Liverpool kaupir spænskan varnarmann

josemi.jpgLiverpool hafa staðfest [að liðið sé í viðræðum við Josemi, varnarmann frá Malaga.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145447040725-1423.htm). Talið er að kaupverðið sé um 2,6 milljónir punda.

Samkvmæt liðinu á Josemi aðeins eftir að standast læknisskoðun til að hægt sé að ganga frá samningum. Josemi, sem heitir í raun Jose Miguel Gonzales Rey, er 24 ára gamall spænskur varnarmaður.

Hann er samkvæmt því litla, sem hægt er að finna um hann, harður varnarmaður (10 gul spjöld í spænsku deildinni), sem getur spilað bæði sem bakvörður hægra megin og sem miðvörður.

Josemi virðist vera alsæll með að fara til Liverpool. Hann segir í viðtali:

>I was speaking to Benitez, he has put his faith in me and I will work to make sure things turn out well. It was an offer I couldn’t refuse. I am really happy because this is an unbeatable opportunity.

If I was ever going to leave Malaga, it was for something like this. Now everybody has to be happy, because it’s a proud moment for everybody connected with me.

It’s what I’ve always dreamed about and now I have the chance to play in a big team. I wasn’t expecting the move, but this has all happened in two days and everything has worked out in an instant.

**Jose Mi**guel hefur spilað með Malaga síðan hann var unglingur en hefur ekki leikið með spænska landsliðinu. Malaga lenti í 10. sæti í spænsku deildinni á síðasta tímabili. Rætt hefur verið um að hugsanlega geti El Hadji Diouf farið til Malaga. Jafnvel að láni í eitt ár.

Hvað í ósköpunum er í gangi hjá El-Hadji Diouf?

Le Tallec á förum frá Liverpool!? (uppfært)