Klopp hefur valið liðið sem mun byrja seinni leikinn gegn Porto í sextán liða úrslitum Meistardeildarinnar í kvöld en liðið stendur ansi vel að vígi eftir 5-0 sigur í Portúgal. Það er því nokkuð skiljanlegt að Klopp gefi nokkrum leikmönnum smá hvíld og öðrum séns fyrir leikinn gegn Man Utd um helgina.
Karius
Gomez – Matip – Lovren – Moreno
Can – Henderson – Milner
Lallana – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Van Dijk, Salah, Klavan, Chamberlain, TAA, Ings
Það er því ansi sterkt lið í dag þó svo að nokkrir leikmenn setjis á bekkinn. Matip kemur inn fyrir Van Dijk í miðvörðinn, Robertson er eitthvað smávægilega meiddur og Moreno kemur í hans stað. Gomez tekur við bakvarðarstöðunni af Alexander Arnold. Milner kemur á miðjuna fyrir Chamberlain, sem var frábær um síðustu helgi, og Lallana kemur inn fyrir sjóðheitan Salah. Sterkt lið og sterkur bekkur sem ætti að sjá út þennan leik og klára einvígið.
Líst vel á þetta og vonandi fáum við góðan leik í kvöld!
Flott lið, jafn flott og veðrið(allavega þar sem ég er…)
Nú skal klára þetta einvígi og ég spái því að klavan komi inn og setji eitt af dýrari gerðinni.
4-1 verður niðurstaðan og klárir í laugardagsslaginn!
Sæl og blessuð.
Um þetta liðsval er aðeins þrennt að segja: Belti, axlabönd og lífstykki…
Það er nú ekki meiri rótering en svo að Solanke er ekki einusinni á bekk.
Kveðja úr The Kop.
Þetta er bara nokkuð eftir bókinni, flott að geta sparað Salah og Van Dijk fyrir helgina og samt verið með hörkulið á vellinum. Núna fáum við að sjá betur hvort að Lovren og Matip geti spilað vel saman eða hvort að þeir verði eins og hauslausar hænur án Van Dijk.
Ég rétt svo vona samt að Robertson nái leiknum um helgina, hann er búinn að vera í rosalega flottu formi og eignað sér þessa stöðu.
5-0 forysta á að sigla þessu þægilega heim en ég vona að þeir horfi á þetta sem nýjan leik en ekki unnin bardaga. Það er hættulegt i þessari keppni
Hvað er Wijnaldum?
Mér finnst nú þónokkur rótering að skipta þremur af fjórum varnarmönnum liðsins út. Er ánægður að sjá Lallana í byrjunarliðinu og vonandi nær hann að sýna sitt rétta andlit. Þetta er annars sterkt lið og nær vonandi að landa sigri í kvöld.
þrjár breytingar á öftustu fjórum, þetta skelfir mig smá, vonandi mun róinn sem kom í vörnini með virgil ekki hverfa í kvöld.
Þetta er einmitt omvendt við það sem ég taldi að yrði. Hélt þeir myndu stilla upp sterkri vörn en leyfa ungliðum að leika lausum hala í sókninni! Furðulegt að leyfa Solanke ekki að vera einu sinni á bekknum. Woodburn líka úti í kuldanum!
Mikið er nú frábært að vera aftur að horfa á Liverpool vera komna þetta langt í Champions league og eiga leik framundan sem er 90% pottþétt að við komumst áfram eftir.
En…það eru alltaf þessi 10 prósent og ennþá þekki ég liðið mitt með þeim hætti að ef það er séns á því að misstíga sig þegar enginn býst við því þá vill það oftar en ekki gerast.
En mikið vona ég að þetta verði bara ánægjulegur leikur sem hægt er að sitja afslappaður yfir og fagna öðru hvoru
Eruð þið einhverjir með stream
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/
Er alltaf með bestu streams hverju sinni
Takk rh
Mjög solid framistaða hjá okkar mönnum en sem komið er.
Leikmenn eru greinilega að leggja sig fram og er gaman að sjá Lallana/Millner minna rækilega á sig með flottri byrjun.
Þetta Porto lið er einfaldlega gott lið og maður sér það alveg í kvöld að það eru gæði í þessu liði sem sýnir manni hvað útileikurinn hjá okkur var geðveikur.
Porto virka miklu meira solid núna en þeir gerðu enda hafa þeir lært pottþétt af síðasta leik gegn okkur það er engin spurning þetta er gæða lið sem reyndi að spila sinn leik heima fyrir en okkar menn þrífast á því það er bara þannig.
Planið er augljóst. Liverpool er bíða eftir því að Porto fari framar á völlinn í þeirri von að þeir opnist. Porto má eiga það að þeir detta ekki í þá gildru og liggja því aftarlega. Mér fanst framherji Porto skapa tvisvar sinnum hættu og fanst það stafa af því að miðverðinir voru ekki í línu. Annars er þetta búið að vera fínn leikur.
Við höfum fengið hættulegasta færið og einu tvö færin í leiknum sem eru marktæk. Annað hvort fer Liverpool að pressa framar í síðari hálfleik eða þessi leikur endar sem jafntefli. Mér sýnist Porto aðallega hugsa um að fara út úr þessari keppni með sæmd og verða sér ekki að skömm.
Það er nú ekki hægt að segja að þessi leikur hafi verið skemmtilegur. Meira svona eins og æfingaleikur. En ekki tap og engin meiddur. Hefði samt verið gaman að sjá skallan frá Ings inni.