk Babel úr litlu að moða. Ég hef svo þó nokkrar áhyggjur af miðjunni okkar fyrir næstu tvo leiki, þeim virtist alveg fyrirmunað að halda boltanum innan liðsins og liðið var gjörsamlega snautt öllu flæði.

    Varðandi mann leiksins þá fannst mér svosem enginn hrifsa það til sín með mjög afgerandi hætti, það sást þó vel hverjum langaði þetta mest af okkar mönnum og höfðu stærsta hjartað, Kuyt, Carra og Gerrard en ég er þó hræddur um að maður leiksins hafi ekki endilega komið úr okkar röðum í kvöld.

  16. Flott úrslit hjá okkar mönnum í kvöld. Nú vitum við hvað við þurfum að gera á laugardaginn (halda boltanum betur og pressa hærra á Arsenal liðið) og svo er bara að klára þetta einvígi á þriðjudaginn með 44 þús. manna kórnum á Anfield.
    Fyrir þá sem misstu af leiknum eða ef ykkur langar að rifja kvöldið upp getið þið skellt ykkur inn á http://www.101greatgoals.com/
    YNWA

  17. Það er full ljóst eftir þennan leik að Dirk Kuyt er einn af betri ef ekki besti framherji heims. Nú þegar hann er farinn að skora reglulega er ekkert sem stoppar hann lengur. “The sky is the limit”.

    Jafnvel þó Liverpool hefði fengið á sig 1 mark í viðbót þá hefði 2-1 tap verið bara fín úrslit. 1-0 sigur hefði dugað í seinni leiknum. Sama markatala og við unnum Chelsea með á Anfield í undanúrslitum CL í fyrra.

    Þetta tal um zonal-marking blossar alltaf upp þegar Liverpool fær á sig svona mark. Samt er Liverpool með eitt albesta varnarskorið í deildinni í föstum leikatriðum. Man Utd töpuðu t.d. 2-1 fyrir West Ham fyrir áramót útá hörmulegar dekkningar úr aukaspyrnum. Ekki var mikið mál gert úr því.

    1-1 eru frábær úrslit. Liverpool geta stjórnað leiknum á Anfield því Arsenal verða að skora. Liverpool mun sennilega hvíla einhverja í deildinni og mæta síðan froðufellandi í seinni leikinn. Tvöfalt 0-0 jafntefli í næstu 2 leikjum væri ekki alslæm úrslit!

  18. Fínasta mál alveg.
    Annars leið mér á tíma illa yfir hversu vandræðalegar sóknaraðgerðir okkar voru.
    Gerrard sýnir enn einu sinni hve sprengi krafturinn í honum getur áorkað og talandi um kraft…..Dirk Kuyt, hann á titilinn maður leiksins skuldlaust.
    Áfram LFC!

  19. Við vorum heppnir i kvöld!! Svo einfalt er það. En stundum þarf heppnin að falla okkar megin og hun gerði það svo sannarlega i kvöld.

    Eg er ennþa svartsynn að við komumst afram…. 🙂

    Sammala vali Kuyt. Maður leiksins. Frabært að sja hann loksins skora eitt stykki hreinræktað framherjamark!! Hann var mættur i pakkann og naði að nyta ser snilld Gerrards. Ef til vill mun þetta mark gera gæfumuninn.

    Viðunandi urslit. En ef eitthvað lið hefur sannað það að það geti skorað a Anfield þa er það Arsenal. Þetta er hvergi nærri buið.

  20. Úff, þvílíkur léttir að heyra lokaflautið og mjög góð úrslit staðreynd, en við vorum einfaldlega STÁLHEPPNIR að halda þetta út, bæði vegna þess að Kuyt slapp við að fá dæmda á sig vítaspyrnu og svo þetta hreint út sagt stórkostlega atvik hjá Bendtner á okkar marklínu.

    Það sem stendur uppúr hjá mér er stórkostlegt einstaklingsframtak hjá Gerrard í jöfnunarmarkinu, góð vörn hjá okkur (að undanskildum blessuðu föstu leikatriðunum) og svo KUYT.

    Ég hef endanlega tekið hann í sátt á ný eftir síðustu tvo leiki. Hans hlutverk í liðinu hefur einfaldlega verið endurskilgreint eins og einhver sagði hér að ofan. Hann er einfaldlega allstaðar á vellinum og oftar en ekki er það hann sem bjargar á síðustu stundu í vörninni. Þess utan skoraði hann geysilega mikilvægt mark í kvöld. Ef hann heldur áfram að spila svona, þá sé ég ekki að hann sé síður mikilvægari í þessu liði en t.d Carra, Gerrard, Mascherano og Torres. Sama hvað menn segja, þá er hann einfaldlega að gera góða hluti í heildina. Stundum er hann klaufalegur í móttöku á bolta o.sv.frv. en hann bætir það undantekningarlaust upp á öðrum sviðum.

    Leikurinn um helgina verður fróðlegur og ég er á báðum áttum varðandi hann. En ef LFC spilar eins og við þekkjum þá í CL á þriðjudaginn, þá eru þeir klárlega komnir í undanúrslitin, því að Arsenal á þá einfaldlega ekki séns.

    Svo var skemmtilegur bónus að sjá Fenerbache sýna þennan karakter og sigra Chelsea, meiriháttar alveg 🙂

  21. Gott að ná jafntefli út úr þessu eins og leikurinn þróaðist. Kuyt var að vinna fína vinnu í leiknum, en það er ofsalega pirrandi að framherji/vængmaður (og raunar hvaða fótboltamaður sem er) eigi í svona miklum erfiðleikum að taka á móti bolta og losa hann sómasamlega frá sér. Man eftir nokkrum tilvikum þar sem kappinn missti hann alltof langt frá sér, eða hreinlega náði ekki boltum sem hann átti að ná. Ætla samt að taka undir að hann sé kannski einn af 3 -4 sem koma til greina sem Liverpoolmaður kvöldsins. Í mínum huga held ég að e-r varnarkallinn verði samt að fá þennan titill, t.d. Carra eða Skrtel

  22. Flott skýrsla … og gjörsamlega sammála með mann leiksins.

    Auðvitað var heppnin okkar megin í kvöld og allir eru sammála um að við hefðum sloppið við víti, og daninn góði í Arsenik er bara yndislegur! 🙂

    En spakmælið segir : maður sækir oft sína heppni, og ég tel að þetta sé merki um að við tökum þessa rimmu. Fyrst við náðum þessum úrslitum. Ég verð þó með í maganum næstu sex daga 🙂 minnugur þess að Arsenik tók AC Milan örugglega í seinni leiknum í 16 liða úrslitum (eins og við á móti Inter auðvitað) … en samt… þetta er ekki búið. Ég bara hef þessa trú.

    Áfram Liverpool!

  23. ánægður með að fá bara 1 mark á sig á emirates, þeir mæta ekkert á anfield á evrópukvöldi og vinna okkur, það sé ég ekki gerast. setja mark á þá snemma á anfield og drepa þetta.

    kuyt frábær í kvöld, þvílíkur íþróttamaður og hann er í langbesta forminu í liverpool liðinu, þvílíkt úthald og þvílíkur vilji!!

    skrtel er að koma mjög sterkur inn, ungur carragher mættur.

    frábær úrslit fyrir liverpool 🙂

  24. Já, sæællll. Ánægður með þetta. Babu minn, fyrst þetta er eina hrósið sem þú hefur til handa Kuyt, þá því miður verð ég að segja að þú ert hreinlega fordómafullur gagnvart honum. Sorry to say. Þetta er bara hrein og klár blindni, hann var frábær í leiknum og ekki nóg með að vinna alla vinnuna, heldur skoraði hann markið sem öllu máli skptir. Það er eitt að gagnrýna, en menn VERÐA að gefa credit when it’s due.

    Annars heilt yfir litið ekki neinn sérstakur leikur hjá okkar mönnum. Torres einangraður og með einn af sínum slakari dögum, Babel mjög langt frá sínu besta og Alonso/Jav ekki jafn öflugir og þeir geta verið. Skrtel heldur áfram að heilla mann upp úr skónum og svo gamli (sem hefur misst allan sinn hraða…ehh, hvaða hraða?) er bara brilliant. Aurelio er svo einfaldlega okkar besti vinstri bakk og Carra er bara Carra. Dapur dagur overall hjá okkar mönnum, en það dugði engu að síður til jafnteflis á Emirates. 🙂

    Það er samt enginn búinn að minnast á hina FÁRÁNLEGA óraunhæfu spá mína fyrir leik þar sem ég talaði um að leikurinn færi 1-1 og að Dirk Kuyt skoraði mark okkar manna. Reyndar stóðst það ekki að Gallas myndi setja fyrir Nallana, en hey, ég myndi telja að þetta ætti að stinga upp í eins og einn JOE 🙂

  25. Fin grein sem Arnbjörn (17) benti á, sérstaklega þessi hluti:

    “The myth about Liverpool’s success in Europe is that it is a fluke. Certain aspects, maybe. To go three goals down to AC Milan in a Champions League final playing as badly as Liverpool did in Istanbul before coming back to draw 3-3 – while still not playing particularly well, just with better shape and self-belief – will never be repeated without influence from the Almighty.

    Yet the rest of it, the deserved victories over Inter Milan, Juventus, Chelsea and Barcelona, the capacity to find reserves of resolve in the tightest corners, happens too frequently to be merely the work of the Fates. If it was that easy for a failing team to raise their game in the Champions League, they would all do it.”

  26. Föstu leikatriðin voru vandamál fyrstu mánuðina hjá Rafa, meðan menn voru að kynnast kerfinu, og svo einhverra hluta vegna aftur þetta tímabil líka. Þess á milli hefur Liverpool verið gríðarlega sterkt í að verjast föstum leikatriðum og man ég eftir að hafa lesið einhvers staðar að tímabilið í fyrra eða tímabilið þar áður höfum við verið með bestu vörnina í úrvalsdeildinni í föstum leikatriðum.

    Vildi bara svona koma þessu að svo það komi ekki upp einhver umræða um að við höfum höfum alltaf verið hörmulegir í þessu og það sé svæðisvörninni að kenna. Öll önnur lið sem spila maður-á-mann kerfi fá reglulega á sig mörk úr föstum leikatriðum – af hverju kennir enginn maður-á-mann um það? Hins vegar er það rétt að eitthvað hefur vanstillst í svæðisvörninni núna síðustu mánuði (e.t.v. Skrtel að læra inn á þetta?) og þess vegna er þetta mun meira shaky heldur en verið hefur. Nauðsynlegt að kippa því í liðinn…

  27. Nákvæmlega Kiddi. Það var ógeðfellt að hlusta á enska lýsendur (ef hægt er að kalla Andy F***** Gray lýsanda) tala um zonal marking kerfið. Eru allir með helv…. gullfiskaminni? Það er alveg magnað að hlusta á svona þvælu. Við erum það lið sem vorum í tæp 2 ár með hvað besta record þegar kom að því að verjast í föstum leikatriðum. Svo núna þegar nýjir menn eru að koma inn í vörnina, þá á að fara að kenna kerfinu um…GULLFISKAR.

    En bara eitt með Hyypia. Hann átti þetta mark í dag, en hann GJÖRSAMLEGA bætti fyrir það með stórleik.

    • Já, sæællll. Ánægður með þetta. Babu minn, fyrst þetta er eina hrósið sem þú hefur til handa Kuyt, þá því miður verð ég að segja að þú ert hreinlega fordómafullur gagnvart honum. Sorry to say. Þetta er bara hrein og klár blindni, hann var frábær í leiknum og ekki nóg með að vinna alla vinnuna, heldur skoraði hann markið sem öllu máli skptir. Það er eitt að gagnrýna, en menn VERÐA að gefa credit when it’s due.

    Bíddu halló, var ég ekki að hrósa honum????? Að mínu mati eins mikið og hann á skilið, tel hann með sem einn af mönnum leiksins, henta vel í svona leiki, með mikið hjarta o.s.frv.

    Getur verið að málið hérna inni sé að það sé ekki ég sem er með Kuyt á heilanum heldur þið félagar mínir í þessu samfélagi sem eruð með það á heilanum að ég sé ekki yfir mig hrifin af Kuyt í Liverpool púslinu, þegar á heildina er litið? Þegar hann spilar eins og hann hefur verið að gera undafarið vil ég halda honum í liðinu, en ekki líta á hann sem first choice í öllum leikjum.

    SSteinn, þú sakar mig um blindni gagnvart Kuyt

    • 20 Arnór

    • Það er full ljóst eftir þennan leik að Dirk Kuyt er einn af betri ef ekki besti framherji heims. Nú þegar hann er farinn að skora reglulega er ekkert sem stoppar hann lengur. “The sky is the limit”.

    …en ekki hann, I rest my case.

  28. Smá útúrdúr en veit einhver hvenær leikurinn við Chelsea/fenebache er EF við komumst áfram á þriðjudaginn ? ég veit að leikirnir spilast 22/23 og 29/30 apríl, en er búið að setja dags á okkar viðureign ?

  29. Já Babu, svona er þetta bara 🙂 Við erum greinilega ósammála. Mér fannst þitt “hrós” til handa manninum sem flest allir velja sem mann leiksins í einum stærsta leik tímabilsins, vera ansi hreint þunnt og hreinlega litað. Ég segi það nú alveg eins og er að ég á afar erfitt með að þola ónefndan norðmann í liðinu okkar, en ef hann hefði átt stórleik og verið (nánast óumdeilanlega hjá +90% stuðningsmanna) maður leiksins, þá hefði ég brotið odd af oflæti mínu og hreinlega hrósað honum beint, en ekki reynt að fela það jafn augljóslega og þú reyndir með Kuyt 🙂

  30. Nr. 30 og 31. Þetta zonal kerfi hjá Rafa virkar á köflum á mann sem svo öflugt kerfi að manni finnst andstæðingarinr ekki eiga séns á að skora löngum stundum, nema þá úr föstu leikatriði.
    Þetta kerfi (líkt og öll varnarkerfi) líður klárlega fyrir það þegar verið að er að koma nýjum mönnum inn í það og þvi verður spennandi að sjá vörnina þegar þeir hafa slípað sig saman, sérstaklega Skrtel og Agger sem báðir ættu að óbreyttu að ríkja í miðvarðastöðunum hjá okkur í framtíðinni.

    Það hefur ekki verið nein tilviljun þegar Reina er að bæta metið í að halda hreinu marga leiki í röð. (einhvað sem hann mæti fara reyna að bæta;))

  31. Smá innlegg í þessa Kuyt umræðu (Arnór) er það að jú mjög gott að Kuyt skoraði þetta mark og svo sannarlega gott fyrir hann að skora sérstaklega eftir alla þessa vinnu sem hann vinnur fyrir liðið og enginn er að taka það frá honum. En mín skoðun er sú að hann er bara ekki góður í þessari stöðu sem hann er að spila sérstaklega ef við skoðum hlaup hjá honum þá er hann hægur og er ekki að ógna varnarmönnum með hraða sínum í krosshlaupum eða að taka menn á, svo ef við skellum einu stykki bolta á tærnar hans þá fæ ég aldrei á tilfinninguna að hann sé að fara að gera einhverjar svakalegar rósir og fyrir utan það er sendingagetan ekki sú besta sem við viljum hafa hjá manni í þessari stöðu né heldur er móttakan upp á marga fiska. En vinnslan í honum og sérstaklega eins og hann vann í kvöld er ómetanleg. En þegar ég sé hann líka vera spila eins og hægri bakvörð (í dag og geng Man U) þá verð ég smá pirraður þó svo að hjálp frá kanntmanni sé vel þegin.

    Mér finnst ég bara ekki enn hafa fengið tækifæri á því að dæma hann sem framherja og þann leikmann sem ég vill að hann sé, því þegar hann spilaði sen framherji var hann á köflum eins og djúpur miðjumaður eða djúpur 2nd striker. Allt gott og blessað með það því vinnslan í honum stoppar aldrei og það kann ég vel að meta, en ég vill fá að sjá hann spila frammi við hlið Torres þar sem hann vinnur í öftustu línunni í nokkrum leikjum því þá værum við með sóknarpar tveggja sívinnandi framherja en að öðru skapi mjög ólíkum vinnusmömum framherjum. Og sjá hann fá sjálfstraustið sem hann hafði áður en hann kom til Liverpool þegar hann kemst á sporið með að skora, þeir 2 frammi ættu að geta skapað mikið pláss fyrir hvorn annan með allri þessari vinnu sem þeir leggja fyrir þetta blessaða félag.
    Ég trúi því að hann getið mikið betur, en sem kanntmaður er hann bara ekki þessi ógn frammávið sem ég myndi vilja.

    Annars treysti ég Rafa líka bara til að sjá um þetta.

  32. Nr. 34 SSteinn það er kannski munurinn á okkur, ég segi það sem MÉR finnst um leikinn, ekki endilega fjöldinn.
    Kuyt vann frábærla varnarvinnu í leiknum en sóknarlega var hann ekki nett hrikalega ógnandi frekar en venjulega frammávið (ég veit að hann skoraði). Því finnst mér hann fá alveg nægjanlegt hrós frá mér, sem einn af mönnum leiksins. Enginn feluleikur eða fordómar, bara mín skoðun sem þú verður bara að deal-a við að sé á öndverðu meiði við þína……. og “90%” þeirra sem sáu leikinn.

    Annars finnst mér magnað að vera að “rífast” um þetta, við mennina sem saka mig um að vera með Kuyt (af öllum mönnum) á heilanum.

  33. Þetta voru frábær úrslit í dag og megum við teljast afar heppnir með að fara með jafntefli og mark á útivelli inní seinni leikinn.

    Liðið barðist all vel í þessum leik en tvö atriði standa uppúr hjá mér:
    Frábær frammistaða Dirk Kuyt og flott mark. Klárlega maður leiksins.
    Ryan Babel var hörmulegur í dag og átti ekki roð í Toure. Slök varnarvinnsla og miklu meira jafnvægi hjá liðinu eftir að Benayoun kom inná.

    Heilt yfir… góð úrslit (og vel gert hjá Bendtner).

  34. Eins og Babu bendir réttilega á að þá líður zonal marking kerfið töluvert fyrir það að menn þurfi að læra aðeins inn á það. Kerfið er ekki búið að virka vel síðustu 3-4 mánuði og maður er nánast eins og taugahrúga í hvert skipti sem sending kemur úr föstu leikatriði í átt að vítateig liverpool. Goðsögnin um að þetta kerfi virki alls ekki er hins vegar svo fjarstæðukennd að það nær ekki nokkurri átt – menn eru sennilega búnir að gleyma því að 2. markið sem við fengum á okkur gegn reading í desember var fyrsta markið sem liverpool fékk á sig úr föstu leikatriði í heila 13 mánuði. Bendið mér endilega á lið sem hefur staðið sig betur en það, ég efa stórlega að það sé hægt.

    Nú er ég búinn að horfa á þetta arsenal mark nokkuð oft og er á því (eins mikið og hægt er að dæma af endursýningum, og það eru alveg 50% líkur á að þetta sé röng ályktun) að skrtel virðist taka vitlausa ákvörðun og opnar þar með svæðið sem adebayor, sem og 3 aðrir arsenal menn, enda auðir og óvaldaðir á. Markið hjá ronaldo á páskadag virtist að mínu mati svo vera torres að kenna og þá erum við að tala um 2 nýja menn sem eiga sök á 2 af 3 síðustu mörkunum sem við höfum fengið á okkur uppúr föstum leikatriðum. Og 3 mörk úr föstum leikatruðum á síðustu 4 mánuðum er nú varla svo skelfilegur árangur heldur er það? Ef það á að gagnrýna föst leikatriði hjá benitez finnst mér meiri ástæða til að einblína á vanhæfni liðsins til að skapa einhverja hættu sóknarlega frekar en þessi örfáu mörk sem við erum að fá á okkur.

    Hvernig hægt er að gagnrýna kuyt fyrir frammistöðuna í dag er svo algjörlega ofar mínum skilningi. Hann skoraði markið sem gæti skipt öllu máli, barðist eins og ljón og var okkar hættulegasti sóknarmaður þó fyrsta sntering hafi á köflum mátt vera betri (en það sama má svo sem segja um alla liverpool leikmennina í dag). Til að toppa þetta allt tók hann svo hleb í fallega sniðglímu sem allir aðrir en dómarinn (sem svo heppilega vildi til að var hollendingur) vildu meina að hefði átt að kosta vítaspyrnu. Klárlega maður leiksins ef ekki hefði verið fyrir Nicklas Bendtner sem er núna kominn í fámennan hetjuklúbb á anfield (sem þessa stundina telur hann og henchoz) sem telur þá menn sem hafa bjargað á óhefðbundinn hátt á línu fyrir liverpool gegn arsenal. Megi sá hópur stækka sem mest á næstu misserum.

  35. Skondið að það er varla talað um annað en Kuyt í ummælum eftir nánast hverja færslu :’)

  36. Þetta #20 með að Kuyt væri einn besti framherji heims var nú delayed 1.apríl gabb hjá mér! Bara vissi að Babu vinur minn tæki þetta upp. 🙂

    Það er enginn að hefja Kuyt upp til skýjanna sem einhvern afburða snilling. Maður bara skilur ekki af hverju sumir geta ekki hrósað Liverpool leikmanni þegar hann er pottþétt maður leiksins, heldur þurfa að fela hrósið með einhverjum fyrirvörum. Sérstaklega hann hefur vart verið að spila sína réttu stöðu í bráðum 2 ár.

    Annars er þessi Kuyt umræða orðin voða þreytt. Njótum þess bara að styðja okkar frábæra Liverpool lið og hrósum eða löstum okkar leikmenn þegar þeir eiga það skilið. Skiljum fordómana eftir heima. Svona stöðug neikvæðni sem beinist innávið hjálpar liðinu okkar ekki neitt.

  37. Verð að koma því að hvað ég varð pirraður við Voronin þegar hann kom inn á.. Við hliðina á honum a vellinum var maður eins og Kuyt sem var búinn að hlaupa um allann völlinn og berjast eins og ljón í 90 mínútur og var ekki hættur á meðan Voronin var búinn að vera inná í 5 mínútur og sýndi engan vilja til þess að gera neitt af viti þarna inná..Sást bæði í því þegar það kom slök sending í átt að honum… Hann gat augljóslega ekki náð boltanum.. en hlaupið á eftir honum og sett pressu á varnarmanninn hefði hann geta gert sem hefði geta gefið okkur meiri tíma til þess að stilla upp. Og svona nokkur önnur dæmi á þessum stutta kafla sem hann var inná pirraði mig. Hann einhvernveginn kom inná algerlega áhugalaus og var bara að bíða eftir því að dómarinn myndi flauta þetta af.

    Ekki það að það setji einhvern svartan punkt á þennan leik..maður vill bara að allir leggi sitt af mörkum og ég efast um að Benítez hafi sett hann inná svo hann gæti labbað um völlinn síðustu 5 mínúturnar, þá hefði hann alveg eins getað haldið Torres inná.

    • Þetta #20 með að Kuyt væri einn besti framherji heims var nú delayed 1.apríl gabb hjá mér! Bara vissi að Babu vinur minn tæki þetta upp

    Það breytir því þó ekki að gagnrýni SSteins á meinta blindni mína var athyglisverð (eina tilvikið þar sem ég minntist á þetta hlægilega bull í þér Nr.32).
    Ásökunum um fordóma vísa ég einnig til föðurhúsana og ég heimta að fá að hafa mína eigin skoðun á manni leiksins (sem m.s. var Kuyt btw!!!), þið getið haft ykkar og sungið hana í kór þessvegna.

    En ég er í fyrsta skipti svo ég viti sammála Arnóri félaga mínum, ekki meira Kuyt í bili

  38. Mér finnst menn vera að gera aðeins of mikið úr þessum úrslitum, þetta eru bara svona allt í lagi úrslit. Arsenal skorar í 99% leikja sinna og mjög líklegt að þeir muni skora mark á Anfield og þá eru þeir í góðri stöðu (nema við verðum búnir að skora 3 á þeim tímapunkti…)

  39. Mér langar bara að leggja eitt til málanna eða tvennt. Bendtner var réttilega dæmdur rangstæður, og því hefði markið ekki staðið. Þó svo að hann hefði komist hjá því að koma við boltann. Lucas átti mjög góða innkomu og róaði spil okkar manna mikið. Í kjölfarið þá fjaraði þetta út hjá Arsenal hægt og rólega. Held örugglega að enginn sé búinn að koma með þessi innlegg í umræðuna hér á undan.

  40. En stóð ekki varnarmaður á línunni og svo annar útaf vellinum (held að hann sé ekki með þá) þegar Bendtner var dæmdur rangstæður. Var hann nokkuð rangstæður. Ég bara man það ekki nógu vel, ég var svo hissa og ánægður.

    Góð björgun samt.

  41. Ég tek undir með Kára #44 að til að komast áfram úr þessu einvígi er nokkuð líklegt að okkar menn þurfi að setja í það minnsta 2 mörk á Anfield því Arsenal eru alltaf líklegir til að skora. Að því sögðu þá eru þetta samt mjög góð úrslit og akkúrat það sem maður þorði að leyfa sér að vona.

    Mér fannst Liverpool liðið að mörgu leyti ekki vera að sýna sínar bestu hliðar í gær og menn eins og Gerrard, Mascherano og Alonson eiga þó nokkuð inni fyrir seinni legginn. En okkar menn eru í fínni stöðu og ég spái þessu 2-1 á Anfield.

  42. Kuyt um “ekki vitaspyrnudominn” :

    “Þetta gerðist allt á einu augnabliki. Ég togaði ekki í treyjuna hans og þess vegna átti ekki að dæma víti en það mátti litlu muna.”

    Hmmmm…. nokkuð til i þessu hja honum. Kannski var þetta bara harrett akvörðun hja domaranum??

  43. Ég ætla nú bara að taka af stórum hluta undir með Babu hérna að ofan. Dirk Kuyt var ekki maður leiksins af mínu mati. Hann var einn af þeim betri, ekki spurning, en bestur var hann ekki. Bæði Hyypia og Gerrard stóðu honum framar ef þið spyrjið mig.

    Mér fannst magnað að sjá þegar Alonso fór útaf(ca 70. min) að hann var sá maður sem var búinn að hlaupa mest í liðinu. Á eftir honum kom Gerrard og þar á eftir Kuyt. Sem sagt, aðal merki Kuyt, sem er dugnaðurinn, gerir hann ekki einu sinni að duglegtasta manni liðsins, ekki einu sinni næst duglegasta….og þetta var einn af hans betri leikjum???

    Kuyt er lélegur á boltann, hann er hægur og með skelfilega móttöku. Ekki spurning að ég vil betri mann í þessa stöðu því hollendingurinn er einfaldlega of lélegur. Ég ætla samt ekki að taka það af honum að hann var ágætur í gærkvöldi og í Everton leiknum, en maður með boltameðferð væri vel þegin í þessa mjög svo sóknarsinnuðu stöðu. Ég er bara ekki tilbúinn að hefja mann upp til skýjana eftir hann spilar ágætlega í leik þar sem liðið spilar heilt yfir illa. Megi hann þó halda áfram að spila svona ágætlega því þá er hann ágætur squad player eða hækkar verðmiðan á sér fyrir sumarið.

  44. Bendtner,
    Maðurinn er snillingur – en óþarfi að kaupa hann til Liverpool, hann er búinn að gera allt sem hann getur fyrir félagið.
    Kannski málið að rétta honum markmannshanska næst þegar hann kemur í teiginn……

  45. Bendtner var alls ekki rangstæður í þessarri ævintýralegu björgun sinni. Hyypia stóð á marklínunni og Carragher lá við endalínuna, og þar af leiðandi voru 2 leikmenn fyrir innan bendtner þegar boltinn hrökk i hann og hann réttstæður. Það er ekki hægt að gera mann rangstæðan með því að hlaupa út af vellinum og því var Carragher ennþá “í leik” ef hægt er að orða það svo þó hann hafi runnið útaf þegar hann reyndi að komast fyrir sendinguna frá Toure. Bendnter var bara alveg ótrúlegur klaufi að koma í veg fyrir að boltinn færi inn.

    Mer fannst liverpool liðið vera á köflum að leika alveg skelfilega illa í þessum leik og er alls ekki á þeirri skoðun að þetta hafi verið eitt af taktísku meistarastykkjum Benitez. Arsenal hefði auðveldlega getað skorað 3-4 mörk í þessum leik og geta bara sjálfum sér um kennt að fara aðeins með jafna stöðu í seinni leikinn. Dómarinn var okkur svo mjög hliðhollur með því að sleppa augljósustu vítaspyrnu síðustu ára og ég skil hreinlega ekki ennþá hvernig hann gat sleppt þessu, standandi um 2 metra frá atvikinu.

    Mér er eiginlega alveg sama hvernig leikurinn á laugardaginn fer, ég leggst ekkert í þunglyndi þó við töpum, leikurinn næsta þriðjudag er sá sem öllu skiptir en það er alveg á hreinu að liðið þarf að spila mikið mikið betur í þessum 2 leikjum ef ekki á illa að fara.

  46. Fyrst. 1-1 staða. Auðvitað bakkar liðið þá, engin ástæða til að hápressa eða að leggja mikið upp úr því að skora. Ef að staðan hefði verið önnuir, 2-1 eða 3-1 er ég sannfærður að liðið hafi komið framar á völlinn. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af stöðuyfirburðum Arsenal í seinni hálfleik. Það skilaði ekki marki og því engin ástæða fyrir okkar menn að breyta. Við hljótum öll að vera sammála að þessi úrslit í gær voru frábær og engin ástæða til að draga úr því!
    Seinni leikurinn. Sannfærður um það að sjálfstraust Liverpool fyrir þann leik er urrandi mikið. Undanfarin 3 ár hafa mun stærri og sterkari lið komið á Anfield í seinni leik og ekki klárað það. Chelsea tvisvar og Barca í fyrra. Hið unga lið Arsenal er gott og má ekki vanmeta, auk þess sem þetta er bara einn leikur. En ég er mjög bjartsýnn, þetta lið veit hvað þarf til að komast áfram, þekkir svona “Bretaslagi” og fór brosandi heim í gær. Annað en Gunners.
    Svæðisvörn. Árangur Liverpool í því að verjast set-piece varð til þess að mörg lið hafa farið út í að skoða og útfæra sína svæðisvörn. Sammála Svenna í 39 með mark gærdagsins, þar greinilega gleymir sér maðurinn sem á að vera inni á markteignum og þess vegna leit þetta illa út. Svæðisvörnin er einföld í raun, mönnum er stillt inná þau svæði þar sem boltinn kemur í 95% tilvika, ef frávikið verður (5%) er oftast mikil hætta. Eins og með allt mannlegt getur það klikkað og gerist ekki oftar hjá okkur en öðrum liðum. Hins vegar er ég afar ósáttur við hornin sem við tökum og hve lítil “gredda” mér finnst í boxinu frá okkar sóknarmönnum.
    Svo vita það allir að vinur okkar Kuyt er enginn Ronaldo! Við skulum nú samt átta okkur á því að hann er markahæsti maður LFC í Meistaradeildinni og hefur heldur betur virkað þar. Hann er smám saman að verða öflugri í leikkerfinu og klárlega ógn fyrir andstæðinginn. Held því að gagnrýni gærdagsins ætti nú frekar að hljóma um aðra leikmenn, t.d. Babel sem ekki var tilbúinn, eða Aurelio sem mér fannst mistækur. Ef Kuyt heldur áfram að bæta sig næstu 2 mánuðina eins og hann hefur gert þá tvo síðustu erum við að fá svakalegan leikmann!

  47. Já, ekki er ég nú lengur með dómararéttindi og því ekki með þetta alveg á tæru, en ég hélt að þegar maður væri kominn út af vellinum þá væri hann ekki lengur “í leik” er varðar rangstöðuna, en eins og ég sagði, þá myndi ég ekki þora að hengja mig upp á það. Bendtner bjargaði marki og því þarf reyndar ekkert að þrefa um þetta meira 🙂

    Mér finnst þetta: “…með því að sleppa augljósustu vítaspyrnu síðustu ára” vera heldur mikið overstatement hjá Svenna. Þegar maður horfir á þetta frá seinni vinklinum (þeim sem dómarinn sá) þá fannst mér þetta nú ekki vera mikið og Hleb eflaust tapar þarna á því að reyna að krydda þetta um of. En menn hafa greinilega mismunandi sýn á þetta.

    Ætli maður segi þetta samt ekki gott af Kuyt umræðunni, mönnum verður ekkert haggað þar. Ég er algjörlega sammála því að það er vel hægt að fá mun hæfileikaríkari mann í þessa stöðu. Það er reyndar hægt að segja það um margar stöður, því það er alltaf hægt að bæta þær (nema Torres, Gerrard og Reina að mínum dómi). Mér finnst bara oft á tíðum að menn eigi erfitt með að gefa credit when it’s due. Það að liðið í heild sinni hafi leikið illa, eigi að downgrade-a Kuyt finnst mér bara ekki rétt, einmitt öfugt. Ef einstaka menn ná að rísa upp ef liðið er að leika illa, það finnst mér aðdáunarvert.

  48. Frábær úrslit. Mér fannst Mascherano besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik en dalaði svo mikið í þeim seinni. Kuyt heilt yfir á nafnbótina skilið.

    Það er ljóst að við þurfum að kaupa hægri kantmann í sumar og ég tel að það verði fjármagnað með sölu á bæði Jermaine Pennant og Peter Crouch. Það sýndi sig í gær að Crouchy er líklega á förum, af hverju setti Rafa Voronin inn á? Crouch er fullkominn í þessa stöðu, okkar menn farnir að bomba fram völlinn og sá stóri getur tekið á móti þessum boltum og haldið tuðrunni vel. En, Voronin inn á og gerði nákvæmlega ekkert.

    Að mínu mati skar þetta úr endanlegan vafa um að Crouch fer í sumar, auk þess sem engin ný tíðindi hafa borist af samningaviðræðum við hann, annað en td með Hyypia…. Leiðinlegt ef satt er, vona að ég sé að rugla 🙂

  49. Svona burtséð frá leiknum – finnst mönnum það eðlilegt að þriðja leikinn í röð var Arnar Björnsson að lýsa leiknum á 365 ?

    Mér finnst hann arfaslakur og virðist ekki einu sinni þekkja leikmenn í sundur. Þannig talaði hann iðulega um Torres í Everton leiknum þegar Lucas var að gera eitthvað.

    Allaveg finnst mér Arnar Björns ömurlegur lýsandi – þó skárri en Gaupi en þá er það upptalið.

  50. Frábær úrslit og í mínum huga og það sást panik á bekknum hjá wanker og co enda vita þeir að það verður mjög erfitt verkefni að vinna á Anfield. Evrópukvöldin á Anfield eru efni í Twilight Zone þátt.
    Þetta var ekki víti fannst mér og dómarinn hélt línunni sinni mjög vel.

    Sjáið t.d. muninn á þessum dómara og þessum steve bennett sem eyðilagði stórleik um daginn með 300gulum spjöldum og einu rauðu. Ef leikmenn nöldra mikið í leik þá er það merki um að dómarinn sé ekki að höndla djobbið, það er bara svoleiðis.

    Ætla að fara í sund á meðan seinni leikurinn verður…læknisráð!

  51. Auðvitað var þetta overstatement hjá mér varðandi vítaspyrnuna, ég vona að menn fari ekki að taka öllu of hátíðlega sem ég skrifa, ég er spjallari en ekki fréttamaður. Ég veit vel að augljósari vítaspyrnur hafa bæði verið gefnar og þeim verið sleppt, en ég stend samt fyllilega við mína skoðun að þetta hafi verið 100% víti og ég þykist þess nokkuð viss að ef atvikið hefði gerst hinu megin á vellinum hefðu menn verið froðufellandi öskuillir yfir frammistöðu dómarans. Mér finnst það sjást allrabest a sjónarhorni nr.2 í videóinu í ummælum #51 hvernig kuyt hreinlega kippir hleb til hliðar og í mínum bókum er þetta klárt brot.

    En hvað sem því líður þá er sem betur fer ekkert hægt að gera í því eftirá og 1-1 eru prýðileg úrslit. Svo er bara að vonast eftir svipuðum úrslitum í seinni leiknum og urðu í leik þessarra liða fyrir rétt rúmlega ári síðan.

  52. Tvö ágæt komment í spjalli á bloggsíðu hjá Guardian:

    the referee took a line on decisions all evening. there were ‘fouls’ worse than the ‘penalty’ in the game that went unpunished. just because the same sort of ‘foul’ occured in the box does not mean that it should be treated any differently to the the ones outside the box. at least the referee was consistent in his decisions against both sides.

    Og svo þetta óborganlega:

    The peno is a moot point but my guess is that Bendtner would have saved it anyway.

    🙂

  53. Reglan er sú að sé leikmaður útaf vellinum telst hann ekki hluti af leiknum.
    Hyppia hinsvegar er á línunni nánast allan tímann og hleypur í átt að boltanum, hann tekur því þátt í leiknum og spilar Bendtner réttstæðann.

    Ég hélt að þetta væri klár vítaspyrna í gær. En eftir að hafa horft betur á árekstur Kuyt á Hleb þá veit maður ekki.
    Mér finnst Kuyt stinga höndunum út í loftið og fara með kjúklingabringuna í Hleb til að byrja með(ekkert á það) síðan fer hann af hörku niður með útrétta hendi en krækir ekki í hann. Hleb kryddar þetta síðan vel. Eiginlega bara 50/50 fyrir mér. Væri hægt að dæma víti á þetta en líka alveg hægt að sleppa því.

    Benni Jón, stop whining.

  54. eg er náttúrulega sáttur við mína menn og þetta eru góð úrslit… enn ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með Babel, sem er einn af mínum uppáhalds… honum var skipt útaf með tölfræðina 3 heppnaðar sendingar!! mér finnst sú tölfræði segja allt sem segja þarf með hann í þessum leik…

    hver ætli ástæðan hafi verið fyrir þessari ótrúlega slakri frammistöðu…

  55. En málið er jú Svenni að hann er ekki með sjónvarp.
    Mér fannst t.d. brotið líta allt öðruvísi út þegar við sáum hans sjónarhorn.

  56. Arnór, það þurfa að vera tveir. Ef Carragher fer útaf vegna atviks í leiknum, t.d. tæklingar er hann ekki talinn hluti af leiknum, bara ef hann stígur útaf til að gera annan rangstæðan. Reina var kominn framfyrir Bendtner og því dugði það ekki Bentdner að hafa Hyypia fyrir innan sig. Hins vegar var Carragher að hluta til inni á vellinum (hendin á honum), en það var held ég algerlega ómögulegt fyrir línuvörðinn að sjá.
    Ekki það að þetta skipti nokkru máli því Bendtner reddaði þessu vel!

  57. þannig að ef maður er sóknarmaður og tæklar út af vellinum og svo kemur strax sending inn á meðan maður er útaf og maður kemur inn á, mætir boltanum og skorar… Ekki rangstaða?

  58. Flottur leikur í alla staði. Sammála þér Einar að vörnin var gríðarlega vel skipulögð gegn þessum byssukúlum Arsenal liðsins. Okkur vantar á miðjuna mann með Hyypia taugar sem getur róað spilið aðeins við mikla pressu andstæðinga. Ég get hinsvegar ekki verið sammála mönnum um þessa “vítaspyrnu”. Maður sér langar leiðir að Hlep býður eftir snertingunni og fellur með alvöru Arsenal tilþrifum. Auðvitað var snerting til staðar en ég vil frekar líta á hana sem einskonar föðurlega nærgætni því ef Kuyt hefði ekki stutt við hann hefði fallið orðið meira en raunin varð. Leikurinn var hraður, umdeildur og spennandi,.. getur maður beðið um meira? Jú,.. alveg eins leik á Anfield í næstu viku!!!

  59. Merkilegt að heyra áðan hádegisfréttirnar á Stöð 2. Aðal stórfréttin í íþróttatímanum var að “vinur” þeirra Loga og Hansa Bjarna, hann Nemanja Vidic, yrði bara frá í 2-3 vikur.
    Síðan fylgdi smáfrétt frá Liverpool leiknum sem var kynnt þannig að Dirk Kuyt neitaði að um víti hefði verið að ræða. Rétt síðan minnst á úrslitin og að útivallarmarkið gæti skipt máli. Þegar fréttirnar eru endursagðar í lokin er fyrirsögnin um leikinn…. “Engin vítaspyrna” !

    Finnst mönnum skrítið að íslenskir knattspyrnuáhugamenn séu orðnir ofboðslega þreyttir á 365?
    Bæði endalausri hlutdrægni, nísku og ófagmannlegum vinnubrögðum. Óþolandi fyrirtæki.

  60. Iss, hefði ekki skipt neinu máli þátt það hefði verið dæmt víti, Bendtner hefði örugglega varið það.

  61. En hvað finnst mönnum um það að Mascherano fá jafn langt bann og Martin Taylor? Nú er búið að dæma hann í tveggja leikja bann í viðbót.

  62. þessi víti/ekki víti umræða er klárlega ekkert að fara að leysast, menn hafa sínar skoðanir á málinu og er það bara vel. Það mikilvæga í þessu öllu er að vítið var ekki dæmt og við hljótum allir að vera ánægðir með það.

    Hvað rangstöðuna á bendtner varðar er ég ekki 100% viss, en nokkuð nálægt því, að þú getur einfaldlega ekki farið út af vellinum til að gera mann rangstæðan. Hvað væri þá að aftra vörninni frá því t.d. að setja menn á sitthvora stöngina í aukaspyrnum utan af kanti sem taka svo bara skrefið afturábak inn í markið og hætta þar með að vera hluti af leiknum og sóknarmenn allt í einu orðnir rangstæðir án þess að hafa farið nær markinu en nokkur varnarmaður? Ef rangstöðureglan tekur ekki á svona málum þarf að breyta henni sem allra fyrst.

    Svo stóð ég líka í þeirri meiningu að þegar maður utan vallar telst ekki hluti af leiknum má hann heldur ekki koma inn á völlinn aftur nema með leyfi dómarans. Eigi að dæma það svo að Carragher hafi ekki verið hluti af leiknum átti dómarinn þá líka að spjalda hann fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi, sem hefði að sjálfsögðu verið fáránlegur dómur enda var Carragher að taka fullan þátt í leiknum á þessum tímapunkti. Ég ítreka það þó að ég er ekki viss um reglurnar séu á þennan veg en það væri mjög gaman ef einhver gæti grafið upp reglurnar varðandi þetta.

  63. Ég held að Arsenal hefði átt að fá víti, jafnvel þó Hleb hafi fallið of hratt niður og ýkt þannig brot Kuyt. Eflaust hefði Hleb fengið víti ef hann hefði ekki verið að vanda sig svona mikið við að detta.

    Rétt í þessu var ég að horfa aftur á atvikið þar sem Torres var dreginn niður í teig Arsenal í seinni hálfleik. Reina tók langt útspark á Torres og á upptöku sést greinilega að Touré togar í hendina á Torres og kemur þannig í veg fyrir að hann nái boltanum. Pjúra víti.

    Þetta atvik var ekki endursýnt 20 sinnum eins og hitt atvikið!

  64. Flott spurning Siggi. Sem starfandi dómari þarf ég að fletta þessu upp!!!

  65. Arnór sérfræðingur, ertu alveg viss á þessari rangstöðureglu sem þú fullyrðir um hér að ofan?…alveg viss??? Lærðu reglurnar áður en þú fullyrðir um eitthvað svona. En svona til að kenna þér fræðin þá þarf leikmaður að fá leyfi til að fara útaf vellinum og teljast ekki sem hluti af leiknum. Carragher rann útaf eftir tæklingu og er því ennþá hluti af leiknum, enda ekki með leyfi dómarans til að fara útaf. Það voru því tveir varnarmenn(Carra og Hyypia) fyrir innan Bendtner og hann því réttstæður. Eina sem var rétt í þessu hjá þér var að hann var réttstæður, allar útskýringar voru tómt bull. Mér sýnist þú líka ekki kunna rangstöðuregluna mjög vel þegar þú segir að Hyypia hafi verið fyrir innan og því ekki rangstæða. Þú veist að það þurfa að vera tveir varnarmenn(99% tilfella er markvörðurinn annar þeirra) fyrir aftan svo ekki sé um rangstöðu að ræða. Þetta kemur hjá þér, hafðu ekki áhyggjur af þessu, þú lærir þetta með tíð og tíma.

    Vil síðan að þú útskýrir þetta “whining” comment frá þér. Einstaklega heimskulegt comment ef þú spyrð mig en kannski er ég bara ekki að skijla það, þarf útskýringu frá þér.

  66. Mér finnst þessi rangstöðudómur líka mjög tæpur og e.t.v. rangur. Menn þurfa að fá leyfi dómara til að fara út fyrir völlinn og þess vegna var Carra ekki kominn útaf þótt hann væri “útaf” og því voru Hippia og Carra báðir fyrir aftan Bendtner og því um löglegt mark að ræða ef hann hefði ekki varið á línunni. Shit hvað þetta var fyndið atriði. Ég giska á að ferillinn hans verði ekki langur hjá Arsenal 🙂

    Eins gott fyrir aðstoðadómarann að þetta varð ekki mark því hann hefði verið grillaður á teini ef þetta hefði orðið mark og hann dæmt það af.

    Síðan vil ég líka taka undir með Matta með atvikið á Torres, ég hef líka séð þetta aftur og þetta er ekkert annað en víti. Torres snýr sér við og Touré togar í hendina á honum og kemur í veg fyrir að hann komist í boltann. Verst að þetta var ekkert endursýnt.

  67. Ekki rétt held ég Jón Magnús, ef að leikmaður lendir útaf vellinum vegna einhvers sem hendir í leiknum skoðast það öðruvísi.
    Segjum t.d. að sóknarleikmaður hafi komið öxl í öxl og þeytt Carragher út af endalínu, sent svo boltann inní þar sem svo kemur sending á mann sem er fyrir innan vörnina, nema að Carragher er ennþá fyrir utan, t.d. meiddur eða er að reyna að losna frá áhorfendum eða framhjá blaðamönnum.
    Tel mig öruggan á því að í slíkum tilvikum, eins og í gær séu leikmenn ekki taldir í leiknum og þurfi alls ekki að biðja um leyfi!

  68. Úr knattspyrnulögunum
    http://www.ksi.is/knattspyrnulogin/11gr-rangstada/
    11. GREIN – RANGSTAÐA
    Rangstaða
    Það er ekki leikbrot í sjálfu sér að vera í rangstöðu.

    Leikmaður er í rangstöðu:
    ef hann er nær marklínu mótherjanna en bæði knötturinn og næst aftasti mótherji

    Ákvarðanir Alþjóðanefndarinnar
    Ákvörðun 1
    Í skilgreiningunni á rangstöðu leikmanns þýðir “nær marklínu mótherjanna” að einhver hluti höfuðs, búks eða fóta hans sé nær marklínunni en bæði knötturinn og næst aftasti mótherji. Ekki er miðað við handleggi í þessari skilgreiningu.

    Samkvæmt þessari skilgreiningu á rangstöðu er hann nær marklínu því utan vallar eru leikmenn ekki nær marklínu, ekki er miðað við handleggi og því er Carragher klárlega utan vallar.

    Áminningarverð leikbrot:
    6. kemur inn á eða kemur aftur inn á leikvöllinn án leyfis dómara
    7. fer viljandi af leikvelli án leyfis dómara

    Miðað við það sem ég sé í knattspyrnulögunum var Bendtner klárlega rangstæður. Hafði samband við reyndan dómara sem er sammála þessari túlkun minni, en hann sagði líklegt að dæminu sem Siggi nefndi væri sóknarmaðurinn talinn vera með óíþróttamannlega framkomu þar sem hefðin væri að ef að menn fara útaf vellinum óviljandi á meðan sókn er í gangi sé “eðlileg” hegðun að vera áfram utan vallar þar til sókninni er lokið. Þetta er auðvitað matsatriði sem afar erfitt er að segja að eitthvað sé rétt eða rangt algerlega. En þessi reyndi dómari var alls ekki sammála þér Benni Jón að leikmenn séu enn í leik við þessi skilyrði sem við erum að tala um, nefndi t.d. þegar menn fara útaf við að hreinsa í innkast, þá yrði pottþétt dæmd rangstaða ef þeir væru ekki komnir inná en væru nær markinu. Maður getur ekki verið nær marklínu nema að vera inná……

  69. Svo er ég sammála Arnóri með íþróttafréttamenn 365. Skelfilega einhliða lið, United fær allt aðra umfjöllun en önnur lið og því sjálfgefið að Liverpool fær ekki jákvæða. Finnst Gummi Ben og Höddi í algerum sérflokki, hinir almennt slakir.

  70. Samkvæmt þessari skilgreiningu á rangstöðu er hann nær marklínu því utan vallar eru leikmenn ekki nær marklínu, ekki er miðað við handleggi og því er Carragher klárlega utan vallar.

    En Carragher hefur ekkert fengið neitt leyfi til að vera utan vallar og er því ennþá hluti af vellinum þótt hann hafi skautað út fyrir, því honum er frjálst að koma inn á völlinn aftur án leyfis dómarans. Því tel ég að Benthner sé ekki rangstæður en það væri gaman að fá úr skorið.

    Það er nefnilega svo fáránlegt ef hægt að er gera eitt sem hann Svenni sagði:

    Hvað væri þá að aftra vörninni frá því t.d. að setja menn á sitthvora stöngina í aukaspyrnum utan af kanti sem taka svo bara skrefið afturábak inn í markið og hætta þar með að vera hluti af leiknum og sóknarmenn allt í einu orðnir rangstæðir án þess að hafa farið nær markinu en nokkur varnarmaður?

  71. Ég ákvað nú bara eftir þessa lestningu hjá Magga að hringja í ksi og athuga með þetta. Þar á bæ eru menn sammála mér enda er þetta skýrt. Þú verður að fá leyfi dómara til að fara útaf og vera ekki hluti af leiknum. Ef þú aftur á móti ferð útaf “í action” eins og Carra þarna þá ertu ennþá hluti af leiknum. Greinilegt að þessi ágæti dómari sem þú talaðir við er ekki sammála sínum yfirmönnum.

    Ég er með dómararéttindi og hef dæmt. Ég er engin Collina en hef þó dæmt og í mínum huga er þetta skýrt….sem og í huga ksi.

  72. Sennilega rétt hjá þér Maggi.

    Ég hafði þann skilning á þessu að Carragher væri á leiðinni aftur inná völlinn og því teldist hann með í þessari 2 manna rangstöðureglu. Ef Hyppia hefði reynt að taka ekki þátt í leiknum og falið sig í netinu væri hann “utanvallar”, ekki reynandi að taka þátt. Þess vegna talaði ég um að Hyppia hafi spilað hann rangstæðan með því að hlaupa um á línunni.

    Það gerðist svipað atvik í Englandi í fyrra þar sem sóknarmaður og varnarmaður voru að kljást og enduðu fyrir utan völlinn, síðan skokkar sóknarmaðurinn inná og skorar og fær markið gilt, því varnarmaðurinn sem lenti útaf var kominn inná völlinn. Minnir að þetta hafi verið í 1. eða 2 deildinni. Það var umræða um þetta úti og og krafa um að breyta þessari nýju rangstöðureglu til fyrra og einfaldara forms.
    Sóknarmaður má líka í aukaspyrnum vera rangstæður ef hann er á leiðinni frá marki. Bolton man ég að nýttu sér þá reglu og skoruðu 2 mörk þannig á síðasta tímabili.

    Benni Jón, “stop whining” kommentið er einfalt. Það er allir hér sammála um að droppa þessari Kuyt umræðu enda er hún orðin ægilega þreytt og Kuyt verður ekki seldur í sumar. PUNKTUR.
    Þú reyndir að opna hana aftur með því að skrifa nákvæmlega það sama og Babu. Lítið sem ekkert nýtt, bara þreytt gömul tugga. Stop whining. 🙂

  73. Leyfðu mér að athuga hvort ég skilji þig rétt Arnór.

    Ég má ekki segja mína skoðun á Dirk Kuyt(sem ég hef nú ekki verið mikið að, ef eitthvað) en aðrir meiga það? Afþví að mér finnst hann takmarkaður leikmaður, þá má ég það ekki, en þeir sem finnst hann góður meiga tala frá sér allt vit um hann???

    Og ekki seldur í sumar? Ertu skyggn? Sérðu lottó-tölurnar næsta laugardag líka???

    Enn ein fullyrðingin hjá þér sem þú ættir betur að sleppa!

    Þú hefur ekki hugmynd um hvort hann verður seldur í sumar frekar en ég. Ef hann heldur áfram að bæta sig eins og undanfarið þá er engin ástæða til að selja hann, enda fínn squad player þá. Ef hann hins vegar spilar eins og fyrstu ca 7 mánuði þessa tímabils, þá má hann fara mín vegna.

    Ég hef ekkert á móti Kuyt þannig. Hann vinnur vel og hefur greinilega stórt hjarta…en það fleytir honum bara ákveðið langt. Það sást í gær að hann var þriðji vinnumesti leikmaðurinn á vellinum þegar Alonso fór útaf, bæði Alonso og Gerrard vinnu meiri en hann. Ef maður tekur vinnusemina frá honum, hvað stendur þá eftir?

    Bottom line: Ef hann heldur áfram að bæta sig, flott mál, þá vil ég halda honum. En örfáir leikir núna í röð gera ekki kraftaverk, hann þarf að spila svona út tímabilið. Að spila illa í 7 mánuði en ná síðan 2-3 leikjum góðum og þá er allt í gúddí er eitthvað sem ég er ekki til í að samþykkja.

    En over and out með Kuyt…sagði skáldið Benedikt

  74. Sæll Benni Jón.
    Gaman að heyra það að KSÍ er ekki sammála skilgreiningu dómarans sem er nú einn þeirra virtari hér á landi!
    En það er nú nákvæmlega málið held ég, þetta er erfitt að segja til um og hreint fáránlegt að skilgreina það að Carragher hafi farið útaf “án leyfis”!
    En ég er starfandi dómari í deildakeppni hér á landi og vona bara að ég lendi ekki í þessu svo glatt. Eða þá sá dómari sem ég spjallaði við.
    En hins vegar verðum við líka að átta okkur á að þessar ákvarðanir eru teknar á “split-second” og ekkert hægt að diskútera þær. Knattspyrnulögin segja hvergi afgerandi til um hvað gera eigi varðandi leikmenn sem fara utan vallar í framhaldi af atvikum inni á leikvelli án leikbrots. Ég allavega fann ekkert!!! Gaman væri ef einhver fyndi það út, því samkvæmt einu skilgreiningunni ætti þá Carragher að hafa fengið gult fyrir að fara útaf án leyfis og svo annað fyrir að koma inná án leyfis……

  75. Þarf mikið að rífast um þetta? Bauninn reddaði þessu fyrir okkur hvort eð er.

    • Rétt í þessu var ég að horfa aftur á atvikið þar sem Torres var dreginn niður í teig Arsenal í seinni hálfleik. Reina tók langt útspark á Torres og á upptöku sést greinilega að Touré togar í hendina á Torres og kemur þannig í veg fyrir að hann nái boltanum. Pjúra víti. Þetta atvik var ekki endursýnt 20 sinnum eins og hitt atvikið!

    Já ég hefði viljað sjá þetta aftur líka, það var aldrei endursýnt. En eins og vanalega þegar maður græðir á svona vafaatriðum þá segir maður bara, þessi atvik jafna sig út yfir tímabilið.

    • Benni Jón, “stop whining” kommentið er einfalt. Það er allir hér sammála um að droppa þessari Kuyt umræðu enda er hún orðin ægilega þreytt og Kuyt verður ekki seldur í sumar. PUNKTUR.
    • Þú reyndir að opna hana aftur með því að skrifa nákvæmlega það sama og Babu. Lítið sem ekkert nýtt, bara þreytt gömul tugga. Stop whining.

    • Ég má ekki segja mína skoðun á Dirk Kuyt(sem ég hef nú ekki verið mikið að, ef eitthvað) en aðrir meiga það? Afþví að mér finnst hann takmarkaður leikmaður, þá má ég það ekki, en þeir sem finnst hann góður meiga tala frá sér allt vit um hann???

    Ég hef mikið haft þessa tilfinningu líka Benni!!! Það er ekki vinsælt hér að viðra sína skoðun ef hún er á öndverðu meiði við fjöldann. Ég er alls ekki að skjóta á síðustjórana, þeir hafa misjafnar skoðanir eins og þeir eru margir (eins og við hinir) og ritstýra þessu vel. Mikið frekar beint að hetjum eins og félaga Arnór o.fl. sem bara tekur ekki sönsum ef maður er ekki sammála honum og fer út í persónulegt skítkast.
    p.s. Arnór umræðan var svo orðin þreytt í báðar áttir, þessi dýrkun á hann var ekkert hressari en raunsæismatið.

  76. Þú ert sem sagt raunsær Babu en við hinir erum bara með dýrkun 🙂 En sammála, þreytt umræða, sem verður lögð hilluna af minni hálfu.

  77. Eitt er víst að kjúllarnir í arsenal munu fá að kynnast alvöru stemningu á alvöru Evrópukvöldi á Anfield.Stemning sem hefur mölbrotið mikið mun reyndari leikmenn niður en þá sem koma til með að spila þennann leik á þriðjudaginn fyrir arsenal

  78. Gylfi Orra var sammála Benna Jóni með þessa rangstöðu á Bendtner í gær. Hann vildi halda því fram að Carragher væri enn hluti af leiknum. Eitt í þessu samt, Bendtner var búinn að klúðra þessu þannig að það hefði ekki skipt neinu máli hvort leikurinn hefði verið látinn halda áfram.

  79. Varðandi þetta atvik með Bendnter, þá er ég bara fúll yfir því að Adebayour átti ekki skotið. Það hefði verið fáránlega fyndið. 🙂

  80. svo við tökum nú kuijt kallinn á dagskrá þá er hann góður haukur í horni.

    það er svo víst Babu að ekki er vinsælt hér að vera ósammála fjöldanum, líkt og þegar rafa var gagnrýndur fyrr á tíðinni eftir jafntefli við portsmouth, birmingham o.s.frv., þá fengu gagnrýnendur þess evrópska að heyra það, en umræðurnar hér eru góðar engu að síður.

  81. ekki er vinsælt hér að vera ósammála fjöldanum

    Nei, ef þið eruð ósammála fjöldanum, þá eru væntanlega margir sem eru ósammála ykkur og geta svarað ykkur. Ekki tala einsog þetta sé eitthvað einelti útí þá sem gagnrýna Kuyt. Þetta er einfaldlega spurning um tölfræði.

    gagnrýnendur þess evrópska

    evrópska?

    • þá eru væntanlega margir sem eru ósammála ykkur og geta svarað ykkur. Ekki tala einsog þetta sé eitthvað einelti útí þá sem gagnrýna Kuyt. Þetta er einfaldlega spurning um tölfræði.

    bullshit, fyrir það fyrsta þá hefur tölfræðin og svörin ekki verið svo sannfærandi og eins efa ég að “fjöldinn” sé eins afgerandi stór eins og af er látið hérna, svörin hafa á köfllum snúist í órökstutt röfl um blindni, fordóma, beitta hnífa í skúffu 😉 o.s.frv þegar menn þrýtur rökin.

    Í meginatriðim virðumst við nú samt flestir vera sammála þrátt fyrir allt.

  82. Kuyt má nú eiga það kallinn að hann virðist alltaf eiga einhverja orku eftir þegar allir aðrir eru búnir með sína.Svo má ekki gleyma því að hann er eiginlega fórnarlamb leikkerfisins þar sem hann er nú center að upplagi en er látinn spila á kanntinum,tek það samt fram að ég vil hafa einhvern “alvöru” þarna fyrir Kuyt,svo þótt Kuyt sé ekki að skora eins mikið og við viljum þá eins og ég sagði er hann frekar fórnalamb leikkerfisins,og svo má nú ekki gleyma að hann er nú annsi lúnkinn við að setja inn annsi mikilvæg mörk í mikilvægum leikjum eins og t.d á móti arsenal og svo inter ,skoraði einnig bæði mörkin á móti everton í fyrri leiknum og 3 markið á móti Marseille í frakklandi sem kláraði leikinn og kom okkur áfram,vítið á móti chelsea í cl í fyrra var nátturulega ógleymanlegt..

    Svo ég myndi seigja fyrir minn smekk að hann hefur nú gert ágætis hluti á crusial momentum sem skipta sköpun..En samt vil ég fá einhvern mikið mun hættulegri í þá stöðu sem hann er “látinn” spila…En það verður samt aldrei tekið af honum að hann gefur sig allann í þetta og það er nú virðingarvert…Bara ekki hanns staða

  83. Og að sjálfsögðu jöfnunarmarkið á móti porto í portugal þar sem við vorum nú einumfærri

One Ping

  1. Pingback:

Liðið gegn Arsenal

Mascherano í tveggja leikja bann í viðbót