Liverpool 1 – Chelsea 1

Jæja, þá er fyrri hálfleik í undanúrslitum í CL, Liverpool – Chelsea, Part III útgáfan 2008 lokið.
Fyrst skulum við líta á uppstillingu okkar manna í dag. Í raun kom lítið manni á óvart, ljóst samt að Benitez treysti Hyypia ekki gegn Drogba sem að sjálfsögðu var í liði Chelsea og sýndi enn hversu mikið traust er komið á Slóvakann hrausta, Skrtel.

Byrjunarlið Liverpool:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Semsagt, hörkulið sem stillt var upp í þvílíkum hávaða á Anfield. Chelsea menn unnu hlutkestið og ákváðu að breyta nú til og láta Liverpool sækja að Kop í fyrri hálfleik. Strax varð ljóst að dómarinn frá Austurríki vissi ekkert hvað hann var að fara útí og flautukonsertinn hófst strax á annarri mínútu þegar hann dæmdi vafasama aukaspyrnu á hættulegum stað sem betur fer Drogba klúðraði. Algerlega var þó ljóst að liðin ætluðu sér hægt inn í leikinn og lítið var um færi í byrjun.

Fyrsta almennilega færið féll í hlut Kuyt sem tók skelfilega á móti frábærri sendingu frá Alonso, kominn einn í gegn en missti boltann til Chelsea, á 13.mínútu. Drogba vinur okkar auðvitað reyndi að fiska víti á Carragher en fyrsta almennilega færið kom auðvitað eftir samvinnu Gerrard og Torres en Cech varði skot Torres mjög vel.


Eftir rólegan leik með fáum færum brotnaði ísinn á gömlu góðu markamínútunni hans Bjarna Fel, þeirri fertugustuogþriðju. Alonso tók aukaspyrnu hratt upp hægri kant, Kuyt sendi bolta inní sem var skallaður frá til Lampard, Kuyt vann boltann sem hrökk á Mascherano sem spyrnti honum inn í teig. Hver var mættur? DIRK KUYT, Makelele datt eins og kú með Kreutzfeld Jakob og Kuyt setti hann flott milli fóta Cech. 1-0 og ljóst að Kuyt styrkist stöðugt í liðinu! Ekkert markvert meira í fyrri, við leiddum í hálfleik og við í fínum málum.

Seinni hálfleikurinn byrjaði fínt, Alonso fékk flott skotfæri sem varnarmenn Chelsea náðu að komast fyrir, Babel átti flott skot rétt framhjá og stjórnin í höndum þeirra rauðu, Chelsea virtust ráðvilltir í öllum aðgerðum, hvort sem var í vörn eða sókn. Á 61.mínútu þurfti Rafa að gera breytingu, Aurelio tognaði í nára og norski sjarmörinn John Arne Riise kom til leiks. Stuttu seinna kom fyrsta tilraun Chelsea á markið, skalli frá Ballack beint á Reina og stuttu seinna bjargaði Mascherano frábærlega þegar Malouda var í flottu færi. Babel kvaddi svo á 75.mínútu og Benayoun kom í hans stað.

Hvorugt liðið tók miklar áhættur, næst gerðist eitthvað markvert á 84.mínútu þegar Cech varði skot Gerrard stórkostlega á nærhornið og rétt á eftir sýndi Fernando að hann er mannlegur þegar slök móttaka rændi hann því að vera einn í gegn.

Í uppbótartímanum fékk Torres flott færi sem Cech varði og Chelsea fór í sókn. Eftir klafs inni á miðsvæðinu var boltinn á leiðinni útaf, Mascherano hleypur fram úr Arbeloa, skrýtin ákvörðun, og á skelfilega hreinsun sem skilar Chelsea innkasti, Kalou fær boltann úr innkastinu, Arbeloa og Mascherano standa báðir fyrir sendingunni en hleypa henni í gegn. Engin hætta á ferðum en John Arne Riise gerði þá vakalegasta feil sem sést hefur á Anfield síðan mörkin þar hafa verið sett upp. Chelsea hafði ekki gert neitt af viti þarna í um 20 mínútur og Norðmaðurinn mun ekki sofa næstu 5 nætur ef hann á snefil af samvisku. Lokastaðan 1-1 og enn eitt rán Chelsea á Anfield staðreynd.

Liðið lék í kvöld afar vel í 94 mínútur, einungis hlægileg della Riise varð okkur að falli. Drengurinn verður því miður sennilega að spila næstu leiki því greinilegt var að enn ein meiðsl Aurelio í kvöld voru talsverð. Að mínu mati átti hann ekki einu sinni skilið að fara með strákunum í sturtu í kvöld!!!!

Liðið stjórnaði leiknum alveg eftir fyrstu 10 mínúturnar og voru mun sterkari þó ekki tækist að skapa opin færi. Mér fannst liðsheildin virka vel og á mjög erfitt með að velja mann leiksins, þar eru margir til kallaðir. Skrtel og Carra óaðfinnanlegir, Alonso að komast meir og meir inn í leik liðsins og Mascherano fínn þangað til í uppbótartímanum. Gerrard í flestum sóknum og Babel og Torres sköpuðu hættu, þó að maður vissulega hefði haft gaman af því að sjá Torres stríða Chelseamönnum enn betur. En ég ætla að velja Dirk Kuyt mann leiksins. Virkilega vel klárað færi, hélt Ashley Cole í varnarstöðu allan tímann og er stöðugt að verða stærra hjól undir þessum vagni á Anfield.

Seinni leikurinn á Brúnni er forvitnilegur. Þar þurfum við að skora, nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Benitez kom á Anfield en miðað við frammistöðu kvöldsins er alveg hægt að fara í vígið í London og vinna þar.

Mitt mat er að við séum á þessum tímapunkti mun sterkara lið og enginn skyldi afskrifa rauða herinn. Það er bara ekki hægt að láta svona AULAGANG ráða úrslitum í þessari viðureign.

Það er bara til skammar fyrir þessa keppni!

Næsti leikur Liverpool er á St. Andrews í Birmingham á laugardaginn kl. 14. Þar verður örugglega annað lið á ferð en í kvöld!

En vinir, höfum trú!!!!!!! VIÐ ERUM LIVERPOOL

104 Comments

  1. Það lá við að ég tárfelldi í endann, en hey. Þetta er ekki svo stór skaði skeður, við tökum þetta bara með trompi í næsta leik! (Jákvæðni léttir lífið, jákvæðni léttir lífið, jákvæðni léttir lífið …. dæs)

  2. Er ekki félagsskiptaglugginn í Noregi ennþá opinn? Hef heimildir fyrir því að Hønefoss og kvennalið Bækkelaget í handbolta sé að leita af rauðhærðum bakverði.

  3. Það hlaut að koma að því að Riise skoraði mark á timabilinu. Maður hefur beðið spenntur eftir því, vitandi að það yrði að öllum líkindum mikilvægt mark. Sem það og var. Liðsfélagar hans hljóta að bróka hann í búningsklefanum, hann er svo sannarlega búinn að vinna fyrir því þetta tímabilið.

  4. Það má vel vera að ég segi þetta í pirringi, en ég er þó bara að segja það sem allir eru að hugsa. Skjótum John Arne Riise!

  5. Maður getur nú ekki annað en vorkennt aumingja manninum. Þetta er svo sárt slys! Við tökum bara seinni leikinn sannfærandi, tvö núll!

  6. Jesús kristur! 5 ára litli bróðir minn hefði dúndrað þessu með hægri upp í stúku!

  7. Jájá, rauðhærða undrið frá Noregi bara að bjarga deginum hjá Chelsea ásamt arfaslökum dómara. Það hefði verið hægt að gefa Terry nokkur spjöld í þessum leik, m.a. rautt fyrir að sparka í liggjandi mann þegar ekkert var að gerast.
    Þetta þýðir að okkar menn munu bara sækja til sigurs á móti rússagullinu á brúnni.

  8. þetta er sárt slys. En er ekkert vafasamt að það væri ekki búið að flauta leikinn af fyrr?

  9. Slappt hjá Riise, en djö hefði Torres átt að vera búin að gera út um þetta.

  10. Ég vil minna á að þetta er ekki fyrsta mark Riise á tímabilinu, hann setti eitt glæsilegt með höndinni í eigið mark í fyrri leiknum gegn Luton.

    Ég vil einnig nota tækifærið og leggja til að treyja nr.6 hjá Liverpool verði lögð til hliðar til að minnast frábærrar frammistöðu þessa stórkostlega leikmanns fyrir Liverpool á þessu tímabili.

    YNWA

  11. Eins og ég hef sagt áður þá á Liverpool algjörlega að taka fyrir kaup á norskum leikmönnum. Sérstaklega einfættum norskum leikmönnum. En þetta er langt frá því búið. Crouch verður leynivopnið á Brúnni.

  12. Ég vil minna menn á, þótt tilfinningarnar flæði í lok þessa leiks, að við líðum ekki skítkast á þessari síðu og munum ritskoða öll dónaleg ummæli í garð norskra leikmanna í kvöld.

    Sævar Helgi, það er einmitt málið. Markið hjá Riise var einmitt ekki slys. Í janúar vorum við með unnin leik gegn Luton á útivelli þegar fyrirgjöfin kom frá hægri inná teiginn. Allir aðrir hefðu teygt hægri löppina í boltann og sett hann öruggt frá, en Riise er svo einfættur að hann ákvað að snúa upp á líkamann og reyna að hreinsa frekar utanfótar með vinstri frá. Boltinn fór beint í mark Liverpool.

    Nú, þremur mánuðum síðar, kemur önnur fyrirgjöf. Viðbættur leiktími er búinn, hann þarf bara að reka löppina í boltann og þá erum við búnir að vinna. En af því að Riise treystir hægri löppinni á sér ekki einu sinni til að vökva blómin ákveður hann frekar að skutla sér og reyna að skalla hnéháan bolta frá. Og því fór sem fór.

    Það eru öll lið með einfætta leikmenn. En þetta er tú möts. Riise hlýtur að hafa vera á sínu síðasta tímabili fyrir Liverpool.

    Meira hef ég ekki um þennan leik að segja. Andskotans dauði og djöfull.

  13. Það er samt gaman að drulla yfir Riise, það verður bara að viðurkennast og hann er líka Norðmaður sem gefur BARA skotleyfi. Ég meina; Kvarme, Heggem og Björnebye. Er ekki komið nóg!?

    Það er þó eitt á hreinu eftir kvöldið; Liverpool er hreinlega betra lið en Tjélskí og heppnin ein réði hagstæðum úrslitum í kvöld fyrir andstæðinga okkar. Einhvern veginn er maður ekki kvíðinn fyrir miðvikudeginu í næstu viku, tökum þetta með stökustu ró!

  14. Æðislegt sjálfsmark hjá Riise. Það tók mig heilar 4 sekúndur til þess að trúa að boltinn var inni. SNILLLD!!

  15. Hann hefði betur notað vinstri fótinn,
    flest hans skot enda hátt upp í stúku.

  16. Philipp Lahm er á förum frá Bayern Munchen. Það er leikmaður sem ég vil fá til Liverpool.

    Verst er að Aurelio er meiddur, vonandi er það ekki alvarlegt svo hinn rauðhærði þurfi ekki að spila aftur í treyjunni rauðu. Jéminn.

  17. Oh well… en er þetta ekki alveg týpískt fyrir Liverpool? Það var ekki nógu mikið drama í þessum leik og var það bætt upp með skrautlegu sjálfsmarki í löngum uppbótartíma sem setur Chelsea í lykilstöðu fyrir seinni leikinn.

    Ég hef ennþá trölltrú á því að Liverpool fari í gegnum þetta einvígi. Þrátt fyrir að Stamford Bridge hafi verið óvinnandi vígi síðustu 1000 leikina þá segir það ekkert til um leikinn í næstu viku! Við þurfum ekki einu sinni að vinna þann leik ef út í það er farið. Ég spái 1-1 í þeim leik og við skorum síðan sigurmarkið í framlengingu.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  18. … ógeðslega súrt. Fyrst fann ég til með Riise.. en eftir því sem maður sér þetta oftar er þetta bara eitt ljótasta klúður sem ég hef séð!.. minnir mig bara á dudek þegar hann “púllaði dudek” og kýldi boltann gullfallega inní sitt eigið mark. ANDSKOTINN!!
    Núna er það bara fara og sigra útileikinn, það kemur ekkert annað til greina og ég hef fulla trú á því að við gerum það, ekkert helvítis kjaftæði.!

  19. Torres átti að skora þrisvar!!!

    gat þetta helv Chelsea mark ekki komið fyrr í leiknum!!!!!!!!

  20. já pápi, sátt með liðið þangað til þessi rauðhærði norðmaður þurfti að púlla þetta stunt.
    en elska þig pabbi 😀
    “litla” stelpan þin 🙂
    Thelma Rut “Haukdal” Magnúsdóttir <3

  21. Kannski ég hafi ekki orðað þetta nógu vel. Slys geta orðið út af klaufagangi (nú eða að maður er bara einfaldlega lélegur) en það breytir því ekki að ég trúi ekki að Riise hafi ætlað sér að skora sjálfsmark og því var þetta auðvitað slys og ekkert annað. Ég er langt í frá aðdáandi Riise og vil mest af öllu að Liverpool gefi hann liði eins og Derby eftir tímabilið. Hann á ekkert erindi í þetta lið. Þetta var sorglega lélegt hjá aumingja manninum, skelfileg ákvörðun á hræðilegum tíma, en slys var það í mínum huga. Allt í lagi svo sem að vera ósammála því. 😉

    En við tökum þetta bara tvö núll á Stamford Bridge. Þýðir ekkert að hengja haus. Vonandi sér Benítez ástæðu til að nota varaliðið í leikinn á laugardaginn, þar sem hann skiptir engu máli fyrir okkur á meðan Chelsea þarf á öllu sínu að halda á móti scum utd.

  22. Er ekki hægt að taka skortstöðu í Riise? Norski olíusjóðurinn hlýtur að hafa gert það!

    Iss, koma tímar koma ráð.

    Áfram Liverpool.

  23. Barabamm! Og þess vegna dömur mínar og herrar æfum við bæði hægri og vinstri löpp.

  24. Því miður kom þetta fyrir, en það þýðir ekkert að gráta ofan í bjórinn sinn, nú er það bara að bíta á jaxlinn og taka á því í seinni hálfleik.
    Liverpool hefur oft lent í verri stöðu en þetta og komið út á toppnum, verðum bara að sýna það eina ferðina enn hvers við erum megnugir

  25. Þrennt fannst mér merkilegt (jákvætt, sko, tölum ekki um nojarann hér):

    • Alonso var nálægt sínu gamla formi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Gaman að því.
    • Kom mér á óvart hvað Aurelio er orðinn mikilvægur hlekkur í leik liðsins, vissi auðvitað að hann væri mikilvægur, en spilið datt alveg niður þegar hann fór út af og Riise inn á, og chelsea komst miklu meira inn í leikinn.
    • Og hvað er þetta með Kuyt að busla alltaf boltanum í markið þegar mest á reynir? Respect! segi ég nú bara.
  26. Af hverju eru menn að drulla yfir Riise???? Af hverju ekki að drulla yfir Arbeloa og Mascha fyrir að leyfa sendinguna fyrir???? Af hverju ekki að drulla yfir Torres fyrir að klúðra tveim DAUÐAFÆRUM???? Af hverju ekki að drulla yfir Babel sem var bara nánast uppi í stúku allan leikinn????
    Vissulega hefði Riise getað sparkað með hægri eða jafnvel látið boltann fara því Anelka hefði sennilega aldrei náð honum. En mér finnst menn mikið vera fljótir að snúast, Torres í guðatölu og má ekki mæra, Babel ungur og upprennandi má ekki mæra, Mascha guð má ekki mæra. En greyið Riise sem hafði gert ágæta hluti fram að þessu.
    Vissulega er ég sár og svekktur þar sem við áttum að vinna þennan leik 2-3 núll. Áttum að fá víti og svo virðist mega sparka í Torres eins og menn vilja en ef komið er við drogba þá er dæmd aukaspyrja strax… Ekki furða að Skrtel hafi verið farinn að hlæja.
    En fram undan er hörku leikur á brúnni og ég held menn ættu nú að fylkja sér að baki liðinu frekar en að vera með aðdróttanir og byrja að tala um að leikurinn sé búinn af því Aurelio sé ekki með. Minnir nú að ansi margir hér hafi viljað selja Aurelio í síðasta mánuði…
    Áfram Liverpool…

  27. Sælla minninga:

    http://youtube.com/watch?v=b-J3OWRaRxY

    Rauðhærður + örfættur. Djöfull verður maður pirraður á þessu.
    Tökum þetta á brúnni, nú er rétti tíminn. Er enginn annar að sjá fyrir sér “típískt Chelsea” að þeir taki tvennuna í ár ?

  28. Þetta var svakalegt hjá Riise og hans dagar eru náttlega taldir. En maður verður að gæta sín hvað maður segir um leikmann sem þrátt fyrir takmarkaða hæfileika hefur oft reynst okkur vel. Við erum ekkert óvanir að fara lengri leiðina að hlutunum og tökum þetta á Brúnni í framlengingu gæti ég best trúað.

  29. Mitt mat er að við séum á þessum tímapunkti mun sterkara lið og enginn skyldi afskrifa rauða herinn. Það er bara ekki hægt að láta svona AULAGANG ráða úrslitum í þessari viðureign.

    Nákvæmlega!!!

    Við vorum miklu betri í 90 mínútur og það var aulaháttur að vera ekki búnir að skora. Við tökum þetta á Stamford Bridge. Fyrri leikurinn í þessum viðureignum hefur ALLTAF ollið ákveðnum vonbrigðum og það var ekkert öðruvísi í kvöld.

    Svo í seinni leiknum mun það sýna sig að Liverpool er einfaldlega með betra lið en Chelsea.

  30. Við endurtökum bara leikinn frá 2005 á móti Juve…
    Klárum þetta í seinni leiknum á útivelli.

  31. Hef eitt að segja eftir þennan leik. Liverpool hefur undanfarin ár alltaf þurft að fara erfiðustu leiðina. Við bara vinnum á Brúnni og klárum þetta þar. Svo verður Man Utd. saltað í Moskvu!

  32. Ég er búinn að jafna mig á þessu. Þetta verður massað á brúnni með ótrúlegum stuðningi 4.000 Scousera. Ekkert múður, bara sækja til sigurs.
    Ég man eftir einum varnarmanni sem gerði tvö sjálfsmörk í sama leiknum og það á móti erkifjendunum í Man Utd. Ég held að flestir hafi fyrirgefið honum það eftir hans frammistöðu á vellinum síðan. Það gæti nefnilega verið að Riise þurfi að byrja ef Aurelio nær ekki að hrista af sér þessi meiðsli sem hann hlaut í leiknum.
    Hvað fannst mönnum um dómsgæsluna annars?

  33. Sigurgeir: Ástæðan fyrir því að menn drulla yfir Riise umfram Masch, Torres og fleiri er sú að hann getur ekki rassgat, öfugt við þá. Auk þess skoraði hann sjálfsmark í kvöld og var bara almennt…tja…Riise. Það er versta skammaryrðið sem mér dettur í hug eins og er, vona að ég sleppi við ritskoðun þrátt fyrir dónaskapinn.

    Ég var svo búinn að steingleyma þessu Luton marki. Sýnir bara hvað ég er lítið langrækinn og góð manneskja.

  34. Mér fannst nú dómgæslan óttalega smámunasöm og einhversstaðar las ég: “Drogba has the lowest pain threshold in the northern hemisphere.” og ég er á því að sú setning hafi verið staðreynd í kvöld.

  35. Mér fannst dómgæslan vera frekar slöpp og alls ekkert samræmi í henni.
    Í fyrsta lagi er dæmd bakhrynding í hvert skipti sem okkar menn koma við drogba en svo má hrynda og ýta Torres eins og menn vilja. Og hvað fannst mönnum um þegar f******* terry sparkaði í Torres??
    Nú og þegar cole hryndir Kuyt inni í teyg??
    Hvað var eiginlega málið?

  36. okkur var nær að vera með rauðhærðan í liðinu. Adrei treysta rauðhærðum!!!!!!!!

  37. Það sagði einhver hér að ofan að Torres hefði átt að skora 3 svar. þettað með Riise var bara klaufaskapur og ekkert við því að gera.En þettað með Torres ???? var líka klaufaskapur .við tökum þettað á brúnni, og LIVERPOOOL mætir barselona,,,, og tökum þettað. Áfram LIVERPOL

  38. Rétt sem Gísli Davíð segir, við förum aldrei auðveldari leiðina. Ennþá er full ástæða til bjartsýni. (Jákvæðni léttir lífið, jákvæðni léttir lífið, jákvæðni léttir lífið …. dæs)

    Torres var skelfilegur og hann átti að vera löngu búinn að klára þetta fyrir okkur.

    Annars legg ég til að Itandje verði settur næst í bakvörðinn þegar einhver meiðist. Hvar er insua? af hverju er hann ekki notaður neitt, reyndar er þetta ekki alveg leikurinn til þess að byrja með hann en hann hlýtur að vera skárri en Riise.

  39. Hræðilega óþolandi úrslit!
    Liverpool var enn einu sinni miklu betra liðið í viðureign sinni við Chelsea og það gefur manni góða von fyrir seinni leikinn.
    Rosalega vona ég að Drogba fari burt úr úrvalsdeildinni í sumar, hann er algerlega óþoladi, leikaraskapurinn og tuðar útaf öllu.
    Ekki skil á á hvaða lyfjum dómarinn var í kvöld því hann var gersamlega blindur á fantaskap leikmanna eins og Terry (þurfti að klofa yfir liggjandi Torres og lét sig síga til að reka hnéð í síðuna á honum) og af hverju Ferreira fékk ekki spjald í leiknum er mér alveg fyrirmunað að skilja.
    Liverpool spilaði fannst mér fanta fínan fótbolta í kvöld og ef ekki hefði verið fyrir að Riise þurfti að kóróna ömurlegt tímabil þá hefði mjög verðskuldaður 1-0 sigur verið í höfn.
    En af hverju….af hverju þurfum við alltaf að fara erfiðu leiðina?
    Ég er ekki að grínast, ég er búinn að fá nóg af þessu” drullast áfram á kraftaverki” hjá Liverpool!
    Við áttum að vinna þennan leik 3-0!
    AAAARRHHHHHHHHHHHHHHHHHH!

  40. Well Plessis byrjaði á móti Arsenal 🙂
    einsi kaldi: mér finnst menn oft vera fljótir að kenna varnarmönnunum um ef leikir tapast eða verður jafntefli. Vissulega eru það dýrari mistök en þegar sóknarmaður sem kostar 26M sést ekki í 80 mínútur og klúðrar svo 3 færum í svona leik.
    Annars ef við lítum jákvætt á þetta þá náði chelsk$ jafntefli við okkur þar sem við vorum tveim færri allan leikinn… Babel og Torres voru bara ekki mættir til leiks.

  41. það átti náttlega aldrei að leyfa að gefa fyrir þarna…
    og okkar menn hefðu átt að vera búnir að brjóta á þeim …93 plús komið….
    hrikalegt…..
    en við klárum þetta

  42. Sigurgeir sagði:
    Af hverju eru menn að drulla yfir Riise???? Af hverju ekki að drulla yfir Arbeloa og Mascha fyrir að leyfa sendinguna fyrir???? Af hverju ekki að drulla yfir Torres fyrir að klúðra tveim DAUÐAFÆRUM???? Af hverju ekki að drulla yfir Babel sem var bara nánast uppi í stúku allan leikinn????
    Vissulega hefði Riise getað sparkað með hægri eða jafnvel ….bla bla bla

    Já sæll,hefur þú ekki verið að horfa á boltann í vetur, Fucking Riise getur ekki rass,getur ekki sparkað með hægri, hann tók eitt af sínum frægu skotum í þessum leik og það var eins og öll hans skot í vetur vonlaust.

    við tökum þetta á brúnni þeir geta ekkert.

    Áfram Liverpool!!!!

  43. Ef við högum okkur eins og sönnum Liverpool stuðningsmönnum ber að gera þá vonumst við til þess að Riise rífi sig upp sem fyrst og komi sterkur til baka.

    Hann setur hann í seinni leiknum, alveg pottþétt.

    Og okkur líður líka bara svo miklu betur þegar við erum upp við vegg 🙂

  44. OK, það er fáranlegt að maður sem er atvinnumaður geti ekki dundrað helvitis boltanum í burtu með hægri eða vinstri!! Rauðhærða fiflið i burtu, nuna strax i sumar, hann er ekki i Liverpool klassa..

  45. Riise er maðurinn sem pennar á þessari síðu sem og margir lesendur hafa varið fram í rauðan dauðann undanfarin ár. Maðurinn hefur ávallt verið slakur þrátt fyrir að stórkostlegt mark gegn Man. Utd fyrir mörgum árum blindi marga.

  46. Ef Torres og fyrirliðinn færu nú að vinna fyrir laununum eins og Carra !!!

  47. Já, ég hef trú á því að Moskva sér þar með farin. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en ég vona svo innilega að Scums eða Barca taki úrslitaleikinn gegn Chelsea! Það þarf allavega eitthvað AGALEGT að gerast ef við förum áfram í þriðja skiptið. AGALEGT! Ég ætla ekkert að skammast í Nojarann því þetta kemur fyrir á bestu bæum en nú spyr ég eins og sauður: “Er maðurinn ekki með lappir”?

  48. Bjössi jújú ég hef horft á nánast hvern einasta leik með liverpool í vetur.
    Riise hefur sýna stóru galla sem eru að geta ekki sparkað með hægri og vera allt of massaður. En ég man líka eftir að menn voru að drulla yfir Aurelio hér fyrr í vetur og segja hann ekki samboðinn liverpool. Allt í einu er Aurelio orðinn Messías. Man nú þegar Arbeloa var settur í vinstribak og Carra eða Finnan í hægri til að leysa þetta vandamál.
    Það eru nú fleiri leikmenn í liðinu sem geta ekki notað báðar fætur..
    Nefni Torres þegar hann fékk eitt af sínum færum og reyndi utanfótar með hægri þannig að Terry náði að komast fyrir.
    Babel getur varla sent fyrir með vinstri og Kuyt notar hana rétt til að styðja sig. Talandi um Kuyt þá var það nú leikmaður sem átti að gefa með Cheeriosinu hérna fyrir áramót…
    Við skulum aðeins róa okkur í að rakka okkar eigin leikmenn niður og frekar hugsa jákvætt til þeirra, það léttir okkar líf svo svakalega mikið líka 🙂

  49. Djöfulsins snilld og Heja Norge! Ég vil sjá Riise sem fyrirliða Liverpool.

  50. Ef ef ef … kannski kannski kannski … úff úff úff!

    Hræðilegt mark þarna í lokin og ég hef orðað mína skoðun og hugsun á Riise eftir þetta á öðrum vettvangi, og þannig verður það. Algjörlega fáránleg mistök hjá manninum í þessari stöðu … auðvitað er maður reiður og sár út í Riise. Það er eitt að skora sjálfsmark, annað hvernig það er skorað … og þriðja … þá ber ég það ekki saman við að klúðra tveimur færum eftir að hafa skorað 30 mörk í sísoninu. Ekki sambærilegt í mínum huga.

    Fyrstu fimm-tíu mínúturnar í seinni hálfleik hefðu líka geta verið kallaðar: Kicking Torres…

    Við vorum betri allan leikinn, hefðum átt að skora fleiri mörk – við gerðum það ekki og Riise skoraði annað mark sitt… það kemur dagur eftir þennan … en ég ætla ekkert að fela álit mitt á manninum eftir þetta. Hann er kapút í mínum huga.

    Ég er farinn að bera skáp …

    Áfram Liverpool! Alltaf ávallt always!

  51. Held menn verði að slaka aðeins á í endalausu lofinu á Fernando Torres. Þvílíkt klúður hjá honum að hafa ekki skorað í þessum leik.
    Ég vona að Torres sé ekki einn af þessum big-game dropperum í fótboltanum. Móttakan á boltanum þegar hann var kominn aleinn í gegn var bara til skammar. Eitthvað hefði heyrst frá vissum mönnum ef Dirk Kuyt hefði sýnt svona takta.
    Torres lét líka Rio Ferdinand og Vidic taka sig 2 sinnum ósmurt í vetur og Terry fékk og náði að sparka hann niður í kvöld. Ekki hefur Torres verið að skora mikið í CL og langflest mörkin í deildinni komið gegn botnliðunum.

    Liverpool er betra lið en Chelsea, hafa langtum betri þjálfara og alvöru aðdáendur. Einvígið réðst ekki á þessu sjálfsmarki þó. Við getum léttilega skorað á Stamford Bridge en samt mjög slappt að nýta sér ekki fjarveru Essien betur en þetta, Makalele var í ruglinu í þessum leik og Lampard og Ballack nýuppstignir úr meiðslum. Við áttum mjög góðan séns á að klára þetta einvígi með 2-0 sigri en klúðruðum þessu bigtime.

    Hvað getur maður sagt um Riise, Norðmenn og rauðhært fólk yfirhöfuð?! Minni bara á þetta http://baggalutur.is/frettir.php?id=1737 😉

  52. Hannes SM
    Djöfulsins snilld og Heja Norge! Ég vil sjá Riise sem fyrirliða Liverpool.

    Eigum við þá bara að vera svona…..

    þetta gerist þegar það gleymist að fara út með ruslið,maður fær það í bakið.

  53. Heyrðu, hvaða bull er þetta elsku krakkar mínir? Hvað er verið að bögga Torres? Maður sem hefur skorað 30 mörk í vetur og er ekki “Big Game Dropper” eins og mörk gegn Chelsea, Inter og Arsenal í Meistaradeildinni ættu að sýna fram á. Torres getur ekki reddað okkur í hverjum einasta leik með mörkum en það er lágmarkskrafa að varnarmenn verjist, það klikkaði á lokamínútunum í dag þegar Riise gerði fáránleg mistök og því er hann réttilega gagnrýndur.

    En það er bara hálfleikur…

  54. Liverpool góðir en féllu aftur eftir markið og þá var þetta alltaf áhættan eins og úr varð. einhver var að bölva Babel hér að ofan, mér fannst hann fínn fyrri hlutann – olli nokkrum usla þó það skilaði að vísu engu.

    dómarinn slakur m.t.t. rangra dóma og leyfði fantaskap handboltamannsins jterry, og engin ástæða til að lengja leikinn um 5 mínútur

    höldum í vonina, enda á betra liðið að vinna, áfram Liverpool

  55. Gummi eins og þú sagðir “lágmarkskrafa að varnarmenn verjist”, þá segji ég að þá er lágmarkskrafa að sóknarmenn skori !!! Og vinni fyrir því sem þeir fá borgað fyrir. En það gæti verið of mikið að þeir skori í hverjum leik. En þá fer ég fram á að þeir taki við boltanum og koma sér í færi allavega. Óþolandi ef menn eru með eitthvað í hárinu eins og ítali að þá er það = gæði/snild. Vissulega er Torres góður ennnn en klippum hann eins og carra þá fer ekki tími í að laga hárið í leik.

  56. Og annað, ég hef ekki orðið var við pempíustæla hjá Torres eins og einkennir marga erlenda leikmenn á Englandi. Hann er mikið meiri harðjaxl, burtséð frá hárlengd 🙂

  57. Þvílíkt svekkelsi! Maður var að hugsa í lokin að við hefðum með smá heppni átt að vinna 2-0 og þá kom Riise með fáránlega ákvörðun. Að skalla boltann sem var í hnéhæð rétt við markið er ótrúleg ákvörðun. Erfitt að verja þetta. Hins vegar mjög margt jákvætt hjá Liverpool í þessum leik. Við getum vel slegið Chelsea út. Erum með massívt lið sem hefur gott sjálfstraust núna. Megum ekki hengja haus – þetta má ekki enda svona. Það er bara eittvað rangt við það.

  58. Ég hef sjaldan orðið jafn brjálaður yfir einu atviki í fótboltaleik!!

    En vinur minn hringdi í mig … og sagði mér ekki að örvænta. Riise hefði gert Liverpool stóran greiða!! Nú verða okkar menn að mæta á Stamford bridge og skora. Ekkert me he með það. Þrátt fyrir að ég deili ekki bjartsýni vinar míns þá er heilmikið til í þessu.

    En ég var farinn að láta mig hlakka til að mæta með nákvæmlega sama lið og nákvæmlega sömu uppstillingu í seinni leikinn og vera með 1 – 0 úr fyrri leiknum. Vera með Torres snarvitlausan frammi og spila inn á það við hefðum verið fyrri til að skora!!

    En nú snýst pressan við. Við verðum að sækja á Stamford. Ég spái því að ef við náum að skora fyrst á miðvikudaginn þá vinnum við þessa rimmu og hana nú. Við bara verðum. Við bara verðum að gera það fyrir Riise!! Það væri hræðilegt fyrir Riise að kveðja Liverpool með þessum hætti!!!! Munum hvað hann gerði fyrir okkur á Nou Camp í fyrra… 🙂

    Tóku fleiri eftir því að Benites stóð upp og klappaði þegar Riise skoraði!!

  59. Held það sé kominn tími til að Insua fái að reyna sig.. getur bara ekki verið lakari en þessi önd í bakverðinum

    Annars alltaf nauðvelt að vera sár út í ein mistök varnarmanna… ..við áttum að vera búnir að klára leikinn, Torres fór illa með sýn færi í þessum leik.

    Nú er bara að fara í brúnna og enda þetta fyrir Chelski, það er bara ekki rétt að þeir fái að spila á heimavelli í úrslitum.

  60. Sælir félagar.
    Þetta er einfalt. Við vinnum á brúnni. Menn skulu ekki ímyndasér að Torres leiki tvo leiki við þetta skítalið án þess að setja á þá mark og það frekar tvö en eitt.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  61. Málið var líka að fyrir þennan leik voru flestir að spá okkur áfram úr þessari viðureign. Fyrir seinni leikinn munu allir afskrifa Liverpool og það mun koma okkur vel. Mun betur en að fara í seinni leikinn með allar væntingar heimsins á herðunum.

  62. Smá off-topic: Aurelio meiddur á nára, hvað eru menn lengi frá vegna þannig meiðsla ?

  63. ég skil ekki hvað hárlitur hefur með fótbolta að gera

    Málið er að allt liðið var farið að bíða síðustu mínútunar og hætt að spila fótbolta. Algjört kæruleysi að nýta ekki yfirburðina í þessum leik og skora eitt til tvö í viðbót. Chelsea gefur ekki oft svoan færi á sér.

  64. Burséð frá því að Riise hafi skorað þetta sjálfsmark, þá átti hann mjög slappa innkomu. Tvær mjög hættulegar sendingar til baka á Reina og svo enn eitt skotið LANGT utan af velli þar sem hann gerði það eina sem hann getur í stöðunni, því ekki gat hann tekið manninn á eða sent með hægri. Mikið inniæega vona ég að þetta verði til þess að vekja kauða að værum blundi og hann standi sig í næstu leikjum. Því ekki getur hann vælt um lítinn spilatíma í fjölmiðlum eins og undanfarið ef frammistaðan er ekki betri en raun ber vitni (og þá er ég ekki ða horfa á sjálfsmarkið)

  65. Var ég sá eini sem vildi Hyypia inn í stað Aurelio þegar hann meiddist?
    Ég hélt að Rafa myndi gera það miðað við hvað Riise er búinn að vera slappur upp á síðkastið (og bara alltaf reyndar).
    Hyypia inn í half cent og svo Carra í bakvörðinn, en svo fór sem fór.

  66. Nárameiðsli eru örugglega þrjár vikur burt.
    Sammála því að nú er enn einu sinni búið að afskrifa Liverpool. Það er bara flott og svo skulum við ekki gleyma því að helgin mun reyna minna á Liverpool en Chelsea. Það mun líka skipta einhverju máli. Lið sem er nýlega búið að vinna á Camp Nou og Inter á San Siro getur unnið á Brúnni. Ekki spurning.

  67. “Looks like Aurileo is out for the rest of the season with a groin injury. I dont know what Drogba´s injury was…. but he has recovered from it!”

    Ekki alveg nákvæmlega eins og þeir orðuðu þetta á SKY en nokkurn veginn í áttina, þá var nýbúið að bera Aurelio útaf og Drogba lá eins og stunginn grís í grasinu eftir smá knús frá Risse. Við feðgar hlóum mikið því kaldhæðnistónninn í röddinni leyndi sér ekki.

  68. Getið varla ætlast til þess að Riise fari að sveifla sokkahitaranum sínum í svona fyrirgjafir. Liggur við að þetta sé hlægilegt, að þurfa að taka diving header á bolta sem er 10 cm frá jörðu því hægri löppin er svo slök.
    Það er þó allavega alveg ljóst hvort liðið er líklegra til að skora, Kuyt tekur aðra eins takta á brúnni snemma í seinni leiknum og klárar þetta. 🙂

  69. Ég trúi ekki að menn séu að tala svona um Torres!!! hann hefur haldið okkur á floti í vetur og á stærstan þátt í því að liverpool voru að spila í kvöld en ekki heima að horfa á helvítis sjónvarpið.
    þetta var ekki hans besti leikur en í guðana bænum ekki kenna honum um þetta jafntefli.
    Við getum huggað okkur við það að Chelsea eru að spila einn mikilvægasta leik sinn á tímabilinu um helgina á meðan við förum í spa.

  70. þýðir ekki að svekkja sig á þessu lengur. það eru 90 mínútur eftir plús uppbótartími og það á vonandi nóg eftir að gerast. liverpool geta ekki tekið þátt í einvígjum í meistaradeildinni öðruvísi en að hafa þetta OF spennandi. hvernig var þetta með riðlakeppnina? þurftum 9 stig í síðustu 3 leikjunum, redduðum því. tókum inter, arsenal og erum með 1-1 gegn chelsea og seinni leikurinn er eftir. ok þetta sjálfsmark var hörmung en ég hef alls ekki afskrifað þetta. það er erfitt að setja mark á brúnni svo ég tali nú ekki um að sigra þar. en það er spurning hvernig rafa mun spila þann leik, vonandi að chelsea fái ekki fleiri mörk gefinst og vonandi að við spilum okkar bolta áfram, þá hef ég engar áhyggjur af þessu 🙂

  71. Ég fékk alltíeinu þessa líka rosalegu sterku tilfinningu um að Riise setj´ann (í rétt mark) í næstu viku. Hmmm….

    Það yrði gaman.

    Áfram Liverpool!

  72. What a Wan*** Riise!!!!!Ég hef gagnrýnt Riise mikið undanfarin ár og aldrei skilið hvað hann er að gera í Liverpool búning. Eftir kvöldið hreinlega HAAAAATA ég hann meira en allt annað. Hann verður að fara í sumar, þó svo við fáum ekki krónu fyrir hann.

  73. Þetta er Rafel Bentiez sem ég elska og dái!! Sjá viðtal við hann.

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/7362072.stm

    Jarðbundinn, ákveðinn, heldur Coolinu eins og enginn annar. Stutt og hnitmiðuð svör. Maðurinn er bara klassi mitt í Eigendastormi. Hann heldur heiðri Liverpool fc á lofti þessa dagana af þeim mönnum sem leiða klúbbin. Mér fannst á tímabili í vetur eins og hann væri mjög niðurdreginn og viðtölin við pressuna á köflum mjög erfið fyrir hann og hálf neyðarleg. Rafa is back!!

    Og mikið hjartanlega er ég sammála Benites með dómarana. Ég þoli ekki þetta helvítis Chelsea lið. Lúmska handavinnu á höfði andstæðinga í hverju návígi sem færi gefst. Og svo var greinilegt að Terry gekk yfir Torres á skítugum skónum viljandi. Þessir andskotar vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Og skipunin í seinni hálfleik var greinilega að láta Babel og Torres finna fyrir því.

  74. Takk fyrir linkinn Jón H. Eiríksson!
    Flott viðtal og Rafael til á Brúnna. Hef fulla trú á kallinum og því sem hann er að gera þessa mánuðina. Stamford Bridge, be ready!

  75. vorum miklu betri og áttum skilið að vinna. er minnsti stuðnigsmaður rise en þetta er ekki timinn til að eipa á hann. leikur eftir og við eigum alveg möguleika.

    ástæðan fyrir því að ég er stuðningsmaður Liverpool eru ekki fiflin sem koma hér inn og breyta um takt frá leik til leiks…eina stundina er þessi frábær og hin ömurlegur, tökum okkur heimamenn liverpoolborgar til fyrirmyndar og styðjum okkar lið fram í rauðann dauðann.

    Við þykjumst ekki labba einir og afhverju á þá rise að gera það núna..
    sýnið smá hollustu við liðið okkar…

    áfram Liverpool….

  76. Verð að vera algjörlega sammála Agli í commenti 89. Tökum Rise ekki af lífi (þótt ég hafi verið brálaður áðan) og sínum honum að hann er ekki einn. Þannig haga bestu stuðningsmenn í heimi sér.

  77. Já þetta var ömurlegur endir … nú er maður aðeins búinn að róa sig.

    Vel spilaður leikur að mörgu leiti , hefði viljað sjá Babel koma inná frekar enn byrja, það fór ekkert að gerast í kringum hann fyrr en hann fékk meira pláss í seinni hálfleik.

    Torres átti ekki sinn besta dag, fékk tvö mjög góð færi og steig svo á boltann í góðum séns.

    Ég hef lengi haldið því fram að Riise sé einn sá slappasti í liðinu en ég minni hinsvegar menn á að fyrir rúmu ári síðan gerðist þetta ….. http://www.youtube.com/watch?v=T1EtjJ7bdss

    kv/

  78. Þá er ljóst að Kuyt fer ekki fet í sumar, því miður. Ég vil að Liverpool spili góðan fótbolta en sé ekki samsett úr duglegum einstaklingum sem gera sitt besta. Kuyt er Voronin með aðeins meira sjálfstraust. Afsakið leiðindin.

  79. Þú ert ekki afsakaður Kári.
    Að öðru, þá má til gamans geta að liverpool hefur skorað í öllum útileikjum í CL á þessu tímabili. En á móti Chelsea auðvitað með eitthvað ágætis run í gangi á heimavelli, clash of the statistics! 😛

  80. Andri Fannar

    Mér sýnist Drobga vera fastur í ventlinum á boltanum…………………………….

    Annars var þetta viðtal við Rafa flott og greinilegt að hann er fullviss um að leggja Chelski af velli á brúnni.

  81. Ohhh hvað ég hata að horfa á CSKA Moskva spila. Bý í Danmörku og það alversta í heiminum hjá mér er þegar Preben Elkjær fær að tuða um hversu leiðinlegan fótbolta Liverpool spilar. Ertu að djóka. Hérna spilar Liverpool á móti liði sem stillir 95 Kg nauti fremst. Mokar á hann háum boltum, sem hann reynir ekki einu sinni að ná. Bakkar einungis inn í varnarmenn, dettur niður og fær aukaspyrnu. Á þennan hátt byrja allar sóknir CSKA.
    Svo leiðist mér nú að tuða yfir dómurum, en Djíses. Það eru nú alveg takmörk fyrir því hversu grófir menn mega vera.
    Við tökum þetta í Moskvu (London : ) ). Ekki spurning.

  82. Þrjú atriði eftir nætursvefn;
    Skammist ykkar fyrir að blammera Torres. Það er náttúrulega mesta heimska sem menn hafa kommentað hér inni.

    OK, Riise klúðraði big time en það sem allir hugsandi menn eiga að pæla í er af hverju í ósköpunum leyfðu Masche og Arbeloa fyrirgjöfinni að koma? Þeir eiga jafn mikla sök á markinu.

    Að lokum, ég þoli ekki þegar menn fara að kenna dómurum um töp. Dómarar verða alltaf mannlegir og svoleiðis er það bara. Það leiðinlegasta í heimi er væll að hætti Arsene Wenger. Svoleiðis fær mann ekki til að líta í eigin barm. Liverpool tapaði útaf því að liðið gaf eftir undir lokin og leyfði Chelsea að komast í hættulega stöðu. Verum meiri menn en þetta, viðurkennum okkar mistök og förum svo og tökum þetta á Stamford Bridge.

  83. Sorglegt.

    En engin vill skora sjálfsmark hvað þá í svona leik. Mér fannst við geta gert betur. En það er góðs viti að vita af það sé einn leikur eftir nú þurfum við bara að skora tvö til að komast áfram.

    Mér fannst margir ekki finna sig en Carra og Skrtel menn leiksins, þeir tóku Drogba allveg út, hann leit út fyrir að vera lamaður. Mér fannst það líka gott þegar að þulurinn var farinn að tala um það hvað hann væri leiðilegur.
    Einnig fær Kuyt prik fyrir geðveika baráttu og marki snild.

    Liverpool verður bara að sýna sanna hjartað og vinna þá á heimavelli.

  84. Ef Riise væri réttfættur myndi hann ekki komast í 3.deildarlið á Englandi. Maður hreinlega skilur ekki hvernig maður sem er einfættari en ljósastaur, hægur, óteknískur, slakur varnarmaður og með lélega sendingagetu getur verið í hóp Liverpool. Það eina sem hann getur er að sparka fast…..thats it!!!.
    Svo er þessi maður sem er á góðri leið með koma liðnu útúr CL þetta árið að væla um nýjan samning. Endilega látum hann fá nýjan samning….starfslokasamning.
    Riise átti sína ágætu spretti fyrst þegar hann kom en tími hans hjá Liverpool er löngu liðinn og öllum fyrir bestu að fari.

    http://www.youtube.com/watch?v=b-J3OWRaRxY
    http://www.youtube.com/watch?v=fMJ7R388aWo
    http://www.youtube.com/watch?v=lY7dNueZ7Wk

    Hér má sjá flott viðbrögð Phil Thompson við sjálfsmarkinu.
    http://www.youtube.com/watch?v=04VljCdQxuI

  85. Mitt mat að loknum góðum [?] nætursvefni:

    Liverpool var miklu betra í leiknum og verðskuldaði 2-0 sigur, það hafðist ekki en ég hef engar áhyggjur fyrir seinni leikinn.

    Liverpool: Bestu menn að mínu mati voru Kuyt, Mascherano og Aurelio, miðvarðaparið spilaði ágætlega sem og Reina, Gerrard var sæmilegur og Alonso vann á en aðrir voru síðri.

    Chelsea: Liðið spilaði illa en bestu menn liðsins voru Riise og Konrad Plautz, Drogba hefur að baki mörg ár í enska boltanum en hefur enn ekki lært að standa í fæturna, Terry og Carvalho urðu sér til skammar með óþverraskap og almennum ömurlegheitum.

    Ég endurtek að ég hef engar áhyggjur af síðari leiknum.

  86. úff… ég ákvað að skrifa ekkert inná síðuna eftir leikinn. Tel að það hafi verið skynsamleg ákvörðun… hringdi frekar í EÖE og helti úr skálum reiði minnar.

    Við vorum miklu betri. Við erum miklu betri. Við getum alveg unnið á Stamford Bridge… en djöfull gerði Riise þetta okkur erfitt fyrir.

  87. Talandi um Terry. Er ekki hægt að dæma manninn í bann fyrir að sparka (“ákveða að stökkva ekki”) í liggjandi Torres. Meiri heigulshátt og óþveraskap sér maður ekki oft inná knattspyrnuvellinum

  88. Reina
    Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
    Alonso – Mascherano
    Kuyt – Gerrard – Babel

    Torres

  89. Ég var bara að sjá þetta mark fyrst núna í almennilegum gæðum (sat frekar langt frá þessu og sé illa) en jesús minn, ég skil betur núna afhverju þeir sem sátu í The op voru svona sjokkeraðir eftir leikinn. En þetta var auðvitað gríðarlega klaufalegt slys, verst að þetta dregur athyglina svolítið frá því hvað Riise var lélegur eftir að hann kom inn fyrir Aurelio, hann er alveg bless.

    En við bökkuðum allt of mikið og að mínu mati höfum við ennþá allt of fáa möguleika sóknarlega, hefði viljað Crouch inná í þessum leik (sérstaklega þegar þeir fóru að setja meira í sókn), hann krefst athygli varnarmanna og losar þannig um Torres.

    En stemmingin á vellinum sveik engann og The Park fyrir leik var bara bull 😉

    Varðandi seinni leikinn þá erum við aftur orðnir MASSIVE underdogs sem hefur alltaf hentað okkur og eins hefur þetta lið aldrei verið þekkt fyrir að fara léttu leiðina í þessari keppni.

Chelsea á Anfield á morgun

Riise og Stamford Bridge