Davíð bendir í kommentum við síðustu færslu á algjörlega frábæra grein um Arsene Wenger og samanburðinn við Rafael Benitez. Að mörgu leyti er hún svipuð og [greinin hans Kristjáns Atla](http://www.kop.is/2008/04/06/18.01.04/) frá því um síðustu helgi, en það er líka frábært að sjá að blaðamenn í London eru að átta sig á hlutunum sem að Kristján Atli benti á.
Greinin heitir [3 games when Wenger myths were exposed](http://www.mirror.co.uk/sport/columnists/reade/2008/04/12/3-games-when-wenger-myths-were-exposed-89520-20380458/) og ég mæli með því að ALLIR lesi hana frá byrjun til enda. Ég ætla samt að leyfa mér að koma með nokkur kvót úr greininni.
>Wenger has clearly needed to dip into his £60million war chest but refused to on the grounds it might upset the balance of a team of kids who were developing together. Another myth. Most aren’t kids anymore. The average age of the starting line-up at Anfield was 25.
>The Frenchman’s real moment of truth will come tomorrow if he fails to beat Manchester United, meaning his trophy haul these past four years comprises one FA Cup. Benitez can match his FA Cup over the same period, throw in a European Cup and possibly add a second one next month. So how come Wenger is perceived in this country as one of the great managers of modern times yet Benitez is consistently derided?
>The Spaniard recently masterminded wins home and away against Italian league leaders Inter Milan. Wenger beat their ageing Milan rivals (who lie 20 points behind them) in the San Siro but failed to do so at the Emirates. Yet whose achievement had English football in raptures? Wenger’s of course.
>The Arsenal boss rested five first-team regulars against Liverpool last Saturday to keep them fresh for Europe. It cost them the points which probably cost him the title but no one said a peep. When Benitez did that earlier in the season he was slaughtered for being a Tinkerman.
>Liverpool clawed their way back into Wednesday’s game via Sami Hyypia’s free header at a corner, yet no one pointed out the deficiencies of Wenger’s man-to-man marking system. Whenever Liverpool concede from a set-piece, Benitez is savaged for employing zonal marking.
og einnig:
>Maybe, now the blood is drenching the boardroom carpets, they will realise civil war has been raging at Anfield all season, and Benitez has been caught in the middle. His mental health publicly questioned, judgments undermined, spending ridiculed and forward planning sabotaged. They even admitted to actively seeking his replacement.
>Yet his reserve side has just walked the northern section of the Premier Reserve League league, he stands on the brink of a Champions League Final and qualification for next season’s competition. I’m sure his many critics will dismiss it as a fluke. Just like his two La Liga titles and UEFA Cup wins were at Sevilla Valencia.
Útstrikun og leiðrétting mín.
Ég endurtek að ég mæli með því að menn lesi alla greinina.
Af hverju þurfa allir að taka það nærri sér að Wenger sé kannski dáldið mikið hampað þó ekki hafi endilega verið titill á hverju ári? Það er staðreynd að Wenger býr til frábærlega skemmtileg fótboltalið, hefur búið til 2-3 slíka á sínum tíma hjá Arsenal. Kannski stundum gert of mikið úr honum, ég veit það ekki. Í fótboltanum eins og hann er orðinn í dag, svo mikið í húfi og fæst lið þora að spila fótbolta finnst mér þetta samt ansi verðmætur eiginleiki hjá Wenger.
Skoðið samt eitt, í hvaða stöðu var Arsenal þegar Wenger tók við? Það var mun ,,lægra” skrifað í úrvalsdeildinni en Liverpool hefur verið í áraraðir en Houllier, Benitez og fleiri hafa samt ekki náða að fleyta Liverpool á topp deildarinnar eins og Wenger gerði fyrir Arsenal. Þrír deildartitlar gegn engum hjá Liverpool finnst mér dálítið sitja eftir.
Já, það er með hreinum ólíkindum hvað Benitez hefur þurft að þola af gagnrýni, á meðan að enginn heldur vatni yfir Wenger og öllu sem hann gerir.
Hvaða rosalega vonda hlut gerði Benitez af sér til að verðskulda svona meðferð? Maður spyr sig …
Frábær grein!! Algjör snilld! Og Arsenal-maður (#1) er bara ekki að ná punktinum í þessu!!! Þetta er spurning um að samræmis sé gætt í umfjöllun fjölmiðla um þjálfarana og liðin (finnst mér). “Það er staðreynd að Wenger býr til fra´bærlega skemmtileg fótboltalið”… ég held við verðum að fá að segja að það sé matsatriði. T.d. spyrjum við okkur: hvað er skemmtilegur fótbolti? Ef það er að skora mörk, þá hefur Liverpool í ár skorað fleiri mörk í öllum keppnum en Arsenal…
Arsenal-maður, hugsanlega má túlka þetta frekar sem ábendingu á hvað Benitez er dæmdur hart.
Arsenal maður.
Þetta er einhver mesta þvæla sem ég hef nokkurn tíma lesið/heyrt.
Arsenal hefur alltaf verið risastór klúbbur á englandi. Þegar að wenger tók við taumunum var liðið í dálítilli lægð en hvað um það.
Vissulega spila arsenal skemmtilegann bolta.. (þó svo að ég sé ekki beint aðdáandi svona 15+ sendingar og reyna að spila sig inní markið.) en hvað um það. Það hefur alltaf loðað við arsenal lið Wenger að þau bara hreinlega kunna ekki að tapa. Það er ekki furða að arsenal á árum Viera var með langt og það by far langt versta agann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lið hefur haft innan sinna raða mestu skíthæla sem ég hef séð spila fótbolta.
Svo er það að fjölmiðlar enskir og íslenskir hafa keppst um að fabúlera Arsenal fyrir þennan hraða stutta og so so skemmtilega bolta. Og þegar ekki er verið að kyssa fæturnar á arsenal þá er verið að hrósa United og Ronaldo sem svo sannarlega eru betur að því komnir en Arsenal.
Á móti þá keppast þeir um að skíta yfir Chelsea/Avram Grant sem kannski á ekki rétt á sér og Liverpool, þó sérstaklega Greyið Rafael Benitez. Gagngrýni þessa svokölluðu ‘experts’ sem spilu göngubolta back in the day og hafa ekki hundsvit á hvernig hvernig á að stýra knattspyrnuliði sjá að öllu sem Benitez gerir (sjá þessa endalausu þvælu um rafa og rotations) á meðan að t.d. Ferguson gerir það sama og öllum er sama.
Þannig að Nei allt þessa media fever um snillinginn wenger á að mínu mati ekki rétt á sér.
Ég vil nú ekkert drulla of mikið yfir hæfni Wengers, mér finnst hann frábær stjóri, sívælandi cunt sem tekur tapi einstaklega illa og kennir öllu og öllum öðrum um en sjálfum sér, en gríðargóður stjóri sem lætur lið sitt spila flottann bolta sem erfitt er að verjast.
Það réttlætir samt enganvegin meðferðina sem Rafa hefur fengið á sig, hann er líka frábær stjóri og jafnvel betri en Wenger. Þetta eru tveir gríðarlega ólíkir menn sem í raun ættu báðir hrós skilið.
Þessi “sérfræðingaálit” sem setja út á ALLT sem Rafa gerir, gera oft á tíðum lítið annað en að útvarpa (eða sjónvarpa) heimsku viðkomandi “sérfræðings”.
En þessi grein er frábær í Mirror en segir lítið sem flestir poolarar vissu ekki.
já það hefur nánast öllum verið ljóst undanfarnar vikur að wenger klikkaði, og reyndar spáðu þessu mjög margir í upphafi leiktíðar, þ.e. að blaðran myndi springa á lokasprettinum ef ekki fyrr – voru ýmis rök færð fyrir þessum spádómum. punktar í grein kristjáns voru góðir en alls enginn nýr spádómur sem blaðamenn í englandi höfðu vaðið í reyk yfir.
hvað varðar rafa þá er hann svo sannarlega góður evrópskur stjóri, en hefur flaskað í deildinni með því að vanmeta lægra skrifuð lið, og flaskað gegn þeim stóru hvað sem því veldur. þetta með lægri liðin a.m.k. skrifast nánast algjörlega á rafa og ekki hægt að kenna stærð hóps þar um, hann hefur einfaldlega hvílt rangt og líklega ekki undirbúið leikmenn og skipulagt rétt gegn ,,minni liðum”.
impz – endalaus þvæla um hrókeringar: þetta er engin endalaus þvæla og búið er að koma með góð rök um hvað er að hrókeringum hans, vissulega hafa sumir gert of mikið úr hrókeringunum, en grein tomkins um málið var álíka mikill dómur og guðspjöllin í nýja testamentinu eru. væri gaman að sjá nýja úttekt á hrókeringum rafa í ár miðað við árið í fyrra, og hvort betur hefur gengið á tímabilum þegar sama kjarna haldið.
Já hlutirnir eru fljótir að breytast og menn fljótir að gleyma 🙂 Held að menn ættu nú að fara varlega í að gagnrýna pressuna fyrir að vera með leiðindi útí Benitez og líta sér nær. Man ekki betur í des og jan að þá voru yfir 100 comment eftir hvern einasta leik í hjá Liverpool sem náði hámarki eftir niðurlæginguna gegn Barnsley í bikarnum. Flestir þeir sem kommentuðu á þessum tíma voru nú ekki beint að hrósa og dást að Benitez.
Alveg sammála að Benitez hefur ekki fengið sambærilega meðferð í fjölmiðlum samanborið við Wenger. Ég vil hins vegar meina að ruglið í kringum núverandi eigendur á stóran þátt í því í vetur.
Vissulega er það rétt einare.
Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að heimsækja liverpool.is.
Það var alveg svakalegt ‘the sky is falling’ dæmi í gangi alveg frá jólum þegar að hlutirnir gengu sem verst.
það er hins vegar allt annar hljómur í mönnum núna þegar að hlutirnir ganga þokkalega.
Verð nú að viðurkenna að ég las ekki þessa grein arnbjörn. En það er einfalt að sitja í fílabeinsturni og kenna hrókeringum um frekar en að leikmenn liverpool hafi einfaldlega ekki staðið sig sem skildi á tímabili.
Margt til í þessu en hver tekur mark á blaðamanni frá London sem man ekki hvar Benitez var að þjálfa? Kallast það fagleg vinnubrögð?
Frekar tek ég mark á Henry Birgi.
Maður vitnar ekki í grein sem er full af staðreyndarvillum sem þessum.
Grolsi: …. “Full af staðreyndarvillum”??? — Það hefur náttúrlega aldrei komið fyrir neinn (hvorki þig né blaðamann) að skrifa eitt en hugsa annað … yikes… ég er ekki að djóka, en ég var í afgreiðslunni á bókasafninu um daginn og var að tala við samstarfskonu mína sem við skulum kalla Binnu … síminn hringir og ég er að klára að tala við hana en tek upp tólið og segi: “Amtsbókasafnið, Binna…” (ég er sko vanur að segja, Amtsbókasafnið Þorsteinn þegar ég kynni mig) … hvað ætli þetta geri mig?
Punkturinn er heldur ekki sá að þetta sé vandaðasti og merkilegasti penninn… heldur tilvísun í góða grein og merki um að einhverjir blaðamenn séu þó farnir að opna augun… ég þakka KAR fyrir þessa hugarfarsbreytingu!! 🙂
Um leið og ein beljan fer að pissa þá pissa þær allar. Þetta er jákvætt því hvað sem þjálfarinn heitir þá vil ég sjá að þeir njóti sanngirni (sem hefur ekki verið hingað til). Skemmtileg lesning.
Einstaklega góð grein og tími kominn á að aðrir miðlar en Echo og Daily Post taki upp hanskann fyrir Rafa.
Það er ágætis punktur hjá einare að menn ættu að líta sér nær, það var vissulega allt vitlaust hérna fyrir áramót í umræðum um Rafa, mér sem gallhörðum stuðningsmanni Rafa (líka þá) leið stundum eins og núna þegar ég er að rífast um getu Kuyt við “lang flesta” (eða þá háværustu).
Umræðan þá og eiginlega bara alveg frá því Rafa var ráðin, stjórnaðist samt að mestu af misgáfulegum greinum sem hægt var að lesa eða hlusta á í flest öllum fjölmiðlum, ALLT sem Rafa gerði var gagnrýnt að því er virtist. Flestir fjölmiðlar, líka þeir stóru, innihalda lata og misgáfaða blaðamenn sem nenna ekki mikið að afla sér upplýsinga og skrifa því oft illa ígrundaðar greinar sem oftast falla vel að almannarómi en vantar þó oft á tíðum þræl góðan slatta af aukastaðreyndum og hugsanlegum ástæðum fyrir slæmu gengi. Torres er t.d. gott dæmi um þetta, en hann var hvíldur í heila tvo leiki, engu að síður var Rafa þráspurður og er það jafnvel ennþá hvort árangurinn hefði verið betri en Torres hefði ekki verið svona mikið hvíldur. (margir áttuðu sig ekki á því að hann var meiddur í smá tíma líka).
ATH: það var þó ekki bara neikvæðni í umfjölluninni um Liverpool því það var hægt að lesa einstaka greinar sem héldu uppi vörnum fyrir Rafa og liðið þegar á móti blés. Þær greinar voru þó auðvitað bara frá þeim sem fylgjast hvað nánast með Liverpool, það er þeim stuðningsmönnum sem skrifa um félagið, t.d. þeim sem sjá um þessa síðu (mjög Rafa sinnaðir að mig minnir) og t.d. Paul Tomkins sem líklega hefur verið hvað duglesgastur við að grafa upp staðreyndir sem eru jákvæðar fyrir Rafa, var of ljósið í myrkrinu hvað umfjöllun um Liverpool varðar fyrir mitt leyti.
Ofan á þessa hrikalega neikvæðu umfjöllun á Liverpool (sem ennþá var ekki búið að tapa leik í EPL) var settur á fót sirkus í kringum liðið utanvallar sem er jafnvel ennþá stærri núna eftir áramót heldur en hann var fyrir. Fíflin sem stjórna klúbbnum virðast ekki opna munninn nema það sé míkrafónn fyrir framan þá og þetta hjálpaði því klárlega ekki til og neikvæði-fjölmiðlaumfjöllunar-snjóboltinn hélt áfram að rúlla stjórnlaust niður bratta brekkuna.
Það er ROSALEGA erfitt fyrir stjóra að lifa af pressuna þegar hún er orðin svona mikil og nánast öll neikvæð, einn fjölmiðill apar upp eftir öðrum og sérfræðingar sem margir hverjir hafa þegar sannað getuleysi sitt í þjálfun, jafnvel hreinlega hjá Liverpool, eiga ekki í nokkrum vandamálum með að opinbera sýna skoðun á stjórnunarháttum Rafa og t.d. hvað þetta hefði nú aldrei gengið fyrir 5-10-20 árum.
Rafa hefur samt alltaf gert þeim þann óleik, og er jafnvel að fá meira hrós fyrir það nú en áður, að ná árangri með liðið.
CL meistari á fyrsta tímabili með lið í meiðslavandræðum, annað sætið árið eftir og mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í EPL…..já og FA Cup titill. Þriðja sætið í deild árið eftir og hársbreidd (á sköllóttum manni) frá því að vinna CL AFTUR.
Árið í ár hefur síðan líklega verið hans erfiðasta og spilamennskan á tíðum slæm og hugmyndasnauð, samt erum við ennþá í 4.sæti og með 1/4 möguleika á því að vinna CL. Þetta ár btw. telst sem failiure hjá Liverpool og því sé ég ekki afhverju í fjandanum hann ætti ekki að fá að halda áfram því sem hann er að byggja upp núna, annað væri bara hrein og klár heimska sem aðeins eigendum liðsins (og reyndar Roman) væri mögulegt að klúðra.
Það helsta sem Rafa hefur verið gagnrýndur fyrir er deildin, það eru allir sammála um að árangurinn þar hefur alls ekki verið eins góður og vænst var. En ef miðað er við samkeppnina sem nú er í í enska boltanum, er þá ekki óskaplega eðlilegt að það taki bara þrællangan tíma byggja upp samkeppnishæft lið, allavega 2-5 ár???
First höfum við United sem hefur haft mjög gott lið í mörg ár áður en Rafa kemur til Englands og eyðir allajafna rúmlega helmingi meira í leikmenn en Liverpool hefur getað, berið saman kostnaðinn á leikmannahópunum, ég er allavega að henda þessu fram án þess að rannska það frekar. En lið sem hefur Tevez, Andreson og Giggs á bekknum undir lok leiktíðar í úrslitaleik geng Arsenal er með betri hóp en Liverpool í dag).
Næst höfum við CSKA London sem er jafnvel ennþá ýktara dæmi en United á leikmannamarkaðinum, eins voru þeir komnir með gott lið áður en Rafa tók við og því með mjög gott forskot. Þeir eyða líka mun meira í leikmenn en Rafa fyrir hvert tímabil (flest allavega). Við erum btw ekkert svo gríðarlega langt á eftir Chelsea í dag.
Næst höfum við svo hið frábærslega æðislega Arsenal sem við höfum hreinlega nú þegar náð að getu, eða erum a.m.k. alveg jafnfætis þeim í dag. Þeir voru með ósigrandi lið í höndunum rétt áður en Rafa tók við og því klárlega með forskot á okkur, það forskot var t.d. 25 stig á fyrsta tímabili Rafa en við vorum 15 stigum fyrir ofan þá árið eftir. Arsenal er líka eina liðið sem við höfum náð að keppa við á leikmannamarkaðnum af þessum þremur.
Er því ekki ágætt að ná tvisvar (kannski þrisvar) í úrslit í bestu keppni í heimi með lið sem endar alltaf í 3-4 sæti í deildinni, einn FA Cup titil sem er nú enná svolítið merkilegur og vera á sama tíma KLÁRLEGA með stöðuga uppbyggingu í gangi á liði sem í dag er tiltölulega ungt og gott hvað beinagrind varðar? Það er augljós þörf á sterkum viðbótum við þennan hóp til að geta keppt við United og Chelsea, sllíkt kemur ekki á einni nóttu, en við höfum að því er virðist náð flest öllum öðrum liðum í evrópu. Þar fyrir utan virðist Rafa vera að byggja upp gríðarlega sterkt starf í kringum bæði varaliðið og unglingaliðið sem líklega skilar einhverju inn í hópinn á komandi árum ef Rafa fær tækifæri til að halda áfram sínu starf.
Framtíðin er björt hvað Liverpool liðið varðar, sama verður því miður ekki sagt um klúbbinn sjálfan meðan hann er í höndum núverandi trúða, en það ástand leysist innan tíðar, ég lofa.
um hvað var þessi þráður annars? 😉
Bravo, frábær póstur sem er hreinlega efni í sér pistil ef út í það er farið. Skemmtilega framsett og ég sammála flestu sem þarna kemur fram. Flottur Babu.
Einn besti póstur sem maður man eftir í commentakerfinu hérna. Nánast að maður maili reference á þetta til þessara bjána á STÖÐ 2 SPORT 2 Extra 2 + 2