Chelsea á morgun á Stamford Bridge

54 … 56 … 60 … kannast einhver við þessar tölur?

Ég er spenntur, sue me, upphitunin kemur snemma, en það er kominn þriðjudagur!! Á morgun mun það ráðast hvaða lið það verða sem spila úrslitaleikinn í meistaradeildinni árið 2008. Við erum að tala um besta lið í heimi – Liverpool – og heimsókn þess til bláklæddra dýfingameistara og röflara og tæklara – Chelsea – á Stamford Bridge. Já, það er á útivelli sem örlög okkar í meistaradeildinni ráðast þetta árið … náum við í úrslitaleikinn eða ekki?

Fyrri leikur liðanna í undanúrslitunum þetta árið var sorglegur að því leytinu til, að úrslitin voru líkt og í deildarleiknum á Anfield í haust … mjög ósanngjörn. Bendum ekki á neinn núna, heldur áttum okkur á þessari stöðu sem við erum í: Við þurfum að skora á Stamford, eitthvað sem við höfum ekki gert síðan Rafa tók við liðinu. Við unnum síðast á Stamford Bridge 7. janúar 2004, og það er síðasta markið sem við skoruðum þar … þetta var í deildinni, leikurinn fór 1:0 og snillingurinn Bruno Cheyrou að verki!!! Hvað gerist á morgun??

54 … 56 … 60 …

Spádómar um úrslit eru farnir að birtast hér á blogginu í kommentunum og góð grein sem Einar Örn benti okkur á, þar sem Rafa gagnrýnir dýfingameistarann Drogba. Maður neitar því ekki að það örlar á fiðringi í maganum og hann magnast með hverri sekúndunni. En hvernig mun meistari Rafa stilla upp liðinu?? Hann verður að sækja og sækja strax. Það þýðir ekki ætla að fara með einhverja aðra taktík inn í leikinn tel ég. Alan Hansen er ekki alveg á minni línu, en hann segir um leikinn:

“Liverpool boss Rafael Benitez will surely instruct his players to keep it tight for 55-60 minutes and then you might see them play a bit more adventurously after that.”

Annars eru pælingar hans um undanúrslitin í heild sinni hér: Alan Hansen on the Champions League.

Með Aurelio meiddan, þá er aldrei að vita nema Norðmaðurinn byrji inná. Og þó … getur ekki Arbeloa farið á vinstri kantinn? Ég ætla að spá þessari liðsuppstillingu:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Arbeloa

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Itandje, Finnan, Riise, Lucas, Pennant, Benayoun, Crouch

54 … 56 … 60 …

Svo er spurning hvort Pennant byrji inn á á kostnað Arbeloa og þá yrði spilað 3-3-2-2 eða 3-3-3-1 eða 3-5-1-1 … ??? Vá! Ég hreinlega veit það ekki, ég veit það bara að Rafa er snillingur og hann kann sálfræðina á bak við leikinn. Ég ætla ekki að spá fyrir um byrjunarlið þeirra bláklæddu, ég sé rautt og ætla mínum mönnum stóra hluti í leiknum! Torres verður á fullu, hann er búinn að upplifa ótrúlega flott fyrsta tímabil en hann er hungraður þrátt fyrir ungan aldur. Hann vill spila úrslitaleiki, hann vill sýna sig enn meir og besta hefndin gegn spörkunum sem hann fékk í fyrri leiknum, og fær eflaust núna í seinni leiknum, verður sú að setja hann í netið! Ég er sannfærður um að hann geri það … og þetta verður markið sem ræður úrslitum!!

Phil Tompson spáir:

“Perhaps this won’t be a great surprise coming from a man of my background, but I really think Liverpool will win 2-1 and make it three finals in four years.”

Og fyrirliði vor gefur skýr skilaboð:

“We’re the better side”

Let’s face it … leikir þessara liða í undanúrslitum meistaradeildarinnar hafa ekki verið markamiklir, og ég sé það ekkert endilega breytast í þessum leik.

Spá: Ég ætla að segja það, að staðan í hálfleik verði 0:0 og Torres mun setja boltann í netið á 69. mínútu. Drogba mun falla 15 sinnum í leiknum og fá aukaspyrnur í 13 skipti. Eitt skipti í fyrri hálfleik verður höndum lyft upp og brosað, en í síðari hálfleik mun Drogba detta í 15. sinn og reyna að fiska víti sem hann fær ekki – hlýtur að launum rauða spjaldið og Chelsea tapar yet again! 1:0 fyrir oss – engin spurning. Þetta er spurning um hjarta … og það hefur Liverpool umfram öll lið!!! Mér finnst ágætt að horfa á þetta myndband: You’ll never walk alone (3:3) …. og þá kannski munið þið, að það er ekkert ómögulegt!!! Ef við getum skorað 3 mörk á móti AC Milan á sex mínútum (54., 56. og 60. mínútu), þá getum við auðveldlega gert það sem við höfum ekki gert undir stjórn Rafa: að vinna Chelsea á Stamford Bridge!! Þið vitið að það sem aldrei hefur gerst, getur alltaf gerst aftur.

Áfram Liverpool!

47 Comments

  1. Ég er með öruggar heimildir fyrir því að þetta fari 3:3. Torres skorar á 2.mínútu en Joe Cole jafnar á 20.. Drogba kemur Chelsea í 2:1 á 44.mínútu áður en Ballack innsiglar sigurinn á 62.mínútu… eða hvað? Gerrard klórar í bakkann á 84.mínútu og John Arne Riise skýtur okkur síðan í úrslitin með ótrúlegu jöfnunarmarki á 95.mínútu! Hvílík snilld!

    YNWA

  2. júhú fyrstur. Liverpool vinnur 1-0 Gerrard með vítí eftir brot á Torres

  3. Úr því Phil Thompson segir það… þá segi ég það líka.. 1 – 2 fyrir okkar mönnum og hana nú. Torres og Kuyt með mörkin.

    YNWA

  4. SPENNTUR… jahá! Flott upphitun og kemur þeim sem ekki eru nú þegar með hugann við LEIKINN í réttar stellingar.

    Ég er 100% á því að Riise mun byrja þennan leik og ég er jafnviss á því að hann muni standa sig vel. Ótrúlegt að ég trúi þessu uuhhhh já en svona er þetta bara…

    Jákvætt: Við vorum MIKLU betri í síðasta leik gegn Chelsea. Chelsea er með hugann við deildina eftir sigur á Man U í deildinni um helgina. Lykilmenn Chelsea ættu að vera þreyttari en okkar.

    Neikvætt: Við skorum sjaldan á Stamford Bridge og við höfum ekki verið að taka marga sigra þar.

    Stærsti munurinn er þessi: Það er frábær liðsheild hjá Liverpool á meðan hún er ekki tilstaðar hjá Chelsea. Það sást mæta vel þegar Ballack og Drogba rifumst um hver ætti að taka aukaspyrnu í leiknum um helgina. Ef þetta hefði gerst í 5. flokki þá hefði ég skilið þetta…

  5. Flott upphitun.
    Mín tilfinning fyrir leikinn er ekki góð og svo dreymdi mig tap líka í nótt : (
    Djöfull vona ég samt að ég hafi rangt fyrir mér : )
    Y.N.W.A!

  6. Ég er kominn með hjartaflökt útaf þessum leik. Búinn að skipta úr hefðbundnu kaffi yfir í grænt te og úr pepsi max yfir í bergvatn!

    Trúi því að ævintýrið haldi áfram og við sigrum 1-2 í háspennu lífshættuleik. Drogba viðbjóður skorar fyrir tjelski á 22mín. Gerrard jafnar á 56mín. Torres tryggir síðan Moscvu farseðilinn á 79mín.
    krossafingur

  7. Rafa hefur sýnt það, oftar er einusinni, að taktík hans í CL er allt öðruvísi en í PL. Það er eins og hann gefi öllum leikmönnum Spítt fyrir leik en persónulega finnst mér allir mikið kraftmeiri og ákveðnari í CL leikjum, hvað þá þegar að þeir eru komnir svona langt!

    Ég er tvísínn á þennan leik, satt að segja. Maður veit aldrei hvað honum dettur í hug þegar að hann stillir liðinu upp, en samt sem áður held ég að CL liðið mun voooðalega lítið breytast nema Aurelio út og Riise inn, og núna skulum við vona að hann geti allavegana sveiflað hægri (dreymdi að hann myndi smella einum með vistri uppí hægra hornið eftir sendingu frá Gerrard úr cornerkick ;)..)
    Ég spái liðinu svona:

                  Reina
    

    Carra – Skrtel – Hyypia – Riise
    Marche – Alonso
    Kuyt – Gerrard – Babel
    !Torres!

    Held að Torres og Gerrad eigi eftir að spila betur en allt á morgun, muni leita hvorn annan uppi fyrir stungur og sendingar. Held að Alonso muni finna sendingargetuna fullkomnu aftur og Kuyt mun vera eins og óður Hollenskur-smalahundur á eftir Íslensku kindinni! Babel mun taka Ferrera og flá hann, hann mun flengja hann svo hann vælir!
    Hyypia stendur ALLTAF!!! fyrir sýnu. Hann mun koma með skilning í stað hraða, Skrtel mun sína af hverju hann er í liðinu og Carra mun koma með netta krossa eins og góður kantmaður! Risse (lesa hér að ofan)!
    0-2 á morgun! Riise mun smella beiglunni uppí hornið og Torres mun baka Terry á hraða og tækni og leika á Tjékk og rennir honum létt inní markið!

    COME ON YOU REDS!!!!
    You’ll never walk alone! (syngiði hátt og skýrt fram að leik eftir að þið lesið þetta!)

  8. Svartsýnn. Held það séu bara 35,7% líkur á að við komumst áfram. Held að þetta fari 2 – 0 eða 2 – 1 þar sem þeir skora snemma og bæta við öðru marki um miðjan seinni hálfleik eftir að við höfum verið í stórsókn og búið að veifa burt þremur augljósum vítaspyrnum. Svo skorum við kannski eitt mark í blálokin.

    Góðu fréttirnar eru þær að ég var svartsýnn bæði fyrir Inter og Arsenal og svartnættið verður algjört í mínum auma huga ef við komumst áfram og United bíður handan við hornið. Sem betur fer fyrir okkur Púllara alla er ég hér uppi á skerinu en ekki í leikmannahópi Liverpool að draga alla niður með neikvæðnisrausi… 🙂

  9. Hvernig getur það sem hefur ALDREI gerst, gerst AFTUR?
    Púlarahugurinn er furðulegur andskoti.

    Þetta fer 3-0 fyrir Chelsea, öll mörk í fyrri hálfleik. Terry fær spjald og missir af úrslitaleiknum.

    Áfram Chelsea.

  10. Þetta verður erfiður leikur, það er ekki dauðadæmt þó að við lendum undir, en við komumst hinsvegar í ansi góða stöðu ef við náum úti-markinu frekar snemma á morgun. Þá eru Chelsea menn komnir í sömu stöðu og við vorum í gegn Arsenal í stöðunni 1-1 á Anfield, að “þurfa” að sækja þar sem við erum heimaliðið en meiga alls alls alls ekki fá á sig mark.

    Ég held að leikurinn verði 1-1 á einhverjum tímapunkti, hvort sem að annað liði skoru svo fyrir leikslok eða hvort leikurinn fari í framlengingu er ómögulegt að segja til um.

    En svo ég endi þetta á einhverjum tölum þá segji ég 1-1 eftir 120.min og vítaspyrnukeppni þar sem Cech verður hetjan í þetta skiptið.

  11. Sagði Phil 1-2? Hann sagði okkur á föstudagskvöldið að hann spáði 0-1, við myndum skora og halda því. Af hverju? Jú, afþví að þetta er Liverpool Football Club og við þrífumst á svona spennuleikjum.

  12. Persónulega held ég að Rafa hafi Babel á bekknum og láti hann koma inná á um miðjan seinni hálfleik, ef þess þarf, líkt og á móti Arsenal. Það hefur sést að hann hefur ekki enn úthald í heilan leik og að hann er miklu betri þegar hann kemur ferskur inná á móti þreyttum vörnum.

    Reina
    Arbeloa, Carra, Skrtel, Riise
    Alonso, Mascherano
    Pennant, Gerrard, Kuyt
    Torres.

  13. Maður verður að halda bjartsýninni, en þetta verður erfitt. Ég óttast að þetta fari í vaskinn ef þeir skora snemma, þá gætum við allt eins tapað stórt, 1-4. Það tel ég þó ólíklegt. Ef við náum að halda hreinu megnið af fyrri hálfleik, sem ég hef mikla trú á að við gerum, þá náum við að læða marki snemma í seinni hálfleik, ca. 52.mín. En þetta á eftir að ráðast á vafaatriðum, dýfingum, augljósri vítaspyrnu sleppt, og geggjaðri pressu Chelsea síðustu 10 mínúturnar þar sem Skrtel og Carra verða í aðalhlutverki í hreinsunum og Reina tekur það sem slysast í gegn. Sumsé, 0-1, ætli Torres skori ekki sigurmarkið.

  14. það er eitt að detta og annað að liggja eftir eins og stunginn grís með tárin í augunum…

  15. Eins og frómur maður sagði einhverntímann: “Alveg er það magnað hvernig maður sem hefur líkamsbyggingu jakuxa getur verið með sársaukaþröskuld þrettán ára stelpu”…

  16. Ég vona að Benítez noti crouch. Carvalho hefur alltaf átt í stökustu vandræðum með hann.
    Ég spái að leikurinn endar 1-1 og leikurinn fer í framlengingu….Það verður einhver sem skorar sjaldan, sem skorar sigurmarkið fyrir okkar menn. Ég tippa á arbeloa eða jafnvel macherano!!!!!!!!

  17. Ég vil bara taka það fram að ég ætla að mæta á barinn í Liverpool treyjunni, sem ég var í í Istanbúl. Hún hlýtur að færa okkur sigur. 🙂

  18. Reina

    Carra Skrtel Hyypia Riise

                Masch               Alonso 
    
                          Gerrard
    

    Kuyt Crouch

                           Torres
    

    Reina í marki. Vörnin á að vera sterk varnarlega, allt í lagi að hafa 3 miðverði þannig að Riise fær smá leyfi til að koma upp. Masch og Alonso geta bakkað hana upp og spilað með í sókinni. Þá værum við að sækja á 6-7 mönnum. Crouch held ég er mikilvægur á t.d. Terry, sterkur skallamaður en Crouch myndi pottétt vinna skallaboltana. Það myndi losa fyrir Kuyt og Torres sem myndi auðvelda okkur mikið.

    Spái 0-2 fyrir okkur. Kuyt og Crouch skora, Kuyt frekar snemma í leiknum 40-60 mín og Crouch innsiglar svo sigurinn stuttu seinna eftir glæsilegan undirbúning Pennant sem kemur frískur inn á fyrir Torres. Babel kemur svo inná fyrir Crouch.

  19. Ég er ekkert stressaður orðinn fyrir þennan leik. Ég veit það er skelfilegt af mér, og mér þykir það skelfilegt sjálfum, en ég er ekkert spenntur fyrir þessu. Býst ennþá fastlega við tapi. Ég bara get ekki logið að sjálfum mér einhverri tiltrú núna; þótt ég viti að liðið okkar er nógu gott til að geta þetta held ég að það muni bara alls ekki gerast, því heppnin og skriðþunginn séu Chelsea-megin í þessum leik.

    Ég mun horfa á þetta ásamt pabba, bræðrum mínum, frænda og jafnvel fleiri Púllurum. Heima hjá mér. Eins nálægt rúminu mínu og ég get verið, þannig að ef þetta fer eins og ég á von á verð ég fljótur inní myrkrakompuna og undir sæng.

    Ef ég hef hins vegar rangt fyrir mér, sem ég vona að sjálfsögðu innilega, tek ég enga ábyrgð á því hvað verður gert í kjölfarið.

    Annars segi ég bara takk fyrir frábæra upphitun Doddi. Henni tókst ekki það ómögulega (að gera mig spenntan fyrir þennan leik) en hún var engu að síður athyglisverð og minnir okkur á að það er allt hægt. Ef okkar menn gátu þetta í Istanbúl er þetta hægt á Stamford Bridge, það er alveg á kláru. Ég bara er handviss um að það gerist ekki, því miður.

  20. Líkt og Kristján þá á ég ekki von á öðru en að þeir bláu klári þetta á sínum heimavelli. Veit samt vel að það þarf ekki nema eitt mark frá liverpool til að sturta þessu einvígi á hvolf. Mómentið virðist bara einhvernveginn vera chelsea meginn því miður.

    Það sem þyrfti helst að gerast væri :
    Dómarinn léti ekki Drogba hafa sig að fífli líkt og sá austuríski gerði. Terry og félagar kæmust ekki upp með að berja Torres í 90 mínútur. Liverpool skoraði á fyrsta hálftímanum. Að þessum skilyrðum uppfylltum þá fer liverpool til Moskvu. Annars ekki. Eðá hvað ?

  21. Það er eins og margir hérna séu þegar búnir að finna afsakanir ef illa fer. Strax byrjaðir að væla yfir dómurum og það eru ennþá 30 klukkutímar í kickoff. Ferguson og Bentítez einhverjar mestu dómaravælukjóar sem fyrirfinnast í stjórastöðum í stórliðum Evrópu. Alltaf dómaranum að kenna ef sigur vinnst ekki.

  22. ÍR!! haltu þig einhvers staðar þar sem einhver nennir að hlusta á þig 🙂

    Þetta verður svakalegur leikur, ég spái 1-2 í framlengingu, Torres setur hann í síðari hálfleik framlengingar

  23. OK. Afsakið gagnrýnina. Kemur ekki fyrir aftur.

    (Gleymdi bara í smástund að ég væri á Púlarasíðu)

  24. Tek undir með sumum hér að ofan 1-1, J. Cole og Torres. Pepe hetja again….

  25. (Gleymdi bara í smástund að ég væri á Púlarasíðu)

    Já, þetta getur gerst fyrir fólk. Við erum alltaf að reyna að halda því leyndu að þessi síða fjalli um Liverpool.

  26. ÍR, það er óvirðing við dómaravæl að nefna ekki Wenger með í þessari upptalningu!!!!

    Þar fyrir utan á ég rosalega erfitt með að sjá hvað er rangt við það að impra vel á því fyrir leik að dómarinn verði að hafa góðar og þá meina ég betri en verið hefur, gætur á leikaraskapnum í Drogba!!

    Það vita það allir að þessi drengur er sterkari en flest allir varnarmenn deildarinnar og fær FÁRÁNLEGA lítið af gulum spjöldum og FÁRÁNLEGA mikið af aukaspyrnum á hættulegum stöðum fyrir afar afar litlar sakir.
    Það er því fullkomlega eðlilegt að það sé bent á þetta fyrir stærsta leik ársins, ég les það allavega ekki út úr orðum Rafa að hann sé búinn að gefast upp, síður en svo.

  27. Það er víst orðin hluti af leiknum að fiska aukaspyrnur þegar hægt er og kannski lítið við því að segja. Leikmenn liverpool gera það líkt og flest önnur lið. Didier Drogba hefur aftur á móti fært þesslags gjörning á annað plan. Rivaldo farsinn við hornfánan í HM hérna um árið er eiginlega farinn að fölna við hliðina á afríkumanninum stóra og sterka. Ég átti mjög erfitt með að skilja hversvegna hann fékk ekki áminningu fyrir leikaraskap í síðasta leik.

    Drogba er mjög sterkur framherji og ég ber virðingu fyrir hans hæfileikum þar að lútandi. Þetta leikaraskaps rugl í honum er hinsvegar algerlega óþolandi og ekki leikmanni af hans kalíber sæmandi. En auðvitað heldur hann þessu áfram á meðan hann kemst upp með það.

  28. Úff, þetta verður rosalegur leikur. Þessi leikur getur gjörbreytt tímabilinu fyrir okkur. Að komast í úrslitaleik CL og mæta United væri svaðalegt. Þetta Chelsea lið hefur sýnt að á heimavelli eru þeir nánast ósigrandi. Þeir eru með ótrúlegt ,,record” þarna. Rafa hefur hins vegar sýnt magnaða kænsku í CL. Þar er enginn honum fremri. Á morgun þarf hann samt eitthvað alveg extra. Ég trúi að það komi. Það er bara einfaldlega rangt ef við föllum út á sauðshætti Riise. Ég spái 1-1 eftir venjulegan leiktíma (Anelka í fyrri og svo jafnar Torres). Undir lok framlengingarinnar verða allir leikmenn búnir á því…….nema einn. Dirk Kuyt – hann klárar þetta og við í úrslit.

  29. Augljóst að viðureignin klárast í vító. Mín martröð gengur út á það að norska tækniundrið verði látið taka víti til að bæta fyrir syndirnar og þrumi… tja eitthvað langt frá markinu. Vona bara að Chelsea klúðri fleiri vítum.

    Norðmenn í lykilstöðu eru ekki uppskrift á árangur þessa dagana. Okkar yndislega lið og svo háttvirt ríkisstjórn Íslands. En er þokkalega bjartsýnn á þetta.

    YNWA

  30. Liverpool er lið sem lifir á svona leikjum. Það er ekkert annað í lið CL sem kann að sigra þá leiki sem er mikilvægir og stórir. Ég er búinn að fá frí í vinnunni 21 maí því ég veit að það verður LFC sem fer með áfram til Moskvu á morgun. YNWA

  31. Verð sennilega á leið á Ísafjörð, nema að þetta verði undir 6 tímum að komast þangað. Losna ekki úr vinnu fyrr en kl. 13 og Ægir bílstjóri á Krúsernum verður þvílíkt peppaður upp þannig að við rennum í bæinn fyrir 18:30. síðan er svosem að finna út hvar leikurinn er sýndur … en þeir hljóta að eiga pöbb þarna fyrir vestann. Verða kva ekki nema um 1000 blakarar þarna um helgina á þvílíka djamminu.

    Hinsvegar, ekkert rosalega bjartsýnn með þennan leik. Vonandi tekst þetta með öguðum varnarleik, hnitmiðuðum skyndisóknum og ótrúlegum skotum að klára þetta rússneska málaliðalið og komast til Moskvu. Ég treysti Rafa til að stilla upp heppilegasta liðinu og vonandi er hann búinn að kenna Riise að skjóta og skora á rétt mark að þessu sinni.

    Djöfull væri það sætt.

    P.s. maggi, vantar þig enn háseta á bát?

  32. Það sem ég hræðist mest er að Liverpool verði yfirspenntir í leiknum og nái ekki upp þeirri stemmningu sem þarf (líkt og í fyrri hálfleiknum í fyrri AC Milan leiknum)……þá verð ég þunglyndur í mánuð.

    En ef þeir berjast eins og ljón, tækla um allann völl og sækja stíft á markið þá er lítið annað hægt að segja en að betra liðið hafi komist áfram. Ég vill 120% baráttu og ekkert minna.

    Mér finnst reyndar líklegt að hann láti Crouch byrja í þessum leik…..Torres má ekki týnast (vera tekinn út af Chelsea vörninni) í leik eins og þessum.

  33. Hvernig væri að taka þessu færslu burt sem er efst á síðunni eða allavega breyta fyrirsögninni, það er eins og maður sé komin inn á united síðu þegar maður fer hingað inn!

Drogba og fleira

Manchester United í úrslit