Liðið komið, Plessis byrjar!!

Hver hefði þorað að spá þessu? Frakkinn ungi Damien Plessis fær að þreyta frumraun sína með Liverpool gegn Arsenal í dag. Hann er ein af 8 breytingum Rafa frá því í leiknum á miðvikudaginn. Rafa stillir upp í kerfinu 4-1-4-1 og liðið ætti þá að líta svona út:

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Arbeloa

Plessis
Pennant – Lucas – Benayoun – Riise
Crouch

Bekkur: Itandje, Hyypia, Gerrard, Voronin, Torres.

Eins og búast mátti við þá stillir Rafa ekki upp sínu sterkasta liði, sem er eðlilegt. En ég hlakka til að sjá hinn varnarsinnaða miðjumann Plessis spila sinn fyrsta leik, vonandi að hann nýti sénsinn vel!

12 Comments

  1. Er þetta ekki bara sama leikkerfið og hann hefur verið að spila, þ.e. 4-2-3-1 þar sem Plessis og Lucas eru aftari tveir miðjumennirnir en Benayoun dettur í holuna sem Gerrard hefur legið í í undanförnum leikjum. En ég er ánægður með þetta lið, fínt að hvíla lykilmenn og spennandi að sjá Plessis spila.

  2. Rafa tiene mucho cojones, annnað verður ekki sagt. Hef þó einhverja lúmskt góða tilfinningu fyrir þessu. segja 0-2 þá eða ?

  3. Hver er þessi Plessis??Aldrei heyrt hann einusinni getið..En verður gaman að sjá hann fyrst hann komi væntanlega úr varaliðinu sem er greinilega að brillera,en fyrst Rafa ætlar að stilla þessu svona upp þá finndist mér hann ætti nú að fara að gefa ungverska framherjanum sem ég get einganveginn skrifað nafnið á séns.

  4. Arsenal líka með veikara lið, ljóst að leikurinn á þriðjudag skiptir öllu!

  5. Næstum því bestu 27 min sem maður hefur séð liðið spila á leiktíðinni

  6. Þetta byrjar bara vel hjá okkar mönnum en KRÆST að hvíla alla þessa menn.

  7. Góður leikur, Plessis fær 9,5 frá mér miðað við frumraun í EPL
    Btw. Hvað er búið að vera að síðuni í dag?

  8. Já, síðan er búin að vera niðri í allan dag. Ég veit ekki af hverju. Ég henti inn stuttri færslu um leikinn, en ég veit ekki hvort að Maggi getur tekið skýrsluna uppúr þessu.

Arsenal á morgun í deildinni.

Arsenal 1 – Liverpool 1