**Uppfært (Olli):** Liðið gegn Chelsea er komið og er eftirfarandi:
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkurinn: Itandje, Finnan, Hyypia, Crouch, Lucas, Babel, Pennant.
Lið Chelsea er eftirfarandi.
Essien – Carvalho – Terry – A. Cole
Ballack – Makalele – Lampard
J. Cole – Kalou
Drogba
Jæja gott fólk. Það er komið að því. Seinni leikurinn er að hefjast. Það vekur mína athygli að Benayoun er á vinstri kantinum í stað Babel. Mér fannst Benayoun slappur um helgina og Babel var hvíldur þannig þetta kemur nokkuð á óvart. En við verðum að treysta Rafa. Ég hefði líka viljað kúpla Riise út úr þessum Chelsea leikjum en vonandi nær hann að koma hausnum á sér í lag og spila eins og maður!
En jæja, það er komið að því. Úffffff. Ég hef sjaldan verið jafn stressaður fyrir leik og sjaldan fundið jafn mikla spennu fyrir leik. Þetta er ekki ómögulegt en þetta verður frábært próf fyrir Liverpool liðið.
YOU´LL NEVER WALK ALONE!!! KOMA!
Jæja, menn eru ekki að fíla fyrirsögn með nafni skítaliðsins frá Manchester hér efst á þessari ágætu síðu. Það er greinilegt að færslan mín frá því í gær er að valda mörgum mönnum hugarangri.
Ég er orðinn alveg fáránlega spenntur. Ég er að fara til útlanda á morgun og það er árshátíð í vinnunni í kvöld og ég á eftir að klára fáránlega mörg verkefni…
En samt þá get ég varla hugsað um annað en fótbolta akkúrat núna. Eftir 4 klukkutíma verð ég mættur á barinn í Liverpool búningnum, sem ég var í í Istanbúl. Og ég vona svo innilega að ég eigi eftir að fagna í kvöld. Þetta er það skemmtilegasta við fótboltann. Núna eru okkar menn ólíklegri aðilinn í leiknum og það hefur hentað okkur vel í Meistaradeildinni hingað til. Gerrard, Torres og félagar verða dýrvitlausir í kvöld og ég er sannfærður um að þeir geti fært okkur sigur.
En til að koma mönnum í stuð, þá er hérna smá myndband fyrir kvöldið, sem var bent á í kommentum:
Ég er SPENNTUR!
Gaman að heyra Gerrard segja fyrir leikinn í gær að Chelsea hafi verið líklegri sigurvegari í fyrra. Við vitum öll hvernig það fór. 🙂
Þetta myndband er svo guðdómlegt… I believe!!!! Það er ekkert of erfitt að það sé ekki óyfirstíganlegt. Við erum Liverpool!!!
Ég á afmæli á morgun og ég óska mér einskis heitar en sigurs í kvöld. Ok ég myndi ekkert neita því að fá Ferrari og 10 á öllum prófum en þetta er allavega í 3. sæti 😀
Sjitt …. ég bara get ekki horft á þennan leik sökum spennings :S
En ætli maður reyni ekki samt 🙂
Þetta myndband er rosalegt. Ég er ekki bara að tala um gæshúð, heldur vöknaði mér um augun.
Liðið:
———–Reina
Arbeloa Carra Skrtel Riise
——Masche Xabi
Kuyt Crouch Kóngurinn
——Prinsinn
Spái að hann taki taktíkina sem virkaði vel á móti Arsenal á Anfield!
Crouch vs Carvalho í loftinu.. frekar mikið rúst.
Ef það verða einhver vandræði þá segir Rafa: “Enable the Babel” og skiptir Hollendingnum fljúgandi inn á.
Þetta myndband, guð minn góður… Kristján Atli, ef þú trúir því ennþá að við getum ekki unnið leikinn í kvöld þá vorkenni ég þér. Hvílíkt myndband!
YNWA
Þetta myndband… sökkaði.
Ég horfi heldur á þetta í hringi: http://www.youtube.com/watch?v=lclPTuSnkIQ
Addorri, ég trúi því alveg að við getum unnið. Ég bara held að við munum ekki vinna. Ég er samt orðinn fáránlega spenntur fyrir þennan leik, titra nánast af tilhugsun. Þetta er samt meira stress heldur en tilhlökkun, þar sem ég býst við vonbrigðum í kvöld.
Málið er samt það að ef okkar menn komast áfram í kvöld geri ég ekki ráð fyrir að stressið minnki. Ég mun ekki með nokkru móti geta neytt sjálfan mig til að hlakka til að keppa við United í úrslitum, ef liðið kemst þangað, því ég verð of upptekinn við að vera kvíðinn fyrir þann leik.
Það eru þrír valkostir í stöðunni; vinna Meistaradeildina, tapa fyrir United í úrslitum eða tapa í kvöld fyrir Chelsea. Auðvitað viljum við öll vinna Meistaradeildina en ef ég ætti að velja á milli hinna tveggja kostanna myndi ég frekar vilja tapa í kvöld en gegn United í Moskvu.
hesús! ég get ekki lært baun í dag!!! hver mínúta er eins og 3 vikur að líða!! VIÐ TÖKUM ÞETTA!! CMON YOU REDS!!!
shit… þetta myndaband er aðeins of magnað… hef afrekað gjörsamlega ekki neitt í dag…. djöfull get ég ekki beðið eftir þessum leik… COME ON YOU REDS!!!!!!!
Ég er að undirbúa mig fyrir vonbrigði, yrði samt alveg sáttur við veturinn miða við erfiðar vinnuaðstæður hjá okkar mönnum, vona bara að sumarið verði gott utanvallar hjá Liverppol…
Eitt það versta við það að tapa í kvöld, ef það gerist, er að þá getum við ekki lengur birt svona myndir hér á síðunni. 🙂
Við erum að tala um þrjár stundir í leikinn vinir! Þrjár klukkustundir af lengstu viku sem ég hef upplifað á ævi minni!!
COME ON YOU REDS!!!!!!!!
YNWA
OK ég vill fá Al Pacino sem aðstoðarþjálfara eftir að hafa horft á þetta video!
Kristján (#8)…Auðvitað viltu frekar að Liverpool komist áfram í kvöld og tapi fyrir Man U., ég trúi ekki öðru (málið er bara að ef við vinnum Chelsea veit ég að við tökum Man U.). Það liggur í augum uppi, að það er gott fyrir Liverpool að komast sem lengst í öllum keppnum og því trúi ég ekki öðru, Kristján, en að þú viljir það sem er best fyrir Liverpool. Tökum þetta í kvöld, 1-2.
mér finnst erfitt að lýsa tilfinningunni sem ég hef núna en ég ætla að reyna…
mér líður eins og ég sé að fara að verða hengdur í kvöld fyrir framan fullt af fólki. samt hef ég smá trú um að einhver komi og skjóti úr haglabyssu á kaðalinn og bjargi mér frá hengingunni. það er svona “bíómyndamóment”…í kvöld þarf svona “bíómyndamóment”…
þetta myndband.. váááá… fékk ekki bara gæsahúð, heldur flaug ég, kvakkaði og borðaði sardínur úr dós eins og enginn væri morgundagurinn…
Tvær klukkustundir í kickoff, það er alltof langt!
Ég er ekki stressaður fyrir fimm aura. Ég VEIT að Liverpool tekur þetta í kvöld, engin vafi.
Sælir félagar
Spennan er yfirþyrmandi og leggst á mann eins og mara. Búinn að vinna og get ekki einbeitt mér að neinu. Bíð og hugsa. Reyni að hugsa jákvæðar hugsanir. Eins og til dæmis. “Við vinnum meistaradeildina; dásamlegt. Chelsea vinnur úrvalsdeildina afar jákvætt. MU vinnur ekkert UNDURSAMLEGT. Ótrúlega uppbyggjandi að vera svona jákvæður í hugsun. Hrikalega yndisleg niðurstaða drauma minna. Höldum áfram að láta okkur dreyma fallega drauma um besta lið í heimi og hugsanlega niðurstöðu leiktíðarinnar 😉
Það er nú þannig
YNWA
Liðið komið
———–Reina
Arbeloa Carra Skrtel Riise
——Masche Xabi
Kuyt Gerrard bebyoun
——Torres
uffff….. Sitjum herna 5 a bar I Liverpool nuna, er ad deyja ur spenningi, a eftir ad syngja svo mikid I kvöld ad tad er svakalegt, tad verdur svakalegt party I Waterloo werehouse I kvold ef vid vinnum!!!!!
21 – Einar Ó “bebyoun” ???
http://kop-tv.com/go/torres-rafa-is-obsessed-with-details/ Sjáiði hvað þjálfarinn okkar er rossalegur 🙂
Reina
Arbeloa
Carragher
Skrtel
Riise
Mascherano
Alonso
Benayoun
Kuyt
Gerrard
Torres
ja herna, það er ekki mikil ógn í könntunum okkar í dag!!!
p.s snilld Andri, og takk fyrir síðast 😉
Já benni kallinn byrjar
Er staddur í Boston með stelpunni minn á spítala í rannsóknum. Get því ekki fylgst með leiknum en ég treysti á að fá góða um umfram allt jákvæða leikskýrslu frá ykkur eftir ca. 3 tíma 🙂
Úff, nú verður Benayoun að sýna mér úr hverju hann er gerður. Býst ekki við miklu af vinstri vængnum í dag, hefði viljað sjá Pennant þar inni.
Annars bara eftir bókinni, koma svo!!
Whaaat Benayoun ? okei, ég gef honum sjens. lítinn sjens, en samt sjens. Hefur farið endalaust í taugarnar á mér með spilamennsku sinni undanfarið, en hann hefur verið svo eldheitur í meistaradeildinni að hann hlýtur að setja þrennu í þessum leik.
Úffff er ekki ad geta bedid mikid lengur… Segi 1-0 fyrir okkur, Benni skorar! Sjaumst I Moskvu.
Snilldar vídeó. Hef horft á það fyrir alla stóra leiki og það kemur manni heldur betur í góðan gír.
Ræðan hans Al Pacino og ljóðið hans David Kirby eigi sjaldan eins vel við og í kvöld.
KOMA SVO!!!
Það er ekki eins og spennan sé gífurleg fyrir leikinn en eftir að hafa horft á þetta myndband sit ég hérna eins og fársjúkt fyrirbæri með 40+ hita! Þetta er farið að minna mig á Istanbul ískyggilega og aðeins undanúrslitin! VÁÁÁÁÁ!!! B-O-B-A!!
2-1 fyrir Liverpool. Rétt í þessu vitjaði mín andi og sagði mér þessi úrslit.
Jíha.;)
Einhverra hluta vegna næ ég mér ekki í bjartsýniskast yfir þessum leik. En held áfram að reyna. Ef við skorum á fyrsta hálftímanum þá tökum við þetta.
Þessi staða í hálfleik kemur alls ekki á óvart. Ég er nú orðinn svartsýnni en í upphafi leiks.
Liðið kemst bara ekkert áfram. Það segir mikið þegar liðið nær ekki einu sinni að láta taka sig rangstæða.
Það vantar alla ógnun í sóknarleikinn, sóknarlínan eins og hún leggur sig hefur verið meðvitundarlaus. Þyrfti að setja tvo af þessum þremur: Pennant, Crouch, Babel inná til að hressa uppá leik liðsins.
Þetta er ekki að ganga. Chelsea eru þéttir á síðasta þriðjungi vallarins og Torres er ekki að fá mikinn stuðning til að eiga við miðverði Chelsea. En það þarf bara eitt mark….
Hálfleikur.
Tjón og bull og vitleysa…. glatað að hafa benna og riise saman þarna á kantinum. Okkar menn verða að spila meira í lappirnar á Torres.
Ég verð ekki viðræðuhæfur í margar vikur ef við töpum þessu.
Jón #38, Benayoun tók þig heldur betur á orðinu! Frábær afgreiðsla hjá Torres og gott að kveða niður grýluna um að ná ekki að skora á Stamford Bridge.
Við bara klárum þetta í uppbótartímanum, verum bjartsýnir 😀
AVANTI LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL
Getið þið eytt út síðustu ummælum mínum 🙁
Avanti liverpool
eða kannské bara ekki 😀
Flottur leikur, fullt af vitleisu og þessháttar….
óver and át
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Heitasta…..
Chelsea voru bara betri og þannig er nú bara það. Ekkert væl út af dómara, svona er bara leikurinn. Stundum er þetta með en stundum á móti. Óska bara Chelsea mönnum til hamingju með þetta, mjög stór áfangi hjá þessum klúbbi og ég held að José sé stoltur því þetta er 90% hans vinna sem er að skila þessu.
Er ennþá að velta fyrir mér hvað Benayoun var að gera þarna í byrjunarliði, hann gerði reyndar mjög vel þegar Torres skoraði en að öðru leiti var hann ekki að gera góða hluti.
Og eitt sem fer í virkilega í mig, REINA, nærhornið er þitt!
Svona er nú fótboltinn, tímabilið búið þetta árið hjá Liverpool FC. Bíð spenntur eftir EM.
Hvað sagði ég á mánudag – Chelsea skorar 2 mörk og allir hlógu að mér – svartsýni sögðu alir hér á síðunni – hvað gerðum við – 2 mörk yes – sem er ekki nóg – Rafa á auðvitað sökina þar sem hann þurfti endilega að kveikja í leiðindagaurnum DD – málið er að Rafa hefur ekki sömu áhirf innan dómarasambandsins og SAF, sem eiginleg á þar sæti. Rafa þarf að fatta það. Áhrif þeirra hafa ekki sömu vægi. Eitt er að höfða til dómara en annað að kveikja í leiðínda spilara eins og Drogba. Það er munurinn á Rafa og SAF, sem kann allt og á allt bixið.
Með öðrum orðum: úrslitin í kvöld voru nánast skrifuð í skýin: SAF vissi þau en Rafa vissi ekki hvað hann vissi lítið. Eiginlega þykir mér vænna um Rafa fyrir vikið, en prófið að segja það Man utd mönnum. Þeir eru bestir. Þeir eru snillingar aldarinnar, sólarinnar… Ég heyri í orgeli og fiðlum …
Okay, hvað í fjandanum? afhverju eru Man U menn meira að kommenta en við poolarar??????
Ég meina ég hef aldrei verið jafn svekktur yfir úrslitum og yfir þessum leik en við höfum þó eitthvað að hrópa húrra fyrir, frammistaða okkar í þessari keppni hefur verið frábær, ég meina sáuði babel markið? Þetta var eitt flottasta mark sem ég hef séð og án efa flottasta mark babel.
Ef ég ætti að kenna einhverjum manni fyrir ósigurinn væri það án efa rise. Mér fannst gagnrýnin á hann ótrúlega léleg eftir fyrri leikinn og það frá liverpool mönnum, en eftir þennan leik sé ég að hún einfaldlega passar. Mér hefur alltaf fundist Aurelio mun betri en hann en mér hefur einnig fundist rise alltaf verið ágætis varamaður sem að gerir sitt þegar að hann þarf þess, en þessir tveir leikir sýna bara að hann er einfaldlega ekki nógu góður til þess að vera áfram í þessu frábæra liverpool liði okkar.
Mér finnst einnig alveg út í hött í byrjun leiks að benayoun hafi verið þarna í stað babel í byrjunarliðinu, en hann bætti fyrir mjög lélegan leik (að mínu mati) með því að skapa þetta mark okkar sem að trygði okkur framlengingu. Ég var einnig mjög ánægður þegar að ég sá babel loksins koma inn á, en þegar að ég heyrði að það hefði verið fyrir torres hafði ég ekki hugmynd hvað benitez var að hugsa og skil ekki enn.
Ef ég ætti að kenna einhverjum um þennan ósigur okkar væri það rise, en þetta ótrúlega fáránlega mark hans í fyrri leiknum trygði chelsea einfaldlega sigur því að útivallarmörk eru einfaldlega of dýrmæt í þessari keppni.
En verum nú bara jákvæðir og horfum yfir hópinn okkar miðað við hópinn okkar í fyrra, þá getum við ekki annað en brosað þrátt fyrir frammistöður okkar á þessu ári :).