Fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar!

Það eru tíu leiktíðir síðan Liverpool var síðast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tíu leiktíðir. T-Í-U leiktíðir! 10!

Það var leiktíðina 2008-2009 sem liðið lék síðast í þessari umferð og datt út í ansi fjörugri viðureign gegn Chelsea. Þar áður hafði Liverpool verið dominerandi í keppninni og unnu keppnina 2004-2005, kepptu í úrslitum 2006-2007, undanúrslit 2007-2008. Eftir það tók félagið mikla dýfu í Evrópukeppnunum fyrir utan undanúrslit í Evrópudeildinni 2009-2010 og tap í úrslitum Evrópudeildarinnar 2015-2016 þá hefur þátttaka liðsins í keppnunum tveimur verið vægast sagt sorgleg – tja, þau skipti sem liðinu tókst að vinna sér inn þátttökurétt!

Nú er aftur komið að því að Liverpool er mætt í þessa umferð í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að tryggja sér aftur þátttökurétt á næstu leiktíð þar sem baráttan um efstu fjögur sætin í Úrvalsdeildinni eru svona að miklu leiti tryggð nema eitthvað alveg ótrúlegt gerist – en meira um það seinna.

Embed from Getty Images

Á miðvikudaginn kemur Manchester City á Anfield í fyrri leik liðana í átta liða úrslitunum. Þetta var nú heilt yfir ekki draumaviðureignin sem maður hefði viljað sjá á þessu stigi af ansi mörgum ástæðum en maður jafnar sig bara á því þar sem það er nú ansi fátt sem maður gæti gert til að fá því breytt.

Það er kannski nokkuð óhætt að segja að Liverpool komi inn í þessa viðureign sem “underdog” þar sem City er nú svo gott sem búið að vinna deildina og voru/eru eitt af líklegustu liðunum til að sigra Meistaradeildina í ár. Það er því ansi margt sem segir okkur að City ætti að hafa betur í þessari viðureign ef rýnt væri í stöðu liðana á pappír.

Til allrar lukku er þó fótbolti eða aðrar íþróttir spilaðar á pappír svo við getum bara krumpað hann saman og hent út í horn!

Liverpool er hingað til eina liðið sem hefur tekist að sigra City í deildinni á leiktíðinni og gerði það með afar sannfærandi hætti. 4-3 úrslitin úr leik liðana fyrir nokkrum vikum síðan gefa ekki beint rétta mynd af leiknum verð ég að segja. Fyrir utan niðurlægingu gegn City snemma á leiktíðinni þá hefur Liverpool haft ágætis tak á þeim svona heilt yfir svo ég er nú alveg viss um að þeir séu nú alls ekki spenntari að mæta Liverpool en Liverpool er að mæta þeim.

Embed from Getty Images

Mér finnst vera ansi margt líkt með þessum liðum hvað varðar helstu styrkleika og veikleika. City, líkt og Liverpool, getur kaffært lið með sóknarþunga sínum sem er stútfullur af tækni, hraða og óútreiknanleika. Það má ekki missa dampinn gegn þeim í hálfa sekúndu og þú gætir fengið á þig mark. Það er það sama og hjá Liverpool.

Bæði lið eiga það til að klúðra aðeins í varnarleiknum og lenda oft í óþægilegri stöðu gegn sókn mótherja sinna enda bæði lið sem spila framarlega og taka oft sénsa.

Á margan hátt finnst mér liðin heilt yfir mjög svipað uppbyggð hvað varðar týpur af leikmönnum, áherslur í sóknarleik og þess háttar en stærsti munurinn er eflaust á miðjunni. City er með miklu “Guardiola-legri” miðju en Liverpool þar sem það eru fleiri menn sem vilja spila stutt og hratt á milli sín, halda bolta, sýna þolinmæði og allt það. Þið vitið, þetta Barcelona tiki-taka dæmi. Miðjan hjá Liverpool gerir svo sem það sama en virðist þó vera ögn meira “direct” í sínum aðgerðum, ögn meira “Klopp-legt”.

Ég held að það þurfi nú ekkert að fara rosalega ítarlega í það að kynna þetta City lið til leiks enda ættu nú flestir að vera farnir að þekkja það ágætlega og vita hverjir þeirra helstu styrkleikar og lykilmenn eru.

Samkvæmt Physioroom síðunni þá gætu þeir Laporte, Stones, Delph og Aguero verið tæpir fyrir leikinn en ég ætla nú að reikna með að flestir ef ekki allir þeirra verði í hópnum hjá þeim.

Þeir stilltu liðinu sínu upp svona í síðustu viðureign liðana:

Ederson

Walker – Stones – Otamendi – Delph

De Bruyne – Fernandinho – Gundogan

Sterling – Aguero -Sane

Það er ekki ósvipað því sem þeir spiluðu um síðastliðna helgi og það verður í raun það sem ég reikna með að verði byrjunarlið þeirra á miðvikudaginn.

Ederson

Walker – Otamendi – Kompany – Laporte

De Bruyne – Fernandinho – David Silva

Sterling – Jesus – Sane

Aguero byrjar líklega á bekknum fyrir þá ef hann verður með og Jesus leiðir líklega línuna hjá þeim. Sane og Sterling eru fastamenn sitthvoru megin við framherjan hjá þeim og þeir Silva og De Bruyne sá um að stjórna flæðinu fyrir framan Fernandinho. Kompany er mættur aftur í slaginn hjá þeim og virðist sem að Laporte hafi spilað í bakverðinum hjá þeim um helgina og yrði ég ekki hissa ef hann heldur þeirri stöðu áfram með það í huga að reyna að núlla út Salah og gefa sem minnst pláss fyrir aftan vörnina þar og hægt er.

Síðast þegar liðin mættust þá stillti Liverpool liði sínu svona upp:

Karius

Gomez – Matip – Lovren – Robertson

Wijnaldum – Can – Chamberlain

Salah – Firmino – Mané

Þá var Karius nýkominn í markið fyrir Mignolet, Van Dijk var ekki í hóp, Henderson meiddur og Coutinho ný farinn. Karius er áfram í markinu, Van Dijk klár í slaginn, Henderson kominn til baka svo eitthvað gæti nú hugsanlega breyst þar.

Emre Can var ekki með um helgina og gæti kannski verið eitthvað tæpur og verður líklega ekki með, það gæti munað svakalega um hann í þessum leik en hann var frábær síðast þegar liðin mættust og svona leikir henta honum nokkuð vel. Henderson er svo á gulu spjaldi og gæti lent í að missa af seinni leiknum fái hann spjald á morgun.

Framlínan segir sig nú alveg sjálf, þessir þrír flottu sóknarmenn halda sínum stöðum þar. Robertson verður í vinstri bakverðinum, Van Dijk við hlið hans í vörninni og Karius í markinu. Allt annað er töluvert erfiðara að spá fyrir um.

Matip er meiddur og hugsanlega frá í lengri tíma svo miðvörðurinn nokkuð sjálfvalinn og mun Lovren stilla sér upp með Van Dijk.

Það er erfiðara að segja til um hægri bakvörðinn. Gomez er meiddur og verður ekki með svo auðvelt hefði verið að segja að Trent Alexander-Arnold verði sjálfkjörinn í hægri bakvörðinn en þar sem Clyne er kominn aftur í hópinn gæti Klopp tekið óvænt skref og tekið Clyne inn í liðið fyrir þennan leik. Clyne hefur æft í góðan mánuð núna, spilað nokkra leiki með u23 liðinu og var á bekknum um helgina. Hann er því klárlega í einhverju standi en stór spurning hvort það sé nógu mikið til að eltast við leikmenn eins og Sane, Sterling osfrv. Kannski kemur Klopp á óvart og skellir bara Milner í þetta hlutverk eða fer í eitthvað algjört flipp og setur þrjá miðverði í liðið en ég efast um það.

Miðjan í síðustu viðureign liðana er í theoríunni sú miðja sem ætti líklega að henta hvað best í þennan leik. Wijnaldum, Can og Chamberlain voru frábærir í þessum leik og þetta eru þeir miðjumenn liðsins sem eru hraðastir og henta best í leik sem verður mjög líklega með hátt tempó og spilast hratt í báðar áttir. Guardiola talaði um að erfitt hafi verið að eiga við Chamberlain síðast þegar liðin mættust og var hann alveg frábær, það er spurning hvort hann sé að nefna þetta því það er sannleikurinn eða hvort hann telji sig með plan til að blokkera ógnina frá honum og reyna að leiða Klopp í gildru. Það seinna kæmi mér lítið á óvart.

Ég ætla að taka algjört gisk út í loftið og spá því að liðið verði eitthvað á þessa leið:

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Chamberlain – Henderson – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mané

Stórleikur í Meistaradeild, útsláttarkeppni, grannalið kemur í heimsókn, kvöldleikur á Anfield… Þetta verður eitthvað!

City menn hafa miklar áhyggjur af þessum leik og hafa farið með það í blöðin að þeir hafi miklar áhyggjur af mótttökuna sem liðsrútan þeirra fær þegar þeir mæta á völlinn, þeir óttast að stuðningsmenn Liverpool mæti með flugelda og blys á svæðið – það er ljóst að stemmingin á Anfield verði líklega upp á sitt besta og þetta útspil City er nú líklega að skella bensíni á eldinn.

Stuðningsmenn verða klárir í leikinn, Anfield titrar af æsingi og hávaða, rauður reykurinn sveimar um svæðið – shit, hvað þetta verður spennandi!

Vonandi mæta leikmenn klárir til leiks og ákveðnir í að sýna það og sanna að þeir eru liðið sem City eigi að óttast hvað mest í þeim keppnum sem þau geta mæst í. Liverpool er eina liðið í vetur sem hefur virkilega fengið City til að skjálfa og virkað ráðalausa – vonandi sýna leikmenn að það er engin tilviljun og haldi uppteknum hætti.

Leikurinn verður pottþétt taktískari en oft áður en stíll og nálgun þessara liða gæti gert það að verkum að þessi viðureign verði eitthvað sem fólk eigi eftir að tala um í langan tíma. Vonandi verður hún það og rauðir fara áfram í undanúrslitin.

Maður er skít stressaður og drullu spenntur í senn, ég get ekki beðið!

27 Comments

  1. Ef ég væri stjóri City mynd ég leggja rútunni og spila eins og lið í 18. sæti að sækja eitt stig. Síðan keyra á Liverpool í seinni leiknum.

  2. Til að vinna þessa keppni þá þarf maður að fara í gegnum allra bestu liðin 2004/05 fóru Liverpool í gegnum verðandi Ítalíumeistara Juventus. Einnig fóru þeir í gegnum lang besta lið Englands á þeim tíma Chelsea með Mourinho þegar hann var besti stjóri í heiminum í úrslitaleiknum mættum við ef til vill flottasta byrjunarliði allra tíma. Þegar maður ætlar í gegnum svona keppni er ómögulegt að fara eitthverja auðvelda leið. Eigum helling í city og eini völlurinn sem nyrika city liðið hefur ekki unnið á er einmitt Anfield. Svo má líka minnast á það að Klopp er einmitt sá stjóri sem hefur unnið Guardiola oftast og þá alltaf sem stjóri liðs sem var ívið verra heldur en liðið sem Guardiola var með og eru liðin þeirra jafnari nuna en nokkurntimann áður. Hef fulla trú á þessu verkefni og öllu sem Jurgen Klopp gerir eigum einn besta stjóra heims.
    Erum líka með soknarlinu sem er líklega betri en fremstu 3 hjá hinu liðinu.
    Up the reds
    YNWA

  3. Vá, þetta er að fara að gerast. Mikill spenningur og til að ergja menn þá hrynja leikmenn inn á meiðslalistann og þá er breiddin oft ekki mikil en á Klopp við treystum.

  4. Ég held bara að vörnin okkar sé ekki nógu góð fyrir City. TAA og Lovren eru ekki menn í fremstu röð. Eins er miðjan okkar bara la la.

    Ef þetta væri einn leikur þá gætum við grísað á þetta en í tveim leikjum held ég einfaldlega að City sé mun sterkara lið með breiðari hóp.

    En maður heldur alltaf í vonina, kannski að englandsmeistaratitillinn næstu helgi hjálpi okkur eitthvað.

  5. Matip verður frá út tímabilið og er því D.Lovren orðinn fasta maður í liðinu til lok leiktíðar. Klavan og svo síðar meir Gomez geta svo dottið inn í miðvörðinn.

    Þetta er auðvita ömurlega fréttir en það verður samt að segja að Matip hefur ekki verið að heilla mikið á þessu tímabili en er samt annar kostur með Djik en mér hefur fundist Lovren ekki síðri en Matip á þessu tímabili.

    Það sem þetta hræðir mig hvað mest er EF Djik meiðist þá eru við að detta í Lovren/Klavan sem er ekki spennandi en þá þarf maður að muna eftir Trajore í vinstri bakverði þegar við unnum meistaradeildina 2005 svo að það er allt hægt.

  6. PFG nr. 5… Heyrðu JÁ… Góður punktur! Eigum við ekki að segja það frekar. Eins og lið í 2. sæti.

  7. Það er svona svipuð tilfining fyrir þessum leik og leikjunum gegn Juventus, Chelsea eða Milan 2005
    Gegn Juventus heima voru menn eins og S.Carson, D.Trajore, Igor Biscan og Le Tallace í byrjunarliðinu á móti Buffon, Zebina, Zambrotta, Cannavaro, Thuram, Emerson, Camoranesi, Nedved, Blasi, Del Piero og Zlatan
    Liverpool vann 2-1

    Gegn Chelsea heima voru menn eins og Igor Biscan og D.Trajore í liðinu(svo að það sé á hreinu þá var ég á Biscan vagninum og er en)
    Á móti Cech, Geremi, Carvalho, Terry, Gallas, Makalele, Tiago, Lampart, Cole, Eiður , Drogba -Robben kom svo inná.
    Liverpool vann 1-0

    Gegn Milan í finals var D.Trajore en í byrjunarliðinu og Kewell meiddist strax og Smicer kom inná.
    Á móti Dida, Cafu, Maldini, Stam, Nesta, Pirlo, Gattuso, Seedorf, Kaka, Crespo og Schevchenko(Þetta er eiginlega bara svindl lið)
    Liverpool vann í vító eftir að hafa lent 0-3 undir og náð að jafna í 3-3(líkleg ekki fréttir á þessari síðu).

    Á morgun erum við að fara að mæta öðru liði sem virðist á pappír vera okkur fremri og ef maður horfir á þeira spilamennsku þá er þetta líklega sterkasta lið í Evrópu í dag en ég hef samt trú á því að við getum gert þeim lífið leitt og að einhvern tíman getur maður rifjað upp þetta kvöld með því að segja að liverpool vann leikinn með Karius, Trent og Millner/Henderson/Winjaldum miðju 😉

    Spáum 2-1 sigri Mane og Djik með mörkinn okkar.

    YNWA

  8. TAA hefur verið í lægð að undanförnu og Sane er búinn að vera í þvílíku formi. Efa að Clyne sé tilbúinn í slaginn og því myndi ég vilja sjá Millner í hægri bakverðinum. Sem sófaspekingur tel ég þetta vera einn af lykilþáttunum til að standast áhlaup þeirra ljósbláu á morgunn. En ef TAA byrjar að þá vona ég að hann troða þessu jafn harðan ofan í mig og sýni fram á að ég sé aðeins sófaspekingur. YNWA

  9. Ég er hræddastur um að Sane eigi eftir að valda TAA eða Gomez miklunm vandræðum eins og við höfum verið að sjá hjá þessum vinstri bakvörðum liverpool í undanförnum leikjum.

  10. Held ég geti ekki einu sinni sagt orðið stress því ég berð eitthvað margfalt meira en það á morgun en er maður ekki í þessu til að drepast úr stressi og spennu, það held ég nú.. Það er bara hátíð á morgun og maður getur hreinlega ekki beðið. Hugsa ég sögu eitthvað lítið í nótt en það er líka bara gaman.. Þetta verður eitthvað JEREMÍAS góður eins og Steini segir svo gjarnan.. Eg hef alveg trú á þessu en það er á hreinu að við þurfum tvo leiki uppá 11,5 ef við ætlum áfram og ég hef trú á að Klopp verði með liðið okkar í þeim gír og spái því að við klárum þetta en hvernig veit ég ekki og gæti reyndar ekki verið meira sama bara ef menn klára þetta…

  11. Sælir félagar

    Það er bara tilhlökkun í mínum huga. Hvernig sem fer þá erum við greinilega með amk. næst besta enska liðið og ef við vinnum þá erum við með besta enska liðið. Þetta er samkvæmt því mati sem Móri ræfillinn leggur á lið. Það sem sagt fer eftir því hvar í röðinni liðið er. Í deild hinna bestu erum við eitt af 8 bestu liðum í Evrópu það er ekki flókið. Ef við förum áfram, sem er alveg grjótharður möguleiki, þá er Liverpool eitt af 4 bestu liðum Evrópu. Þá skiptir engu máli hvernig lið raðast á heimaslóðum.

    Það er þetta sem liðum eins og Arsenal, Chelsea, Tottenham, Everton og ýmsum liðum í 2. sæti finnst svo súrt að grettan fer ekki af trýninu á þeim alveg fram á næsta vor. Það er nákvæmlega sama hvað lið vinnur sína deild á heimaslóðum. Deild hinna bestu er mælikvarðinn. Svo er það bara þannig að enginn man eftir liði sem verður í öðru sæti og vinnur ekkert – ég endurtek – vinnur ekkert og er ekki nálægt því að vera í deild hinna bestu. Nei þannig liðum gleymum við skjótt hvort sem það er í Noregi, Englandi eða Íslandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. verður veisla… nóg af mörkum enda 2 lið sem kunna að spila fótbolta.

  13. Svindlkallar stíga upp í stóru leikjunum.
    Markið hjá Ronaldo … mammamia.

    Salah verður í svindkallagírnum.
    Hef trú á að við vinnum á Anfield í brjáluðum leik.

    Þetta verður töff fyrir TAA en held að Milner komi inn og verði í backuppi.
    Detti í þriðja miðvörð / bakvörð með hlaupaskiptingum við TAA þegar á þarf að halda.

    Góð samvinna þeirra muni stoppa í göt.

    Þetta verður spennandi.
    YNWA

  14. Hef fulla trú á okkar mönnum á morgun. City menn verða ekki tilbúnir fyrir hið einstaka andrúmsloft á CL kvöldi á Anfield og munu skjálfa þegar þeir upplifa tryllta tólfta manninn á vellinum. Við göngum ekki inní myrkrakompu þegar kemur að bikurum, hefðin og sagan ( https://imgur.com/gallery/ZS9U2 ) er með okkur í liði……við höfum farið í gegnum betri lið en þetta.

    Ef einstaklega óheppilega vill til að þessir leikir enda á annan veg en við ætlum þá er alltaf hægt að hugga sig við það að Liverpool er komið á járnbrautarteina og stefnir aðeins í eina átt – ef maður er kominn uppá tærnar núna þá svífur maður á næsta tímabili.

    Munið bara, Liverpool er stórlið og aldrei er betra en að hafa blákaldar staðreyndir við hendina ( https://imgur.com/gallery/CKJ9Toa ), sérstaklega ef Manu-fan fer að derra sig.

    In Klopp I trust

    YNWA

  15. WE ARE LIVERPOOL TRALALALLALAAAAAA!
    WE ARE LIVERPOOL TRAAAAAAAALALALLALAAA!

    WE ARE LIVERPOOL TRALALALLALAAAAAA!
    WE’R THE BEST FOOTBALLTEAM IN THE WORLD!

    Y E S – WE – ARE!

    KOMA SVOOOOOOOOOOOO!!!!!!!

    ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ VAKNA VIÐ ÞANN DRAUM AÐ VERA AÐ SINGJA ÞETTA LAG 😉

    IN -> K L O P P <- WE TRUST – AVANTI LIVERPOOL – LFC4LIFE

  16. Skíthræddur við TAA í bakverðinum í svona leik. Hugsa að Milner yrði betri kostur. Vissulega hægari en leikskilningur og skynsemi vegur þyngra en hraði.

  17. Sannast sgna er mér slétt sama hvernig MC verður mannað. LFC er bara betra lið, sama hvernig á er litið. En sjáum hvernig endar, úúúúú spennandi.
    Spái 3-1.

    YNWA

  18. Er hrikalega spenntur fyrir leiknum, og smá stressaður hvernig TAA á eftir að höndla Silva og Sane! En það er óvissan sem gerir þetta skemmtilegt!

    Spái 3 – 2 fyrir okkur.

  19. Þessi leikur er sá stærsti fyrir Liverpool. En til þess að vinna verðum við að sýna okkar allra besta. Áfram Liverpool.

  20. #LFC line up v Man City: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Oxlade-Chamberlain, Salah, Mane, Firmino

  21. Sterling á bekknum hjá Man City. Þótt að hann hefur lítið getað gegn Liverpool þá er gott að sjá hann þarna á bekknum enda búinn að eiga frábært tímabil og eldfljótur.

    Gundogan kemur inn í liðið í staðinn fyrir Sterling sem sýnir virðingu á Liverpool að passa miðsvæðið betur á kostnað sóknarleiks.

    Kannski var þetta skynsamlegt hjá Pep eða kannski var þetta merki um hræðslu sem mun hjálpa okkar mönnum.
    Svar við því fæst mjög fljótlega.

  22. Pínu stressaður að sjá enska miðju hjá okkur af því mér fannst Milner og Henderson ekki ná vel saman á móti Palace. Gott að sjá Clyne á bekknum, er að koma aftur. Nú er bara að nýta stemmninguna á Anfield og meðbyr og taka þennan leik. Við getum unnið hvaða lið sem er á okkar velli ! KOMA SVO RAUÐIR ! ! ! !

Breytir Karius öllu?

Byrjunarliðið gegn Man City í CL!