0-1 Roberto Firmino 6′
0-2 Mo Salah 42′
Southampton mætti í leikinn í dag ósigrað í síðustu sex leikjum sínum og bjóst maður því við að sjá lið mæta af krafti með mikið sjálfstraust en það var svo aldeilis ekki. Fyrstu mínúturnar áttu leikmenn Southampton í stökustu vandræðum með að spila boltanum og leitu ekki út fyrir að vera lið að spila í ensku úrvalsdeildinni og Liverpool náði að nýta sér það strax á sjöttu mínútu þegar Alex Oxlade-Chamberlain átti sendingu inn á Salah sem Hoedt hefði átt að komast inn í en hann missti af boltanum milli fóta sér og Salah var fljótur að átta sig, renndi boltanum yfir á Firmino sem kláraði laglega. Eftir markið lagðist Liverpool liðið aðeins aftar og leyfði Southampton að vera með boltan og náði þeir að spila sig inn í leikinn.
Eftir sautján mínútna leik náði Romeu góðri fyrirgjöf á Hojberg á fjærstönginni sem tók við boltanum en Karius gerði vel, mætti og gerði sig stóran og Hojberg skaut beint á hann. Næstu mínútur voru hættulegar þar sem Southampton tóku öll völd á miðsvæðinu og náðu að bera boltan vel út á kantana og áttu nokkrar stór hættulegar fyrirgjafir.
Um miðjan fyrri hálf leikinn gerði Firmino sterkt tilkall til vítaspyrnu þegar Jack Stephens hélt utan um hann inn í teyg Southampton og Firmino lét sig falla, hugsanlega með fullmiklum tilþrifum fyrir minn smekk, en dómarinn dæmdi ekkert. Þetta hefði verið soft víti en maður sér oft dæmt á þetta og ef leikurinn hefði farið á annan veg hefði maður hugsanlega pirrað sig yfir þessu.
Stuttu eftir þetta atvik átti Karius góða markvörslu gegn skalla James Ward-Prowse en á þessum tímapunkti var maður farinn að hafa áhyggjur, Karius búinn að taka nokkrar vörslur til að halda okkur inni í leiknum og miðsvæðið tapað. Það voru hinsvegar galdramennirnir okkar sem minnkuðu þær áhyggjur rétt fyrir leikhlé þegar Salah og Firmino tóku fallegt þríhyrningsspil í gegnum vörn Southampton manna og Salah setti enn eitt markið í ár, þvílíkur leikmaður sem við eigum!
Seinni hálfleikurinn var síðan frekar daufur, því lengra sem leið á leikinn því minni mótstaða var í leikmönnum Southampton. Milner kom inn á 60.mínútu og kom með ákveðna ró á miðspil liðsins og fengu Liverpool nokkur færi til að auka forskotið en allt kom fyrir ekki og í lok leik sigldi Liverpool inn frekar auðveldum 2-0 sigri. Southampton átti ekki skot á markið í seinni hálfleik og því þrjú stig í hús.
Bestu menn Liverpool
Loris Karius var mjög flottur í fyrri hálfleik, fékk ekki að halda því áfram í þeim seinni því Southampton kom ekki boltanum á markið. Hann er því búinn að eiga tvo flotta leiki í röð og sjálfstraustið virðist vera að vaxa hjá þjóðverjanum. Svo kemst maður ekki hjá því að nefna þá Roberto Firmino og Mo Salah sem báðir skoruðu og lögðu upp í leiknum og voru grunnurinn á þessum sigri Liverpool í dag!
Umræðan
Miðsvæðið var vandamál í dag, mér fannst leikurinn öskra á Jordan Henderson, allavega þann Henderson sem við sáum í fyrri hálfleik gegn Tottenham. Hann er að stíga aftur upp úr meiðslum en miðað við meiðslasögu hans síðustu 18 mánuði þá er alveg spurning hversu mikið er hægt að treysta á hann. Ef Wijnaldum fer ekki að vakna af þessum svefni sínum, og ef Henderson kemur ekki 100% tilbaka, þá þarf að finna lausn á þessu vandamáli.
Karius er búinn að vera flottur núna í tvö leiki og það virðist hafa gert honum gott að fá traustið frá Klopp, ef hann heldur þessum frammistöðum áfram fram að vori þá gæti hann leyst stóran hausverk í sumar ef það þarf ekki að fara að finna nýjan mann í ramman. Auðvitað hugsanlega full snemmt að fara huga að þessu eins og er en samt eitthvað til að hafa í huga.
Sadio Mané þarf síðan að fara komast í takt við hina sóknarmenn liðsins, hann var alls ekki slakur í dag en hann virðist stundum ekki alveg vera spila sama leik og Salah og Firmino. Þegar hann smellur með þeim er það svakalegt að horfa á en það er búið að vera of sjaldan undanfarið.
Næsta verkefni
Næst er komið að Meistaradeildinni, á miðvikudaginn mætum við Porto úti í Portúgal. Risastórt verkefni og menn verða að vera á tánum, í meistaradeildinni er ekki í boði að vera með farþega í liðinu en ég hef fulla trú á að við sigrum Porto og komumst í átta liða úrslit í fyrsta sinn síðan 2009 þegar liðið fell úr leik gegn Chelsea. Hrikalega erfitt bara að skrifa þetta og átta sig á hvað síðasti áratugur hefur verið slakur, vonandi fer það að breytast!
YNWA
Virkilega fagmanleg framistaða hjá liðinu.
Karius var mjög góður og er gaman að geta sagt það um markvörð liverpool.
Dijk var eins og kóngur á miðjuni.
Firminho/Salah sáu til þess að ekki vantaði mörkinn.
3 stig og liðið þétt tilbaka en samt ógnandi sóknarlega það er fátt sem maður getur beðið um meira eða jú það væri frábært ef Man utd tapa líka, Takk fyrir það Rafa 😉
YNWA
Dijk kóngurinn í miðri vörninni átti þetta að vera 🙂
Eitt hérna sambandi við Mourinho. Hann er ekkert nema Tony Pullis with alot of money!!
Solid frammistaða en það var líka Soton að þakka, panikkið í byrjun hjá þeim varð þeim að falli og svo tuskan í andlitið hjá Salah. Held einfaldlega að í seinnihálfleik hafi þeir ennþá verið hræddir við Sakah og Firminho að þeir þorðu ekki að taka sénsinn enda um leið og þeir færðu sig framar að þá var líklegra að við myndum setja 3ja markið og hefðum sannarlega átt að gera það.
Ég er svo ósammála um þetta galna skot frá pistlahöfundi á Gini því mér fannst hann vera mjög stöðugur og góður í dag þá sérstaklega í seinni hálfleik, alltaf mættur í svæðið í vörninni og keyrði upp miðjuna og losaði vel bolta. Stundum finnst mér menn blindir á hvaða framlag hann gefur okkur þó hann sé ekki alltaf í mynd.
Annars virkilega góð stig í hús .
YNWA
Þetta var mjög góður dagur fyrir Liverpool…. 2 stig í annaðsætið 🙂
Mjög svo “Mature Liverpool”. Virkilega gaman að sjá leiðinlegan og óspennandi seinni hálfleik. Svona á að klára erfiða útileiki!
Er alls ekki sammála skýrsluhöfundi með Wijnaldum. Þetta var sennilega besti útileikur hans með Liverpool frá því hann gekk í okkar raðir. Fannst Karius, Firminio, Virgil og Salah bestu menn liðsins í dag. Matip, Mane og Robertson áttu hins vegar erfiðan dag. Er nokkuð viss um að Virgil og Lovren verði í byrjunarliðinu á móti Porto.
Verð að viðurkenna að ég var frekar svartsýnn fyrir þennan leik en okkar menn voru rock solid í dag og frábær 3 stig í höfn. Hef áhyggur af Mane því hann er engan veginn í synci við hina tvo þarna frammmi.
Get ekki beðið eftir miðvikudagskvöldinu! Vonandi verður Hendo með þar sem Can verður í banni.
Mæli með þessu https://www.youtube.com/watch?v=xowwKkuLnmM
Svona á að gera þetta strákar. Held að núna sé liðið að spila á pari eða jafnvel aðeins undir því sem sýnir okkur enn og aftur hve frábært liðið er. Þegar svo við bætist að sigrar koma þó liðið sé ekki á fullu og eigi jafnvel ekki súper leik er líka, má segja nýbreytni. Minnir jafnvel á Chelsea og MU sem geta verið hundléleg og hundleiðinleg en unnið samt, jafnvel leik eftir leik. Dijk fer að komast í takt við liðið og þá fylgja hinir varnarmennirnir með. Munið að þetta byrjar allt á vörninni. Það gengur nefnilega ekki endalaust að þurfa að skora 3-4 mörk til að vinna leiki, 1-0 getur alveg dugað ef vörnin og varnarvinnan er í lagi, 2-0 er þó betra og er ég sáttur. Áfram Liverpool..
Til hamingju LFC félagar. Takk Móri fyrir þitt framlag gegn Newcastle manni verður flökurt að vana að hlusta á Móran tala um að lið Newcastle hafi ætlað að ná í eitt stig en hafi náð þremur, Newcastle bara spila betur bætta uppskrift af knattspyrnu ManU. Sammála skýrsluhöfundi varðandi Mané og Karíus en fannst Wijnaldum ekkert eins áberandi viltur og í síðustu leikjum En góð skref rétta átt í dag.
Hversu langt er síðan að markvörður Liverpool var á meðal bestu manna og maður hafði akkurat engar áhyggjur af þeirri stöðu á vellinum? !!
Vonandi vísir af því sem koma skal!
Sæl og blessuð.
Myndi flokka þetta sem ,,vinnusigur” svo maður noti nú ekki orð eins og ,,ljótur sigur”. Liðið var höktandi og gangurinn var ójafn. Eigum mikið inni m.v. þetta. Það verður stórbrotið ef Mané kemst í sitt gamla form.
Gleðitíðindin eru svo þau að Karíus karlinn hélt okkur á floti í leiknum. Maður trúði vart sínum eigin augum þegar dauðafæri leiddi ekki sjálfkrafa til þess að andstæðingar skoruðu. Hefði S:ton maðurinn náð að pot’onum inn þegar boltinn fór yfir Robertsson, fremur snemma í leiknum, hefði það verið samdóma mat manna að ekki væri við markmanninn að sakast. Þetta væri dauðafæri. Höfum margsinnis gengið í gegnum þá umræðu undanfarið þegar fáránlega hátt hlutfall skota á markið enda í netinu.
Annars er maður alsæll. Nýja Móraliðið og það gamla eru með hikstakast sem maður vonar að rjátlist ekki af þeim í bráð. Verður áhugavert að fylgjast með viðureign þeirra næstu helgi!
hvar eru allir Karius hatararnir núna? hef sagt þetta lengi hann þarf bara að fá nokkra leiki í röð,fynna að hann sé maður nr 1 því að hann er góður markmaður og aðeins 24 ára sem er mjög ungt meðan við markmann. man nú vel að De gea nokkur var ekker súperstjarna í byrjun….
menn eru alltaf fljótir að kommenta um markmennina okkar þegar illa gengur en ekki þegar vel gengur… en áfram gakk…næsta mál….góðar stundir
YNWA
Við erum búnir að kaupa öll gæði út úr þessu liði, þannig að við áttum að vera betri og vorum það. Miðað við það átti þetta að vera skyldusigur.
Hahah, þetta er svo gott: https://youtu.be/vEAc_JZbHbQ?t=113
Fín frammistaða hjá liðinu í heild, Karius virkaði traustur með solid vörn fyrir framan sig og framlínan öflug. Miðjan var veikleikinn eins og bent hefur verið á og þarf að vera mun sterkari gegn Porto. Nú er annað sæti raunhæft markmið. Fulla ferð áfram.
Hvað er recordið okkar í appelsínu gulu finnst eins og við hofum alltaf unnið,skorað mörg og fengið fá á okkur
Besta við þennan leik?
Engin hjá Southampton spilaði þannig að við kaupum hann!
Eftir leik fljúgum við beint suður til Porto, hvílumst 1 dag, tökum fram ævingarprógrammið fram að leik, voila, vinnum Porto 2-0. Annars frábær sigur.
YNWA
Góð þrjú stig í hús leikurinn svona la la ekki góður og ekki svo vonlaus heldur.
Framlínu þrennan okkar nokkuð góð miðjan hefur átt betri dag, nokkuð sáttur með vörnina og Karíus flottur.
Mané er að sína úr hverju hann er gerður frábær leikmaður á góðum degi.
#12 sælir hér er ég, veit ekki með hina
#Nr12anton
*hönd* Hann var samt mjög góður í dag, rétt eins og Migno hefur ekki verið alslæmur allan þann tíma sem hann hefur staðið á milli stanganna og átt marga góða leiki. Ég hef samt ennþá mjög takmarkaða trú á honum Baktus í markinu. Eeeeeeeen vonandi hef ég bara rangt fyrir mér 🙂
Mér finnst merkilegt hvað menn hafa verið fljótir að afskrifa Karius. Hann hefur haldið hreinu í fjórum af átta úrvalsdeildarleikjum í vetur. Það er næstbesta hlutfall allra markvarða sem hafa spilað meira en einn leik, bara De Gea hefur gert betur og ég held að flestir séu sammála um að hann fái töluvert meiri stuðning frá sínum varnarmönnum en markverðir Liverpool fá. Ef hann heldur hreinu gegn West Ham í næsta leik þá verða þeir með nákvæmlega sama hlutfall. Ef Klopp telur sig geta gert Karius að frábærum markmanni þá hef ég fulla trú á að það takist. Ég hef allavega töluvert meiri trú á aðferðum Klopp en þeirra sem halda að allt megi laga með því að henda sem mestum peningum í vandamálið.
Næsta mál.
Fannst soton ætla að jafna í fyrri hálfleik en karíus stóð sig vel, aftur. Mjög óliverpoolskt að hvert færi kosti ekki mark en að sama ánægjulegt.
#12 Hann er buinn að eiga tvo góða leiki i svona 30 leikjum. Róum okkur aðeins kemur að þvi að allir eiga goðan leik fyrr eða síðar. Hann hefur ekki sannað neitt. Þarf að sýna stöðuleika aður en við hrósum honum svona. Hann var frabær i gær en eg vill stöðuleika
Frábært að sjá Karius verja skot, hélt að hann ætti þetta ekki til. Annars féll þetta svolítið með okkur í dag, hefði getað orðið miklu erfiðari leikur og því ber að fagna.
Ótengt leiknum. Ég næ ekki þessari neikvæðni gagnvart vörn og markvörslu. Fólk þarf aðeins að fara að skoða tölfræðina. Það hefur nefninlega orðið svo mikil breyting á til hins betra. Hér er svolítið sem sá á netinu. Í síðustu 38 úrvalsdeildarleikjum hefur liðið fengið á sig 39 mörk, sem er besti árangur Klopp síðan hann tók við liðinu. Síðast þegar liðið spilaði 38 leiki röð og fékk á sig færri mörk en 39 var 2013. Í síðustu 33 deildarleikjum hefur liðið haldið hreinu í 16 þeirra. Aðeins ManU státar af betri árangri (18 leikir). Í fyrstu 9 leikjum tímabilsins fékk liðið á sig 16 mörk (þar af 12 í þremur leikjum) en í síðustu 18 leikjum hefur liðið fengið á sig 15 mörk (þar af 8 í þremu leikjum). Sem er klár bæting (tapað einum leik í síðustu 18, gert 5 jafntefli, sem sum voru ansi svekkjandi, og unnið 12).
Það sem af er tímabilsins hefur liðið haldið hreinu í 13 leikjum, í jafn mörgum leikjum og Chelsea. Man City hefur haldið hreinu í 12 leikjum, Tottenham í 12, og Arsenal í 9. Aðeins ManU hefur haldið hreinu í fleiri leikjum eða í 15 talsins.
Niðurlag. Varnarleikur og markvarsla er svo langt í frá að vera eitthvað meiriháttar vandamál og er á pari eða betri samanborið við liðin í kringum okkur (topp 6).
Síðustu 5 ár mun ekki hafa teljandi áhrif, í sögulegu samhengi verður talað um fyrir eða eftir Van Dijk.
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna og ég sá það sama og skýrsluhöfundur. Gini var mjög slakur á miðjunni allan leikinn. Tapaði boltanum oft og var hræddur í návígum. Þannig að ég er algerlega sammála skýrsluhöfundi. En mér finnst mestu máli skipta að leikurinn vannst og 3 stig í húsi. Móri og liðið hans er í vondum málum og enda í baráttu við Chelsea um 4 sætið.
Það er tilbreyting í því að miðjan var hausverkur leiksins en ekki vörnin. Svo þarf nottla ekki að ræða sóknina. Þvílíkir snillingar þar á ferð og svo eigum við Mané inni og þegar hann dettur í gírinn verður þetta svakalegt. Þetta er búinn að vera góður dagur og bara tilhlökkun til leiksins við Porto
Það er nú þannig
YNWA
Mér finnst Firmino vera betri leikmaður en sá sem við seldum í jan.
Firmino er dag mikilvægasti leikmaður Liverpool og minn uppáhalds leikmaður. Hann elskar að spila fótbolta. Þvílík yfirferð, áræðni, leikni, leikskilningur og hugmyndaflug sem þessi leikmaður hefur. Ég er bara gáttaður á en um leið feginn hversu litla athygli hann vekur hjá hinum stóru liðunum. það verður að semja við hann til framtíðar.
Það er verið að tala um Mané að hann sé að dala eitthvað en þetta byrjaði er hann fór á VINSTRI kantinn, hann fílar hægri betur. Annars bara flottur leikur.
Mane hefur í sjálfu sér ekki verið upp á sitt besta upp á síðkastið en hann er klárlega leikmaður sem munar um. Bæði vegna hraða og einnig vegna mikillrar tækni. Mér finnst hann hafa verið óheppinn og er sannfærður um að það sé aðeins tímaspursmál þegar hann fer að skila inn meira af mörkum til liðsins.
Er ekki kominn á Karius vagninn þó svo að hann hafi átt einn góðan leik,en hrósa skal manninn fyrir góðan leik auðvitað.
Robertsson var herfilegur í fyrri sem og miðjan öll og Southampton var að yfirspila okkur lungan úr fyrri hálfleik og ef Karius hefði ekki átt þessar markvörslur,þá hefði staðan auðveldlega geta verið 2-2 í hálfleik.
AOC var herfilegur og Mané er bara skugginn af sjálfum sér oft á tíðum.
Van Dijk var solid og Firmino og Salah voru yfirburðamenn vallarins og Can átti þokkalegan leik heilt yfir.
Porto næst í Oporto 😉
Kristján nr 26. Þú talar um að vörnin sé ekki vandamálið en þeir sem hafa bent á vörnina hafa sagt að hún sé veikasti hluti liðsins en þarf ekki endilega að vera hundléleg þrátt fyrir það. Liverpool er stórlið og á ekki stöðu sinnar vegna að sætta sig við neitt annað en það besta. Að mínu mati tel ég eðlilegt að liðið fái á sig 0,6-1,0 mark í leik (svipað og í tíð Carragher og Hyppia) og keppi um bikar á hverju ári. Í síðustu 38 leikjum hafa hin toppliðin fengið á sig: Arsenal 46, Liverpool 39, Chelsea 37, MC 30, Tottenham 30, MU 25. Liverpool er því miður ekki enn á pari við þau bestu, en það kemur.
# 34
Það þarf að átta sig á því að við getum ekki borið okkur saman við vörnina þegar Carragher/Hyppia.
Liði var undir stjórn Houllier og Benitez stóran hluta af tímanum þar sem ótrúlega þéttur varnarmúr var byggður og skipulag upp á 10. Fyrir framan þá var Mascerano eða Didi og var ekki þessi glimrandi sóknarbolti eða hápressa í gangi. Þótt að það vantaði ekki hæfileika fram á við.
Við þurfum að þétta varnarleikinn og mér finnst við vera að gera það eins og þú bendir á en við munum fá á okkur fleiri mörk en við gerðum undir stjórn Benitez einfaldlega af því að Klopp sækir á fleiri köllum, spilar hápressu og það gerir það að verkum að varnarlínan okkar verður oft berskjölduð og fær stundum yfirtölu á sig. Fyrir utan að við höfum ekki enþá tekist að finna varnar miðjumann eins og við vorum með í Mascerano og Didi.
Mér finnst Klopp vera að gera góða hluti með liðið og eru mörkin sem við fáum á okkur að fækka án þess að bitna mikið á sóknarleik liðsins.
Samt ná menn að vera neikvæðir!
Ótrúlegt!
Winjaldum var frábær á miðjunni. Frábært framhald á leiknum hans við Man.City.
Skrítið samt hvað hann getur verið misjafn…en núna er hann kominn á rönn.
Geggjað að horfa á hann með sjálfstraust.
Sigurður nr 34. Gott þá erum við sammála, liðið okkar er frábært og hef ég haldið því fram undanfarin ár við litlar undirtektir. Varnarlega liggjum við enn örlítið á eftir þeim bestu annars værum við í alvöru baráttu á öllum vígstöðvum, það segir sig sjálft. Held að þegar hápressuleikurinn verður að fullu þróaður og gefur færri opnanir þá mun mörkum fækka. Klopp býr ekki bara til stílinn af því bara. Hann býr hann líka til með þeim leikmönnum sem hann hefur. Hann vill leikmenn með mikla hlaupagetu og duglega. Ég er ekki viss um að lúxusleikmenn sem hreyfa sig lítið geti þrifist lengi í svona kerfi. Milner tam fékk nánast nýtt líf eftir að hann kom til Liverpool enda duglegur og samviskusamur.
Þeir sem sakna Sturridge þá byrjaði hann gegn Chelsea en náði að spila í 2 mín áður en hann meiddist og fór útaf strax mín síðar :/
Þetta er ekki alveg að ganga hjá kappanum.