Blackburn á morgun

Hérna nú hér, seint koma sumir en koma þó. Búinn að vera í algjöru bulli með tæknina á heimilinu, en þetta tókst samt fyrir rest, hjúkk ett, enda bjargar það væntanlega helginni hjá 30% af þjóðinni. En hvað um það, ég er ENNÞÁ með timburmenn eftir leikinn á þriðjudaginn, ég er ennþá með bros á vör. Það var ekki fyrr en í dag að ég áttaði mig á því að við erum að keppa í deildarkeppni á Englandi. Ég nefninlega sá að Eversh… gerði bara jafntefli við fallkandídatana í Birmingham. Voða góð byrjun á deginum.

Hvað um það, ég er hreinlega ekki með mikið sem ég þarf að hleypa út hérna, þannig að upphitun verður að þessu sinni í styttri kantinum. Þetta er bara ekkert flókið. Með sigri á morgun þá tel ég að við förum ansi langt með að gera okkur hreinlega pressulausa. Af hverju? Jú, 5 stiga munur, lítið eftir og menn geta spilað nokkuð afslappað. Við erum aldrei að fara að tapa nægilega mörgum stigum til vors til að setja þetta í hættu, EF við sigrum á morgun.

Whatever, ég hreinlega óska þess að við klárum þetta á morgun. Þeir eiga tvo fína sóknarmenn, og góða kantmenn og geta því verið hrikalega hættulegir. Þetta er bara staðan eins og hún er og við verðum að vera á varðbergi til að innbyrða þessi þrjú stig. Mér er eiginlega slétt sama hvernig þeir ætla að stilla upp í þessum leik. Menn verða bara að byrja leikinn strax á fyrstu mínútu og ég verð bara að segja það eins og er að ég er kominn með svo mikla ofurtrú á þessu liði að ég bókstaflega spái liðinu sigri í hverjum einasta leik sem það fer í. Skrítið? Nei, við erum einfaldlega bestir þegar við erum komnir með Meistaradeildaadrenalínið á fullt. Núna þurfum við að skila því inn í leik gegn Blackburn.

Ég veit ekki til að það séu meiri meiðsl en hjá þeim Kewell (surprise, surprise) og Agger. Ég vona því bara að Rafa komi til með að stilla upp NÁKVÆMLEGA sama liði og gegn gegn Arsenal í vikunni. Það er einfaldlega okkar sterkasta lið í dag, simple as that. Bara nákvæmlega það sama. Klára þetta svo, við skorum 2 og þeir skora ekkert. Hvað eigum við að segja? Jú, Torres kemur með kvikindi númer 30 og svo fylgir Alonso á eftir og smellir einu.

24 Comments

  1. Tel liðið á móti Arsenal ekki það sterkasta sem við eigum. Kuyt út og Babel inn

  2. Þeir hafa nú oft reynst okkur erfiður ljár í þúfu!! Ég get ekki sagt að ég stökkvi hæð mína í loft upp yfir því að mæta Blackburn. Ég er einhvern veginn alltaf á nálum með að missa menn í meiðsli þegar við mætum þeim. Þeir spila fast og að því er virðist oft taktík hjá þeim að gera hitt liðið hrætt við sig!

    En ég hef fulla trú á okkar mönnum. Ég er sammála SStein og spái 2-0 sigri. Það kæmi mér ekki á óvart þó gulldrengurinn okkar byrjaði á bekknum á morgun. Af hverju? Veit það ekki… bara svona tilfinning. Spara hann. En það kemur í ljós. Crouch með Gerrard í holunni getur verið “deadly combination” einnig. Hvíla Kuyt líka og láta Pennant eða Yossi eftir kantinn. En kannski er þetta bara bull í mér. Kannski heldur Rafa sig við svipað lið eins og undanfarið. Hefur verið að virka fínt. En það kæmi mér ekki á óvart þó Rafa hvíldi menn á morgun eftir stranga törn.
    Liðið kannski svona:
    Reina
    Arbeloa/Finnan, Carra, Skrtel, Riise
    Pennant/Yossi, Alonso, Lucas, Babel
    Gerrard, Crouch
    Bekkur: Itjande, Hyypia, Kuyt, Aurilio, Torres

    Koma svo Liverpool
    Það er alltaf gaman að vinna Blackburn… af hverju skyldi það vera (Mark Huges? 🙂 )

  3. Já við tökum þettað.Annars ,ef þessir bandarísku kallar hefðu ekki verið í þessum sandkassaleik, þá held ég að LIV væri 5-8 stigum ofar en þeir eru núna.Sammála með liðið ,,,,,eins og síðast. Koma svo Liverpol

  4. Megum ekki slaka á í þessum leik og gleyma okkur í gleðinni að hafa slegið Arsenal út. Blackburn eru stórhættulegir. Santa Cruz, Benni og Bentley eru allt hörkuleikmenn. Við eigum samt að vinna þá á heimavelli og geta verið slakir í 4.sætinu. Vil sjá Babel byrja og Crouch á bekkinn. Þetta lið hefur verið að brillera undanfarið og finnst mér að við ættum að halda okkur við það. Fínt að hafa Crouch klárann í seinni ef þarf. Við tökum þetta 2-0. Alonso minnir á sig og svo kemur Torres með mark nr.30 og allt verður vitlaust á Anfield.

  5. Aðeins út fyrir efnið, en þetta er stórmerkilegt skot frá Moores…. http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3413927,00.html
    með þessu eru þeir “félagar” líklega búnir að fá gjörsamlega alla á móti sér og ættu að hypja sig hið fyrsta.
    Ef maður á að reyna að vera sanngjarn þá er líklega staðreyndin sú að líkt og Moores, þá hafa þessir ullarhattar bara ekki efni á því að eiga þennan klúbb.

    En varðandi Blackburn leikinn þá vil ég stilla upp okkar sterkasta liði og þá frekar hvíla menn Fulham leiknum, treglega þó þar sem ég verð á þeim leik.
    Svo þarf líklega ekki neinn vísindamann að sjá það út að ég er sammála Nr.1 Hilla varðandi okkar sterkasta lið 😉

  6. Þó maður sé alltaf glaður við það eitt, ef enginn fótbrotnar þegar við spilum á móti Blackburn, þá myndi ég nú samt vilja tvöfalda gleði á morgun. Þ.e.a.s. að enginn fótbrotni, og að við ynnum.

    Ég spái þessu 2-0 fyrir Liverpool FC, og það hlýtur að fara að koma að því að Riise setji eitt úr einhverri þeirri allra svakalegustu fallbyssu sem sést hefur;)

    Insjallah…Carl Berg

  7. Blackburn er sýnd veiði en ekki gefin. Við hljótum að stilla okkar sterkasta liði til að fara langleiðina með að tryggja okkur 4.sætið og eftir þá getur Rafa byrjað að leika sér með að gefa ungum strákum tækifæri.

    Mér er slétt sama hvernig við innbyrðum þessi 3 stig… ég vil þau bara.

  8. Ég er svartsýnn fyrir þennan leik.
    Ástæður:
    – við vorum að tryggja okkur í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vikunni
    – hitt Liverpool liðið tapaði stigum í gær og með sigri í dag ættum við að fara langt með að tryggja fjórða sætið
    – allir búast við sigri gegn miðlungsliði Blackburn á heimavelli

    Þess vegna spái ég 1-1 (Skrtel á 77. mín) en vonast auðvitað eftir 5-0 sigri

  9. Helgi J .ég vona að þú hafir enga spádómsgáfu,en ég tek undir með 5-o sigri ,og að TORRES skori öll mörkinn, og verði með því markahæðstur í deildini…..Koma svo LIVERPOOL

  10. Ætti þá liðið ekki að vera bara svona(eða mér finnst það)

    <

    div class=”lid”>/div>
    Reina
    Finnan Carragher Skrtel Riise
    Mascherano Alonso
    Gerrard Crouch Babel
    Torres

  11. Liðið komið!!!!!!!!!!!!
    Reina
    Arbeloa, Skrtlel, Carragher, Aurélio
    Kuytk, Alonso, Lucas, Gerrard, Babel
    Torres

    Bekkur: Itandje, Hyypia, Riise Benayoun, Voronin

    Hummmm !!!!!!!!

    Ps. ummæli nr 3170000 samkvæmt teljaranum á síðunni 🙂

  12. Þetta er þá líklega frekar miðja og sókn:

    Alonso Lucas
    Kuyt Gerrard Babel
    Torres

    en það er bara smáatriði, flott lið

  13. Crouch er síðan ekki í hóp enda er hann meiddur

    Rafa Benitez makes three changes from the Arsenal victory in midweek, with Lucas, Alvaro Arbeloa and Ryan Babel coming in for the suspended Javier Mascherano, Sami Hyypia and the injured Peter Crouch.

  14. Þett verður ekki skemmtilegur leikur og ég spái honum 1-1. Reyndar hefur Liverpool frábært tækifæri til að klára þessa baráttu um fjórða sætið en ég er hræddur um að það takist ekki í dag.

  15. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Aurelio, Skrtel, Carragher, Lucas, Alonso, Gerrard, Babel, Kuyt, Torres. Subs: Itandje, Riise, Hyypia, Voronin, Benayoun.

  16. Þetta lið lítur vel út, Benitez greinilega ákveðinn í að taka 3 stig og ekkert minna. Crouch hefði samt átt það fyllilega skilið að fá að spila þennan leik ef ekki hefði verið fyrir meiðsli, annars er þetta okkar sterkasta lið, fyrir utan Mascha kannski.

    Ef við náum jafn góðu momentum og gegn Arsenal þá getum við vel skorað 3 mörk gegn þessu liði, en ættum allavega að fara með sigur af hólmi.

  17. Hvað er Alan Wiley eiginlega að hugsa?
    Klaufi Gerrard eftir flotta skyndisókn hjá Torres og Kuyt.

  18. Þessar fyriframm (Ó)hresssandi pælingar (smanber nr. 18 – EKKI ILLA MEINT) eru alltaf jafn frábærar á eftir jafn frábærum sigri samanber síðasta sigur okkar á ARSENAL 😀 Ég er allavegana á því að við séum núna með pálmann í höndunum …ég sé EKKERT því til fyrirstöðu ANNAÐ EN SIGUR ALLA NÆSTU LEIKI. Í dag sannar UPÁHALDSLIÐIÐ MITT OG OKKAR HVAÐ Í ÞEIM BÝR og við vinnum sannfærandi sigur og ekkert minna en það. Góð videó á “youtube” og annað gott efni sem menn hafa sankað að sér ættu að duga til að koma mönnum í gírinn http://youtube.com/watch?v=xckg1sKYOx0
    … ég lifi ennnþá á þessum frábæru tilþrifum frá okkar ALLRABESTU MÖNNUM

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
    TELJARI 3170600 ( SVAKALEGA ER MIKIÐ RENNNSLI Á SÍÐUNNI HEHEHEHEHEHEH)

  19. Gaman að sjá Voronin skora, hefur ekkert verið allt of bjart yfir kauða undanfarið.

Meira um Wenger

Liverpool 3 – Blackburn 1